<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 31, 2004

Feit skyta.... 

Úff djöfull skytum við á okkur í gær. Spiluðum á móti langbesta liði deildarinnar sem ætlar sér bara aftur upp í líguna og getur maður alveg viðurkennt að þær eru betri, en kannski ekki alveg 31-16 betri því við vorum yfir þegar 15 voru búnar en svo dóum við bara, ekki sniðugt sko!! Ég var nú bara næstmarkahæst með 2 mörk... hahaha ótrúlegar tölur hjá okkur.
Samt eitt alveg óþolandi, ég varð svo brjáluð eftir leikinn. Við erum með spilara sem spilar sömu stöðu og ég og fær hún yfirleitt svona 10-15 mín í hverjum leik. Í gær fékk hún að spila smá í fyrrihálfleik því ég náði ekki andanum en fékk svo ekkert meir. Svo er hún í mega fílu eftir leikinn og segir bara að hún hafi fengið 3 mín og nennir þessu sko ekki að ferðast alla þessa leið fyrir svona lítinn spilatíma. Djöfull tjúllaðist ég við hana og spurði hvort hún væri fúl yfir að fá ekki spilatíma því ég hefði verið léleg... neiiiii það gat hún ekki sagt því ég komst nú bara vel frá leiknum miðað við sumar í liðinu. Svo sagði ég að ég hefði ferðast erlendis í leiki án þess að spila í mínútu þannig hún mætti nú bara vera sátt með sinn tíma... úps!! nú held ég að það verði stríð á æfingu, úúfff ég er alltaf eins maður ;-) Vona samt bara að þjálfarinn taki þessu ekki bókstaflega og setji mig á bekkinn í næsta leik hahahahaha!!!!

En út í annað skemmtilegra :-) Klukkan fraus í nótt sem þýðir að það er bara klukkutími milli DK og Íslands núna. Maður fékk sem sagt klukkutíma auka sem var dejligt plús að það er loksins frídagur hjá minni og ég er enn í náttfötunum og klukkan er 1 (eða 2 á gamla tímanum) Ætlunin er svo bara að fara ekkert úr náttaranum fyrr en ég fer að horfa á Árna keppa, jújú mín bara að mæta á leik í fyrsta skipti í vetur!!

Annars er Árni sár! Honum fannst það alveg ógeðslega lítið að bara 2 kommentuðu á skrifin hans, hvernig væri nú að rífa kallinn upp og hvetja hann í skrifin til að þið þurfið ekki að lesa bullið í mér everytime!!!!! Koma svooooo....

föstudagur, október 29, 2004

Ég elska ömmu og afa :-) 

Váááá hvað ég er glöð :-) :-) :-)
Prófavikan mín búin og þegar ég kem heim og ætla að hafa það gott bankar pósturinn og er með þennan risastóra pakka til mín frá Íslandi jibbíííí!! Öll Séð og heyrt frá því ég var síðast heima, nýjustu Moggarnir og DV og ég veit ekki hvað amma gamla fann upp á að setja í pakkann jibbííí!! Ég á enn eftir að skoða í botninn ;-)
Ég hlít samt að hafa fengið hugskeyti frá þeim því ég sat ein á bókasafninu í gær að læra og ákvað allt í einu að skrifa þeim gömlu bréf og setti það í póst í morgun, þetta er allt svo yndislegt :-)

Annars var nú ekkert svo gaman að mæta á æfingu í gær þar sem alvarlegasta mál vetrarins var rætt. Jújú, það er ein í liðinu mínu alveg hrottalega mjó og hún er víst búin að verslast upp greyið síðustu vikur og er ekkert nema bein og sinar og nú ákvað þjálfarinn loksins að taka á þessu því hún er víst með lystarstol á mjög háu stigi greyið. Gvuð, ég er svo leið yfir þessu því hún er virkilega veik og dæmi um það er að það hefur enginn í liðinu séð hana borða annað en ávöxt eða rúnstykki með engu og hún klárar aldrei, og by the way þá er liðið ótrúlega mikið saman sem hópur þannig þetta er frekar augljóst.
En þetta sprakk víst á sunnudaginn þegar við vorum að spila og v-hornið okkar var ekki með því hún var í Hamborg en þessi er vara og átti því að spila allan leikinn. Hún spyr liðsstjórann rétt fyrir upphitun hvort það sé til orkustöng í sjúkratöskunni því hún sé ekkert búin að borða og klukkan um 2. Jújú hún fær orkustöngina en borðar bara 2 bita af henni og hendir restinni og hleypur svo eins og bavíani allan leikinn.... úúfff þetta eru veikindi!!
En ástandið er sem sagt þannig núna að hún mætti ekki í gær og þjálfarinn vildi ekkert segja en sagði að hún mætti kannski í næstu viku en það væri verið að reyna að fá hana til að viðurkenna þetta núna til að hægt væri að leggja hana inn á deild, en málið er bara að hún heldur enn fast í að hún sé feit, og jeminn eini hún er max 45 kg þessi stelpa.

En jæja, út í annað skemmtilegra :-)
Ég er komin í helgarfrí, er á leiðinni í bæinn og hafa það hyggeligt !!!!! ;-)

fimmtudagur, október 28, 2004

Skál eða ekki skál, kannski bolli. 

Góða kvöldið, þetta er ég sem er að skrifa hér. Er kominn með nóg af lesa stjörnuspána á hverjum degi, bara fyrir strákana svo þeir deyji ekki úr leiðindum.
En við gömlu höfum verið að ræða það, að ég eigi að skrifa hér inná en það eru bara vinkonur hennar sem lesa þetta svo ef ég á að halda áfram að skrifa hér verð ég að fá hvatningu eða klapp á bakið.

Húsmóðir eða ekki, ég veit ekki alveg hvað má kalla mig, ég er farinn að vaska upp á hverjum degi, þvo þvott og hengja upp en ég má ekki brjóta saman (það er bara eitthvað sem mamma gerði alltaf) og ég get ekki. Kalliði mig bara Árný.

Svo er það eitt sem ég verð að segja ykkur ef þið eruð enn að lesa, ekki til að monta mig, en er vottur um sjálfsstjórnun, ég er ekki búinn að fá mér bjór í 5 vikur. Og verður reynt til þrautar á laugardaginn þar sem ég er kannski að fara í Carlberg safnið þar sem er frí bjór sem er geymdur og borin fram við kjör hitastig. Eða eins og Danir orða það "Tak skal du ha´."

Yfir og út skipti.

Stjörnuspáin... 

fyrir daginn í dag er svo hljóðandi:

Harpa: Þú munt finna fyrir auknum áhuga á því að fegra heimili þitt á næstunni. Búðu þig undir innkaup á málningu og snurfusaðu dálítið í kringum þig.

Árni: Þú finnur til mikils sjálfstrausts í vinnunni í dag og lítið fer fyrir mótstöðu frá öðrum. Í rauninni ertu aðallega í skapi fyrir daður og glens núna.

Það er sko alveg greinilegt að Harpan verður að fara að þrífa skít heima hjá sér og Árni að fara út á lífið hhhuuummmmm!!! En aðeins eitt próf eftir í fyrramálið og svo skal ég lofa að fara að þrífa klósettið ;-)

miðvikudagur, október 27, 2004

Stjörnuspá dagsins... 

er svo hljóðandi:

Harpa: Aðstæður fyrir endurbætur á heimilinu eru góðar í dag. Með því er átt við allt sem viðkemur pípulögnum, rusli, klóaki og endurvinnslu.

Árni: Þú ert venjufremur aðlaðandi og hikar ekki við að gefa öðrum undir fótinn. Æskuljómi og glettni munu reyndar fylgja þér ævina á enda, ef út í það er farið.

Hvernig túlkar fólk þessar spár?!??!??

Sól og blíða í Köben 

Það er alveg æðislegt veður. Var reyndar ógeðslega kalt í morgun en núna er bara sól og blíða og ég með opið út í garð svona eins og á besta sumardegi :-)

En já, prófið mitt í ársskýrslureglum gekk, ég má allavega hundur heita ef ég fell í þessum andskota! Held þetta velti líka pínu á heppni því það er ekki mikið sem skilur að hvort maður fái 11 eða 6, einungis einn og einn kross. Vona líka að prófdómarinn hugsi ekki eins og ég því mér fannst ég gera svo marga B-krossa og fannst það ekki alveg eftir statistíkinni ;-)

Annars voru Ásta og Binni búin að bjóða okkur í lambalæri í kvöld. Veit ekki hvernig það fer þar sem það er ekki alveg jafn mikil skipulagning á því heimili eins og hjá okkur ;-) Sumir segja að ég sé óþægilega skipulögð en ég kýs bara að kalla það að hafa reglu á hlutunum enda hef ég svo mikið að gera að ef ekki væri fyrir dagbókina mína góðu væri ég í súpunni !!

Og heiii, hversu heppinn er maður :-) Ég var búin að ákveða að fara niðrá Strik í smá fatainnkaup á föstudaginn og nú get ég sko verslað ýkt mikið því það er líka miðnæturopnun í Fields út af Halloween þannig ég held ég komi til með að "græða" helling ;-)

En jæja, 2 dagar eftir í lestri og síðasta prófið verður nú alveg ágætt, "bara" líkindareikningur og ekki svo mikið sem maður þarf að læra eins og páfagaukur því ég má hafa hjálpargögn með. Maður getur nú samt ekki verið þekktur fyrir að slappa af svona í lokin og með þeim orðum kveð ég í bili og fer í statistíkina góðu !!

þriðjudagur, október 26, 2004

3 dagar eftir í lestri.... 

Úff ef maður er ekki kominn með bauga niðrá #%&#$% þá veit ég ekki hvað. Ég er búin að vera massa dugleg að læra og gekk líka bara svona rosalega vel í fjármálaprófinu mínu í gær :-) Hef yfirleitt alltaf verið glötuð í krossaprófum en þegar maður er vel undirbúinn er þetta ekkert mál! (bíðum samt bara eftir einkunninni)

Það er reyndar allt annað hljóð í manni fyrir prófið á morgun sem er fag sem fer yfir alla möguleika sem til eru á að skrifa ársskýrslu og allar þær reglur sem finnast og hvað má gera og hvað ekki! Mér finnst þetta bara því miður lítið spennandi fag og hef því ekkert lært í því í vetur sem kemur sér í koll núna þar sem ég er að frumlesa bróðurpartinn af bókinni.... :-/ En þetta hlítur að reddast, það er nú enn sólahringur í þetta próf. Versta er bara að ég þarf að ná 20 af 30 krossum réttum til að bara að ná :-/

Annars er bara allt að gerast hjá Hovmålvejbúum, Árni í stórhugleiðingum og læti og jólaundirbúningur er bara hafinn, jáhh ég skal segja ykkur það. Við keyptum nébbla svona dagatalakerti í gær en Árni stoppaði mig þegar ég ætlaði að kaupa súkkulaðidagatal á tilboði... hahahahaa 2 fyrir 15 kall er nú bara gjafaverð. Ég held að Colgate dagatölin heima kosti 500 kall eða eitthvað!!
Samt bara gaman að þessu hvað við erum mikil jólabörn, Árni iðar alveg og telur niður í að komast heim um jólin, vill víst fara að djamma eitthvað og svona ;-)
En meiri jólasögur seinna því lærdómurinn kallar, maður fær víst ekki aukatíma þannig best að nýta þann sem maður hefur :-)

adios amigos!!!

sunnudagur, október 24, 2004

Saumaklúbbur 19.des 

Kolla, Gunna, Erna og Guðrún

Nú var Sonja Ýr að koma með afbragðshugmynd að við myndum hittast í smá saumó og rifja upp gamla tíma og auðvitað allar að fá að sjá bumbubúann sem þá verður vonandi kominn í heiminn :-) Hvernig lýst ykkur á???????? Er þetta ekki bara hinn besti tími, sunnudagskvöld og svona!!! Eru Gunna og Erna ekki örugglega komnar á Klakann?

Annars er ég í óðaönn að koma niður "planinu" mínu í jólafríinu og það væri líka gaman ef kannski kóngar eins og Guffi og co. myndu skipuleggja eitthvað skemmtilegt yfir hátíðarnar, ha!!!!!!! Guffi, ég er á landinu 19.-28.des ;-)

laugardagur, október 23, 2004

Enginn slúðrari í manni lengur... 

Heyriði, við Árni fórum út að borða í gær, sem er ekkert svo spennó fyrir utan það að við sáum eina í handboltanum út að borða á sama stað og það með gaur!!!
Ég var alveg bara Árni sérðu þetta, jiiii ég er með svakalega kjafó á æfingu maður og iðaði alveg, því hversu langt er það síðan maður hefur komist í eitthvað svona feitt slúður, já það er sko langt síðan ;-)
Svo náttla varð maður að hóa í stelpuna og hún var alveg ótrúlega glöð að sjá mig og Árni var nú bara næstum öfundsjúkur því svo nánar vorum við haha, en ég auðvitað laumaði því að henni að ég hefði nú alveg séð piltinn sem hún væri út að borða með, og þá varð hún svoldið skrítin á svip og sagði; Harpa, þetta er kærastinn minn!!
Glaaaaaatað, hún er víst búin að vera með drengnum í einhvern tíma og ég vissi ekkert, ooohhh þvílíkt nörd maður!! Greinilegt að maður verður aðeins að fara að hressa upp á kjaftagenið í sér á nýjan leik því það er greinilegt að ég er ekki inn í hlutunum í mínu liði sko ;-)

Annars er þreyttamannadagur hjá Árna í dag, hann er búinn að liggja í bólinu í allan dag og hafa það gott á meðan kjéllingin er búin að vinna heilan vinnudag í póstinum og er að fara að læra fram á kvöld!! Hann á þetta nú samt alveg skilið litli strákurinn minn :-) Ég á svona dag næsta sunnudag og gvuð minn góður hvað það verður slappað af :-)
En jæja, 6 dagar í próflok áfram svo......

föstudagur, október 22, 2004

Dýragarðurinn fyrir áfalli.... 

Hver sá sem hefur komið til Köben hefur að sjálfsögðu farið í "den zoologiske have" og borið öll þau framandi dýr augum sem þar eru. Eitt af vinsælasta dýrinu var án efa ísbirnirnir tveir en ekki lengur því þeir voru aflífaðir í gær :-(
Kannski það besta í stöðunni þar sem þeir voru komnir með gigt og búnir að lifa nokkra unga af sér og orðnir 35 ára, æjj mér finnst þetta leiðinlegt!!!

Annars er gaurinn sem vinnur á bókasafninu í skólanum alveg mega fúll gamall hákur. Hahaha ég er búin að mæta 2x í vikunni rétt fyrir 8 til að fara inn á bókasafn en neiii, bókasafnið opnar klukkan 8 og helst 2 mín yfir og sá nýtur þess að sitja bara og bíða eftir að klukkan verði og við hin stöndum eins og bráðir fyrir utan, glataður sko!!

Ég er að fara núna á fund og fá undanþágu vegna vasareiknisins míns fyrir prófin í næstu viku... hahahaa ég er víst með ólöglegan grip í höndunum þar sem ég get tengdt hann í gegnum USB og sótt hinar og þessar upplýsingar af PC, ekki það að ég hafi vit á hvernig gera skal en núna er víst einhver gaur að fara að fjarlægja öll tölvugögn í mínum nýja TI 84+ (sem væntanlega eru engin)!!!

En svo með þessar Bush/Kerry kosningar. Þetta er nú farið að setja svip sinn á hið danska þjóðfélag líka þar sem fjöldinn allur af bröndurum fljúga um allar trissur. En hvað er málið með hvað Ameríkanar eru heimskir (sorry Skúli) en er það virkilega nóg að koma með Mariu Carey eða súpermankonuna og segja "my vote goes to Kerry" og þá tryllist lýðurinn?!?!?
Sei sei... þá veit maður allavega hvernig á að sigra Ameríku ;-)

Heyriði, viljiði fá einhverjar fréttir af okkur Árna... hhuuummmm!! Við erum að fara rómó út að borða í kvöld, ætlum að prufa nýjan ítalskan niðrí bæ! Svaka fjör á okkur :-)

fimmtudagur, október 21, 2004

Tíminn líður hratt... 

Rosalega er tíminn fljótur að líða, vikurnar fljúga bara!!! Þessi vika er til dæmis að klárast sem er eiginlega ekki nógu gott þar sem ég er að fara í próf á mán, mið og föst í næstu viku og maður er ekkert að ná að læra fyrir þetta því ég held ég sé uppteknasta manneskja á jörð... allavega líður mér þannig núna!

Ég og Andri vorum að leggja lokahönd á eitt heimaprófið okkar í morgun og svo byrja ég próflesturinn í dag en er samt alveg ótrúlega upptekin um helgina þar sem ég er að vinna á laugardeginum og keppa á sunnudeginum og þvílíkur tími sem fer í það. Svo er ég búin að lofa mér í fullt af öðrum smáhlutum sem verða nú bara að víkja held ég ef maður á að standa sig í þessu öllu saman....

Fyrir utan allt þetta prófvesen og kvíða hjá mér þá erum við ótrúlega sátt yfir því hvað tíminn líður því nú eru ekki néma 57 dagar í að Árni kallinn komi heim í jólafrí og 59 dagar í mína heimkomu, þetta er alveg ótrúlegt!! :-)

þriðjudagur, október 19, 2004

Ekki ráð nema í tíma sé tekið!!! 

Í dag er 19.október 2004 og segir það okkur að það séu 2 mánuðir og 5 dagar til jóla! Flestir eru nú rétt að byrja að venjast því að skammdegið sé að ganga í garð en ekki stórmarkaðurinn Bilka, neii það er búið að skreyta búðina með hinu dýrindis jólaskrauti :-) Ég komst nú bara í hið besta jólaskap í dag....

Ó mæ god.... 

Var að lesa Fréttablaðið... neiii er byrjað að snjóa bara á Íslandi úúfff!!!
Og annað, hvað er með þennan Hollywood-kúr?? Glætan að þetta sé hollt að drekka sull í 2 daga og borða engan mat, getur einhver frætt mig um þetta???

Þetta helst... 

Það sem er helst úr fréttum hér í Kóngsins er það að ríkið þénaði á síðasta ári 56 milljónir danskra á svindlurunum sem hafa verið böstaðir í lestunum hérna! Jújú, góður pengingur það en af hverju er kerfið byggt upp til að svindla spyr heimski Íslendingurinn? Ég held ég hafi örugglega sparað svona 200 kall með svindli síðasta vetur :-)

Aðrar fréttir, jú FCK-fótboltinn er að drulla í brók þar sem þeir eru að tapa fyrir botnliðum deildarinnar og það liggur við þunglyndi í skólanum sökum þessa, Brøndby er nébbla á toppnum! Ekki það að FCK séu að falla, þeir eru bara í 6.sæti og Árni er víst hættur að halda með þeim?!?!?!?

Ætli við endum ekki fréttamolana að þessu sinni á Amager þar sem Hovmålvej fékk sendingu í gær, jújú eitt stykki kíló af lakkrís kom með Siggu Birnu, ekki slæmt ekki slæmt ;-) Annars eru aðrar fréttir þaðan að Árni er loksins laus við tannpínu og hefur fengið bráðabirgðalausn til jóla. Jólin verða alveg æðisleg hjá okkur, Árni í rótarfyllingu þann 20. og ég í endajaxlatöku þann 22... uuummm I love it !!

Hvernig fannst ykkur þessi nýja lína í skrifunum????? Er þetta ekki ég hahaha ;-)

sunnudagur, október 17, 2004

København rúlar.... 

Hvað haldiði maður, auðvitað erum við að rassskella þessi lið úr sveitinni og unnum Skjern í dag með einhverjum mörkum, minnir 25-20 eða eitthvað álíka. Ýkt fyndið, var spurð af Skjernstelpunum hvort ég þekkti Ragga Óskars því hann væri víst eitthvað sætur og svona hahahaha!! Við erum samt enn í 5.sæti í deildinni sem er nú bara fín staða miðað við að við komum úr austurdeildinni og liðin úr henni eru í 10-14. sæti á meðan við erum eina liðið svona ofarlega, yeah !!

Annars tapaði Árni stórt í dag á móti Næstved sem er nú ekki nógu gott ha!!

laugardagur, október 16, 2004

Fríið að klárast.... 

Vika 42 er að verða búin og hún var sko illa nýtt í frí :-( því Árni var með tannpínu alla vikuna og ég vann myrkranna á milli í póstinum en svona er nú það. Nú tekur við lestur og aftur lestur í næstu viku þar sem ég fer í 3 próf eftir þá viku sem verður æðislegt að klára því þetta situr svoldið á manni að þurfa að fara í öll þessi próf, úúfff!! Veit samt ekki hvort það er lán í óláni að þetta eru allt krossapróf en ég hef nú aldrei verið þekkt fyrir að gera rósir í þeim :-/

Annars er rigning og við sitjum inni að horfa á sportið á laugardegi, ýkt næs. Ætlum að hafa það rosalega gott í kvöld og liggja yfir sjónvarpinu með nammi því við eigum bæði að spila á morgun, sem betur fer er ég að spila í Köben og þarf ekki að fara til Jótlands þessa helgina, eigum nébbla 3 heimaleiki í röð núna!

fimmtudagur, október 14, 2004

Tillykke mútta :-) 

Hún á afmæli í dag :-)

Elsku besta mamma mín, til hamingju með daginn og vonandi verður ferðin heim til Siggu Birnu skemmtileg í kvöld þar sem pakkinn sem ég keypti frá okkur pabba og Villa er pakkaður flottur inn :-)
Auðvitað urðu karlmennirnir á heimilinu að hafa samband við dótturina til að redda afmælisgjöfinni til að þetta myndi nú ekki klúðrast ;-)

Enn ein tönnslufærslan... 

Jú ég er að fara að segja tönnslusögur, ótrúlegt alveg!! En betra fyrir fjölskylduna heima að fá fréttir af greyinu sem hefur ekki séð það svartara þessi elska, þið hin getið bara sleppt því að lesa ;-)

Já, Árni fer til tannsa og jú jú það er bara hafist handa við að opna tönnina en það er ekki einu sinni spurt, það er bara borað! Á góðri íslensku hefði maður nú fengið eins og eitt stykki deyfingu, en nei ekki í Danmörku því það kostar pening. Árni í sjokki kemur heim og líður nú ekkert sérlega vel eftir þessi herlegheit og restin af deginum fer í að liggja aumur og vitlaus. Hann fékk líka valkost, á mánudaginn á annað hvort að taka tönnina eða rótarfylla sem kostar 3.000 kall (36.000) takk fyrir!!! Gvuð minn almáttur hvað tannlæknirinn er dýr hérna úti.

Eftir samtal við tannlænirinn heima, sem átti ekki til orð yfir Dananum yfir að vilja bara taka tönnina, var fallist á það að fá gaurinn til að setja bráðabirgðafyllingu sem dugir fram að jólum og svo verður rótarfyllt í jólafríinu fyrir "aðeins" 13.000 kall. En greyið Árni, það eru enn 3 dagar í að hann mæti aftur til tannsa og greyið er með stanslausa verki, oohhhh ég finn svo til með honum, verst að enginn virðist gera það hérna úti nema ég og vinnufélagarnir hans!!!

miðvikudagur, október 13, 2004

Allt á öðrum endanum.... 

Ef ég er ekki búin að þroskast við að flytja hingað út veit ég ekki hvað!! Greyið Árni, úúfff hann er algjör hetja sko!! Hann var alveg að drepast í tönninni þegar hann kom úr vinnunni í gær og ég hófst handa við að hringja í alla tannlækna sem ég fann á gulu síðunum... hversu týpískt danskt er það að allir tannsar eru í haustfríi eða hafa ekki tíma???

Árni ákvað þá bara að reyna að þrauka og hélt kannski að tannpínan myndi bara lagast, einmitt!! Svo fór hann á æfingu og kom heim að drepast sem aldrei fyrr og þá hringdi ég bara í 112 því ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og Árni alveg að fara að fremja sjálfsmorð í sófanum. Þeir gátu ekki einu sinni gefið mér upp símanúmerið hjá bráðvakt tannlækna, ég þurfti að finna það sjálf, hvurslags vesen og svo í þokkabót eru þeir með opið frá 20-21.30 ?!?!?! hvað er það.... er þetta ekki opið allan sólarhringinn á Íslandi?

Svo gafst ég bara upp og brotnaði alveg niður og hringdi í "Kristínu Guðjóns" í liðinu mínu hehehehe.... hún heitir víst Cathrine en hún er svona eins og stóra systir mín, algjört æði og haldiði ekki bara að hún hafi hringt í einhvern tannsa sem hún þekkti kl.23 og sagði að hún væri með Íslending sem YRÐI að fá tannsa hjálp og viti menn, Árni tók lestina til hans í hádeginu í dag :-) Vúúhhhúúú loksins þetta rugl búið en Árni kláraði næstum 2 spjöld (20 töflur) af einhverju rótsterku lyfi sem maður má max taka 6 af á sólarhring, þetta er ekki sniðugt sko!!

Annars er bara allt gott að frétta, ég er ekki enn búin að kaupa nýjan lás en set hinn samt alltaf á og hann virkar allavega enn ;-) Vetrarfríið er hálfnað og ég hef ekki komið neinu í verk í þessum námsbókum sem er náttla ekki nógu gott því ég fer í 3 próf eftir 2 vikur, úúfff!! En lifiði heil og bið að heilsa :-)

þriðjudagur, október 12, 2004

Læknavaktin 911 

Jesús ég varð bara pínu hrædd í gær. Nýkomin heim af æfingu og allt slökkt heima, Árni liggur upp í rúmi alveg að drepast greyið, hann er sko ekki vanur að væla yfir einu né neinu en hann var með svona rosalega tannpínu og vissi ekkert hvað hann átti að gera og búinn að taka verkjatöflur sem virkuðu ekkert!

Harpa hjúkka hringir strax í læknavaktina, gvuð ég hélt ég ætti aldrei eftir að nota þessa læknavakt, og segi doktornum alla sólarsöguna og spyr hvort við getum ekki fengið tannlæknahjálp. Gaurinn bara nei nei, allt of dýrt, borgar sig bara að fara á morgun! WHAT, auðvitað fer maður til læknis ef maður er sárþjáður en nýski Daninn gaf mér bara upp eitthvað rótsterkt lyf sem greyið átti að taka inn og ég af stað á hjólinu niðrí eitthvað apótek sem er opið allan sólarhringinn... var meira að segja svo mikil hjúkka að ég setti sírenurnar (ljósin) á hjólið og brunaði langt yfir hámarkshraða ;-)

Svo fékk Árni minn verkjalyfið og gat allavega sofnað. Ég fór svo í vinnuna í morgun rétt eftir 5 og þá var hann alveg fínn og sagði mér að ef hann yrði í lagi ætlaði hann að draga tannlæknirinn fram að jólum til að fara til síns eigins tannsa!! Greyið er reyndar ekki kominn heim úr vinnunni ennþá þannig ég bara veit ekki hvernig staðan er, en vonum það besta!

mánudagur, október 11, 2004

Lalalalala.... 

Ég er ekki alveg að meika það að finna fyrirsögn á pistil dagsins!!! Einhverjar hugmyndir...

Allavegana, þá unnum við Ydun stelpur lið Ajax í gær 20-16 sem skilar okkur 5.sætinu í deildinni eftir 4 leiki. Ekki slæmt það þar sem við erum búin að skíta á okkur í einum leik og svo spila hina alla vel. Förum svo að mæta þessum efstu liðum bráðum og þá kemur í ljós hvar við stöndum, það eru nébbla nokkur sterk lið þarna á toppnum. En ég var nú ekkert súper góð, skoraði 2 mörk en fékk svo sem ekkert séns til að gera meira því leikurinn var eitthvað slow sem þýðir engin hraðaupphlaup og svo var örfhenta skyttan okkar í Róm sem þýðir engir boltar niðrí horn :-/

Svo mætti ég í vinnuna í dag og gvuð minn almáttugur, sumu fólki er ekki viðbjargandi. Ég er frekar snögg að bera út og fer því alltaf miklu fyrr heim en ég á að gera. En ókei, það var haldinn fundur á laugardaginn um það að fólk ætti að passa að fara ekki of snemma heim því það gæti endað þannig að það yrði bara bætt á það pósti. En ég fór síðan klukkutíma fyrr heim á laugardaginn.
Svo er ein mega fúl kjélla sem er að vinna þarna og kom til mín í morgun og sagði að ég ætti að hjálpa hinum ef ég væri búin á undan... ég náttla ekkert að samþykkja það því sumir þarna eru svo latir að það er óbjóður! Sagði við hana að ég myndi sko frekar vinna hægar en að hjálpa þessum letihaugum... hahahaha my style en hún varð alveg stjörnuvitlaus við að heyra þetta og sagði líka að ég ætti að mæta eins og allir aðrir á laugardögum, sem sagt kl.6:30 en ekki 5:30 eins og ég geri, því ég ætti nú að vera svoldið social og tjatta bara í staðin fyrir að drífa mig heim!!! Þá trompaðist ég alveg og sagði bara að ég vildi ekkert eiga gamalmenni og letihauga fyrir vini og þá klagaði kjéllan mig hahahaa....
Svo var ég náttla send inn á skrifstofu vegna klögunarinnar og þá sagði ég gaurnum að þessi 50 ára gamla herfa væri nú bara algjör krakki í hugsun og ef hún ætlaði að vera með þennan kjaft myndi ég bara hætta. Hann sagði þá á móti að hann þekkti nokkra Íslendinga og þeir væru allir eins, létu sko ekkert vaða yfir sig og segðu bara sína meiningu og hann sagði að ég ætti bara að halda svona áfram ;-) Yeah, þannig nú fer ég bara fyrr heim aftur á morgun hahahaaa!!!

laugardagur, október 09, 2004

Kuldabolinn mættur :-/ 

Burr burr, þetta er ekkert grín. Nú þarf maður sko að fara að finna hlýju fötin fram því að fara út klukkan 5:30 um morgun þegar hitastigið er ekki mikið yfir 0° er ekki alveg að virka sko! Maður fær líka að gjalda fyrir þennan kulda því við erum öll út í bólum, ekki alveg að virka sko... maður er eins og versti unglingur hérna ;-)

Svo fékk ég ógeð af hárinu mínu í dag og fór út í búð og keypti hárlit. Nú er ég sem sagt orðin dökkhærð og kann bara miklu betur við það heldur en þessa blessuðu rót mína sem var nú bara komin niðrá píku sko!! Svo þarf ég að finna tíma til að láta Rolsted klippa mig, hún ætlar að gera það frítt :-)

föstudagur, október 08, 2004

Efterårsferie :-) 

Jújú, það er komið vikufrí hjá öllum í Danmörku núna, kallað haustfrí og auðvitað er kjéllan komin í frí í skólanum líka :-) Reyndar er maður búinn að plana vinnutörn í póstinum í staðin því ég græði svo geggjað á þessari vinnu og við Árni getum leyft okkur svo miklu meira, eins og að kaupa okkur rándýr föt og út að borða og svona ;-)

En það verður samt aldeilis stuð á Hovmålvej um helgina því ég hitti Andra Stefáns bekkjarbrósa úr Verzló og kærustuna hans Siggu í dag og ætla að sýna þeim skólann minn því Sigga er að pæla í að koma næsta haust, jibbý enn fleiri Íslendingar :-) Svo ætlum við Árni auðvitað að vera rosa gestgjafar og bjóða þeim í rifjasteik og sýna þeim hvernig maður "hygger sig" á dönsku heimili :-)
Það ber líka að nefna að hin árlega menningarnótt er svo í Kaupmannahöfn í kvöld þar sem af nógu verður að taka, reyndar fannst mér hún glötuð í fyrra því það jafnast ekkert á við íslensku menningarnóttina þar sem maður hittir gjörsamlega alla niðrí bæ, Köben er kannski aðeins of stór fyrir svoleiðis fundi ;-)

Á morgun er svo Árni búinn að bjóða heilum her í eitthvað smá teiti og gvuð minn góður ég vona að allt þetta lið komist inn ;-) Það verður samt að koma í ljós hvort allir mæti en þetta verður bara gaman og stuð á mannskapnum vonandi, samt ekki of mikið því kjéllan á leik á sunnudeginum á móti Ajax sem verður að vinnast. Skyttan okkar sem skoraði 12 mörk í síðasta leik er ekki með þannig nú verður maður að bretta upp ermarnar sko !!

BK Ydun og valdastiginn!! 

Já það er aldeilis að það er stuð á æfingum núna maður, hver krísan á fætur annarri bara, svona á þetta að vera ;-)

Það er búið að krauma svoldið í línumönnunum okkar því þær eru þrjár og vilja náttla allar fá að spila fullan leik, hver vill það ekki spyr ég bara. Svo hefur þjálfarinn tekið svoldið illa á þessu með því að lofa svoldið upp í ermina á sér og láta þær hvíla til skiptis. Það er náttla mesta vitleysan því það er alveg klárt hver er best og næstbest af þeim og það sprakk allt á mánudaginn þegar þessi besta fékk að vita að hún ætti að hvíla næstu helgi.
Svo erum við líka með allt of margar vinstri skyttur og þeim hefur verið deilt yfir allar þrjár stöðurnar þarna fyrir utan en á mánudaginn var andrúmsloftið á æfingu rafmagnað og þegar ég sat í lestinni á leiðinni heim fékk ég bara sms um að það ættu að vera persónulegir fundir í vikunni. (úps)

Svo fór ein æfingin í það að aðstoðargaurinn stýrði henni bara á meðan þjálfarinn sat inn á skrifstofu og tók eina og eina inn. Ég varð auðvitað síðustu inn því ég er örugglega sú eina sem hef ekki vælt neitt og gvuð minn góður hvað þetta var hallærislegt samtal. "Harpa, þú ert klárlega mitt fyrsta val í hægra horninu og Bay er leikmaður nr.2". Gvuð minn góður sagði ég bara, heldurðu að ég hafi ekki vitað þetta fyrir, það er jú ég sem byrja inná og spila leikina!!!! Þá sagði hann mér að fólk vildi virkilega fá að heyra þetta svona..... ég á ekki til orð, eins og maður sjái það ekki sjálfur!!

En allavegana, þá hefur andrúmsloftið verið allt annað og það er eins og að æfa með nýju liði núna og það sem er enn betra við þetta er að Gunna stöng, já pabbi þú mannst Gunna stöng, hún hætti eftir þetta samtal við þjálfarann, greinilega ekki sátt greyið. Ég verð nú samt að segja að greyið passaði engan veginn inn í spilið (allt of hæg) og ég græt hana nú ekkert því greyið var að drepa mig úr leiðindum :-)

fimmtudagur, október 07, 2004

mp3 solbriller for Guffi ;-) 

Guffi elskan, ef þú lest þetta er ég búin að finna jólagjöfina þína ;-) Jú jú, það er ekkert annað en mp3 sólgleraugu sem eru einungis 50 g að þyngd. Þau duga 6 tíma án hleðslu og hægt að fá þau bæði í 128 og 256 MB.... hversu geggjað er þetta!!! Þau kosta samt sitt, 3.000 danskar en gæti svo sem borgað sig ;-)

þriðjudagur, október 05, 2004

Furðulegir atburðir að gerast......!! 

Hvað er eiginlega í gangi með mig þessa dagana, ég verð sko að fara að passa extra upp á mig og mína því það er greinlega eitthvað dularfullt í gangi!!

Á sunnudaginn fór ég á hjólinu mínu upp á lestarstöð svona eins og ég geri á hverjum degi. Ég skildi hjólið eftir því ég fór alla leið til Skive og kom rosa seint heim um kvöldið og var keyrð þannig ég nennti ekki að sækja hjólið. Daginn eftir var búið að skera lásinn af hjólinu og greinilega einhver sem ætlaði að stela því en elsku sæta J.Ló hefur greinilega ekki verið nógu kósý fyrir þjófinn sem skilaði því, þó á allt öðrum stað... sem sagt nú vantar mig nýjan lás!!

Í morgun fattaði ég að ég hafði ekki vasareiknirinn minn með mér í grúppuvinnuna í tölfræði. Hann er næstum lífsnauðsynlegur í þessu fagi og ég var því pínu hreyfihömluð og hélt bara að hann væri heima. Nei nei, þegar ég kom heim var enginn vasareiknir heima og ég náttla tjúllaðist því ég fattaði að ég hefði örugglega gleymt honum í tölvustofunni í gær, frábært!!! Þannig ég hringdi upp í skóla og talaði við tölvustofuna og þar lá enginn vasareiknir upp á 12.000 kall í óskilamunum, auðvitað ekki maður!!!!
Svo hringdi ég í vinkonu mína sem var enn upp í skóla að læra og hún fór að grennslast fyrir um þetta og fann bara gripinn á bókasafninu þar sem honum hafði verið skilað inn í gær :-) Hvaða heppni/óheppni er þetta í mér ?!?!

Annars á ég að skila verkefni klukkan 8 í fyrramálið, gagnrýna verkefni klukkan 12:30 og klára það þriðja seinnipartinn. Eftir þetta er ég eiginlega komin í haustfrí þar sem ég þarf bara að mæta í sitt hvora 2 tímana fimmtudag og föstudag, gvuð hvað ég hlakka til að slaka aðeins á þótt maður læri náttla eins og vitleysingur í haustfríinu ásamt því að vinna í póstinum! :-)

En eitt í lokin... Árni þúsundþjalasmiður er alltaf að betrumbæta húsið okkar :-) Hann er sem sagt búinn að búa til aukið borðpláss í eldhúsinu með því að færa örrarann, ýkt flott!! Ég er ekkert smá ánægð með hvað ég á mikinn handyman ;-)

mánudagur, október 04, 2004

Hörpudiskur, Lundi og hvalur.... 

Það var aldeilis afmælið sem við fórum í á laugardagskvöldið :-) Það var bland af fullorðnu fólki frá Íslandi, Danmörku og USA og oft á tíðum fjörugt að reyna að halda uppi samræðum þar sem öll tungumálin flugu um og við Árni vorum að berjast við að reyna að tala ensku við ameríska kúrekann frá Texas ;-) hahahahaaa... hættum samt þegar hann fór að rökræða um að Bush ætti að verða forseti og þá varð mér allri lokið sko!!!! Ekkert svona hámenningarlegt hjá mér.....

En við fengum allavega íslenskan mat eins og fyrirsögnin segir til um og trúiði því, ég smakkaði allt :-) :-) :-) og fannst eiginlega bara allt gott, allavega ekkert sem ég hrækti út úr mér!!

Svo vorum við bæði að keppa á sunnudeginum eins og vaninn er. Árni og co töpuðu með einu á móti Slagelse og fór ég eldsnemma af stað með lestinni til Skive þar sem við kepptum alveg hörkuleik og vorum yfir allan leikinn. Náðum samt á alveg ótrúlegan hátt að missa þetta í jafntefli og er það náttla bara glatað að missa svona niður því það verður erfitt að ná stigum á Jótlandi í vetur... nú fékk ég líka loksins að finna fyrir því hversu erfitt er að vera Köbenbúi á Jótlandi því við vorum bara púaðar niður og kallaðar einhverjum ljótum nöfnum eins og "dumme københavner" og eitthvað svona sniðugt hahahahaaaa!!!!

En vitiði hvað.... ég held að ég sé ekki inn í íslensku íþróttalífi! :-( Það eru svona litlar fréttir í Fréttablaðinu í dag, kíkiði á það! Þar er farið yfir alla og ég meina alla handboltamenn sem spila erlendis og þeir eru meira að segja nefndir þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark, já já... en litla Harpa í stóru Köben hefur aldrei fengið nafnið sitt á prent, svona er þetta (væl væl) ;-)

laugardagur, október 02, 2004

Árni sleði...!! 

Jú jú, ég get líka verið ansi góð við kallinn minn og verslað fullt flott á hann :-)
Við fórum eins og ég sagði í gær í miðnæturráp í Fields þar sem allar búðir voru opnar til 24.00 og svaka stemmari í mollinu, fáklæddar stelpur að dansa í Jack&Jones og starfsfólkið í "jólaskapi". Auðvitað smitaðist maður af þessu og við hjúin náðum að kaupa nýjasta lúkkið af Pumaskónum á Árna (svartir) og svo þessa svakalegu töffaraúlpu með svona loðhettu.... úúúhhh nú á ég mesta sleðann sko ;-)

Árni er síðan búinn að lofa mér að ég megi kaupa mér fullt eftir 2 vikur þegar við fáum aftur pening og ég er sko búin að ákveða mig nú þegar ;-) Ég er nébbla búin að vera ástfangin af svona múmbúts þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Árna til að fá mig af þessu því honum finnst þetta hræðilegt. En jísús, sem betur fer hafa allir ekki sama smekkinn og það er ein í handboltanum sem keypti sér sjúklega flottar í einni búðinni á Strikinu og ég ætla sem sagt að herma :-) þeir kosta reyndar sitt en só what, þetta eru rosalegir skór sko ;-)
Svo fyrir utan bomsurnar ætla ég að fá nýjar gallabuxur, pinnahælaskó, nærföt og það er aldrei að vita hvað maður finnur sér ;-)

En út í annað... ég fór eiginlega veik í vinnuna í morgun. Búið að vera eitthvað djöfulsins sloj í manni, ekkert sniðugt en ég held reyndar bara að ég hafi haft gott af því að mæta í vinnuna. Náði að labba kvefið bara af mér ;-) Annars erum við að fara til Ballerup seinni partinn í afmæli til hennar Elsu sætu... alltaf gaman að koma þangað, en bið að heilsa ykkur lesendur góðir, yfir og út !!!!!

föstudagur, október 01, 2004

1 klst og korter takk fyrir..... 

Hvort er maður þolinmóður Dani eða trítilóður Íslendingur?!? Ég fékk sko að prufa bæði í dag þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum. Ég var bara í 2 tímum og var frekar slöpp eitthvað og kúraði mig bara í flíspeysuna á meðan Benny útigangsmaður predikaði tölfræðinni í mannskapinn.

Æjj þekkiði þetta ekki þegar manni langar bara heim og undir sæng og ég hljóp til að ná undergroundinu og var á þokkalegum millitíma þegar helvítið stoppaði bara á Christianshavn og tilkynnt um að brunakerfið hefði farið í gang. Þá tók við bið og bið og bið... og svo eftir um 30 min bið og tilkynningu í hátalarakerfið um að lestin væri ekkert að fara af stað trylltist Íslendingurinn og hljóp út til að finna bara einhvern strætó til að komast heim. Jújú, ég fann fyrst einhvern nr.19 og svo nr.2A og loksins komst ég í einn sem heitir 4A sem ekur að Bella Center sem er rétt hjá mér. Hvað haldiði að ég hafi séð þegar ég var að stíga út, helvítis lestin var byrjuð að keyra aftur neiiiiiiiii týpískt maður og ég náttla ætla að rjúka í lestina til að þurfa ekki að labba að næstu stoppustöð til að sækja hjólið mitt! Nema hvað, næsta lest eftir 13 mín takk fyrir og pass!!!!!!! Þá trylltist Íslendingurinn enn og aftur (rólegi Daninn alveg horfinn) og byrjaði að ganga/hlaupa að Ørestad stoppistöðinni til að vera nú örugglega á undan lestinni þangað hahahahaa, hefði bilast ef hún hefði svo tekið fram úr mér maður!!!

En núna er maður sem sagt búinn að kúra síðan maður kom heim úr þessari svaðilför og við skötuhjú liggjum bæði eitthvað slöpp upp í rúmi. Planið er nú samt að hressa sig við og fara á Jensens að fá sér að borða, fara í miðnæturbúðarráp í Fields og á kaffihús úúhhh stuð stuð, maður er ekkert að verða veikur núna takk :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?