<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Helgin nálgast eins og óð fluga.... 

Finnst ykkur ekki æðislegt þegar helgin nálgast.... ég elska helgar :-) Alltaf eitthvað gott að borða hjá manni og eitthvað spennandi að gerast. Til dæmis er þessi helgi stútfull af skemmtilegum hlutum ! :-)

miðvikudagur, september 29, 2004

Sammála Hröbbu ! 

Ég var að lesa skrifin eftir hana Hröbbu mína um Önju Andersen og ruglið í Slagelse. ÉG verð nú bara að tjá mig um málið og lýsa yfir hversu glötuð þessi manneskja er, manneskja því ekki er hægt að gera greinarmun á hvort hún er kvenleg eða karlaleg greyið!

En sem sagt... hún kvartar yfir að spila aldrei með besta liðið sitt og gerir lítið úr dönskum handbolta með því að stilla upp djókliði á móti dönsku meisturunum. Mín skoðun er sú að Anja er ekkert vitlaus greyið, hún veit vel að Viborg hefur sterkara lið og með að láta svona eins og hálviti getur hún kannski komið í veg fyrir að fólk segi að liðið hennar sé lélegt, eða allavega talar fólk um eitthvað annað en að Anja eigi ekki besta liðið í dag?!?!

En það sem mér finnst svo glatað við þetta Slagelse dream team er hversu aðdráttaraflið við að bara að fá að mæta á æfingu hjá þeim er mikið. Við vorum með einn vinstri hornamann í fyrra sem var svoldið svona sýndargella og vildi frekar skrúfa hann en að skora mark. Hún fékk svo símtal í sumar um hvort hún vildi æfa.. já æfa með Slagelse og svo fólk sé með þetta allt saman þá eru hvorki fleiri né færri en 8 vinstri hornamenn á æfingu hjá 1.liðinu !!
Hún Lene mín þáði auðvitað boðið þrátt fyrir hnémeiðsli síðustu 3 ár og skólagöngu í miðborg Köben. Hún hefur sagt okkur að hún sé ekki með launaseðil frá Slagelse en hennar laun séu þau að hún fær fría lest daglega á æfingu og upplifunina af að æfa með liðinu.... hvaða rugl er þetta spyr ég bara?!?!?!
Ég ætla nú samt ekki að setja út á neitt því henni hefur nú samt gengið alveg ótrúlega vel bara... hefur verið í hópnum í tveimur leikjum og spilaði meira að segja pínu í öðrum þeirra á móti Álaborg, ótrúlegt en samt ekki því að Anja er jú búin að missa vitið og hvílir stjörnurnar til að leyfa einum af þessum 8 hornamönnum og gvuð má vita hvað eru margir í hinum stöðunum að spreyta sig :-)

Jæja nóg af dream team í bili......

þriðjudagur, september 28, 2004

Hvítt lík í kvöld 

"Eins og hvít lík
kom fyrsti snjórinn í nótt."
eins og Bubbi vinur minn orðar það.

Já undur og stórmerki gerast enn þann dag í dag, Halli er sestur við tölvuna og er byrjaður að blogga. Það er nú bara af því að hann er svo pirraður og verður að láta það vaða.

Húshjálpin var bara enn að þegar ég kom heim, já Harpa var bara heima þegar ég kom heim úr vinnu í dag og var búin að þvo þvott og vaska upp, ótrúlegt.

En nú kemur pirringurinn þeir sem eru í góðu skapi núna vinsamlegast slökkviði eða farið á annað blogg, það var æfing í dag já og vorum að spila á sunnudaginn og æfing á laugardaginn en æfingin í dag var eftirfarandi bara fyrir markmenn: (var verið að opna nýja hlaupabraut)

800m upphitun
2 x 400m sprettir
20 x 60m sprettir
5 x 400m hlaup með æfingum inní og sprettum
hliðarskref í markinu í c.a. 4x 1mín full keyrsla
20 mín skotæfing þar sem við vorum látnir keyra okkur út
svo bara venjuleg æfing í 70 mín.

Sorry en var bara að væla smá

Með von um samúð

Sænska blómarósin að flytja :-( 

Æjjj ég er ýkt leið... það eru sko fjögur hús í okkar lengju hérna á kolleginu og það eru sem sagt við, hindúar, tyrkjastelpa og svo ein dönsk sem við héldum alltaf að væri sænsk því hún er með mega hreim frá Fjóni.

Hún var sem sagt að klára skólann sinn í sumar og fékk bara bréf viku seinna um að hún mætti búa í 3 mánuði enn og svo yrði hún að flytja og nú er hún bara að fara að búa hjá systur sinni því hún á hvergi heima, á að losa 1.okt... ææjj greyið!! Ég á eftir að sakna hennar og vona sko sannarlega að það komi skemmtileg stelpa í staðin því þessir hindúar og tyrkir eru ekki alveg að gera sig, ekki alveg að fíla brandarana mína allavegana ;-)

Sem betur fer fyrir rugludallinn Siggu Birnu ;-) Hei mús, ég er gjörsamlega aldrei heima en ég ætla að koma í kaffi til þín eftir æfingu annað kvöld, kem um 9 leytið!!!

Fyrsta einkunn í hús... 

Þá er fyrsta einkunn vetrarins komin í hús og lofar hún góðu fyrir framhaldið því við Íslendingarnir gerðum okkur lítið fyrir og fengum 9 í einkunn fyrir fyrsta fjármálaprófið okkar. Við tökum í allt 5 svona próf fram að jólum og vorum einmitt að leggja lokahönd á próf nr.2 í gær... við erum nú ekki alveg jafn viss um það en ég vonast eftir 8 í því prófi, Andri er alltaf svartsýnn og er áræðanlega sáttur við 6....

Annars eru Hovmålvejbúar ansi hressir bara. Árni lifir góðu piparsveinalífi í endaraðhúsinu okkar því ég er gjörsamlega aldrei heima. Hann er búinn að ergja okkar skemmtilegu hindúa-nágranna með heimabíókerfinu sínu en ég ætti nú að láta hann skrifa sjálfan við tækifæri :-)

sunnudagur, september 26, 2004

20 marka sigur í dag... :-) 

Já já, allt að gerast... við unnum bæði okkar leiki í dag, Árni og co unnu með 11 mörkum og við Ydun tussur unnum eitthvað jótalið með 9 mörkum. Ég var með eftir þessi meiðsli mín og þakkaði pent með 5 mörkum og 2 fiskuðum vítum og spilaði samt bara í 40 mín. Var eiginlega búin á því eftir þann tíma því eftir 2 vikur í kjéllingaæfingum er mín ekki alveg upp á sitt besta, en því verður sko bætt úr strax á morgun :-)

Annars spilaði ég á móti fyrstu gelgjunni hérna í DK. Greyið stelpan, hvernig er hægt að vera svona leiðinleg og hafa komment á gjörsamlega allt... og sérstaklega þegar ég var orðin mega pirruð á henni og babblaði nokkur íslensk orð á hana, þá fyrst fór hún á fullt... sem sagt glöööööötuð gella en reyndar allt í lagi því greyið gat ekki mikið í dag :-)

En ég vígði nýja puma outfittið mitt #8. Góður búningur, stærri treyja miðað við síðasta tímabil en stuttbuxurnar eru gegnsæjari en allt og alveg jafn stuttar :-/ Ég verð að versla eins og eitt stykki hjólabuxur undir néma að ég gerist náttla bara foxy og fari að spila í géé ;-)

En hey.... við borðuðum íslenskt lambalæri, brúnar kartöflur, grænar baunir og sósu í gærkvöldi. Verður það íslenskara uuuummmmmmmm :-)

laugardagur, september 25, 2004

Skemmtilegur sólahringur... 

Hejza :-)

Það er nú aldeilis búið að vera fjör hjá okkur. Í gærkvöldi heimsóttum við Andra bekkjó og parið, Stefán Melsteð og Ástu, sem búa með Andra. Þema kvöldsins var að spila trivial og það var Hovmålvej á móti Holmbladsgade og var Árni ekkert allt of viss um að makkerinn hans myndi skila sínu... WHAT !!!

Svo þegar fór að líða á leikinn fórum við að taka eftir því að við svöruðum gjörsamlega engu rétt og spurningarnar sem við fengum voru klárlega erfiðari en keppinautnanna.... við komumst svo að því að tapið okkar í spilinu er að sjálfsögðu titlað á útileikinn og næst þegar við spilum verður það sko á heimavelli Hovmålvejbúa, og þá verður sko lítið um svör hjá andstæðingnum, ekki rétt :-)

Annars mætti ég svo í póstinn í morgun og var mæld í bak og fyrir því nú á ég að fara að fá vetrarfötin mín :-) En annars var alveg ógeðslega mikið af pósti og auglýsingum og ég var ekki búin fyrr en 12 (launuð til 14) en ég hef aldrei verið búin svona seint.

Eftir þetta nennti ég sko ekki að fara að læra þannig ég skrapp aðeins út í Fields og ætlaði að kaupa mér þennan flotta flauelisjakka á tilboði.... heyrði, þá byrjar þetta helvítis tilboð ekki fyrr en á mánudaginn þannig ég fór í pínu fýlu og fór inn í H&M í staðinn og keypti mér dragt :-) hahahahaaa.... sem sagt peningurinn sem ég vann mér inn í dag er búinn :-) En ég hitti líka Gígju systur hennar Silju Þórðar og bauð henni að sjálfsögðu að fá taxfree af dragtinni minni :-) (held hún hafi verið alveg í skýjunum)

En jæja nóg af bullinu, Árni er að horfa á fótbolta og er alveg tjúllaður yfir hvað Danirnir sýni alltaf lélega leiki... þeir sýna alltaf Chelsea sem skorar aldrei neitt....

föstudagur, september 24, 2004

Kátt í höllinni... 

Það er alltaf svo gaman þegar fólkið okkar góða hringir óvænt frá Íslandi. Mamma er sérstaklega dugleg við það og var ég akkúrat að hugsa í gær hvað mig langaði að heyra í einhverjum þegar mútta hringir til að kjafta :-) I love it og það ættu fleiri að taka sér þetta til fyrirmyndar því við turtildúfurnar erum náttla bara 2 ein í kotinu !!

Annars er alveg að koma helgi, hversu yndislegt er það. Ég á eftir að sitja yfir feitu verkefni í allan dag en það er nú ekki svo slæmt enda í uppáhaldsfaginu mínu, finance. Árni var að pæla í að fara í klippingu eftir vinnu en held að hann sé hættur við... sjáum til hvernig hann verður þegar ég kem heim.

Svo ætlum við að bjóða til veislu á laugardagskvöldið. Reyndar engin stórveisla en við höfum átt íslenskt lambalæri í frystinum sem er tími til kominn að spísa og ætlum við að henda á grillið á double deiti því Ásta og Binni ætla að koma í mat :-) Svo er auðvitað sunnudagurinn undirlagður handbolta eins og alltaf. Við eigum bæði leiki á sunnudögum sem þýðir að við getum aldrei séð hvort annað spila, hversu glatað er það.... þar fór minn eini áhorfandi ;-)

En jæja, ætla að fara að klæða mig og drífa mig í skólann... bið að heilsa í bæinn!!

fimmtudagur, september 23, 2004

23. september 2004 

Rosalega líður þetta hratt... og haustfríið er bara eftir 2 vikur jibbíí :-) Reyndar er ég búin að lofa mig í vinnu alla vikuna við póstburð til að græða smá pening sem er náttla bara gott mál! Ég er líka þessi öfuga týpa við flesta, mér finnst miklu skemmtilegra að vinna heldur en að vera í skóla!!!!!

En já... hahhaa hvað er það með þessa frétt að Íslandsbanki opni nú 8.30 og Landsbankinn ætli sko ekki að fylgja með en hafi opið lengur en 16 á mörgun stöðum. Er þetta ekki týpískt íslenskt þjóðfélag... fer fyrst í gang upp úr 10 (Bónus opnar fyrst 12) og er að langt fram á kvöld. Gvuð, ég veit ekki hvernig ég verð þegar við flytjum heim maður, allt lokað þegar ég ætla mér að redda hlutunum ;-)

miðvikudagur, september 22, 2004

Rútínur og aftur rútínur.... 

Well well, ekkert mikið að frétta svo sem.... ég verð bara alltaf að skrifa reglulega :-)

En gvuð minn góður, það var sól fyrir 5 mín. og ég var að skutlast með þvottinn okkar og skammaðist mín eiginlega fyrir að hafa tekið lestina í morgun í skólann því það var svo gott veður... eins gott að ég tók lestina því núna er allt í einu slagveður í orðsins því rigningin er lárétt takk fyrir... og greyið Árni er örugglega á leiðinni heim úr vinnunni akkúrat núna, ekki gott!!!!!!

Annars er skólinn alveg að gera sig. Ef ég fengi laun fyrir tímann sem ég nota í þetta væri ég sko orðinn múltí milli því slík er yfirvinnan, en samt á ég eftir að lesa meira en helminginn af efninu, pæliði í þessu!! En jæja, þetta er erfiðasta önnin mín og eftir þetta hægist aftur á jibbíí !!

En jááá, að handboltanum. Ég er nú búin að æfa "normalt" þessa vikuna og finn ekkert til ennþá í hásininni sem er náttla súper og mér finnst auðvitað alveg ógeðslega gaman á æfingum og er eins og belja á vorin því ég hleyp eins og hálviti út um allt :-) Nú verður hásinin líka testuð í kvöld þar sem við spilum einhvern æfingaleik, ekki veitir af miðað við leikinn síðustu helgi !!

En jæja, Árni kallinn er kominn heim reeeeeeennnblautur greyið, bið að heilsa :-)

þriðjudagur, september 21, 2004

Skítaveður.... 

Buurrrr, það er sko komið drullumall í veðrið hérna, ekki alveg að gera sig sko!!! Við erum með hita í gólfinu hjá okkur og kerfið var bara ræst í gær því íslenskt slagveður og rigning er ekki alveg að virka! Svo er líka orðið skítkalt á morgnana og kvöldin :-/

Annars ákvað stelpan bara að nú væri komið að því að kaupa sér fyrsta mánaðarkortið í lestarnar. Það gengur ekki að hjóla allan veturinn um 11 km í skólann og svo igen í handboltann sem gerir um 50 km á dag + æfingu!! Ég gerði þetta að vísu allan síðasta vetur en þá bjó ég líka aðeins styttra frá skólanum og fékk líka að gjalda fyrir þetta með risalærum sem FH-stelpurnar gerðu nú grín af um daginn ;-) En nú er ég allavegana bara orðin svo fín frú að ég verð að taka metroinn til að "survive" ;-)

En er að rjúka í skólann til að klára hópaverkefnið með grúppunni minni, erum allavegana enn á áætlun í þessum 100 verkefna kúrs okkar, jesús!!

En sjáumst rúsínurnar mínar :-)

sunnudagur, september 19, 2004

Til hamingju FH-ingar :-) 

Jibbíí FH Íslandsmeistari í fótbolta :-) Góða skemmtun í gleðinni í Kaplakrika !!

Annars var ég að setja inn nýjan link hérna á síðunni. Ekki er músin hún Sigga Birna að segja manni að hún sé að blogga á fullu... hún er reyndar ekkert dugleg en ætlar víst að bæta úr því :-)

Statistíkin segir satt... 

Yfir 90% líkur á að ég skrifi næstu grein ;-) hahahhaaa.....

En já helgin, það er nú aldeilis búið að vera skrítin helgi finnst mér. Byrjuðum að fara út að borða á Jensens á föstudagskvöldið og var það alveg rosalega gaman og góður matur. Árni greyið rúllaði út af staðnum því hann fékk sér all you can eat af rifjasteik og það var bara brett upp ermarnar. Held reyndar líka að hann hafi verið að heilla þjóninn okkar sem var vægast sagt fríð stúlkan. Mér finnst samt algjör synd að ég hafi ekki verið með myndavél því þjónninn kom með rusladisk fyrir beinin hans Árna og hahahahaa hann var orðinn veeeeeel stappaður í lokin :-)

Svo vaknaði ég fyrir allar aldir á laugardeginum til að bera út póstinn like usually á laugardögum. Í þetta sinn þurfti ég að spretta úr spori til að ná rútunni í leikinn hjá Ydun stelpunum til Odense. Þess vegna var hringt í Árna rétt um 7 leytið og hann var látinn aðstoða við útburðinn... að sjálfsögðu byrjaði strákurinn hægt og var engann veginn að fitta inn í póstjobbið en í lokin var kauði orðinn svo snöggur að póstmasterinn sjálfur hafði varla undan að dæla bréfum í piltinn ;-)

Ég sem sagt rétt náði rútunni (5 mín of seint) og fannst rosalega skrítið að vera ekki að fara að spila... fannst eiginlega ekkert gaman að vera í bílnum því það er bara ömurlegt að vera meiddur. Sem betur fer sat ég ekki ein upp í pöllum því Karen örfhenta skyttan okkar er líka meidd sem gerir það að verkum að hægri vængurinn er frekar lamaður eitthvað! Og í þokkabót að fá svo skilaboð að videomaðurinn hafi ekki komist með og ég og Karen þyrftum að taka upp leikinn... WHHHAAATTTT!!!
En Ydun tapaði þessum leik alveg rosalega stórt eða með 8 mörkum og þurfa virkilega að fara að hugsa sinn gang. Við unnum þetta lið í báðum leikjunum okkar í fyrra...
Ég ætla sko rétt að vona að ég megi mæta á æfingu á mánudaginn enda orðin frekar pirruð á þessu. Fer til sjúkraþjálfarans eftir skóla á morgun og fæ þá að vita hvort ég megi gera annað en útihlaup, hjóla og kjéllingaæfingar!!!!

En jæja að öðru því Árna var síðan boðið í smá útskriftarteiti hjá Sverri FH-ing í gærkvöldi. Held að það hafi bara verið rosa gaman en Árni er enn sofandi því klukkan er rétt að skríða í 9. Ástæðan fyrir því að ég vakna svona snemma er sú að ég ætlaði að vera ógeðslega dugleg ein heima að læra á meðan Árni færi í veisluna. Nei nei, er ég lík mömmu minni eða hvað.... ég sem sagt sofnaði klukkan 21:00 í sófanum búin að koma mér vel fyrir með bækurnar og vaknaði fyrst þegar Árni kom heim um 3 leytið og auðvitað kveikt á öllu hjá mér, frábært!!! Þannig lesturinn fór fyrir bí en það verður líka tekið á því í dag enda sé ég fram á góða falleinkunn ef þetta heldur svona áfram, s.s. að skilja ekki boffs í þessu :-/

Annars er allt gott að frétta af okkur turtildúfunum, við höfum það fínt í alla staði og heiiiii baráttukveðjur til fótboltastrákanna í FH sem ætla nú ekki að klúðra þessu í ár og taka dolluna á Akureyri í dag :-) Áfram FH !!!

föstudagur, september 17, 2004

Ódýrt... eða ekki!!! 

Nú er Icelandexpress að senda 5.000 kr. ávísun á alla netklúbbsmeðlimi og biðja þá um að panta flug. Ég ætlaði fyrst að fara að væla yfir að ég hefði keypt flug í gær og því tapað 10.000 kalli en neiiiiii.....

Við pöntuðum flugið okkar með Icelandair og kostaði það 1649 danskar. Ef ég hefði pantað sömu dagsetningar hjá Express hefði það kostað 2.200 á haus, að frádregnum 440 kallinum er flugið á 1809.... sem sagt enn að græða, og við fáum að éta um borð :-)

Nú held ég að það sé endanlega á hreinu að ég er snobbuð og flýg bara með Icelandair og það getur nú bara borgað sig mine venner :-)

En út í annað... fyrst ég er nú að læra statistik og verð örugglega með bókina opna alla helgina sökum verkefnaskila í næstu viku þá þarf ég nú að koma með eitt dæmi !!

Þannig er málið að það voru birtar fréttir í blöðunum um skiptingu námsmanna eftir þjóðerni og í ljós kom að útlendingar eru 7% af öllum námsmönnum í DK. Af síðan öllum útlendingunum eru Íslendingar í 2.-3.sæti ásamt Svíjum með 5% hlut.... (Norðmenn eru efstir með 10%)
Mér finnst því bara ekkert skrítið hvað ég sé að hitta marga Íslendinga allt í einu í skólanum þessa dagana... allt morandi í þessum kvikindum en þeir eru nú ekki svo góðir við mig að vera með mér í tímum, það er allir bara í einhverju masterskjaftæði ;-)

En jæja back to the books (veitir ekki af) og skora ég á Árna kallinn að skrifa næstu grein því samkvæmt statistíkinni eru yfir 90% líkur á að ég skrifi næst ;-)

fimmtudagur, september 16, 2004

Jólaflugið okkar bókað :-) 

Jibbíííí.... ég er búin að panta flugið okkar heim um jólin og fékk bara ótrúlega góðan prís, 1649 danskar, það gerist nú ekki mikið ódýrara en það skal ég segja ykkur :-)

Árni kemur aðeins á undan mér eða þann 17.des og ég kem svo þann 19. Ástæðan er sú að ég þarf að keppa einn leik á laugardeginum 18. á Jótlandi.
Svo er ég reyndar bara í stuttu stoppi því ég fer aftur til Köben þann 28.des. Það vita allir að maður getur ekkert lært í fríinu sínu og ég á að mæta í próf þann 4.janúar, kristilegur tími það. Ég er því búin að fá matarboð hjá Siggu Lóu og co á gamlárskvöld og ætla bara að njóta þess að vera ein í kofanum milli jóla og nýárs og læra eins og sjúklingur :-) Ekki alveg uppáhaldsplanið en það er nú allt í lagi að prufa svona einu sinni !! þaggi.....
En Stjáni (K.Larsen) getur samt alveg verið rólegur því Árni kallinn verður á sínum stað á gamlárskvöld í góðum fíling því hann flýgur fyrst til Köben þann 3.janúar!

Held reyndar að það verði pínu trouble með allan farangurinn okkar og þessar blessuðu jólagjafir því við förum í sitthvoru lagi og getum því ekki "stolist" með nein aukakíló en trúið mér, við verðum búin að finna ráð þegar að þessu kemur, ætli það verði ekki bara handfarangur upp á 50 kíló eins og síðast !! ;-)

miðvikudagur, september 15, 2004

Arkitektinn hann Árni 

Það er sko aldeilis orðið fínt hjá okkur :-)

Árni gat ekki sofið síðustu nótt því það var svo brjálað veður og grillið okkar fauk víst út á blett og ég veit ekki hvað og hvað... auðvitað svaf ég bara eins og steinn :-) En allavegana, í morgun var Árni búinn að liggja andvaka í 2 tíma þegar ég vaknaði til að fara í skólann og þá var hann búinn að hugsa hvernig hann ætti að breyta í íbúðinni okkar !!

Svo fór ég á æfingu og Árni sem á frí á miðvikudögum umturnaði íbúðinni á meðan og nú eru báðir sófarnir okkar niðri og þetta líkist alvöru stofu í fyrsta skiptið og svo er ég líka komin með mína eigin skrifstofu uppi í herbergi, jibbíí :-)

Þeir sem vilja sjá verða bara að koma í heimsókn :-) Ég efast nú samt ekki um að Árni nenni að taka nokkrar myndir fyrir liðið heima en þið verðið þá að biðja fallega!

Svo erum við búin að kaupa eina jólagjöf og hún kostaði sko vesen... ekki orð um það meir því ég var svo pirruð en svo var ég líka að flytja fyrirlestur í dag sem ég fékk "góðkenntan" sem þýðir að ég stóð mig vel :-) Nú er svo bara að skila heimaprófinu á föstudaginn og svo að njóta dagsins með Árna þar sem Jensens verður tekið með pomp og prakt!

Jæja, nú verð ég að hætta að blaðra en eitt enn, Hrabba mín var að vinna leikinn á móti Kolding og var meira að segja að hamra tvo í netið rétt áðan í fréttunum, gógó Hrabba :-) Ég sendi henni sms fyrir leikinn og þar sem ég er svo ógeðslega hjátrúarfull geri ég þetta líka fyrir næsta leik og sé hvort þetta sé ekki happa :-)

Árni er löngu sofnaður greyið enda alveg búinn eftir alla flutningana... ég ætla að skríða upp í til hans og segi góða nótt bakkabræður og fariði nú að kommenta asnarnir ykkar ;-)

þriðjudagur, september 14, 2004

Þvotturinn í ólagi 

Greyið Árni er alveg í rusli núna yfir að hafa týnt þvottakortinu okkar... ég held samt að hann sé ekkert svo svekktur því nú er það endanlega á hreinu að hann fær aldrei að þvo aftur :-)

En þetta helvítis þvottakort maður... það er enginn lás eða leyninúmer á því þannig ef maður týnir því getur hver sem er notað það og þvegið á okkar kostnað, t.d. fékk Sigga Birna reikning upp á 700 kall þegar hún týndi sínu korti og vona ég sko innilega að okkar hafi bara farið ofan í ræsið eða eitthvað... það verður allavega spennó að sjá næstu leigu :-/

Svo erum við byrjuð að kaupa jólagjafir þannig fólk verður að vera snöggt með óskalistann þetta árið... Við erum svona snemma í því í ár vegna lélegrar stöðu á fjárhagnum eftir síðustu jól þar sem frí, jólagjafir og flugmiði voru ekki alveg að gera sig hjá parinu :-) Nú er allavega stemmt að betri fjárhag þetta árið ...

Annars er ég meidd og fæ ekkert að æfa þessa dagana. Frekar asnalegt eitthvað... ég var að drepast í hásininni á Íslandi og kom svo hingað út og eftir heimsóknina mína til sjúkraþjálfarans nuddaði hann þetta bara og sagði svo "god kamp" fyrir GOG leikinn. Svo var ég auðvitað alveg að farast eftir þann leik og fór til FCK sjúkraþjálfarans þar sem ég gat ekkert beitt mér neitt... og þá varð hann alveg tjúllaður yfir að ég hefði spilað leikinn á móti GOG :-( þannig nú eru það bara einhverjar kjéllingaæfingar og hjól... hversu boring er það maður !!!!!!!

En jæja, fjármálafræðiprófið kallar... ef einhver vill fræðast um danska skatta og vaxtasystemið má hann alveg bjalla, ég er orðin sérfræðingur dauðans :-)

sunnudagur, september 12, 2004

Vissi það... 

Jii ég hefði aldrei átt að segja það hérna á netinu að það væri endalaust gott veður.... nú er sem sagt komið ógeðslegt veður og er því spáð út alla vikuna :-( Ohh ég ekki nénna að hjóla í fyrramálið !!!

Annars er ég farin að sakna þess að fólk kommenti við skrifin mín... reyndar eru þetta búnar að vera ekstra leiðinlegar greinar í síðustu viku enda ekkert spennó að gerast hjá okkur néma vinna og skóli! En hér með auglýsi ég eftir fólki til að láta vita að þið séuð á lífi :-)

knus og kram

laugardagur, september 11, 2004

Ný föt í fataskápinn ! 

Jeminn, ég sem ætlaði bara að kaupa kjúklingabringur til að grilla í kvöldmatinn.... nei nei við Árni komum bara heim með sitt hvorn jakkann eftir ferðina okkar út í Fields í dag. Árni byrjaði, ég endurtek Árni byrjaði og langaði í þennan flotta brúna leðurjakka sem fór kallinum bara helvíti vel og úr varð að við keyptum hann. Þá gat ég náttla ekki farið tómhent heim þannig ég fann mér þennan fína jakka líka .... :-)

Nú erum við sem sagt algjörar pæjur en það sem Árni veit ekki er að maður verður að kunna að versla. Hann á ekki í vandræðum með að finna föt við þennan leðurjakka sinn en ég.. hhuuummmm það passar sko ekkert við græn/bláa jakkann minn þannig nú neyðist ég til að kaupa föt í stíl... ææjj ææjj ;-)

Blíðveður og redderí 

Það er alltaf svo geggjað veður hérna uummmmm ýkt næs en ég ætti kannski ekkert að vera að segja svona því þá byrjar pottþétt að rigna á morgun :-/ !!!

Annars er ég alveg að slá í gegn í öllu þessa dagana :-) Skólinn er alveg að slá í gegn því hann er bara á rassgatinu hahahaaa, en svo var opstartfest hjá Ydun í gær og þar voru allir ýkt svekktir yfir að Íslendingurinn færi snemma heim því þær segja að miðað við næturlífið á Íslandi ætti ég alveg að geta gert góða hluti í Köben, en ég held reyndar ekki því ég þekki engan þegar í bæinn er komið :-/

Svo var ég að redda alveg rosalegu áhyggjuefni í póstinum. Ég vinn nébbla alla laugardaga og þarf að fara til Odense að spila næsta laugardag og þorði engan veginn að biðja um frí því ég er búin að vera í fríi síðustu 2 skipti. Þannig ég plataði Lissy sem er með hverfið mitt virka daga að taka alla auglýsingabæklingana á föstudeginum (af þeim er mikið takk fyrir) og þá hef ég enga bæklinga laugardag og bara póst og það sparar sko geggjaðan tíma... ég ætti þá að vera búin á skikkanlegum tíma og næ þá í rútuna fyrir leikinn og auðvitað fæ ég Árna kallinn líka í smá útburð til að það verði ekkert stress :-)

föstudagur, september 10, 2004

Niðurgangur.... 

Jeminn eini maður, við skitum sko feitt í okkur í gær. Töpuðum með milljarð en ég verð að viðurkenna að þær eru alveg helvíti góðar bara. Reyndar er þetta rosalega mikið annarri skyttunni okkar að kenna (hin sem er betri hefur ekki verið með síðustu 3 vikur) en þessi, sem er ný hjá okkur, næstum 2 metrar og ætti nú að geta skotið getur ekki blautan skít maður... oohhh hvað hún er pirrandi og gvuð hvað er gaman að geta skrifað svona hérna án þess að nokkur skilji því ég er auðvitað litli sæti útlendingurinn sem segi aldrei neitt :-) Reyndar er ég búin að segja hálfu liðinu að pabbi kalli gelluna Gunnu stöng en það er nú bara fyndið...... ;-)

Annars er ég með "útigangsmann" sem kennara í statistík og ég mætti í bol merktum Íslandi í morgun í tíma. Hann réðst auðvitað á mig og komst að því að ég ætti þennan rosalega vasareiknir og hélt fyrst ég fengi 13 í faginu en svo þegar ég sagði að ég hefði aldrei átt svona apparat áður þá var hann nú fljótur að gera bara grín af mér það sem eftir var tímans með því að segja að fólk þyrfti nú að nota tímann vel og læra á gripinn, sérstaklega Íslendingar sem hefðu aldrei kynnst svona flottu tæki fyrr ???!?!?!!

Annars er helgarfrí hjá Hovmålvejbúum og það verður notað í lærdómsbækur og póstútburð hjá Hörpunni og Árni er að reyna að mana Binna í pínu teiti á laugardagskvöldið... Binni nú er það sem sagt opinbert :-)

fimmtudagur, september 09, 2004

8 liða bikarinn 

Jájá... þá er maður að fara að leggja í hann í sinn fyrsta alvöru leik hérna í DK. Úfff þessi leikur er nú ekki af verri kantinum þar sem við mætum úrvalsdeildarliðinu GOG í 8 liða bikar. Ég var nú alltaf búin að hlakka til því ég hélt að GOG væri nú bara ekki með neina leikmenn eftir að "hárlukkan" fór úr liðinu en þær eru komnar með rooooooosalega spilara. Hahahhaa, þær eru með ólíkustu skyttur sem ég hef séð, einhvern sleggjukastara frá Rússlandi í vinstri bakk og svo einhverja trítilóða skáeygða beyglu í hægri bakk.... hahahhahaa sem betur fer er ég ekki þar í vörn :-)

Vonandi kemur maður með hausinn á réttum stað eftir þennan leik, þýðir ekkert annað en að fara cool inn í Gudme-hallen og gera sitt besta!! Vonum allavega að við spilum bara aðeins betur en á klakanum, þá ætti dæmið alveg að ganga upp :-)

Vi ses

miðvikudagur, september 08, 2004

Skólinn kominn á fullt.... 

Jæja þá er maður kominn inn í allt svona eins og það verður hjá manni fram að áramótum. Skóli frá morgni til kvölds, og svona rétt áður en kvöldið hefst mætir maður á æfingu og þegar er aukatími skellir maður sér í póstgallann og sér svo sinn heittelskaða svona rétt fyrir svefninn :-)

Nei nei, ég vona nú ekki að þetta verði alveg svona slæmt en slæmt verður það. Var jákvæð í gær þegar ég gerði mitt fræga plan en það var nú ekki lengi að fjúka í morgun þegar ég fékk í hausinn öll þau verkefni og fyrirlestra sem ég á að skila phúúfff !!!! Og annað.... ráðlegg ekki fólki að missa af fyrstu vikunni.... hahahahaaa!!

Annars gengur lífið sinn vanagang á Hovmålvej en núna er að sjálfsögðu rútínan fræga byrjuð alveg eins og í fyrra. Þegar ég á frí á æfingu er Árni að púla og öfugt þannig það er alveg á hreinu hver eldar hvenær :-)

þriðjudagur, september 07, 2004

Þakkir til allra heima !! 

Jiii ég var að lesa yfir það sem ég skrifaði í morgun og fannst það alveg hrútleiðinlegt. Það var nú ekki svona ömurlegt á Íslandi þrátt fyrir að það sem var fúlt skyggi að sjálfsögðu á það sem var frábært !!

Það er að sjálfsögðu fullt af fólki sem hjálpaði mér alveg ótrúlega mikið og á sko skilið þakkir fyrir framtakið. Mamma og pabbi voru náttla æði að leyfa heilum her að búa í stofunni sinni í 3 nætur og leyfa þeim að nota allt heimilið eins og þær byggju þarna sjálfar. Held samt að mamma hafi notið þess því þeir sem þekkja hana vita að hún er ótrúleg félagsvera og var hún komin strax á fyrsta kvöldi í miðjan hópinn blaðrandi dönsku og ensku og íslensku í bland við góðar undirtektir stelpnanna... mér fannst nú samt frekar fyndið þegar liðið vissi gjörsamlega allt um Hörpu litlu strax á öðrum degi !!
Pabba fannst nú samt best þegar þjálfararnir tóku sig til og plöntuðu sér bara út í bílskúr og sváfu þar (pabbi er bílasprautari) hahahahaaa!!!

Svo voru mamma og pabbi hans Árna náttla súper þegar þau buðu öllu genginu í mat. Auðvitað sló Svana í gegn með ótrúlegu boði svona eins og vanalega og Danirnir misstu nærri andlitið því þeim fannst þetta svo rosalegt. Svo var Kristín systa auðvitað líka í stuði því hún tók sig til og skipulagði rosalegt djamm fyrir okkur á laugardagskvöldið sem fór nú "betur" en á horfðist því síðustu menn voru að skríða heim um 7 leytið. Eitt er víst að Hverfis stendur enn fyrir sínu og annað er meira víst að maður djammar ekki fyrir leik um 3ja sætið ;-) híhíhííí !!!

Svo ber líka að þakka ömmu og afa því þau keyrðu með okkur þegar við fórum á Þingvelli, Gullfoss, Geysir og í Kerið. Þessi ferð tókst alveg ótrúlega vel og talaði afi bara stanslaust um hitt og þetta og ég átti í stökustu vandræðum með að þýða yfir á dönskuna til að greyið Danirnir skildu eitthvað því þrátt fyrir tilraunir afa gamla við dönskuna þá var hún ekki alveg að virka. En þegar stelpurnar líta til baka er þetta hápunktur ferðarinnar og önnur eins óp og læti hef ég aldrei heyrt þegar Strokkur kom með eina af gusunum!

Svona í lokin er að sjálfsögðu kveðja til Geira Hall og starfsmanna Kaplakrika fyrir að hleypa þeim inn þar seinni part ferðar. Ég þakka þeim persónulega fyrir því ef ekki fyrir Kapla hefði ég örugglega misst geðheilsuna hahahahhaaaa!!!

En ferðasagan er voða einföld því fyrriparturinn var ótrúlega strembinn þar sem æft var alla dagana, Esjan klifin í slagviðri, Þingvallahringurinn keyrður, Bláa Lónið tekið og Reykjavík skoðuð. Svo var auðvitað vakið frameftir öll kvöld og gvuð minn góður hvað allir voru orðnir rangeygðir í lokin en allir náðu að kynnast ótrúlega vel á þessari ferð og veit maður sko alveg núna hverja maður nennir að heimsækja í kaffi og hverja ekki ;-) úps hahahhaaaa !!!

I´m home !! 

Úff þá er maður loksins komin aftur heim úr ferð dauðans... Ef einhver ætlar að reyna að andmæla því að Danir séu erfiðustu ferðamenn sögunnar og að Íslendingar séu lélegustu skipuleggjendur handboltahreyfingarinnar þá má hann alveg hafa samband því ég hef nóg af efni í gott kvöld :-)

En svona fyrir utan hræðilega handboltaferð þar sem ég varð laaaaang vinsælasti keppandi Íslands þá var allt annað alveg ágætt þrátt fyrir að ég hefði næstum verið lent inn á Klepp þegar líða tók á vikuna :-) Hvað er það með Dani sem eiga að mæta á æfingu í hádeginu að fara í sturtu leið og þeir vakna... jísús ég sem hélt að þeir væru alltaf að spara vatnið sitt, nei nei ekki þegar þeir eru 16 í öðru heimahúsi, þá er allt í lagi að fara bara allir í sturtu !!! Svo líka með þennan helvítis mat maður... oohhh þeim fannst náttla of dýrt að fara út að borða og voru eldandi í tíma og ótíma... djöfulsins bull því ef maður er að fara til útlanda verður maður nú aðeins að lifa á öðru en dönskum heimagerðum mat, hvað segiði þið?? sammála....

En jæja, ég er allavega enn á lífi. Svaf reyndar alveg rosalega út í morgun enda ekki skrítið. Þarf eiginlega að fara að kíkja í námsbækurnar úúfffff búin að missa viku úr sem er ekki gott!! Er svo að fara að keppa í 8 liða bikar á fimmtudaginn á móti GOG og miðað við handboltann sem við sýndum heima verður það ekki góður leikur.. vonum það besta :-)

Eitt í lokin :-) Ég er rosalega fegin að sjá sæta Árna minn aftur :-) :-) :-)

sunnudagur, september 05, 2004

Piparsveinaráð 

Jæja æfingar helgin liðin og sona þægileg þreytta í kroppnum, bara af því að maður veit að ég sé búin að vera duglegur.

Já núna er kellan að koma heim á morgunn mér líður sona eins og mamma og pabbi séu að koma heim úr bústaðnum og verður að eyða öllum umerkjum um að hér hafi verið standandi partý alla 10 daganna. Er semsagt búin að taka allt til,skúra,líma vasan sem ég braut, vaska upp, brjóta saman þvott,og ég ætlaði að þvo en það er eins og það er, allar vélar fullar og allir hér að þrífa og vaska þvott ég vona að það verði í lagi að ég þvoi á morgunn
En er að fara að grilla og borða góða steik.

Og eitt Piparsveinaráð sona í lokinn kaupið ykkur tefal potta það er auðveldar að þrífa þá þegar þeir eru búnir að liggja í vaskinum í fleiri en 3 daga.

Blesss í bili

laugardagur, september 04, 2004

Verkir og þreytta 

Jæja langt síðan við höfum heyrst en sona er þetta bara ég er kominn með stlæmar bólgur eftir að hafa brotið þvottinn saman en ekkert sem ég klára ekki.

Já núna er laugardagur og hver var það sem sagði að það væri gott að vera í fríi ég öfunda hann var að koma heim eftir erfiðar æfingar frá 10 til 15. En þetta er jú sona. En hverja einustu æfingu hugsa ég afhverju varð ég markmaður en ekki bara sona einfalt eins og útispilari.

Svo er sælan að verða búinn Harpa að koma heim á mánudag í hádegi svo að ég verð að vera búin að þrífa og vaska upp á morgunn.

Bið að heilsa (eftir Jónas Hallgrímsson)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?