<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 27, 2003

Nýtt útlit 

ókey ókey..... ég veit að heimasíðan er alveg HRÆÐILEGA ljót þessa stundina. Ástæðan er einfaldlega sú að nú standa yfir viðgerðir og betrumbætur á greyinu og var nú kominn tími til. Eins og allir vita eru lýtaaðgerðir alveg nokkra daga að jafna sig, sílíkon brjóst verða ekki góð á einni nóttu þannig bíði bara..... þegar sárin gróa verður þetta alveg svaka bombu síða sko !!!!!

miðvikudagur, desember 24, 2003

Gleðileg jól 

Við skötuhjúin ætlum að nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla. Megiði eiga góð jól í faðmi fjölskyldu og vina.
Annars er jólunum okkar háttað þannig að við verðum aðskild, Harpa heima hjá sér og Árni hjá sér enda ekki gerandi að reyna að slást um hvor staðurinn sé betri. Það er hamborgarahryggur á boðstólnum á báðum stöðum en á morgun jóladag er hangikjöt hjá Hörpu og lambakjöt hjá Árna. Við verðum aftur í sitt hvoru laginu í það skiptið.

Fyrir þá sem gefa okkur sameiginlegar gjafir, til Árna og Hörpu eru viðkomandi aðilar ekkert sérlega vinsælir þar sem pökkunum hefur snarfækkað hjá skötuhjúunum en ÓKEY við vitum að við erum farin að búa !!!!!

Svo fyrir þá sem sendu okkur EKKERT jólakort í ár, þeir eiga nú séns á að senda það á Amagerbrogade í Köben fyrir áramót því Harpa er engan veginn sátt við fáu jólakortin sem hún fékk í ár. Við komum til Köben 2.des fyrir ykkur lúðana !!! TAKIÐI ÞAÐ TIL YKKAR SEM EIGIÐ ÞAÐ :-)

En enn og aftur gleðilega hátíð. Sérstakar jólakveðjur til Ameríku þar sem bestu frændur mínir eru búsettir, kiss kiss !!!!

sunnudagur, desember 21, 2003

Sigur hjá Ydun stelpum 

Stelpurnar í liðinu mínu spiluðu í dag sinn síðasta leik fyrir jól. Mér var leyft að fara heim fyrir þennan leik þar sem hann átti nú að vinnast auðveldlega eins og raunin varð, 30-19.
Mette var svo góð að gefa mér skýrslu um leikinn sem varð nú frekar skrautlegur. Markmaðurinn okkar meiddist eftir 8 mínútur og varamarkmaðurinn er meiddur fyrir þannig einn af útileikmönnunum fór í markið og stóð sig víst bara þokkalega..... djöfull hefði ég viljað sjá þetta !!!!!!!!!

3 dagar til jóla 

Allt á fullu hjá öllum nema mér. Það eru einungis 3 dagar til jóla og allir á fullu að redda öllu.... djöfull er ég fegin að við Árni keyptum allar jólagjafirnar í Köben áður en við komum heim, hefði sko ekki nennt þessu svona rétt fyrir jólin. Er reyndar í alveg bölvuðum vandræðum því ég á eftir að kaupa eina jólagjöf og er það sama vandamálið og hjá öllum öðrum skvísum.....þ.e. kærastinn !!!! Hvað haldiði eiginlega að Árna langi í???

Annars var svaka gaman að komast loksins á Hverfisbarinn í gær þar sem maður hitti nokkra vel valda vini sem maður hefur nú ekki séð lengi. Sérstaklega gaman að sjá bombu dauðans, sjálfa Franklín í fílíng. Ég veit hún er nú ekki enn búin að opna jólakortið frá mér en ég verð að segja ykkur.
Uppáhalds sjónvarpsþátturinn hans Árna var lengi vel Skjaldbakan Franklín. Haldiði að hann sé ekki búinn að finna þáttinn á einni stöð í danska sjónvarpinu nema hvað að greyið hefur fengið nýtt nafn og heitir Morten. Fyrir þá sem finnst þetta ekkert fyndið þá heitir þjálfarinn minn Morten og er mesti Tinni (nörd) sem sögur fara af. Greyið skjaldbakan fer sem sagt úr brjálaðri bombu í mega nörd!! :-/

föstudagur, desember 19, 2003

Þori ekki út...... 

Jiii vitiði hvað!! Ég held ég þori ekki meira út því ég pantaði mér klippingu í dag á flottri stofu og hélt nú að ég væri að fara að fá hár DAUÐANS. Heldur betur ekki..... það var einhver eldgömul kjélla sem ég fékk tíma hjá og greyið var svo að fíla sig blessunin. Nema hvað að hún klippti bara allt hárið af mér og ég sem var komin með hár niðrá rass !!!!!
Svo ekki nóg með það að mér fannst þetta alveg hræðilegt þá kostaði þetta 4.000 kall sem mér finnst barasta mesti glæpur sem ég hef heyrt.... nb.ég lét bara klippa, ekkert meir!!!!

miðvikudagur, desember 17, 2003

Metallica tónleikar í Köben 

Þeir sem vilja sjá stórtónleika á Parken með ekki minni sveit én Metallica geta nýtt sér tækifærið 26.maí 2004 og keypt miða hér Ef fólk þarf á gistingu að halda er hótelstjórinn Árni byrjaður að taka á móti pöntunum. Biðlistar verða teknir eftir lögum og reglum þar sem bjórelskendur ganga fyrir og óléttar aftast !!!

Komin heim til mömmu og pabba 

Æjj hvað það er geggjað að vera komin heim. Við erum búin að prófa nýja heita pottinn sem er á baðinu hjá mömmu og pabba og þvílíkur lúxus... þótt okkar baðherbergi sé með hita í gólfi og fyrsta flokks danskri sturtu slær EKKERT bubblubaðinu út hjá m&p. 10 stjörnur !!!
En vitiði líka hvað er geðveikt..... VIÐ ERUM MEÐ BÍL :-) Hjólin fá frí yfir hátíðarnar í þetta skiptið !!!

Við vitum ekki hversu öflug við verðum á blogginu yfir hátíðarnar þar sem annar og skemmtilegri tími er framundan heldur en bara að hanga á netinu en við lofum að setja inn einhverjar fréttir til að danskir vinir og USA gengið fái "fresh" fréttir frá fjölskyldunni.

En ég gleymdi nú alltaf að segja ykkur um daginn að það var víst aldrei sprungið á hjólinu mínu. Árni greyið var ekkert smá sætur og fór og keypti bætur og læti til að gera við hjólið mitt en viti menn... hann fann ekkert gat og bara endaði á að pumpa í dekkið og allt í orden. Svona eiga viðgerðarmenn að vera... finna bara hvað er að græjunni!!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Sídasti dagurinn fyrir heimkomu.... 

Komidi nú margblessud og sæl. Vid høfum nú ekki verid dugleg ad skrifa sídustu daga en ástædan fyrir tví er einungis sú ad vid høfum ekkert verid í neinu netsambandi. En jæja......

Á sunnudaginn tøpudum vid stelpurnar í Ydun fyrir TMS 31-28 sem gerir tad ad verkum ad vid erum "næstum" búnar ad klúdra møguleikanum á ad vera í 1.sæti en aldrei ad segja aldrei tví mótid er rétt hálfnad... sá hlær best sem sídast hlær.
Á sunnudagskvøldinu tókum vid sídan S-tog upp eftir til Ballerup til Siggu Lóu og co.tar sem aldeilis var tekid vel á móti okkur med lax í matinn. Alltaf gaman ad koma til teirra og fengum vid smjørtefinn af Jesus og Josefine sem er jóladagatal Danans.
Í gær mánudag fórum vid skøtuhjúin svo í bæjarleidangur ad reyna ad klára tessar blessudu jólagjafir og eftir 8 klukkustundir í bænum vorum vid "næstum" búin. Tessi dagur var einn sá erfidasti søkum tess ad bædi erum vid mjøg kvefud og hefur tessi kvefbaktería sem ALLIR eru med í Køben tekid sér bólfestu í nøsunum gódu... en erum á batavegi !!!
Hey...... hefur einhver smakkad matinn á Jensens Bøfhus. Vid fórum í gær og Ó MÆ GOD hvad tetta var gott.....

Í dag gerdust svo undur og stórmerki tegar vid áttum leid um Christíaníu til ad athuga med saklausar gjafir heim á klakann. Løggan var bara búin ad hertaka stadinn og fullt af løggum gengu um svædid vopnadar "nokkrum" vel vøldum græjum og hundarnir á svædinu voru alveg trylltir yfir tessu øllu. Tannig engar gjafir frá Christíaníu tetta árid.........

En hløkkum til ad sjá ykkur øll, vitum ekki hvort vid skrifum neinar fréttir í jólafrínu (verdur bara ad koma í ljós) en sjáumst bara hress á morgun midvikudag :-)

laugardagur, desember 13, 2003

JÓLAFRÍ !!!!!! 

Jibbbbýýýý við erum bæði komin í jólafrí frá og með núúinu :-) Árni kláraði að vinna í gær og var svo duglegur að bossinn gaf honum bara frí mánudag en þann dag ætlaði Árni bara að vinna. Ég er aftur á móti alltaf í fyrirlestrum á laugardögum???? og kláraði þá síðustu í morgun. Nú hefst niðurtalning fyrir alvöru því í dag eru einungis 4 dagar til heimkomu.

Í kvöld verður rosa gaman hjá báðum því Árni fer í ENN EINN julefrokostinn. Að þessu sinni er Amager liðið að bjóða bæði karla og kvennaliðinu og verður borðað á einhverju fínu hóteli sem er nú ekki fínna en það að inngangurinn er beint á móti innganginum í Christianíu....
Ég fer aftur á móti í "hyggeaften" með stelpunum í liðinu mínu þar sem við munum hittast hjá henni Ernu Sørensen sem er afbragðs kokkur og sérlega lagin í höndunum þar sem hún er að klára klæðskeranám í vor. Ég bíst því fastlega við að fá eitthvað alveg svakalega gott......

Reyndar veit ég ekkert hvernig ég á að komast á staðinn því ég er búin að segja við Árna að ég taki ekki strætó, hann verði bara að gjöra svo vel að laga sprungna dekkið mitt til ég geti hjólað. Sjáum til hvað setur.......

Camilla Anderson á leiknum okkar.... 

Loksins fékk ég það staðfest í gær að Camilla Anderson hefði verið á áhorfendapöllunum í síðasta leik. Það eru nokkrir í bekknum mínum sem koma og horfa á leiki og þar á meðal er eitt mesta nörd sögunnar sem ég kalla "Erik den røde" en hann sagði mér að hún hefði setið fyrir aftan sig....ég náttla ekki að trúa þessu en ástæðan fyrir því að hún var á leiknum er að hún á kærustu sem heitir Signe sem þekkir víst einhverjar í Odense liðinu.
DEAM ég hélt að Camilla væri að líta hýru auga til mín.................. :-)

föstudagur, desember 12, 2003

Sebastían 2ja ára í dag :-) 

Hann á afmæli í dag, hann á afmælí í dag
hann á afmæli hann "Basti"
hann á afmæli í dag !!!!! jeiiiiiiiiiii !!!!

Uppáhaldsfrændi minn hann Sebastían Skúlason, búsettur í Charlotte USA er 2ja ára í dag. Fyrir akkúrat ári síðan var ég viðstödd fyrsta afmælið hans í Covedale. Var það haldið með miklum pomp og prakt að hætti Ameríku og er ég alveg pottþétt að ekki er sparað í afmæli númer tvö. Hjartanlega til hamingju elsku rúsínan mín og njóttu vel kökunnar sem mamma er pottþétt búin að baka fyrir þig í tilefni dagsins :-) Svo er aldrei að vita nema að pakkarnir frá Hörpu frænku í Danmörku fari að birtast með jólasveinunum góða........

fimmtudagur, desember 11, 2003

Helvítis sprungið dekk og trouble í morgunsárið 

Hvað haldiði.... helvítis J.Ló hjólið klikkaði í morgun :-(
Ég var í mínum vanalega hjólatúr í mestu umferðartraffík ever á leiðinni í skólann. Stoppaði á rauðu ljósi á Ráðhústorginu þegar ég áttaði mig á því að mér var orðið frekar heitt. Fór úr dúnúlpunni og ætlaði nú bara að leggja hana rétt í körfuna og halda áfram.
Leið og ég kem mér af stað þá flækist ermin í framhjólinu (nb.ég á hvíta úlpu) og allt í einu heyrist bara hvellur og það lekur úr framdekkinu. Piiissss hvað ég var ósátt þá enda bara hálfnuð á leiðinni í skólann og klukkan korter í 8........ Þetta endaði náttla með því að ég gekk restina og mætti hálftíma of seint í dag :-(

Ég held nú samt að hjólið mitt sé búið að rústa Árna hjóli í keppni um hvort er meira notað, mitt eða hans. Mitt er búið að ganga í gegnum ótrúlegustu hluti, eins og t.d.að missa næstum afturbrettið sem er núna bundið upp því Árni nennir ekki að gera við það. Stýrið hefur losnað og svo nú sprakk þannig mitt er sko MIKLU MEIRA notað heldur en hans.... álagið er alveg að segja til sín á greyinu.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Kuldabolinn mættur 

Djöfull var ógeðslega kalt í morgun maður!!!!!!!!!
Ég sver það, við fórum út í dúnúlpunum góðu um 7 leytið bara svona eins og vanalega nema nú var hrím á öllum bílum og hjólastígarnir hvítir eftir frostið.... hvað er að gerast í Danaveldi, hélt að það ætti alltaf að vera gott veður hérna!

Annars er það að frétta að við erum að koma heim eftir AKKÚRAT viku í dag. Við höfum sko alveg meira en nóg að gera og Harpa er búin að búa til sitt fræga PLAN til að hafa stjórn á öllu. Meira að segja búin að koma síðustu spólunni af íslenska Idol fyrir til að allt passi nú samkvæmt plani. Við vorum að horfa á smá í gær og Ó MÆ GOD hvað mér fannst asnalegt að horfa á fyrstu þættina, hvað eru sumir AÐ PÆLA !!!!

Við erum búin að ákveða að fara í Tívolí (enn einu sinni), jólamarkaðinn á Nyhavn, kaupa restina af jólagjöfunum og fara fínt út að borða ásamt því að halda úti æfingum á hverju kvöldi og bæði að spila um helgina. Árni á meira að segja enn eitt jólafrokostið eftir á lau.kvöldið. Á sunnudagskvöldið erum við svo búin að ákveða að eyða seinni partinum upp í Ballerup þar sem Sigga Lóa og co. búa. Fyrir þá sem ekki vita hver þau eru þá er þetta yndislegasta fjölskylda ever sem við bjuggum hjá fyrst þegar við komum til Kaupmannahafnar.

En þangað til næstu fréttir birtast bið ég ykkur heil að lifa og gvuð já svo verð ég að óska Væja til hamingju með nýju jólaseríurnar sínar, ekkert smá sátt við gamla þetta árið :-)

þriðjudagur, desember 09, 2003

Fríkadellur og grjónagrautur 

Haldidi ekki bara ad kallinn hafi gert grundvallarmistøk í gær og sagt ad hann vildi sko ekki fá grjónagraut í matinn tví hann væri BETRI hjá mømmu :-(
Tad endadi med tví ad Harpa fór sár út í Nettó og keypti í kjøtbollur sem gjørsamlega slógu í gegn hjá litla mømmustráknum sem bordadi med bestu lyst...... MAMMA HVAD ;-)

mánudagur, desember 08, 2003

Binni og vandræði 

Jæja nú er skóladagurinn búinn og ég búin að vera rosa duglega að skrifa um þetta blessaða danska hagkerfi sem er bara alveg ekki mitt uppáhaldsfag !!!!!!! Reyndar hef ég líka verið voða dugleg á netinu en það er nú allt önnur saga......
Heyriði, sem sagt er ég að fara í bæinn með honum Binna greyinu. Hann er alveg í rusli yfir því að finna ekki jólagjöf handa sinni heittelskuðu Ástu sem er nú þegar komin heim á klakann að vinna yfir jólin. Binni hefur verið í pössun á Amagerbrogade síðan Ásta fór og hefur ekkert fundið enn handa henni og er þetta ekkert nema týpískt Binni að lenda í einhverjum svona vandræðum. Hann er svo óheppinn greyið og ætla ég nú ekki að fara frekari sögum um hrakfallabálkinn heldur ætla ég bara að taka hann í eitt stykki bæjarrúnt í Fisketorvinu og við finnum eitthvað geggjað handa Ástu. Ásta ef þú lest þetta veistu EKKERT :-) !!!!!

Nýr leikmadur 

Gleymdi ad segja ykkur frá tví ad vid erum búnar ad fá nýjan leikmann. Tetta er enginn ønnur en Camille Hjør??? eitthvad sem er bara ROSALEGUR línumadur og alveg eins og karlmadur í vextinum.Ég held í alvørunni ad hún sé stærri en pabbi og ef eitthvad er tyngri líka (pabbi tú ert bara tittur vid hlidiná henni) hehehee !!!
Hún kemur frá atvinnumannalidinu Roar (Hróarskelda) og hún gat sagt upp samningnum sínum fyrir stuttu vegna tess ad tjálfarinn teirra sagdi upp eftir lélegt gengi og í samningnum hennar stód ad hún ætti alltaf ad fá far med tjálfaranum.

En nú kemur upp enn eitt vandamálid med leikmannalistann okkar tví nú erum vid med 3 alveg klassa línumenn (5 í allt) og hver á nú ad vera í hópnum??? Ég er ad segja ykkur ad 2.lidid okkar er bara ad rústa øllu tessa dagana tví vid erum med svo mikid af leikmønnum sem komast ekki á skýrslu og spila tess vegna med lidi 2. Ég er reyndar heppnari en adrar í tessu lidi tar sem vid vorum BARA 3 í hægra horninu. Ein skipti um lid tví hún vildi ekki spila med lidi 2 og hin er bara sátt vid ad vera í lidi 2 tví tar fær hún ad spila 100% tannig ég lifi bara gódu lífi :-)
Reyndar er tessi stelpa (Hanne) alltaf í hópnum hjá okkur í leikjum en tad er svo snidugt hérna úti ad ef tú spilar ekki er hægt ad stroka yfir nafnid titt og tá máttu automatiskt spila med lidi 2 sem spilar alltaf strax á eftir okkur.

Árni og raudvín 

hehehee tad ætlar ekki af honum Árna mínum ad ganga tessa dagana!!
Ekki nóg med tad ad +40 séu vitlausar í hann heldur kom hann heim eftir jólafrokostid sitt allur útatadur í raudvíni?????
Greyid hafdi fengid raudvínsglas hellt yfir sig á Burberry jakkaføtin sín (Harpa ekki sátt) og tess vegna bara haldid heim á leid med Metróinum. Ekki vildi betur til en tad ad lestin sem Árni átti ad taka (Kongens Nytorv - Amagerbro) sem vanalega tekur innan vid 5 mín eda eitthvad bara fríkadi út og stoppadi á midri leid og fór bara ekkert lengra.....
Árni upp úr nedanjardargøngunum og byrjar ad labba heim í gegnum Christíaníu og var heilan klukkutíma heim. Fyrir tá sem tekkja Christíaníu tá er EKKI æskilegt ad labba tar í gegn á laugardagskvøldi......

Akkuru ætli sumir hafi verid svona lengi heim..... heheheee!!!


Mikilvægur sigur í gær :-) 

Hold kæft hvad tetta var gaman í gær!!!!!!!!!
Ég kom spes nidrí skóla í banastudi til ad skrifa um leikinn sem vid spiludum í gær en bloggid vildi bara ekki virka....týpískt!
Vid sem sagt unnum topplidid Odense í gær sem gerir tad ad verkum ad vid eigum bara enn meiri séns á ad vera á toppnum. Vid erum nú í 3ja sæti og eigum enn 2 leiki til góda á Odense og TMS sem eru fyrir ofan okkur. Næsti leikur er samt gegn ekki slakari andstædingum en TMS.
En leikurinn í gær var kannski ekki mikid fyrir augad tví fyrsta markid í leiknum kom eftir 7 mín.leik og svo jøfnudum vid 1-1 eftir 9 mín.leik??? Eftir tetta var jafnt á øllum tølum fyrir utan eitt skiptid sem vid komumst í 12-10. Í lokin var bara háspenna lífshætta og stadan 24-24 í 3 mínútur held ég. Svo kom snillingur lidsins hún Lisa Bak (midjumadurinn okkar) og gerdi alveg eins og í Rødovre leiknum. Drippladi bara sjálf og hamradi hann í netid 7 sek.fyrir leikslok. Djøfulsins karakter sú stelpa madur......
Eftir tetta var komid med kassa af bjór inn í klefa til ad fagna og greyid Harpa er ekki ENN búin ad venja sig á tetta danska øl... og hvad tá eftir svona leik!

Annars er tad ad frétta ad Stine Baltahzar (h-skytta) sem sér um heimasíduna okkar segist loksins vera ad leggja lokahønd á verkefnid sitt... er reyndar búin ad segja tad sídustu 3 mánudi eda eitthvad en vonandi verdur sídan komin ádur en langt um lídur (www.bkydun.dk)

laugardagur, desember 06, 2003

11 dagar til heimkomu 

Ég er nú búin ad ákveda ad skrifa smá hérna inn tótt mér líki ekki vid tessa sídu sokum tess hversu ljot hun er.
En vid komum heim eftir 11 daga í dag og allt ad smella saman á Amagerbrogade. Vid erum búin ad kaupa allar jolagjafirnar sem fara til 8 ára og yngri og tá er mikid búid. Vid erum samt i mestu vandrædum med tetta folk sem á allt en ekkert mál fyrir Jon Pal ad finna eitthvad skondid i kongsins Koben.
Ég á 2 stor skilaverkefni eftir fram ad jolum og ákvad ad vera voda dugleg og starta odru teirra i dag. Ég er nú buin ad sitja i meira en klukkutima vid tolvuna og bara vera á netinu :-/ Ætli madur fari ekki ad gera eitthvad ad viti hérna......

Annars eru svaka leikir hjá okkur skotuhjúum næstu 2 helgar. Vid erum bædi í svaka toppbaráttum, ég med Ydun og Arni kallinn med Amager.
Hann hefur nú ekki tíma til ad snúa sér vid fyrir kjellingunum sem hann er endalaust ad skemmta sér med tessa dagana úúffff. Hann er ad fara á jólafrokost í kvold med vinnunni og er tad ekki frásogufærandi ad ein fertug baud honum far :-) hehehehehee !!!!

Annars var Kristján bjór.is eins og ég kýs ad kalla hann ad segja okkur ad hann er búinn ad panta far til Koben tann 6.april næstkomandi, ekki er rád nema í tima sé tekid Stjáni :-) En gvud hvad tad verdur skuggalegt ad hafa bakkabrædurna saman á ný og jísús kræst eins gott ad ég finni einhverja píu til ad heimsækja mig á tessum tíma tví annars er vodin vís. En engar áhyggjur Stjáni minn, ég sæki litla barnid á flugvollinn á réttum tíma!!

En tangad til næst, tví nú kallar verkefnid med hástofum, tá bid ég ad heilsa ykkur ollum og vid sjáumst nú bara von brádar....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?