<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Þvottadagur 

Góða kvöldið ég var núna að koma úr þvottahúsinu, já vitið men það er ekkert grín að vera ein og hafa enga mömmu eða kellu og meira segja þurfti ég að hjálpa einum nýjum að starta vélunum.

Eins og þið sjáið hefur ekki mig á mína daga drifið annað en vinna, sofa og æfa.

Jú eitt það er er svoldið rosalegt það er farið að kalla mig meistara í vinnuni í dag, og það er einginn lýgi nú koma allir til mín og segja "Hvad so master hvad skal vi laver next" og þá verð ég að skipa fyrir (góður í því).

Kyss kyss og knús knús.

mánudagur, ágúst 30, 2004

Jeeee in the house 

Held ég gangi heim,
held ég gangi heim
þetta er búið að vera eitt brjálæðisgeym
ég held að ég gangi heim.


Já þessi söngur heyrðist hér á götum köben aðfaranótt sunnudags.
Og hver haldiði að hafi verið að syngja þennan texta eftir hann Bjartmar, já það var ég, á leið frá piparsveinavígslu. En ég fékk bara tímabundinn vígslupassa því ég er jú ekki alvöru piparsveinn.

En annars er bara lífið yndislegt, gengur sinn vanagang sem er bara alveg ágætur.

Bless í bili.

laugardagur, ágúst 28, 2004

Salt og piparsveinar 

Piparsveinadagarnir hafnir. Já núna var verið að bjóða mér í piparsveinavígslu í kvöld hjá ekki ómerkari manni en Andra á Amager hver þekki hann ekki.

Dagurinn tekinn snemma farið á æfingu kl 10 og að henni lokinni var haldið í Bilka að kaupa mjólk (fyrir þá sem eru eldri en 18 skilja þetta), því nú fer hver að verða síðastur að vera veikur á sunnudögum, því 4 vikur í fyrsta leik. Áfram Ísland í siglingum.

P.S. Binni er að svíkja mig

Bið að heilsa
(eftir Inga T)

föstudagur, ágúst 27, 2004

Farin til Íslands.... 

Jæja þá er loksins komið að þessu. Ég á reyndar eftir að pakka og gera frekar mikið í dag en það er nógur tími því ég á hvort sem er ekkert að fljúga fyrr en 22:50 !

Vonandi hugsiði vel um Árna minn hérna á blogginu á meðan og veriði nú dugleg að kommenta hjá honum, honum finnst svo gaman að fá kveðjur :-) Hann lofaði mér líka að vera ýkt duglegur að skrifa...

Eitt enn, þeir sem ég ætla að hitta og koma í heimsókn til eru vinsamlegast beðnir að hringja í mig því ég aulinn týndi símkortinu mínu síðasta vetur og á engin símanúmer lengur :-( En muniði bara gamla góða númerið mitt 898-8875 og Eva ég á enn eftir að ákveða tímann hvenær ég kem í Lönguhlíðina, bjallaðu ;-)

Hafiði það gott elskurnar mínar, heyrumst aftur 6.sept !! Knús knús

Nóg að gera á stóru heimili 

Góðir hálsar, ég lendi á klakanum eftir einn og hálfan sólarhring !!

Jesús ég er eiginlega ekkert að átta mig á því að ég sé að fara heim því það er svo vitlaust að gera hjá manni. Ég er búin að fá frí á æfingu í kvöld til að ná að gera allt sem ég á eftir að gera og nú bíður mín þessi flotti, stóri listi sem þarf að fara í gegnum og krossa við þegar hlutirnir eru komnir á pláss á "góðri" íslensku!

Annars er ég búin að fá stundatöfluna og bókalista og allt sem þarf fyrir skólann og get ég ekki sagt annað en að ég fái að finna fyrir því í vetur. Þeir eru líka svo skemmtilegir að setja próf á rétt fyrir jól (17.des) og svo annað 4.janúar, hvað er það?!?! Á maður ekkert að komast heim um jólin eða....

En jæja aftur að listanum mínum. Best að fara að vaska upp áður en ég fer að kaupa bækurnar, Árni greyið var að segja mér í gær að hann væri búinn að vaska upp síðustu 8 skipti þannig ég held að það sé komið að mér :-) hahahahhaaa!!!

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Rugl og vitleysa! 

Nú ætla ég aðeins að kvarta.....

Við erum svoooo þreytt þessa dagana og Árni greyið druslar sér í vinnuna og er svo á morðæfingum hjá þessum blessaða markmannsþjálfara. Það mætti nú alveg taka þennan þjálfara hans og hrista hann ærlega til því hvað er það þegar leikmenn eru þreyttir og fá frí á æfingu en markmenn þurfa að mæta á ströndina í púl og nb fá ekki frí????? Er þessi maður eitthvað skemmdur! Árni greyið er bara lagstur í rúmið klukkan 9 á kvöldin alveg dauður.

Svo er ég alveg að deyja í orðsins fyllstu merkingu. Byrja að vinna 5.45 og er á fullu.. jebbs á fullu fram yfir hádegi að hlaupa og hjóla með þennan póst minn. Svo hefst vinnan og stressið við skipulagningu Íslandsferðarinnar og svo er ég alltaf á síðasta snúning að komast á æfingu, kem svo heim um 10-11 á kvöldin og jájá fínt... ég á að vakna eftir 5 tíma igen !!!

Ég get bara ekki beðið eftir að þessi helvítis Íslandsferð gangi yfir bara til að koma ró á taugakerfið mitt! Ég get sagt ykkur versta veikleika Danans, hann er nískari en allt og hvað þýðir eiginlega að vera nískur þegar maður fer í "ones in a lifetime" ferð til Íslands. Jesús... hvernig datt mér í hug að vilja fara með þennan hóp á klakann oohhhhh en ég hlít að fá prik í hattinn hjá Guði fyrir þetta afrek mitt :-)

Jæja en að jákvæðu nótunum... úúfff vondu hugsanirnar burt og músík á fóninn :-)

mánudagur, ágúst 23, 2004

Karlakvöld 

Upphitun já núna er það KARLAKVÖLD í kvöld sem byrjar með pizzu, bjór og rosalegri spennumynd. Já góðir hálsar þetta er það sem koma skal næstu 10 daga núna þegar Harpa fer heim. Rómatískar og dramatískar myndir eru úr sögunni.

Í dag var erfitt að vera Íslendingur í Danmörku já það er ekki annað gert en grín af íslenska landsliðinu á ól og mér fyrir að vera Íslendingur, en hvað getur maður sagt þegar 12 Danir eru að hlæja af manni í kaffitímanum annað en að hlæja með og segja svo það er aðalatriðið að vera með eins og aumingar segja.

Núna er ég farinn í naflaskoðun búinn að taka eftir því að ég er farinn að linast í músikinni svo að núna undanfarna daga, er ég farinn að kaupa Robby Willams diska neiii svo slæmt er það ekki en til að sporna við þessari plágu þá hef ég verið að reyna að herða mig og spila bara rock.

Biða að heilsa

Ísland komið með hríðir... 

Jæja þá er þetta allt að komast loksins á hreint með þessa blessuðu Íslandsferð okkar. Við mætum ekki með okkar sterkasta lið til leiks en það verður bara að hafa það... við verðum ekki nema 12 leikmenn og komust færri að en vildu því önnur eins skipuleg dagskrá hefur ekki sést í mannaminnum :-) segi svona!!

Ég hélt fund með hópnum í gær og var búin að undirbúa mig rosalega og hef meira að segja gert svona plan eins og fyrir litlu börnin, "á þriðjudaginn förum við..." hehehee... það eina sem ég á eftir að fá á hreint eru þessir blessaðir bílaleigubílar en það kemur í ljós á æfingu í kvöld (vonandi)!!

Annars er ég að slá í gegn hérna hjá Árna því hann er þessi týpa sem elskar auglýsingabæklinga og sleikir þá alveg í sig. Nú kem ég alltaf með þá daginn áður en tilboðin byrja og ég hef í nógu að snúast með að hlusta á þetta og hitt tilboðið sem er í þessari og hinni búðinni..... hahahaa!!!

En svona í lokin þá eru ekki néma 4 dagar þangað til ég fer í flyvemaskinen :-)

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Rússaleikurinn 

Ohhh mér finnst frekar pirrandi að horfa á íslenska liðið spila... ekkert að gerast hjá þeim og þeir eru auðvitað undir núna gegn Rússum 12-6 :-/ Jísús frekar lélegir eitthvað!

Samt svo fyndið, við erum að horfa á leikinn í dönsku tv og fáum náttla annað sjónarhorn en hjá þulunum heima. Danirnir þola ekki grimma Fúsa okkar og þurftu að koma því að að hann væri grófasti leikmaður OL með flestar brottvísanir og þeir hafa ekki mikla trú á liðinu... (sem ég hef reyndar ekki heldur)

Svo er annað ýkt fyndið. Ísland var með leikhlé og dönsku gæjarnir skilja hvað þeir eru að segja... hahhahaa!!

laugardagur, ágúst 21, 2004

Árni þvottakall ofl. 

Jesús, ég held að Árni sé veikur. Hann tók sig til og setti í þvottavél og nú er hann á fullu að hengja upp..... hvað er eiginlega að ske!?!?!? Eins gott að þetta sé ekki eitthvað trix til að láta mig gera eitthvað fyrir hann ;-)
Ég var samt að grínast við hann að það er hagstæðara að vera með útileikmanni en markmanni þegar kemur að þvotti því Árni notar heilt júníform í hverja æfingu, ég nota bara stuttbuxur og bol....

En Hafdís loksins orðin mamma :-) Tillykke skvísí og hún er bara ekkert lík þér neitt... hlakka til að koma í heimsókn og prufa !!!

Það er gella að halda partí í fælleshúsinu mínu og klukkan er að verða hálf 6 og það er allt komið á fullt. Ég ekki að nenna þessari músík því ég þarf að vakna enn einu sinni fyrir allar aldir á morgun, það er nébbla træningslejr í gangi hjá skvísunni.

Vissu þið að ég er búin að vera ýkt dugleg að bera út póst og stóðst prufuvikuna mína með einkunnina 13.... hahahaha hér er sko hæst hægt að fá 11 í einkunn en ég fékk 13 því ég var svo fljót upp og niður tröppurnar hehehe!!! En ég er sem sagt búin að segja bossinum að þetta sé "ég" þannig ég er orðin fastráðin laugardagsafleysari en fæ að mæta alla næstu viku líka því skólinn er ekki byrjaður... sú er að græða maður!!!!!!!!!!

Heyriði, jesús pétur það er í gangi lyftingar kvenna á OL. Það eru jussur DAUÐANS að keppa... úúfff maður sér ekkert líkamlegt sem gæti bent að þetta væri kona... jesús ef þessar gellur eiga kærasta er mér sko ofboðið, kærastanna vegna!!

Jæja við Árni erum að fara að borða rif, og hann ætlar að elda... vúúhhhhhúúú ég á æðislegan kærasta :-)

föstudagur, ágúst 20, 2004

Tugþraut 

Jón Arnar Magnússon eða hvað er hann að verða gamall og er hann ekki að fara að hætta!! Nei nei hef ekkert á móti honum en ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna daga hvaða íþrótt ég hef verið að æfa núna í ágúst. Við höfum bara verið að hoppa og spretta langa og stutta og á meðan fáum við ekki að anda heldur eru magaæfingar eða armbeygjur settar til að ná niður púlsinum. Þetta væri í lagi ef þetta væri í sal en nei við erum skemmtiatriði niður á stönd fyrir fólkið sem er í picknickferð með fjölskylduna, voða hugge. En nóg komið af væli ég verð í tugþraut og beachvolly á næstu OL.

Ég verð bara að fá að tjá mig um eitt því Harpa nennir ekki lengur að hlusta á mig. Hvað er það með siglingar á OL afhverju er keppt í siglingum hvað er það meiri íþrótt en bílaíþróttir eða hestaíþróttir en annars bara allt gott.

Ég þekki fólk sem sagði hvernig geturðu sofið svona á daginn (Harpa). En núna er hún farin að vakna á undan mér og þarf að leggja sig eftir vinnu þegar hún kemur heim hahaha hvernig er það hægt.

En nú er það focking weekend sem þýðir góður matur og sofa út.

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Er sviti alltaf eðlilegur?!? 

Já jesús, ég fór bara til sjúkraþjálfarans í gær og sagði að það væri eitthvað að því ég svitnaði svo ógeðslega mikið! Hahahha, flestir yrðu nú bara kátir með þetta að brenna svona en þegar þetta er farið að verða þannig að þú getur ekki haldið á boltanum því það lekur svo mikið í lófana, þegar þú dettur þá þarf að skúra eftir þig og þegar þú stoppar þá lekur svo rosalega af þér að þú skilur eftir polla út um allt.

Ég allavega kaus sjálfa mig sem mest svitnandi stelpuna í liðinu og fékk heimavinnu frá sjúkró við að borða meira af salti... ég byrjaði auðvitað á því að setja örbylgjupoppið í gang leið og ég kom heim í gær :-)

En jísús hvað er málið með Dani og að fylgjast með sínum íþróttamönnum. Það er leyfilegt að hlaupa af æfingu til skiptis til að athuga hvort "Broddi Kristjáns" Danans sé að vinna lotu í badminton eða ekki...... hvað er það!! Eins og mér væri ekki sama um eitthvað badminton en svona er þetta, alltaf fjör!
Ég er samt að fara í rosa danska stemningu í kvöld því eftir æfingu með FCK ætlum við að hittast allar og elda pasta og horfa á dönsku handboltastelpurnar spila, ýkt stuð !!

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Afi á afmæli í dag 18.ágúst 

Allir að óska afa mínum (Agli) til hamingju með daginn :-) Bannað að segja hvað hann er gamall því hann er auðvitað á besta aldri!!!

Knús knús til allra heima og elsku fjölskyldan mín, muniði nú að sýna afa þetta þar sem hann getur ekki fundið út úr neinu sem viðkemur tölvum :-)

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Þreyttir Hovmålvejbúar 

Hellú góðir hálsar... við erum þreytt í dag!! Harpan vaknaði klukkan 5 og hún var svo stressuð yfir að sofa yfir sig að hún vakti Árna greyið líka sem gat ekki sofnað aftur og nú eru allir þreyttir.

Vinnan gekk annars vel en ég svitnaði eins og svín og þessi bíll er vægast sagt trukkur og þetta hjól... jááá ég þarf aðeins að æfa mig betur að halda jafnvægi með þetta helvíti en annars var bara rosa gaman og ég held ég hafi verið ýkt dugleg!! :-)

Gvuð ég er orðin svo stressuð fyrir þessa Íslandsferð mína... ég hefði aldrei átt að stinga upp á þessu að fara á Reykjavik open því það er allt of mikið að gera hjá mér að redda hinu og þessu!!! Jesús... en þetta hlítur að verða skemmtilegt... þ.e. þegar ég er komin með allt á hreint og ekkert getur klúðrast :-)

Heiiii Gróa litla frænka hans Árna er 2ja ára í dag og óskum við henni hjartanlega til hamingju með daginn. Hún er náttla mesta rúsínan og algjör mús :-)

mánudagur, ágúst 16, 2004

Hvað er klukkan, hún er 5.45 !!! 

Hólí mólí makkaróní.... ég á að mæta í nýju dönsku vinnuna mína á morgun sem er náttla bara frábært fyrir utan eitt!!!! Ég á að mæta klukkan 5.45, ég endurtek 5.45

Pæliði að bakerinn sjálfur hann getur sofið 2 tímum lengur en ég... hvurslags svindl er þetta maður!! En jæja ég þéna pening fyrir þetta og það sem er geggjað við að vera námsmaður í DK er að ég borga enga skatta. Ég get unnið fyrir 500.000 kall íslenskar án þess að borga krónu í skatt en eftir það þá "neyðist" ég til að borga í kassann!! Ekki slæmt..... ;-)

En já aftur að vinnunni minni. Ég held þetta verði snilld. Ég fæ 5 daga til að aðlagast og fer rúntinn með Lise og eftir það fer ég aftur í viðtal um hvort þetta sé "ég" eða ekki. Hahahaha pæliði, heima er það þannig að þú ert ráðinn og ef þú hættir strax ertu bara auli en hérna fá allir séns, ýkt næs!! En já ég fékk besta hverfi í heimi, ég fæ eina stóra götu sem liggur við hliðiná pósthúsinu og þegar ég er búin að hjóla hana þá sæki ég bíl... já bíl til að keyra í næstu götu sem er engin önnur en gatan sem bakaríið hans Árna er í :-)

Þannig Hrabba, júníformið er betra en við héldum!! Póstföt við öll tækifæri og meira að segja sokkar fylgja, hjól með 3 stórum pósttöskum á og þessi flotti, stóri guli bíll !! Bíðiði bara eftir myndum, þetta verður rosalegt !!!!

Blondína á heimilið !! 

Húsfreyjan er orðin ljóshærð takk fyrir. Ég var nú alveg með smá ljósar strípur fyrir og var komin með þessa frægu rót sem allar stelpur kannast við... músin Sigga Birna tók sig til og bauðst til að strípa mig og vorum við búnar að sitja í góðan tíma og klippa niður álpappír þegar við loksins opnuðum kassann og sáum að þetta voru hettustrípur.... hahahhahaa ég var meeeega flott með hettuna en þetta tókst nú alveg ágætlega held ég :-)

Annars fréttir.... hhuummmmm neiiii engar sérstakar!! Við erum bara að æfa og æfa og ekkert spennó þar... jú kannski að við æfum núna með FCK og að Camilla Anderson er besti spilari sem ég hef á ævinni séð og er sko líka með töffaraskapinn í lagi, enda má hún það alveg, hún er nú einu sinni the stjarnan !!!!

föstudagur, ágúst 13, 2004

Komið á hreint... eða svona!! 

Jæja þetta póstvesen mitt er leyst... ég fékk bréf í pósti um að ég ætti að mæta á mánudaginn í enn eitt viðtalið hjá pósthúsinu á Kastrup sem er bara akkúrat pósthúsið sem ég vildi vinna á, jibbíí!! Svo vonast ég auðvitað til að slá í gegn og mega bara mæta á þriðjudaginn til vinnu, klukkan 6 !!

Hahaha, samt eitt fyndið! Var beðin um að koma með sakavottorð með mér og ég fór og sótti það niðrá löggustöð. Sagði dönsku kennitöluna mína og þeir vita meira að segja klukkan hvað ég er fædd í Reykjavík... eins gott að gera ekkert af sér, þeir myndu ná mér eins og skot ;-)

Sofa, hvað er það?!? 

Ohhh ég er ekki glaður núna. Ég sem ætlaði að sofa út í morgun því ég er búin að vakna svo rosa snemma alla vikuna og vaka lengi frameftir. Jísús, þá hringir gaur frá póstinum klukkan 8 og skilur eftir skilaboð á símsvarann og ég auðvitað rauk á fætur og ætla að hringja í kauða. Nei nei, símanúmerið sem hann hringir úr og gefur mér upp og ég hringi í vill ekkert kannast við að hafa hringt í mig og vinnur alls ekki hjá póstinum!!!!! Hvað er eiginlega í gangi.... mig er ekki að dreyma, ég lofa!

Úff, ég veit ekki alveg hvað ég á að gera... hann virkaði nébbla ýkt strangur og fúll þessi "tilvonandi yfirmaður minn" og það er ekki eins og ég geti bara farið í símaskrána og fundið númerið því þetta getur verið hvaða pósthús sem er!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Kökuboð á dagskrá.... 

Jæja haldiði ekki að ég sé orðin betri bakari en Árni sjálfur. Kakan tókst svona rosalega vel að Árni gat borðað hana í gærkvöldi og í morgunmat í morgun.. sko mína :-) Þeir sem þekkja kallinn vita að hann borðar aldrei kökur...

Nú er skvísin sem sagt búin að ákveða fullt af kökuboðum. Ég ætla að hringja í Siggu Lóu í dag og bjóða henni í kaffi á laugardaginn því ég á frí þá frá handbolta í fyrsta skipti í laaaaaangan tíma.

Svo ætla ég að bjóða Erlu, Ólöfu og öllum þeim sem koma með flugi frá Íslandi á mánudaginn í köku. Þetta er allt Danól-fólk sem ég var að vinna með og er Erla að flytja til Köben og koma út í sama skóla og ég, jibbíí!!

Svo þakka ég Jónu Kristínu kærlega fyrir kortið mitt, það er komið sæta :-) Þú manst skvísí að ég kem í heimsókn laugardagskvöldið 28.ágúst og kveð stelpuna fyrir the big US-trip :-)

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Sko..... 

Ef þessi kaka mín mistekst þá er það vegna þess að Árni gaf mér vitlausar leiðbeiningar... ég get nébbla næstum ekki borðað degið því mér finnst það svo salt!!!!
En sjáum hvað setur, það er komin þessi rosalega bökunarlykt í loftið hérna á Hovmålvej :-)

Árni hvað..... 

Mín er orðin svo rosaleg... Árni kom heim í gær og tók sig til og bakaði þessa rosalega góðu kanelsnúða fyrir mig!! Auðvitað var eitthvað efast um bökunarhæfileikana mína þegar ég sagði að snúðarnir væru tilbúnir en þeir voru ennþá hráir í ofninum :-/
Þannig nú er kjéllingin búin að kaupa hveiti ofl. (sem hefur hingað til ekki fengist á Hovmålvej) og ætla ég mér að baka súkkulaðiköku í dag :-) Reyndar gerði Árni mér þetta ekstra erfitt fyrir því hann lét mig hafa uppskrift sem innihélt 16 kg af sykri og 32 kg af hveiti?!?!?!?!? Árni... ég fattaði þetta alveg ;-)

Já svo með atvinnuviðtalið á mánudaginn þá gekk það bara súper :-) Ég var þarna með einhverjum 10 manns á upplýsingafundi um póstinn og svo vorum við sett í próf takk fyrir og haldiði ekki að kjéllingin (eini útlendingurinn) hafi verið með 100% í báðum prófum (sú eina) og ég þurfti að skrifa helling á dönsku! Svo gekk viðtalið sjálft bara súper og gaurinn hrósaði kjéllu fyrir góða dönsku og ég er bara komin með job :-)
Reyndar veit ég ekki alveg hvenær ég má byrja því að hann átti bara laust svo langt í burtu og ég nenni ekki að fara að vakna áður en ég fer í bólið til að mæta í vinnuna þannig ég sagðist bara bíða þangað til losnaði í "15 km radíus" frá heimilinu mínu :-) En jú Eva þú sérð frúna kannski á þessu flotta hjóli hhahahaa!!

mánudagur, ágúst 09, 2004

Blóðbragð og æla... uuusssss 

Gvuð minn góður og almáttugur hvað ég var að drepast á æfingunni í dag. Í 30 stiga hita vorum við látnar í spretti dauðans þar sem helvítis 400 metrarnir voru teknir og það oft!!! Að sjálfsögðu var keppni og átti maður að hlaupa eins og maður ætti lífið að leysa og hljóp kjéllingin á 1,15 fyrsta hring... Silja er það nógu gott í boðhlaupssveit fjölskyldunnar eða verð ég að æfa betur?!? :-) Ég held að frænka eigi í kringum 55 sek ?????? Gvuuuuuuð hvað ég á langt í land en halló, það vantaði auðvitað gaddaskóna sem skila allavega 15 sek betur ;-)

Svo varð það náttla þannig að maður mátti ekki hætta og varð að hlaupa annan og annan þar til maður náði sama tíma aftur! Gvuð minn sem betur fer náði ég sama tíma á 3ja hring (1,12) og gat þá dottið niður dauð með æluna í hálsinum og brenndan barka. Það ber þó að minnast á það að eftir 6 hringi fengu stúlkukindurnar sem ekki náðu sínu að hætta enda gátu þær vart staðið í lappirnar eftir herlegheitin. Jesús, ég hefði nú frekar verið til í að vera í Århus og borða afmælisköku að hætti Skúladóttur.

Annars er litli sæti brósi nýkominn úr fótboltaferð þar sem hann æfði hjá Wimbledon og sæti strákurinn minn hann sló í gegn á heimleiðinni þegar hann reyndi að stelast með sígarettukarton í gegnum tollinn til að gleðja múttu.... hahahahhahaa þetta fer nú alveg í heimsmetabækurnar og pabbi og mamma þurftu að sitja skýrslugerð með barninu :-) (fyrir fólk sem ekki veit þá er hann 16 ára)

Árni brandarakall 

Það var aldeilis hátíð á laugardagskvöldið þegar fólkið á Hovmålvej hélt grillveislu með smá rauðvíni, og smá bjór, og smá vodka, og smá malibu, og smá brennivíni og þegar átti að fara í stelpuvínið var loksins haldið niðrá kollegibar í stuði!!

Strákarnir ætluðu nú aldeilis að slá í gegn eftir að hafa hringt í alla sem þeir þekktu í DK og eftir að hafa hringt inn á fm957 og beðið um óskalag?!? Þeir komu inn á barinn í stuttbuxum og æfingabolum og byrjuðu á að spila borðtennis og ekki leið á löngu þar til Árni sló í gegn með "mjúku" hreyfingunum sínum og fólk glápti og hló af litla brandarakallinum mínum sem var í góðu stuði og vel í glasi... greyið hann hitti aldrei kúluna!!

Svo var Árni kominn í virkilegan fílíng og fór á barinn og pantaði bjór á línuna. Auðvitað var kallinn ekki með krónu á sér og Binni skipaði honum að fara heim og ná í pening. Hálftíma seinna kom kallinn með bjór og sagði að hann væri búinn að redda þessu..... Binni greyið náði að finna 8 kr. í vasanum sínum og mútaði barþjóninum til að taka bjórdós og að málið væri bara afgreitt!!!!!!

Það þarf svo ekki að fara sögum um sunnudaginn því hann var að sjálfsögðu tekinn með ró en við fórum út eftir til Ullerup á flottasta loppemarket sem ég hef á ævinni séð. Náðum að gera rosa kaup þegar ég keypti 2 nýja tískuboli á 20 danskar :-)

laugardagur, ágúst 07, 2004

Ullerup here we come.... 

Það er víst rosa útihátíð um helgina hérna á Amager þar sem götumarkaðsstemmarinn er sem hæstur á daginn. Svo breytist þetta víst í ball á kvöldin þannig við ætlum að kíkja á pleisið í kvöld og tjékka það át. Fyrir Danina þá er þetta staðsett rétt utan við Tårnby og heitir Ullerup....

Annars gerði litla fjölskyldan stórkaup í gær þegar við keyptum standandi viftu til að koma loftinu á hreyfingu. Höfðum hana í gangi í alla nótt og jiibbííí ég gat sofið heila nótt án þess að vakna alveg að kafna úr svita eða þurfa að súpa smá vatn.

Var svo að koma frá Ringsted þar sem við spiluðum æfingaleik við TMS sem eru nýkomnar upp í líguna. Ég held ég verði bara að vorkenna greyjunum því þær eiga sko erfiðan vetur fyrir höndum... náðu bara jafntefli við okkur greyin!!

föstudagur, ágúst 06, 2004

Fréttir, slúður og allt að gerast!!!!! 

God morgen, jeg har det rigtig godt :-)

Heyriði, haldiði ekki að kjéllan sé að fara í atvinnuviðtal á mánudaginn :-) Ég er sem sagt að fara í próf og fleira sem þarf til að gerast starfsmaður Post Danmark... hahahhaa hvernig ætli ég taki mig út á pósthjólinu í júníforminu.... kræææst!!!! En jæja ég hlakka allavega til því þá getur frúin skaffað seðla inn á heimilið í fyrsta skipti í heilt ár (ups)

Svo erum við bara að andast!! Það er svo heitt...... Stefnir víst í einhverja hitabylgju hérna í næstu viku út af einhverjum thunderstorm sem ýtir heita loftinu til Norður-Evrópu, ohhhh ég meina það maður!! Sko, hallirnar hérna eru ekki með loftræstikerfi eins og þær heima og gvuð minn góður að hlaupa í þessu... ég svitnaði svo rosalega í gær að ég þurfti að leggjast og hella yfir mig vatni til að það myndi ekki líða yfir mig, svo slæmt er það !!!! (ps.vatnið í brúsanum mínum verður alltaf heitt)

Já svo erum ég og stjórnin í Ydun í sameiningu búin að ganga frá ferðinni okkar á Reykjavík open og allt að verða klárt. Fæ að vita í næstu viku hvort við fáum Kapla undir okkur en það ætti alveg að ganga :-) Ætluðum sko að vera heima hjá múttu og far en eftir nánari umhugsun er það eiginlega too much að fá 15 manns inn á greyið foreldra mína, finnst ykkur ekki?!?!?! En stefnan er að sjálfsögðu tekin á Gullfoss og Geysir, Bláa lónið, ganga Esjuna og ég veit ekki hvað. Allir sjálfboðaliðar eru vel þegnir (til að aðstoða mig) og góðar hugmyndir eru einnig auglýstar :-)

Svo ætlaði mín í brúðkaup á morgun til Marianne Florman en neiiiiii, þú átt að spila æfingaleik Harpa á nákvæmlega sama tíma í Ringsted :-( ææjjiii en það verður víst að hafa það. Það eru allar stelpurnar hundfúlar yfir þessu og Marianne er örugglega líka sár en ég er allavega með í brúðargjöfinni þannig... það er allavega eitthvað :-/

Mæja hí, mæja hú, mæja ha, mæja haha!!!! Jæja mín er farin að gera eitthvað af viti.. eins gott að nýta tímann þar sem ég er maybe að hætta í fríi :-( eins gott að njóta þess beibí :-)

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Dumt spørgsmål !?!? 

Hvað segiði um heiðskýrt og árssafn af Séð og heyrt út á pall.. einmitt, hélt það :-) Sjáumst............

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

In the army 

En dag tilbage eða eins og þeir orða það "Nick & Jay" hér í danmörku.

Já núna byrjaði ég í hernum, við markmennirnir erum sendir í 2 mánuði í heræfingabúðir, svo hver var það sem sagði að það væri bara afslappandi að vera í marki, æfum mikið meir en aðrir.

Vollyball eða beach vollyball sem ég keypti í dag því það er búið að vera svo heitt. Harpa er nébbla alltaf að reyna að draga mig út en ég hef ekkert að gera þarna úti svo að nú er ég að stefna á beach vollyball meistartitilinn hér í Danmörku. Skora líka á Hröbbu Skúla að vera makkerinn minn í þessu dæmi!

En rejse i banken, ikke banke!!!!!

Minns er meiddur :-( 

Átsss, ég er skadet!! Haldiði ekki bara að skvísin hafi fengið íþróttameiðsl í gær. Við vorum í einum af okkar skemmtilegu intervalsprettum á gervigrasinu góða þegar að kjéllan bremsaði aðeins of harkalega og lærið dó. Þetta er samt ekki eins slæmt og sjúkró hélt fyrst og verð ég vonandi orðin spræk í lok vikunnar :-)

En greyið Árni minn því ég læsti hann víst úti þegar ég fór á æfingu og vegna lærsins míns tók það mig náttla miklu lengri tíma að hjóla heim. Greyið, beið úti í nærri 3 tíma eftir mér og var nýkominn úr 21 km útihlaupi.... ææjjjj og hann var alveg orðinn kaldur og vitlaus!!

Annars er ég að fara á fund á miðvikudag til að máta nýja puma outfittið mitt sem við eigum að spila í. Gvuð, við skulum vona að þessar stuttbuxur verði sómasamlega síðar..... ;-)

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Axel í heimsókn 

Axel vinur hans Árna úr Garðabænum er í Kaupmannahöfn núna yfir versló og hittum við hann og Brynju kærustuna hans niðrá Striki í gær. Gaman að hittast og er strákurinn bara að fjárfesta í íbúð og læti í bryggjuhverfinu og bíðum við spennt eftir að sjá. Annars ætla þau skötuhjú að kíkja við í heimsókn í dag :-)

Fyndið að segja líka frá því að með þeim í för eru einhver frændsystkini Brynju og eru þau úr Hafnarfirðinum og vissu sko alveg hver Villi í fótboltanum var (brósi minn) og eru þau öll fædd ´87... gvuuuð ég held að bróðir minn sé að verða stór... uummm orðinn stór!!! :-)

Hiti og sviti... 

Úúffff við erum að kafna. Ég held að við kaupum okkur viftu í dag því þetta gengur barasta ekki lengur. Við vorum að reyna að sofna í gær en ekkert gekk því það er ólíft inni hjá okkur. Allir ofnar á núlli og gluggar opnir en hitinn er bara svo mikill og við í lítilli íbúð... ekki alveg að ganga!!

Svo held ég líka að við fjárfestum í öðru... nemlig muggafælu!!! Við erum nébbla útbitin og ég meina það. Ég fór bara til læknis í gær og fékk ofnæmispillur við þessu helvíti því önnur eins stærð á bitum hefur ekki sést og Árni greyið er ekki svo slæmur en hann er með miklu fleiri bit en ég... úúfff þetta er svo vont!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?