<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 28, 2005

Góð einkunn í hús.... 

YES, var að fá út úr síðasta prófinu sem ég tók í janúar... risastór 9 leit dagsins ljós sem þýðir lokaeinkunn upp á 9 þar sem ég fékk líka 9 í hinum tveimur prófunum í þessum áfanga. Stórkostlegt.... ég er með enga einkunn undir 8 sem er náttla bara snilld :-)

Bíðum samt og sjáum til hvernig kaupleigan fer, eigum að verja hana mánudaginn 14.mars og ég vonast auðvitað eftir himinhárri einkunn þar ussss... kjélla að standa sig ;-)

Annars var ég að baka fyrir Andra og Stebba Melsteð sem komu í smá kaffi til mín. Tók bara afgangana úr ísskápnum frá helginni rosalegu og setti í muffins og vöfflur og þeir borðuðu sig pakksadda áður en að Árni dróg þá með sér á "Matur 2005" sem er út í Bella Center... þetta er náttla bara THE sýningin fyrir Árna (bakari) og Stebba (kokkur) þar sem allt á þeirra sviði er sýnt en Andri fór víst bara með til að smakka því það er vín og matur í boði :-)

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Nýr bíll en þó ekki og verkfall, eða kannski ekki ?!? 

Hæhæ allir :-) Jáhh nú erum við orðin ein aftur í kotinu, Sigrún fór heim í hádeginu og vona ég að henni hafi bara þótt gaman :-) þaggi....

Annars gleymdi ég nú alveg að segja ykkur frá því að við erum búin að kaupa bíl! Jújú einn svona tjónabíl heima sem að pabbi mús ætlar að dúlla sér í og gera við. Við ætlum svo örugglega að flytja hann út næsta haust, bara gaman hjá okkur sko... það verður sko lúxus næsta vetur, en samt er ég búin að segja Árna að það verði nú líka að halda áfram að hjóla ;-)

En jáhh híhíí... svo er Árni kannski að fara í verkfall á þriðjudaginn. Aldeilis, kallinn er að krefjast 11 kr. hærri á tímann takk fyrir og það er ekki búið að semja ennþá, sjáum til hvernig þetta fer. Samt svoldið fyndið, verkfallið hans er þannig að hann á að mæta í vinnuna, eða fyrir utan vinnuna og standa fyrir utan allan vinnudaginn sinn... úúfff eins gott að hann verði í hlýjum fötum maður... jáhh og svo koma svona verkfallsverðir og taka mætingu og þeir sem eru mættir fá borgað fyrir daginn... þannig við erum allavega ekki í neinu basli þótt verkfallið verði langt en þetta verður vonandi bara spennó og skemmtilegt hjá bakaranum :-)

En jæja, það eru svona 1000 síður sem bíða kjéllu eftir þessa stuttu pásu þannig maður ætti að lesa pínu fyrir svefninn, bið að heilsa ykkur fólk :-)

laugardagur, febrúar 26, 2005

Brjáluð heimsókn í gangi.... 

Jeminn eini... kjéllan bara búin að vera á fullu með Íslendingana sína og ekki haft tíma til að kíkja neitt í tölvuna, haldiði að það sé... og maður veit ekkert hvað er í fréttum eða neitt... veit bara hvað er á tilboði í H&M og sonna.... uusss!!!

En allavegana þá fór ég í smá sightseen með píurnar á fimmtudaginn þegar þær komu og við tókum púlsinn á Fields og Sigrún var nú bara frekar sátt við kaupmanninn á horninu hjá mér. Annars var fimmtudagurinn voða rólegur hjá okkur og við lágum bara um kvöldið og horfðum á hvern þáttinn á eftir öðrum í sjónvarpinu, eða reyndar ég því Sigrún skildi ekkert í dönskunni og var bara fljót að sofna yfir þessu :-)

Í gær var svo tekið á því. Ég bauð stelpunum í morgunkaffi eða öllu heldur morgunsprengju því ég bakaði vöfflur með sýrópi og súkkulaði og var svo með heitt ekta súkkulaði með. Til að fá ekki alveg flog voru svo ávextir líka en sælkeragestirnir mínir kunnu sko að meta þetta og er ég núna búin að kaupa svona belgískt vöfflujárn handa þeim báðum og er alveg pottþétt FH-boð á næstu vikum þar sem í boði verður eftirlíking af "morgenmad fra Harpa"

Eftir morgunmatinn var farið niðrí H&M á Strikinu þar sem okkur tókst að vera í 2 klukkutíma takk fyrir... ég meina það... það var líka tekið á því og keypt alveg fullt og auðvitað allir með það á hreinu að þetta væri ekkert néma gróði. Svo voru nokkrar velvaldar búðir teknar á eftir, þar á meðal Company´s þar sem ég þarf nú að kíkja í næst þegar ég á pening.. úúfff hafiði séð nýjustu InWear fötin þar... shitt kíkiði á Stínu, hún keypti fullt... bara flott sko!!!!

Svo var náttla fyndnasta atriði ever... ég var næstum búin að lofa Kristínu að þetta færi ekki á netið en ég veeeeeerð bara að segja frá þessu. Við í Illum í voða snobbferð þar sem við vorum að skoða ... gvuð ég man ekki einu sinni hvað en allavegana... þá sáum við Sex and the City seríurnar í svona bleikum kassa og Kristín var nýbúin að splæsa í þetta og benti okkur á þetta þegar við vorum að stíga í rúllustigann. Við urðum náttla að kíkja og byrjuðum að hlaupa upp rúllustigann... jesúss... ég komst nú upp bara með því að hrasa einu sinni og sömuleiðis Sigrún en Kristín mín... jáhhh elsku músin lenti nú aldeilis í því þar sem henni tókst að hlaupa stóra innkaupapokann sinn niður og hrasa... jújú og þegar hún var búin að reisa sig upp og berjast við tröppurnar í smá tíma kom svona smá vonleysis öskur "ég kemst ekki upp" og við orguðum úr hlátri þarna uppi og afgreiðslukonan líka alveg í kastinu. Þetta endaði nú samt allt vel og Kristín komst upp en með fullt af sárum og mér fannst náttla svo ógeðslega fyndið að þurfa að fara í upplýsingar og biðja um plástur að ég hélt ég myndi pissa í mig!! En Kristín hefur það gott eftir atvikum....

Svo þegar Strikið var búið var eytt meiru í Fields og að lokum slappað af á ítölskum pizzastað, tekið rauðvín heima og skoðað afrakstur dagsins... eftir það leyfðum við Stínu loks að heimsækja Alla sinn híhíhíí....

Í dag er líka búinn að vera mest túrbóasti dagurinn... bara túristapakki dauðans! Fór með bleiku bínuna í skoðunarferð í höllina hennar Möggu og fórum á safnið og læti.. frekar svekkt samt að brúðarkjóllinn sé ekki lengur í sýningu, hann var víst tekinn í september... en ég meina kommon!!! Svo var labbað ógeðslega langt í hafmeyjuna og alla leið til baka... Sigrún heldur því líka fram að þetta hafi verið meiri hreyfing en allar þær æfingar sem hún sleppti fyrir þessa ferð!!

Nú er Árni búinn að skamma mig fyrir að skrifa allt of langa grein þannig ég verð að fara að hætta ;-) En ég er nú samt pínu svekkt yfir að hafa misst bronssætið mitt í úrvalsdeildinni og farið niðrí það fimmta en það er bara vegna þess að ég set allar mínar fréttir inn í sömu greinina og skrifa bara einu sinni á dag... uusss og teljarinn sjálfur í fyrsta sæti... það er nú pínu skítalykt af þessu ;-) híhíhí....

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

FH-píurnar til Köben... 

Afsakið... skvísa hefur ekkert bloggað í tvo daga en maður er nú samt heill heilsu, bara pínu busy og búin að vera að undirbúa komu FH píanna, Sigrúnar og Kristínar til stórborgarinnar!!

Ég var sem sagt að læra eins og motherfokker í gær til að geta tekið frí yfir helgina því verslunaróðu beyglurnar lentu einmitt í hádeginu í dag og mikill fögnuður þegar bleika bína og græna hæna komu út úr tollinum!! Ferðinni var svo bara heitið heim á Hovmålvej þar sem frúin bakaði muffins og heimsmálin voru rædd áður en að við kíktum yfir í Fields og tókum púlsinn á H&M og fleiri velvöldum búðum og það er alveg á hreinu að það verður straujað á morgun þegar við förum í okkar rosalega leiðangur niðrá Strik. Ætlunin er samt að byrja hérna heima og Kristín kemur yfir til okkar Sigrúnar í fyrramálið þar sem frúin verður með belgískar vöfflur og súkkulaði.....

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Snyrtikynning og óléttur...?!? 

Það er ekki auðvelt að vera social skal ég segja ykkur. Síðustu kvöld er pían búin að vera rosa aktív á kvöldin sem skilar sér í þreyttum augum á morgnana. Í gær var nokkrum píum boðið í "píukvöld" til Steffí hans Sverris þar sem Manda var að kynna nýjar snyrtivörur sem hún er að byrja að flytja inn til DK, mér fannst allt auðvitað alveg æðislegt og keypti pínu :-)
Líka gaman að koma í svona alíslenskt saumókvöld þar sem veitingarnar eru eitthvað annað en pastasalat og bollur ;-) Takk kærlega fyrir mig Steffí...

Það er svoldið fyndið með þessar píur í kringum mig.... hvort sem ég er að tala um stelpurnar hérna í Köben eða á Íslandi eða handboltaheiminn, þá eru gjörsamlega allar óléttar, hvaða tískubóla er í gangi?? Mér finnst þetta mega fyndið því ég er búin að heyra svona 7 nýjar óléttur í síðustu viku puhhaaa það verður nóg að gera í H&M hjá mér í sumar að kaupa gjafir ;-)

Annars er ég strax byrjuð að mygla yfir þessu nýja fagi mínu, hvað varð um þessa afslöppuðu önn sem ég átti að hafa... það verður eitthvað lítið um það :-/

mánudagur, febrúar 21, 2005

Stjórnun, aðferðir og ég!! 

Á morgun hefst nýtt fag hjá mér sem ég klára ekki fyrr en í viku 25 eða 26 sem gerir það að verkum að kannski, jáhh kannski verð ég í þessu fagi fram yfir afmælið mitt sem er þó um hásumar!! Vonum það besta að ég klári í byrjun viku 25 :-)

Annars er nóg að lesa, litlar 300 blaðsíður fyrir tímana á morgun... djöfulsins þrælabúðir!! Ég veit að þetta fag er ekki ég en ég ætla samt að gera þetta rosalega skemmtilegt og reyna að komast yfir þetta með þeim vinkli að þetta virki áhugavert og fræðandi.... Jæja, ætla að fara að lesa um völd, stjórnun og aðferðir!

Ps. hvað er með Árna. Hann er hættur að fara í tölvuna því hann getur skoðað allar heimasíður í símanum sínum, hann er alveg freðinn sko......

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Konudagur, Doddaskil og verkefnalok 

Enn hvað þessi dagur í dag er æðislegur þrátt fyrir allt. Fékk líka þessa frábæru konudagsgjöf frá Árna, hvorki fleiri né færri en fjórar dvd-stelpumyndir :-)

Svo var reyndar sár söknuður þegar ég keyrði Dodda minn aftur upp í Ballerup í morgun. Honum verður sko sárt saknað eftir góða viku, hann kom líka akkúrat á besta tíma því síðasta vika er búin að einkennast af snjókomu og kulda. Nú virðist vera að birta til og snjórinn að hverfa þannig þetta er svo sem í lagi :-)

Svo er pían búin að sitja upp í skóla í dag og leggja lokahönd á kaupleiguna. 33 blaðsíður hafa verið prentaðar út ásamt forsíðu, búið að skrifa undir og það eina sem á eftir að gera er að skila á morgun... loksins loksins, en þetta er reyndar búið að vera æðislega gaman, hlakka til að snúast í gegnum BS ritgerðina :-)

Svo er Árni að keppa! Hann kemur svo beint í matarboð sem okkur er boðið í í kvöld... Andri og Sigga ætla að elda fyrir okkur eitthvað gúmmolaði... gvuuuuuð greyið Sigga, ég var ekki búin að fatta að hún ætti að elda svona mikið á konudaginn, jiii eins gott að Andri sjái um eldamennskuna híhííí!!

laugardagur, febrúar 19, 2005

Enn og aftur trouble með hjólið!!!! 

Ohhh jísús maður... nú hlæiði endalaust!! :-/

Ég átti leið upp á lestarstöð til að taka metróinn og þegar maður hefur hjól hjólar maður bara þangað, allavega fljótlegra en að labba sem tekur þó max 5 mínútur. Jáhh, og í Köben er kuldi og snjór og ég læsi hjólinu með mínum örugga lás á kantinum. Svo kem ég heim aftur og er að fara að opna lásinn þegar hann er eitthvað stífur og ég held bara að það sé kuldinn og blæs svona heitu í hann og reyni aftur..... heyriði, haldiði ekki að ég brjóti helvítis lykilinn inní lásnum!

Þetta þýðir að nú er hjólið læst upp á lestarstöð og ég þori auðvitað ekkert að "halda á því" hingað heim því þá fæ ég pottþétt lögguna á eftir mér því ég er auðvitað að ræna hjólinu.... oohhh þetta er algjört met!! Og plús það að lásinn er mega þykkur og Árni nær aldrei að klippa hann í sundur fyrir mig, hvað á ég eiginlega að gera??? :-(

Annars verð ég líka að segja ykkur frá crazy gaurnum sem situr alltaf í tölvustofunni upp í skóla. Ég er búin að vera algjör heimalingur þar í síðustu viku vegna ritgerðarinnar og á sama stað, allan daginn situr einn sveittur, ógeðslegur gaur og er á einhverjum spjallrásum. Ég veit ekki alveg hvaða, þetta er allavega ekki msn en hann situr þarna always frá morgni til kvölds og borðar ekkert né drekkur allan daginn..... hvað er með manninn???

Annars er kjéllan að fara til Jótlands í dag. Er að fara að keppa við topplið deildarinnar, Sønderjyske og það verður bara stuð. Er samt fegin að við tökum rúntinn á laugardegi því sunnudagarnir eru verstir í þetta, og svo er líka svo dejligt að þurfa ekki að mæta í póstinn í dag ;-)

föstudagur, febrúar 18, 2005

I "staden" for... 

Hvað myndu þið gera ef að einn útlendingur með mikinn metnað í tungumálinu kæmi til ykkar og bæði ykkur um að leiðrétta verkefnið sitt upp á all margar síður?!? Þið mynduð að sjálfsögðu verða við bón útlendingsins því önnur eins skemmtun er vandfundin.

Þannig er mál með vexti að ég bað línumanninn okkar að leiðrétta verkefnið okkar Andra þar sem við erum búin að leggja mikinn metnað í kaupleiguna og við erum komin í smá klípu þar sem við erum komin upp í 30 síður en ekki alveg búin... En allavegana þá er gellan að lesa yfir fyrstu 20 síðurnar og hún kom á æfingu í gær með nokkra vel valda frasa úr verkefninu þar sem hún hafði verið í kastinu heima hjá sér... djö $%#%&#& en ég hafði nú reyndar bara gaman af þessu líka :-)

Hver segir til dæmis "Jeg vil være i Danmark i staden for på Island", mér finnst þetta bara ótrúlega rétt setning en í beinni þýðingu þýðir hún "Hver vill búa í Danmörku í borginni fyrir á Íslandi"... ég meina það maður, gat hún virkilega ekki séð að þetta ætti að vera "stedet" eða á íslensku "í staðin fyrir".... Danir sko ;-)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Allt og ekkert... 

Ekkert að frétta, verð bara að skrifa til að ég detti ekki úr bronssætinu mínu góða hjá Hröbbu keppnis :-) Jesúss, það sem maður gerir til að halda sér í toppbaráttunni!!!!! Held að bloggheimurinn sé allt annar eftir þessa skemmtilegu keppni, hlakka til að sjá næstu úrslit :-)

Annars brotlenti liðið hennar Hröbbu í gær á móti stjörnuprídda FCK. Það var bara margt um manninn á leiknum og ekki frægari píur en Anja Andersen, Cecilie Leganger og fleiri stjörnur meðal mín híhííí... ókei, meðal áhorfenda!!! Anja var reyndar alveg sátt og lét sér nægja að yfirgefa pleisið þegar 7 mínútur voru eftir, auðvitað til að láta alla alveg örugglega sjá sig labba út, frekar speeeeees þessi pía!! Andri Stefáns var alveg æstur og hot yfir henni, var næstum búinn að hrasa við að hlaupa á eftir henni út og bjóða henni á deit ;-)

Annars þarf ég að tala við Ísland í kvöld. Nú er vika í að Sigrún líti við og kreditkortið hennar er í viðbragðsstöðu... Ég þarf að biðja múttu um að kaupa eitthvað gúmmolaði fyrir mig til að maður fái nú eitthvað íslenskt í blóðið. Já og svo þarf ég líka að fá kiwi-sjampóið mitt og og og.... híhííí ég veit nébbla alveg að Gilsdóttir verður með tómar töskur á leiðinni út, þaggi ;-)

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Menningarkvöld á miðvikudegi 

Gvuð hvað ég er þreytt, alveg búin á því og þakka gvuði fyrir að þurfa ekki að mæta í póstinn á morgun. Held að Árni kallinn sé orðinn alveg geðveikur á mér því ég er eins og versta ungabarn að fara fram úr, snúsa endalaust og væli og væli um að ég nenni ekki af stað híhíhíí!!!

Í kvöld er hins vegar menningarkvöld þar sem við Árni ætlum að kíkja upp í Frederiksberg höllina ásamt Andra og Siggu og horfa á Hröbbu beibsí rústa FCK druslunum... gógó Hrabba!! Þetta verður minn fyrsti leikur hjá kjéllunni og eins gott að það verði nokkrir þrumufleygar :-) Ég er reyndar á æfingu í fyrrihálfleik en vonast til að ég fái að fara fyrr ;-) Svo ætlum við örugglega að kíkja á kaffihús á eftir með kaffihúsaparinu sjálfu, aldrei að vita néma að maður fái sér eins og einn bolla af heitu kakói.....

Annars er ekki hægt að tala við Árna núna. Hann situr stjarfur með tryllitækið sitt Sony Ericsson S700i og þarf ekkert á vinum að halda, þessi sími fyllir allar hans þarfir... vona samt að hann útiloki mig ekki líka ;-)

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Póstbíllinn keyrði á.... 

Ó dúdda mía... hafiði lent í því að fara vitlausu megin fram úr??? Ohhh það gerðist sem sagt fyrir mig í morgun. Byrjaði daginn á að sofa yfir mig í póstinn og hafði 5 mínútur til að gera allt sem ég geri á hálftíma, úúfff kjéllan frekar mygluð og pirruð þegar hún mætti kl.5:45 í morgun :-/

En jáhh, svo tókst mér hið "ómögulega" að bakka póstbílnum á einn kyrrstæðan bíl. Jísús, mætti halda að ég væri hin mesta kjélla að keyra en þetta er bara ekkert grín að keyra þennan trukk sem by the way er ekki með afturspegli og þegar maður bakkar heyrist svona duu duu duuu... ég er eiginlega bara hissa að ég hafi keyrt trukkinn áfallalaust í hálft ár núna!! En jáhh, annars var þetta bara kjéllingaskráma sem kom á hinn bílinn, svona gul för, engin beygla sko og það sást ekkert á tryllitækinu mínu en ég er bara svo kurteis að ég lét náttla vita og gerði mína fyrstu tjónaskýrslu, jáhhh heyriði það mína fyrstu þar sem þetta er minn fyrsti árekstur!! Gvuð ég vona að Sigga Lóa lesi þetta ekki, er nébbla með Doddabílinn hennar í láni híhíí... (7.9.13) að ég lendi ekki í neinu með hann!!

Annars er ég bara að bíða eftir að Árni kallinn komi heim úr vinnunni. Er nébbla að fara í grúppuvinnu niðrí skóla og ég sagði að ég kæmi ekki fyrr en ég fengi bílinn, híhíhíí ein orðin heltekin af þessum bíl en maður verður víst að njóta hans í botn, var til dæmis bara korter heim af æfingu í gær í staðin fyrir 45 mín... dejligt!!! En jæja, ætla að fara að fá mér að borða áður en ég legg í hann, vi ses :-)

mánudagur, febrúar 14, 2005

Árni að hafa það gott en samt súr ?!? 

Kallinn er aldeilis að njóta sín núna. Hann fær nébbla að hafa bílinn í vinnuna á meðan að Harpan lætur sig hafa það að hjóla í póstinn, er að vinna núna mán-mið. Jáhh oh ég þurfti meira að segja að labba smá spöl í morgun vegna hálku og snjó á hjólastígunum því ekki ætlar maður að fljúga á hausinn. Árni á líka alveg skilið að fá bílinn því hann hjólar allan ársins hring, sama hvernig viðrar! Þrátt fyrir að ég þurfi að fara miklu lengra hef ég þó alltaf metróinn.

En jáhh svo er greyið mitt svo súr því hann átti að fá nýja símann sinn með pakkapóstinum í dag. Honum var sagt að hann gæti komið frá 8:00-21:00 og Árni alveg búinn að skipuleggja hver ætti að vera heima og hvenær en þá kemur þessi blessaði gaur hálftíma áður en ég kem heim, æjj greyið Árni fær þá ekki nýja símann sinn fyrr en á morgun því við verðum að sækja hann á pósthúsið!

Annars er allt í volli hérna út af þessum snjó, Daninn alveg að missa sig! Djöfulsins vælukjóar maður... ég var reyndar smá vælukjói þegar póstbíllinn minn gaf upp öndina og þurfti að fá start klukkan 7:30 í morgun, ein ekki alveg sátt en annars er ég bara búin að vera í gúddí fílingnum í snjónum í dag :-)

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Frábært Danól-kvöld í alla staði :-) 

Æðislega var gaman hjá Hörpunni í gær. Fór og hitti Danólur á þessu svakalega 5 stjörnu hóteli þeirra sem stendur á ekki verri stað en við hliðiná Frúarkirkjunni sjálfri. Þar var Köbenbúanum boðið í kvöldverð og jeminn nú verð ég að læra að verða svona hefðarkjélla þegar svona fínn matur kemur á borðið ;-)

Í forrétt var skonsa með fínu kryddsmjöri og kavíar. Jújú mér fannst þessi kavíar ekkert spes, verð nú bara að segja það en þetta var víst það fínasta... sorry en þekki ekki mun á fínum og slæmum kavíar þar sem þetta eru nú einu sinni bara hrogn. Svo var "muuuu" í aðalrétt með fullt af flottu á disknum. Já ég segi "muuu" því ég fékk lifandi kvikindi á diskinn minn, svo rautt var það híhííí!! Ég sagði pent við þjóninn að ég vildi fá það "well done" og þá var greyið alveg í rusli og sagði að það bragðaðist bara betur svona... já elskan mér er alveg sama, en takk samt!
Svo í eftirrétt var tíramísú í glasi. Jááhh aldeilis sérstakt en gott var það og alveg geggjaður ís með! Jáh og með öllu þessu var borið fram kampavín, hvítt og rautt vín og í lokin kaffi þar sem helltist yfir Ólöfu greyið... úps alveg svakalegt sko! Þannig hún fékk þessa risa stóru kampavínsflösku í sárabætur sem ég var síðan látin taka heim... nú á ég þetta fína kampavín fyrir næsta stórtilefni :-)

Eftir matinn var farið á barinn á hótelinu þar sem Danól var enn með á nótunum og kokteilum splæst á línuna... ekkert smá flott allt saman og manni leið bara eins og prinsessu. Svo var líka svo obboslega gaman að hitta Danólurnar aftur og bara komnar 2 ungar á skrifstofuna og ég var nú að grínast í annarri að hún væri á "mínu" skrifborði híhíí! Allavegana saknaði ég í gær pínu gömlu góðu vinnunnar í Danól þar sem var alltaf nóg af slúðri og vitleysunni.... og pæliði í þessu hópurinn var frá 21s árs til ég veit ekki cirka 60 ára og allar smellpössuðu saman eins og ein happy family, alveg magnað!!! Takk kærlega fyrir mig elskurnar mínar :-)

Ég veit ekki alveg hvernig var hjá honum Árna mínum í bødekassefesten því hann liggur í "dái" greyið. Ég vaknaði í morgun um 8:30 og fékk alveg sjokk þegar það var enginn Árni við hliðiná mér og hringdi strax í símann hans. Gólar ekki síminn niðri og Árni liggur í stofunni í öllum fötunum og alveg búinn á því greyið híhííí.... jáhh svona er þetta nú að vera duglegur að súpa :-)

En í lokin vil ég óska FH stelpunum til lukku með frábært gengi síðustu vikur... eða réttara sagt síðan Slavkó kom aftur. Rosalega er þetta flott hjá ykkur píur, keep up the good work ;-)

laugardagur, febrúar 12, 2005

Hvað með veðrið ?!? 

Ó meeeen, það er bara brjáluð snjókoma! Þetta er sem sagt þessi eini sólarhringur á árinu þar sem er ófærð. Það var sagt í póstinum í morgun að það væri von á snjóstormi um hádegið og ég náttla dreif ´etta bara af og var búin á mettíma í morgun.. komin heim klukkan 11 og á launum til 13.. ekki slæmt ;-)

Svo var á áætlun hjá okkur Árna að fara í bæinn á Doddabílnum og við ætluðum að kíkja í IKEA og nokkrar aðrar búðir og bara hafa það næs. Þetta var alveg mega næs ferð og kósý að keyra heim þar sem Danir eru greinilega skííííít hræddir að keyra í smá snjókomu en kjéllan náttla örugg á kantinum... smá snjór... maður ætti nú að vera vanur því :-)

Annars var ég að spila í gær á móti Fredericia og þrátt fyrir aðeins 10 leikmenn á skýrslu hjá okkur unnum við þær létt 30-23. Ég var samt að drepast í maganum í öllum leiknum og hefði bara þurft að reka hressilega við til að losna við þessa tilfinningu, ekkert smá óþægilegt og svo var ég alveg að drepast í öllum skrokknum eftir leikinn og 3ja tíma ferð í búss eftir... jísús maður ég var líka mega fúl þegar ég vaknaði 5 í morgun eftir 4ra klukkutíma svefn :-/

Svo að honum Árna kallinum. Hann vann eitthvað veðmál í vinnunni og fékk frítt út að éta að eigin vali og kallinn var bara að hafa þetta ódýrt, valdi Burger King... jiii ég hefði nú valið eitthvað dýrara en svo fór hann heim til eins vinnufélagans á eftir og tókst að draga liðið hingað heim líka!!
Svo var páskabjórinn að koma út í gærkvöld og það var afmælisveisla hjá íslenskri píu hérna á kolleginu og barinn stútfullur af íslensku blóði að sníkja bjór.. að sjálfsögðu kíkti kallinn á stemmarann þar!

Annars er Árni farinn í bødekassefest núna sem er eitt svaðalegasta partí ársins hjá handboltaliðunum hérna. Þetta er sem sagt partí fyrir sektarsjóðspeningana og þetta er sko ekki svona glatað eins og heima... það er aldrei hægt að gera neitt skemmtilegt heima því það vill enginn borga og hananú... hérna er bara sólahringsprócess og brjálað fjör!!

Jæja, ætla að fara að drífa mig í sturtu, er að fara út að borða á Skt.Pétri með Danólskvísunum... þær eru búnar að vera að hringja í mig í dag til að rata rétta leið heim og svona, híhíhííí fólk eitthvað að tapa sér í Köben :-)

föstudagur, febrúar 11, 2005

Doddi á heimilið... 

Harpa á Doddabílnum, Árni á Doddabílnum... daddarrraaaaddda!!!

Jújú Doddi minn kominn í hlaðið. Vaknaði kl.5:30 í morgun til að keyra Siggu Lóu á flugvöllinn og taka Dodda í leiðinni. Nú er klukkan að verða 7:30 og ég búin að skila Árna í vinnuna, mín bara í gúddí fíling svona snemma föstudags!!

Ætla að massa ritgerðarskrifin í dag. Er búin að vera allt allt allt of löt alla vikuna og núna eru 10 dagar í skil sem mér finnst ekkert svo sniðugt... og ég að fara að vinna alla næstu viku... hhuuummmmm!!! Nú er átak í kaupleigunni :-)

Annars er skvísí að fara til Jótlands seinni partinn. Jísús ekki að nenna sko en þá er líka frí á sunnudaginn í staðin. Er að fara að spila við Fredericia og jísús gleymdi nú alveg að tala við hana Auði um að kíkja, bjalla í hana í dag!!

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Pælingarnar á Hovmålvej.... 

Þar sem það er ekki mikið að gerast í lífinu okkar þessa dagana þá er svo sem ekkert mikið að skrifa... þessir tveir fyrstu mánuðir ársins eru alltaf þurrir, ótrúlegt en satt var janúar samt fínn og fljótur að líða og vona ég líka að febrúar verði það...

En það er ein pæling í gangi hjá mér núna. Kannski er ég að opinbera fáfræði mína um mat og lífrænt ræktað en hvað er málið með allt þetta økologiske dæmi.... Hérna getur maður keypt lífrænt ræktaða mjólk, jógúrt, ávexti, kjúkling og you name it. Allt er til lífrænt og að sjálfsögðu þá á móti "ekki" lífrænt. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að þetta lífræna er að sjálfsögðu miklu dýrara og fólk kaupir þetta villt og galið því þetta er økologiskt. Ég held að við Árni ættum að vera löngu lögst inn því við kaupum aldrei lífrænt ræktað...

Er þetta svona heima? Er ekki bara til ein léttmjólk og ein súrmjólk... jú ókei ég man reyndar eftir einhverju grænmeti sem er vistvænt eitthvað en ég meina kommon, hvað er málið með þetta allt saman!!

Pælingarnar mínar eru vegna þess að ein á æfingu sagði í gær að mamma sín væri á einhverjum diet kúr og í honum ætti hún að borða økologiskan kjúkling og pabbi hennar væri alltaf að fá útbrot á hálsinn þegar hann væri nálægt mömmunni. Við athugun var hann með ofnæmi fyrir þessum kjúlla og sem betur fer ekki mömmunni sjálfri :-) Hvað er þá svona gott við þetta økologiska dæmi....???

Pælingameistarinn kveður að sinni, óskar ykkur góðs fimmtudags og kemur án efa með meiri spennandi sögur af helginni hjá Hovmålvejbúum þar sem helgin er stútfull af skemmtilegum atburðum, på gensyn :-)

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bolla, sprengjan og askan 

Fyndið hvað þessir þrír skemmtilegu dagar eru búnir að sigla sinn sjó án þess að við höfum orðið var við þá. Árni, bakarinn sjálfur var meira að segja í fríi á bolludaginn og við fengum okkur engar bollur. Reyndar erum við ekkert bollufólk en samt skrítið að hafa ekkert tekið þátt því fréttirnar að heiman segja frá engu öðru en bolluáti, litlum börnum í búningum og passa að setja baunirnar í bleyti!! Ég er hérmeð búin að taka ákvörðun að ég verð brjáluð bollubína og baka á næsta ári :-)

Annars gleymdi ég alltaf að segja frá því að það er líka svona "öskudagur" hérna sem er reyndar alveg í nokkra daga og heitir fastelavn. Á mánudaginn var svo bankað upp á og bara byrjað að syngja og jiii dúdda mía ég átti ekkert og ég meina EKKERT til að gefa þeim néma gamlar muffins þannig ég varð bara að loka á greyin... úff frekar glatað!

Annars eru þessar síðustu vikur búnar að einkennast af óþolandi auglýsingum sem fljúga inn um dyrnar og segja manni að kjósa þennan og hinn og gvuð sé lof að þessar kosningar hafi farið friðsamlega fram í gær og svona næstum án þess að ég hefði tekið eftir. Daninn er samt meira keppnis en Íslendingurinn þar sem að tveir stórir flokkar kepptu um forystuna og báðir með forsætisráðherraefnið klárt en sá sem tapaði var ekki lengi að segja sig úr formannssætinu, svona á þetta að vera... kannski ekki til nóg af fersku blóði í flokkana heima.. en úfff Harpa róóóaaa, ég er ekkert að fara að tala um pólitík hérna puhhaa!!!

Hjálpa ótæknivæddum Dönum... 

Fyndið hvað sumir eru ótæknivæddir og kunna gjörsamlega ekki blautan á tölvur. Kannski er ég bara mesta nördið eftir að hafa búið svona fjarri heimalandinu og ég er með öll tól og tæki en hún Karen mín sem er flutt núna til Ástralíu í hálft ár er búin að vera að vesenast með að finna út úr þessu með að stofna msn og svona... híhíhíí!! Það endaði nú bara þannig í morgun að ég stofnaði eitt stykki msn og skype fyrir frúna og hún er svo glöð og er bara búin að tala við mig svona 10x í morgun á msn og hringja í mig á skype og alveg að meika það skvísan!! Frábært hvað maður getur gert fólk glatt :-)
Svo var það það besta, svo segir hún heyrðu ég verð að hætta er að fara að senda email til allra, bíddu þú færð hann eftir smá. Svo stendur í emailnum að hún sé bara orðin mesta skutlan með msn og skype og hafi sko alveg reddað þessu sjálf, takk fyrir uurrrr þetta fær hún í hausinn ;-)

Annars er ekkert að frétta af mér en kannski aðeins meira af honum Árna. Ég var búin að lofa honum að hann mætti kaupa sér nýjan gemsa fyrir orlofið sitt (feriepenge) sem hann átti síðan 2003 og hann fékk það sem sagt í gær. Þetta er alveg hin fínasta upphæð og krúttið er búinn að panta sér síma sem hann fær á mánudaginn... nánari lýsingu verður hann að koma með sjálfur en dýr var hann!!!!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Myndir frá Þorrablótinu 

Þá eru myndir komnar á netið frá Þorrablótinu og er hægt að skoða hér!

Óréttlátt miðasölukerfi :-( 

Djöfulsins vesen! Við eyddum heilum mánudegi til einskis í gær þar sem að við fórum spes á netið til að panta okkur miða á U2. Byrjaði bara vel, vorum í kringum 1300 í röðinni og mjökuðumst niður og vorum komin niðrí 192 og ég alveg að deyja úr spennu yfir að fá að fara á U2. Neineinei, þá frýs allt heila kerfið og deyr undan álagi og fólk byrjar bara að fá "missing information" og flakkar á milli og við lentum til dæmis í því að fljúga upp í 7.686 og Matta greyið upp í 13.323 pæliði í þessu!!!

Svo er svo merkilegt að ég kemst inn, fæ að velja mér miða og hvar við ætlum að sitja og er komin með númeruð sæti en vantaði bara að borga. Þá frýs hjá mér og mér er hent aftast í röðina, frábært!!! Árni heldur samt að ég hafi pantað miða og ég ætla að prófa að hringja í dag því ég geymdi copy af síðunni á tölvunni... ein alveg tryllt ;-) Vona allavega að ég geti röflað eitthvað því þetta er algjört svindl að svona geti gerst því vitiði svo hvernig fíbblin náðu að selja alla þessa 45.000 miða?!?!?!?

Miðagaurarnir náðu bara að selja 50 miða fyrsta klukkutímann því kerfið hrundi. Neinei, þá var þeim sagt sem voru að bíða í Fona að þeir gætu komið sér upp á Parken þar sem þeir væru byrjaði að selja miða í höndunum. Það varð náttla allt kreisí og fólk hljóp upp í Parken eins og það ætti lífið að leysa og allir strætóar pakkaðir og ég veit ekki hvað og allir þeir sem komust þangað fengu miða. Djöfulsins helvíti og Andri fór niðrí Fona til að athuga með miða en snéri við út af því að það var svo mikið af fólki þar... pæliði í því ef hann hefði beðið því hann býr rétt hjá Parken! En svona er nú lífið óréttlátt... ég lifi nú svo sem alveg þótt ég fari ekki á U2 en mig langar alveg obboslega mikið, ég vona að ég nái að tala miðakjélluna til í símanum í dag ;-)

Annars er það bara hor hor hor og aftur hor. Ég er komin með svaka kvef og illt í hálsinum... jesús orðin eins og versta dúkka, alltaf veik!!! Hlít að hrista þetta af mér í dag. Heyrumst kæru vinir :-)

mánudagur, febrúar 07, 2005

Íslendingahelgin á enda 

Jájá, þá er íslenska þorrablótshelgin okkar búin og aldeilis að það var mikið stuð og mikið gaman. Hún byrjaði þannig að Kolla beibí kom á föstudaginn og ég tók hana náttla í "sightseen" í Fields og ég held að stelpan hafi bara fundið fyrir fiðring fyrir komandi verslunarleiðangur daginn eftir ;-)

Svo var spjallað endalaust frameftir kvöldi sem gerði það líka að verkum að ég svaf ekki mikið og fór í póstinn eins og vanalega á laugardögum og hefur það aldrei gerst hjá mér að ég sofni leið og ég kem heim úr vinnunni, ein alveg að deyja úr þreytu bara. Á meðan var Kolla búin að máta allar gallabuxur í Köben og alveg að fríka út í einni búðinni... híhíhíhí!!!

Svo var það bara Strikið þar sem ég eyddi nú miklu meiri pening heldur en gesturinn minn. Úff verð að passa mig að það gerist ekki þegar Sigrún kemur, hahaha held samt að það verði engin hætta á að það gerist ;-) En við vorum svo lengi í bænum og þegar við komum heim var krúttu Árni bara búinn að öllu og kominn í kokkagallann því við vorum búin að bjóða Andra, Siggu, Evu Dís og Stebba í mat hjá okkur. Árna tókst nú svona obboslega vel til og var maturinn algjört æði en það voru svínalundir, brúnaðar kartöflur og sveppasósa í matinn. Ekki má gleyma hinu rosalega salati sem Franklín var búin að mæla með... plataði mig til að kaupa einhvern mega ógirnilegan fetaost og hann var svona rosalega góður... uummmm kaupi sko pottþétt svona aftur :-)

Já svo var bara rosa gaman um kvöldið. Við að fríka út með myndavélina hennar Kollu. Jiii daman er með fjarstýringu á vélinni og það var bara pósað endalaust, set inn myndir fljótlega! Pikkup frá kvöldinu voru prumpufílan ógurlega, FH-stelpurnar live í símanum, sænsku glötuðu gæjarnir í lestinni, íslenskt "skólaball" í tívolíinu, sótölvað lið, Dúkkulísurnar upp á sviði, pussyfight í anddyrinu, einn frægur rithöfundur buffaður inn á karlaklósettinu, troðningur á dansgólfinu og í lok ballsins hópslagsmál og 2 sjúkrabílar.... TÝPÍSKT ÍSLENSKT BALL og greyið dönsku dyraverðirnir höfðu aldrei lent í öðru eins bara :-)

Við lifðum nú allt þetta fight af og vorum komin heim um 4-leytið eftir að hafa rökrætt hvort ætti að taka lest eða taxa heim. Kolla fylgjandi leigubílaflotanum en ég ekki á því að borga einhverjum Tyrkja fyrir að keyra mig heim en að lokum vann Kolla og ég lét hann sko ekki keyra upp að dyrum, lét hann stoppa í Fields.. híhíhíí ein stressuð en ég hef bara heyrt svo margar ógeðslegar sögur um þessa gaura.

Hvernig líst ykkur svo á að vakna eldsnemma og fara að spila handboltaleik eftir að vera ekki búin að sofa dúr alla helgina. Jibbííí... maður var nú svoldið þreyttur, eiginlega alveg að deyja en þetta hófst allt að lokum. Við vorum að spila ágætlega svo sem en það var einn kafli í fyrri hálfleik sem fór með þetta hjá okkur og við töpuðum með 4 á móti Holstebro. Ég lenti í því að þurfa að spretta fram og til baka nokkrum sinnum í röð í seinni hálfleik, puhhaaa hefði viljað leggjast niður í gólf og slefa en það gekk víst ekki... eini áhorfandinn minn dó líka úr hlátri þegar tungan lafði og ég komst ekki lengra!!

Svo var sunnudagskvöldið bara tekið í ró og næði eftir að hafa skilað Kollu minni upp á lestarstöð. Takk fyrir heimsóknina mús, ýkt gaman að fá þig :-) Við fórum reyndar heim til Andra og Siggu og pöntuðum okkur sveittar Dominos pizzur og mikið kók. Jesús, mér er ennþá bumbult eftir allt kókþambið mitt...

Í dag er svo merkisdagur því Árni er í fríi í vinnunni og við erum að reyna að panta okkur miða á U2 tónleikana sem verða í Köben í sumar. Jeminn eini, kerfið frosið og allir að fríka út yfir þessu... vona svo sannarlega að við fáum miða... langar svo að fara! Ég er samt búin að vera nr. 192 og svo detta niðrí 7.868 þannig ég er ekki vongóð, er með missing information núna :-/

En það er komið nóg blogg í bili... bið að heilsa ykkur og muna svo Íslendingar að skrá okkur á skype, ég spjallaði við Sigrúnu í 40 mín í gær, svaka stuð :-)

föstudagur, febrúar 04, 2005

Hálsbólga á leiðinni ?????? 

Neineinei... ég fékk nú alveg nóg af þessari viku sem ég var veik eftir jólafrí. Núna er ég að drepast í hálsinum, igen!! Hvað er málið... ég er búin að borða endalaust af hálsbrjóstsykur í morgun, ætla sko ekki í eitthvað veikindavesen núna þegar Þorrablótið er á morgun og svona!! Svo er ég líka að fá Kollu í heimsókn þannig ég má ekkert vera að þessu :-)

Held samt að hálsinn sé svona aumur því ég drakk svo mikið heitt te í gær, getur það ekki bara verið ;-) Annars ætla ég að skrifa í ritgerðinni í dag og reyna að vera rosa dugleg og svo fer maður að sækja Kolluna niðrí bæ og þeytir henni út um allt... hhuumm spurning hvort það verði vöfflukvöld í kvöld ;-) Ég var að fatta að ég er alveg búin að gleyma aðal málinu í vöfflunum, brædda súkkulaðinu og sýrópi !!!!!

Góða helgi kæru landsmenn nær og fjær og þið nær, við sjáumst í fíling á morgun... heyrst hefur að Kollan komi með nýja dansa sjóðheit frá Árósunum ;-)

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Hitt og þetta... 

Ohhh hvað ég sjálf fer í taugarnar á sjálfri mér! Þetta er alveg ferlegt... við vorum að byrja að horfa á fyrsta dvd af 30 í Friends safninu okkar í gær og alveg geggjað gaman hjá okkur. Svo liggjum við í sitt hvorum sófanum og komin með sængurnar niður og voða kósý... neinei eftir 2 þætti er ég byrjuð að sofna yfir þessu, alveg ferlegt!! Mamma er líka svona, hún er reyndar mikið verri en ég en er ekki hægt að fara í meðferð gegn þessu, mig langaði svo að sjá meira :-/

Annars er svo sem ekkert að frétta! Ósköp venjulegt líf hjá okkur þessa dagana. Árni er að baka bollur í dag, samt er bolludagurinn hérna eitthvað frat miðað við heima. Ég man nú eftir því þegar ég var látin fara með all margar bollur niðrí Verzló því Villinn var alltaf búinn að heimta bollur af Árna kallinum og svo fékk hann aftur á æfingu um kvöldið hehehe!!!

Svo erum við að fá Doddabílinn lánaðan. Jibbíí... Sigga Lóa er náttla bara persóna af guðs náð, algjört æði. Þau eru að fara í skíðaferð eins og hálf Danmörk í vetrarfríinu hérna og við fáum að spóka okkur á Dodda mínum í 10 heila daga :-) Spurning hvort það verði ekki pöntuð ein Dominos á þessum tíma...

Svo verður aldeilis stuðið á manni um helgina. Þorrablót Köbenbúa verður á laugardaginn á ekki minni stað en í Tívolíinu. Við erum auðvitað búin að kaupa miða og hlökkum bara til að fara. Úff ég á samt að spila daginn eftir á móti Tvis en það hlítur að reddast ;-) Ég hlakka líka mest til að fá Franklín í heimsókn því hún ætlar að skella sér með á blótið. Jibbíí ég hef barasta ekki hitt Kollu mína svo obboslega lengi, drusla henni eitthvað hérna út um allt :-)

En jæja krakkar mínir, ég var búin að lofa sjálfri mér að vera dugleg í dag og skrifa nokkrar síður í ritgerðinni um kaupleigu... sendiði strauma :-)

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Allir að skrá okkur á Skype !!! 

Nú er kjélla búin að tölvunördast í kvöld og loksins setja upp hið margumtalaða skype. Ég var að reyna að setja inn þá sem ég gat en gat bara fundið fjóra.. ýkt léleg!! Nú eiga allir að setja okkur inn í systemið, notendanafnið okkar er arniogharpa :-)
Fyrir ykkur sem vitið "ingenting" þá er þetta skype svona sími á netinu þar sem maður getur hringt á milli á netinu ókeypis. Charlotte endilega check it out ;-)

Brúna húsmóðirin á lífi.... :-) 

Váá hvað var gaman hvað margir tóku þátt í síðustu skrifum, enda var þetta alveg út í hött hvað ég var ógeðslega glöööötuð gella eitthvað... sé alveg stelpurnar í skólanum baktala mig með "hvað er þessi eiginlega að reyna" eða "aðeins að slaaaaaka á í ljósunum" ;-)

En það er það að frétta að ég er búin að jafna mig og er orðin venjuleg aftur, en reyndar með smá roða í kinnum sem er nú bara fínt. Samt fyndið að koma á æfingu í gær og liðstjórinn segir (60 ára karlmaður) "Harpa, hjólaðirðu á æfingu?" neinei... "þú ert nébbla svo helvíti fersk eitthvað í framan" TAKK FYRIR KÆRLEGA!!! Frekar glatað að vera eins og brennt beikon í framan með albínóa fætur, alveg að virka ;-)

Annars var ég rosaleg húsmóðir í morgun og bauð í morgunkaffi. Haldiði að það sé dugnaður í minni. Bauð Fjólu Helga úr Hafnarfirðinum að kíkja í belgískar vöfflur og heitt súkkulaði. Held mér hafi bara tekist ágætlega til og þessar vöfflur eru alveg að slá í gegn hjá mér. Líka gaman að fá svona heimsókn þar sem ég er ekki búin að hitta Fjólu svo rosalega lengi, alltaf gaman að tjatta. Fjóla, við bjóðum ykkur Gumma svo fljótlega í mat :-)

Svo var ég loksins að fá pakkann minn frá ömmu og afa. Jibbíí og mín fékk bara helling, Séð og heyrt, súkkulaðirúsínur og þessa geggjuðu hekluðu hliðartösku sem amma var að gera... váááá hvað hún er flott!!! Hún vill endilega gera fleiri þannig stelpur þið verðið bara að leggja inn pöntun, hún er með 2 á lager núna, alveg að meika það sú gamla og hefur bara gaman af þessu ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?