<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Something about Mary !! 

Muniði ekki eftir brúnu leðurtöskunni sem Mary bjó hjá í myndinni "Það er eitthvað við hana Mary?" Hún fékk eitthvað dóp í glasið sitt af hinum hreyfihamlaða Charlie með þeim afleiðingum að hún fór í ham og ryksugaði og þreyf húsið eins og hún ætti lífið að leysa......

Þannig leið mér í morgun! "Gvuð þú ert geðveik" hljómaði í eyrum mínum þegar ég mætti í skólann klukkan 9:00 og Andri hinn morgunglaði mætti að verða 10, nývaknaður. Ég var sem sagt búin að þvo þvottavél og hengja upp, ryksuga, skúra og þurrka af og auðvitað vaska upp og svona minniháttar tiltekt. Og það sem er best við þetta allt saman er, að ég er alveg eins og hin brúna leðurtaska... ég fór nébbla í ljós í gær, Ó MÆ GOD!!! Setti 20 kall í græjuna og fyrir það klínk fær maður skitnar 8 mínútur. Þrátt fyrir auglýsingu um "ny rør" var ég hvergi smeyk og hélt nú að þessar skitnu 8 mínútur myndu ekkert skila sér og ég yrði ennþá eins og albínói. Og það kom líka á daginn þegar ég kom heim að þetta drasl virkaði ekkert, hefði sko alveg viljað fara í lengri tíma.... þannig Vífilsdóttir tók upp á því að smyrja brúnkukremi á kroppinn til að verða jafn brún og "Madonnan" í Fox liðinu í gær og ég gat varla sofið í nótt fyrir angandi Kanebo fílu... en hvað gerir maður ekki til að líta vel út :-)

Þessi skemmtilega brúnkusaga mín endar ansi skemmtilega þar sem ég vakna með Árna mínum í morgun nákvæmlega 6:20 og hann segir, "Hvað kom fyrir þig?" og skellur upp úr, hvað meinarðu eiginlega.... hann sagði ekkert og hjólaði bara af stað í vinnuna. Jújú, ég er eins og súkkulaðimús í framan, bæði eftir smurningu af kreminu góða og svona skemmtilega brennd í framan!!! KRÆST MAÐUR.... og ég sit hérna í skólanum að vekja á mér athygli, alveg eins og steikt belja í framan, ég meina það maður!!!!!!!!

Lausn dagsins: ENGIN !!!

sunnudagur, janúar 30, 2005

Friends á heimilið...... 

Jújú, eins og fyrirsögnin segir til um eru Friends þættirnir komnir upp í hillu. Ekki bara ein eða tvær seríur heldur allt heila safnið eins og það leggur sig... takk fyrir og pass! Við sáum þetta fyrir nokkru á tilboði í Fona og Árni minn varð alveg veikur og er ekki búinn að sofa fyrir þessu þannig hann fór í gær og keypti gersemarnar, 30 diskar! Það var líka varla hægt að sleppa þessu, 2000 kall fyrir allt. En vitiði hvað... YESS Árni tapaði keppninni um "gebyr" í gær þar sem hann notaði kortið til að borga safnið, þannig ég sigraði með stæl :-)

Svo er vöfflujárnið komið upp í hillu :-) Jiiiii nú verður hafist handa við að baka eins og nokkrar vöfflur! Nammi namm en mig vantar reyndar uppskrift, ótrúlegt en satt þá á Bakerinn ekki vöffluuppskrift... veit reyndar að hún er léttust í heimi en getur einhver hjálpað mér??

Svo var ýkt gaman í gærkvöldi. Fórum í heimsókn til Andrz & Siggz og við sátum allt kvöldið og grínuðum og grétum úr hlátri yfir slúðrinu!! Við lentum svo í ævintýrum með að komast heim. Þurftum að labba smá spotta því strætó var hættur að ganga néma á klukkutímafresti og svo var bara tekin Jótlandslestin, jesús við alveg að meika það hérna en þetta endaði vel að lokum þar sem við komumst í metróinn en þar var ein stelpa að sleppa sér og dróst meðfram veggjunum og ég varð ýkt hrædd... hélt hún væri útúrdópuð en neinei, hún kemur með okkur í lest og hágrenjar og byrjar svo að tala í símann... þetta var bara íslensk dama að grenja yfir að hún gæti ekki verið með "honum" lengur!!! Líf og fjör í Köben......

föstudagur, janúar 28, 2005

Eina vöfflu takk fyrir og pass... spass!!! 

Jahérna hér. Mig langar mig svo hrikalega mikið að baka vöfflur að ég er að deyja. Ég á sko ekki vöfflujárn en langar bara í svona "huge vöfflujárn" þar sem ég fæ svona kaffihúsavöfflur. Ég held ég verði að kaupa mér það um helgina, keypti nébbla svona fyrir tengdó fyrir jól og finnst þetta obboslega sniðugt ;-)

En hvað segiði, allt fínt bara! Ég er bara í spassakastinu núna og er búin að vera dansandi móíkani síðan í gær og gat ekki farið að sofa í gærkvöld sökum njálgs. Hvað er að mér, og ég er eitthvað svo uppspennt, verð held ég að fara að lyfta á eftir til að fá smá útrás... annars er nóg útrás því ég er búin að hafa útvarpið í botni í allan morgun og dansa eins og crazy lady... eins gott að hindúapakkið við hliðiná býr ekki lengur þar haha, og eins gott að þið haldið ekki að ég sé hallærisleg ;-)

Well well, back to the buisness... góða helgi beibur og beibar!! Gógó Ísland ;-)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Endalausar góðar fréttir í dag :-) 

Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil :-)

Haldiði ekki bara að frú Vífilsdóttir hafi tekið síðasta próf annarinnar og pakkað því með slaufu og borða. Aldeilis að frúnni gekk vel krakkar mínir, og ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur :-)

Annars kemur mín bara heim með bros á vör og les póstinn sinn, jújú bara búið að bjóða skvísí út að borða þann 12.febrúar á fínasta staðinn í Köben, heitir Brasserie Bleue á hótel Skt.Petri og þetta nafn er nóg fyrir mig. Ástæðan er að Danólskvísur eru að koma til Köben og hinn gamli ofurstarfskraftur fær að sjálfsögðu að vera með jibbíí :-)

Svo eru hitatölurnar að stíga. Frostið verður horfið um helgina og við taka bláar tölur á ný, en yndislegt og þá er ég alveg viss um að vorið sé að koma haha... ókei ég læt febrúar líða líka!!

Heyriði, jísús... amma og afi sendu mér þennan risa pakka þar sem í var eitthvað djúsí fyrir litla barnabarnið þeirra. Þau gera þetta stundum og svo voru þau farin að spyrja hvernig mér fyndist pakkinn. Bíddu nú við, enginn pakki kominn til Hörpunnar þannig þau fóru að tjékka á þessu, neinei... sendingin var bara send til Kanada og nú er ég búin að bíða í hátt 2 vikur eftir gjöfinni minni, þetta er ekki hægt.... ef ég væri að vinna á póstinum myndi þetta sko aldrei gerast ;-)

Neiiiiii, og vitiði hvað! Við Árni fengum náttla bestustu gjöf ever á þriðjudaginn. Andri og Sigga kíktu við og gáfu okkur þessa risastóru skál fulla af íslensku góðgæti. Ég er reyndar búin að fela þetta því Árni er svo nammisjúkur (ekki ég, einmitt).......

Jæja, er rokin á æfingu, æfum snemma í dag sem þýðir að ég hef kvöldið opið :-) Adios amigos!!!!!!!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Skrjóðurinn á götuna!! 

Jibbíí, nú er Skrjóðurinn búinn að hjóla í Nettó í morgun og fékk bara góðkennt. Jahérna hvað þetta er flott hjól núna, Árni bara alveg hinn mesti þúsundþjalasmiður :-) Þið getið séð fyrir/eftir myndir hér!

Jesús, fólk hlítur að halda að ég sé geðveik að skrifa svona lagað hérna inn. Greinilegt að það er ekki mikið spennandi að gerast í lífi okkar þessa dagana haha!! Annars eru Andri Stefáns og Sigga flutt til Köben og við eigum von á þeim på besøg í kvöld. Svaka gaman að fá þau út og eigum við án efa eftir að eyða hellingstíma með þeim :-)

mánudagur, janúar 24, 2005

Nýtt hjól, nýtt hjól :-) 

YES, þá er ég búin að fá nýtt hjól, eða svona.... nýtt og ekki nýtt ;-)

Sigga Birna (eða systa) átti einn skrjóð fyrir utan hjá sér sem var nú alveg að morkna í sundur greyið. Ég sagði nú bara við hana í gær að ég ætlaði að nota það hjól því ég er að verða brjáluð á að eiga ekkert tryllitæki. Árni ætlar svo að lappa upp á gripinn og er búinn að taka það allt í sundur og ætlar að spreyja það í dag, jibbííí. Ég vildi hafa það bleikt en Árni neytar því þannig það verður bara kremað... :-/ Sigga, við semjum um kaupverð seinna hahaha.....

Annars er ííísskalt úti. Burrr, bara kominn snjór og læti en ég vona nú að það verði bara þessi vika og svo komi vorið á ný. Það jaðrar líka við jákvæðni í Hörpunni því maður er að klára síðasta prófið á önninni á fimmtudaginn... reyndar nú þegar búin að ná faginu þannig maður er pínu rólegur, en samt ekkert spes að hafa það í "baghovedet" að maður kann ekkert í þessu ;-) Lífið er yndislegt....

sunnudagur, janúar 23, 2005

Hvað með RÚV ??? 

Glatað að það sé ekki sýnt beint á netinu frá handboltaleikjunum á HM. Samt, maður skilur það alveg, örugglega brot á hinum og þessum höfundaréttum en hvað eiga jólasveinar eins og við að gera til að styðja okkar menn!!! Huuummmm, ég setti reyndar bara á Rás 2 og hlustaði en það er nú í meira lagi boring maður....

En samt, þeir stóðu sig helvíti vel strákarnir. Við Sigga Birna vorum alveg að sofna yfir leiðinlegum leik Í ÚTVARPINU og hún fór bara heim að læra greyið... æjjj músin er að fara í 30 tíma próf á morgun, hún rústar þessu samt alveg! Já, og svo sat ég í mestu rólegheitum og er ekkert að hlusta á leikinn og þeir eru einhverjum 100 mörkum undir en svo byrjar gaurinn sem er að lýsa bara að froðufella í beinni því Íslendingar bara að jafna og læti, hva... djöfulsins kraftur í víkingunum maður :-)

Annars hlakka ég sko til á föstudaginn, þá verður Rússaleikurinn sýndur á einni stöðinni hérna í DK... ætla sko ekki að missa af ;-)

En heyriði, eitt í lokin... hvað varð um öll kommentin?? Mér fannst þið vera svo dugleg að kommenta en núna er enginn að sýna sig huummmmmm!!!!!!!!!!!!!

laugardagur, janúar 22, 2005

Nýjar myndir... 

Jæja, þá er maður loksins að taka sig saman í andlitinu, jesús... var með myndir síðan í október inn á myndavélinni en núna er ég búin að setja eitthvað af þessu inn á netið og þið getið kíkt hér þið sem hafið áhuga :-)

Annars er ég svo ánægð með fjölskyldurnar okkar núna. Rosalega margir búnir að hringja í okkur um helgina og maður er bara að fá sendingu af Séð og heyrt og læti, jahérna hér það er aldeilis að það er hugsað vel um okkur :-) Við söknum ykkar allra...

föstudagur, janúar 21, 2005

Stjan og aftur stjan... 

Mér finnst ég vera besta kærasta í öllum heiminum! Ég held nébbla að ég hafi tekið þennan bóndadag og pakkað honum saman. Fór í skólann í hádeginu eftir að vera búinn að hlusta allan morguninn á Bylgjuna og kjéllingar vera að þiggja blómvendi frá Blómaval og eitthvað... púúff glætan að minn kærasti vildi fá blóm!

Þannig ég fór eftir skóla í Fona og keypti DVD-myndina Tres sekunder handa Árna. Þessi mynd er sú fyrsta sem við sáum á videó saman og erum við búin að vera með einkahúmor dauðans um að gefa þessa mynd sem gjöf í mörg ár, ástæðan er sú að ég fékk eitt sinn mynd á VHS sem gjöf og Árni greyið dó úr hlátri við þá sögu. Nánari lýsing verður ekki opinberuð ;-)

Eeeeen, svo fórum við skötuhjú í rómantíska bæjarferð niðrá Strik. Ætluðum aðeins að kíkja á mannlífið og skoða í búðir en það endaði nú aldeilis öðruvísi þar sem við bara versluðum fullt og fundum tvennar gallabuxur á Árna, einar svona hversdags og einar sleðabuxur þannig nú er gaurinn tilbúinn í geimið. Jáh, og trúiði því að Árni minn hefur ekki viljað fara í gallabuxur í mörg ár......

Svo komum við heim og ég eldaði þessi dýrindis svínarif með öllu tilheyrandi handa kallinum. Svo er ég loksins lögst upp í sófa núna og er búin að segja að bóndadeginum sé formlega lokið... hahhaa!!!

Bóndadagurinn stelpur.... 

Obbobbobbb, er einhver að gleyma???? Hinn árlegi bóndadagur í dag....

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Letilíf :-) 

Jahérna hvað við höfum það gott! Erum bara búin að liggja í leti alla vikuna og ekki gera handtak. Ég er búin að vera í fríi frá skólanum og við erum bara búin að njóta þess í botn að vera til, borða góðan mat og horfa á videó. Eigum þetta sko alveg skilið eftir brjálað stress síðustu mánuði!!

Ég er reyndar að byrja að læra undir próf sem ég fer í næsta fimmtudag en eftir það er frí frá skólanum þangað til í lok febrúar. Ég verð reyndar að skrifa leasing ritgerðina mína en þetta kalla ég sko frí miðað við hvað ég er búin að upplifa hingað til. Loksins líka laus við smá hópavinnu með Dananum, alveg komin með upp í kok..... ;-)

Annars er Árni núna loksins búinn með klukkutíma langt myndband með okkur skötuhjúum. Þetta er ekkert smá flott en ég er reyndar að fá leið á því þar sem ég er búin að sjá það svona 500 sinnum, Árni alltaf að setja eitthvað nýtt inn og hann er svo stoltur af þessu þessi mús :-) Aldrei að vita hverjir fá aðgang af herlegheitunum......

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Sár söknuður á J-Ló !!! 

Nú eigiði aldrei eftir að trúa því sem ég er að fara að segja......

Eigum við ekki bara að segja að allt er þá þrennt er! Jújú, hjólinu mínu hefur verið stolið 2x í vetur en ég hef alltaf fundið það aftur en í gær á milli 15:00-17:00 var því stolið í 3ja skiptið þrátt fyrir fjárfestingu í nýjum lás og við Árni leituðum rosalega en það hefur ekki borið árangur. Sem sagt, ég á ekkert hjól lengur :-(

Ég er samt búin að ákveða að reyna að bíða eins lengi og ég get með að kaupa nýtt því það kostar auðvitað peninga og vonast ég auðvitað til að hálvitinn sem tók J-Ló komi og skili barninu mínu. Ég er líka búin að ákveða að ef ég sé fíbblið á hjólinu mínu verður sá hinn sami snúinn niður og sá verður óheppinn að hafa stolið frá mér!!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Myndbandið komið á DVD 

Ég held að Árni sé svo ánægður með sig núna að hann fer örugglega að hætta í bakstrinum. Ætlar bara að reyna fyrir sér sem klippari í Hollywood því annað eins myndband hefur ekki litið dagsins ljós....

Hann er sem sagt búinn að einoka tölvuna síðustu daga við það að klippa saman myndband með því sem við höfum verið að bralla. Þetta er alveg rosalega flott og hann náði sem sagt í gær að skrifa þetta á disk og við horfðum á þetta eins og hinn besta dvd-disk. Glæsilegt Árni en hann ætlar aðeins að fínpússa hlutina áður en fjöldaframleiðsla hefst ;-)

Annars er ég búin að breyta aðeins línkunum hérna til hliðar þar sem ég er búin að flokka eftir útlendingum og Íslendingum. Ég bætti alveg helling af fólki við, það eru svo margir sem eru byrjaðir að blogga. Mér finnst nú samt fyndnast að það eru svo rosalega margar barnalandssíður að koma fram. Stelpurnar úr Hafnarfirðinum, Verzló og handboltanum eru allar að eignast börn. Ég var að segja við mömmu að ég væri bara að missa af lestinni og þá kom hún nú ekki með betra skot þar sem ég var orðin 2ja ára þegar hún var á mínum aldri.. ppuhhhaa!!!
En endilega ef ég gleymi einhverjum línkum, láta vita ;-)

mánudagur, janúar 17, 2005

Furðulegur mánudagur... 

Hæ krakkar,
Jii ég lenti nú aldeilis í furðulegum atburðum í morgun. Grúppan mín var með svona fund eftir önnina og skoða hvað gæti farið betur svona fyrir næstu önn. Það fór nú ekki betur en svo að þessar tvær hálvita dönsku píur byrjuðu bara að drulla yfir mig og Norðmanninn yfir að við værum ekki nógu góð. Eftir þetta skítkast drullaði ég bara yfir þær á móti og þær áttu ekki til orð greyin. Hallóóó, hver segir við mig að ég eigi að geta skrifað fullkomna dönsku þegar mitt móðurmál síðustu 22 ár hefur verið íslenska, og fyrir utan það þá hafa þær engan rétt til að segja neitt því einkunnirnar mínar hafa verið ótrúlega háar þessa önnina þannig þær skriðu inn í skelina sína greyin!!! YEAH....
En svona til að setja niðurstöður á þetta sagði ég bara að ef ég væri í íslenskum háskóla myndi mér aldrei detta til hugar að velja einhvern Dana inn í grúppuna mína og þannig týpa væri ég bara. Ég væri ótrúlega "imponeruð" yfir að þær hefðu tekið mig inn og það væri nú ekki hver sem er sem gerði það en þetta væri líka fyrst og fremst þeirra val, og þá geta þær nú ekki verið svo óánægðar með mig ha!! ;-)

Gvuð hvað ég er orðin geðveik í að vinna í hóp eftir þennan skóla, öll sálfræði vandamál grúppuvinnunar hef ég tæklað geggjað vel skal ég segja ykkur haha!!

Ó MÆ, annars er stórfrétt úúfff var næstum búin að gleyma maður jiiii.... þannig er málið að ég vaknaði á sunnudeginum og sá að J.Ló (hjólið mitt) var horfið. Bíddu nú við, ég svipaðist um í kringum húsið en ekkert hjól. Ég hélt í alvörunni að engum ditti í hug að stela gripnum þar sem þetta er mesta drusla ever. En jújú hjólið horfið og ég alveg að fara að grenja... hehe neiii en ég var nú ekkert sátt! Svo ákvað ég að kíkja upp á lestarstöð og athuga hvort það hefði bara verið einhver byttan sem ekki hefði nennt að labba uppeftir og viti menn, þar lá J.Ló með ónýtan bögglabera því það var greinilegt að það hefðu 2 setið á hjólinu... en jibbíííí ég fann hjólið og nú er ég búin að kaupa lás þannig því verður ekki stolið í bráð ;-)

laugardagur, janúar 15, 2005

Litli doddabíllinn "okkar".... 

Svaka stuð maður... við erum að passa Elsu litlu í dag og á morgun og fengum að passa nýja doddabílinn þeirra Siggu og Kristjáns í leiðinni. Geggjaður bíll og ég náttla prufaði kaggann og brunaði upp í Lyngby og skellti mér í IKEA og nokkrar búðir. Ég keypti m.a. ferðarúm sem við getum pakkað saman þegar það er ekki í notkun þannig nú er sko ekkert mál að taka á móti eins og einum gesti og þótt þeir væru fleiri :-)

Annars er dagurinn búinn að vera algjört brjálæði þar sem ég fékk bara 4ra klukkutíma svefn í nótt. Var nébbla að keppa erfiðan leik í gær sem við unnum og ég slasaðist smá í. Ekkert alvarlegt en mér var hent út í áhorfendapalla í hraðaupphlaupi og ég skall í pöllunum með lærið og er með "trælår" af verstu gerð, held ég hafi aldrei fengið stærri marblett á ævinni áður! Á líka erfitt með að ganga en þetta grær áður en ég gifti mig. Ætti nú samt að taka mynd af löppinni og sýna fólki áverkann, rosalegt.
Svo eftir leikinn fórum við í kveðjupartí og ég vaknaði svo 5 til að fara í póstinn og svo er ég búin að vera í bænum í allan dag. Varð líka að leggja mig þegar ég kom heim alveg búin sko... er alls ekki vön að dotta svona á miðjum degi jahérna!

En stórfréttir, við erum að fá heimsókn í febrúar :-) jibbííí.....
Loksins ætlar Sigrún Gils að kíkja til mín og það verður málað bæinn rauðan skal ég segja ykkur. Held reyndar að Sigrún eigi eftir að mála kortið sitt rauðara en bæinn þar sem H&M er í 5 mínútna fjarlægð frá svefnstað haha ;-)

Annars erum við að deyja núna yfir hvað okkur langar í lítinn doddabíl hérna. Maður er svo sem vanur því að ferðast allt á hjóli og lest en það er svo þægilegt að hafa bíl til að skutlast eitthvað á. Til dæmis var ekkert mál að skutlast eftir Dominos í kvöld og við fengum heita pizzu! Pabbi, ertu ekki til í að kíkja eftir svona klesstum doddabílum og athuga hvað þeir myndu kosta okkur!??!

föstudagur, janúar 14, 2005

Velkomin í helgarfrí :-) 

Sælt veri fólkið! Föstudagsfílingurinn kominn.... ;-)

Heyriði já... við Köbenbúar erum sem sagt komin í helgarfrí. Árni er reyndar að klára vinnuna sína núna því hann leggur sig alltaf pínu eftir vinnu, þessir bakarar sko!! En ég er búin að vera rosa dugleg í dag, fór í fjórfaldan statistík tíma og geri aðrir betur, var alveg sýrð en kom svo heim og er búin að skrúbba og bóna Hovmålvej hátt og lágt þannig nú er hægt að bjóða fólki í heimsókn á ný :-)

Annars er ég að fara að keppa á eftir. Geggjað að eiga einu sinni svona föstudagsleik þannig ég á alveg frí um helgina. Það verður líka svolítið öðruvísi helgi hjá okkur þar sem Elsa litla frá Ballerup verður í pössun. Sigga Lóa og Kristján eru að fara aðeins út á lífið og að sjálfsögðu verður svaka fjör á okkur dömum. Árni er að fara á eitthvað strákadæmi á morgun þar sem það er einhver fótbolti í gangi, ég bara fegin að hafa Elsu til að geta dregið hana með mér þar sem ég þarf ekkert að læra og svona, svaka stuð!!

Annars er ég að fara í kveðjupartí í kvöld. Karen og Sisse eru að flytja erlendis til að taka svona skiptinám eina önn. Ohh þetta er ýkt leiðinlegt því Karen er svo góð vinkona mín en ég hlít nú að lifa af, maður er svo social skiljiði ;-)

En jæja, best að fara að taka sig til fyrir leikinn.. yfir og út !!!

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Súperwoman :-) 

YES, YES YES OG AFTUR YESSSSS !!!!!
Haldiði ekki bara að ég hafi tekið þetta próf og pakkað því saman, hvernig lýst ykkur á einkunnir sem hljóða svona: 8 fyrir verkefnið, 10 fyrir vörn á verkefninu og 9 fyrir gagnrýni á öðru verkefni.... gerist varla betra krakkar mínir, jú kannski betra því kennarinn sagði að besti hlutinn í verkefninu hafi verið sá hluti sem ég skrifaði og enginn las yfir, faaaaace!!!!

Úff haha, mikill léttir hér á ferð og gefur manni náttla aukið sjálfstraust í áframhaldið þar sem ég hef verið gagnrýnd mikið fyrir að geta ekki skrifað almennilega dönsku... jæja krakkar mínir það er innihaldið sem skiptir máli ;-)

En að Árna mínum, haha sá er að slá í gegn þessa dagana! Hann heldur því fram að hann hafi öðlast nýtt nafn, jújú Árni Fel. Hann er byrjaður að safna hári, stunda ræktina og ætlar sér nú að gera stuttmynd þar sem hann töfrar eitthvað fram úr erminni, já svona á meðan hann tekur eina og eina sturtuferð, jújú allt að gerast á Hovmålvej. Hann ætlar svo víst að gefa þættina út fyrir næstu jól og er byrjaður að taka við pöntunum og að sjálfsögðu mælum við eindregið með þáttunum í jólagjöf!!!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Einn og hálfur sólarhringur..... 

Vitiði hvað ég ætla að gera eftir einn og hálfan sólarhring..... ég ætla að fagna svo rosalega því ég þarf ekki að fara næst í munnlegt próf fyrr en í júní :-) Eins og þið sjáið er ég alveg að fara á taugum og ég er næstum bara með óráði en ég skal þrauka þetta því ef við rétt náum ritgerðinni þá er nóg fyrir mig að fá 5 (falleinkunn) í báðum munnlegu á morgun!! Samt er maður að skíta í sig úr stressi... alveg ferlegt hvernig svona próf fara með mann. Já, þetta er sko alls ekki sniðugt.

Annars er bara ekkert að frétta. Árni bíður bara eftir að þjáningum mínum ljúki til að við getum farið að gera eitthvað saman. Greyið, hann þarf að taka þátt í þessu með mér af líf og sál haha... mamma var minn aðal huggari hérna í denn en Árni er bara hinn besti sáli skal ég segja ykkur ;-)

Jæja, læra einn geðsjúkan dag í viðbót og taka svo einn geðsjúkari dag á morgun ;-)

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Harpa byrjuð að stressast upp... 

Ohh jesús, nú er ég byrjuð að fá í magann yfir þessu prófi mínu á fimmtudaginn og það eru enn 2 sólarhringar í þennan andskota. Allir að setja sig í mín spor og hugsa sér að þeir þurfi að fara inn í 3ja og hálfs tíma munnlegt próf um efni sem ég er engan vegin örugg í. Og það sem er best við þetta er að þetta er grúppupróf þar sem önnur grúppa fær að gagnrýna verkefnið okkar og öfugt og við erum með hræðilegt verkefni.... ó lort þetta verður ekkert spes!!!

Annars er Árni kallinn að slá í gegn. Hann nennir aldrei að blogga en var nú búinn að ákveða að gera það kallinn.... ég verð þá bara að skrifa fyrir hann. Hann fór nébbla í gær og keypti sér nærbuxur, jújú svona nördistabuxur 7 í pakka, ekkert smá sáttur með þetta!!!! Kom með þær heim í svona Ritzenhof hólk og sagði sko að þetta væru eðal brækur, alveg að tapa sér. Hefðuð samt þurft að vera á staðnum en já...

Svo í þessari sömu verslunarferð hans keypti hann munnmæli. Og hann var náttla að testa mælinn og sjá hvort hann virkaði rétt og varð alveg brjálaður þegar líkamshitinn hans er rokkandi frá 35-36° en minn er 37° eins og hann á að vera ;-) Eva, geturðu nokkuð commentað um hvort Árni er ekki alveg eðlilegur?? Hann er nébbla að halda því fram við mig að hann fái hita þegar hann fær 37°, það er ekki rétt er það? En svona til að halda Árna rólegum erum við búin að komast að því að hann er bara "cool"... hahahaha!!!!

En jæja, ætla að fara að drífa mig upp í skóla þar sem ég ætla að sitja með grúppunni minni og reyna að fatta eitthvað í þessu námsefni, jesús kristur þetta verður alveg lamaður fimmtudagur en gvuð minn góður og jesús maría hvað ég hlakka til þegar þetta er búið...

sunnudagur, janúar 09, 2005

Ofsaveðrið á bak og burt... 

Jáhh, Daninn alveg að fara yfir um. Við fórum út í Fields í gær og ætluðum að kaupa smá í matinn og þá voru bara löggan og læti á staðnum. Jáhh, og svo þegar við komum inn er rafmagnslaust í Bilka, loftræstikerfið niðri og ástandið á fólkinu þannig að maður hélt að heimsendir væri á næsta leyti. Við versluðum bara í rólegheitum og ætluðum svo heim þegar sagt var í hátalarakerfið að nú væri búið að loka öllum útgönguleiðum í Fields og fólk væri vinsamlegast beðið að bíða rólegt og sjá! Jájájá neiii, við hentum okkur náttla út eins og sannir Íslendingar og létum þetta ekkert á okkur fá, smá gola ;-)
Svo fékk ég að vita í morgun að starfsfólki verslananna hefði verið bannað að fara heim fyrr en stormurinn var búinn og takk fyrir og pass, þau fengu að fara heim klukkan hálf 12 um kvöldið! En já, hehe ég held að við höfum átt einu veröndina sem ekkert fauk af, greinilegt að Íslendingar kunna að pakka hlutunum ;-)

Annars var ég að spila handboltaleik í dag og við unnum Odense 25-21 minnir mig og ég skoraði 4. Var samt látin byrja útaf, ó mæ þarf að spyrja á morgun akkuru en held reyndar að það sé bara vegna þess að ég var í æfingabúðum í Århus en ég ætla að komast að því á morgun. Spennóó....
Svo var Árni líka að spila og þeir skíttöpuðu víst fyrir Slagelse, nánari lýsingu hef ég ekki fengið!

En jæja, ætla að sjóða mér dýrlegan pastarétt og svo verður huggukvöld hjá okkur skötuhjúum en reyndar alveg brjálað að gera rétt eftir miðnætti í kvöld þar sem við þurfum að kíkja á ódýra flugmiða! Jáhh ef að líkum lætur verður margt um manninn hérna í febrúar og mars sem er ekkert nema æðislegt og alltaf gaman að fá gesti, og eins og ég segi alltaf nóg pláss, ekki satt Hildur ;-)

laugardagur, janúar 08, 2005

Vetrarveðrið á svæðinu 

Burrr, það er bara rosalegt rok og vitleysa í gangi núna. Þakka samt fyrir hvað það er æðislegt veður hérna miðað við heima þar sem það eru nú alveg 6-8°C og enginn snjór eða neitt svona dæmi sem hamlar ferðum okkar !!

Annars er svo sem ekkert að frétta. Var að redda Andra bekkjó vinnu í póstinum í dag, sko mína.. hugsar vel um sína! Svo erum við Árni bara með endalaust kósý núna, erum byrjuð á bunkanum af dvd myndunum sem við fengum í jólagjöf, búin að kíkja á Queen, Robby Williams og Djöflaeyjuna... allt rosa fínt bara en það er enn langt í land með að klára bunkann því við fengum 8 stk takk fyrir :-)

Svo er Árni byrjaður að elda hverja kræsi máltíðina á fætur annarri hérna. Ég gerði nú samt grjónagraut áðan þannig ég er ekki alslæm, en ég ætla samt að taka mig á og læra að elda eitthvað gott til að kærastinn elski mig líka í gegnum magann hahaa ;-)

En jæja, heyrumst gellur og gæjar.....

föstudagur, janúar 07, 2005

Keppni í að nota peninga... 

Á Íslandi hefur það verið alla tíð að maður borgi færslugjald fyrir að nota debetkort. Þegar við vorum heima var það einhver 7 kall og skilst mér að það hafi hækkað eitthvað síðan þá en hérna hefur alltaf verið frítt að borga með þessu svokallaða dankorti.

Þar sem Árni er mjög sáttur við að hafa bara eitt kort í vasanum og búið var þetta náttla draumur fyrir hann að geta straujað kortið villt og galið án þess að fá móral yfir að þurfa að segja "bókaranum" sínum frá því en því miður er þetta bara draumur í dós fyrir kallinn því nú er komið á svokallað "kortgebyr" sem eru 0,5 danskar.

Jáhh, Daninn alveg vitlaus yfir þessu og nú eftir 6 daga á árinu eru bankarnir búnir að græða tugi milljarða króna á færslugjöldum og daglega les maður stórar greinar um hversu mikið rugl þetta sé! Við Árni lítum þetta bara ansi björtum augum og höfum komið á fót keppni í kringum málið :-)

Þannig er málið að við ætlum að prufa að þrauka eins lengi og við getum án þess að nota kortið. Við erum með sameiginlegan reikning og því getur enginn svindlað og sá fyrsti sem fær gjald á sig tapar. Þetta er ekkert auðvelt verk skal ég segja ykkur, maður verður nébbla að taka út úr hraðbanka á virkum degi milli 8-16 og takk fyrir í sínum viðskiptabanka. Ef þú ferð í annan banka eða um kvöld og helgar leggst gjald á færsluna.... jújú þeir rukka fyrir allt! Og það sem er best við þetta er að það er bara ógeðslega dýrt ef þú færð svona gjald á þig... við vorum rukkuð fyrir 5 kr (60 kall) fyrir að fara í annan banka og að kvöldi til!

Hvor haldiði að vinni? Hahahhaa ég er ansi hrædd um að ég tapi því ég sé um allt svona bókhald og hvað á skvísan að gera þegar þarf að fylla á símann til dæmis, það er bara gert með korti... shiiitttt þetta er keppnis! ;-)

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Árni á leið í kvikmyndabransann 

Jújú, Árni kallinn er alveg að gera sig. Við keyptum okkur svona videó-digital cameru síðasta sumar og höfum aldrei getað sett videóið inn á tölvuna því það vantaði eitthvað tengi en Árni keypti sem sagt tengið á Íslandi um jólin. Og já, nema hvað að nú er hann kominn með nýtt hobby og situr í tölvunni langt fram eftir að klippa til allt videóið sem við erum búin að taka og er alveg að slá í gegn, setur tónlist með og læti..... Hann er nýbyrjaður á Ítalíuferðinni okkar og ég gæti farið að grenja yfir hvað þetta er vel gert, algjör atvinnumaður á ferð :-)

En já, það er víst 6.janúar í dag og klukkan er orðin 16:15 sem þýðir að ég er búin með fjármálafræðiprófið :-) Þetta var glatað próf þar sem ég lenti í fyrsta skipti í því á ævinni að ná ekki að klára en ég held nú samt að ég sé búin að ná þessu og það var auðvitað bara takmarkið þar sem þetta er erfiðasta próf vetrarins. Þannig jibbííí... Svo er versta munnlega próf sögunnar næsta fimmtudag og tekur ekki néma 3 klukkutíma og 30 mínútur en eftir það er kjéllan í góðum málum skal ég segja ykkur!!

En heyriði, ég verð víst að taka þetta jólaskraut niður eins og ég lofaði.... hehehe heyri í ykkur seinna krúttin mín ;-)

PS. Tillykke med fødselsdagen i går Viktoria :-)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Veikindi í Köben 

Úff ég er svo lasin, shitt ég er alveg búin á því sko! Er búin að vera með eitthvað djöfulsins kvef í nokkra daga núna en svo vaknaði ég alveg farin í morgun. Held hreinlega að ég sé að fá lungnabólgu, hvernig virkar það annars? Ef ég verð svona líka á morgun hringi ég á lækni...

Annars er ég að fara í próf á morgun og ætla sko að mæta í það, tökum bara Íslendinginn á þetta því ég meika ekki sjúkrapróf. Er því bara heima að læra í rólegheitum og fæ miskunn frá Árna til að læra heima í dag! Ætlaði nébbla að vera rosa dugleg og mæta niðrí skóla í morgun en held það sé bara best að halda sig innan dyra þegar svona stendur á.

Annars var Árni ýkt sætur þegar ég kom frá sveitinni í gær. Hann var búinn að taka þvílíkt til og koma nokkrum af jólagjöfunum okkar fyrir og breyta og svona. Það er líka stór partur af jólaskrautinu komið ofan í kassa en það á enn eftir að pakka restinni og það er víst mín deild, geri það á þrettándanum ;-)

En kæru vinir nær og fjær, góðan þrettánda á morgun og gangiði hægt um gleðinnar dyr!

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Alveg að verða eðlilegt á Hovmålvej 

Jæja, Árni kallinn kominn til Köben. Lenti víst í frekar leiðinlegu flugi greyið og þurfti að bíða endalaust eftir töskunni sinni en þetta reddaðist nú allt að lokum og að sjálfsögðu var ég búin að for-elda fyrir kallinn þrátt fyrir að vera ekki heima, jújú maður getur allt skal ég segja ykkur. Reyndar var það bara Chicago town pizza sem ég hafði keypt og sett í frystirinn ;-)

En já, svo kem ég aftur til Köben í kvöld með lestinni góðu. Hlakka sko til að sjá Árna minn, hef ekki séð hann í viku + 1 dag núna. Annars er búið að vera æðislegt hjá mér í Århus og búið að vera rosalega skemmtilegt að æfa. Reyndar er ég búin að vera frekar kvefuð og er eiginlega verst í dag en maður er nú ekki sannur Íslendingur ef maður lætur sig ekki hafa smá hor í nös.
Það var nú frekar fyndið komment sem pabbi skrifaði hérna inn og spurði um hvort þetta væri Toyota kvef sem ég væri með. Mamma og pabbi eiga nébbla 2 bíla og við Árni fengum annan um jólin til að stússast. En við fengum náttla lélegri bílinn og hann var með frekar fatlaða miðstöð sem blés endalaust köldu í gólfið, já og það voru slagsmál um að keyra til að halda hita á tánum, frekar skondið!

Annars heyrumst við bara þegar lífið er orðið eðlilegt í Köben. Ég fer í próf á fimmtudag sem á eftir að skíta feitt á sig en það er nú bara spennandi að sjá hvernig það fer. Svo á ég vikufrí til að undirbúa næsta, sem verður sko ekkert frí en það er gaman að þessu krakkar mínir :-) Þangað til næst.....

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár :-) 

Hæ krúttin mín, ég held ég sé örugglega sú eina sem er vöknuð núna, klukkan er rétt 13. En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla þrátt fyrir að þið Íslendingarnir hafið nú ekki séð svo mikið af mér síðasta árið! En ég vil þakka öllum þeim sem sendu mér kveðjur í símann í gær, þetta var alveg æði :-)

Já danskt áramótakvöld! Það var eiginlega bara snilld og mér fannst þetta alveg meiriháttar og væri sko alveg til í að prufa aftur. Það skemmdi líka ekki fyrir að fjölskyldan hennar Karenar eru náttúrulega bara snillingar. Kvöldið byrjaði þannig að við vorum eins og litlar stelpur að kjafta inn í herbergi þangað til hinir gestirnir komu og þá var einn sem átti íslenskan pabba og hét Baldvinsson. Hann var ýkt fyndinn og kunni nokkra frasa eins og gjörðu svo vel, og komdu sæll og blessaður og alveg reitti af sér. Svo er hann prófdómari í fjármálafræði í skólanum mínum og það væri ekki slæmt að fá hann :-)

En gamlárskvöld (nytårsaften) byrjar þannig hjá Dönum að allir setjast niður með kampavín klukkan 18:00:00 og horfa á Möggu drollu flytja ávarpið sitt. Þetta er mjög gamaldags því drollan byrjar á að setja upp gleraugun og les svo af bréfsefni, ekki eins og Dabbi og Óli sem lesa eins og hinir bestu fréttamenn.
Svo þegar þetta er búið er farið í matinn og dúdda mía það tók einhverja 2-3 tíma að borða. Hjá Karen er alltaf fondue á gamlárs og ég hef aldrei borðað þannig áður en þetta var geggjað. Þarna varst þú bara með þinn grillpinna og steiktir það sem þú vildir og nóg var af úrvalinu. Í eftirrétt var svo einhver rosaleg hnallþóra með gullskrauti... já allt er nú til!

Við Karen vorum búnar að prakkarast út um allt hús með hurðasprengjur sem ég fékk frá Íslandi og vorum búnar að þræða í flestar hurðir. Svo er Eva systir hennar svo hrædd við sprengjur og hún þurfti endilega að taka þær næstum allar og greyið þurfti að fá róandi á tímabili en við lágum bara í kasti yfir þessu.

En í staðin fyrir að fara út á brennu eins og Íslendingar gera þá hafa Danirnir það bara huggulegt, sprengja pínu og drekka. Við Karen vorum eins og litlar stelpur og nenntum ekki að vera með fullorðna fólkinu og fórum niðrí kjallara í hörku billiard spil sem ég veit ekki hvað heitir, mjög sérstakt en ég endaði á að tapa 2-1 í úrslitum, ekki gott en reynslan segir sitt í þessu held ég!
Klukkan 12:00:00 standa svo allir fyrir framan sjónvarpið þar sem Ráðhúsklukkan telur niður og akkúrat þegar klukkan slær standa allir upp á stól með pening í hendinni og hoppa svo niður. Á þessu áttu að verða ríkur næsta ár sem er náttla ekkert slæmt ;-) Sæi ég foreldra mína í anda standa upp í sófa og gera svona lagað en Danir eru náttla bara æði.

En eftir þetta var svo sprengt þetta þvílíka magn af risastórum kökum og rakettum og allt uppljómaði. Ég hélt að það væri ekki nærri því eins mikið og heima en það var bara alveg eins, ótrúlega mikið! En svo um 1 eða 2 leytið kom svo "natmad" þar sem fólk fékk sér rúgbrauð með alls konar dæmi ofan á og svo var ég búin að smyrja flatkökur og hangikjöt og með harðfisk með mér og það slóg alveg í gegn. Við lágum svo bara á náttfötunum að blaðra til klukkan 4 held ég og þá var bara farið í háttinn. Við höfðum allavega ákveðið bara snemma að við nenntum ekkert út, bara að hafa það kósý þar sem ég er líka pínu slöpp og komin með þessa svakalegu hálsbólgu.

Samt ýkt fyndið. Kærastinn hennar Karenar hringdi í símann hennar um 7 leytið í morgun og við eigum alveg eins síma og erum með sömu hringingu. Ég svaraði og talaði bara íslensku fyrst. Svo heyri ég að þetta er Dani og byrja að tala dönsku og þá segir hann; Karen mín, þú ert búin að vera allt of mikið með Hörpu, hún er bara búin að kenna þér að tala íslensku líka og svo byrjar hann að segja mér frá því hvað hann hefði verið að gera og hvað hann saknaði mín og ég veit ekki hvað! Svo enda ég á að segja já veistu ég sakna þín líka alveg svakaleg en hver ertu eiginlega og þá fattaði hann að hann hefði verið að tala við mig og við höfðum alveg talað saman í 5 mín eða eitthvað. Skondið... svo vorum við búnar að ákveða að Karen myndi tala við Árna þegar hann myndi hringja en hann sendi bara sms, ekkert gaman !

Annars er skvísí bara veik og á leiðinni í æfingabúðir á Jótlandi. Ekki gott en ég held þetta sé nú alveg í lagi. Bara smá hálsbólga og svo er ég pínu slöpp þegar ég stend upprétt en ekkert sem drepur mig held ég. En ég er bara ótrúlega sátt við kvöldið í gær og ánægð með að hafa prófað gamlárs í Danmörku. Þetta var líka alveg eins og ég vildi, fá að sjá svona danskt týpískt gamlárskvöld.

En eitt í lokin. Aldrei hefur Karen sagt mér þetta en pabbi hennar dróg mig inn í frímerkjaherbergið sitt. Jújú og vitiði hvað, hann á svona 15-20 stórar bækur af íslenskum frímerkjum og heldur þvílíkt upp á þetta. Hann á eldgömul íslensk póstkort sem eru stimpluð og alls konar bréfsefni sem koma frá Íslandi. Jiii ég verð nú að tékka hvort ég grafi ekki upp gömlu frímerkjabókina mína sem ég átti hérna í gamla daga, hann er alveg þvílíkt heitur Íslands aðdáandi!

Váá ég er alveg viss um að fólk er löngu hætt að lesa. Ég þarf líka að fara að pakka og skipuleggja hvernig ég ætla að læra í Århus enda verð ég að hífa mig upp á rassgatinu núna og lesa eins og brjálæðingur ef ekki á illa að fara á fimmtudaginn. En ég heyrði heimanfrá í gær að öllum brennum hefði verið frestað og það verður annar í gamlárs í kvöld hahhahaaa... bara fjör!

En igen gleðilegt ár og ég er ekki enn komin með áramótaheitið, það tekur nokkra daga að hugsa það. Það má nébbla ekki bara vera eitthvað, verður að vera eitthvað sem ég vil ekki gera lengur og eitthvað sem ég þarf síðan að standa við. Ekki þetta sem allir segja, ég ætla að hætta að reykja en ekkert gerist ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?