miðvikudagur, mars 31, 2004
Gestabókin komin / en nye gæstebog
Loksins er gestabókin komin á síðuna og það þökkum við henni frábæru Sigrúnu Gils kærlega fyrir. Hún ætlar reyndar að láta mig sjálfa í að breyta litunum á henni og veit ég ekki hvernig í ósköpunum hún treystir mér í það verkefni...... en allir að fara inn og skrifa :-)
Nu har jeg lige fået en nye gæstebog ind på siden. Håber at alle sammen som kommer her ind kan skrive lidt sjovt. Gæstebogen ligger oppe i højre hjørnet hvor det står gestabók/gæstebog. Klik på den knap og skrive noget sjovt :-)
Nu har jeg lige fået en nye gæstebog ind på siden. Håber at alle sammen som kommer her ind kan skrive lidt sjovt. Gæstebogen ligger oppe i højre hjørnet hvor det står gestabók/gæstebog. Klik på den knap og skrive noget sjovt :-)
þriðjudagur, mars 30, 2004
Harpa er ekki sátt...
Nú er Harpa komin með "Ekki-fan" þar sem einn skemmtilegur lesandi tók sig til og kommentaði leiðinlega um Hörpu og sagði að hún væri haldin fælni ??? Við hvað þætti mér gaman að vita.
Nú er Harpa hins vegar búin að finna ID númerið hjá þessum skrifanda og ætlar á morgun að tala við æðri stofnanir á Íslandi til að komast að eiganda tölvunnar. Hún er líka búin að loka fyrir að þessi talva fái að kommenta aftur á síðuna þannig ef þessi náungi vill hafa samband og biðjast afsökunnar áður en honum verður útskúfað hérna með nafni þá má hann senda meil til Hörpu, harpavifils@hotmail.com
Nú er Harpa hins vegar búin að finna ID númerið hjá þessum skrifanda og ætlar á morgun að tala við æðri stofnanir á Íslandi til að komast að eiganda tölvunnar. Hún er líka búin að loka fyrir að þessi talva fái að kommenta aftur á síðuna þannig ef þessi náungi vill hafa samband og biðjast afsökunnar áður en honum verður útskúfað hérna með nafni þá má hann senda meil til Hörpu, harpavifils@hotmail.com
Íslenskt sumarveður!!
Ætlunin er svo að fara út í fælleshús í kvöld og spila pool. Ég held að Árni sé eitthvað smeykur við mig, rústaði nébbla Amagergenginu en við sjáum til hvor vinnur í kvöld, ég vona bara að ég sé enn með "tötsið".....
Samansafnaðar fréttir
Jæja góðir hálsar, langt síðan maður hefur skrifað inn á bloggið af viti. Búin að vera í mömmuleik sem gekk bara svona rosa vel, nema hvað !!! Var reyndar ekki alveg að fitta inn í matargerðinni og gleymdi að kaupa í matinn síðasta daginn en hvað getur maður gert, ég segi nú bara það að ég verð rosalega mamma þegar að þar að kemur.
Mamma hringdi víst í gær og sagði Árna að hún væri búin að kaupa risapáskaegg handa okkur, glæsilegt mútta... svona eiga mömmur að vera ;-) Hún sagði líka að Árni greyið hefði gleymt að hringja í pabba sinn og óska honum til hamingju með daginn þann 24.mars.... Væi hérna í Danmörku gerast hlutirnir bara svo hægt að allir fá afmæliskveðjuna sína viku seinna!! Við erum með dagatal með öllum afmælisdögum til að gleyma nú ekki neinum en í flutningunum týndist það og þegar ég fann það á sunnudaginn var það bara of seint... en Væi minn, við bætum þér þetta með einum ís með dýfu í sumar !!
Annars var bara framið morð í götunni við hliðiná í síðustu viku..... úúfff frekar scary en samt ekki því þetta var nú bara eitthvað erfðamál og sonurinn fór víst hamförum í að drepa pabba sinn því pabbinn átti svo mikinn pening og svo reyndi hann víst líka að kveikja í húsinu... ég ekki alveg að skilja þetta enda ekki búin að heyra fréttina sjálf en þrátt fyrir þessi ólæti búum við nú ekki í gettóhverfi, langt í frá.... Samt frekar skrítið að viku seinna er ennþá borði sem umlykur lóðina merktur löggunni og "adgang forbudt" skilti út um allt !!
Árni keppti sinn síðasta leik á þessu tímabili á sunnudag. Hann stóð sig bara eins og hetja strákurinn og varð maður leiksins, enn og aftur. Hvernig væri nú að fara að kommenta og óska stráknum til hamingju með þetta. Hann var reyndar í þrítugsafmæli hjá einum í liðinu á laugardagskvöldið og kom heim um 4 leytið minnir mig. Var samt hress í leiknum og fór aftur út á lífið með liðinu á sunnudagskvöldið... mætti halda að handboltaleikurinn sjálfur væri bara aukaatriði hjá þessu liði.
En ætla að fara að drífa mig í skólann, maður er orðinn frekar kærulaus í þessu núna þar sem það er alveg að koma páskafrí... gvuð hvað ég hlakka til!! En yfir og út, góðan dag í dag
Mamma hringdi víst í gær og sagði Árna að hún væri búin að kaupa risapáskaegg handa okkur, glæsilegt mútta... svona eiga mömmur að vera ;-) Hún sagði líka að Árni greyið hefði gleymt að hringja í pabba sinn og óska honum til hamingju með daginn þann 24.mars.... Væi hérna í Danmörku gerast hlutirnir bara svo hægt að allir fá afmæliskveðjuna sína viku seinna!! Við erum með dagatal með öllum afmælisdögum til að gleyma nú ekki neinum en í flutningunum týndist það og þegar ég fann það á sunnudaginn var það bara of seint... en Væi minn, við bætum þér þetta með einum ís með dýfu í sumar !!
Annars var bara framið morð í götunni við hliðiná í síðustu viku..... úúfff frekar scary en samt ekki því þetta var nú bara eitthvað erfðamál og sonurinn fór víst hamförum í að drepa pabba sinn því pabbinn átti svo mikinn pening og svo reyndi hann víst líka að kveikja í húsinu... ég ekki alveg að skilja þetta enda ekki búin að heyra fréttina sjálf en þrátt fyrir þessi ólæti búum við nú ekki í gettóhverfi, langt í frá.... Samt frekar skrítið að viku seinna er ennþá borði sem umlykur lóðina merktur löggunni og "adgang forbudt" skilti út um allt !!
Árni keppti sinn síðasta leik á þessu tímabili á sunnudag. Hann stóð sig bara eins og hetja strákurinn og varð maður leiksins, enn og aftur. Hvernig væri nú að fara að kommenta og óska stráknum til hamingju með þetta. Hann var reyndar í þrítugsafmæli hjá einum í liðinu á laugardagskvöldið og kom heim um 4 leytið minnir mig. Var samt hress í leiknum og fór aftur út á lífið með liðinu á sunnudagskvöldið... mætti halda að handboltaleikurinn sjálfur væri bara aukaatriði hjá þessu liði.
En ætla að fara að drífa mig í skólann, maður er orðinn frekar kærulaus í þessu núna þar sem það er alveg að koma páskafrí... gvuð hvað ég hlakka til!! En yfir og út, góðan dag í dag
laugardagur, mars 27, 2004
Gestabók og myndasíða í bígerð
Pössun besta getnaðarvörnin
En ég er búin að drösla greyjunum út um allt. Byrjaði á því að keyra Elsu litlu á fótboltamót í gær og á meðan fórum við Anna að kaupa glerskáp fyrir okkur Árna, um að gera að nota sér að hafa bíl ;-) Um kvöldið var síðan bara rekið í bað og náttföt og smá nammi leyft, það er víst föstudagsnammiregla hjá þeim.
Svo var vaknað eldsnemma í morgun við vælandi kött sem vildi fá að borða og að sjálfsögðu vaknaði Anna líka snemma því tilhlökkunin við að heimsækja Fields var gríðarleg, Elsa greyið var ekki alveg jafn áhugasöm og það tók mig 1 og hálfan tíma að koma henni á fætur, ekki slæmur tími það :-) Síðan er dagurinn í dag búinn að fara í búðarráp, matargerð, baka köku og setja fléttur í snúllurnar sem núna eru sofnaðar og alveg búnar á því.
Mér finnst vert að vekja athygli á því að ég keyrði í fyrsta skipti hraðbrautina hérna í Danaveldinu. Ég er náttla bara bílstjóri dauðans og rata alveg eins og innfædd.... gæti sko alveg orðið taxidriver hérna. En fannst samt frekar skrítið að mér fannst ég þokkalega yfir hámarkshraða þegar ég leit einu sinni á mælirinn og sá að hann sýndi 120 en samt var ég á hægri og allir að taka fram úr mér.... hvað er að ske !!!!
fimmtudagur, mars 25, 2004
Rólegheit á Hovmålvej
Nú gengur lífið bara sinn vanagang og þessi vika einkennist af því að vera hefðbundin og íslensk því vinnan er búin að taka allan tollinn en svo fáum við aðeins að njóta lífsins um helgina. Það verður voða gaman hjá okkur því snúllurnar úr Ballerup verða í pössun og planað er að fara í Fields og hugga sér um helgina. Aldrei að vita hverju maður tekur upp á með svona litlar blómarósir með í för.....
Gleymdi samt að segja frá því um daginn að við unnum Rødovre í bikarleik 28-21 þannig núna erum við í 8-liða úrslitum (held ég) og sú umferð verður fyrst spiluð á næsta tímabili. Ég spilaði nú bara eiginlega ekki neitt í leiknum og við vorum bara með hálfgert varalið því það fengu 5 leikmenn frí og leikmenn úr 2.liðinu fengu séns sem er náttla bara frábært.
En bið að heilsa öllum lesendum sem eru fjölmargir. Teljarinn góði fór yfir 3.000 í dag sem er náttla bara gott mál og gaman að sjá hversu margir vilja fá fréttir af J.Ló og Hrútinum sem eru viðurnefnin á hjólunum okkar.
Gleymdi samt að segja frá því um daginn að við unnum Rødovre í bikarleik 28-21 þannig núna erum við í 8-liða úrslitum (held ég) og sú umferð verður fyrst spiluð á næsta tímabili. Ég spilaði nú bara eiginlega ekki neitt í leiknum og við vorum bara með hálfgert varalið því það fengu 5 leikmenn frí og leikmenn úr 2.liðinu fengu séns sem er náttla bara frábært.
En bið að heilsa öllum lesendum sem eru fjölmargir. Teljarinn góði fór yfir 3.000 í dag sem er náttla bara gott mál og gaman að sjá hversu margir vilja fá fréttir af J.Ló og Hrútinum sem eru viðurnefnin á hjólunum okkar.
miðvikudagur, mars 24, 2004
5 bíó
Eru þið ekkert farin að sakna mín. Ég er búinn að sitja yfir fyrstu bíómyndinni minni sem ég náði loksins á netinu í dag, American Wedding. Bauð Hörpu í 5 bíó með popp og kók, svo er Scary Movie 3 alveg að koma inn og það verður aftur bíó á morgun.
Núna er það meistaradeildin sem er tekin við og páskabruggið góða er að sjálfsögðu um hönd. Harpa situr bara og lærir, skil ekki þennan áhuga á hvort maður eigi að borga 5 eða 6 % vexti, who gives.... peningar er ekki vandamálið, það er peningaleysi sem er vandamálið !!!
Núna er það meistaradeildin sem er tekin við og páskabruggið góða er að sjálfsögðu um hönd. Harpa situr bara og lærir, skil ekki þennan áhuga á hvort maður eigi að borga 5 eða 6 % vexti, who gives.... peningar er ekki vandamálið, það er peningaleysi sem er vandamálið !!!
þriðjudagur, mars 23, 2004
Páskalúkk
Annars ekkert nýtt, enn að drepast í blessaða jaxlinum mínum, en ég er auðvitað svo mikill jaxl að ég harka þetta... er samt farin að fá hausverk á hverjum degi ekki gott, ekki gott !!! Bið annars landann að fara að láta heyra í sér, held barasta að allir sem við þekkjum séu dauðir úr öllum æðum því enginn talar við okkur.... kannski erum við bara loksins farin að sjá að við séum leiðinleg (væl væl) :-)
mánudagur, mars 22, 2004
Tiltekt og veislumatur !
Það er sko enginn mánudagur í okkur því önnur eins tiltekt hefur ekki sést í áraraðir. Ég held að Svana og Væi myndu bara fá áfall yfir að sjá hvað er hreint hjá litla stráknum þeirra. Ég gleymi því aldrei þegar Væi labbaði inn til okkar eitt kvöldið og þurrkaði eina línu í sjónvarpið með þeim afleiðingum að Árni "varð" að þurrka af til að sjá á sjónvarpið.... heheheee !!
En fyrir utan stórtiltekt þá eldaði Árni þessi blessuðu kjúklingabrjóst sem voru bara geeeeeeggjað góð. Á meðan þreyf ég klósettið úúffff ekki alveg fair verkaskipting en hallóóó hver þekkir strák sem þrífur klósett ???? Ef ég geri það ekki gerist ekkert í því næstu mánuði þannig.............. :-)
En fyrir utan stórtiltekt þá eldaði Árni þessi blessuðu kjúklingabrjóst sem voru bara geeeeeeggjað góð. Á meðan þreyf ég klósettið úúffff ekki alveg fair verkaskipting en hallóóó hver þekkir strák sem þrífur klósett ???? Ef ég geri það ekki gerist ekkert í því næstu mánuði þannig.............. :-)
sunnudagur, mars 21, 2004
Handboltinn
Nú vorum við að spila okkar síðasta leik í dag og unnum neðsta lið deildarinnar 45-29. Ég skoraði alveg fullt af mörkum sem stendur upp úr annars grútleiðinlegum leik, gvuð minn góður hvað þær eru lélegar.... En eftir leikinn var bara voða stuð og kampavín og bjór inn í klefa til að fagna 2.sætinu. Við skiljum ekki ennþá hvernig við gátum tapað 1.sætinu því liðið fyrir ofan okkur er barasta ekkert betri en við. Eigum þetta samt skilið því við erum svoldið rokkandi í leikjum......
Árni og co.voru líka að spila og töpuðu heldur Árni með 4, hann var ekki alveg viss. Hann er núna í rútu á leiðinni heim og kemur fyrst eftir einhverja 2-3 tíma. Hann var svo góður að baka fyrir strákana í liðinu þannig það er kaka um borð í rútunni..uummmmm!! Krúsídúllan mín meiddist víst eitthvað í mjöðminni í leiknum þannig ég verð að vera góð við hann þegar hann kemur heim.
Annars ekkert merkilegt að frétta. Við ætlum að hafa kjúklingabrjóst í matinn??? Hefur einhver heyrt um kjúklingabrjóst áður, gvuð þessi hæna hlítur að hafa verið með sílikon eða eitthvað því ég hef aldrei séð brjóst á hænu....
Árni og co.voru líka að spila og töpuðu heldur Árni með 4, hann var ekki alveg viss. Hann er núna í rútu á leiðinni heim og kemur fyrst eftir einhverja 2-3 tíma. Hann var svo góður að baka fyrir strákana í liðinu þannig það er kaka um borð í rútunni..uummmmm!! Krúsídúllan mín meiddist víst eitthvað í mjöðminni í leiknum þannig ég verð að vera góð við hann þegar hann kemur heim.
Annars ekkert merkilegt að frétta. Við ætlum að hafa kjúklingabrjóst í matinn??? Hefur einhver heyrt um kjúklingabrjóst áður, gvuð þessi hæna hlítur að hafa verið með sílikon eða eitthvað því ég hef aldrei séð brjóst á hænu....
Endajaxlinn minn
Búin að vera að drepast í heila viku núna og er eins og litlu börnin alltaf að kvarta yfir nýju tönninni sem ég er að fá. Árni er bara kominn með áhyggjur og vill splæsa ferð heim því ég er svo stressuð yfir þessu og vil fá minn tannlæknir til að draga þetta drasl úr. Ástæðan, júú ég er búin að láta taka neðri jaxlana og það þurfti bara heila skurðaðgerð fyrir það og mér er ekki alveg sama um að fara bara til "einhvers" með þetta vandamál mitt.
Var að tala við handboltastelpurnar um þetta og er búin að fá númer hjá einum kventannlækni sem er víst voða sæt og ef ég get manað mig upp í að fara til útlendings og láta hana rífa úr mér tönn þá hringi ég.. ætla samt aðeins að bíða lengur og þjást !!!!!
Var að tala við handboltastelpurnar um þetta og er búin að fá númer hjá einum kventannlækni sem er víst voða sæt og ef ég get manað mig upp í að fara til útlendings og láta hana rífa úr mér tönn þá hringi ég.. ætla samt aðeins að bíða lengur og þjást !!!!!
Rok og rigning !!
Það er nú ekki búið að vera gott veður..........
Ég hefði átt að monta mig meira af 15 gráðunum og sólinni í síðustu viku því að ég fékk það aldeilis í bakið um helgina :-( Búið að vera grenjandi rigning og rok, og ég er að segja það, það er óveður !!!
Okkur Árna finnst þetta samt voða spennandi ef marka má hvað við erum búin að bralla í veðrinu því Ásta og Binni buðu okkur í brauðrétt í gær. Við ætluðum að sjálfsögðu að hjóla sem tekur max 10 mín og Árni búinn að gera við dekkið mitt en þá kom í ljós að það var víst sprungið á báðum :-/ úps !! Skötuhjúin tóku sig þá til og löbbuðu í kvöldmatinn sem þau áttu að fá en það tók nú alveg hálftíma og HALLÓ það var grenjandi.....
Ég hefði átt að monta mig meira af 15 gráðunum og sólinni í síðustu viku því að ég fékk það aldeilis í bakið um helgina :-( Búið að vera grenjandi rigning og rok, og ég er að segja það, það er óveður !!!
Okkur Árna finnst þetta samt voða spennandi ef marka má hvað við erum búin að bralla í veðrinu því Ásta og Binni buðu okkur í brauðrétt í gær. Við ætluðum að sjálfsögðu að hjóla sem tekur max 10 mín og Árni búinn að gera við dekkið mitt en þá kom í ljós að það var víst sprungið á báðum :-/ úps !! Skötuhjúin tóku sig þá til og löbbuðu í kvöldmatinn sem þau áttu að fá en það tók nú alveg hálftíma og HALLÓ það var grenjandi.....
föstudagur, mars 19, 2004
Hovmålvej er þreyttur !
Það eru bara allir búnir á því á Hovmålvej. Ég er uppgefin eftir prófalestur dauðans og á eina viku eftir í ruglinu áður en ég fæ gott páskafrí. Árni er eins og lítill strákur og er búinn að suða um að fá að vera veikur alla vikuna og toppaði alveg þreytuna sína í gær þegar hann var langt fram á nótt að setja upp kommóðurnar sem við vorum að kaupa okkur. Svo er hjólið mitt alveg búið á því eftir daglega 20 km keyrslu því það er sprungið og nú bíður það eftir að sumir komi heim úr vinnunni til að laga það :-)
Annars er ég búin að vera á fullu að taka til í dag, úfff ég held ég viðurkenni það loksins að ég eigi "svoldið" mikið af fötum. Ég er búin að fylla eina ferðatösku sem á bara að fara heim til Íslands því þetta kemst einfaldlega ekki fyrir í nýju flottu kommóðunum.
Eftir að við erum búin að koma fötunum ofan í skúffurnar þá erum við loksins búin að koma okkur fyrir og vanhagar ekki um neitt nema svona smáhluti sem mér finnst náttla algjör nauðsyn, eins og t.d. stórt málverk á vegginn og svona :-)
En held að Árni sé að fara til Svíþjóðar á morgun. Það er víst smá Íslendingaferð til Malmö í fyrramálið en ég verð víst að vera í skólanum... booooring komin með frekar mikið ógeð af CBS núna en vika eftir og svo er ég laus (í smá tíma) heehheee !!
Annars er ég búin að vera á fullu að taka til í dag, úfff ég held ég viðurkenni það loksins að ég eigi "svoldið" mikið af fötum. Ég er búin að fylla eina ferðatösku sem á bara að fara heim til Íslands því þetta kemst einfaldlega ekki fyrir í nýju flottu kommóðunum.
Eftir að við erum búin að koma fötunum ofan í skúffurnar þá erum við loksins búin að koma okkur fyrir og vanhagar ekki um neitt nema svona smáhluti sem mér finnst náttla algjör nauðsyn, eins og t.d. stórt málverk á vegginn og svona :-)
En held að Árni sé að fara til Svíþjóðar á morgun. Það er víst smá Íslendingaferð til Malmö í fyrramálið en ég verð víst að vera í skólanum... booooring komin með frekar mikið ógeð af CBS núna en vika eftir og svo er ég laus (í smá tíma) heehheee !!
miðvikudagur, mars 17, 2004
Ég er snillingur dauðans .....
Ég er meistari í danskri hagfræði og prófessor í danskri tungu því ég kom sá og sigraði í dag með heila 8 út úr þessu prófi mínu. Hélt reyndar þegar ég kom út að ég væri fallin, úfff fannst þetta bara ganga rosa illa en prófdómarinn hefur greinilega hrifist af nafnaskiltinu mínu því ég var búin að skrifa nafnið mitt með litunum úr íslenska fánanum og svo hafði ég íslenskt nammi með í prófið sem bræddi alveg liðið :-)
Jebbs, det er bare gået sååå godt i dag med mit eksamen fordi jeg fik 8. Efter at jeg kom ud troede jeg at jeg havde fået dumpekarakter men nej nej, Harpa fik bare en kæmpe stor 8 tal :-) Nu skal vi holde en fest .......
Jebbs, det er bare gået sååå godt i dag med mit eksamen fordi jeg fik 8. Efter at jeg kom ud troede jeg at jeg havde fået dumpekarakter men nej nej, Harpa fik bare en kæmpe stor 8 tal :-) Nu skal vi holde en fest .......
Prófið í dag / mundligt i dag
Jæja góðir hálsar, þá er loksins komið að því að ég sýni kunnáttuna í danskri þjóðhagfræði og svo ekki sé talað um að ég geti sýnt fram á hana á talandi dönsku. Þetta verður ekkert mál, ég er búin að peppa mig svo rosalega upp í þetta að ég get sagt frá öllum andskotanum núna, var að æfa mig á handboltastelpunum í gær og þeim fannst þetta náttla bara frábært hjá mér og gáfu mér allar toppeinkunn......
Svo sjáum við bara til eftir prófið í dag sem er seinnipartinn, ohhh hata próf svona seint vil bara ljúka þessu af til að ég fái ekki illt í magann. En í versta falli þá líður yfir mig í prófinu og ég fæ 03 sem þýðir bara endurtekt í ágúst...verra getur það nú varla orðið :-)
Nu er det nu :-/ Jeg håber det går godt og nu må vi se om jeg kommer ikke rigtig glad til træning i aften.. tak for hjælpen i går, jeg ved det hjælper i eksamen og Sishe, husk at det er dansk økonomi ;-)
Svo sjáum við bara til eftir prófið í dag sem er seinnipartinn, ohhh hata próf svona seint vil bara ljúka þessu af til að ég fái ekki illt í magann. En í versta falli þá líður yfir mig í prófinu og ég fæ 03 sem þýðir bara endurtekt í ágúst...verra getur það nú varla orðið :-)
Nu er det nu :-/ Jeg håber det går godt og nu må vi se om jeg kommer ikke rigtig glad til træning i aften.. tak for hjælpen i går, jeg ved det hjælper i eksamen og Sishe, husk at det er dansk økonomi ;-)
þriðjudagur, mars 16, 2004
Hver vill splæsa Íslandsferð ???
Ég fékk allt í einu þá flugu í hausinn að langa til Íslands í páskafríinu, veit ekki alveg akkuru en ef einhver á 20.000 kall sem hann veit ekki hvað á að gera við þá væri ég alveg til í 8.-12.apríl.... :-)
Hvar er olían ????
Í dag er 16.mars og ég sit á veröndinni minni í stuttbuxum og bol að lesa undir próf. 10 stiga hiti og sól, reyndar pínu vindur en ekki á minni verönd, á minni verönd er mallorca veður !! :-)
mánudagur, mars 15, 2004
Pizzabakarinn okkar...
Fólk hlítur að halda að ég sé orðin einhverf á netinu því ég er svo dugleg að skrifa en ég veit bara hversu skemmtilegt er að lesa safaríkar og spennó fréttir frá okkur elskunum ;-)
Heyriði, við vorum að fá okkur pizzu áðan og strákurinn sem var að baka var greinilega nýr í vinnu. Nema hvað að við horfðum á hann gera eina pizzu sem misheppnaðist svona svakalega maður.... Árni gat nú bara ekki horft upp á þetta þegar hann var að reyna að fletja degið út.
Nema hvað, þegar hann fór í okkar pizzur þá varð fyrri pizzan alveg eins og afmyndað egg í laginu og þá varð Árni að skipta sér af og kenndi honum að gera seinni pizzuna..... og ég auðvitað í hláturskasti fyrir aftan. Þegar gaurinn var búinn að baka pizzurnar var næsta vandamál að koma þeim í pizzukassana, hehehheeee þá labbaði Árni greyið bara í burtu því gaurinn hafði enga stjórn á neinu. Á þessum tímapunkti var yfirmaðurinn kominn fram og greyið gaurinn afsakaði sig svo þegar hann var að afhenta okkur pizzurnar með að þær væru nú ekki alveg kringlóttar, þá endanlega sprakk ég og yfirmaðurinn varð svo glaður að við tókum þessu svona vel að hann var örugglega að hugsa um að gefa okkur pizzurnar !!
Árni er allavega alveg með það á hreinu að hann hefði verið ráðinn á staðnum ef hann hefði skipt sér aðeins meira af en mér fannst þetta nú bara hin ágætasta skemmtun svona rétt fyrir matinn :-)
Heyriði, við vorum að fá okkur pizzu áðan og strákurinn sem var að baka var greinilega nýr í vinnu. Nema hvað að við horfðum á hann gera eina pizzu sem misheppnaðist svona svakalega maður.... Árni gat nú bara ekki horft upp á þetta þegar hann var að reyna að fletja degið út.
Nema hvað, þegar hann fór í okkar pizzur þá varð fyrri pizzan alveg eins og afmyndað egg í laginu og þá varð Árni að skipta sér af og kenndi honum að gera seinni pizzuna..... og ég auðvitað í hláturskasti fyrir aftan. Þegar gaurinn var búinn að baka pizzurnar var næsta vandamál að koma þeim í pizzukassana, hehehheeee þá labbaði Árni greyið bara í burtu því gaurinn hafði enga stjórn á neinu. Á þessum tímapunkti var yfirmaðurinn kominn fram og greyið gaurinn afsakaði sig svo þegar hann var að afhenta okkur pizzurnar með að þær væru nú ekki alveg kringlóttar, þá endanlega sprakk ég og yfirmaðurinn varð svo glaður að við tókum þessu svona vel að hann var örugglega að hugsa um að gefa okkur pizzurnar !!
Árni er allavega alveg með það á hreinu að hann hefði verið ráðinn á staðnum ef hann hefði skipt sér aðeins meira af en mér fannst þetta nú bara hin ágætasta skemmtun svona rétt fyrir matinn :-)
Westlife 1.júní 2004

Það er allt að gerast því að Westlife eru í Köben 1.júní híhíhííí Sigrún Gils, kemurðu ekki með ;-) Ekki nóg með að ég sé að fara á Britney 9.maí þá langar mig geggjað á Westlife líka, gvuð maður veit ekki hvað maður gerir !!
Sigur og tap í gær...
Árni stóð sig vel þegar Amager vann sinn leik í gær, fékk víst boltann frekar oft í hausinn og að sjálfsögðu peppast kallinn bara upp við það. Við fórum aftur á móti til Roskilde og náðum að tapa með einu enda spiluðum við bara alveg arfaslakt og það er erfitt að koma liðinu í gírinn þegar það er ekkert á prjónunum. Lisa keyrði mig svo bara alla leið heim eftir leik og kom í smá heimsókn sem var náttla bara snilld því yfirleitt er ég keyrð til Frederiksberg og svo tek ég lestina þaðan og heim.
Gvuð vitiði hvað, ég er að skrópa í 1.sinn í skólanum í dag.... ég er með samviskubit dauðans !!!!!!!!! Mætti reyndar kl.8 í morgun en fór heim um 10 til að læra undir hagfræðiprófið. Er líka búin að ákveða að skrópa í fyrirlestur á morgun þannig ég er vond stelpa, en ef ég næ prófinu á miðvikudaginn með því að skrópa svona þá er ég "ligeglad" :-)
Gvuð vitiði hvað, ég er að skrópa í 1.sinn í skólanum í dag.... ég er með samviskubit dauðans !!!!!!!!! Mætti reyndar kl.8 í morgun en fór heim um 10 til að læra undir hagfræðiprófið. Er líka búin að ákveða að skrópa í fyrirlestur á morgun þannig ég er vond stelpa, en ef ég næ prófinu á miðvikudaginn með því að skrópa svona þá er ég "ligeglad" :-)
sunnudagur, mars 14, 2004
Mætum Holstebro í Lígu-umspilinu
Þá er það orðið ljóst að við Ydun stelpur mætum Holstebro píum í umspilinu góða því þær töpuðu sínum leik í gær. Get ekki annað sagt en þetta verði bara spennandi, við erum allavega yfir eins og staðan er núna því við eigum heimaleikjaréttinn og eins og Morten segir þá er þetta "focking Frb.hallen" hehehehe!!! Og ef ég skora eins og eitt mark þá kannski fæ ég líka loksins nafnið mitt í litla letrið í Mogganum, hver veit ;-)
Við eigum enn 2 leiki eftir og erum meðal annars að fara að spila í Hróarskeldu í dag. Held þetta verði erfiður leikur þrátt fyrir að við höfum unnið þær stórt síðast því þær eru víst að berjast fyrir því að halda sér í deildinni. Svo eigum við neðsta lið deildarinnar um næstu helgi og bikarleik þar á eftir við Sóley og co. en eftir það er komin kærkomin pása, gvuð hvað ég hlakka til því þetta er eiginlega bara búið að vera tú möts undanfarið !!
Webcameran alveg að virka
laugardagur, mars 13, 2004
Páskaegg til sölu
Fyrir Íslendinga í Danmörku þá verða seld Nóa siríus páskaegg í Jónshúsi. Fyrir íbúa Kaupmannahafnar er hægt að nálgast þau þann 28.mars milli 14-17 þar sem er eitthvað messukaffi í gangi, víst voða fjör. Fyrir aðra er hægt að panta þau á meil; islensk_paskaegg@hotmail.com !!
Verðið er bara alls ekki slæmt og er einungis hægt að fá stærð 4 (strumpaeggið) á 150 kr. og er þetta íslenski söfnuðurinn sem stendur fyrir þessu skemmtilega framtaki.
Var þetta ekki góð auglýsing hjá mér :-)
Annars er voða lítið að frétta. Það er enn brjálað að gera í Fields og var ég á leiðinni heim af æfingu í gær kl. 20:30 og það var bara troðið í lestinni....yfirleitt er nébbla aldrei neinn í þessari lest á þessum tíma en opnunartíminn fyrstu dagana er víst til 22 á kvöldin og miðað við fjöldann sem er búinn að koma þarna við og miðað við geðveikina sem fólk er að kaupa þá held ég bara að það verði ekkert eftir þegar ég ætla loksins að kíkja við.
Framundan eru bæði erfiðir og frábærir tímar. Þessa vikuna einblíni ég á skólann því ég er að hefja lestur fyrir munnlega danska hagfræðiprófið. Jéminn eini það verður eitthvað skrautlegt enda hef ég í 1.lagi ekki alveg nógu góða kunnáttu í dönsku til að redda mér út úr þessu og í 2.lagi finnst mér ég ekkert kunna í námsefninu og í 3.lagi þá hef ég aldrei farið í munnlegt áður þannig úúúfff.... ef ég fæ ekki fall í þessu drasli þá er ég svo rosalega góð í þessum skóla að enginn á roð í víkinginn og ég get bara fengið bs strax, ekki þörf á meiri lesningu !!!
En eftir þetta próf tekur við hópavinnuvika þar sem við eigum að skila stóru verkefni í "hugsun" fyrirtækja í lok mars, við eigum að flytja 2 fyrirlestra í fjármálum og hugsun fyrirtækja þannig þetta verður strembin en skemmtileg vika þar sem mér finnst þessi 2 fög bara einstaklega skemmtileg.
Eftir allt þetta skólavesen verður bara frábært að fá aðeins tíma með litlu blómarósunum í Ballerup þar sem Sigga og Kristján eru að fara til Róm í helgarferð og fæ ég að prófa að vera mamma í smá tíma. Þetta verður bara rosa gaman þar sem ég á að koma þeim í skólann og smyrja nesti og svona og svo eyðum við helginni í að heimsækja Fields og gera eitthvað skemmtilegt og veit ég að þeim finnst alveg æði að fá að vera með Hörpu þannig þetta verður voða stuð, aldrei að vita hverju við finnum upp á enda við skötuhjúin bæði í fríi frá öllu og engir handboltaleikir.
Vááá mér finnst bara svo gaman að skrifa inn núna en helgina eftir þetta er ég bara eiginlega komin í páskafríið mitt en sú helgi verður notuð í að halda partí fyrir Ydun stelpurnar. Ég er búin að segja þeim að þetta verði "one of a kind" og ég er búin að ákveða að þemað verði íslenski fáninn og enginn fái aðgang nema að klæðast fötum í stíl við fánann. Svo er Ásta vonandi búin að kaupa fullt af íslensku í fríhöfninni enda er hún að koma aftur til DK í dag og er hún að sjálfsögðu tæknilegur ráðgjafi í veislunni. Boðið verður upp á íslenskt øl og íslenskt sælgæti og hlustað á Birgittu Haukdal, hversu íslenskara getur það orðið !!
En ég er að pæla í að fara að hætta að skrifa enda fólk lööööngu hætt að lesa. Bið að heilsa ykkur elskurnar mínar og hvernig væri nú að prófa að senda bréf eða einhverjar myndir á Hovmålvej til að gleðja okkur stubbana.........
Verðið er bara alls ekki slæmt og er einungis hægt að fá stærð 4 (strumpaeggið) á 150 kr. og er þetta íslenski söfnuðurinn sem stendur fyrir þessu skemmtilega framtaki.
Var þetta ekki góð auglýsing hjá mér :-)
Annars er voða lítið að frétta. Það er enn brjálað að gera í Fields og var ég á leiðinni heim af æfingu í gær kl. 20:30 og það var bara troðið í lestinni....yfirleitt er nébbla aldrei neinn í þessari lest á þessum tíma en opnunartíminn fyrstu dagana er víst til 22 á kvöldin og miðað við fjöldann sem er búinn að koma þarna við og miðað við geðveikina sem fólk er að kaupa þá held ég bara að það verði ekkert eftir þegar ég ætla loksins að kíkja við.
Framundan eru bæði erfiðir og frábærir tímar. Þessa vikuna einblíni ég á skólann því ég er að hefja lestur fyrir munnlega danska hagfræðiprófið. Jéminn eini það verður eitthvað skrautlegt enda hef ég í 1.lagi ekki alveg nógu góða kunnáttu í dönsku til að redda mér út úr þessu og í 2.lagi finnst mér ég ekkert kunna í námsefninu og í 3.lagi þá hef ég aldrei farið í munnlegt áður þannig úúúfff.... ef ég fæ ekki fall í þessu drasli þá er ég svo rosalega góð í þessum skóla að enginn á roð í víkinginn og ég get bara fengið bs strax, ekki þörf á meiri lesningu !!!
En eftir þetta próf tekur við hópavinnuvika þar sem við eigum að skila stóru verkefni í "hugsun" fyrirtækja í lok mars, við eigum að flytja 2 fyrirlestra í fjármálum og hugsun fyrirtækja þannig þetta verður strembin en skemmtileg vika þar sem mér finnst þessi 2 fög bara einstaklega skemmtileg.
Eftir allt þetta skólavesen verður bara frábært að fá aðeins tíma með litlu blómarósunum í Ballerup þar sem Sigga og Kristján eru að fara til Róm í helgarferð og fæ ég að prófa að vera mamma í smá tíma. Þetta verður bara rosa gaman þar sem ég á að koma þeim í skólann og smyrja nesti og svona og svo eyðum við helginni í að heimsækja Fields og gera eitthvað skemmtilegt og veit ég að þeim finnst alveg æði að fá að vera með Hörpu þannig þetta verður voða stuð, aldrei að vita hverju við finnum upp á enda við skötuhjúin bæði í fríi frá öllu og engir handboltaleikir.
Vááá mér finnst bara svo gaman að skrifa inn núna en helgina eftir þetta er ég bara eiginlega komin í páskafríið mitt en sú helgi verður notuð í að halda partí fyrir Ydun stelpurnar. Ég er búin að segja þeim að þetta verði "one of a kind" og ég er búin að ákveða að þemað verði íslenski fáninn og enginn fái aðgang nema að klæðast fötum í stíl við fánann. Svo er Ásta vonandi búin að kaupa fullt af íslensku í fríhöfninni enda er hún að koma aftur til DK í dag og er hún að sjálfsögðu tæknilegur ráðgjafi í veislunni. Boðið verður upp á íslenskt øl og íslenskt sælgæti og hlustað á Birgittu Haukdal, hversu íslenskara getur það orðið !!
En ég er að pæla í að fara að hætta að skrifa enda fólk lööööngu hætt að lesa. Bið að heilsa ykkur elskurnar mínar og hvernig væri nú að prófa að senda bréf eða einhverjar myndir á Hovmålvej til að gleðja okkur stubbana.........
föstudagur, mars 12, 2004
Eini vinur minn hann HOF
Hæ Hæ hvað segiði ég sit hérna einn á föstudagskvöldi að hlusta á ACDC með bjór er að bíða eftir heimsókn og aldrei að vita nema maður kíki á pöbbin hér rétt hjá þeir eru farnir að þekkja mig með nafni þarna.
Já hann hof (carlsberg hof)er eini vinur minn þessa dagana, harpa er að keyra sig út í skólanum. Í gær var þetta eitthvað háskólabæi allir að tala um einhverja viðskiptafræði ég skil þetta ekki alveg, ef vara er 2 kr ódýrari hér en þarna þá kaupi ég hana hér þetta er svo einfalt en sumir þurfa að fara í háskóla til að sjá þetta. Hehehe svo þessir reikningar, bara eins og laga góða jólaköku fyrir 2 form.
nei nei hún er svaka dugleg ég bý nú á skólagörðum.
Já hann hof (carlsberg hof)er eini vinur minn þessa dagana, harpa er að keyra sig út í skólanum. Í gær var þetta eitthvað háskólabæi allir að tala um einhverja viðskiptafræði ég skil þetta ekki alveg, ef vara er 2 kr ódýrari hér en þarna þá kaupi ég hana hér þetta er svo einfalt en sumir þurfa að fara í háskóla til að sjá þetta. Hehehe svo þessir reikningar, bara eins og laga góða jólaköku fyrir 2 form.
nei nei hún er svaka dugleg ég bý nú á skólagörðum.
3 og hálfur í skil
yeah yeah, ég er svo hress .... vúúúúhhhúúú nú er klukkan 7:38 og ég held ég hafi slegið heimsmet í að vaka og vera dugleg takk fyrir. Ég fór aðeins uppí kl.5 enda farin að sjá tvöfalt og svo vakti Árni mig þegar hann var að fara að vinna kl.7 þannig nú er ég mætt aftur til að klára þetta LORT. Á alveg eftir að leysa 2 dæmi og er hálfnuð með 1 þannig þetta lítur nú bara ágætlega út. Nokkrir Danir sem ég er að tala við á netinu eiga allir meira eftir þannig ég er nú bara sæl og veit að ég fæ allavega yfir falleinkunn, eða eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því :-)
Sólarhringsprófið alveg að massast upp.....
Gvuð minn góður hjálpaðu mér !!!
Nú er klukkan 01:16 eftir miðnætti og mín er búin að sitja stanslaust síðan 9 í morgun við að leysa þetta próf. Hélt þetta yrði nú bara ekkert mál..... 20 spurningar hvað er það ;-) Ég get svo svarið það, ég á enn eftir einhverjar 6 og þetta virðist aldrei ætla að taka enda. Ég á nú reyndar að skila klukkan 11 í fyrramálið.... vonum að þetta endi allavega þá !!!
Annars er Árni sæti búinn að vera æði á meðan ég er búin að sitja hérna og væla. Hann er búinn að koma heim með góðgæti úr bakaríinu, hlaupa á eftir pizzu og sefur núna bara eins og ungabarn..... zzzzzz !!!!
Nú er klukkan 01:16 eftir miðnætti og mín er búin að sitja stanslaust síðan 9 í morgun við að leysa þetta próf. Hélt þetta yrði nú bara ekkert mál..... 20 spurningar hvað er það ;-) Ég get svo svarið það, ég á enn eftir einhverjar 6 og þetta virðist aldrei ætla að taka enda. Ég á nú reyndar að skila klukkan 11 í fyrramálið.... vonum að þetta endi allavega þá !!!
Annars er Árni sæti búinn að vera æði á meðan ég er búin að sitja hérna og væla. Hann er búinn að koma heim með góðgæti úr bakaríinu, hlaupa á eftir pizzu og sefur núna bara eins og ungabarn..... zzzzzz !!!!
miðvikudagur, mars 10, 2004
Árni sjúkur í Field´s
Auðvitað heimsóttum við Fields í gær, hvað haldiði.... þekkiði mig ekki !!! Við komumst nú alveg inn í mollið þegar við fórum um 4 leytið en því miður var varla viðráðanlegt þarna inni og draumurinn um að komast inn í einhverja búðina enginn. Árni varð svo svekktur að hann fór bara aftur með Binna eftir æfingu og svo aftur með mér í dag..... sem sagt Árni kallinn er búinn að heimsækja Fields 3x á innan við sólarhring híhííí og geriði svo meira grín af mér :-)
Ég get alveg sagt ykkur sem vantar einhverjar búðir til að eyða peningunum ykkar að koma bara í heimsókn til mín, það er hver tískubúðin á fætur annarri og þegar maður er búinn að versla getur maður bara farið í flottasta fitness center sem ég hef á ævinni séð með sundlaug og læti.(techno hvað) Það er tilboð í gangi núna, 250 kall mánuðurinn sem er bara ekki svo dýrt miðað við frítt sundkort líka. Ég held barasta að maður splæsi í þetta þegar maður verður ríkur og handboltinn óver....... ég gæti sko alveg orðið verri en Hildur Páls þarna inni !!!!!!!
Annars eru engar sérstakar fréttir af okkur nema þær að ég er að fara í próf á morgun. Þetta er svona "case" sem ég fæ í fyrramálið og á að skila á föstudagsmorgun. Ég hef sem sagt sólarhring til að leysa verkefnið sem er einstaklings og gildir 20% í lokaeinkunn. Það er búið að segja okkur að þetta sé alveg sólarhringur sem fari í þetta helv. og miðað við hvernig ég er eftir 9 á kvöldin verður þetta frekar strembið og nóg af nammi á boðstólnum til að hjálpa mér að vaka eins og eina nótt...... Allir að senda sterka rekstrarhagfræði strauma til Hörpu á morgun :-)
Ég get alveg sagt ykkur sem vantar einhverjar búðir til að eyða peningunum ykkar að koma bara í heimsókn til mín, það er hver tískubúðin á fætur annarri og þegar maður er búinn að versla getur maður bara farið í flottasta fitness center sem ég hef á ævinni séð með sundlaug og læti.(techno hvað) Það er tilboð í gangi núna, 250 kall mánuðurinn sem er bara ekki svo dýrt miðað við frítt sundkort líka. Ég held barasta að maður splæsi í þetta þegar maður verður ríkur og handboltinn óver....... ég gæti sko alveg orðið verri en Hildur Páls þarna inni !!!!!!!
Annars eru engar sérstakar fréttir af okkur nema þær að ég er að fara í próf á morgun. Þetta er svona "case" sem ég fæ í fyrramálið og á að skila á föstudagsmorgun. Ég hef sem sagt sólarhring til að leysa verkefnið sem er einstaklings og gildir 20% í lokaeinkunn. Það er búið að segja okkur að þetta sé alveg sólarhringur sem fari í þetta helv. og miðað við hvernig ég er eftir 9 á kvöldin verður þetta frekar strembið og nóg af nammi á boðstólnum til að hjálpa mér að vaka eins og eina nótt...... Allir að senda sterka rekstrarhagfræði strauma til Hörpu á morgun :-)
þriðjudagur, mars 09, 2004
Opnunardagur Field´s
Ástæðan er hið rosalega moll sem var að opna í dag og gvuð minn góður fólk er gjörsamlega gengið af göflunum. Þegar ég kom út um 11 leytið í morgun var bara gatan okkar kjaftfull af bílum..... Ég hjólaði nú bara í rólegheitunum í áttina að skólanum en nei nei, mín var bara stoppuð af löggunni til að segja mér hvar ég ætti að leggja hjólinu mínu. Ég sagði að ég væri nú bara á leiðinni í skólann :-/
Þegar ég kom að mollinu sá ég að það var virkileg geðveiki í gangi því að biðröðin bara eftir að komast inn í sjálft mollið var ROSALEG.... heheheheee mér fannst ég vera dugleg að bíða í röðinni í Føtex um daginn en ég dáist nú bara af þessu fólki að nenna þessu því eftir að þú ert kominn inn þarftu að finna þína búð þar sem er önnur eins biðröð !!!!
Ég frétti svo í skólanum að einn bekkjarbróðir minn hefði verið þarna undir morgunsárið og beðið í röð og hefði ekki komist í skólann því það væri alveg að koma að honum að fá nýjan og ódýran síma..... pæliði í þessu ! Ég held að ég bíði aðeins með að skoða herlegheitin, eða hvað ??? sjáum til þegar Árni kemur heim úr vinnunni hvort parið skelli sér í geðveikina..............
mánudagur, mars 08, 2004
Bruni í gangi...
Það er rosalegur bruni í gangi á Amager og það er fólk slasað og allt í volli. Skúli frændi var að hringja og spyrja hvort þetta væri nokkuð okkar kollegi en sem betur fer er það ekki tilfellið. Þetta er við Øresundskollegi sem er svoldið frá okkur og er staðsett hjá gamla heimilinu okkar á Amagerbrogade.
Annars vorum "við" Árni að bora allt út í dag því það voru settar upp myndir og þeir sem þekkja mig vita að ég á margar. :-) Svo í kvöld verða eldaðar íslenskar kjötbollur og á morgun verða íslenskar fiskibollur og geri aðrir betur. Danirnir sem vilja fá svona íslenskt nammi er bent á að versla bara í Nettó.
Gleymdi að segja ykkur frá því að við unnum Haderslev nokkuð örugglega í sunnudagsleiknum okkar 33-21. Erum sem áður fastar í 2.sætinu og getum ekkert gert til að breyta því, ekki einu sinni tapa rest....
sunnudagur, mars 07, 2004
Jó nigger shit ....
Hvor du fra, hvor du fra ???? Jeg ' fra "Havnen" heii heiii jóóóó ....... hafiði heyrt danskt rapp, bara snilld !!
Rúmið virkar
Jæja núna er kallinn kominn til að skrifa smá fréttir á netið.. Þetta var firsta nóttin í nýja rúminu ég fór að sofa kl 23 í gær og vaknaði kl 12 daginn eftir ekki gott? En ég var líka í búðaferð í gær í 5 tíma, maður verður alveg búinn eftir sona búðalabb.
En ég fór á föstudaginn (eins og harpa sagði stal fréttini minni )á barinn hér á kolleginu og hann gæti alveg vanist get ég sagtykkur bjórinn bara mjög ódýr og góð músik. En ég fór tilneyddur til að byrja með sona einskonar vetfangskönunn fyrir ónemda gesti sem von er á hingað til baunalandsins.
Núna er ég alveg tómur get ekki skrifað var þetta samt ekki bara ágætt hjá mér...
En ég fór á föstudaginn (eins og harpa sagði stal fréttini minni )á barinn hér á kolleginu og hann gæti alveg vanist get ég sagtykkur bjórinn bara mjög ódýr og góð músik. En ég fór tilneyddur til að byrja með sona einskonar vetfangskönunn fyrir ónemda gesti sem von er á hingað til baunalandsins.
Núna er ég alveg tómur get ekki skrifað var þetta samt ekki bara ágætt hjá mér...
Kommentaflæði
fólk er svo duglegt að kommenta..... úúfff ég hef ekki undan við að lesa kveðjur frá vinum og vandamönnum !!!!!!!!
Nýtt rúm og nýtt eldhús
Halli vaknaði bara eldsnemma eftir skrautlegt kvöld á kollegi barnum þar sem hann hitti Færeying, Ástrala, Grænlending og ég veit ekki hvað.... held líka að það búi fullt af Kínverjum hérna og það eru 2 svartari en svart ???? Veit ekki alveg hvaða tungumál maður ætti að tala í þvottahúsinu en ég reyndi nú bara dönskuna í gærkvöldið og nema hvað.....það bara gekk !
En já, við sem sagt ákváðum bara að fara í IKEA og tókum lestina upp í Lyngby. Ég var nú löngu búin að ákveða að fara með Siggu Lóu og láta tæknilegan ráðgjafa minn hjálpa mér í að velja hinar ýmsu heimilisvörur en þar sem við hugsuðum að þetta væri allt of stuttur fyrirvari drifum við okkur bara sjálf. Við vorum líka farin að þrá nýtt rúm þar sem Árni endaði með að sofa í sófanum því vindsængin var eitthvað farin að stríða okkur..... þegar einn sefur í stofunni og hinn inn í herbergi þá er þetta orðið slæmt :-)
En IKEA ferðin gekk bara rosa vel og við náðum að versla okkur rúm (á mynd), allt nauðsynlegt leirtau í eldhúsið, þvottagrind, pottaleppa og alveg fullt af svona ódýru og sniðugu sem mér fannst náttla "algjör nauðsyn". :-) Nú bíðum við bara eftir að eiga aftur pening til að kaupa okkur kommóður í herbergið því fötin eru öll enn í pappakössum og ferðatöskum, úúff ég elska að búa þannig !
En mig langar samt svoldið að monta mig núna því við erum búin að ná að kaupa okkur HEILA búslóð á þessum tíma sem við erum búin að vera hérna úti. Við komum bæði bara með ferðatösku út og finnst mér þetta bara hinn besti árangur því ég er auðvitað bara í skóla og hef nú ekki úr miklu að moða. Fyrir ykkur eyðsluklærnar þá verður maður bara að læra að spara á réttum stöðum, þeir sem vilja geta komið í kennslu til mín :-)
En nú á ég að fara að mæta í leik sem við erum að fara að spila. Ótrúlegt hvað við mætum alltaf löööngu fyrir því FH mætti alltaf bara klukkutíma fyrr. Ég mæti stundum 3 tímum fyrir leik, allt eftir því við hverja við eigum að spila við. Þetta er reyndar voða huggulegt þar sem maður fær alltaf að borða og svona en vóó þetta er stundum aðeins of snemmt, klukkan er rétt um 8 leytið á sunnudagsmorgni og ég er komin í gírinn...... :-/
En IKEA ferðin gekk bara rosa vel og við náðum að versla okkur rúm (á mynd), allt nauðsynlegt leirtau í eldhúsið, þvottagrind, pottaleppa og alveg fullt af svona ódýru og sniðugu sem mér fannst náttla "algjör nauðsyn". :-) Nú bíðum við bara eftir að eiga aftur pening til að kaupa okkur kommóður í herbergið því fötin eru öll enn í pappakössum og ferðatöskum, úúff ég elska að búa þannig !
En mig langar samt svoldið að monta mig núna því við erum búin að ná að kaupa okkur HEILA búslóð á þessum tíma sem við erum búin að vera hérna úti. Við komum bæði bara með ferðatösku út og finnst mér þetta bara hinn besti árangur því ég er auðvitað bara í skóla og hef nú ekki úr miklu að moða. Fyrir ykkur eyðsluklærnar þá verður maður bara að læra að spara á réttum stöðum, þeir sem vilja geta komið í kennslu til mín :-)
En nú á ég að fara að mæta í leik sem við erum að fara að spila. Ótrúlegt hvað við mætum alltaf löööngu fyrir því FH mætti alltaf bara klukkutíma fyrr. Ég mæti stundum 3 tímum fyrir leik, allt eftir því við hverja við eigum að spila við. Þetta er reyndar voða huggulegt þar sem maður fær alltaf að borða og svona en vóó þetta er stundum aðeins of snemmt, klukkan er rétt um 8 leytið á sunnudagsmorgni og ég er komin í gírinn...... :-/
föstudagur, mars 05, 2004
Fyrsti sálfræðitíminn minn
Æfingin var bara sniiiiiilld. Ég er að segja ykkur það, þessi gaur (Jens Hansen) var bara mesti rugludallur sem ég hef á ævinni séð en það var náttla bara ótrúlegt hvað hann gat náð til mannskapsins. Hann var greinilega vel undirbúinn því hann vissi nákvæmlega hvernig leikmaður hver og ein væri og þegar hann talaði við mig gat hann liggur við sagt hvort ég spilaði í g eða nördista ...... ótrúlegt !! En sem sagt, ég í fyrsta skiptið til sála og nú er hópurinn svo klár í slaginn að lígusætið er bara tryggt nú þegar. Hann sagði að ef við voguðum okkur til að tapa eins og einum leik væri hann mættur !!
En ég er núna að fara að tíja mig í háttinn. Það er svakalegt geim á kolleginu og ég er búin að kíkja smá. Það er DJ frá Voice (957 dk) að spila, ókeypis páskabjór og svaka fjör.... og auðvitað er Árni kallinn alveg að meika það á barnum, NEMA HVAÐ :-)
Ég er búin að ákveða að vakna snemma til að opna aðeins bækurnar sem hafa legið ögn til hliðar síðustu vikur vegna anna í verkefnaskilum og ætla þess vegna bara snemma í háttinn. Góða nótt :-*
En ég er núna að fara að tíja mig í háttinn. Það er svakalegt geim á kolleginu og ég er búin að kíkja smá. Það er DJ frá Voice (957 dk) að spila, ókeypis páskabjór og svaka fjör.... og auðvitað er Árni kallinn alveg að meika það á barnum, NEMA HVAÐ :-)
Ég er búin að ákveða að vakna snemma til að opna aðeins bækurnar sem hafa legið ögn til hliðar síðustu vikur vegna anna í verkefnaskilum og ætla þess vegna bara snemma í háttinn. Góða nótt :-*
Föstudagsfílingur....
Jibbíííííí kærkomið helgarfrí að renna upp. Á reyndar eftir að fara á eitt stykki æfingu seinni partinn en það er nú bara gaman og hluti af helgarfríinu. Þetta verður öðruvísi æfing í kvöld þar sem við fáum einhvern íþróttasálfræðing til að vera með æfinguna. Held að þetta sé Jóhann Ingi Danmerkur en þessi gaur heitir Jens Hansen eða eitthvað álíka einfalt danskt nafn. Þetta er góður vinur Marianne Florman og þau hafa víst skrifað einhverjar bækur saman og ég veit ekki hvað, og ef hann er jafn klikkaður og hún verður þetta bara snilld. Læt ykkur vita hvernig þetta fer allt saman......
Nú sit ég bara í stóru flottu stofunni minni og hlusta á fm 957 og læti.. ohhh ég er svo ánægð með þetta kerfi hérna. Held ég þurfi reyndar að skúra eftir gærkvöldið þar sem ég bauð bara í fyrsta skipti heim :-) Grúppan mín var að klára stórt verkefni og við ákváðum bara að halda litla "fest" áður en haldið væri á hinn fræga "torsdagsbar" sem er haldinn hvern fimmtudag í skólanum mínum. Þetta er bara hið besta diskó sko... En Árni var svo elskulegur að baka fyrir okkur smá góðgæti og svo var auðvitað stelpan búin að gera þetta flotta veisluborð. Fólkið var bara rasandi yfir hvað við værum að bjóða í flott, gvvuuððð ekki fannst mér þetta merkilegt en það er nú bara þannig með Dani að margir þeirra eru svo nískir að þeir tíma engu, þannig ég ætti kannski ekki að gera mér neinar vonir um að fá svona veislu endurgoldna :-/ bíðum og sjáum til !!! Ekki misskilja mig samt, ég er nýbúin að fara í stórveislu hjá liðsstjóranum mínum en ég held bara upp til hópa þá tíma margir Danir ekki að eyða peningum í "vitleysu"
Annars var ég að lesa kommentin og sá að Stjáni bjáni er eitthvað að tjá sig... heldurðu virkilega að ég eldi ofan í þig drengur!! ;-) En ég veit samt að strákurinn á eftir að skemmta sér vel hérna því þetta er bara hinn ágætasti skemmtistaður og til dæmis er Árni að fara á "fredagsbar" hérna á kolleginu í kvöld. Það er víst alltaf svaka fjör. Hann dregur Binna greyið með sér því elsku Binni er bara einn heima og hann er orðinn einn af mublunum hérna hjá okkur sem er náttla bara hið besta mál. Ég veit ekki hversu oft ég er búin að bjóða honum að gista, held að hann sé eitthvað hræddur um að sjá mig bera !!!!!
En góða helgi öll sömul og gangiði hægt um gleðinnar dyr..... :-)
Nú sit ég bara í stóru flottu stofunni minni og hlusta á fm 957 og læti.. ohhh ég er svo ánægð með þetta kerfi hérna. Held ég þurfi reyndar að skúra eftir gærkvöldið þar sem ég bauð bara í fyrsta skipti heim :-) Grúppan mín var að klára stórt verkefni og við ákváðum bara að halda litla "fest" áður en haldið væri á hinn fræga "torsdagsbar" sem er haldinn hvern fimmtudag í skólanum mínum. Þetta er bara hið besta diskó sko... En Árni var svo elskulegur að baka fyrir okkur smá góðgæti og svo var auðvitað stelpan búin að gera þetta flotta veisluborð. Fólkið var bara rasandi yfir hvað við værum að bjóða í flott, gvvuuððð ekki fannst mér þetta merkilegt en það er nú bara þannig með Dani að margir þeirra eru svo nískir að þeir tíma engu, þannig ég ætti kannski ekki að gera mér neinar vonir um að fá svona veislu endurgoldna :-/ bíðum og sjáum til !!! Ekki misskilja mig samt, ég er nýbúin að fara í stórveislu hjá liðsstjóranum mínum en ég held bara upp til hópa þá tíma margir Danir ekki að eyða peningum í "vitleysu"
Annars var ég að lesa kommentin og sá að Stjáni bjáni er eitthvað að tjá sig... heldurðu virkilega að ég eldi ofan í þig drengur!! ;-) En ég veit samt að strákurinn á eftir að skemmta sér vel hérna því þetta er bara hinn ágætasti skemmtistaður og til dæmis er Árni að fara á "fredagsbar" hérna á kolleginu í kvöld. Það er víst alltaf svaka fjör. Hann dregur Binna greyið með sér því elsku Binni er bara einn heima og hann er orðinn einn af mublunum hérna hjá okkur sem er náttla bara hið besta mál. Ég veit ekki hversu oft ég er búin að bjóða honum að gista, held að hann sé eitthvað hræddur um að sjá mig bera !!!!!
En góða helgi öll sömul og gangiði hægt um gleðinnar dyr..... :-)
fimmtudagur, mars 04, 2004
Allt að komast í eðlilegt horf
Jæja, þá erum við farin að lifa þokkalega eðlilegu lífi á nýjan leik. Búin að koma því sem hægt er að koma fyrir.... eigum reyndar eftir að kaupa okkur svo mikið af alls konar litlum hlutum til að fullkomna íbúðina, en það kemur nú allt með kalda vatninu..... segi ég sem er orðin ýkt pirruð á þessu og bara búin að búa hérna í nokkra daga :-)
En síðustu dagar hafa verið alveg ótrúlega erfiðir fyrir mig þar sem hópurinn minn var að leggja lokahönd á bjórverkefnið góða sem nota bene við erum að fara að skila núna eftir klukkutíma. Ég hef vaknað fyrir allar aldir núna seinustu viku og farið út í æfingarfötunum og alltaf rokið beint á æfingu leið og hópavinnan kláraðist og komið heim um 23:00 eða seinna öll kvöld. Það fór nú bara illa í gær þegar kroppurinn bara gafst upp á æfingu og ég lá bara og svitnaði og svitnaði..... held að maður ætti aðeins að fara að slaka á :-/ Ydun stelpurnar hafa reyndar verið æðislegar við mig og það var bara hent í mig panódíl kassa og skipað mér að taka lestina heim í gær og EKKI HJÓLA...híhíhíhíí ég er nébbla frekar þrjósk að eðlisfari og hjóla eiginlega alltaf á æfingar sem eru 10,6 km.hvor leið !!! Held að ég fari að kaupa mér mánaðarkort í lestarkerfið hérna.......
En það er nú komið í ljós eftir gærdaginn að við erum öruggar í 2.sæti deildarinnar. Þetta er nú barasta glæsilegasti árangur því að síðasta sumar var Morten bara skíthræddur um að Ydun gæti ekki stillt upp liði því það var enginn mannskapur en það hefur nú aldeilis ræst úr því og við erum bara drullugóðar. Þetta er bara algjört snilldarlið og trúiði því, ég er ekki klikkuðust þarna....það eru margar mikið verri en ég !! :-)
Annars er það að frétta af Árna að honum er búið að takast að nota 7 stk.bætur og endaði með því að kaupa sér bara ný dekk undir tryllitækið sitt eftir að hann fattaði að hann var búinn að bæta hvort dekk 3-4 sinnum heheheheheee!!! Ég hef ekkert verið að segja ykkur frá þessu "dekkjarveseni" hans því ég hef heyrt að fólkið heima hlæji frekar mikið af greyinu... hann er víst búinn að sprengja ófá bíladekkin heima líka.
Svo er Árni bara í sjöunda himni yfir að vera kominn með geggjað internet heima og situr kallinn nú langt fram á kvöld að ná í fullt af tónlist og ég veit ekki hvað, það fer allavega ekkert klám inn á mína tölvu takk fyrir. Skrítið hvað hann hefur mikla orku í þetta strákurinn því áður var hann alltaf farinn í rúmið langt á undan mér, nú er það alveg búið að snúast við.
En síðustu dagar hafa verið alveg ótrúlega erfiðir fyrir mig þar sem hópurinn minn var að leggja lokahönd á bjórverkefnið góða sem nota bene við erum að fara að skila núna eftir klukkutíma. Ég hef vaknað fyrir allar aldir núna seinustu viku og farið út í æfingarfötunum og alltaf rokið beint á æfingu leið og hópavinnan kláraðist og komið heim um 23:00 eða seinna öll kvöld. Það fór nú bara illa í gær þegar kroppurinn bara gafst upp á æfingu og ég lá bara og svitnaði og svitnaði..... held að maður ætti aðeins að fara að slaka á :-/ Ydun stelpurnar hafa reyndar verið æðislegar við mig og það var bara hent í mig panódíl kassa og skipað mér að taka lestina heim í gær og EKKI HJÓLA...híhíhíhíí ég er nébbla frekar þrjósk að eðlisfari og hjóla eiginlega alltaf á æfingar sem eru 10,6 km.hvor leið !!! Held að ég fari að kaupa mér mánaðarkort í lestarkerfið hérna.......
En það er nú komið í ljós eftir gærdaginn að við erum öruggar í 2.sæti deildarinnar. Þetta er nú barasta glæsilegasti árangur því að síðasta sumar var Morten bara skíthræddur um að Ydun gæti ekki stillt upp liði því það var enginn mannskapur en það hefur nú aldeilis ræst úr því og við erum bara drullugóðar. Þetta er bara algjört snilldarlið og trúiði því, ég er ekki klikkuðust þarna....það eru margar mikið verri en ég !! :-)
Annars er það að frétta af Árna að honum er búið að takast að nota 7 stk.bætur og endaði með því að kaupa sér bara ný dekk undir tryllitækið sitt eftir að hann fattaði að hann var búinn að bæta hvort dekk 3-4 sinnum heheheheheee!!! Ég hef ekkert verið að segja ykkur frá þessu "dekkjarveseni" hans því ég hef heyrt að fólkið heima hlæji frekar mikið af greyinu... hann er víst búinn að sprengja ófá bíladekkin heima líka.
Svo er Árni bara í sjöunda himni yfir að vera kominn með geggjað internet heima og situr kallinn nú langt fram á kvöld að ná í fullt af tónlist og ég veit ekki hvað, það fer allavega ekkert klám inn á mína tölvu takk fyrir. Skrítið hvað hann hefur mikla orku í þetta strákurinn því áður var hann alltaf farinn í rúmið langt á undan mér, nú er það alveg búið að snúast við.
þriðjudagur, mars 02, 2004
Til hamingju með daginn elsku amma mín
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún amma
hún á afmæli í dag !!!!!
Til hamingju með daginn elsku amma mín. Árni biður líka fyrir eina góða afmæliskveðju. Vona að fjölskyldumeðlimirnir heima á Klakanum hugsi vel um þig á þessum hátíðardegi. Njóttu nú dagsins og ég hringi í þig þegar tækifæri gefst til.
Fyrir þá sem ekki þekkja ömmu mína þá heitir hún Sigríður Guðrún Skúladóttir. Hún er mikill frekjuhundur og lætur sko ekki einn né neinn vaða yfir sig. Hún vinnur nú hálfan daginn á póstinum við útburð og er minn upplýsingarmaður um málefni Séð og heyrt á Íslandi. Hún hefur alltaf verið mitt uppáhald enda segja margir að við líkjumst mikið hvor annarri, sérstaklega þó í skapgerð. Hún hefur prjónað ófáa vettlingana og ullarsokkana á barnabörnin og hefur mér alltaf þótt alveg æðislegt að fá að "lúlla" heima hjá ömmu og afa eina og eina helgi.....
Í hnotskurn er amma bara ein stór perla sem mér þykir mjög vænt um :-)
Marianne skal giftes i august!
Men andre nyheder er at jeg er flyttet. Jeg ved godt at I venter efter en stor indflytnings fest og den kommer, men være bare rolig… jeg skal være forberedt og den skal være flot og islandsk sååååå …. den kommer !!
Nu bor jeg i 36 kvm. lejlighed og hold kæft hvor den er lille, men særlig hyggelig. Jeg har nu fået ny hjemmetelefon som er 3248 4271 og I må ændre jeres telefonbog fordi I ringer så ofte hjem !!!!
Men vi ses til træning i aften og tak for hyggelig ”brunch” hjemme hos Helge i weekenden. Jeg håber Helge er glad med sin Brennivín flaske.
mánudagur, mars 01, 2004
Öll liðin að klúðra þessu....
Það er aldeilis að lokaspretturinn í handboltanum ætlar að vera stressandi. Við tókum okkur til og klúðruðum illilega í gær þegar við gerðum jafntefli við Ajax 23-23 eftir að hafa verið yfir 23-20. Eftir leik vorum við bara allar í sjokki því að draumurinn um að komast í 1.sætið var eiginlega bara enginn. Svo fengum við að vita að TMS hefði tapað... híhíhí þær hafa víst klúðrað þessu of oft og svo líka að Odense hefði tapað fyrir Rødovre. Sóley stóð sig víst þvílíkt vel í þeim leik :-)
Þannig nú stöndum við bara aftur í ágætri stöðu og ef Odense vinnur TMS og við klárum rest ættum við að lenda "kannski" í 1.sæti.... sjáum til hvernig þetta fer allt saman.
Annars var okkur boðið í morgunmat heim til Helge liðstjóra sem er bara sætastur. Hann og Kate konan hans buðu upp á veisluhlaðborð að bestu gráðu og ég var farin að hafa áhyggjur þegar það voru 2 og hálfur í leik og ég enn að borða.... úúfff !! Ég gaf Helge litla íslenska Brennivínsflösku fyrir heimboðið og hann var ekkert smá glaður með þetta :-)
Þannig nú stöndum við bara aftur í ágætri stöðu og ef Odense vinnur TMS og við klárum rest ættum við að lenda "kannski" í 1.sæti.... sjáum til hvernig þetta fer allt saman.
Annars var okkur boðið í morgunmat heim til Helge liðstjóra sem er bara sætastur. Hann og Kate konan hans buðu upp á veisluhlaðborð að bestu gráðu og ég var farin að hafa áhyggjur þegar það voru 2 og hálfur í leik og ég enn að borða.... úúfff !! Ég gaf Helge litla íslenska Brennivínsflösku fyrir heimboðið og hann var ekkert smá glaður með þetta :-)