<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Crazy Íslendingar í útløndum 

Váá hvad Íslendingar eru í miklum fókus núna. Dønunum í kringum mig finnst Ísland vera too much í svidsljósinu tar sem ég var búin ad segja teim frá frægdarførinni minni í H&M tar sem ég hitti nokkra Íslendinga um helgina sem voru ad versla sig fulla. Svo var fjølskyldan hennar Siggu Birnu ad versla fyrir 8.000 kall og svo ætladi ég ad fara med landslidspíurnar í H&M í gær en tad var ekki tími.

Fyrir utan allt tetta tá fékk ég grein frá Smára bródur hans Árna í morgun tar sem Íslendingar eru ad gera innrás í St.Jones og versla rosalega fyrir jólin. Í tessari ferd eru einmitt tengdaforeldrar mínir og eru ad fara 3ja árid í rød. Jújú, crazy Íslendingar og Danirnir hérna halda virkilega ad vid séum millar, en ég hef verid ad reyna ad útskýra fyrir teim ad Íslendingar hugsi frekar um reikninginn eftirá annad en Danir... teir trúa tessu bara ekki. Nú vilja allir koma til Íslands og sjá hversu "flott" vid búum :-)

Annars er allt fínt ad frétta af okkur kærustuparinu, ordid svo jólalegt hjá okkur og vid sitjum øll kvøld med kerti og huggulegheit. Árni er búinn ad taka fullt af myndum og tær eru á leidinni inn á netid :-)

En ég takka Ragnhildi og Clausen fyrir ad taka tungu pakkana mína heim í gær, sparar mér alveg geggjad vesen píur... ;-) En annad, hvor ykkar tók tá heim? Bara til ad vita hvert á ad sækja stoffid!!

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Fyrsti í aðventu and the most busy weekend ever 

Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til....... má maður ekki byrja að spila jólalög á fyrsta í aðventu :-)

Heyriði, það er búin að vera snarvitlaus helgi hjá okkur, allt að gerast sko!! Tókum laugardaginn og pökkuðum bænum saman þar sem við fórum og keyptum restina af jólagjöfunum, ég er búin hahaha... og svo keyptum við jakkaföt á Árna og til að toppa töffleikann við þessi teinóttu sleðaföt fékk ég að ráða skyrtunni, jújú Árni verður "bøse" um jólin því ég valdi neón fjólubláa skyrtu með stórum kraga, úúfff sá er flottur maður... myndi pottþétt reyna við hann sko ;-)

Já svo á laugardagskvöldið gerðum við okkur glaðan dag fórum í mat til Ástu og Binna í íslenskt lambakjöt. Þetta var ekkert smá gott uummmm, takk kærlega fyrir okkur skötuhjú :-) Alveg súper sko...

Jesús, svo erum við náttla ekki eðlileg. Komum frá Ástu og Binna um klukkan hálf 12. Nei nei, við byrjuðum bara að taka til og gera jólahreingerninguna. Tókum stofuna og baðherbergið og allt var bónað, seríur og skraut sett upp og trúiði því að í þessu mikla skordýralandi hérna þá fundum við enga lifandi veru og við snérum öllu við. En já, svo var Árni orðinn þreyttur á undan mér klukkan hálf 4 og vildi fara að sofa, nei nei Harpan fór að pakka inn öllum jólagjöfunum og það er því líka frá núna. Kannski er fólk hneykslað á okkur að vera búin að öllu svona snemma en þar sem ég er á kafi í verkefnavinnu í desember og hef ekki tíma til neins varð þetta bara að gerast og ég er ekkert smá sátt að klára allt og geta tekið því rólega þegar allir eru í stressi að klára :-)

En já, það er svo mikið búið að ske. Ég tók aðventukransinn upp í gær frá því í fyrra. Við keyptum einhvern hræódýran sem var nú sá ljótasti sem sést hefur og ég ætlaði bara að láta hann duga í ár. En nei nei, þegar ég setti kertin á hann brotnaði draslið bara og því vorum við neydd til að taka þetta með trompi og ég keypti alls konar myglaða ávexti og köngla til að búa til nýjan og sá verður skreyttur í kvöld. Þetta er án efa dýrasti jólakrans sem gerður hefur verið og skal hann sko líka halda í nokkur ár héðan í frá :-)

En jæja, nú er klukkan orðin 1700 og ég á eftir að læra ógeðslega mikið. Ætlaði að vera svooooo dugleg um helgina en hver þekkir það ekki. Þarf samt að standa mig því það er svo stutt eftir, vi snakkes kære venner :-)

laugardagur, nóvember 27, 2004

Enn lifir í gömlum glæðum (æðum) hahahaha 

Djöfull var ógeðslega gaman hjá stelpunni í gær og jesús ég þori varla að segja ykkur hversu langt er síðan maður fór síðast á tjúttið :-)
Fór á þetta fína julefrokost, eða fína fyrir utan matinn því hann var eiginlega viðbjóður og skil ég ekki hvernig Danir geta borðað svona venjulegan mat um jólin. Nei í alvörunni (helt ærlig) það var t.d. fiskur í raspi og rúgbrauð í forrétt, fríkadellur í aðalréttinum og vanillubúðingur í eftirrétt... auðvitað var samt fullt af öðru en mér fannst þetta frekar skondið! Var samt ekkert að gráta hvað jólaglöggið var gott ;-)

En já pæjan tók sig til og klæddi sig upp í svakaleg tjúttföt og skipti um augnlit og svona, brjáluð pæja! Fór í fyrirpartý og læti og endaði líka með því að slá í gegn og verða síðustu til að yfirgefa pleisið... hahahha fékk reyndar að heyra sögu frá Lenu sem spilaði með Sóley og Heiðu í fyrra og þær voru víst alltaf síðastar heim líka og hún sagði að Íslendingar væru alveg crazzzzy ;-)

Svo nennti enginn að hafa neitt eftirpartý fyrir mig því það voru allir dauðir þannig ég fékk bara far heim hjá Idu minni þar sem ég sat aftaná hjólinu hennar, bara fyndið! Það er sko ekkert verið að eyða í leigarann hérna, maður á bara að hjóla heim, miklu hagstæðara... puuhaa Danir sko og ég var í stuttupilsi úúff hefði ekki viljað mæta einhverjum perra því það var öllu flaggað ;-)

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Hvor skal vi sove i nat...daaddaddaaa!! 

Fyrirsögnin er líka þetta fína stuðlag sem maður er með á fóninum akkúrat núna... ekki slæmt lag og gaurinn sem syngur er þessi týpíski Grétar Örvars sem kemur öllum í gírinn !!!

Nóg um gírinn og stuð, eða þó því það er aldeilis stuð á minni núna úfff!! Var að koma heim frá Hróarskeldu þar sem ég spilaði leik með góðum árangri því við Ydun tussur unnum eftir 3 tapleiki í röð, nú erum við komnar á skrið igen.

En svo er náttla bara "THE" stuðið á minni á morgun þar sem ég fer í beauty klippingu til Rakel í hádeginu og fer svo að versla mér pæjuföt ef ég hef tíma, annars fer ég í skápinn hennar Siggu Birnu, þessi skápur hennar er farinn að þekkja mig of vel :-/ En já, svo er mín bara að fara að tjútta brjálað annað kvöld þar sem er julefrokost hjá Ydun og halló ég er búin að bíða eftir þessu djammi í svo langan tíma, þetta verður geggjað :-)

Góða helgi elskurnar mínar, er farin í bólið!!!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Gulldagurinn mikli 

Þetta er búinn að stórkostlegur dagur :-)
Byrjaði á því að skrifa niður fullt gagnlegt í fyrirlestri í fjármálafræði, fékk svo einkunn úr fjármálaprófinu mínu og státa nú af heilli tölu upp á 9. Svo hélt ég fyrirlestur sem gekk bara eins og smurður og svo fékk ég aðra einkunn, einnig úr fjármálafræði en í þetta sinn úr heimaprófi sem við Andri gerðum og þar var önnur 9 sem gerir það að verkum að við erum með svo hátt meðaltal að við getum sleppt síðasta heimaprófinu, hversu ljúft er það, og hversu ljúft er það að vera komin með 9 fyrir 40% af einkunninni í uppáhaldsfaginu sínu :-)

Svo eftir allt þetta fór ég í svona íslenska focus-group sem var að hjálpa markaðfræðinemum með stórt verkefni sem þau eru að skrifa um flugbransann milli Íslands og Danmerkur og ég hafði bara ótrúlega miklar skoðanir á því, vona að ég hafi allavega hjálpað þeim helling því þau hjálpuðu okkur rosalega með því að gefa öllum í grúppunni gjafabréf í Magasín fyrir 400 kall þannig ég er farin að eyða ;-)

Svo þegar ég kom heim var Árni the man búinn að elda þennan svakalega mat, kjúklingabringur með sveppasósu, brúnar kartöflur og grænmeti... virkar mjög eðlilegt en þetta var "the" maturinn sko, alveg að deyja núna er svo södd :-)

Elsku böddís, nú er kominn tími á að commenta aftur, var rosa sátt við hversu mikið líf var á síðunni í síðustu viku en nú er þetta alveg dautt á nýjan leik... koma svo !!!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

24 dagar... 

Váááá... tíminn líður svo hratt!!! Ekki néma 24 dagar þangað til Árni fer á klakann og ekki néma 26 í mig :-)

Annars er Árni núna að skutlast með ljósakrónuna fyrir Grenilundinn til hennar Júllu því mamma hennar og pabbi ætla að taka krónuna með sér á Klakann. Dejligt og þakka ég þeim þvílíkt fyrir... held ég láti þá bara Ragnhildi fá eitthvað annað í staðin þegar landsliðið kemur til Köben :-) híhíí alveg eins hægt að nota stelpurnar til að við sleppum við yfirvigt ;-)

Annars var ég ekki að nenna að læra í dag því við erum að halda fyrirlestur á morgun í hrútleiðinlegu efni, þurfum að endurskipuleggja efnahag og rekstrarreikning hjá fyrirtæki með fullt af alls kyns lokatölum. Og jújú, allt í lagi að reikna svona en hvernig í andskotanum áttu að halda fyrirlestur um þetta efni þar sem enginn hefur kíkt á verkefnið og myndað sér skoðun, alveg lamað sko!!

Já og svo erum við Andri búin að skila inn hvað við viljum skrifa um í fjármálafræði eftir jól. Ohhh ég vona svo að við fáum efnið sem við settum í 1.sæti, það er nébbla hvort sé hagstætt að gera kaupleigusamning eða hvort frekar eigi að kaupa og þetta finnst mér allt í einu svo rosalega spennandi...

En gvuð, ég held að fólk sé ekki að meika að lesa svona skólastöff... held ég hætti bara að blaðra um allt og ekkert og segi þetta gott í dag! :-)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Hláturinn lengir lífið... 

Það sem greyið Árni lætur hafa sig út í :-)
Ég sagði honum frá því að það væri tilboð á ferðatöskum í einni búðinni hérna, 3 stykki í mismunandi stærðum fyrir 300 DKK sem er náttla bara gefið! Haldiði ekki að Árni kallinn hafi hjólað í búðina eftir vinnu og splæst í gripina... nei ég veit ekkert fyndið en þegar gaurinn ætlar sér síðan að hjóla heim með 3 ferðatöskur á hjóli sem hefur hvorki körfu né bögglabera getur þetta orðið ansi spauglegt og þannig var það einmitt þegar greyið kom heim alveg búinn á því eftir ósköpin :-)

Held að það hafi líka alveg verið kominn tími á nýjar ferðatöskur því aðaltaskan okkar var alveg dáin sko! Ég sprengdi dekkið á henni í haust og svo tókst mér að lána Siggu Birnu hana og við hlógum okkur máttlausar þegar við vorum að drösslast með töskuna upp á lestarstöð því annað hjólið var auðvitað sprungið... hehehe sjáiði okkur píurnar ekki alveg fyrir ykkur með 40 kg tösku og fullt af drasli í hláturskasti!!!!!!
En taskan komst sína leið og enn og aftur bíður hún spennt eftir næstu ferð en ég held að Sigga Birna mín hafi notað hana í hinsta sinn, en það er samt velkomið að fá hana lánaða igen :-)

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Hyggedag... 

Váá hvað sunnudagar eru geggjaðir. Þessi var reyndar öðruvísi en vanalega þar sem við áttum frí frá handboltanum og sváfum til 11, dejligt! Svo fór ég í grúppuvinnu í skólanum en Árni "slappaði af" heima með því að halda stórhreingerningunni okkar áfram og þreif gluggana með nýju sköfunni sem við vorum að kaupa, ýkt cool!

Svo vorum við búin að ákveða að hjóla eftir Dominos sem tekur örugglega korter hvor leið og nú í kvöld var mega mikil hálka og örugglega -5 gráður eða eitthvað! En neinei, það getur sko enginn stöðva okkur þegar við viljum Dominos og af stað fórum við og komum pizzunni heilli heim nammi namm :-)

En já hehehehe, svo keyptum við náttla malt og appelsín í gær og erum búin að vera dugleg að fá okkur (aðallega ég þó) og gvuð minn góður hvað maður þarf mikið á klósettið eftir þetta, hehehehe ég drakk svoldið mikið í gær og var eins og gamla liðið að skreppa á klósettið yfir hánótt jiiiii!!!

Jæja, er farin að hygge mig med min kæreste, hann er alveg mega óþolandi núna því hann er búinn að vera einn heima í dag og eins og sannt húsdýr þarf hann athygli greyið.... ;-)

laugardagur, nóvember 20, 2004

Haglél og Jónshús... 

Burrrr, það var sko ógeðslega kalt í dag. Harpan byrjaði á því að mæta 5:30 í póstinn og fékk þau skilaboð að pósthjólið mitt væri komið á vetrardekkin... hahhaha þvílík snilld! Var ýkt góð á því í dag, skransaði um allt í hálkunni :-)

Svo tók Árni hreingerningu á efri hæðinni á meðan ég var að vinna þannig nú er eldhúsið og svefnherbergið búið og bara stofan og klósettið eftir. Reyndar er stofan mesta málið og hún er alveg eins og hjá mestu sóðum núna því það er allt í jólaföndri, gjöfum og drasli...

En já svo fórum við út að borða hádegismat í miðbænum á Jensens, ýkt næs og löbbuðum svo upp í Jónshús í hríð þar sem við hittum alveg ótrúlega mikið af fólki sem við þekktum. Og jæja Fjóla, nú bíð ég bara spennt eftir heimsókninni ;-)
Í Jónshúsi gat maður keypt fullt af íslensku nammi ásamt auðvitað malti og appelsíni og að sjálfsögðu splæstum við í lakkrís og djúpur poka. Úfff ég er búin með lakkrísinn núna... þetta var hvort sem er svo lítill poki!

Annars eru bara rólegheit hjá Hörpunni í kvöld. Ég ætla að eyða kvöldinu í að læra enda kominn tími til að líta aðeins á hvað maður er að fara að skrifa 50 bls. um næsta mánuðinn. Árni er farinn í FIFA-mót með strákunum og verður alveg pottþétt eitthvað sprell á honum í kvöld.

Eigiði gott laugardagskvöld kæru vinir :-)

föstudagur, nóvember 19, 2004

Let´s talk about sex babý.... 

Já neinei, ekkert sex en ég er alveg í skýjunum með góðan dag hjá okkur Hovmålvejbúum. Hann byrjaði þannig að ég fékk að sofa til 7:30 sem er met því að föstudagur er nébbla minn sofi út dagur :-)

Svo á meðan Árni fór að baka vandræði fór ég í statistík tíma þar sem kennarinn sló í gegn eins og ávallt í föstudagstímunum. Hann er nébbla þessi týpa sem veit um hvað lífið snýst, ekki bara einhver hardcore teoríugæi... já eins og þið heyrið er þetta besti kennarinn minn :-)

Svo eftir þessi ósköp ætlaði ég bara að endurnýja lestarkortið mitt í síðasta skipti á þessu ári jibbííí en það fór nú ekki betur en svo að mér tókst að kaupa mér 2 flíkur í leiðinni, híhíhíí!! Ég þarf nébbla að labba í gegnum allt Frederiksberg Center áður en ég kem að lestarbúðinni og það var nú ekki annað hægt en að líta í alla básana sem stóðu fyrir framan hverja búð :-)

Svo þegar Árni kom heim og by the way fullur þá var ég búin að gera jólahreingerningu í eldhúsinu okkar, og þetta var sko eðal-hreingerning þar sem ég tók allt úr skápunum og endurskipulagði. Ég náði að draga Árna síðan í bæinn þar sem við fórum upp í Glostrup og Árni hefur sjaldan verið svona skemmtilegur í bænum híhíí... neiii hann var nú ekkert fullur en það er bara siður hjá bökurum í Köben að fá sér öllara saman eftir vinnu á föstudögum og Árni var frekar öflugur þar í dag :-)

En já þegar bæjarferðin í Glostrup var búin var pokunum hent heim og rúllað upp í Fields þar sem seinniparti dagsins var eitt í að kaupa enn fleiri gjafir og eyða enn fleiri peningum. Við erum ýkt ánægð með árangur dagsins því við eigum bara 4 gjafir eftir og vonandi klárum við þær á morgun.

En já ég verð samt að segja ykkur frá kvöldmatnum okkar. Ég spyr Árna hvort við ættum ekki bara að borða í Fields þar sem við nennum ekki að elda neitt og hvað þá að hjóla í þessum kulda eftir pizzu. Þannig Árni fellst á að borða í Fields en okkur finnst reyndar enginn afburðarstaður þarna til að spísa. Við förum samt á þetta SunSet og Árni greyið sem var búinn að vera ýkt duglegur í bænum sest bara niður og segir "þú ræður". Svo fer ég að panta eitthvað sem mér fannst spennandi og kem svo með matinn til Árna sem var bara sofnaður híhíhííí... krúttið alveg búinn á því eftir bjór og 5 tíma í bænum að versla jólagjafir, geri aðrir betur :-)

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Íslenskir snúðar á Hovmålvej 

Vúúhhhúúú ég á bestasta kærasta í heiminum :-)
Það voru volgir íslenskir snúðar með súkkulaðiglassúr á boðstolnum þegar frúin kom heim úr skólanum í dag! Jújú, og ef einhver veit hversu góðir snúðarnir úr Kökubankanum voru/eru þá voru þessir alveg eins ;-)

Ég verð nú að fara að gera eitthvað fyrir stráksa í staðinn... reyndar er fagsvið mitt ekki alveg hans favorit því ekki gleðst hann mikið yfir þegar ég geri skattaskýrsluna hans ;-) En mér dettur eitthvað sniðugt í hug...

Þið sem lesið og viljið snúða, sorry það eru bara 2 eftir og ég tími ekki að gefa híhíhííí....

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Netvæðingin alveg að gera sig 

Frekar fyndið þegar við heyrum í foreldrum okkar, sérstaklega mínum því ég hef aldrei neitt nýtt að segja þeim og þau mér ekki heldur. Við erum komin með lykilorð á mbl.is þar sem við getum lesið Morgunblaðið í heild sinni, það er frítt að lesa Fréttablaðið á vísir.is og svo er ég með litla brósa í msn sem segir mér allt af því létta sem er að gerast í Klukkuberginu....

Já sem sagt, það er ekkert hægt að tala um í síma!! Samt elska ég reyndar þegar ég heyri í þeim, rosa gott. Við erum svo aftur á móti duglegri í símanum með mömmu og pabba hans Árna því þau eru af þeirri kynslóð að tölva er ekki til í þeirra orðabók, hvað þá eitthvað sem heitir internet ;-)

Annars var ég að sjá myndir af snjónum sem féll í gær á klakanum... æææjjj mig langar ýkt mikið í snjó! Samt ekki því þá þurfum við að hjóla í torfærufíling en mig langar samt bara í jólasnjó í einn dag :-)

Jæja, er farin að skoða aðra íbúð fyrir Andra en núna á Østerbro, svo er æfing og svo er pían bara að fara að lita og plokka eina í liðinu í kvöld, gvöööööð hver treystir mér fyrir svona spyr ég bara! Sjáum til hvort hún verður ekki alveg eins og trúður eftir þetta... hehehee ég er búin að segja henni að þetta sé ekki á mína ábyrgð ;-)

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Helíumblaðran og Idols í Denmark 

Ég verð bara að tjá mig um Idol í Danmörku...
Það er úrslitaþátturinn í gangi núna og tvær myndarlegar stelpur í úrslitum. Ég tek það fram að ég hef aðeins séð einn þátt áður þannig ég veit ekkert um fyrri keppendur en hef heyrt hana Ernu mína tjá sig um helíumblöðruna sem var komin í úrslit og ó mæ god hvað hún er alveg eins og helíumpípa maður, ég þurfti að lækka í tækinu til að brjóta ekki rúður!!
Ohhhh svo er svona óþolandi "Bubbi" að dæma og hann bombaði feitu stelpuna niður í gólf og sagði allt vont um hana á ÚRSLITAKVÖLDI takk fyrir og dásamaði helíumið í botn...... glaaaaatað!!

Þannig nú er ég búin að kjósa í símakostningu og styð heilshugar bútnu Rikke, framhald á morgun ;-)

Á leið í Harlem... 

Andri Stef hringdi í gær og bað skvísí að kíkja á íbúð sem hann er búinn að finna sér í hinni frægu Nørrebro og ég er auðvitað búin að tala við eigandann og við erum orðnar best friends... vona samt að hún sé ekki bara svona á yfirborðinu og taki svo upp eggjarvopnið þegar ég geng inn um dyrnar ;-)
Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta hverfi nébbla þekkt fyrir allt annað en friendly neighbours.... En ég held reyndar að þetta sé fínn staður :-)

Annars er eitthvað voðalega lítið að gerast hjá okkur þessa dagana. Við erum samt búin að skipuleggja nóg þar sem föstudagurinn verður tekinn í að setja upp jólaskraut og taka ærlega til í litla kotinu okkar... ekki veitir af :-/ Heyrst hefur að það verði svaðaleg stemning með íslensk jólalög á fóninum!

Ég held því líka fram að ég geti skorað í markið hjá Árna í 9 af hverjum 10 skotum þar sem ég spilaði í gær á móti strákum og þeir halda virkilega að stelpur séu svo lélegar... hér með skora ég á Árna í markið á móti mér :-)

Já svo er eitt enn... þær sem eru að fara til Póllands með landsliðinu og eru ekki "útlendingar" og sem millilenda í Köben á leiðinni heim þurfa að gera mér ogguponsu greiða :-)

mánudagur, nóvember 15, 2004

Beauty píurnar mínar... 

Ég var að skoða myndir frá Muggarakvöldinu hjá FH... ooohhh væl væl ég sakna allra FH stelpnanna svo mikið :-( Þær litu allar svo ótrúlega vel út, ekkert smá sætar!!! Annars kom Kristín FH-pía að horfa á mig spila í gær, ég vona að hún vilji fá mig aftur heim ;-)

En Árni er að slá í gegn á þessu bloggi, ég held ég gefi honum bara orðið héðan í frá... hann er alveg með þetta strákurinn :-)

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Heimþrá 

Jæja núna er ég orðinn bólginn á bakinu vegna hvatningar um að skrifa hér en svona er það nú.
Spáiði í því ég verð í Séð og heyrt eftir 5 ár þar sem ég var á vígvellinum í Írak, kannski kemst ég í kastljósið ef ég verð heppinn. Ef ég fer í herinn skjóta út byssum og eitthvað svona strákalegt.
Annars er ég bara alltaf að baka gulrótarkökur hérna í DK og þyki gríðalegt efni í þeim málum því ég man uppskriftirnar utan af.
Núna var ég að koma heim eftir leik og er orðinn rosalegt þyrstur í eitthvað rosalegt, já ég verð að segja það fyllerí. Það er líka fríhelgi næstu helgi (Tak skal du ha)


Bið að heilsa

laugardagur, nóvember 13, 2004

Draumaprinsinn minn!!! 

Sjáiði sæta draumaprinsinn minn :-)

Hann er sko lang flottastur...

Annars eru stórfréttir af sæta prinsinum mínum því hann fékk bréf í dag frá ríkinu sem hljóðaði svo:
Yður er hér með boðið að ganga til liðs við danska herinn og þar með fá fleiri atvinnumöguleika í framtíðinni.....blablabla!!!

Jiiii hugsiði ykkur, dúllan mín í herinn... einmitt!!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Hver keypti Magasin? 

Í fréttunum í Danmörku í kvöld voru danskir verðbréfapælarar alveg í sjokki þar sem þeirra æðislega Magasin er horfið af danska "aktiemarkedet" af því að íslenskir fjárfestar eru búnir að kaupa stóran part og hyggjast kaupa aðra fjárfesta út á næstu dögum.....

Hverjir eru þetta??????

Aukavinna og Tívolíið 

Jiiidúddamía, það er bara sent bréf heim til manns og boðið manni vinnu :-) Haldiði að það sé ;-) Nei málið er þannig að ég er að vinna sem bréfberi á póstinum og svo var sent bréf í gær um að ég mætti fá eins mikla vinnu í að keyra út pakka og ég vildi. Þetta er alveg frábært þar sem vinnutíminn er 15:30-21:30 alla virka daga og ég ræð hvenær ég mæti. Ég ætla sem sagt að reyna að mæta þegar ég á frídag á æfingu :-) Þetta gefur nébbla svo helvíti vel.

Svo er tívolíið að opna í dag! Úúhh ég elska jólatívolí en við Árni förum ekkert þessa helgina, ætlum að bíða þangað til næstu helgi til að njóta lífsins á þessum rómantíska stað ;-)

Jesús, það er annars ekkert í fréttum... get eiginlega ekkert logið að ykkur :-/

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

8 julegaver på plads 

Aldeilis vorum við dugleg í gær. Fórum hreinlega hamförum í jólagjafainnkaupum og erum komin með 8 gjafir núna. Flestum þætti þetta örugglega næstum fullunnin vinna en þar sem við höfum í mörg horn að líta þá er þetta aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal. Við gefum nébbla hátt í 25 gjafir ef ekki fleiri, hef ekki alveg endatöluna á fjöldanum.

Næsta jólagjafatörn verður svo þann 20.nóv þar sem við förum líka í Jónshús að sækja jólaölið okkar namminamm!! En er rokin á æfingu, erfið helgi framundan full af prófi, vinnu, gestum og handbolta ;-) síjú....

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Jólgjafakaup í dag?? 

Hæhæ :-)

Jiii ég er alveg rosaleg, er að skrópa í skólanum í dag. Mætti reyndar í morgun en fór heim um 10! Ég held ég megi alveg skrópa 1x því sumir skrópa svo rosalega... á þetta alveg skilið ;-)

Ég er búin að fara í Frederiksberg Center og Fields í morgun og skoða. Keypti eina jólagjöf og pínu jóladót fyrir okkur Árna. Vona svo að Árni sé í stuði á eftir til að kíkja í Fields og kaupa kannski nokkrar gjafir í viðbót :-)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Noget snafs..... 

Komiði margblessuð og sæl elsku krúsídúllurnar mínar :-)

Trúiði þessu, Landsbankinn reið á vaðið og ætlar að halda vísindaferð fyrir íslenska nemendur í Köben á föstudaginn. Ég auðvitað að deyja úr spenningi því mig langar svo að prófa svona vísindaferð, en neinei.... ég er bara í heimaprófi þá helgi! Ohhhh hversu lamað er þetta maður. Reyndar ætlar Árni að reyna að bæta þetta upp og bjóða mér og Andra í heimabakaða pizzu með fylltum brauðkanti... uuummmmm! Já Andri, þar með veistu það :-) Hef heyrt að kallinn ætli að blanda bjór í degið...

Já svo er jólamarkaður í Jónshúsi helgina eftir... jeiiii og þá fáum við maltið og appelsínið sem við erum búin að panta okkur :-) Heyrst hefur líka að þá verði allt flotta jólaskrautið á Hovmålvej komið upp!!! Um að gera að tékka það át og kíkja í heimsókn gott fólk...

Titill dagsins. Ég er með útigangsmann sem tölfræðikennara og hann er besti kennari ever, ég kemst alltaf í gott skap hjá honum því hann er virkilega klikkaður :-) En já allavega þá vorum við að gera skilaverkefni í faginu í dag og ég er í hóp með Dönum og ég var orðin græn eftir að hafa setið stanslaust í 8 tíma og þá byrjaði ég bara að leika kennarann sem er æði, og allir hlógu svo mikið að ég fékk að fara heim sökum klikkunar hahaha, hefðuð reyndar þurft að vera á staðnum men det var sgu kanon sjovt ;-)

Myndir frá diskódjamminu 

Þar sem ég er alveg löööömuð í að finna mér max 5 mín í að setja myndirnar af diskóinu inn á netið þá vísa ég á heimasíðu Skúladætra og Möttu til að tékka þetta át :-) Svo lofa ég að reyna að setja mínar eigins inn við fyrsta tækifæri!!

mánudagur, nóvember 08, 2004

Uppgjör... Jylland... 

Þá er kjéllingin mætt aftur til Köben alveg endurnærð og sæl, einmitt.. ekkert þreytt neitt, en hættum nú þessu væli!! Að helginni....

Ég og Lísa lögðum sem sagt af stað í blíðskaparveðri frá Köben og var ég nú aldeilis búin að spara í lestina fyrir hana Lísu mína þar sem ég lét hana nota afsláttarkortið hans Árna í lestina... hahahaha það fór nú ekki betur en svo að við vorum stoppaðar og greyið Lísa, ég hefði nú ekki verið til í að vera í hennar sporum en að lokum hristi gaurinn bara hausinn yfir íslenskunni og sleppti okkur! Gvuuuuð, hægt að hlæja af þessu eftirá en jesús, ég svindla allavega ekki aftur í þessa lest!! Og annað, ég kaupi mér sæti næst puhhaa!!! Skiptum 3x um sæti...

Svo komum við til Århus og fengum þessar fínu móttökur frá Ernu skvísí og fórum svo rakleiðina heim til hennar að kíkja á mega flottu íbúðina hennar og dressa okkur upp fyrir þetta diskófest... takk kærlega fyrir mig sæta :-)

Diskódjammið var bara ótrúlega skemmtilegt og gaman að hitta svona margt fólk sem maður þekkir misjafnlega mikið en þetta var bara rosa stuð og sumir gerðu að sjálfsögðu meira út á búningana en aðrir, ég veit að ég var allavega ekki í síðasta sæti... ;-) En ég var sú eina sem var löglega afsökuð og var komin heim í Risskov-höllina hennar Hröbbu um eitt leytið, aðrir voru að til 5 held ég barasta.....

Daginn eftir átti ég svo að spila í Holstebro þannig mín tók sig til og vaknaði snemma og tók göngutúr á svæðinu... hjálpaði samt ekkert rosalega mikið þar sem ég var nú ekkert mega góð í þessum leik okkar sem við töpuðum með einhverjum 7 mörkum... held ég verði bara kölluð Gunna stöng eftir þennan leik, held ég hafi skotið 3x í stöng í leiknum :-/

Annars var helgin bara ótrúlega skemmtileg sem kostaði auðvitað mjööööög þreytta Hörpu í morgun sem kostaði það að ég skrópaði frá hádegi í skólanum... ég bara gat ekki meir!! Hahahha svo var ísskápurinn alveg tómur og ég rauk því út í Nettó til að kaupa í matinn, jújú mín bara búin að setja allt heila draslið við kassann þegar ég fatta að ég gleymdi dankortinu, fráááááábært!!! Þannig aulinn ég þurfti að hreinsa allt ofan í körfuna mína aftur og láta geyma hana á meðan ég hjólaði heim eftir veskinu... ekkert vandræðalegt neinei!!!! ;-)

föstudagur, nóvember 05, 2004

Neyðarástand... við gerum plan ;-) 

Jii dúdda mía, það er bara kominn föstudagur og ég er víst ekki búin að vera á lífi í síðustu viku! Ég er sem sagt að átta mig á því að ég er að fara til Århus á morgun en á eftir að redda gjörsamlega ööööllluu fyrir þann tíma, þar á meðal "keppnisdressinu" sjálfu!!

Jiiiiii ef þetta kallar ekki á að gera plan þá veit ég ekki hvað en látum okkur nú sjá... ég þarf að stökkva yfir til Siggu mús og grafa í fataskápnum hennar, þvo þvott til að ég eigi nærbuxur að keppa í á sunnudaginn, klára eitt verkefni í skólanum því ég hef enga tölvu yfir helgina, mæta á handboltaæfingu, pakka niður fyrir Århusferðina, kaupa lestarmiða og gvuuuuð veit hvað meira.... úúff vona allavega að ég finni einhver föt hjá Siggu til að ég þurfi ekki að fara í bæinn og versla eitthvað!
Já og svo þarf ég að vísu að mæta í vinnuna í fyrramálið en þá verður allt hitt að vera á hreinu ;-)

Annars verður bara stuð á Árna kallinum um helgina. Hann er að fara á jólahlaðborð með handboltanum í kvöld og ætla ég rétt að vona að kallinn hætti nú þessari vitleysu með bjórbannið því J-dagurinn er í dag! Svo er hann að fara að bjóða Binna á Jensens á morgun því við eigum svona uppsafnað dæmi sem gildir fyrir nautasteikur en ég er minna fyrir þær. Þannig Binni kallinn fær góðan mat á morgun...

Lifiði heil og vonumst svo til að Árni kallinn haldi síðunni uppi yfir helgina ;-)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Baaara dimma hérna megin !!! 

Fyndið, við erum að endurupplifa veturinn hérna í Köben! Ég var að hugsa um áðan hvernig það var þegar ég sat inn í stóru stofunni okkar á Amagerbrogade og horfði á traffíkina út um gluggann. Nú er maður bara í kósý litlu raðhúsi og gatan mín er "aðeins" rólegri þar sem enginn fer um nema að eiga leið. Myrkrið er reyndar alveg eins, þar sem það dimmir bara um 5 leytið núna, úúfff svoldið erfitt líka að vakna á morgnanna þar sem maður þarf að rífa sig upp í myrkrinu :-/

Annars segjum við bara fínt. Við höfum það virkilega gott skötuhjúin en erum reyndar farin að hlakka alveg rosalega til að koma heim um jólin. Ég vona reyndar að ég losni við þessa heimþrá því þá get ég virkilega einbeitt mér að því að klára skólann fyrir jólafrí því ég nenni ekki neinu veseni og fyrst ég er búin að lifa erfiðustu önnina af alveg fram í nóvember fer maður ekki að gefa eftir á lokasprettinum! ;-)

En jísús, það gengur ekkert með þessi jólagjafakaup. Við keyptum tvær fyrir löngu síðan og svo er allt strand núna... uusss vonandi komumst við í þetta helgina 26.-28.nóvember og vonandi verður líka fullt af heimsóknum þá helgi því Kristín Guðjóns verður í Köben og svo vona ég að Sigrún skvís komi í heimsókn til að aðstoða frúnna í þessari vitleysu ;-)

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Turtildúfurnar mættar á ný :-) 

Jahá, það er svoldið fyndið með Íslendinga að þeir eru frekar lélegir í að taka þátt í umræðum. Hef ég sérstaklega tekið eftir því eftir að ég byrjaði í skólanum hérna því Danir elska bara að ræða hlutina og ég, Íslendingurinn, sit alltaf aftast og vonast eftir því að ég verði látin í friði... ég held ég geti líka sagt það sama um lesendur þessarar síðu ;-)

En jújú, allt að gerast!! Ég er að undirbúa svakalegt ferðalag með henni Lísu Njáls minni þar sem við Köbenbúarnir ætlum að mála bæinn rauðann í Århus um helgina... jújú við skvísurnar erum á leiðinni í diskó friskó fest til Hröbbu Skúla. Það eru verðlaun fyrir besta outfitt og auðvitað er þetta keppnis, verst bara að þessar Yduntussur mínar eru ekki alveg að standa sig í keppnisdressinu mínu, nú stóla ég á Siggu Birnu beibí til að finna fram tjúttfötin fyrir mig ;-)

Annars ýkt fyndið, mamma og pabbi hans Árna versluðu auðvitað trubblað mikið hérna í sumar ef einhver man eftir því en nú vantar þeim ljós í nýja eldhúsið sitt og auðvitað var bara hringt í Danina og send hraðsending af "laugardagsbæklingunum" til Íslands. Nú eru þau alveg vitlaus og vilja bara kaupa og kaupa og ég sver það ef þau ætla ekki bara að reyna að koma líka út, og helst þá með tómar töskur....

Meiri fréttir, meiri fréttir.... Árni er enn í bjórbindindinu! Ég styð hann nú alveg ef hann vill hætta í því enda er þessi bjór farinn að þvælast fyrir öðrum mat í ísskápnum. Held að kallinn verði mjög tæpur þann 5.nóvember = J-DAGURINN !!!

En jæja, held að þetta sé komið gott í bili! Ætla líka aðeins að sjá M.United rústa þessu Prag liði þarna... já ekkert svona, ég veit alveg helling um fótbolta!!! Það er allavega nóg að halda með Manchester og Schumacher og þá er maður í góðum málum, ekki skemmir svo fyrir að halda líka með FCK en það er önnur saga....

mánudagur, nóvember 01, 2004

Here we go again !! 

Ohh fúlt, mánudagur og ég sé fram á 2 leiðinlegar vikur sem fara í verkefnaskil og fyrirlestra... en igen er tíminn fljótari að líða sem er fínt, einungis 48 dagar í heimkomu :-) Jesús, mætti halda að maður væri með heimþrá ;-)

Annars fór ég á leik hjá Árna í gær og það var bara fínt. Gaman að sjá að hann getur svoldið í marki strákurinn ;-) Amager tapaði reyndar en það var reyndar ekkert skrítið þar sem þeir spiluðu á móti toppliði deildarinnar.

En svona í lokin hef ég ákveðið að skrifa ekkert nýtt fyrr en fólk tekur sig saman og fer að kommenta kveðjur inn til Árna sem finnur enga samúð með ykkur lesendur góðir!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?