<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 28, 2004

Nýr heimasími 

Það fylgir símanúmer með íbúðinni okkar þannig við erum neydd til að segja okkar númeri upp. Ekki það að ég gráti það því þetta var erfiðasta númer í geimi og oftar en ekki hef ég sagt vitlaust númer þegar ég hef verið að gefa það upp. En nýja númerið okkar er barasta ekkert skárra en hér kemur það og þið sem eruð svo rosalega dugleg að hringja í okkur endilega skrifiði það niður......

00 45 (fyrir Íslendingana) og svo: 3248 4271

Flutningar og læti í dag ! 

Jebbs jebbs, við erum bara flutt inn í nýja risa húsið okkar :-)
Sigga Lóa kom bara færandi hendi í morgun og bauðst til að flytja með okkur, og með svona gott boð neitar maður ekki neinu sko. Kristján og Árni voru rosa duglegir að bera inn og út á meðan við Sigga vorum bara enn duglegri á nýja heimilinu okkar að setja saman stofuborðið og borðstofuborðið.....
Elsku Sigga og Kristján. Takk æðislega vel fyrir hjálpina í dag, þið eruð alveg súper :-)

Mér fannst svona hálf fyndið þegar ég sagði við Siggu fyrir utan villuna að þetta væri nú alveg rosa lítið og hún ætti nú ekkert að búast við miklu og hún var alveg að kaupa það...nema hvað að þegar við komum inn fær hún alveg áfall yfir hvað þetta sé rosalega lítið heheheheheee!!! Ég held reyndar að hún hafi skipt um skoðun þegar hún sá að húsgögnin okkar komust í alvörunni inn í pleisið.... híhíhíhíí !!!!

En leið og við vorum búin að bera og ég svona rétt að byrja að ganga frá öllu þá var bara hringt dyrabjöllunni. Ég til dyra og stendur engin önnur en Sigga Birna fyrir utan og er að segja mér að hún búi nú bara næstum því við hliðiná mér..... trúiði þessu !! Til að kynna Siggu Birnu fyrir almenning þá er þetta málglöð og hress stelpa sem er ekki bara ein sinnar tegundar, heldur ein sinnar kynslóðar líka. Hún er náttla bara snillingur stelpan og spilaði handknattleik með Gróttu KR hér á árum áður. Ég er allavega voða fegin að vera komin með góðan nágranna strax á fyrsta degi og á án efa eftir að bjóða Siggu Birnu í kjaftó einn daginn :-)

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Búin að fá lyklana !! 

Híhíhíhíí við erum bara búin að fá lyklana og megum flytja inn. Nú vantar okkur bara bíl til að flytja öll herlegheitin og ég er bara búin að pakka öllu draslinu okkar niður... ég verð bara í sömu fötunum þangað til ég get flutt ;-)
Svo var Árni að koma heim af æfingu og segja mér að þessi helv.gaur sem á að heita Sportchéf getur í 1.lagi reddað flutningabíl eftir helgi....hvað er það ?????? Ohhh þessi gaur fer svo í taugarnar á mér, sem dæmi um eina slæma taug þá ætlaði hann að redda fólkinu sem er búið að búa inn á okkur í mánuð íbúð en ekkert gerist. Það hlítur nú að fara að gerast eitthvað í þeim málum því nú búa þau ein í 120 fermetrum með tóma íbúð.....hehehehhee !!!

En mamma og pabbi voru að hringja rétt í þessu. Nú er búið að kansela vinnuferðinni sem pabbi átti að fara.... en það er eitthvað krónutilboð sem er að byrja hjá Expressinu á morgun sem pabbi ætlar bara að splæsa í ... frekar fúlt að vera búinn að fá ókeypis ferð til dótturinnar og svo bara allt í einu sagt neiiii..... Þannig ég fæ mömmu og pabba eftir allt saman í heimsókn í apríl. Vúúhhhúúú !! Ég ætla samt að vona að pabbi sé búinn að vera duglegur í Líkamanum fyrir lífið þar sem það gætu orðið vandræði með að koma öllum inn í villuna okkar... ssshhiiiittttt hvað þetta er lítið maður !!!!! :-)

Britney í Köben 9.maí 

Jebbs jebbs, ég varð bara að setja þetta inn.... mín er bara á leiðinni á Britney Spears 9.maí takk fyrir. Á reyndar eftir að kaupa miðann en ég er allavega að fara!! Vúúhhúú "hit me baby one more time" ;-)

Skólinn allt í einu æði.... 

hann er æði, æði, æði hann er saxafóóóónn !!!!!
Vitiði hvað, ég var að fá út úr síðasta prófinu mínu. Prófi sem ég hélt að ég væri svo þokkalega skítfallin í.... eeeeennnn Harpa snillingur náði bara heilli 7 í þessu fagi. Trúiði þessu... hehehehe ég er svo ánægð að ég er bara alveg sprungin :-) Nú eru einkunnirnar mínar bara allt í einu góðar í staðin fyrir að ég bjóst við að fara í endurtekt í ágúst... en ég slepp allavega eins og er !!!!

En svo gengur allt í einu bara mikið betur með bjórverkefnið. Við Andri "tókum þetta bara í okkar hendur" og allt í einu erum við bara klárust... þetta danska pakk eins og Gunna myndi orða það !! Talandi um Gunnu Dóru, hún á afmæli í dag og viljiði gjöra svo vel að óska henni til hamingju :-)

Svo ég haldi nú áfram með fréttirnar þá var ég að eyða 100.000 kalli í morgun!! Kannski ekki alveg eyða en við Árni fáum lyklana að nýju villunni okkar trúlega núna um helgina og við vorum sem sagt að borga tryggingu og leigu fyrir pleisið. Það er nú ekki bara gefið að eiga svona upphæð í rassvasanum en með góða að getur maður allt.(þeir taka það til sín sem eiga knús skilið frá mér :-) Nú eigum við svo oggupons pening til að kaupa okkur diska og eitthvað nauðsynlegt í hillurnar en rúmið verður því miður að bíða þangað til við verðum rík á nýjan leik. Vindsængin verður því alveg súper góð þangað til :-/ (get ekki beðið)

En þangað til næst, híhíhí kannski skrifa ég bara næst þegar ég er búin að fá lyklana!!! oohhh ég er svo mikil gella :-) hej hej

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Léttur leikur í kvöld 

Það var aldeilis druslu lið sem við mættum því við unnum í alveg hund leiðinlegum leik 42-18. Ég skoraði nú alveg fullt bara en held að ég hafi verið með 7 og svo 2 fiskuð víti þannig það eru 9. Var reyndar búin að lofa 10 en ef dómarinn hefði ekki lagt mig í einelti þá hefði ég kannski fengið að skora meira.... jísús þessi gaur var bara verri en Gummi grís..... hann hlítur að hafa verið skotinn í mér eða eitthvað !!!!

Þunglyndi í CBS 

Ég hata hata hata hata Dani. Nú er vika í ritgerðarskil í einu faginu sem er grundvöllur fyrir munnlegu prófi. Þetta er þessi helvítis danska hagfræði sem ég hef verið að kvarta yfir og hin margfræga bjórritgerð. Við Andri erum búin að sitja sveittust að skrifa niður alveg heilan helling en þessir helvítis grúppumeðlimir sparka þessu alltaf í okkur aftur og segja okkur að gera betur...... what !!!!! Hvað getur maður gert betur þegar maður skrifar á tungumáli sem maður hefur talað í hálft ár og kann ekki fyrir fimmaur að stafsetja.....??? Við getum bara gert betur segja þau en segja ekkert meira....oooohhhhh ég hata þau !
Núna erum við sem sagt sest niður enn eina ferðina að breyta þessu helvíti sem við vitum ekki einu sinni hvernig við eigum að breyta, því þau geta ekki tjáð sig. Og svo erum við ekki einu sinni búin að sjá hvað þau eru búin að skrifa, úfff mér líður eins og litlu barni í leikskóla hérna !! Allavega, þið sem eruð heima og eruð að kvarta yfir erfiðum skóla.... yeah right !!!!!

En fyrir utan þunglyndi í CBS þá er ég að fara að keppa bikarleik í kvöld. Það er víst leikur á móti liði sem heitir Albertslund og er ekki þekkt fyrir að vera hátt skrifað þannig þetta á nú að vinnast auðveldlega. Eins gott að ég skori 10 mörk í leiknum til að fá kannski oggu af góða skapinu til baka fyrir háttinn !! :-)

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Konudagur og 2.sætið 

Jæja, þá er þessi leikur búinn og endaði hann ekkert sérstaklega vel þar sem við töpuðum 23-16. Þetta var nú alveg fáránleg byrjun hjá okkur þar sem 7 af 8 fyrstu skotunum fóru í stöng....hvernig er það annars hægt?? Ég vil nú eiginlega bara kenna þjálfaranum um þetta tap okkar og ætla bara að gera það þar sem hann getur hvort sem ekki skilið neitt sem ég skrifa hérna :-/ Hann er búinn að vera stressaðri heldur en allur hópurinn til samans alla vikuna og þegar hann talaði við mig í teyjunum byrjaði hann á því að segja mér að vera ekkert að stressa mig yfir hvað væri mikið fólk á leiknum og blablabla.... haaaalllóóó hvað er málið enda sagði ég honum bara að ég þekkti ekki sálu þarna upp í pöllum og mér væri andskotans sama, ég hefði nú oft spilað fyrir fleiri en þetta.....kannski ekki alveg sannleikurinn miðað við áhorfendurnar heima en jísús maður segir ekki svona til að peppa mannskapinn upp !
En til að hafa einhverja ljósa punkta í þessum leik þá skoraði Nellikkan (hornamaðurinn) ekki eitt mark hjá mér :-) en hún er alveg helvíti fljót þessi beygla þannig ég sigraði allavega einhvers staðar í dag !!!!!

En jáááá konudagurinn var í dag úúlllalllllaaa ég verð að segja frá honum sjálf þar sem ég veit að Haraldur hinn hárfagri þorir ekki fyrir sitt litla að segja það opinberlega hvað hann er væminn og sætur. En konudagurinn var eiginlega bara tekinn í gær þar sem við vorum bæði að keppa í dag. Við fórum heim til Ástu og Binna þar sem við elduðum grillaðar kjúklingabringur með viskýsósu og bara öllu geggjuðu með. Svo var búin að vera mikil leynd yfir eftirréttinum þar sem strákarnir voru búnir að brugga eitthvað rosalegt. Við Ásta vorum auðvitað að bíða eftir einhverri ROSALEGRI köku en svo höfðu þeir bara keypt einhverja risa RISA vatnsdeigsbollu sem þeir fundu í einhverju bakaríi...hehehehheheeee þetta kom sko sannarlega á óvart ! En fyrir þá sem ekki vita þá eru ekki til bollur hérna, Danir borða vínarbrauð á bolludaginn....oooojjjjj !!
Svo þegar ég vaknaði í morgun og var að fara að tjúnna mig upp fyrir leikinn þá var bara kæmpe stór blómvöndur á náttborðinu sem Árni hafði komið fyrir þegar ég var sofnuð :-) vúúúhhhhúúú þannig nú er ég algjör pæja með risa blómvönd á borðinu mínu og ekkert smá ánægð með góðan konudag.

Úúúúfff það er svo mikið að skrifa núna...vona að þið nennið að lesa þetta allt en ég á eftir að segja frá leiknum hjá Árna. Þeir keyrðu eitthvað lengst í rassgat að keppa við lið á Lollandi (önnur eyja). Þeir gerðu sér lítið fyrir og skíttöpuðu með 9 mörkum en músin mín var kosin maður leiksins og fékk einhvern ljótan bjór fyrir.... síðast þegar hann var kosinn fékk hann gervibrjóst....... hvað er málið híhíhíhííí !!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Búin ad fá leigusamninginn :-) 

Váááá vid Árni fengum leigusamninginn í pósti í morgun og erum tar med komin med heimilisfangid sem er Hovmålvej 86, nr.20 2300 København S. Vid hjóludun náttla alveg á stundinni uppeftir og fórum ad skoda nýja húsid okkar og tetta er ekkert slor tar sem vid fengum bara hornradhús med privat gardi og læti... yyeeahhhh !!! Kjéllingin ekkert smá ánægd med lífid og svo er fælles húsid tar sem vid getum haldid matarbod og partí eiginlega alveg vid hlidiná.
Tad er reyndar einn galli (gat ekki allt verid jafn gott) en hann er sá ad tad er frekar langt í midstødina tar sem barinn og allt er, tar á medal tvottahúsid. Vid ætlum reyndar ad athuga med hvort vid megum ekki hafa tvottavélina hennar Siggu Lóu inni í íbúdinni tví tessi elska er bara ædislegasta maskína sem ég hef "átt".

En Amagerkvøldid var bara ædislegt í gær og ótrúlegt en satt tá nádi ég bara alveg á réttum tíma og var meira ad segja á undan íslensku stelpunum. Strákarnir fóru allir saman í GoKart á medan vid stelpurnar kynntumst hvor annarri en Árni stód sig bara vel í keyrslunni og lenti í 2.sæti kallinn.
Tetta var svona týpískt danskt hyggeaften tar sem søtrad var í øli, spilad púúl og snakkad um heima og geima. Smakkadi líka geggjad gott, steikt sveskja innvafin í steiktu beikoni.....uuuummmmm !!!!


föstudagur, febrúar 20, 2004

Stórleikur í aðsigi ..... 


Það er aldeilis helgin sem mín er að fara að upplifa... úúúfff !!!
Í dag er æfing á venjulegum tíma sem á eftir að einkennast af spennu og tilhlökkun þar sem undirbúningur fyrir leikinn gegn TMS er á fullu. Leið og æfingin er búin þarf ég að bruna á fullu með undergroundinu til að mæta í einhverja óvissuferð hjá liðinu hans Árna. Svo verð ég örugglega mesta fíblið þar því ég mæti örugglega allt of seint en þetta pakk hlítur nú að skilja það að ég sé að undirbúa "líguleik".... ;-)

Svo á morgun er bara best að vera ekkert heima því að Maggi og Fríða sögðu okkur Árna í gær að þau ættu von á 3 gestum sem koma í dag... stuttur fyrirvari það en ég var búin að plana lærihelgi í stofunni minni. Þannig ég er bara búin að finna lausn og fer á bókasafnið hennar Ástu þar sem er búið að panta "læsestue" og læti.... svakalegt !!

Svo á sunnudaginn verður náttla bara vaknað eldsnemma og pumpað upp tónlistina til að vekja allt húsið... það skulu sko allir fá að heyra að ég er að fara að lumbra á þessum kjéllum í TMS. Þetta verður svo geggjað, og ef við vinnum... jáááá ef við vinnum !! Þá kemur í ljós hvað gerist....

En til fróðleiks um leikstaðinn þá munum við spila í "okkar höll" en ekki FCK höllinni eins og var planað í fyrstu. Ég veit ekki hversu margir komast í FCK höllina en það komast aðeins 600 manns í okkar pleis, og þar af aðeins 350 manns í sæti sem gerir það að verkum að þetta verður örugglega verra en að spila á gamla heimavelli ÍBV, ég á örugglega eftir að finna cheerios-lykt af einhverjum þarna. Svo held ég líka að slökkviliðið þurfi að vera á staðnum því hámarksfjöldi inn í þetta "herbergi" er 600 manns.
Það er allt brjálað þessa stundina því TMS hringdu í síðustu viku og heimtuðu einhver 40 % af miðunum. Það var að sjálfsögðu ekki sagt já við því og Ydun hóf að kappi að selja miða í "for/for sölu". Það endaði þannig að nú er uppselt á leikinn og forsalan á að hefjast í dag og nú er allt brjálað því að TMS fær aðeins 14 miða á leikinn eins og þær eiga að fá híhíhíhíhí !!!! Á heimasíðu TMS stendur svo að allir eigi bara að taka rúntinn inn í Köben og "koma sér á leikinn" .... vona að það verði ekki slagsmál fyrir utan !!! :-) híhíhí...
En til að útskýra myndirnar sem ég hef sett inn þá er þetta ég og svo hornamaðurinn hjá TMS. Takiði eftir muninum á þessum tveimur liðum, ég varð reyndar að setja inn FH mynd af mér af því Ydun síðan vill ekki virka þessa stundina en allavega stendur hún við eitthvað huge auglýsingaskilti og á Ydun myndinni stend ég við hvítan vegg...einmitt!!! Ef tekið er tillit til peningahliðarinnar hjá báðum liðum er ekki spurning hver á að vinna þennan leik... en sá hlær best sem síðast hlær :-)

En góða helgi öll sömul. Árni er enn að taka við pöntunum um páskana og hann er aðallega að hugsa um hvort Villi birdy komi með því ég er ekki viss um að "villan" taki svo stóran mann... gæti þurft að sofa með bognar fætur :-)

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Skránig hafin 

jæja núna fer að líða að páskum eða ég er farinn að undirbúa þá með móttökum og skemmtiferðum.
Og núna er byrjað að skrá niður nöfn á hótalgestum??????????




KEMUR ÞÚ !!!!!!

Afmæli hjá teljaranum okkar !! 

Haldiði ekki að teljarinn eigi afmæli á morgun 1s mánaða snáðinn. Hann er nú alveg búinn að vera frekar duglegur og alltaf á fullu greyið þar sem 1280 heimsóknir hafa komið á einum mánuði (ekki slæmt það). Fyrst þegar ég setti hann inn var bannað að hafa hann ef maður hefði meira en 10.000 heimsóknir á mánuði...úúfff ég held að við séum nú ekki alveg svo vinsæl en mér finnst þetta bara nokkuð góður árangur. Vonandi haldiði áfram að kíkja við.... ;-)

Ég er reyndar ósátt við eitt. Allar þessar 1280 heimsóknir en innan við 50 comment.... hvað er að ske?? Akkuru vill fólk ekki tjá sig....

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Mollið við hliðiná 

Þar sem að ég er ekki alveg í læristuðinu þá er mín búin að vera á veraldarvefnum að finna hið ýmsa efni til að skemmta sér yfir. Til dæmis er ég búin að skoða allar bloggsíður Íslands í dag en það besta var að ég fann heimasíðu stærsta molls Norðurlanda, sem er einmitt staðsett í garðinum á tilvonandi villuhúsinu mínu. Field´s.
Og það sem er enn betra er að Camilla, línumaðurinn okkar sendi meil á allar í dag og spurði hvort við vildum fá aukavinnu með því að vinna í Sportmaster sem verður í þessu molli. Ég sendi um hæl til baka um að ég væri meira en til í það, því smá aukapeningur sakar engan (sérstaklega ekki mig) og þar sem ég þyrfti bara að vinna eitthvað oggu pons þá er þetta nú allt í lagi. Ég veit reyndar ekkert meir, tala við hana á æfingu á eftir en þetta er kannski bara spennó. Ástæðan fyrir þessum spenningi í mér er að mig vantar "real" launaseðil í eitt ár til að fá greitt SU síðasta árið mitt í náminu. Fyrir þá sem vita ekki hvað SU er þá fá allir Danir greitt fyrir að vera í skóla. Þetta er engin smá upphæð því 4.000 danskar fara inn á reikninginn á hverjum mánuði sem eru um 50.000 kall takk fyrir. Og að sjálfsögðu vill frúin fá þennan pening en til að uppfylla ströng skilyrði þarf ég að hafa búið hér í 2 ár og unnið í 1 þannig þessi launaseðill yrði bara alveg frábær!!!

Bókasöfnin eins og dagheimili 

Jiii dúdda mía !! Hafiði prófað að fara inn á danskt bókasafn á Amager.... neibb hélt ekki !!! Þetta er samfélag fyrir arabaþjóðir, Tyrki og ólátabelgi annarra menningarþjóða. Ég átti leið um hverfisbókasafnið mitt í gær og mín var á eftir upplýsingum um ritgerðarefni en komst fljótt að því að ég var eina "eðlilega" manneskjan þarna inni. Það var einn starfsmaður á eftir 2 litlum strákum sem vildu ekki fara úr tölvunum og ég veit ekki hversu margar slæðukjéllingar að velja sér videóspólur. Það er heill veggur af myndum á arabísku,....pæliði !!!
Þegar ég fór að spyrjast fyrir um danskan iðnað og kynnti mig sem nema úr Viðskiptaháskólanum þá missti starfsmaðurinn næstum andlitið og spurði einfaldlega bara hvað ég væri eiginlega að gera hérna.......... hvað er að gerast !!!
Þannig mín bara forðaði sér út af bókasafninu og fannst ég bara ekkert velkomin :-/ fer nú samt kannski við tækifæri og tek mér spólu þar sem þær eru allar fríar...ef þær eru ekki allar um kóraninn og fleira "áhugavert" .

mánudagur, febrúar 16, 2004

Árni og co. unnu efsta liðið Helsinge 

Það var aldeilis kátt á hjalla hjá Team Amager í gær þegar þeir mættu toppliðinu Helsinge. Þeir stóðu sig allir voða vel strákarnir og unnu sannfærandi sigur sem ég bara man ekki hvernig fór í tölum :-/ Árni minn var allavega voða sætur á milli stanganna og það er það sem skiptir öllu híhíhíhí !! Nú eiga þeir einhverja 5-6 leiki eftir og þurfa, eins og áður, að vinna þá alla til að eiga séns á að koma sér upp.....
Ég er búin að leita mig gráhærða af einhverjum fréttum um leikinn og finn bara engar myndir þannig það verður að hafa það þótt að það fylgi ekkert meira krassandi með þessari frétt minni !!

En í dag eru akkúrat 2 vikur þangað til við eigum að flytja jiiiibbbííííí. Ég er reyndar ekki ennþá búin að fá leigusamninginn í pósti og fer bráðum að verða smeyk þar sem það er næstum vika síðan ég sagði já við íbúðinni. En ég ætla að byrja að pakka í þessari viku þar sem ég get hvorki andað né sofið í næstu viku þar sem allt verður á fullu hjá kjéllunni ! Ég byrja líka bara að pakka því ég get ekki beðið eftir að flytja..... úúúúff!!!

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Frábær helgi !! 

Heldur betur frábær helgi þar sem mamma hennar Ástu er búin að vera í heimsókn og aldeilis búin að slá í gegn.
Haldiði ekki að okkur Árna hafi bara verið boðið í íslenskt lamb með öllu á föstudagskvöldið. Strákarnir sáu reyndar um að elda lambið þar sem stelpurnar höfðu verið í bænum allan daginn að versla (ég var að læra) en þetta sló gjörsamlega í gegn. Held að maður hafi bara fengið íslenskan kraft í leiknum á laugardaginn en jísús, Karen fékk skráð á sig mörkin mín en henni finnst það bara allt í lagi því í Helsingör leiknum fékk ég nokkur hennar... finnst þetta reyndar frekar skrítið þar sem við erum ekki líkar í útliti fyrir 5 aur... en aftur að matnum !!
Í gær eftir leikinn minn þá var eldað aftur heima hjá Ástu og Binna en í þetta sinn var það piparsteik með gratíneruðum kartöflum.....úúffff og ég náttla sleppti því að fá mér enn eina pizzuna með liðinu og brunaði heim til þeirra í svaka mat, enda var mín á bíl þar sem Anja varð eftir í Odense og lánaði bara kjéllingunni nýja Golfinn sinn... þannig ég var algjör pæja í gær!!
En í kvöld er búið að plana Rimini ferð með "tengdó" eins og við köllum hana Jónu en það verður eitthvað seint því strákarnir spila í kvöld klukkan 18:00 en við hvaða lið hef ég bara ekki hugmynd.... sjáum til hvernig gengur þar á bæ!!!

Sigur gegn Odense 

Já já !! Auðvitað eru stelpurnar í Ydun að slá í gegn. Við unnum lið Odense í gær sem er staðsett í 3ja sæti deildarinnar. Við erum reyndar enn í öðru eftir þennan leik, einu stigi á eftir TMS sem við eigum einmitt næsta sunnudag heima !! GET EKKI BEÐIÐ því þegar við erum búnar að vinna þann leik þá eigum við bara "létt" lið eftir og ef ekkert kemur upp á eins og til dæmis lélegur leikur erum við að fara upp í úrvalsdeildina takk fyrir og pass !!!! (myndin er af þjálfaranum mínum)

Er Morten ikke sød híhíhíhíhíhí !!!!
Jebbs jebbs, tak for en meget godt kamp i går piger :-) Det var meget sjovt at vinde og også sjovt i bussen på vej hjem. Nu bliver det kun islandske sanger som vi spiller ;-) Er det ikke Mette......
Jeg håber det har været sjovt hjem hos Morten og I sige mig "stories" på tirsdag! Er Sisse stedvik med 20 ostepop i munden........ ??

Her er Lise Bak og Stine Balthazar i forsvar mod pige som jeg kender ikke i Odense !

föstudagur, febrúar 13, 2004

Føtex opnar 

Sæl og blessuð. Hvað segiði gott? Núna eru fréttir að færa, þið eruð nú búin að heyra af innkaupunum hjá henni Hörpu en vissuð þið að hún fór ekki í bæinn, hún fór bara í eina búð og var jafn lengi og ég náði bestum tíma í bænum fyrir jólin alls 4 tímar. Og ekki nóg með það kláraði hún blekið á kassanum í búðinni "en þetta var svo ódyrt" eða "þetta var á tilboði" þetta kannast allir karlmenn við.

En strákar ég vann!! Síðan er orðin blá og það sýnir hver er húsbóndin á heimilinu......

Arnar Argríms minn ekki þetta orðbragð það er svo vont
bragð af því.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Verslunarferð dauðans !! 

Gvuuuuuð minn góður !!!!
Vitiði hvað við Ásta gerðum af okkur í morgun :-)
Það var að opna ný Føtex verslun á Amagerbrogade sem er svona eins og Hagkaup Íslands. Nema hvað að það átti að opna klukkan 8 og við vorum eiginlega búnar að ákveða að vera bara tímanlega í því þar sem ég þurfti að ná videótæki fyrir Árna á 350 kall sem er náttla bara gjafaverð (eins og fleira þennan dag)
Nema hvað að þegar við mætum um 8 leytið er bara sjúklega og þá meina ég sjúklega löng röð. En Íslendingarnir láta það ekki á sig fá og fara bara aftast eins og algjörir herramenn...tróðumst ekkert.
Svo þegar fór að nálgast innganginn upp úr 9 leytinu var okkur orðið ískyggilega kalt þar sem það eru nú -3 gráður í dag....nema hvað!!! Danir alltaf jafn klárir, við innganginn var boðið upp á smurð rúnstykki, kaffi og te á meðan maður beið. Ekki slæmt það....
Þegar inn kom byrjaði bara ballið þar sem fötin voru á gjafaverði. Við enduðum með að kaupa okkur 8 nike úlpur (75 kr.hver) og ég veit ekki hvað mikið af fötum þar sem stykkið kostaði 50 kall takk fyrir. Svo þegar við vorum loksins komnar út úr fatadeildinni tóku við hver sprengitilboðin á fætur öðru þar sem Matilde kakómjólkin var "ókeypis" og batteríin voru nánast gefins.
Svo fannst mér frekar fyndið þegar við vorum komnar með stútfulla kerru, 2 fullar körfur og ég veit ekki hvað þegar ég fann klósettpappír sem var varla þess virði að skeina sér með og tók 4 pakkningar og Ásta segir; "ætlarðu að taka þetta allt fyrir þig?" og ég bara; "neiiii, þetta er fyrir okkur báðar". Svo náttla endaði þetta þannig að við keyptum 4 á mann :-) híhíhíhí !!!!!!!

En heimleiðin var eiginlega öllu verri en innkaupin sjálf. Við náðum hvorugar að sprengja reikningana og allt það sem ég keypti kostaði undir 10.000 kr. og geri aðrir betri innkaup er það bara einfaldlega ekki hægt, því miður!
En já með heimferðina, híhíhíhí við sem sagt eigum hvorugar bíl og ferðumst um allt á hjólum. En í þessu tilfelli dugðu greyið hjólin ekki til þar sem allt var að springa undan okkur. Við enduðum á því að Ásta keypti 2 ferðatöskur sem voru hvort sem er svo ódýrar, og við fylltum þær af dóti, stálum innkaupakerrunni og vorum með 4 auka poka og keyrðum þetta bara allt heim til mín. Leiðin sem tekur max 10 mín.að labba tók alveg hálftíma þar sem margir buðu okkur góðan daginn og pulsusalinn í Sundby var næstum búinn að bjóða okkur ókeypis hressingu í tilefni dagsins. Það var nú líka oft stoppað til að kæfa hláturinn niður......

En eftir þessa skemmtilegu verslunarferð erum við eiginlega búnar að taka okkur smá pásu í búðum, eða þar til ég byrja að kaupa allt inn í nýju villuna mína í byrjun mars. Okkur Árna vantar rúm, skáp, kommóðu, gardínur og ég veit ekki hvað og hvað þar sem við flytjum nú í tóma íbúð. Hér á Amagerbro fylgdu nébbla húsgögn. En ég bið ykkur heil að lifa og vona að litli brósi hafi verið ánægður í heimsókn sinni í Versló í dag... en mundu engin pressa Villi, gerðu bara það sem þú telur best :-) knus systa !!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Nýtt lúkk í bígerð... 

Viljiði sjá hvað gellan var ótrúlega klár að setja inn mynd :-)
Gat þetta reyndar ekki ein, var með Guffa hér til hægri í beinni á msn-inu en hann er ótrúlega góður í þessu dóti. Kenndi mér meira að segja að breyta síðunni "alveg" þannig að þetta blogg-lúkk hverfi en þegar við flytjum inn í villuna þá verður maður kominn með adsl og hefur "allan tímann í heiminum" til að fikta !!!

Svo er Sigrún að breyta litunum hjá mér þannig þetta ætti allt að verða rosalegt næstu daga.....

Flytjum 1.mars !! 


Ótrúlegt en satt þá erum við búin að ákveða að flytja :-)
Við tókum okkur hjólatúr í gær upp á kollegi og þegar við mættum á staðinn var þetta bara alveg eins og að koma heim. Allt nýtt og ekkert smá snyrtilegt. Við byrjuðum á að labba á milli raðhúsanna og reyna að cirka út hvaða íbúðir væru í okkar stærðarflokki. Þegar við fundum svo eina sem var með íslenskt nafn á bjöllunni bönkuðum við bara upp á og mættum Unni nokkurri sem er með mér í skóla. Þekki þessa stelpu reyndar ekki rassgat en er alveg pottþétt á því að hún haldi að við séum illa klikkuð að banka bara upp á og spyrja um hvort við mættum skoða... ég nébbla gleymdi að kynna mig :-/
En eftir að hafa skoðað pleisið sem reyndar er ekki stórt, en þó á tveimur hæðum, þá ákváðum við bara að slá til því þegar maður er kominn inn á þetta kollegi á maður möguleika á að sækja um stærri íbúðir þar sem eru um 50 fermetrar og það ætlum við að gera.

Ég veit að það eru sumir alveg gáttaðir á þessu. Til dæmis hringdu mamma og pabbi í gær og áttu varla til orð hvað þetta væri lítið en málið er einfaldlega bara það að við viljum eiginlega losna út úr íbúðinni sem við erum í núna. Þetta er alveg geggjuð íbúð sem liggur á rosalegum stað en Team Amager á hana og ef svo vildi til að Árni vildi breyta til þá er það voðalega erfitt fyrir hann þar sem hann er bundinn og getur ekkert gert því þá lendum við á götunni.

Í gærkvöldi vorum við að innrétta nýju "villuna" okkar og komumst að því að við komum öllum húsgögnunum okkar fyrir og svo það sem besta er að það er líka hægt að taka á móti gestum :-) Þannig allir þeir sem eru búnir að plana að koma til okkar þeir fá auðveldlega gistingu. Reyndar er ég búin að ákveða að gista hjá Ástu þegar strákarnir koma um páskana því ekki ætla ég að liggja ein með þeim öllum, hver veit hvað verður gert við mig í svefni :-/
Svo eru mamma og pabbi að koma "igen" til okkar vikuna eftir páska sem verður alveg frábært. Þau eru þá þau einu sem hafa komið á bæði heimilin okkar. Í þetta sinn er þetta þó bara vinnuferð hjá pabba og mamma fær að fljóta með. Þau ætla að skella sér á Eric Clapton sem verður á Parken 17.apríl.

En svona til að slá botninn í þetta langa bréf mitt um nýju villuna þá langar mig að segja frá því að stærsta verslunarmiðstöð norðurlanda (vona að ég fari rétt með) er að opna á móti :-) Bilka opnar á sama tíma og við flytjum, 1.mars en öll hin herlegheitin opna eitthvað með vorinu þannig þegar tengdó koma verður brjálað fjör á Amagerkollegi :-)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Flutningar í aðsigi ??????? 

Nú er aldrei að vita nema að við séum að fara að færa okkur um set í Danaveldinu. Við fengum bréf í morgun um að við hefðum fengið íbúð á kollegie sem er náttla bara það sem við höfum verið að bíða eftir. Reyndar ekki uppáhalds kolleginu okkar, en samt kollegi sem er staðsett á Amager. Við viljum helst fara á Øresundskollegie sem er staðsett á snilldarstað við Amagerbrogade og rosa stutt í miðbæinn. Þegar ég talaði við þá á skrifstofunni sögðu þeir að við myndum trúlega fá þar inn í sumar en núna erum við allt í einu komin efst á lista á Amager kolleginu sem liggur lengst upp á Amager rétt við Bella Center. Þetta er tilboð upp á 1, 5 herberja íbúð sem er ekki stærri en 36 fermetrar...úúúúfffff og við sem búum í yfir 100 núna !! Reyndar er þetta nýuppgert og allir búa í rosa kósý raðhúsum en..........
Við vitum ekkert hvað við gerum, eigum að svara fyrir föstudaginn þannig við höfum tíma til að hugsa málið, kíkja á pleisið og athuga hvort þetta er eitthvað sem við viljum. Hvað finnst ykkur....???

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Gott blót og huggulegur sunnudagur 

Já það var aldeilis fjör á þorrablótinu í gær þegar um 1500 Íslendingar hittust og skemmtu sér fram á rauða. Steffí og Sverrir voru með snilldarmatarboð og allir skemmtu sér konunglega í miðri Christíaníu. Maður hitti nú bara ótrúlegasta fólk sem maður hafði ekki grænan um að byggju hérna úti !!
Þegar við Árni komum heim af ballinu tókum við eftir að jakkafötin hans Árna voru öll í svörtum strikum og sver ég það að þessi föt hafa 9 líf....það sem er ekki búið að koma fyrir þau!! Nú erum við sem sagt með brúnsápu í skálmunum og reynum að halda í þeim lífi, sjáum til hvernig þetta fer.

Í dag erum við búin að hafa það svakalega huggulegt og fórum í svakalegan göngutúr allaleið upp í Fiskitorfu. Það var nú eiginlega bara gert til að stoppa á Pizza Hut en þessi göngutúr okkar tók í allt 3 tíma sem er bara nokkuð góður árangur. Svo elduðum við Jensens nautasteik með öllu tilheyrandi og toppuðum allt með því að búa til bragðaref. Maður fær nébbla ekki bragðaref í Danaveldinu !!

Svo var ég að fá út úr einu prófi og fékk ég falleinkunn........ fyrsta skiptið á ævinni sem Harpa Dögg Vífilsdóttir fellur á prófi. Mér gekk samt alveg fáránlega vel í þessu drasli þannig ég þori eiginlega ekki að athuga einkunnina í prófinu sem mér gekk illa í ..úúúúffffff !!!!!!! En svona til að allir séu rólegir þá var þetta 70% próf og ég fékk það hátt í fyrra prófinu að ég er nú búin að ná faginu sem er fyrir öllu. Nú verður bara brett upp ermar og startað að læra. Reyndar finnst mér ég búin að vera alveg svakalega dugleg og að fá fall í bókfærsluáfanga er bara fyrir neðan mína virðingu !!!

laugardagur, febrúar 07, 2004

Kjéllan að græða 

Haldiði ekki að kjéllingin hafi verið að græða money í morgun.

Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar ég var á leið til Sikiley í nóvember þá fór taskan mín öll í hakk og þegar ég loksins fékk hana var hún öll sundurtætt og nærbuxurnar af öllu stóðu upp úr. Að sjálfsögðu kvartaði frúin yfir þessu þar sem taskan var mjög "dýr" og kannski um verulegt eignartjón að ræða því á þessum tíma var ég viss um að allar nærbuxurnar mínar væru á bak og burt.
Nema hvað, ég keypti mér glæsilega nýja bláa tösku á Sikiley fyrir einhvern 1000 kall og hélt að þessi gamla nærfatnataska væri bara fyrir bí því frúin sem afgreiddi mig sagði mér að það tæki 3 mánuði að afgreiða þetta...... what !!!
Haldiði svo ekki að frúin hafi fengið bréf frá Mílanó í morgun með eitt stykki ávísun upp á 100 euro sem er ekki svo slæmt miðað við allt... ég er sko á leiðinni í bæinn í dag :-) vúúúhhhhúúúú !!!!!!

Annars er allt gott að frétta af okkur hjónunum. Við erum að fara á þorrablótið fræga í kvöld með millistoppi hjá Sverri og Steffí þar sem þau bjóða okkur í mat. Ég er bara í heimaprófi um helgina þannig ég er búin að sitja myrkranna á milli og lesa en þetta gengur nú allt saman vel. Það voru nú samt flestir komnir með áhyggjur af Árna þar sem hann ætlar að byrja klukkan 1 í dag og Sverrir er búinn að búa um hann í "dauðaherberginu" á Sigbrichts Allé ef Árni fer að verða slappur ;-)

En gó gó Skítamórall í kvöld og við sjáumst hress

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Naked Gun slóg í gegn !! 

Hvað haldiði nema að kjéllingin hafi ekki bara slegið í gegn í gær :-) Naked Gun slóg alveg í gegn og strákurinn er bara ánægður með mig þannig nú held ég í vonina að ég fái eitthvað "rosalega flott" á konudaginn !!!

Annars er barasta ekkert að frétta :-/ Ég er að byrja í heimaprófi á morgun sem varir yfir helgina sem ég vona að verði ekkert mál því ég er búin að lesa allt efnið. Svo er þorrablótið á laugardaginn sem ég er búin að vera að plana alla vikuna og Ásta er minn helsti aðstoðarmaður þar sem ég hef ekki tíma til að hugsa um neitt þessa dagana!!

En svo verð ég að segja ykkur eitt neikvætt um Dani. Ég sit núna og er að gera hópavinnu með þetta danska hagkerfaverkefni mitt um drykkjarvörur. Danir eru svo ótrúlega leiðinlegir í svona vinnu því það er barasta ekkert nógu gott og allt sem við Andri finnum upp á og höfum skrifað um er alveg flott og allt það...... EEEENNNNN það þarf samt að skrifa þetta "betur" og það er það sem við þolum ekki. Og það besta við þetta er að það kemur enginn neinu í verk því þeir vilja alltaf hafa allt svo flott að það kemst ekki einu sinni ein setning á blað..... þeir sem þekkja mig vita að á þessum tímapunkti er ég alveg að fara yfir um út af þessum stælum !!!!!!!!!!!!!! Við höfum nú setið frá 8 í morgun í samtals 5 klukkustundir en það eru komnar "2" blaðsíður. ÓTRÚLEGT !!!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Bóndadagsgjöfin !! 

Vitiði hvað ég ætla að vera ótrúlega rómantísk í dag :-)
Sko þannig er mál með vexti að ég náttla gleymdi bóndadeginum svona eins og flestir vita. Nema hvað að ég er búin að finna það út að konudagurinn er einmitt núna 22.febrúar. Svo þegar ég minntist á það við Árna fór hann bara að hlæja og sagði að ég fengi nú ekki neitt þar sem ég hefði ekkert gert fyrir hann. Ég vil að sjálfsögðu fá einhvern pakka þannig nú er ég neydd til að finna upp á einhverju til að bæta kallinum þetta upp (og til að ég fái pakka) híhíhí !!
Ég er búin að ákveða að kaupa eitthvað "ógeðslega leiðinlegt" Naked Gun safn fyrir hann og ef hann verður ekki ánægður með það þá verð ég brjáluð.... Ég er búin að finna það á tilboði í Fona (BT-Danmerkur) og það kostar 300 kall, 3 dvd myndir sem er ekkert svo slæmt. Sjáum til hvort kallinn verður ekki glaður !! :-)

Annars óska ég FH stelpunum góðs gengis í Eyjum í kvöld og vona svo sannarlega að mitt lið komist í Höllina (þrátt fyrir að ég sé ekki með)

mánudagur, febrúar 02, 2004

Fleiri fréttir 

Þar sem ég á trúlega ekki eftir að skrifa mikið næstu daga þá langaði mig að segja ykkur frá því að ég er búin að horfa á úrslitin í Idol sem amma var svo góð að taka upp fyrir litlu stelpuna. Svo fékk ég líka alveg fullt af Séð og heyrt blöðum og nú er amma alveg á fullu að safna nýjum bunka til að senda til barnabarnsins. Amma, ekkert smá ánægð með þig og keep going ;-)

Annars er ég ekki alveg nógu sátt við Kolluna mína núna. Ég veit ekki hversu mikil fyrirhöfn þetta var með kommenta kerfið mitt (bara fyrir Kollu) en hún hefur ekkert skrifað ennþá :-/ Svo er ég líka í fílu því að hún keypti sér frekar fartölvu en að koma í heimsókn til mín um páskana, hver gerir eiginlega svoleiðis ?????? ;-)

Svo var ég ekkert smá ánægð um helgina þegar ég fékk útlandasímtal frá USA. Ekkert smá gaman að heyra í þeim þótt Sebastían hafi ekki verið viljugur að tala við uppáhaldsfrænkuna sína... sagði bara ó nóó í símann :-/ (vona að hann hafi bara kúkað á sig en ekki það að hann hafi ekki viljað tala við mig) híhíhí !!

Nýr linkur 

Shitt, þegar ég er skömmuð á netinu þá neyðist ég til að gera eitthvað í málinu og hisja upp um mig brækurnar. Ég var í mínum rólegheitum að flakka um á bloggsvæðum skvísanna á klakanum þegar ég sá að Dísa pönk er bara engan veginn sátt við mig og því ber að breyta hið snarasta. Elsku Hafís mín, fyrirgefðu en nú er ég komin með link inn á "bumbusíðuna" góðu og vonandi gengur allt bara voða vel. Nú er ég búin að gera hreint fyrir mínum dyrum og ef fleiri hafa eitthvað að væla yfir þá bara være så gode, ég tek öllu :-) !!!

Mánudagur í okkur öllum !! 

Já.. það er svo sannarlega mánudagur í okkur öllum (nema kannski mér) því Árni greyið er bara heima í dag. Fór ekki í vinnuna þar sem hann getur ekki lyft hendinni sinni. Eitthvað að angra greyið í öxlinni og hann er ekki búinn að sofa dúr í 3 daga núna. Við vonum svo sannarlega að greyið standi sig og njóti þess að vera heima í Manager því ég skildi tölvuna eftir heima :-)
Ég aftur á móti mætti í skólann klukkan 8 og átti að halda fyrirlestur í rekstrarhagfræði. Ég var nú eiginlega hálf smeyk því ég var ekkert búin að undirbúa mig að ráði því Gunna Dóra kom í heimsókn í gær og við eyddum öllum deginum í að þvælast um endilanga Köben og greyið Gunna var alveg búin eftir þetta allt saman, búin að borða svona 5x og búin að prófa allar samgöngur sem eru mögulegar í Köben en þetta endaði nú allt vel á endanum og niðurstaða Gunnu var sú að hún er bara helvíti sleip í dönskunni!!! En aftur að fyrirlestrinum mínum.... ég slóg í gegn og rústaði þessu. Var mætt í grenjandi rigningu og var öll alveg RENNANDI eftir að hafa hjólað á mettíma (23 mín) en var með allt mitt rétt og kennarinn sagði meira að segja að ég hefði gert meira en bara verkefnið mitt og fannst þetta frábært hjá mér :-) vúúhhhúúú !!!!

En nú er loksins komið að þessu LORD fagi, dönsku hagfræðinni og nú á ég að skrifa um drykkjarvörur í Danmörku og við erum búin að ákveða að skrifa mest um bjór. Þessi ritgerð á að vera um 40 blaðsíður og nú hvet ég alla sem hafa eitthvað um málið að segja að fræða litlu mærina því ég þarf að koma upp í munnlegu prófi í þessu helvíti og ég kann ekki neitt.. :-/ Öll ráð vel þegin, meilið er hér á hægri hönd --> en fyrir ykkur lúðanna þá er það harpavifils@hotmail.com. Pabbi þú veist ég stóla mest á þig í þessu dæmi...þarf að fá svona "hagfræðilegt" sjónarhorn á þetta allt !! (treysti samt næst mest á ykkur öll hin)

Annars er það að frétta að Árni og co.unnu mitt lið Ydun 34-27 á heimavelli Ydun. Við Gunna fórum einmitt á þann leik og vorum fljótar að vippa okkur í Restaurantinn þar sem Danir spiluðu bronsleikinn sinn. Aðeins betri leikur með aðeins fleiri áhorfendur því það voru 3 manneskjur fyrir þegar við komum á leikinn, greinilegt að Danir eru húkkt af sínu landsliði... hver myndi ekki vera það !!?? Men tillykke med tredje plads :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?