<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 31, 2004

Húsmóðirin Harpa 

Ég er alveg að ganga fram af sjálfri mér í myndarskapnum, úúúfff haldiði ekki að ég hafi verið að stytta buxur sem ég var að kaupa mér um helgina... nema hvað að ég á auðvitað ekki saumavél og er búin að vera að dúttla mér í höndunum og ó beibí hvað þetta er vel gert!! Húsmæðraskólinn hvað :-)

Árni og sólböð 

Það er búið að vera alveg æðislegt veður í dag... þá meina ég auðvitað sólbaðsveður fyrir mig skvísuna :-) Árni er nýbúinn að fjárfesta í hengirúmi sem hann ætlaði svoleiðis að nota til að verða brúnn í sumar en eftir hálftíma gafst ísbjörninn upp og fór inn að horfa á sjónvarpið... oohhhh er þetta ekki týpískt strákar... þannig ég held að ég sitji bara ein uppi með hengibælið í sumar, og ekki það að ég sé að kvarta, ónei!!

En jiii svo verð ég að segja ykkur. Ég var að þvo þvott í morgun og hengi auðvitað út þegar það er svona ógó gott veður! Nema hvað að það var nú oggu gola í dag og þvotturinn var svona sjeikí sjeikí af og til. Og svo þegar ég var nýbúin að koma mér fyrir á maganum og fjarlægja allt sem gæti gert "far" á bakið mitt kom gustur og allur þvotturinn fauk yfir mig.... ææjjjjj vandræðalegt!!!!! Auðvitað þurfti ég hjálp þar sem ég gat ekki bara staðið upp og flaggað og Árni sem hefur sjaldan skemmt sér jafnvel tók sig til og batt þvottagrindina við húsið, hún heldur allavega enn :-)

Kjötætan... 

Ég er búin að komast að því að Árni var kjötæturisaeðla í síðasta lífi. Hann fékk líka þennan grillmat á laugardagskvöldið og er að kvarta núna yfir að honum langi sko ekki í neitt gras í matinn og heimtar grillmat... sá er kröfuharður!! Hver myndi ekki elska þann mann sem bara vildi fá súpu og brauð af og til ha ... hehehehee !!

sunnudagur, maí 30, 2004

Yduns afslutningsfest 

I går var en god afslutningsfest hos BK Ydun hvor vi har festet hele natten. Jeg ved nemlig at Helge læser min side dagligt, ikke sandt Helge :-) så nu har jeg besluttet at skrive om festen på dansk... nu venter jeg også efter at du kommenter på det her!!

For andre så venter jeg efter at få noget mere at vide fra Karen... jo Karen jeg havde passet godt på dig men nogle gange er det ikke nok… hvad hedder han igen? :-) Så er jeg spændt at se hvordan Mette G har det i dag… vi er et godt hold Mette, begge på banen og når vi fester...

Men tak for en superfest tøser og vi ses til træning... Helge du må også gerne komme i besøg hvis du har nogle bolcher i overskud híhí.. Ellers skal du lære Rikke hvordan man gør til at have jeres islænding op i gear :-)

Afmælisbarn dagsins í gær 

I går var det Arnis fødselsdag, hurra hurra hurra
han sikrede sig en gave for, som han havde ønsket sig i år
med dejlige chokolade og kager til

Jebbs jebbs, strákurinn hélt upp á afmælið sitt í gær með pomp og prakt þar sem hann fékk danska landsliðssettið frá mér svona rétt fyrir EM. Svo hélt hann þessa líka grillveislu fyrir nokkra velvalda ásamt góðri fest á eftir!

Tillykke elsku Árni minn með daginn í gær!! :-)

föstudagur, maí 28, 2004

Arrrggggggg...... 

Ég er komin með 3 moskídóbit.... klæjar alveg svakalega en er reyndar heppin að ég finn ekkert fyrir þessu að öðru leyti! Þær bíta fólk í svefni og þar fæ ég loksins á baukinn fyrir að hafa alltaf opið út!!!!! :-/
En hvað er málið, ég hef aldrei verið bitin á ævinni en nú eru þær allt í einu komnar í feitt.......

How are you beibs... 

Well, how do you do! Hvað er í fréttum, hhuuummmmmm veit ekki.... kannski bara það að ég skilaði prófsverkefninu mínu klukkan 12 í dag og á þar með helgarfrí sem ég ætla að taka í gott helgarfrí og mæta í lokahóf Ydun sem verður haldið annað kvöld. Reyndar mjöööög svekkt yfir þessu andskotans sólarleysi sem er búið að ríkja í maí.... oohhh þetta er ekki hægt, með þessu áframhaldi verð ég aldrei brún!!!!

Önnur frétt huuummmm Árni á afmæli á morgun ef fólk er ekki enn búið að fatta.... ég spyr; er enginn búinn að senda gjöf??....hvurslags dónar eru þetta!!! :-)

Þriðja fréttin er sú að það er landsleikur á morgun. Auðvitað er ég með í að auglýsa þennan líka leikinn í Ásgarði klukkan 1600 þar sem landsliðskjéllurnar ætla að pakka greyið Tékkunum saman... sterkir straumar frá mér og koma svo stelpur!!!!! :-)

Síðasta frétt dagsins er sú að Ásta er að yfirgefa Köben og flytja til Finnlands í dag... halló, hver flytur til Finnlands? Reyndar verður hún bara þar í sumar og er þetta allt út af einhverjum hundum sem ég skil auðvitað ekkert í.... en Binni verður áfram í Köben og mun eyða sumrinu með okkur skötuhjúum þar sem mikið á eftir að ganga á :-)

Góða helgi gott fólk...

miðvikudagur, maí 26, 2004

ein, zwei, drei 

Nei nei, engin Rammsteintónlist núna en Árni er í staðin á Metallica tónleikum í Parken... gemsinn minn er skráður fyrir miðunum og ég fékk bara 3x sms í dag um að maður mætti ekki koma með gaddaólar, gaddabelti og ég veit ekki hvað... jiii vonandi hafa þeir ekki séð kallinn á Eurovisionkvöldinu góða :-)

En vitiði hvað, ég kann ekkert í ensku lengur! Ég hitti 2 ferðamenn í dag sem voru að spyrja út í hvaða strætó þeir ættu að taka niðrí miðbæ og ég bara gat ekki hjálpað þeim því það kom bara danska... HALDIÐI AÐ ÞAÐ SÉ!!!!! Ohhh ég er svo brjáluð yfir þessu því ég á náttla amerísk skyldmenni sem ég verð nú að geta talað við.... ég er búin að segja við Árna að ég fari í enskuskóla leið og þessi skóli minn er búinn, alveg á hreinu sko!!!

þriðjudagur, maí 25, 2004

Afmælið nálgast 

Jæja þá er komið að því að ég láti ljós mitt skína hérna inná blogginu það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér í skólanum að ég hef ekki haft tíma.... jeje er orðin frekar þreyttur á þessari afsökun en sona er þetta fyrstu 25 árin.

Já nú fer hver að vera síðastur að senda afmælisgjöf í póst til mín en ég held uppá það á laugardaginn með pomp og prakt það verðu diskó hér í Danmörku. En fyrsta gjöfin kom í hús í gær. Vegna mikilla anna á laugardaginn verðum við að ákveða að það verður haldinn annar í afmæli á sunnudaginn.Og þriðji í afmæli á mánudaginn.

Annars er bara allt það besta að frétta hérna frá Danmörku nema manni líður pínu eins og heima, frekar kalt og mjög hvasst en samt bara gott sumarveður á íslandi.

Léleg í að blogga..... 

Jiiii haldiði að þetta sé hægt hvað maður er orðinn lélegur í að segja fréttir.... það er nú eitthvað mikið að þegar Fréttablaðið er á undan mér að segja frá því að Dorrit var með kjól vikunnar í einu slúðurblaðinu hérna sem var gefið út í tilefni brúðkaups krónprinsins... mín er sko ekki alveg að standa sig í þessu dæmi hérna!!

En allavega, þá er bara búið að vera brjálað að gera í orðsins fyllstu merkingu og ég hef næstum ekki haft tíma til að fara í bað skal ég segja ykkur :-) heheheheee neiiii kannski ekki alveg svo slæmt en þannig er málið að ég er að skila lokaverkefni á föstudag sem þarf aðeins að fínpússa og það tekur þennan líka tímann!!

En í gær var samt glatt á hjalla því við fórum í smá hyggekvöld til Ástu og Binna þar sem við héldum smá afmælisveislu fyrir Árna þar sem Ásta er að fara til Finnlands og vildi vera með í að gefa Árna afmælisgjöfina sína. Haldiði ekki að kallinn hafi fengið þetta rosalega grillsett sem er úr ríðfrýju stáli og er eiginlega stærra en grillið okkar... hehehehe nú er Árni allt í einu ekki sáttur við litla sæta kúlugrillið sem nb. ég valdi :-) Gvuð, nú bíð ég eftir að hann fái sér eitthvað keppnis hérna á veröndina.... en þá skal hann sko heldur betur kaupa sér ól til að keðja það niður í leiðinni!!

En svona í lokin ætla ég að óska Skúla frænda til hamingju með nýju "Egilsson-palace" sem hann er búinn að kaupa í USA. Þessi villa er víst með sundlaug og tennisvelli og svo einhverjum 18 holu golfvelli í hverfinu..... djöfull hafa þessir Kanar það gott!! Við Árni erum strax byrjuð að safna fyrir heimsókn til Charlotte :-)

laugardagur, maí 22, 2004

Útlanda-rigning !! 

Hefur einhver heyrt um að það sé hellt úr fötu?? það var einmitt þannig hjá okkur áðan, og svefnherbergisglugginn var galopinn :-( og rúmfötin eru RENNANDI !! Árna fannst þetta mjög fyndið og rosa gott á mig því ég er víst ALLTAF með opinn glugga....
En hefur einhver heyrt um reyktan hamborgarahrygg með gratíneruðum kartöflum? Nei hélt ekki, það var nébbla í matinn hjá okkur í kvöld :-)

Hvað fær Árni í afmælisgjöf ! 

Er einhver með hugmynd af sniðugum pakka fyrir KALLINN sem á afmæli eftir viku. Við erum nébbla búin að vera í bænum í dag og athuga hvað litla stráknum langar í. Ég er reyndar löngu búin að ákveða hvað strákurinn á að fá en allt í lagi að skoða aðeins svona þegar strákurinn nennir að labba Strikið og sona!

Annars engar spennó fréttir, lífið okkar er eitthvað alveg extra hversdagslegt þar sem ég er að meygla yfir prófsverkefnum og Árni vinnur og vinnur!!!! BOOOOORING.....

fimmtudagur, maí 20, 2004

Samúðarkveðjur! 

Jísús, mætti halda að fólk væri að refsa mér fyrir að hafa haft svona gott veður síðustu vikur því það er bara búið að vera ROK síðustu daga og frekar kalt. Sem betur fer hefur kjéllan verið á bíl þar sem ég nenni engan veginn að hjóla í roki :-) Á reyndar að skila kagganum á morgun og honum verður sko sárt saknað skal ég segja ykkur!!

Annars er sorgarfrétt að heiman því Þórir Jóns hinn mikli FH-ingur lést í bílslysi í gær. Við sendum fjölskyldu hans að sjálfsögðu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Fráfallið er svo sannarlega langt fyrir aldur fram og eins og allir vita sem þekktu Þóri var þar á ferð frábær og duglegur maður. Ef fólk hefur áhuga er hægt að skrifa í minningarbók Þóris á fhingar.is

En til að enda þetta á skemmtilegum nótum þá er Árni alltaf að reka við núna, úúfff skil þetta bara ekki!! Kannski er þetta lakkrísinn sem mamma kom með......... ;-)

þriðjudagur, maí 18, 2004

Myndir af pönkaranum! 

Árni er kominn á netið með vinningsbúninginn!! Myndirnar má sjá hér!

18.maí 2004 

Hvernig er það, eru bara allir að svíkja sitt lið heima????? Maður hefur varla undan við að lesa að þessi og hinn sé að fara hingað og þangað, mest þangað samt!! Heyriði og svo það rosalegasta sem ég heyrði í dag var að Þórólfur væri farinn í FH, híhíhíí kannski svo sem ágætt að hafa Þórdísi í bæði karla og kvennaliðinu :-) En hvað er annars að gerast með Stjörnuna? Íslandsmeistaraliðið hans Árna er bara horfið.....

Annars vitum við skötuhjúin vel að það er þetta helvítis HSÍ-hóf á morgun og okkur langar bara ekki neitt :-( Ég held að við séum bæði með mega heimþrá akkúrat núna þar sem flugið heim kostar 40.000 og við höfum engan tíma til að skreppa... oohhhhh allt í volli !! En svona til að bæta heimþránna er Árni kominn með áhugamál dauðans, sem sagt hann er grillandi öll kvöld :-) Við fengum okkur þessa svakalegu svínasteik sem við áttum afgangs í ísskápnum og svo var grillaður kjúklingahamborgari með, úúffff BARA GOTT!!

mánudagur, maí 17, 2004

Prófið búið ! 

Jæja góðir hálsar !
Nú er sko aldeilis glatt á hjalla þar sem ég er búin í mikro-prófinu og á bara 2 próf eftir. Tek þau reyndar fyrst þann 21. og 24.júní en í millitíðinni á ég reyndar eftir að sitja sveitt og skila 2 verkefnum til að ég "megi" taka lokaprófin (er t.d.núna að prenta út 260 bls.efni sem ég á að skrifa 10 síður um...einmitt)!!! Held svo líka bara að þetta próf í dag sé í góðu ásigkomulagi, allavega yfir einkunninni sem ég þurfti :-)

Svo eru mamma og pabbi farin :-( Eða allavega held ég það. Þau áttu að fljúga um eitt leytið en ég var auðvitað búin að taka pabba í reynsluakstur hérna í Köben og sýna honum hvar sláttuvélabúðin væri. Hann ætlaði svo að keyra þangað klukkan 9 í morgun og kaupa tryllitækið á helmingsverði + taxfree!!! Við skulum svo sannarlega vona að pabbi gamli hafi nú ratað rétta leið og komist svo með gripinn í flugið.... sjáum til hvernig þetta fór næst þegar við skrifum!!!! híhíhíhííí

Annars er sól og blíða í dag, NEMA HVAÐ !!!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Árni kosinn pönk 2004 

Kom sá og sigraði í gær, nema hvað!!!
Haldiði ekki að kallinn hafi bara sigrað pönkpartíið og fengið verðlaun fyrir besta búninginn... Setjum myndir af dýrinu inn við fyrsta tækifæri...

laugardagur, maí 15, 2004

Sláttuvél í gegnum tollinn ?? 

Hvað segiði um að byrja daginn á verslunarferð, fara síðan í Carlsberg-safnið í hádeginu og Strikið seinnipartinn. Kannski fara svo á Jensens bøfhus í kvöldmat og enda svo kvöldið á Eurovision heima í stofu !!!!!

Svona er dagurinn okkar mömmu og pabba búinn að vera, sem sagt algjör snilld! Ég náði að láta mömmu og pabba koma út í plús því þau náðu að versla allt svo hagstætt :-) Nú er ég að tala pabba til í að kaupa sláttuvél á tilboði hérna því hann ætlar hvort sem er að kaupa hana leið og hann kemur heim... AUÐVITAÐ KAUPIR HANN SLÁTTUVÉL Í KÖBEN... miklu ódýrari maður !! Samt frekar fyndið að labba með sláttuvél í gegnum tollinn heima híhíhíí "á ég að flá þig þarna asninn þinn, hleyptu mér í gegn" !!!!

Annars er Árni bara á mega djammi akkúrat núna þar sem Sveddi Lú er með Eurovisionpartí og minn maður er gjörsamlega að slá í gegn sem pönkaragaur með eyrnalokka og keðjur, svo ekki sé minnst á gaddaólina maður úúúúffff sá er flottur!!!! Ef hann vinnur ekki besta búninginn er ég illa svekkt, ég er búin að sitja sveitt yfir þessu dressi!!
Annars er ég bara róleg heima því það er jú próf á mánudaginn sem maður verður aðeins að slappa af fyrir! Hver veit svo néma að stúlkan birtist á klakanum eftir helgi???????

föstudagur, maí 14, 2004

Til hamingju Frederik og Mary 

Tillykke med bryllupsfesten !!!

Pæliði í þessu, ég sem var búin að hringja í Önju í gær og bjóða henni far í sektarsjóðsveisluna því hún býr alveg í leiðinni. Svo var ég að horfa á fréttirnar í morgun og sjá að það er bara búið að loka ÖLLUM miðbænum fyrir bílaumferð....... ooohhhh nú verð ég að taka risa risa sveig til að komast upp í höll og þetta verður eitthvað skrautlegt :-)
Annars stór dagur í Kaupmannahöfn í dag, prinsinn sjálfur að gifta sig og allt að keyra um koll. Allar löggur á Sjálandi á vakt og herinn mættur til að halda friðinn niðrí bæ... sem sagt ALLT AÐ GERAST !! Og svo eitt... ég hef aldrei séð svona stór blómabeð sem búið er að rækta upp í stór hjörtu út um allt!

fimmtudagur, maí 13, 2004

Grillpartý dauðans !! 

Uuuummmmmm.... það er í gangi grillveisla hérna á Hovmålvej þar sem íslenskt kjöt var grillað fyrir lýðinn. Ásta, Binni, Halldóra og Kría voru í mat með okkur skötuhjúunum. Reyndar splæstu þau öllu í matinn en við splæstum nýja grillinu okkar og húsnæði!!
Ekki þarf að fara sögum af hversu ÓGEÐSLEGA góður maturinn var !!!!!!!!!!!!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Helgin nálgast ! 

Mamma og pabbi eru að koma á föstudaginn og eins og sannur Íslendingur er ég búin að biðja um lamb, fisk, mysing og sætsúpu..... uuuummmm ég held að ég hafi smakkað mysing síðast þegar ég var 10 ára en get allavega ekki beðið eftir að smakka igen !!

Svo er það auðvitað þetta brúðkaup en ég nenni ekki að tala um það enda er það 24/7 í gangi þessa dagana.

Sektarsjóðspartí hjá Ydun á föstudaginn. Byrjar kl.15:00 og ég get sem sagt verið til 19:30 því þá brummar stelpan að sækja forældrene. Sem sagt, Sigrún ég veit ekki alveg hvort ég get verið niðrí bæ að taka myndir fyrir þig... en vonum bara að sektarsjóðurinn beinist eitthvað niðrí bæ!

Á morgun keyri ég Siggu Lóu og co. á flugvöllinn því þau eru að fara til Kína í viku. Ég verð sem sagt brummandi töffari næstu vikuna... takk takk elsku Sigga, þú ert sem fyrr algjört æði :-)

Eva Albrechtsen á afmæli á laugardaginn. Það er að sjálfsögðu fødselsdagsfest sem mér er boðið í og verður hún staðsett undir berum himni í Frederiksberg have, mikið stuð enda er ég ein af mjöööög fáum Íslendingum sem mæta og verð ég að viðurkenna að Danir eru nú "aðeins" skemmtilegri í veislum..... engin móðgun en þetta er því miður satt !!

Svo er að sjálfsögðu Grand Prix Melodi (Eurovision) á laugardagskvöld. Þá er okkur boðið í þemapartí til Svedda Lú og Steffí þar sem Árni mun klæðast sem pönkari og ég sem 80´s gella. Búningarnir koma með Express á föstudag!

Landsliðið er að spila gegn Dönum heima bæði laugardag og sunnudag. Ég vildi óska þess að ég væri á staðnum enda rosa stuð að keppa við þessar stelpur... og líka gaman því ég þekki þær allar með nafni! Ég vona allavega að stelpurnar standi sig voða vel og Dröfn er komin með gjöf frá mér til Stínu miðjumanns hjá Dönum sem er stelpa sem ég er að æfa með!

Á mánudaginn er PRÓF! Ekkert sérstaklega skemmtilegt þar sem ég hef ENGAN tíma til að læra fyrir það en sjáum nú til hversu duglegur maður er að skipuleggja sig, snýst þetta ekki allt um skipulagningu :-)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Brúðkaupið að gera okkur brjáááluð !!!! 

Hversu langt er hægt að ganga í öfgum við eitt brúðkaup. Nú var ég að koma heim af æfingu og kveiki á sjónvarpinu.... það fyrsta sem ég sé er fólk í tonnatali að bíða fyrir utan kirkjuna sem þau eiga að giftast í, það var nébbla generalprufa í dag !!!! JESÚS... HVAÐ ER AAAÐÐÐÐ !

Annars er búið að skreyta miðbæinn rosalega og það ætlar bara allt að keyra um koll hérna síðustu dagana fyrir þetta dæmi. Ég er samt frekar svekkt að mor og far geta ekki verið hérna þegar þetta stendur sem hæst því þau lenda ekki fyrr en 19:40 og þá er það besta yfirstaðið. Við reddum nú samt einhverju brúðkaupsdæmi fyrir þau :-)

Annars er brúðkaupið ekki bara að angra mig því Árni er alveg sveittur þessa dagana að baka kransakökur fyrir brúðkaupið. Hann er sem sagt einn af þeim sem bakar ofan í "gestina" sem bíða þeirra á götum borgarinnar þegar brúðhjónin keyra um í hestakerrum. Og eins og við má búast er þetta ekkert venjulegur fermingaveisluskammtur sem þarf að baka........

mánudagur, maí 10, 2004

Hvor dejligt ! 

Jæja, þá er Britney vitleysan okkar búin og tókst bara vel. Fengum bara forgangsmiða inn í Forum og það sem er enn betra, þurftum ekkert að borga :-) Blöðin hérna gefa Britney reyndar 1 stjörnu af 5 og segja hana hafa verið afspyrnuslaka en ég held að ég verði nú að taka upp hattinn fyrir greyinu... hallóó hún var nú einu sinni að syngja fyrir meðalaldur upp á 12.... við Árni vorum klárlega í eldri kantinum þarna, jú náttla auðvitað fyrir utan mömmurnar sem fylgdu með !!

En annars fékk ég að vita í dag hvenær ég fer í síðasta prófið mitt og er ég þvílíkt glöð með að það er 24.júní. Bjóst nébbla við að taka það 1.júlí en núna get ég kannski haldið upp á afmælið mitt í ró og FRÍI.. híhíhíí !!!!!
En svona til að upplýsa lýðinn þá er ég að fara í mitt fyrsta próf núna næsta mánudag. Ég "get ekki" lært fyrir það, veit ekki hvað er að mér en hef samt á tilfinningunni að það komi í dag :-) Þetta próf hefur legið mjög neðarlega í meðaleinkunn síðustu ár en vonum að kjéllan reddi þessu nú bara......

sunnudagur, maí 09, 2004

Mæðradagur í dag ! 

Elsku mamma, hjartanlega til hamingju með daginn :-)

Mín mamma og Árna mamma voru svo heppnar að fá bréf í pósti frá okkur beibunum þar sem óskað var til hamingju með mömmudaginn. Svona lítið bréf væri nú meira virði en einhver ódýr blómvöndur úr Bónus og auðvitað er mútta búin að hringja og lýsa yfir ánægju sinni með bréfið, nema hvað !!

Annars óska ég öllum mömmum nær og fjær hjartanlega til hamingju með daginn.... :-)

Britney í kvöld !!! 

Eins og lítil skólastelpa hlakkar mig bara til að sjá jafnöldru mína stíga á sviðið í kvöld. Það er víst eitthvað upphitunarband sem ég hef aldrei á ævinni heyrt um og veit því ekkert hverju við eigum von á þar en ég efast ekki um að þetta verði geggjað. Er reyndar svoldið smeyk við að við sjáum ekkert því Árni er svo afslappaður yfir þessu öllu og er alveg sama þótt hann verði aftast..... halló, ég vil vera fremst til að ná myndum af þessari skvísu (og auðvitað syngja með eins og brjálæðingur) :-) !!!!!

Annars er alveg rosalegt veður í dag.... djöööööfullinn maður en ég sem ætlaði að eyða deginum í að læra. Held reyndar að niðurstaðan verði lærdómur fyrripartinn þar sem klukkan er rétt 9:30 og svo kannski smá út í góða veðrið svona eftir hádegi, hver veit !! :-)

fimmtudagur, maí 06, 2004

TÖLVUNÖRD 

Váááá hversu erfitt er það að læra undir próf sem maður má falla í.... svo í þokkabót finnst mér ég vera geggjað klár í þessu mikro-fagi þannig það bara gerist ekki neitt!!!!!! Ég er búin að ná 9 í báðum heimaprófunum sem ég fór í og má sem sagt fá góða falleinkunn í lokaprófinu því það gildir bara 60%..... jeeeeesssssúúússs og svo er 25 stiga hiti og sól í dag og ég auðvitað búin að sóla mig og er eins og skemmdur tómatur í framan núna, freeeeeeekar rauð !!! Þetta skýrir kannski akkuru ég er að skrifa 3ju greinina mína í dag... nööööööööörd !!! (ekki samt segja Árna því hann heldur að ég sé voða dugleg) :-/

Spassos irrassmos !! 

Spassarnir eru komnir með nýjar myndir á netið.... takiði eftir púngnum á mynd 2 :-) híhíhíhíhíí

Britney hvað !! 

Hej Harpa, jeg hedder Flemming Smith! Snakker du dansk ??????
Þetta var símtal sem ég fékk í dag frá ekki frægari manni en skipuleggjanda Britney tónleikanna í innsta hring.... Þar sem að ég er ekki enn búin að fá miðana mína í pósti hafði ég samband við Icelandair í gær og mér var bara reddað um hæl og við skötuhjúin eigum bara að mæta á sunnudaginn í inngang sem er merktur VIP og tala við stórvin minn Mr.Smith..... hahahahaaa ég ætti nú ekki annað eftir en að fara baksviðs ;-) og svo það sem er ennþá betra við þetta er að það er ekkert búið að rukka okkur um þessar 700 kr. sem miðarnir kosta!!! sjáum samt til hvort við borgum bara á sunnudaginn ....

Annars er það að frétta að ég fékk RISA-reikning á nafninu mínu sendan hingað á Hovmålvej fyrir hvorki meira né minna en allri rafmagnsnotkun og vatnsnotkun á Amagerbrogade þar sem við bjuggum í vetur og fluttum út fyrir 2 mánuðum síðan. Við vorum auðvitað ekki ein þarna í íbúðinni eins og flestir vita sem hafa snakkað við mig :-) en ég fékk alla summuna beint á nafnið mitt.... Þessi íbúð var í gegnum liðið hans Árna og ég var aldrei nokkurn tímann skráð fyrir neinu þarna þannig ég er BRJÁLUÐ !!!! Svo er ég auðvitað búin að standa í þvílíku veseni við að tala við gjaldkera liðsins þar sem ég tel okkur ekki eiga að borga þetta þar sem allir héldu að allt væri innifalið í þessari blessaðri leigu okkar. MUNIÐI BARA AÐ FÁ ALLT Á HREINT Í BYRJUN !!!!!!
Staðan er samt þannig núna að við Árni nennum þessu ekki og ætlum bara að borga þennan blessaða reikning en eigum náttla bara helming í honum og þeir sem eiga að borga á móti vilja fá þetta borgað af Amager.... þeir verða þá bara að redda því sjálfir blessaðir þar sem ég er búin að gera nóg! Samt fyndið hvað fólk er rólegt yfir öllu þar sem að nafnið þeirra er ekki skráð á þetta.... held að þau væru nú eitthvað taugaveiklaðri ef þau fengju þetta á sitt nafn !!!!!!!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Engispretta í garðinum !! 

Ég sem hafði það svo gott í sólinni í dag og sat úti að læra undir próf. Skyndilega birtist þessi ógeðslega padda sem stökk á hausinn minn... ég sló í hana og hélt að þetta væri enn ein húsflugan en neiiiiiiii, þá var þetta bara ein huge stór engispretta sem kom sér svo þægilega fyrir á teppinu mínu og var ekkert að fara!!! Ég auðvitað frekar hrædd hljóp inn og bað Árna um að taka þetta ógeð til að ég gæti haldið áfram að sleikja sólina en hann leiðinlegur að vilja ekki fjarlægja þetta kvikindi...... ooohhhhh þannig það tók mig einhvern hálftíma að þora að hrista teppið til ..... ooojjjjjjjj !!! Eftir þetta var ég hætt í sólbaði og fór inn að læra, fúúúllllttttt !!! Ég vona svo að ég hafi þor í að fara aftur út í garð á morgun........

þriðjudagur, maí 04, 2004

4.-5. maí og seinni heimsstyrjöldin 

Í kvöld er merkilegt kvöld hjá Dönum þar sem allir kveikja á kerti eða setja ljós út í glugga. Ástæðan er sú að Danir losnuðu út úr Seinni heimsstyrjöldinni nóttina 4.-5.maí. Ég þori samt ekki alveg að sverja fyrir að þetta sé rétt saga hjá mér því ég var ekki alveg að skilja Tinu bekkjarsystur mína í dag en ég er allavegana með ljós út í glugga núna, voða ánægð með mig !!!

Annars er ég alveg viss um að við búum rétt við hersvæði. Þegar ég hjólaði heim í gær heyrði ég fullt af skothvellum og kom það úr skóginum þar sem 2 stórir herbílar stóðu. Svo í dag voru svona 20 herbílar og óteljandi hermenn að koma úr sama skógi og stoppuðu alla traffík..... þannig það getur nú bara ekki annað verið held ég! Svona til að mútta sé samt alveg róleg þá er þessi umtalaði skógur RISAVAXINN sem gerir það að verkum að þetta er ekki rétt hjá okkur :-)

mánudagur, maí 03, 2004

Markaðsöflin og ytri áhrif !! 

Það þýðir sko ekki að hafa einokun á markaðnum þar sem eitt námsfag er einkaaðili að heilanum. Þannig er það búið að vera síðustu vikur þar sem strategizing er búið að okra upp prísinn. Reyndar hafa ytri áhrifin verið talsverð þar sem aðalorsökin hefur verið veðrið með þeim afleiðingum að framleiðsla á strategizing hefur farið aðeins úr skorðum... talsvert úr skorðum!!
Nú er ég hins vegar búin að ákveða að taka upp fullkomna samkeppni í þessum litla læriheimi mínum þar sem prísinn er gefinn og auðvelt er að komast inn á markaðinn. Samkeppnisstofnun var nébbla farin að grubbla í málinu og fannst nóg um þegar microeconomic var farin að festa rætur inn í skápnum og lá við gjaldþroti sökum einokunarinnar hjá strategizing og á þessum bæ er sko engan stuðning að fá frá ríkinu, þvert í móti !!!

Sem betur fer eru ytri áhrifin á bak og burt því veðuráhrifin breyttust all svakalega í dag þegar loksins fór að rigna.... það er svo spáð svona "rigningalegu" út vikuna og það endar víst með þrumuveðri á fimmtudaginn.... vúúhhhúú mér finnst það allavega svaka spennó !!
Annars er það í fréttum að litli sæti bróðir minn var í sínu fyrsta samræmdaprófi í dag og auðvitað fær stóra systir að frétta allt fyrst og haldiði ekki bara að strákurinn hafi staðið sig svooo vel.... auðvitað því hann er jú bróðir minn, nema hvað :-) !!!

Hvað fannst ykkur annars um "skólatungumálið mitt".... þeir sem ekki skyldu prufiði að reyna að tala svona á dönsku :-)

laugardagur, maí 01, 2004

Nýjar myndir af heimilinu !!!!! 

Hægt er að nálgast splúúúnku nýjar myndir af litla sæta raðhúsinu okkar hér!!!

1.maí í dag 

Fullt að gerast og stórhátíð í Fælledparken í dag sem er huuuuuge garður í kringum fótboltavöllinn Parken. Veit ekki hvort við förum þar sem Árni kallinn er byrjaður að æfa á laugardögum og það ekki nema 3 og hálfan tíma á dag!!
Annars verður helgin fjörug hjá helmingi fjölskyldunnar þar sem Árni er að fara í Temafest í kvöld og liðið hans á að mæta í jakkafötum híhííhíhíí pæliði í því.... ég hefði nú fundið eitthvað frumlegra!! Svo er okkur boðið í mat sunnudagskvöld til Ástu og Binna þar sem Jóna (mamma Ástu) er í heimsókn og kom með þetta dýrindis kjöt..... uuummmm hlakka sko til !! Held samt að helgin verði að öðru leyti mjög leiðinleg hjá mér þar sem ég verð bara að læra í dag og hitti svo hópinn minn á morgun (á kristilegum degi) til að klára hópaverkefni sem er bara búið að vera vandræði frá byrjun og hananú !!

En að lokum, frábært að FH stelpurnar náðu að vinna ÍBV í gær... ánægð með ykkur stelpur !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?