föstudagur, júní 25, 2004
Afsakið hlé
Nú erum við skötuhjú að fara í gott sumarfrí enda alveg kominn tími á það. Ætlum reyndar að vera í Köben eitthvað fram á næstu viku en síðan erum við flogin á brott á vit ævintýranna til Noregs, Svíþjóðar og Þýskalands og hver veit hvað við gerum á brummanum sem við fáum á morgun. Það er reyndar nóg að gera þangað til því tengdaforeldrar mínir komu í gærkvöldi og sofa núna vært í rúminu okkar. Það þarf auðvitað ekki að spyrja af því að þeim fannst íbúðin okkar alveg æði :-)
Ætlunin er síðan að fara í alls konar veislur og fest í kvöld þar sem ég er búin að fá boð um 2 fín partí sem ég ætla auðvitað að reyna að fara í ásamt því að kíkja í tívolíið með tengdó og sjá Kim Larsen.... úff það verður sko nóg að gera hjá minni :-) Svo er auðvitað strandhandboltamótið á morgun og er sem betur fer spáð sól og yfir 20 stigum því annars hefði ég tilkynnt mig veika takk fyrir.
Svona að lokum þá vil ég minna fólk á það að ég á afmæli á morgun 26.júní og maður veit sko hverjir eru vinir manns sem óska manni til hamingju á svona merkisdögum :-) híhíhí!!
Gleðilegt sumar elsku dúllurnar mínar og sjáumst von bráðar... þangað til lifiði heil
Komin í sumarfrí þrátt fyrir leiðindi
Jæja þá er maður formlega búinn á 1.árinu og nú bara 2 eftir. Ótrúlega fljótt að líða og er ég ekkert néma ánægð með það :-)
Annars endaði síðasta prófið mitt í hinu mesta drama þar sem ég var gjörsamlega hökkuð niður af prófdómaranum sjálfum. Gvuð minn góður ég hef aldrei lent í öðru eins og hann var bara reiður við mig og læti... Ég vissi nú að ég væri léleg í munnlegum prófum en ég dó bara alveg þegar hann fór að skjóta á mig að ég bara skildi ekki neitt og blabla... hehehe get svo sem hlegið af þessu eftir á en ég var næstum því búin að berja gaurinn þegar hann sagði að ég væri lang lélegasti meðlimur grúppunnar, yeah right!!!! Djöfull verður þessum manni sýndar toppeinkunnir á næsta ári þar sem ég skít hann á bólakaf í þessu helvítis sókratesarbulli sem ég þurfti að læra fyrir þetta próf hans og hananú.
Nú er ég búin að koma reiði minni á framfæri en ég get svo sem ekkert néma sjálfri mér um kennt að velja að læra á dönsku. En maður getur svo sem líka sagt að þetta verði betra eftirá og ég sé búin að læra miklu meira en að sitja á bekknum í HR :-)
Annars endaði síðasta prófið mitt í hinu mesta drama þar sem ég var gjörsamlega hökkuð niður af prófdómaranum sjálfum. Gvuð minn góður ég hef aldrei lent í öðru eins og hann var bara reiður við mig og læti... Ég vissi nú að ég væri léleg í munnlegum prófum en ég dó bara alveg þegar hann fór að skjóta á mig að ég bara skildi ekki neitt og blabla... hehehe get svo sem hlegið af þessu eftir á en ég var næstum því búin að berja gaurinn þegar hann sagði að ég væri lang lélegasti meðlimur grúppunnar, yeah right!!!! Djöfull verður þessum manni sýndar toppeinkunnir á næsta ári þar sem ég skít hann á bólakaf í þessu helvítis sókratesarbulli sem ég þurfti að læra fyrir þetta próf hans og hananú.
Nú er ég búin að koma reiði minni á framfæri en ég get svo sem ekkert néma sjálfri mér um kennt að velja að læra á dönsku. En maður getur svo sem líka sagt að þetta verði betra eftirá og ég sé búin að læra miklu meira en að sitja á bekknum í HR :-)
miðvikudagur, júní 23, 2004
Hvað varð um góða veðrið?!? (er á leiðinni)
Hellú og velkomin í niðurtalninguna fyrir sumarfríið góða :-) Einungins 22 tímar þangað til kjéllan kemst í sommer holiday...
Annars er ekkert sérstakt í fréttum annað en það að það er búið að rigna stanslaust allan júní. Ég bara skil þetta ekki... og við sem ákváðum að vera hérna úti yfir sumartímann því það væri miklu betra veður í Danmörku, yeah right!! Ég held reyndar enn í vonina að 30 gráðurnar og heiðskýri himininn komi seinnipartinn á morgun, þ.e. þegar ég má sleikja sólina af vild og get dregið upp bikiníið án þess að hafa samviskubit af einhverjum ljótum bókum!
Annars erum við Árni að fara að þrífa allt húsið hátt og lágt þar sem von er á heimsókn á morgun þar sem tengdó lenda á Kastrup. Ekki viljum við láta Væja strjúka yfir sjónvarpið enn einu sinni og sýna okkur rykið..... hhuuuummmmmmm!!!
En heiiiii, til lukku með afmælisdaginn elsku Silja frænka :-) knús knús frá okkur Árna (fékkstu ekki sms-ið frá mér?)
Annars er ekkert sérstakt í fréttum annað en það að það er búið að rigna stanslaust allan júní. Ég bara skil þetta ekki... og við sem ákváðum að vera hérna úti yfir sumartímann því það væri miklu betra veður í Danmörku, yeah right!! Ég held reyndar enn í vonina að 30 gráðurnar og heiðskýri himininn komi seinnipartinn á morgun, þ.e. þegar ég má sleikja sólina af vild og get dregið upp bikiníið án þess að hafa samviskubit af einhverjum ljótum bókum!
Annars erum við Árni að fara að þrífa allt húsið hátt og lágt þar sem von er á heimsókn á morgun þar sem tengdó lenda á Kastrup. Ekki viljum við láta Væja strjúka yfir sjónvarpið enn einu sinni og sýna okkur rykið..... hhuuuummmmmmm!!!
En heiiiii, til lukku með afmælisdaginn elsku Silja frænka :-) knús knús frá okkur Árna (fékkstu ekki sms-ið frá mér?)
mánudagur, júní 21, 2004
Hótel Hovmålvej
*** og **** stjarnan bættust við í dag. Nú er þetta ekki lengur cheap svefnpokagisting heldur Hilton klassi þar sem gistingin er orðin dýrari, sökum sjónvarps í herbergi og minibar ásamt útisetustofu í garðinum.
Ég bið alla sem koma og vilja fá gistingu að athuga að það kostar nú 2 flöskur í staðin fyrir 1 að gista þar sem hægt er að njóta sín með 2 sjónvörp, 11 hátalara, bassabox, 2 dvd spilara, videótæki, 2 geislaspilara og fartölvu með háhraðatengingu í 36 fermetrum!
Skál í botn, er alveg að fara í sumarfrí, bara 4 vinnudagar eftir, hilsen Árni (Halli háli)
Ég bið alla sem koma og vilja fá gistingu að athuga að það kostar nú 2 flöskur í staðin fyrir 1 að gista þar sem hægt er að njóta sín með 2 sjónvörp, 11 hátalara, bassabox, 2 dvd spilara, videótæki, 2 geislaspilara og fartölvu með háhraðatengingu í 36 fermetrum!
Skál í botn, er alveg að fara í sumarfrí, bara 4 vinnudagar eftir, hilsen Árni (Halli háli)
Búin að ná árinu :-)
Ég fékk nú bara 7 út úr þessu dæmi sem ég var í í morgun. Var reyndar búin að vonast eftir 8 en miðað við taugastríðið held ég að ég hafi nú bara staðið mig vel... ótrúlegt hvað maður gleymir öllu þegar maður er svona stressaður og það kemur allt vitlaust út úr manni. En ég er sátt, var reyndar með 9 út úr fyrraprófinu en who gives, jeg er bestået :-)
Ég get nú samt ekki látið vera með aðeins að tjá mig um aðra meðlimi í grúppunni minni. Þannig er mál með vexti að ég tel mig nú vera betri en sumir þarna sem voru að fá hærra en ég... djöfulsins ósanngirni að fólk sem ekki hefur lagt litla putta í verkefnið fái hærri einkunn en þeir sem hafa lagt sig alla fram!?! Lífið er ósanngjarnt að því leiti að ég vil auðvitað alltaf vera best en get það ekki alltaf :-/
En gvuð minn, vitiði hvað gerðist í gær? Greyið Della bara veiktist svona svakalega. Hún fraus meðan við Árni vorum að borða og byrjaði svo að láta öllum illum látum og vildi ekki opna neitt og læti. Ég auðvitað vældi í pabba yfir þessu og sá fram á að þurfa að senda hana "igen" til Íslands í viðgerð. Svo í dag fór ég bara rólega að henni og fiktaði pínu... og viti menn, Della er bara sem ný :-)
Annars verður skemmtilegt á eftir því við Árni erum loksins búin að finna garðhúsgögn sem við sættum okkur við að kaupa. Sem betur fer er búðin rétt hjá því við þurfum að hjóla með allt dæmið... enginn bíll á bænum skal ég segja ykkur! En er farin að kíkja á næsta próf enda nóg að lesa fyrir það eins og öll hin.... hilsen :-)
sunnudagur, júní 20, 2004
Aftakan í fyrramálið
Gvuð minn góður hjálpaðu mér, ég er að farast og ég meina það!!!!!
Á morgun er munnlega einstaklingsprófið mitt og jesús maría ég er ekki að meika það að bíða eftir því. Ég horfði á videó áðan af gömlu prófi og ég svitnaði bara yfir því og leið illa... pæliði í því og ég var bara að horfa á eitt próf, hvernig verð ég í mínu eigin í fyrramálið!?!?!?! Bið ykkur öll að hjálpa mér klukkan 9:00-9:30 í fyrramálið, eða klukkan 7:00-7:30 að íslenskum......
Ef það er eitthvað sem maður hefur alltaf hlakkað til um ævina þá er það að vera búin í prófum, í þessu tilfelli þá er tilfinningin svo sterk að ég fer örugglega að væla vegna taugastríðsins........
Á morgun er munnlega einstaklingsprófið mitt og jesús maría ég er ekki að meika það að bíða eftir því. Ég horfði á videó áðan af gömlu prófi og ég svitnaði bara yfir því og leið illa... pæliði í því og ég var bara að horfa á eitt próf, hvernig verð ég í mínu eigin í fyrramálið!?!?!?! Bið ykkur öll að hjálpa mér klukkan 9:00-9:30 í fyrramálið, eða klukkan 7:00-7:30 að íslenskum......
Ef það er eitthvað sem maður hefur alltaf hlakkað til um ævina þá er það að vera búin í prófum, í þessu tilfelli þá er tilfinningin svo sterk að ég fer örugglega að væla vegna taugastríðsins........
laugardagur, júní 19, 2004
Ydun í úrslit :-)
Þetta var ekkert smáááá gaman. Reyndar var alveg ömurlegt veður í fyrsta leiknum og við rigndum niður í orðsins fyllstu merkingu, ég var næstum farin að gráta því það var svo kalt. Við hörkuðum svo af okkur og fórum úr blautu fötunum á milli leikja og nokkrar voru svo fúlar að þær fóru bara í lest heim... haha þær misstu sko af miklu því restin kláraði leikina með stæl í sól og blíðu!!
Gvuð hvað ég hlakka til um næstu helgi. Þetta verður sommer of the lifetime því ég byrja bara strax eftir prófið að "hygge" mig. Prófið klárast kl.14 á fimmtudaginn og ég fer í klippingu og strípur kl.15 og svo beint að sækja tengdó á flugvöllinn. Árni getur því miður ekki sótt þau því hann verður að mæta í bodypump :-) heheheheee... það er ein skvís að kenna bodypump í líkamsræktarstöðinni sem er svona rosa hrifin af Árna og hann er bara voða duglegur að mæta og kynda undir greyið!!!!!!!!
Svo verð ég náttla að baka köku fyrir laugardaginn sem ég ætla að fara með í strandhandboltann. Ég er alveg búin að ákveða kökuna sko, Svana á að koma með skyr og ég ætla að láta hana hjálpa mér að gera skyrtertu fyrir stelpurnar... ég held að sú kaka slái alveg í gegn... eitthvað íslenskt og gott :-)
En höfum þetta ekki lengra í dag. Árni og Binnos eru að fara á ball í kvöld á Milljónamæringa og eru byrjaðir að hita upp hérna heima. Þeir voru líka á 17.júní hátíð í dag og skemmtu sér konunglega með öllum Íslendingunum hérna í Köben. Ég er bara komin í joggingalla og ætla að hafa það næs í kvöld og kannski lesa pínu fyrir prófið mitt, fá mér swiss miss og horfa á geggjaða mynd í sjónvarpinu :-) Ydun stelpurnar eru að halda partí í kvöld en eru búnar að lofa öðru partíi fyrir mig næsta laugardag þannig ég ætla bara að vera heima, enda rosa kalt eftir daginn!!!
föstudagur, júní 18, 2004
Andarmamman...
Ég var að skoða bloggsíðuna hans Hemma sæta og rakst inn á síðuna hans Benna. Þar sá ég alveg sorglega myndasögu sem ég verð að deila með ykkur. Hérna er hún!
Annars er ég búin að bæta þeim Danólbeibum við í linkana okkar Árna og búin að fjarlægja fólk sem aldrei skrifar neitt... :-)
Annars er ég búin að bæta þeim Danólbeibum við í linkana okkar Árna og búin að fjarlægja fólk sem aldrei skrifar neitt... :-)
Sitt lítið af hverju...
17.júní var nú ekkert spes hérna í Köben. Öllum deginum eytt í að læra upp í skóla og Árni að vinna. Reyndar var týpískt 17.júní veður hérna hjá okkur þar sem það var mígandi rigning allan daginn og ég á hjóli :-(
Ég er búin að fá út úr rekstrarhagfræðiprófinu sem ég tók þegar mútta og far voru í heimsókn. Ég fékk nú bara heila 7 sem ég tel nú alveg ásættanlegt. Það gerir svo 8 í faginu í heild þar sem ég var búin að taka helminginn og fékk 9 þar. Nú á maður bara 2 munnleg eftir mánudag og fimmtudag og svo er það sumarfrí :-) ó beibí yeah !!!!
Marianne Florman er að fara að gifta sig í ágúst. Og haldiði ekki að mín hafi fengið boðskort í dag sem bíður mér til vígslunnar og fest á sveitasetrinu hennar á eftir. Þetta er náttla bara snilld. Þetta er ein betri handboltakona Dana (á árum áður) og ég er að fara í brúðkaupið hennar, þetta fer á spjöld sögunnar skal ég segja ykkur :-)
Held það sé ekkert meira í bili. Við Árni erum að fara í IKEA á eftir að kaupa svona borð sem maður setur yfir rúmið okkar, voða sniðugt. Ætlunin er síðan að fá mig til að fara upp og læra þar..... yeah right!!!
Ég er búin að fá út úr rekstrarhagfræðiprófinu sem ég tók þegar mútta og far voru í heimsókn. Ég fékk nú bara heila 7 sem ég tel nú alveg ásættanlegt. Það gerir svo 8 í faginu í heild þar sem ég var búin að taka helminginn og fékk 9 þar. Nú á maður bara 2 munnleg eftir mánudag og fimmtudag og svo er það sumarfrí :-) ó beibí yeah !!!!
Marianne Florman er að fara að gifta sig í ágúst. Og haldiði ekki að mín hafi fengið boðskort í dag sem bíður mér til vígslunnar og fest á sveitasetrinu hennar á eftir. Þetta er náttla bara snilld. Þetta er ein betri handboltakona Dana (á árum áður) og ég er að fara í brúðkaupið hennar, þetta fer á spjöld sögunnar skal ég segja ykkur :-)
Held það sé ekkert meira í bili. Við Árni erum að fara í IKEA á eftir að kaupa svona borð sem maður setur yfir rúmið okkar, voða sniðugt. Ætlunin er síðan að fá mig til að fara upp og læra þar..... yeah right!!!
miðvikudagur, júní 16, 2004
17.júní frestað...
Ohhh ég sem ætlaði að meika það í hátíðarhöldum á morgun með íslenska fánann og læti. Það er víst ekki hægt að halda 17.júní hátíðlegan á fimmtudegi í Köben þar sem þetta er bara "hverdag" hérna úti. Í staðin verða rosa hátíðarhöld á Amagerstrand allan laugardaginn og getiði hvað.... ég er busy!!!!!!!! Er þetta týpískt eða hvað, svo er líka ball um kvöldið með Milljónamæringunum en Árni ætlar að vera fyrir hönd Hovmålvej á því balli :-)
Svo er líka Kvennahlaupið á laugardaginn (allt að gerast á laugardag) en ég kemst náttla ekki heldur í það! Ástæðan er nébbla að ég er að fara að keppa í strandhandbolta með Ydun meðfram ströndum Sjálands. Ég get náttla ekki beðið því ég ætla auðvitað að meika það í þessu dæmi :-)
Meira af handbolta. Það er búið að draga í bikarnum hérna (16 liða) og við vorum ekkert sérstaklega heppnar. Við vissum nú alveg að við fengjum úrvalsdeildarlið því það eru ekki svo mörg lið eftir en við fengum GOG á útivelli og það er bara engin fræg eftir í GOG :-(
Ég er að pæla í að skipta í Ajax núna í ágúst bara til að fá að spila bikarleikinn þeirra því þær fengu Slagelse...
Meira af handbolta. Það er búið að draga í bikarnum hérna (16 liða) og við vorum ekkert sérstaklega heppnar. Við vissum nú alveg að við fengjum úrvalsdeildarlið því það eru ekki svo mörg lið eftir en við fengum GOG á útivelli og það er bara engin fræg eftir í GOG :-(
Ég er að pæla í að skipta í Ajax núna í ágúst bara til að fá að spila bikarleikinn þeirra því þær fengu Slagelse...
þriðjudagur, júní 15, 2004
Oj bara og ullabjakk
Það er grenjandi rigning og rok... Held ég verði bara inni í dag, og greyið Árni að þurfa að hjóla heim í þessu á eftir!!
mánudagur, júní 14, 2004
Hjólatúrinn með Kristínu
Svilkonan mín hún Kristín var nú aldeilis orkumikil í gær þegar hún mætti án aðstoðar með lestinni frá miðborginni. Við vorum að vísu búin að segja henni smá til en það hefði nú ekki hver sem er lagt í svona ferðalag skal ég segja ykkur, gott Kristín.
En eftir að við höfðum sýnt henni flottu villuna okkar ákváðum við að fara í smá hjólatúr og sýndum henni m.a. gamla heimilið okkar á Amagerbro og mannlífið í Christianíu. Ég held við höfum verið alveg 2 tíma á hjólunum í 30 stiga hita og sól og kalla ég Stínu bara góða að hafa meikað heim enda ekki alveg vön hjólinu. Hún var nú samt á J.Ló hjólinu.... :-)
laugardagur, júní 12, 2004
Ég er kona einsömul...
Ég held ég sé búin að ákveða að splæsa í sjónvarp hérna á efri hæðinni því núna sit ég upp í rúmi á laugardagskvöldi og er búin að skoða öll blogg sem ég hef fundið og er mesta nörd sem ég hef á ævinni heyrt um. Ástæðan er náttla sú að Árni er með Binna í heimsókn og þeir eru BARA búnir að horfa á 2 leiki í dag.... oohhh djöfulsins rugl er þetta!! Ég er samt búin að segja þeim að þeir fari sko heim til Binna næst því ég vil eiga eitthvað líf hérna takk fyrir kærlega og pass!!! :-)
PS. Ég er með 7 myg-bit eftir síðustu nótt, 4 á olnboganum og 3 á tánum og klæææææææjar
Ferrari, hvað er það....
Og það er komið sumar.....
Það var bara voða fjör í gær í Tívolí þar sem Cardigans tryllti alla nema Árna og Binna, þeim fannst þetta frekar mikil "chill" tónlist en mér fannst þetta algjört æði og gvuð minn góður hvað Tívolíið var stappað úúffff!!
Annars er Árni orðinn veikur í fredagsrock núna og ætlar að fara aftur næsta föstudag þar sem Dodo and the Dodos eru að spila... hahhaa hvað er nú það?!? Þeir eiga víst lagið "vi er hvide, vi er røde". Svo má ekki gleyma Kim Larsen sem verður í suðrænni sveiflu þann 25.júní, gat ekki verið betri tími þar sem tengdó lenda 24. og eru búin að vera að suða um að fara á tónleika!!!
Í morgun var svo farið til Malmö í Sverige og verð ég að segja að þetta er nú engin stórborg... en samt gaman að hafa komið þarna :-) Árni var freeeeekar sáttur þegar all margir sportbílar keyrðu um miðbæinn og voru nöfn á borð við Ferrari, Porche, Lamborgini og fleiri fræg sem við fengum að bera augum. Árni var náttla fljótur með myndavélina á loft og tók myndir af öllum þessum tryllitækjum sem váku nú ekkert sérstakan áhuga hjá mér... væri meira til í flotta Boru :-)
En ástæðan fyrir þessum sportbílum er einn frægasti "kappakstur" sem farinn er um Evrópu þar sportbílar keyra út um allt og ekki spyrja mig um leikreglurnar eða hvað þetta heitir en þetta er víst alveg voða mikið stuð.... ?!?!?!?!?!
Það var bara voða fjör í gær í Tívolí þar sem Cardigans tryllti alla nema Árna og Binna, þeim fannst þetta frekar mikil "chill" tónlist en mér fannst þetta algjört æði og gvuð minn góður hvað Tívolíið var stappað úúffff!!
Annars er Árni orðinn veikur í fredagsrock núna og ætlar að fara aftur næsta föstudag þar sem Dodo and the Dodos eru að spila... hahhaa hvað er nú það?!? Þeir eiga víst lagið "vi er hvide, vi er røde". Svo má ekki gleyma Kim Larsen sem verður í suðrænni sveiflu þann 25.júní, gat ekki verið betri tími þar sem tengdó lenda 24. og eru búin að vera að suða um að fara á tónleika!!!
Í morgun var svo farið til Malmö í Sverige og verð ég að segja að þetta er nú engin stórborg... en samt gaman að hafa komið þarna :-) Árni var freeeeekar sáttur þegar all margir sportbílar keyrðu um miðbæinn og voru nöfn á borð við Ferrari, Porche, Lamborgini og fleiri fræg sem við fengum að bera augum. Árni var náttla fljótur með myndavélina á loft og tók myndir af öllum þessum tryllitækjum sem váku nú ekkert sérstakan áhuga hjá mér... væri meira til í flotta Boru :-)
En ástæðan fyrir þessum sportbílum er einn frægasti "kappakstur" sem farinn er um Evrópu þar sportbílar keyra út um allt og ekki spyrja mig um leikreglurnar eða hvað þetta heitir en þetta er víst alveg voða mikið stuð.... ?!?!?!?!?!
föstudagur, júní 11, 2004
Tívolí og måske Sverige
Jæja þá er loksins að færast líf í Hovmålvej búa eftir ekkert spes viku. Árni er orðinn hress (eða það vona ég). Hann mætti allavega í vinnu í morgun :-)
Við erum (eða ég) er að pæla í að draga kallinn í Tívolíið í kvöld þar sem Cardigans er að spila. Það er nébbla alltaf hljómsveitir á hverjum föstudegi og þetta er kallað fredagsrock, voða fjör. Vona bara að það verði ekki það stappað að við komumst ekki fyrir. Svo ætlum við auðvitað að reyna að hitta Stínu stuð í miðborginni í kvöld þar sem hún er hérna með Öldutúnsskóla að læra að verða enn betri kennari :-)
Á morgun laugardag er stefnan svo tekin á Svíþjóð en ég nenni bara að fara ef veður leyfir... sjáum til hvað setur! Það verður að sjálfsögðu bara farið til Malmö fyrir þá sem eru áhugasamir. Ef veður leyfir EKKI þá held ég að niðurstaðan verði að drusla Kristínu út um allt og láta hana eyða peningum... híhíhíí
Well, yfir og út og góða helgi mine venner!!
Við erum (eða ég) er að pæla í að draga kallinn í Tívolíið í kvöld þar sem Cardigans er að spila. Það er nébbla alltaf hljómsveitir á hverjum föstudegi og þetta er kallað fredagsrock, voða fjör. Vona bara að það verði ekki það stappað að við komumst ekki fyrir. Svo ætlum við auðvitað að reyna að hitta Stínu stuð í miðborginni í kvöld þar sem hún er hérna með Öldutúnsskóla að læra að verða enn betri kennari :-)
Á morgun laugardag er stefnan svo tekin á Svíþjóð en ég nenni bara að fara ef veður leyfir... sjáum til hvað setur! Það verður að sjálfsögðu bara farið til Malmö fyrir þá sem eru áhugasamir. Ef veður leyfir EKKI þá held ég að niðurstaðan verði að drusla Kristínu út um allt og láta hana eyða peningum... híhíhíí
Well, yfir og út og góða helgi mine venner!!
fimmtudagur, júní 10, 2004
Rassatækið vekur athygli
Hahaha, rassatækið mitt vekur að sjálfsögðu heimsathygli og ekki skrítið enda er þarna á ferðinni stórkostleg græja. Gunna, þetta er ekki perrastóll enda er þetta leðurstóll sem maður situr í og sætið er svona trérúlla sem snýst í hringi og nuddar bossann. Maður þarf að halda sér fast til að detta ekki úr stólnum og á ég að segja ykkur, ég held ég taki pásu í þessu apparati því ég get ekki setið... alveg búin bara!!
En nú er loksins komin smá sól eftir vetrarveður síðustu daga. Það var meira að segja svo kalt og drungalegt í gær að ég lokaði öllu og kveikti á kertum, buuurrrrr... en nú eru betri tímar og komið í 20 stig aftur :-)
Árni er samt orðinn rosa veikur núna, hvað er í gangi... maður verður ekki veikur á sumrin!! Hann er allavega með svaka hálsbólgu og hita og var bara heima í dag...
Svo er svaka vesen út af skattaskýrslunni minni hérna! Týpískt ég... Sko þannig er málið að ég er með 0 kr. í tekjur hérna og skilaði því bara inn skattaskýrslu með einu feitu núlli. Svo vantar mig copy af henni núna til að skila inn á Íslandi en fæ ekkert copy því nú er skýrslan mín í rannsókn hjá nefnd sem fer yfir fólk sem flytur til landsins... hahahaaa þannig ég er í rannsókn hjá skattinum í Danmörku!!
Svo var Brynja Steinsen að eignast litla snúllu í gær og óskum við henni og Arnari náttla hjartanlega til hamingju :-)
Árni er samt orðinn rosa veikur núna, hvað er í gangi... maður verður ekki veikur á sumrin!! Hann er allavega með svaka hálsbólgu og hita og var bara heima í dag...
Svo er svaka vesen út af skattaskýrslunni minni hérna! Týpískt ég... Sko þannig er málið að ég er með 0 kr. í tekjur hérna og skilaði því bara inn skattaskýrslu með einu feitu núlli. Svo vantar mig copy af henni núna til að skila inn á Íslandi en fæ ekkert copy því nú er skýrslan mín í rannsókn hjá nefnd sem fer yfir fólk sem flytur til landsins... hahahaaa þannig ég er í rannsókn hjá skattinum í Danmörku!!
Svo var Brynja Steinsen að eignast litla snúllu í gær og óskum við henni og Arnari náttla hjartanlega til hamingju :-)
miðvikudagur, júní 09, 2004
Myndir frá Íslandi
Þeir sem hafa áhuga þá tók ég heilar 6 myndir á Íslandi, úúff hefði nú kannski átt að vera aðeins duglegri en hérna eru þær og eru þær svona frekar fjölskyldu heldur en hitt...
Hard work...
Annars lagaði Árni símann á 3 sekúndum í gær þannig nú geta allir hringt... ég hafði víst bara losað batteríin, en hvernig átti ég að vita það!!
Svo er Árni eitthvað pínu veikur greyið. Hann er með rosa hálsbólgu en druslar sér samt í vinnuna því hann fékk náttla frí á mánudaginn. Við erum búin að vera með heitt swiss miss handa honum og vonum að hann hressist.
En jæja, nú er ég byrjuð að læra undir þessi blessuðu próf mín og það fyrsta er 21.júní og gvuð minn góður ég er að skíta í mig fyrir þetta, munnlegur fjandi og verra heldur en síðast því ég er ein inni með kennara og prófdómara...............
þriðjudagur, júní 08, 2004
Símarnir out of order
Svo gleymdi ég auðvitað flotta gemsanum mínum á Íslandi og er því algjörlega úr sambandi en ég fæ hann þó aftur í kvöld þar sem Stína er að koma til landsins.
mánudagur, júní 07, 2004
We´re back !!
Jæja þá geta netlúðarnir tekið gleði sína á ný því við erum komin til baka og með fullt af skemmtilegu að segja frá :-)
Ferðin gekk þannig fyrir sig að enginn vissi af okkur nema pabbi, brósi og Kristín mágkonan hans Árna. Pabbi var búinn að ljúga mömmu fulla af því að hann þyrfti að vinna á föstudagskvöldið fram að miðnætti og svo kom hann og sótti okkur á völlinn rétt um 00:30.... eftir það var farið heim í Klukkubergið þar sem mútta var vakin og ég hef aldrei séð önnur eins viðbrögð. Hún sat bara og starði á okkur! :-)
Þegar mamma var búin að jafna sig lá leiðin í Grenilundinn þar sem við hringdum bjöllunni og þóttumst vera pizzasendlar klukkan 02:00....... tengdó hafa nébbla lent oftar en einu sinni í því að við höfum pantað pizzu svona þegar maður er að skríða heim af djamminu, og oftar en ekki hafa þau þurft að taka á móti pizzunni. Auðvitað klikkaði þetta ekki í þetta skiptið og Svana hélt að það væri pizzamaður fyrir utan en þegar hún sá að þetta vorum við öskraði hún bara og snérist í hringi í ganginum, það var allavega ekkert verið að opna fyrir okkur híhííhíhí... Væi var svo alltaf eins þegar hann kom fram; "hvað eru þið að gera hérna?" :-)
Á laugardeginum var heimsótt restina af "ættinni" hans Árna því hann á endalaust stóra fjölskyldu og svo var auðvitað farið í bæinn og eytt peningum. Árni er búinn að vera rosa duglegur að safna fyrir videóvél sem er líka myndavél og við sem sagt splæstum í hana og fengum auðvitað afslátt og taxfree þannig við komum nú bara næstum því út í plús ;-) Um kvöldið var svo kíkt í bæinn, farið á sjóinn og rifjað upp gamla tíma í góðra vinahópi.
Á sunnudeginum var vakið "snemma" þar sem við ætluðum á fótboltaleik hjá Villa brósa klukkan 11 og Árni greyið var varla sofnaður eftir næturröltið heheheheee.... hann hefur náttla bara gott af þessu kallinn :-) Svo var hjálpað pabba með pallinn sem hann er að byggja fyrir utan, kíkt á nýja húsið sem Kristín systa er að byggja og farið í skyrtertu til tengdó svo fátt sé nefnt.
Í dag var svo tíminn notaður í að útrétta þar sem við keyptum fullt af skyri og þessum "nauðsynjum" sem þurfa að vera á heimilinu, nébbla íslenskt nammi!!!
Gvuð, við erum svo búin eftir þessa ferð að við vorum eiginlega bara fegin að fara um borð í vélina því við gerðum allt of mikið á þessum 3 dögum, næst ætlum við allavega að vera aðeins lengur í heimsókn því 3 dagar er bara allt of stutt. En allt í allt var þetta bara frábær ferð og gaman að koma fólki svona skemmtilega á óvart :-)
Takk fyrir okkur..... :-)
Ferðin gekk þannig fyrir sig að enginn vissi af okkur nema pabbi, brósi og Kristín mágkonan hans Árna. Pabbi var búinn að ljúga mömmu fulla af því að hann þyrfti að vinna á föstudagskvöldið fram að miðnætti og svo kom hann og sótti okkur á völlinn rétt um 00:30.... eftir það var farið heim í Klukkubergið þar sem mútta var vakin og ég hef aldrei séð önnur eins viðbrögð. Hún sat bara og starði á okkur! :-)
Þegar mamma var búin að jafna sig lá leiðin í Grenilundinn þar sem við hringdum bjöllunni og þóttumst vera pizzasendlar klukkan 02:00....... tengdó hafa nébbla lent oftar en einu sinni í því að við höfum pantað pizzu svona þegar maður er að skríða heim af djamminu, og oftar en ekki hafa þau þurft að taka á móti pizzunni. Auðvitað klikkaði þetta ekki í þetta skiptið og Svana hélt að það væri pizzamaður fyrir utan en þegar hún sá að þetta vorum við öskraði hún bara og snérist í hringi í ganginum, það var allavega ekkert verið að opna fyrir okkur híhííhíhí... Væi var svo alltaf eins þegar hann kom fram; "hvað eru þið að gera hérna?" :-)
Á laugardeginum var heimsótt restina af "ættinni" hans Árna því hann á endalaust stóra fjölskyldu og svo var auðvitað farið í bæinn og eytt peningum. Árni er búinn að vera rosa duglegur að safna fyrir videóvél sem er líka myndavél og við sem sagt splæstum í hana og fengum auðvitað afslátt og taxfree þannig við komum nú bara næstum því út í plús ;-) Um kvöldið var svo kíkt í bæinn, farið á sjóinn og rifjað upp gamla tíma í góðra vinahópi.
Á sunnudeginum var vakið "snemma" þar sem við ætluðum á fótboltaleik hjá Villa brósa klukkan 11 og Árni greyið var varla sofnaður eftir næturröltið heheheheee.... hann hefur náttla bara gott af þessu kallinn :-) Svo var hjálpað pabba með pallinn sem hann er að byggja fyrir utan, kíkt á nýja húsið sem Kristín systa er að byggja og farið í skyrtertu til tengdó svo fátt sé nefnt.
Í dag var svo tíminn notaður í að útrétta þar sem við keyptum fullt af skyri og þessum "nauðsynjum" sem þurfa að vera á heimilinu, nébbla íslenskt nammi!!!
Gvuð, við erum svo búin eftir þessa ferð að við vorum eiginlega bara fegin að fara um borð í vélina því við gerðum allt of mikið á þessum 3 dögum, næst ætlum við allavega að vera aðeins lengur í heimsókn því 3 dagar er bara allt of stutt. En allt í allt var þetta bara frábær ferð og gaman að koma fólki svona skemmtilega á óvart :-)
Takk fyrir okkur..... :-)
föstudagur, júní 04, 2004
Ísland here we come !!!
Besta við þetta er að það veit enginn að við erum að koma :-) Sjáumst á klakanum....
Hvar er sólin!!!!!!
Jísús, það er búið að vera 25 stiga hiti og heiðskýrt alla vikuna og loksins þegar ég er komin í frí og ætla í sólbað er skýjað.... hvað er það!!!
Aftur í samband við umheiminn
Hej mine venner, vitiði hvað :-) Ég er formlega búin með skólagönguna á 1.ári í þessum bjévítans skóla... á reyndar eftir 2 próf en þetta er búið, trúiði þessu :-) Ohhh ég er svo glöð að ég er að deyja, reyndar er ég alveg mega stressuð akkúrat núna því við eigum að skila eftir 3 tíma og Andri átti að skila og strákar og vekjaraklukka.... þannig ég er búin að vera að hringja í hann í morgun og get ekki sofið því ég er svo hrædd um að hann sofi yfir sig! Annars var lokaverkefnið sem við vorum að skila "noget lort" sem við hefðum geta gert betur en halló, ég rústa bara munnlega prófinu....
Út í annað... vááá hvað er eiginlega búið að gerast síðustu daga... brósi er búinn að fá út úr samræmdu og sló rækilega í gegn eins og systir sín forðum daga, reyndar er hann með pínu forskot á þessa blessuðu ensku sína en eru það ekki allir strákar!
Svo er Árni búinn að vera piparsveinn í vikunni og af því tilefni er hann búinn að grilla á hverju kvöldi með honum Binna sínum þar sem Binni er líka piparsveinn, gaman það! Svo fékk ég að vita í gær að hann ætlar að grilla aftur í kvöld...
Ummm ég veit ekki alveg hvort ég fatta upp á einhverju fleiru að segja ykkur elskurnar, jú ég er með eina mega frétt en hún kemur fyrst inn svona um 5 leytið í dag :-) knus knus....
Út í annað... vááá hvað er eiginlega búið að gerast síðustu daga... brósi er búinn að fá út úr samræmdu og sló rækilega í gegn eins og systir sín forðum daga, reyndar er hann með pínu forskot á þessa blessuðu ensku sína en eru það ekki allir strákar!
Svo er Árni búinn að vera piparsveinn í vikunni og af því tilefni er hann búinn að grilla á hverju kvöldi með honum Binna sínum þar sem Binni er líka piparsveinn, gaman það! Svo fékk ég að vita í gær að hann ætlar að grilla aftur í kvöld...
Ummm ég veit ekki alveg hvort ég fatta upp á einhverju fleiru að segja ykkur elskurnar, jú ég er með eina mega frétt en hún kemur fyrst inn svona um 5 leytið í dag :-) knus knus....