<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 31, 2004

Ísland-Tyrkland í beinni 

Haldiði ekki að hindúastelpan hérna við hliðiná hafi bara verið með stæla í gær. Ég var búin að koma fullt af drasli út á verönd og sat þar í mínu saklausa með fm 957 í græjunum þegar gellan bara hækkaði svona rosalega í sínu hindúavæli þannig ég heyrði ekkert í mínum græjum lengur. Ég kallaði náttla í Árna og bað hann að hækka í mínum og þá hækkaði frúin bara enn meira í sínum.... hvað er eiginlega málið!?!?!? Svo endaði þetta náttla þannig að okkar græjur rústuðu þessu og ég hélt áfram sem algjör fm nakki ;-)

föstudagur, júlí 30, 2004

Vissi það :-( 

Ohh I knew it meeeen!! Í ár er maður einn af þessum 31.740 sem þurfa að borga auka fjármagnstekjuskatta til ríkissjóðs.... ooohhh pirrandi og er ég fátæki námsmaðurinn ekki að fíla þetta, ENGANVEGINN!! Veit samt ekki enn hvernig fer með Árna greyið, ætli hann þurfi ekki að borga líka... gvuuuuð þeir sem vilja styrkja okkur í þessu er bent á söfnunarsjóð hér á netinu :-) hahahahaha......

En ég vorkenni nú samt frekar Björólfi bankakalli... ekki néma 300 millur sem kallanginn þarf að púnga út!! Æjj ætli honum muni nokkuð um þetta ;-)

Góða skemmtun um helgina :-) 

Ég er alveg viss um að það les enginn þessa síðu næstu daga... ekki einu sinni fjölskyldan þar sem hún er líka að fara út úr bænum. En við Halli háli óskum ykkur góðra skemmtunar um helgina og vonum auðvitað að þið fáið gott veður og svona :-) Tökum allan þennan væmna pakka á þetta....

Annars er bara sól og blíða í danaveldi (sem betur fer) því þá getur frúin spókað sig í mannlífinu og fengið smá lit á kroppinn. Það ber að taka það fram að allur liturinn frá Ítalíu er bara horfinn og var mestur rifinn af í strandhandboltanum :-(

Jísús, ég var að horfa á Go´morgen Denmark og það var verið að sýna Will Smith sem mætti til landsins til að kynna nýjustu myndina sína. Hann sagði í viðtali að konan hans hefði verið hérna í vor með Britney Spears og sagt að landið hefði verið geggjað þannig að hann varð að kíkja við en hann hefði eiginlega átt frídag. Svo tryllti gaurinn náttla líðinn með því að tala pínu dönsku og svona en með kjélluna hans þá vissi ég það... hún var nébbla upphitunarband fyrir upphitunarbandið á Britney!!! Og þar hafiði það....

En jæja gott fólk, I må ha en rigtig god dag :-)

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fimmtudagurinn 29.júlí 2004 

Jæja hvað segir fólkið þá... við erum búin að vera svo öflug í blogginu sem er ekkert néma gott mál. Héðan er samt ekkert merkilegt að frétta, við bara æfum og æfum og Árni mætir í vinnu.

Ég var að velta fyrir mér hvort ég væri búin að fá þetta skattadæmi í póstinum, þarf eiginlega að hringja í múttu og spyrja því ég er ansi hrædd um að ég verði fátækari við að sjá það :-/ við þurftum nébbla að borga MIKIÐ í fyrra en vonum nú það besta í þetta skiptið, mig langar nébbla svo í ný föt !!!!!!

En pæliði í hvað kjéllingin er orðin klár hérna í Köben. Það er nýr jóti byrjuð að æfa hjá okkur og hún á bíl. Hún er búin að villast alla vikuna og kemur alltaf of seint á æfingu og nú er Harpan fengin í að hjóla til hennar og fá far hahahahahaa....

Jæja, er farin í sólbað enda heiðskýrt í dag og haha ég er ekki að plata, kíkiði bara á veðurspána hérna til hægri :-)

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Engin lygi lengur :-) 

jæja nú er ekki lengur hægt að hringja og segja að það sé heiðskýrt og 25 stiga hiti á klakanum því nú erum við komin með þessa fínu veðurspá hérna til hliðar :-) passiði ykkur nú....

Vont en það venst 

Jæja ég var að lesa hér að Harpa var að lofa sig í hásterkt.  En það er út af því að hún er búin að halda mér frá tölvunni núna í 6 daga.
Núna þegar hún er heimavinnandi húsfrú ákvað hún að vera tilbúin með heitan mat þegar ég kæmi heim (búinn að vera að væla um það núna í að verða 8 mánuði) og hvað haldiði, hún kom með grjónagraut sem heppnaðist svona rosalega vel nema smá stress þar sem var ekki til salt í grautinn (einhver lét loka reikningum mínum) en þetta var ætilegt með nóg af kanil miðað við síðast þegar ég borðaði hann með hníf og gafli.

Er farin í banka ekki banka!!

Óþolandi bankastarfsemi 

Jísús... ég er eiginlega að fá ógeð af þessu glataða bankakerfi hérna! Heimabankinn er glataður og er ekki hægt að fara inn í hann nema í einni tölvu... það er einhver lykill sem er í tölvunni og já, þannig er það bara!! Svo er debetkortið okkar þannig að það er BARA hægt að nota svona kort í búðum og ekkert annað kort, við getum t.d. ekki borgað með íslensku kortunum okkar! Svo toppaði þetta bara alveg í gær því við vorum að fá ný dankort í póstinum með ENGRI mynd og einhverju clip-dæmi... hvað er svona öruggt við það spyr ég bara?!?!?!

En já með þessi blessuðu dankort. Maður þarf alltaf að virkja kortin símleiðis til að geta notað þau. Á bréfinu sem við fengum stóð að þetta væri kortanúmerið og svo væri kóðinn síðustu 4 í kennitölunni þinni og svo talan 7. Halló, hversu erfitt getur þetta verið.... nema hvað að ég prufaði aftur og aftur og aldrei gekk þetta helvíti... haldiði ekki að kjéllingin hafi endað með að loka reikningum okkar með þessu!!!! Þannig ég brunaði í bankann með bæði kortin og ætlaði að opna þau en nei, ekki hægt að opna kortið hans Árna þótt ég ætti heima á sama stað, við ættum SAMA reikninginn og ég væri með sygsikringskortið hans sem ENGINN nema þú sjálfur hefur!!! Danir og reglur... ekki eðlilegt!!

En nú er staðan þannig að Árni þarf að fara sjálfur í bankann og allir sem þekkja hann vita að hann HATAR banka og gvuð má vita hvenær hann nennir að fara. Þetta þýðir bara að reikningurinn okkar er lokaður og verður ekkert opnaður fyrr en Árni lætur sjá sig í bankanum hahahaaa, en jæja, það verður svo sem ekki eytt miklu á meðan!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Húsmóðirin að standa sig 

Þetta er náttla bara rosalegt hvað mín er orðin mikil húsmóðir. Ég er búin að taka allt til sem hægt er að taka til í þessari villu okkar en nú er mín búin að skipuleggja daginn í að raða inn í alla skápa igen.... þetta er náttla bara snilld.

Annars er ekkert að frétta af vinnu handa mér. Ég missti af Siggu Birnu og Debenhams því hún er flogin til Spánar og kemur ekki heim aftur fyrr en eftir 2 vikur :-( Það virðist allt vera fullmannað svo um muni en ég er nú samt komin á biðlista hjá H&M og væri það auðvitað draumajobb en við sjáum hvað setur.... kjéllingin heldur áfram að leita í dag!!

Blöðrur og væl 

Jæja þá er kjéllan búin með fyrstu formlegu handboltaæfinguna. Ekkert að drepast neitt bara... andaðist næstum því í útihlaupinu en svo var reyndar ekkert meira vesen með formið þrátt fyrir eilífaspretti, ótrúlegt en satt. En það sem verra er, er að ég er komin með blöðrur á 4 af 5 puttum vinstri handar, hvað er það!?!?!?!?

Sko, ég held samt eiginlega að þetta sé mér að kenna því við fengum splunkunýja bolta og ég skildi ekkert í stelpunum akkuru þær vildu ekki nota þá því mér fannst þeir svo geggjaðir. Svo ég með mitt harpix.... þið vitið örugglega restina því það bara rifnaði allt í tætlur :-( vææææll vææll og ég þarf að teipa alla putta fyrir æfingu í dag, ekki gaman það!!

Svona eitt í lokin. Það er bara engin tilhlökkun í kjéllunni að mæta á æfingu með FCK. Þær eru komnar með THE stjörnuna þar sem Camilla Anderson er mætt á miðjuna hjá þeim. Horfðum aðeins á æfingu hjá þeim í gær og þótt það vanti 5 stelpur á æfingu þar sem þær keppa á ÓL þá hlakkar okkur ekki til að mæta á æfingu þar sem við æfum stundum með þeim og spilum æfingaleiki.....

Og svona fyrir Hröbbu, þá er Karina Jeppesen mætt enn og aftur að æfa með Ydun!!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Í matarboði... 

Hahahahaaa ég fann þessa mynd á myndasíðunni hennar Hröbbu og það mætti halda að við værum þau einu sem hefðum ekki fengið mat í mörg ár!! Akkuru erum við bara 2 við borðið...?????? :-)

Kreatín köggullinn þinn... 

Laugardagskvöldið var aldeilis áhugavert í gær... Við hugguðum okkur heimafyrir ásamt Binna heimasætu og þegar fór að líða á kvöldið langaði okkur út á lífið. Sigga Birna var með Einar frænda (55 ára) í heimsókn og fór síðan með hann í partí niður á Öresundskollegi og við ákváðum bara að slást með í för. Ekki vildi betur til en svo að fólkið í partíinu var EKKI SÁTT við komu okkar þar á bæ (þekkti engan þar) og svo það sem meira var, Binni greyið lenti í böggi ársins!!!

Þannig gerðist það að einhver gaur byrjaði að segja igen og igen að Binni væri "útúr kreatínaður"????? hahahhaaa greyið Binni sem er "rauðhærður" og sakleysið uppmálað var orðinn frekar heitur í skapinu þannig við bara drifum okkur niður í bæ! Haldiði ekki að við höfum hitt sama gaur í röð inn á einn staðinn... hahahahaa og hann byrjaði aftur að góla að Binna! Þá tjúllaðist Harpa yfir þessu og nú vita allir í bænum hvernig skvísan getur rokið upp á nóinu :-) Þetta endaði nú allt í góðu allt saman og gaurinn grjóthélt kjafti eftir þetta og greyið Sigga Birna var alveg í rusli yfir þessu því þetta var víst einhver frændi hennar...... en allt er gott sem endar vel og hjóluðum við svo heim af djamminu :-) hahahahaaa   STEIIIIIK !!!!

laugardagur, júlí 24, 2004

Back to the real life please.... NOT 

wEll Well weLL.... þá eru skötuhjú mætt aftur á Hovmålvej eftir stórgóða heimsókn til ekki minni fjölskyldu en Hröbbu Skúl og co. í Århus. Jújú haldiði ekki bara að hún Hrafnhildur státi af einbýlishúsi með nektargarði og trampolínhúsi... náttla baaaaaaara snilld!!

En jújú heimsóknin gekk nú bara stórvel og var grillað á nýja grillinu bæði kvöldin og að sjálfsögðu var notað nýja stellið úr brúðkaupinu og Ó MÆ hvað það er ógeðslega flott.... Við eyddum líka helginni með Stulla ÍR-ing og kærustunni hans Möttu sem ég þekki úr Hafnarfirðinum og hef ekki séð í mörg ár og rosalega var gaman að tjatta igen. Bíð spennt eftir heimsókn til Köben sæta :-)

Annars bara þúsund þakkir fyrir okkur elsku Hrabba, Viktor og Viktoría..... and what´s out, we´ll be back ;-)

Héðan er svo að frétta að fólkið er búið að slá laugardagskvöldinu upp í kæruleysi og ég sit með DJ tónlistina mína hérna á neðri hæðinni og Árni er með rólegu tónlistina á efri hæðinni... hahhaha hann heppinn að ég er að spila í heimabíóinu hans þannig greyið á ekki roð í mig!! Svo er náttla súper sætur gaur nýfluttur hérna inn á móti okkur og haldiði ekki bara að fíbblið liggji í sólbaði með olíu og læti allan daginn og spili svo krikket með sjálfum sér á kvöldin.... þetta hlítur að vera indi því ég held að ég geti náð mér í eins og eitt partí heima hjá honum í kvöld hahahahhaaa!!!!

En svona í lokin þá er ég búin að ákveða að verða rosaleg í blogginu á næstunni þótt það sé gjörsamlega EKKERT að gerast í mínu lífi. Ég gerði heimasíðu fyrir Skúladætur og deeaaamm hún er miklu flottari en míns eigins og nú verður kjéllan að fara að standa sig í þessu...... :-)

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Baráttan byrjuð 

Jæja nú er það byrjað... það er ekkert elsku mamma lengur enda mamma farin heim fyrir viku síðan. Maður er byrjaður í ræktinni eftir 4ra vikna sumarfrí, bjórdrykkju og fyllerí. En af okkur hér í útlandinu er allt það besta að frétta nema hvað ég rek við eins og ég ætti borgað fyrir það akkúrat núna. Harpa situr með viftu til að halda sensum. Svo er ég enn að klóra mér í muggbitunum sem ég fékk á Ítalíu og hlaupabólan ætlar seint að hverfa af mér... Harpa er löngu hætt að klóra sér og er það náttla bara svindl!

Annars erum við að fara til Århus á morgun til Hröbbu og skoða sveitasetrið í norður Þýskalandi!!

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ný heimasíða 

Jæja þá hefur tölvunarfræðingurinn sett á laggirnar nýjan gest á veraldarvefnum. Þær Skúladætur munu halda uppi vefsíðu dauðans með pomp og prakt þar sem eftir lifir vetrar... kíkiði á nýju síðuna hjá Hröbbu, Dagnýju og Drífu hér!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Hindúar og harðsperrur 

Sko... þegar maður getur ekki gengið upp stigann heima hjá sér fyrir aumleika í líkamanum þá er eitthvað að.... ég held að það kallist undirbúningstímabil?!?!?!?! ó mæ hvað ég er að drepast :-/
 
Annars erum við loksins búin að komast að því að skrítna parið við hliðiná okkur eru hindúar. Við dóum úr hlátri áðan þegar þau byrjuðu að spila þessa líka músíkina og ég fór náttla að forvitnast og kíkti á gluggann þeirra þegar ég kíkti í kaffi til Siggu Birnu. Heyriði.... haldiði ekki að þau hafi verið með einhverja 100 manns þarna inni... og jááá í jafnstórri íbúð og við eigum takk fyrir!!!! Þetta pakk.......
 
En vitiði hvað, það er byrjað að rigna!! Og það þýðir bara eitt.... flýýýýjjjaaaa!!!! Ég var að tala við Hröbbu í kvöld og við Árni ætlum bara að skella okkur í heimsókn til nýbökuðu hjónanna í Århus svona áður en kallinn byrjar að vinna! Ég losna þá aðeins undan hlaupum dauðans... ;-) Svo þegar við komum til baka fer ég á fullt að finna vinnu í ágúst! Sigga Birna er kannski með vinnu fyrir mig í Debenhams en ég er nú bara glöð með allt sem ég fæ... held maður meiki bara ekki heilan mánuð án þess að gera skít!!!  eða hvað.......  ;-)

sunnudagur, júlí 18, 2004

We are the champions !! 

Hahahahhaa.... vitiði hvað elskurnar mínar :-) Við Ydunstelpur gerðum okkur lítið fyrir og tókum og rasskelltum lígaliðum frá Danmörk, Svíþjóð og Noregi um helgina.... já já við sem sagt unnum stærsta strandhandboltamót Evrópu  :-)
 
Þetta var náttla bara draumur í dós að spila þarna því við bjuggum í litlum skála með öllum hinum dönsku stelpuliðunum alveg við ströndina. Þetta var strönd af bestu gerð og ekki skemmdi fyrir að sólin skein alla helgina. Við komumst ósigraðar í gegnum þetta mót en gerðum reyndar jafntefli við Horsens og svo við eitthvað sænskt lið. Í úrslitaleiknum sjálfum mættum við einhverju rosa liði sem lenti í 2.sæti í sænsku lígunni og hafði víst einhverja landsliðsmenn og 2.000 áhorfendur á sínu bandi... en við höfðum að vísu 5 GOG spilara sem héldu með okkur því við vorum duglegar að hvetja þá áfram enda verða Danirnir að standa saman í svona baráttu gegn "de dum svenske".....  þetta endaði rosa vel hjá þeim dönsku þar sem við unnum mótið og GOG strákarnir unnu sitt mót!
 
Eftir sigurinn fengum við 20.000 sænskar krónur fyrir að vinna mótið, risa bikar, verðlaunapeninga og bol og fæ ég um 2.100 sænskar í vasann takk fyrir :-) góð helgi það.... þetta var svo geggjað að það er ekki hægt að lýsa því!! Það er allavega langt síðan maður fékk þessa rosalegu sigurtilfinningu í kroppinn, seinast held ég bara í 2.flokki þegar við unnum stóra bikarinn!! Allavegana, Schumacher hvað því kampavínið flæddi um völlinn eftir leikinn og súrir 2.000 áhorfendur "neyddust" til að klappa fyrir glöðu Kaupmannahafnarbúunum :-)
 
Því miður engar myndir en það er linkur inn á heimasíðu mótsins, hef ekki séð neinar myndir ennþá?! en hér er linkurinn

Sælan búin 

Jæja þá er piparsveinahelginn senn á enda liðinn eða þegar harpa kemur heim..  Gæðaprufanir á landamæra bjórnum gengu vonum framar hann skilaði sínu alla leið með þynku daginn eftir, svo þetta var ekki vatnsblandað sem við keyptum.
 
Núna var ég að vaska upp eftir alla helgina var orðið frekar lítið pláss í eldhúsinu fyrir drasli en ég nú piparsvein þessa helgi og nú í dag verður tekinn Matrix dagur horft á allar 3 í röð.
 
En ég get ekki fært ykkur fréttir af Hörpu þar sem ég hef ekkert heyrt frá henni síðan hún fór til Svíþjóðar en hún skrifar eitthvað í dag hef ég trú á.
Við heyrumst

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Myndirnar frá Ítalíu komnar inn 

Jæja þá erum við búin að setja inn myndir úr ferðalaginu og getiði séð þær hér

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Villi brósi 16 ára í dag 

Elsku besti "litli" bróðir minn á afmæli í dag og er orðinn 16 ára gamall. Er sæta krúttið mitt bara í vinnunni og ætlar svo að láta múttu stjana við sig í kvöld þegar hún bíður upp á kökur og fleira gúmmolaði heima fyrir þá sem vilja!

Elsku Villi, til hamingju með daginn :-) Knús frá Hörpu og Árna !!

Komin úr fríi 

Jæja gott fólk... komiði nú margblessuð og sæl og takk fyrir síðast. Hjá okkur er nú all margt búið að gerast og sumarfríið hefur bara verið fínt og tók óvænta stefnu rétt áður en við lögðum af stað út úr bænum. Ætlunin var að ferðast um Norðurlöndin en þar sem rigning og rok einkennir þetta sumar var ákveðið að fara suður fyrir Alpana í staðin og var pantað campingpláss á ekki minni stað en Norður-Ítalíu :-)

Áður en ferðin byrjaði hélt ég upp á afmælið mitt í Köben þar sem ég bauð handboltastelpunum í skyrtertu sem auðvitað sló í gegn. Við kepptum í úrslitum í strandhandbolta sama dag og enduðum í 5.sæti sem er nú bara góður árangur held ég, allavega var þetta voða gaman allt saman!

Þegar sest var upp í bílinn sem tengdó tóku á leigu var bara búið að finna til bikiníið, handklæði og aftersun og ég hélt ég væri tilbúin í geimið. Það kom svo annað á daginn þegar við komum niðureftir en meira um það seinna...... :-)

Við ákváðum að keyra niðureftir á 4 dögum og keyra til baka á 3 og tókum fyrsta stopp á Jótlandi hjá vinafólki mömmu og pabba hans Árna. Þau (Birna og Albert) búa á þessu svakalega sveitasetri sem þau keyptu fyrir stuttu og ætla að gera upp. Ég get nú bara sagt það að þessu myndi ég aldrei á ævinni nenna því það þarf gjörsamlega að rífa allt húsið til að gera það íbúðarhæft en að sama skapi dáist ég auðvitað af dugnaðinum í þeim. Albert er Þjóðverji og tók okkur einn dag niður til Flensborgar þar sem hann er fæddur og sýndi okkur borgina. Eftir það tókum við autobanann niðureftir endilöngu Þýskalandi á mest 180 km hraða og náðum að keyra niður til München á 1.degi. Þar stoppuðum við og gistum á þessu fínasta hóteli og tókum svo restina í gegnum Alpana og jarðgangaflóðið niður til Ítalíu þar sem við fengum þetta fína hjólhýsi sem við höfðum leigt alveg við ströndina.... úúlllallalaaaaaaa!!!!

Það hefur nú alltaf verið sæla hjá minni að liggja bara á sólarströnd og gera "ingenting" en ekki í þessari ferð því strax fyrsta kvöldið þá urðum við var við all margar moskító en vorum svo sem ekkert að veita þeim of mikla athygli. Árni var nú alveg afslappaður yfir þessu þar sem hann er aldrei stunginn en daginn eftir... þegar við vöknuðum,..... ó mæ god hvað við vorum öll rosalega stungin maður!!!! Eftir þetta var barátta öll kvöld og við vorum eins og verstu nördistar með allt lokað og sátum inn í fortjaldinu í ljósaskiptunum til að fá ekki fleiri bit. Allir aðrir á svæðinu voru bara með allt opið í gúddí fílíng... einmitt !!!! djöfulsins viðbjóðslegu pöddur....

En í heildina var ferðin bara rosa skemmtileg og notuðum við einn dag í Feneyjum sem mér fannst alveg æðisleg borg. Ekkert smá sérstakt að nota báta í stað bíla! Ég fékk verðlaun fyrir stærsta bit ferðarinnar sem var náttla staðsett á rasskinninni. Fékk svo reyndar eitt stærra á hnéð og fékk svo viðurnefnið Klóra. Árni fékk viðurnefnið Kýli þar sem hann var með eitt risavaxið bit á enninu og Svana tengdó fékk nafnið Bóla þar sem hún vann í keppninni flest bit ferðarinnar enda var greyið með yfir 100 bit :-/ Að lokum var Væi tengdó kallaður Depill þar sem hann var allur útataður í stórum bitum á síðunni!

Það var mikil tilhlökkun í að leggja af stað heim þar sem allir voru útbitnir og komnir með nóg af 37°í forsælu og engri loftræstingu. Svo var mesta tilhlökkunin í Árna að stoppa í landamærabúðinni milli Þýskalands og Danmerkur og fylla bílinn af bjór. Áður en við komumst í það lentum við nú aldeilis í vandræðum í borginni Kässel þar sem við ætluðum að gista. Vorum búin að skrá okkur inn á hótel og allt í gúddí og ég með mína ensku spurði lobby-dömuna hvar næsti súpermarkaður væri. Hún örugglega lélegri en ég í enskunni og við af stað og ég held við höfum leitað í einn og hálfan tíma af búð og spurt 2x til vegar en allt kom fyrir ekki þangað til við loksins fundum búðina þegar hún var búin að loka....FRÁBÆRT !! En við sáum glitta í IKEA skilti og ætluðum bara að fá okkur sænskar en þegar við komum þangað var auðvitað nýbúið að loka restaurantinum og við enduðum í pulsu :-(

En þetta með landamærabúðina hans Árna.... hehehehehehee pabbi hans Árna líkti okkur tveimur við beljurnar sem hlaupa út á vorin því við vorum svo æst í að komast inn og gera góð kaup. 3 kassar af bjór fyrir 100 danskar eða 3 kassar af gosi fyrir 100 danskar..... haaaallllllóóóóó auðvitað kaupir maður helling af þessu, annað er nú bara ekki hægt!!! Við enduðum með að koma út með 7 kassa af bjór, 3 af gosi, 2 af svona gosbjór og nokkrar vínflöskur fyrir utan auðvitað súkkulaðið sem ég keypti ofan á brauðið. Fékk að smakka það hjá Hröbbu í vetur og nammi namm... Hrabba nú á ég sko fullt ofan á brauð þegar þú kíkir við ;-)

En svona til að slútta þessari eilífu löngu grein minni þá komum við nú öll heim heil á húfi og allt gekk vel. Við skötuhjú kaffibrún en Árni greyið gleymdi að bera sólarvörn á bakið sitt fyrsta daginn og á við smá flagn vandamál að stríða greyið... en það lagast allt saman! Myndir úr ferðinni koma inn næstu daga og læt ég fólkið að sjálfsögðu vita...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?