<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 31, 2004

Gamlársdagur í dag 

Jæja heimsóknin hennar Hildar var bara rosalega skemmtileg. Við töluðum okkur fullar í gær og vorum að rifja upp allskonar vitleysu, gaman að þessu :-) Við fórum reyndar ekkert mikið, bara út í Fields og svo var Hildur heima að horfa á videó meðan ég fór á æfingu þannig þetta var bara kósý og næs enda var það sem Danir kalla stormur í gær, en það var létt gola í Köben!

Annars er gamlárs í dag og mér finnst sko ekki eins og það sé gamlárs. Ég er núna nýkomin af æfingu og er að fara að læra í dag. Er sko ekki búin að vera eins dugleg og ég ætlaði mér uussss hefði nú alveg getað gert þetta litla sem ég er búin að gera á klakanum en svona er þetta, ég hef nú bara gott af þessu að prófa eitthvað nýtt.

En ég á sem sagt að mæta seinni partinn heim til fjölskyldunnar Hjort og það var ekkert verið að láta mig vita að það er bara margt um manninn, einhverjir 12 manns bara. Jájá og svo var Karen að segja mér að það vita allir að það er Íslendingur að koma og einn segist tala íslensku, þetta verður eitthvað skrautlegt sko! Ég hélt þetta yrði bara mamma hennar og pabbi og kannski systa líka.... hehehhe!!!
En já svo veit ég ekkert hvernig þetta verður, veit að það er búið að bjóða okkur í partý hjá einni í handboltaliðinu og það getur vel verið að við verðum komnar þar fyrir miðnætti, ég læt bara algjörlega stjórna mér í kvöld. Þetta verður samt rólegt hjá skvísí þar sem ég þarf að taka dúúddúúú á morgun til Århus þar sem eru smá æfingabúðir í gangi svona á nýju ári, ekki veitir af segi ég nú bara, hor og kvef búið að vera ríkjandi eftir kuldann á Íslandi, en það er svona að fara núna :-)

Annars óska ég ykkur öllum bara gleðilegs árs og vona að þið hafið haft það gott á árinu sem er að líða. Mér finnst nú að lesendur þessarar síðu ættu að setja sér áramótaheit og kommenta meira á nýju ári, en þar sem ég veit að það þýðir ekki að kenna gömlum hundi að sitja þá hef ég enga trú á ykkur lesendur góðir, en við skulum sjá til :-) Áramótaheitið mitt er ekki ákveðið ennþá en verður uppljóstrað leið og það er í höfn. Já og sjáumst hress og kát á nýju ári 2005 :-)

miðvikudagur, desember 29, 2004

Huggulegt í kotinu! 

Það er svaka huggulegt hjá minni, bara alein heima að læra og ég fór fyrst úr náttfötunum klukkan hálf fjögur í dag og það var bara vegna þess að ég þurfti að fara á æfingu. Já og þetta var nú meiri æfingin. Ég hef ekki hreyft á mér rassgatið á Íslandi því það var ekki hægt sökum kulda og fékk sko aldeilis að kenna á stórliði FCK og þeirra hraða, úúfff ég segi það og skrifa að liðið okkar tapaði í dag :-/

Annars verður voða stuð hjá minni á morgun þar sem Hildur Rut er að koma til mín. Greyið átti að koma aftur til DK á gamlársdag en Expressinn hætti bara við flugið hennar, alveg lamað sko! Þannig við skvísur ætlum að hafa það voða huggulegt og ég dreg hana kannski eitthvað um Köben, hún er nú einu sinni Århusbúi og þeir þurfa að vera í beisli í borginni, það eru nébbla fleiri en 2 götur hérna megin ;-)

þriðjudagur, desember 28, 2004

I´m back to DK 

Hæ allir :-)
Jæja þá er maður bara mættur aftur heim til sín, jújú og nýbúin að vera heima líka... maður á heimili út um allt skal ég segja ykkur! Árni er enn heima, en kemur heim þann 3.janúar!

En Ísland var æði, já æði fyrir utan -13° og akkúrat þurfti ég að fara út að hlaupa þann dag og andast á eftir, alveg heilbrigt haha... Svo fékk ég ekki að fara á neina handboltaæfingu, puhhaa ekki sátt.. þessar handboltapíur eru bara alltaf í fríi ;-)

En já við Árni höfðum það alveg rosalega gott heima hjá foreldrum okkar. Vorum reyndar mikið meira heima hjá mér því það var tekið bað í stóra baðinu daglega :-) Svo var stjanað svo rosalega við okkur að maður var hættur að geta burstað tennurnar einn síns liðs, svona á þetta að vera ;-)

En já annars gengu jólin bara sinn vanagang í faðmi fjölskyldu og vina en ég verð nú að minnast á eitt jólaboðið. Annan í jólum fórum við Árni til hennar Ernu gömlu sem tengist inn í fjölskylduna hans Árna og hún heldur alltaf annan í jólum boð. Þetta er svona amerískur blær yfir þessu boði þar sem 20 fjölskyldur hittast og allt á fullu og maður þarf að vera í sérstöku stuði til að vera með og svo er alltaf spilað bingó eftir matinn. Það eru veglegir vinningar í boði og í fyrra hreinsuðum við Árni alla vinninga á kostnað barnanna og ætluðum að sjálfsögðu að endurtaka leikinn í ár. Nema hvað að við fengum bara tvo...
En já annar af þessum var ekkert smá flottir steinar sem var búið að handmála sem karl og kerlingu og ég var alveg dolfallin yfir þessum vinning. Heyriði, haldiði ekki bara að gamla hafi pakkað inn einni jólagjöfinni sinni alveg óvart bara! Jújú, alveg rándýrt steinalistaverk... hahahaha en greyið hún var svo miður sín yfir þessu að hún kom daginn eftir í heimsókn og búin að kaupa alveg eins handa okkur, algjör mús! Og þrátt fyrir að ég reyndi að neyta viðtöku er ég nú búin að setja þetta upp í glerskápinn hérna, lítur vel út :-)

En 1000 kossar til mömmu,pabba og Villa, ömmu og afa, Svönu og Væja og allra systkynanna hans Árna fyrir ótrúlegt stjan! Það er aldeilis búið að eyða í okkur um jólin og við fengum við flest það sem var á óskalistanum í jólagjöf. Og þrátt fyrir stutt jól og stutt frí þá fannst mér þessi tími æði og hlakka rosalega til að fá alla í heimsókn núna með vorinu :-) knus og kram

laugardagur, desember 18, 2004

Gleðileg jól :-) 

Við Árni óskum ykkur öllum, lesendur góðir gleðilegra jóla!
Ég vil sérstaklega senda Ameríkufjölskyldunni minni, sem er tryggasti lesandi þessarar síðu jólakveðjur. Skúla, Zina og Sebastían, gleðileg jól og þúsund kossar frá músu í DK. Ég vona að það verði allt með besta móti í Charlotte :-) Ég á nú líka eftir að heyra í ykkur í síma yfir hátíðarnar!

Takk fyrir að lesa og hafiði það sem allra best

knús
Árni og Harpa

Harpa að pakka húsinu !! 

Já góðir hálsar!
Árni fór á klakann í gær... ég fylgdi rjómanum mínum á flugvöllinn til að koma í veg fyrir yfirvigtarvesen! Við erum nébbla með trix dauðans!
Ég var ekkert smá heppin og náði að setja flestar jólagjafir í töskurnar hans Árna og tróð og tróð þannig ég er í góðum málum fyrir mitt flug á morgun, engin yfirvigt og djammgallinn kemst bara með... annað en í fyrra allavega :-)

Svo er dagurinn í dag búinn að vera geðveiki. Ég fór í póstinn eldsnemma og í fyrsta skipti í vetur varð mér alveg skítkalt að bera út, ég held að það sé að koma smá vetur hérna núna. Svo brunaði skvísan heim með þennan risastóra jólapakka frá póstinum og við miklar spekuleringar opnaði ég pakkann þar sem hann hefði aldrei komist með heim. Jújú, kemur á óvart... enn eitt teppið merkt póstinum, æði!!

En svo er kjéllan búin að skrúbba allt heimilið eins og það leggur sig og gerði það á mettíma... rúmlega 90 mínútum og svo var tekin sturta og brunað í Fields þar sem ég er búin að vera núna í 2 tíma, úúffff alveg búin sko!!

Allavegana, ég er búin að ná að redda öllu sem ég þarf að redda. Kvöldið í kvöld verður frekar rólegt og verður tekið í að pakka niður og horfa á handboltaleik. Ydun stelpurnar ætluðu að kíkja en það eru svo margar busy þannig við frestuðum þessu bara en Sisse ætlar samt að koma og horfa á leikinn með mér, koma svo Danir :-)

föstudagur, desember 17, 2004

Tak skal du he 

Ég verð bara að láta ykkur vita eitt að Marta Ernsdóttir vann 5000m hlaupið og er komin í mark með miklum fangaðarlátum.

Já ég verð á klakanum í kvöld SKÁL í botn.

Eða eins og Ramstein orðar það "We are living in Amerika"

fimmtudagur, desember 16, 2004

Heim, út í geim 

Þrautsegjan ofar öllu, orðinn frekar þreyttur á þessu skólakjaftæði. Svona eru þessir skólakrakkar, hafa aldrei migið í saltan sjó.

Mér líður eins og Mörthu Ernsdóttir í 5000 metra hlaupi þegar hún kemur inn á völlinn síðustu 400 metrana og sér markið. Ég er að fara heim á morgun!

Ps. sjússamælirinn minn virkar

Já það er að koma jól :-) 

Líííífið er yndislegt !!!!
Stelpan er komin í jólafrí, strákurinn fer í jólafrí á morgun en þarf nú hvort sem er ekkert að gera af viti á föstudögum í vinnunni nema drekka bjór þannig hann er nú næstum kominn í jólafrí líka ;-)

Prófið gekk bara svona asskoti vel, ég var með 5 villur sem þýðir vonandi heila 9 í einkunn. Kemur í ljós eftir mánuð eða eitthvað!! Lekkert, og það sem er enn skemmtilegra er að ég er búin að fá stundatöfluna mína fyrir vorönnina og eftir miðjan febrúar er ég í skólanum 1x í viku, hljómar mjööööög vel en ég er að fara til námsráðgjafans á eftir og tékka hvernig vorönnin mín verður! Veit nébbla að við Andri þurfum að sitja einhverja fundi og þarf aðeins að tékka á þeim...

En góðir vinir, ég er farin í litun, svo að skrifa jólakort, svo á síðustu æfinguna mína fyrir jól og SOFA ÚT Í FYRRAMÁLIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!! I love it...

miðvikudagur, desember 15, 2004

Verkefnaskil, svefnleysi og próf í fyrramálið ;-) 

I love this life... híhííí nú er ég reyndar svo kærulaus að það hálfi væri fullnóg. Er búin að vaka í alla nótt yfir þessu heimska verkefni okkar og djö%&$%$ þau vildu ekki senda mig heim, en auðvitað tekur maður þátt af fullum krafti og ég var gjörsamlega að andast úr þreytu. Þeir sem þekkja mig vita að ég á mjööööög erfitt með að halda mér vakandi á kvöldin puhha!!

En já jesús, ég er sem sagt að fara í eins og eitt stykki háskólapróf í fyrramálið klukkan 10 og núna er klukkan 13 og ég er ekki byrjuð að læra, alveg heilbrigt en svona er þessi skóli, þetta er búin að vera vængefin pressa út í eitt og er búið að lofa okkur að hún hverfi núna eftir próf í janúar. Ef ekki þá kæri ég þessa stofnun fyrir eitthvað sniðugt... ;-)

En ætla að borða og lúlla smá og svo er stelpan klár í slaginn að læra eins og sjúklingur fyrir prófið í fyrramálið, þetta verður að sjálfsögðu massað upp ;-)

þriðjudagur, desember 14, 2004

Klikkun í gangi svona rétt fyrir heimferd 

Jájá, tad er ad koma heimsendir, allavega hjá tessum Dønum hérna! Ég sit núna heima hjá einni sem ég er í hóp med og vid erum ad leggja lokahønd á verkefni sem vid eigum ad skila á morgun. LOKSINS segi ég nú bara tví ef ég hefdi fengid ad ráda hefdum vid klárad tetta á sunnudaginn!!

Vid erum búin ad sitja myrkranna á milli og vinna ad tessu og í gær sagdi ég hingad og ekki lengra tegar ég var bedin um ad gista og vinna yfir nóttina... já neinei, ég fór bara í mína 40 mínútna ferd med lestinni til ad lúlla hjá Árna mínum, ekkert svona sko!!! Ég get hvort sem er ekki gert skít tví ég er búin ad skrifa hátt í helminginn af tessu helvíti en núna er verid ad ljúka vid alla kaflana og setja saman og gvud hjálpi mér ef ég á ad fara ad blanda mér í tad, í stadin sit ég og glápi út í loftid og vonast til ad verda send heim, ég tarf jú ad sitja allan morgundaginn langt frameftir til ad læra undir próf á fimmtudag, jújú sem sagt brjálad ad gera ;-)

Svo er greyid Árni alveg einangradur heima, hefur nébbla enga tølvu. Ég sit hérna med tølvuna alveg med mega móral yfir tessu øllu. En ég er allavega fegin ad hann er ad fara heim á føstudag, tá hefur hann eitthvad til ad hlakka til :-)

Jæja, ætla ad fara ad blanda gedi vid lidid.... krossidi fingur um ad tau sendi mig heim ;-)

sunnudagur, desember 12, 2004

Árni og sjússamælirinn... 

Árni var að kaupa súkkulaðijólasvein fyrir mig til að gefa jólavininum mínum :-) Þetta á alveg eftir að slá í gegn, ég er búin að setja krulluborða og merkimiða á hann og ætla að stilla honum upp í taktík fyrir leikinn á eftir.... yeah!!!!!

Annars er Árni alveg að sleppa sér hérna. Hann var eins og lítið barn í gær og hringdi í mig og spurði hvort hann mætti kaupa einhvern sjússamæli... what!!! Og svo er þetta ferlíki sem tekur fjórar flöskur komið inn í glerskáp og Árni situr stoltur yfir nýja huuugggeee sjússamælinum sínum sem hann er svo stoltur af :-) Já, það er gaman að honum krúttinu...

föstudagur, desember 10, 2004

Jólasveinaleikurinn í hámarki :-) 

Ég ætla rétt að vona að mörg lið hafi prófað þennan nissaleik minn. Jiiii vitiði að ég hef bara aldrei á ævinni skemmt mér jafn vel á æfingum, og það sem er meira skemmtilegt er að maður er bara miklu betri í handbolta líka því maður getur ekki beðið eftir að komast á æfingu :-) Jááááhhááá, svoldið nýtt hjá Hörpunni sem vanalega nennir aldrei á æfingu, en það er nú reyndar bara vegna þess að það tekur mig 45 mín!

En já, með leikinn. Nú er ég búin að gefa mínu jólabarni 2 gjafir, muffins í gær og svo jólakort í pósti sem hún fær í dag! Ég er búin að fá eina sæta jólarós frá mínum nissa og djöö#%%&#$%# ég sá ekki þegar hún var sett á bekkinn! En æfingin í gær var mögnuð þar sem allt í einu poppuðu upp gjafir hér og þar og alltaf var það einhver sem sagði heiiiiii sjáiði þessa... úúhh og maður var alveg eins og lítið barn :-)
En ég er allavegana búin að útiloka tvær núna sem geta ekki verið mínir nissar því þær hef ég staðið að verki... jiiii mér finnst þetta alveg æææææææði ;-)

Jólanissi kveður að sinni, erfið helgi framundan sem fer í að leggja lokahönd á ritgerðina áður en hún verður fínpússuð mánudag og þriðjudag!! Jújú stór gleði og svo er það auðvitað handboltaleikur á sunnudag og ég gæti ekki verið fegnari því þá slepp ég við að sitja yfir ritgerðinni á meðan ;-) usss ekki segja.....

fimmtudagur, desember 09, 2004

Vika eftir !!!!!!!!!!!!!!!!! 

Jesússs, ég held að það skilji okkur enginn nema sá sem hefur búið í útlandinu eða býr einhvers staðar langt heiman frá sér. Við erum með heimþrá dauðans sem lýsir sér í því að maður kemur engu í verk og situr bara og starir og vonast til þess að þessi vika sem er eftir hverfi!!!

Ekki það að það sé eitthvað leiðinlegt að búa í útlöndum, alls ekki... ég vil heldur búa hérna úti og upplifa hlutina heldur en að hanga í sama farinu á Íslandi en þegar jólin eru að koma og maður ætti að vera að njóta lífsins í bænum, innanum um mannfólkið og huggast með fjölskyldunni í að gera þetta og hitt þá erum við gjörsamlega að meygla í löngum vinnudögum, verkefnaskilum og prófum sem eiga alls ekki við á þessum tíma.

En til að horfa jákvæðum augum á framhaldið þá hættir pínan næsta fimmtudag þar sem Harpan klárar próf og sama hversu léleg ég verð, þá er ég allavega búin :-) Árni vinnur reyndar föstudaginn líka en það verður örugglega bara skemmtilegt þar sem hann er hvort sem er að fara í flug um kvöldið!!

Annars verð ég að setja út á eitt. Nú er ég ekki vön að gagnrýna svona en hvernig væri nú að sumir "fréttamiðlar" eins og FH-síðan fengi smá andlitslyftingu og færi að birta fréttir. Nú skrifaði ég sjálf inn á síðuna þegar ég var í FH og var þvílíkt stressuð að birta greinar til að fólk hefði upplýsingarnar. Ef fólk vill halda lífi í handboltanum þarna í Firðinum á ekki að leggja árar í bát heldur að koma að enn meiri krafti inn í verkið. Fhingar.is var með 2-3 greinar daglega síðasta sumar þar sem fótboltinn skilaði góðu en núna hefur ekki verið skrifað um eitt né neitt, algjörlega til skammar og hananú :-/ Hvernig væri að ráða fréttastjóra fyrir hvern flokk sem sér um að uppdeita??

Vóó ég vona að enginn verði sár við þessi skrif mín en kommon, þetta er satt! Annars er ég á leiðinni á æfingu og ég er búin að senda fórnarlambinu mínu jólakort í pósti. Ég vona sko að hún opni það strax og geri ekki eins og flestir og geymi það til jóla... úúff klikkaði aðeins að skrifa ekki utaná að þetta væri frá nissanum en vonum það besta! Svo er Árni kominn með muffins fyrir mig og ég ætla að setja í töskuna hennar í kvöld :-) Jíííí spennóóó... en Hrabba ég þori ekki að drilla því þessi gella er mega súr sko! Hún kemur alltaf með þetta; æjj kommon Harpa ef ég er eitthvað að fíblast á æfingu.... þannig drill er út úr myndinni!!

Jiii ég er aldeilis búin að skrifa í dag. En þarna sjáiði, ég er að eyða tímanum í eitthvað annað en að læra, týpískt ég!! Samt er ég frekar róleg yfir þessu skilaverkefni því sama hvað ég þarf að hanga yfir því þá er pressan ekki á mér heldur er hún meiri á dönsku vinkonunum mínum því lokahöndin er meira í þeirra höndum, ég get sko ekki fundið út úr því að skrifa 100% dönsku og allt sem ég hef skrifað hefur verið lesið í gegn svona 5 sinnum til að gera flotta skrifanlega "ritgerðardönsku" út úr því...

En góðu vinir nær og fjær, ég er eiginlega ekki eins súr og þessi grein gefur til kynna... ég er bara í mjög góðum húmor og hlakka til því eftir 6 og hálfan sólarhring er skvísí búin :-) Og ef það er ekki tilefni til að fagna þá veit ég ekki hvað ;-) knúúzzzzzzzzzzzzzzzz

þriðjudagur, desember 07, 2004

Áramótin ákveðin!!! 

Þá er komið á hreint hvernig áramótin hjá Hörpunni verða. Ætlaði fyrst að hafa það næs í Ballerup og vera hjá "fjölskyldunni" minni hérna í Köben en svo breyttust aldeilis plönin þegar familien Hjort ákvað að bjóða stelpunni um borð í áramótafögnuðinn. Jújú áramótin þetta árið verða bara tekin með trompi þar sem mín fer inn á danskt heimili og Karen fær alfarið að stjórna kvöldinu og skilaboðin eru skýr; þetta verða dönsk áramót :-)

Fyrir ykkur sem ekkert vitið þá fer ég til Köben á milli jóla og nýárs til að æfa og læra og Árni kallinn verður heima til 3.janúar og lætur sig sko ekki vanta í drykkjuleikina í Stjörnuheimilinu. Og þar sem að ég ætla nú á annað borð að vera í útlandinu í fyrsta skipti um áramótin ætla ég auðvitað bara að taka þetta með trompi og fá danska fílinginn í æð beint frá Karen Hjort, meðspilaranum mínum í Ydun. Jújú, bara stuð skal ég segja ykkur...

Jólasveinagleði í Ydun 

Hvað taka þessar handboltastelpur ekki upp á!?!?

Það er búið að setja á fót leik í liðinu mínu sem gengur út á það að við drógum allar nafn úr potti og eigum að vera jólasveinn fyrir hvor aðra. Ég dróg einn af línumönnunum okkar og hún er ýkt snobbuð þannig það verður sko erfitt fyrir mig að vera jólasveinninn hennar. Maður má bæði vera góður og drilla en ég held ég verði bara góður sveinki. Nú þarf maður að finna upp á einhverju sniðugu til að gera fyrir hana. Leyndóið við þetta allt er svo að síðustu æfingu fyrir jól, eða reyndar síðustu æfinguna mína þá giskum við á hver er nissi hverjar og einnar og það er sem sagt keppst um að vera ekki giskaður, eða já... ég vona allavega að sú sem ég hef fatti ekki að ég var hennar jólasveinn.

Svo er að sjálfsögðu ein sem er jólasveinninn minn og ég var ýkt á varðbergi í gær því ef maður giskar ekki rétt í lokin þarf maður að gefa nissanum sínum gjöf, en ef ég giska rétt þarf nissinn að gefa skömmustugjöf fyrir að vera giskaður.

Þetta finnst mér alveg hreint frábær leikur og mæli ég eindregið með að íslensku liðin taki upp á þessu heima, kryddar rosalega upp á handboltann svona fyrir jólin þar sem enginn nennir að æfa :-)

mánudagur, desember 06, 2004

Minna en 2 vikur :-) 

Jæja, þetta styttist... 11 dagar í að Árni fari heim og 13 í mig! Erum eiginlega farin að hlakka alveg rosalega til.
Það verður gaman að komast í kuldann, snjóinn og jólaseríurnar. Danir eru alveg glataðir í að skreyta, jeminn það er ein og ein jólasería hjá þeim en við Árni erum auðvitað eins og sannir Íslendingar og búin að dekka allt með seríum :-)

Annars er svo sem ekkert spennó að ske. Árni var á jólafrokost með vinnunni á laugardagskvöldið og fékk þvílíkt í magann eftir það, greyið!! En hann er nú mættur í vinnuna kallinn og ég held bara áfram þessum leiðinlegu skrifum mínum um þau málefni sem ekki koma fram í ársskýrslunni en þarf samt að taka tillit til, ég veit... ekki það skemmtilegasta :-/

En jæja góðir hálsar og hestar, lömb og svín.. muniði að bráðum kemur fyrsti jólasveinninn :-)

laugardagur, desember 04, 2004

Áfallahjálp í rútunni... 

Búið að vera aldeilis mikið að gera og nokkuð ljóst að kjéllan þolir ekki svona álag alveg á hreinu sko, spilaði hræðilega í dag, gvuð minn góður alveg skelfilega sko!! Hvernig finnst ykkur nýtingin 1/50 .... já ég veit puhhaa!!! En við sem sagt töpuðum í Silkeborg en það er nú líka nokkuð ljóst að þessar druslur verða jarðaðar á heimavelli því ef ég hefði nýtt bara eitt af mínum góðu skotum hefði þetta orðið allt öðruvísi ;-)

Ég var eiginlega svoldið leið eftir leikinn og besta vinkona mín í liðinu var að reyna að hugga litla Íslendinginn sem fór alveg í klessu eftir svona mikilvægan leik. Enginn vissi af hverju ég var svona leið en Karen getur alveg sagt mér hvað ég er að hugsa þannig hún er alveg með þetta á hreinu stelpan. Mér líður líka mikið betur núna :-)
En æjj vitiði hvað, hún er að flytja til New Zealand í febrúar til að taka eina önn í skóla þar úti, jísús og hún er bara besti leikmaðurinn okkar og besti vinur minn, puhhaa þetta verður erfitt eftir jól... ætli ég spili ekki bara hægri skyttuna ;-)

Annars var huggulegt fredagsaften hjá okkur hjúum þar sem ég fór í hjemmelavede burgere með nokkrum Ydun stelpum og svo hittumst við hjón til að kíkja í partý til Andra og co sem var bara stil og roligt. Það er svo von á þeim Andra, Melsteð og Ástu annað kvöld í heimsókn til að skoða jólaskrautið okkar :-) Jújú, það er bara farið að berast út um Köben hversu svakalega jólalegt er hjá manni.....

föstudagur, desember 03, 2004

Two weeks to go... 

Fyrir utan væntanlegar 3 ferðir til Jótlands, skilaverkefni upp á 50 blaðsíður og eitt stykki próf þá líður mér bara vel :-) Jújú og allt þetta á næstu 2 vikum I love it!!!

Dagatalakertið okkar er ekki alveg að virka. Það er kominn 3ji í dag og dæmið er ekki einu sinni að nálgast þann fyrsta. Ég sver það, ég er með stanslaust kveikt á því en maður vildi víst vera flottur á því og keypti það feitasta sem til var, fæ líka að kenna á því núna.... koma svo !! :-)

Hjólið mitt er að detta í sundur, en ætla samt að láta það duga í eitt og hálft ár í viðbót. Greyið J.Ló þarf bara að komast í læknishendur Árna svona þegar pilturinn hefur tíma, kannski gerir hann eitthvað bráðlega því ég er að setjast niður og stytta buxurnar hans núna, jújú kjéllan er myndarleg ha!!!

En jæja, nóg að gera.. hætta þessu bulli hérna! Góða helgi múslurnar mínar :-)

fimmtudagur, desember 02, 2004

Allt crazy á kolleginu 

Jesús, það er allt að verða vitlaust hérna á kolleginu. Mamma ekki lesa en það er einn gaur hérna sem geymdi byssu í geymslunni okkar og svo er búið að vera ruglað mál út af þessu og hann er með eitthvað Bin Laden blað sem gardínur og eitthvað, alveg snar og svo er einn sem tekur víst eitthvað endalaust mikið morfín og er líka alveg snar og já sem sagt fullt af ógeðisliði bara! En hvernig veit ég þetta....

Jújú Sigga Birna þekkir alla hérna. Hún var úti að tala við morfínsfíbblið áðan, kemur á óvart og hún er sem sagt að fræða mann og meira um Siggu mús, hún á afmæli í dag :-) Tillykke skvísí....
Við Árni erum búin að vera sveitt fyrir afmælið hennar, máttum nébbla ekki koma í veisluna sem verður í kvöld néma að baka hahahhaa, ég gerði súkkulaðikökuna mína og Árni gerði geggjuðu snúðana sína!!! Svo erum við á leiðinni á æfingu og eigum enn eftir að kaupa gjöf, jesús við erum alveg að gera okkur hérna....

En já, smá handboltafréttir. Maður verður nú að monta sig pínu því við vorum að spila æfingaleik við TMS sem er lígulið en eru reyndar í neðsta sæti deildarinnar. Og þær vildu sem sagt spila við okkur til að fá sjálfstraustið upp á nýjan leik, einmitt já því við unnum þær sannfærandi í gær :-) Gaman gaman....

Jæja, er rokin á æfingu brjálað að gera!!!!!!

miðvikudagur, desember 01, 2004

Tøseaften i København 

Við stelpurnar í grúppunni minni vorum búnar að ákveða að gera eitthvað úr kvöldinu í gær þar sem það var klúbbmeðlimakvöld í H&M og ég auddað meðlimur dauðans híhííí dróg þær með mér!!

Við byrjuðum á að fara í bíó... já einmitt ég í fyrsta skipti í bíó í Köben, sææll ekki vera hneyksluð en ég hef bara ekki "haft tíma" yeah right!! En þær vildu endilega að ég færi í elsta bíóið sem er Palladium (þetta röndótta) og við fórum á stelpumyndina Bridget Jones og mér fannst hún náttla alveg geggjuð. Þeir sem þekkja mig og minn smekk gætu alveg eins búist við því að ég hefði farið að vola sko ;-)

Svo var rokið af stað niður Strikið og við vorum mættar fyrir utan H&M klukkan korter í 7 og röðin lofaði bara góðu, ekkert svo margir. En rétt áður en opnaði var allt orðið crazy og við ekkert smá sáttar við að vera með þeim fyrstu til að komast inn... halló hver fer ekki og shoppar þegar það er 25% off af öllum nærfötum. Já, svo var náttla bara verslað og verslað og verslað... sumir þó meira en aðrir en stelpurnar höfðu fyrirfram búist við því að ég myndi missa mig þarna inni en neinei, Camilla og Tina eyddu báðar meira en ég :-)

Eftir rúma 2 klukkutíma í H&M... JÁ 2 TÍMA TAKK þá neyddumst við til að enda kvöldið á Makkaranum því sumir höfðu ekki efni á betri mat, híhíhííí og svo sátum við alveg eins og hálvitar á Mc´D og skoðuðum afrakstur kvöldsins.

En jiii þessi síða er alveg að gera sig þegar ég þarf að ná í einhvern. Látiði það berast til Clausen ef hún les ekki þessa síðu að ég finni bara heimasímann hennar á netinu og ég læt bara mömmu hans Árna hafa hann en hún er í Kanada núna en kemur heim í lok vikunnar þannig pakkarnir fá kannski að vera fram að helgi :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?