<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 30, 2005

Við erum svo mikið kósýpar ;-) 

Jæja vinnutörn dauðans lokið hjá kútunum... við erum m.a. búin að fagna henni með því að fara í miðnæturshopping með Andra og Siggu í Fields í gær. Náðum að afraka að kaupa 3x nördistanærur og hlírabol, jáh og øl á kaffihúsi, usss maður er ekki sterkur í þessum innkaupum þessa dagana enda búinn að eyða nóg ;-)

Svo fórum við í rómantíska ferð í Fields í dag þar sem við fengum okkur stærstu ísa í heimi, ég meina það og metnaður er náttla til staðar með það markmið "að klára".... jesús við vorum svo eftir okkur að við fórum bara heim að leggja okkur! Vorum svo að vakna, og nota bene klukkan er 1900... össss þetta var sko það sem maður þurfti að sofa svona en Árni kallinn er að starta grillinu, erum að fara að grilla spareribs. Svo er ætlunin að hafa mesta kósýkvöld ever í kvöld því mér tókst að eyða ógeðslega miklum pening í sælgæti í dag og össs hvað þetta verður gott kvöld með fullt af alls konar spennó nammi og sódavatni ;-) Bið að heilsa ykkur....

föstudagur, apríl 29, 2005

Fljúgandi póstur og vinnualkarnir góðu ;-) 

Jísús maður... pirr pirr lenti í klukkutíma yfirvinnu í póstinum í dag, póstur dauðans og hef ég aldrei séð svona mikinn póst áður og svo á föstudögum og laugardögum er bara auglýsingabæklingar dauðans þannig kjéllan var á haus!

En þetta er samt ekki búið með póstfréttina mína því aðalmálið er eftir.... obb obb ég er nébbla á svaka trukk og sé um að keyra auka póst og auglýsingar út í hverfin sem ég síðan læsi inn í sérstökum skápum því allur þessi póstur sem við förum með út getur ekki verið allur á hjólunum. Já og hipp hipp, ég á mettíma þegar helvítis lyftan í húsinu bilar sem þýðir það að allir þessir 36 sekkir sem ég átti að keyra út voru fastir á 2.hæðinni og ég byrjuð að bera helvítin niður, hver sekkur er um 20 kíló... jájá kjéllan sá fram á martröð dauðans þegar einn skarpur ákvað að hjálpa mér og byrjaði að henda þeim út um gluggan á pósthúsinu... shitt sjáiði þetta ekki fyrir ykkur, fljúgandi póstur hahaahaha... það voru meira að segja komnir fullt af áhorfendum og læti, shitt en þetta kostaði mig sko fjandans auka klukkutíma en reyndar fínt fyrir budduna!! ;-)

Annars er það ekki bara ég sem er að vinna eins og skepna því Halli minn er aldeilis að eigna sér þetta bakarí, hlaut að koma að því að hann yrði meðhöndlaður eins og í Kökubankanum, eða sem kóngur ;-) Hann er búinn að vera í yfirvinnu alla vikuna því Daninn er latur og getur ekki unnið hraðar þrátt fyrir að það sé brjálað að gera, fyndið... þannig Árni kallinn ætlar að fórna föstudagskvöldinu og vinna næturvakt í kvöld til að klára það sem er pantað á morgun, kallinn svoooo duglegur en Daninn harðneytar aukavinnu, þeir borga nébbla 80% í skatt af henni en kallinn minn hlustar sko ekki á þetta, hann borgar bara litlar 38% og fer glaður heim með aurana ;-)

Jáh, svo óska ég Haukastelpum hjartanlega til hamingju með titilinn. Ég horfði nú á leikinn í gær og fannst þær bara miklu betri, hélt að ÍBV ætlaði nú að taka þetta en ó mæ god, þær bara dóu eftir 20 mínútur, kannski spurning um nokkur útihlaup í Eyjum ;-)

En já svo er opið í Fields í kvöld til miðnættis. Jesús ég meika nú ekki svoleiðis því ég á að mæta 05:45 í póstinn góða en Sigga og Andri eru samt að koma til okkar á eftir og við ætlum að kíkja aðeins með þeim í bæinn... Sigga á reyndar líka að mæta svona obboslega snemma í vinnuna sína á morgun þannig þetta verður bara næs og stutt bæjarferð því það eru allir að fara heim að sofa, jáh og greyið Árni að fara beint í vinnuna!!

Heyri í ykkur góðir hálsar, alveg bannað að kommenta eða láta í sér heyra ;-) Hvar eru annars öll kommentin???

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Íslenskt, íslenskt, íslenskt... 

Hellúú allir og góðan fimmtudag, kjéllan er bara í þrusu góðu skapi í dag þrátt fyrir alskýjað og 13°hita. Ástæðan, ekki hugmynd!!!

Annars er sko búið að vera íslenskt þema í vikunni hjá okkur turtildúfum. Búin að horfa endalaust á íslenskt sjónvarp, tala við endalaust af íslensku fólki og klára íslenska gotteríið okkar ásamt því að grilla 2x! Ótrúlegt hvað maður getur verið í góðu sambandi við gamla góða Ísland en samt svo ótrúlega fjarri eitthvað, skiljiði ekki hvað ég meina ;-)

Heyriði, Kim Larsen á Nasa 26.ágúst... usss ég væri nú alveg til í að kíkja svo sem, hann er flottur kallinn!!! Þið sem ætlið að fara þá á ég fullt af textum og lögum með Kimsa kallinum, bara að bjalla ;-) I´m a fan....

Og eitt enn... jiii ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa, finnst ég hafa svo obboslega mikið að segja en er eitthvað frosin í dag, bið bara að heilsa bakkabræður :-)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Þú ert skynsöm í hafi freystinga! 

Próf tekið á femin.is
Ef þú stendur frammi fyrir freistingum þá veist þú hvenær þú átt að standast þær og hvenær þú skalt láta freistast. Leyndardómurinn á bak við skynsemi þína er að þú gerir þér grein fyrir hvenær þú átt skilið að skemmta þér en skaðar þig ekki með kæruleysi. Þú veltir ávallt fyrir þér afleiðingum gjörða þinna áður en þú lætur freistast. Þú lætur eftir þér að fá þér ostatertu og sofa hjá á fyrsta stefnumóti því þú veist að það kryddar tilveruna. Þú fellur þó ekki fyrir freistingum sem geta skaðað líf þitt.

Ég tek þessu sem jákvæðu hrósi en oft er maður slæmur, t.d. fór Árni út að kaupa "sígó" kl.21 í gærkvöldi því okkur langaði svo í nammi, ég get svo svarið það nammi er orðið virkilega ávanabindandi á heimilinu.. freysting, freysting... er til meðferð við því?

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Túristapakki & klórlykt dauðans... 

Aldeilis stuð á grúppunni minni í dag... við hittumst snemma til að klára eitt verkefni sem við áttum að skila og þegar við Íslendingarnir fáum að ráða þá erum við alltaf búin frekar snemma og þannig var það líka í dag, búin hálf 11 þannig við ákváðum bara að nýta sólardaginn og fórum niðrá Nyhavn, fengum okkur ís og sátum í góða veðrinu að spjalla. Svo gátum við náttla ekki farið heim strax því það var svo geggjað veður þannig við skelltum okkur bara í svona "sightseeing bát" og tókum eitt stykki siglingu... hahahhaa frekar gaman og ég tek sko pottþétt alla túristana mína í svona rómantíska ferð þegar þið komið ;-)

Annars er ég búin að vera á haus seinnipartinn... usss mér nébbla tókst að lita þennan bjévítans hvíta þvott í síðustu viku og ég er búin að vera á bömmer síðan... allir nýju sokkarnir okkar bláir og allt í rugli en ég fékk mig loksins til að byrja að klóra í dag og ég er sko búin að standa í ströngu hérna á heimilinu en núna er þetta allt að koma og síðasta umferð í klórnum, en ó mæ god hvað íbúðin lyktar úfff alveg að kafna sko!

Annars má ég ekkert vera að þessu hérna... sjónvarpið á þriðjudögum er alveg svakalegt og sem betur fer eigum við tvö sjónvörp. Árni liggur yfir meistaradeildinni og ég er að horfa á Extrem Hjemmeservice og þetta er náttla bara væluþáttur dauðans, ég fer alltaf að grenja yfir þessu og svo strax á eftir er Topmodel, alveg nóg að gera hjá okkur hérna, jiii ég verð verri en pabbi með fjarstýringuna í kvöld.... jæja farin að tékka á klórnum ;-)

mánudagur, apríl 25, 2005

Gleði sleði já og bara æði gæði 

Gvuð hvað ég er ánægð með lífið núna, var að koma frá síðasta fundinum okkar í fjármálum og nú erum við formlega búin! Heyriði, haldiði ekki að við Andri höfum fengið síðustu einkunnina okkar sem innihélt tveggjastafa tölu.. takk fyrir kærlega, jibbííí fengum 10 fyrir að gagnrýna annarra manna ritgerðir og endum því með 9, 9 og 10 í fjármálum og þar með lang hæst í okkar bekk... jújú haldiði ekki að litlu Íslendingarnir hafi bara rústað þessu, gvuð ég er svo sátt... eins og Andri orðaði það á leiðinni í Metróinn, þetta er minn stærsti sigur í þessum skóla :-)

Þegar ég kom heim í svo rosalega góðu skapi og með gjöf til okkar Árna fyrir afrekið mitt, jújú svona krikketsett sem var á tilboði í súpermarkaðnum þá var Árni líka aldeilis búinn að fagna.... hahahha kallinn er búinn að kaupa sér enn einn drauminn í þetta frímerki okkar og ég sem var búin að þvertaka fyrir að kaupa þennan hlut, jújú hann fjárfesti í litlum míní-ísskáp sem tekur örfáar dósir og safa og hann er kominn upp við hliðiná fiskabúrinu, ég get svo svarið það... Árni var heppinn að ég var í svona rjómaskapi og gat ekki brjálast yfir kaupunum ;-)

En fyrir utan ísskápinn þá kom kallinn mér líka aldeilis á óvart því nú er frúin loksins komin á nýtt hjól. Reyndar bara ódýrustu gerðina úr Bilka en heiii ég keypti líka ódýrustu gerðina fyrir 2 árum síðan og það virkaði aldeilis vel, nú þarf ég bara að finna nafn á litlu beauty mína... allar tillögur vel þegnar :-)

sunnudagur, apríl 24, 2005

Helgarnar alltaf svo skemmtilegar.... 

Við elskum helgar, alltaf svo gaman hjá okkur núna þegar það er komið svona gott veður og svona! Það versta er bara að þær eru alltaf svo fljótar að líða, það er bara kominn sunnudagur án þess að maður veit af, en þetta er nú allt að koma, þann 21.júní verður helgarstemning í endaraðhúsinu 24/7 þangað til í ágúst ;-)

Annars var þessi helgi alveg frábær. Innflutningapartý hjá bekkjabróður mínum á föstudagskvöldið en það var nú bara stoppað stutt því vinnan góða kallaði á laugardeginum. Svo fór allur laugardagurinn okkar Árna í að þrífa kofann og undirbúa grillveislu. Jújú við alltaf með grillveislur, svo gaman :-) Buðum öllum íslensku Amagerstrákunum og mökum og það var sko kátt á hjalla. Steffí orðin svo myndarleg með stóru bumbuna sína og obboobbb hvað mér finnst þetta spennandi allt saman, hlakka til þegar krílið kemur í heiminn í júlí :-) En já með partýið þá hætti það snögglega rétt fyrir miðnætti því Steini kallinn er í Köben þessa helgina og var að halda smá afmælisteiti og strákarnir urðu auðvitað að heilsa upp á kallinn.

En í dag er aldeilis bongóblíða og ég er búin að vera að pína Árna greyið út að gera eitthvað.... við fengum okkur afganga af grillmatnum í morgunmat og sátum úti á verönd að borða, ekkert smá næs! Vonandi næ ég að plata krúttið mitt í göngutúr eða hjólatúr eða kannski bara í lestina niðrí bæ, uss uss sjáum til hverju hann nennir ;-)

föstudagur, apríl 22, 2005

From Reykjavik to Berlin, and every disko I get in...... 

Jiii haldiði ekki að Harpan hafi bara sofið til 10, þetta hefur sko ekki gerst í marga marga mánuði skal ég segja ykkur, ætla mér að reyna þetta aftur á sunnudaginn... uuummmm svooooo næs!!

Annars erum við bara að prakkarast hérna heima, Árni er enn á náttfötunum en ég er búin að klæða mig og taka af rúminu og setja í þvottavél, annars erum við bara í letinni... ætlum að fara á Jensens á eftir að fá okkur að borða, vonum að það sé opið ;-) Eigum svona inneignarmiða þannig við borðum frítt, ekki slæmt!

Svo erum við búin að panta okkur far til Íslands í sumar, nánar þann 12.-27.ágúst og er ferðinni heitið með Icelandair, hvað annað ;-) Ohh mig hlakkar svo til, ætla að hafa það svo gott heima og njóta þess að vera til, ekkert stressrugl eins og hefur verið alltaf þegar ég kíki á Klakann... ummm það verður sko farið í sumarbústaðinn, nýtt tímann með fjölskyldunni og kíkt á næturlífið, get ekki beðið :-)
Og svo Berlín, jújú við vorum eiginlega hætt við að fara í þetta maraþon í september því það er hægara sagt en gert að æfa fyrir þetta og hvað þá að hlaupa sjálft maraþonið en í gær hringdi Sigga Lóa í okkur og náði á ótrúlegasta háttinn að tala Árna til þannig nú er búið að skrá okkur (eða Árna) og við erum að fara. Hlaupið er 25.september í miðborg Berlínar og við förum samferða Siggu og Kristjáni, þetta verður örugglega meiri háttar upplifun :-)

En jæja, ætla að kúra hjá Árna kallinum... eigum skilið frídag saman og jísús veðurguðirnir ekki að gera sig svona á frídegi, bara smá rigning í dag :-/

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sparsöm á hita og rafmagn.... yeah right!! 

Halló öll sömul... aldeilis fjörið hérna hjá okkur, aldrei þessu vant ;-) Neiii ég segi svona, alltaf fjör í endaraðhúsinu!! Við vorum að fá yfirlit yfir hita, rafmagn og vatnsnotkun hjá okkur á síðasta ári... ég hélt nú alltaf að Íslendingar færu svo illa út úr þessu og trúi því nú bara alveg en haldiði ekki að við elskurnar eigum 2000 danskar inni, jújú ég bara skil þetta ekki!!!!!! Það er ekki eins og við séum að spara eitthvað hérna, við förum nánast alltaf í sturtu heima eftir æfingar og vöskum upp með rennandi vatnið og erum með kveikt á öllum ljósum á kvöldin, með framlengingarsnúru í öllum tenglum og jáh hahaha... með ofnana í gangi, annað en sumir Danir ;-) En jáh, leigan okkar í næsta mánuði verður næstum gefins, ekki slæmt ;-)

Annars fór ég út að borða í gærkvöldi með handboltastelpunum. Ákváðum að slútta tímabilinu á kósýnótunum og svo er auðvitað lokahófið eftir en þetta var ýkt gaman. Fórum á dýrasta kaffihús í Köben og með lélegustu þjónustu í Evrópu en þetta var samt fínn matur og gaman að vera með stelpunum. Það var rætt þáttöku í strandhandboltamótum sumarsins og kjéllan er ekki alveg að samþykkja að skrá sig... Ég varð nébbla "Evrópumeistari" í fyrra í Svíþjóð og þá vorum við Karen að meika það í þessu en ég held bara að við séum með svo lélegt lið og ég nenni ekki að fara þangað og skíttapa, jáh og svo er Karen í Ástralíu og kemur ekkert heim fyrr en í ágúst.... mórall ég veit, en er ekki betra að hætta á toppnum ;-) hahahahaa.....

Árni er líka aldeilis að gera góða hluti og er búinn að búa til fyrsta DVD diskinn okkar... hingað til hefur hann bara sett myndböndin okkar á venjulega diska en með komu nýju tölvunnar er allt hægt og núna eigum við okkar fyrsta DVD disk sem hefur fengið nafnið 2004. 2005 verður svo væntanlegur eftir áramótin ;-)

Jæja, núna ætlar skvísan aðeins að leggja sig enda búin að vera í póstinum síðustu daga og frekar lúin... svo er líka opið í Fields til 22 í kvöld og við skötuhjúin ætlum að gera okkur glaðan dag og ætlum að bjóða hvort öðru út að borða og sonna, smá rómó hérna í endaraðhúsinu ;-) Svo er frí hjá öllum Dönum á morgun, þannig við ætlum bara að sofa út og hafa það obboslega næs, heyri í ykkur sætu....

Og hei jáh, gleðilegan sumardaginn fyrsta :-)

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Vilt þú á Langilandsfestivalið? 

Ef ykkur langar að lyfta ykkur upp á Langilandsfestivalinu í sumar sem er svipuð hátíð og Hróarskelda þá getiði fengið ókeypis aðgang í gegnum mig með því að taka að ykkur starf á hátíðinni. Starfið er ekki alveg ákveðið ennþá en er eitthvað í þá áttina að deila út límmiðum, hjálpa til við Zeptos keppnina?? og að undirbúa partýin á hátíðinni. Fyrir þá sem eru áhugasamir bara að hafa samband við mig og ég segi ykkur meira frá þessu. Þetta er helgina 27.-30.júlí og gildir reyndar aðeins fyrir stelpur sem tala dönsku, sorry guys ;-)

Annars er allt gott að frétta úr kotinu. Við grilluðum aftur í gær... usss nú verður maður að fara að lyfta til að nýta allt þetta prótein sem maður lætur ofan í sig! Jáh og svo virkaði hjólið mitt ekki í morgun, djöfulsins skrjóður og ég VERÐ að nota það á morgun... vonum að handyman geti lagað það þegar hann kemur heim :-)

Ps. það er ekki néma 10 stiga hiti og það á að vera þannig út vikuna, burrrrr.... en það er nú sól þannig þetta reddast alveg. Hvernig er veðrið heima ;-)

mánudagur, apríl 18, 2005

Elvar Orri "tttiiiggja" ára í dag :-) 

Hæ sæti frændi :-) Er minn bara að verða rosa stór gaur... til hamingju með afmælið litla krútt, við missum nú alveg af þér!! Aldrei að vita néma að pabbi labbi sendi nokkrar myndir af afmælisbarninu til okkar :-)

Fyrir ykkur hin þá er litli frændi hans Árna (sonur Smára bróður hans) þriggja í dag og hann er sko mesta krútt í geimi. Með alveg ljóst hár klippt í pottagaurastíl og byrjaður að babbla um allt milli himins og jarðar...

Skemmtileg helgi að baki :-) 

Þrusugóð helgi að baki þar sem vinna, æfingar, bæjarferð, grillveisla, partý, sólbað og handboltaleikur voru á boðstólnum hjá lille familien.

Í det hele var helgin bara æðisleg. Föstudagurinn fór í að þrífa kotið og dröslast með þetta blessaða grill heim. Laugardagurinn fór svo í póstinn og æfingu hjá Árna kallinum. Svo fórum við skötuhjú í bæinn saman og keyptum í matinn fyrir grillveisluna sem við héldum svo um kvöldið í geggjuðu veðri. Buðum nokkrum félögum í svín og meðlæti og svo var auðvitað bara festað fram á nótt.
Jújú og Harpan að fara að spila daginn eftir, síðasta leikinn á tímabilinu... aldeilis skemmtilegt og ég sem hélt ég myndi ekkert spila því ég væri meydd í hendinni en svo var gellan sem byrjaði inná fyrir mig bara ekki að geta blautan þannig Harpan neyddist til að spila nánast ósofin og spilaði alveg 50 mínútur og var markahæst og allt með 7 mörk þrátt fyrir að vera nánast í gipsi á vinstri... jújú ég var teypuð svo rosalega til að ég gæti nú gripið boltann og ég held þetta hafi verið í fyrsta skiptið á ævinni sem ég hef horft svona rosalega á markmanninn því boltinn rúllaði alltaf inn hjá mér, gat ekki skotið venjulega, var frekar svona keiluskot hjá mér ;-) Kannski maður ætti að fara að gera þetta að vana, að horfa.... :-/

En núna er handboltatímabilið búið... YES YES YES!! Ég er búin að bíða eftir þessu svoldið lengi því það er ekkert búið að vera að gerast hjá okkur eftir jól. Síðustu 5 leikir hafa líka verið glataðir þar sem það er ekkert að spila uppá fyrir okkur, liggjum bara fastar fyrir miðri deild. Núna tekur bara við gott frí sem kjéllan ætlar að nota í útihlaup í góða veðrinu hérna og nýta svo þetta líkamsræktarkort mitt í flottustu stöðinni í Köben og lyfta nokkrum kílóum ;-)

En takk fyrir frábært kvöld þið sem kíktuð til okkar á laugardagskvöldið, þetta verður sko pottþétt endurtekið!!!

laugardagur, apríl 16, 2005

Grillið í höfn, en ekki á auðvelda mátann ;-) 

Hahahahha.... nú æliði úr hlátri!! Í gær ákváðum við Árni að hittast og kaupa gardínur sem voru á tilboði. Jáá loksins eru komnar almennilegar gardínur á efri hæðina en ekki þessar "standandi sjálfar" sem voru þegar við fluttum inn. Eftir það ætluðum við bara að kíkja í Silvan og sjá hvort grillið væri ennþá til og jújú bara eitt grill eftir og ég sagði við Árna að það væri svo týpískt eitthvað að við kæmum svo á laugardagsmorguninn og það væri uppselt þannig við ákváðum bara að skella okkur á grillið á staðnum.

Þá var eftir eitt stórt vandamál, jújú að koma skrímslinu heim og ekki nóg með það heldur þurftum við líka að kaupa þennan hnulla gaskút með!!! Við tókum okkur svona risa kerru þar sem við skelltum dótinu á og svo keyptum við líka körfur á hjólum til að hafa á efri hæðinni. Sem sagt ógeðslega fyrirferðamikið allt saman og ÞUNGT. Svo vorum við náttla bæði á hjólum þannig þetta endaði þannig að ég reyddi bæði hjólin og Árni kallinn rændi þessari risakerru og keyrði grillið alla leiðina heim... og jújú gott fólk.... þetta tók BARA KLUKKUTÍMA! Við þurftum auðvitað að vera að þessu í föstudagstraffíkinni og umferðin stoppaði næstum á Englandsvej því það var eins og við værum með eitthvað leikhús fyrir fólk, sjáiði þetta ekki alveg fyrir ykkur ;-) Þegar við loksins komum heim var Árni greyið svo sveittur enda búinn að vera í hliðarskrefunum alla leiðina í 20 stiga hita... hahahahaa ókei kannski finnst ykkur þetta ekkert fyndið, kannski meira "have to be there" moment!!! En risakerran endaði út í runna hérna í næstu götu eftir allan hasarinn......

Jæja, ég tími ekki að vera inni, það er svo gott veður! En svona í lokin þá er í gangi innskráning í maraþonið í Berlín í haust... usss aldrei að vita néma að við séum á leiðinni á það með Siggu Lóu og Kristjáni, fáum ferðina á ingenting ;-) Höfum það samt á hreinu að ég verð bara, JÁ BARA peppari í þessari ferð.....

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Prófið búið og sólarhelgi framundan..... 

Náðum að klára prófið seinni partinn þrátt fyrir ágætisrifrildi og sonna... en það gerir verkefnið auðvitað bara betra ;-) Vonast til að fá hátt í þessu dæmi því þetta gildir heil 40% af lokaeinkunninni minni... jæja nóg um skóla og út í helgina sem er framundan!!!!!!!!

YES...
Á morgun ætla ég að reyna að ná sambandi við einhvern lækni og fá röntgen, þetta er ekki hægt, ég er að fá flog ég er svo slösuð, greyið stelpan!! Svo verður íbúðin tekin ærlega í gegn... það er ógeðslegur skítur hérna enda ekki búið að taka til í háa herrans... hahahhaaa Sigga Birna var svo skíthrædd við mig áðan, er nébbla með ryksuguna okkar og ég hef ekkert getað þrifið, hahahaa greyið... hún kemur bara og ryksugar hjá mér ef ég fæ hana ekki á morgun ;-) ÞAGGI.....

Jáhh svo eru sko rosaleg plön á laugardaginn. Við erum nébbla búin að spara fyrir gasgrilli sem kostar ekki neitt, búin að finna ódýrt fínt (alveg eins og grillið þitt Hrabba) og það er svo ógeðslega þungt að taka þetta á hjólið og gaskúturinn, obboobb ekki séns sko þannig ég ætla að ræna póstbílnum.... uusssss kjéllan alveg að brjóta reglurnar en hallóóó það er ekki annað hægt!! Við Árni erum búin að hlæja mikið af þessu... ég kem á trukknum og Árni verður tilbúinn með grillið og svo byrja ég að setja lyftuna niður... það heyrist svona duuuu duuuuu duuuuu þegar hún fer niður, alveg ekta sko!!! Svo verður bara brunað heim og strax í vinnuna aftur, þetta ætti nú ekki að skaða pósthúsið svo mikið, þeir fatta þetta aldrei ;-)

Jáhh og svo vegna þess að við erum að kaupa þetta grill og vegna þess að það verður 17 stiga hiti og sól, 25 stig í sólinni ;-) þá erum við að pæla í eitt stykki garðveislu, þetta er allt í vinnslu hérna á kantinum, látum ykkur vita gott fólk ;-) Jæja, segjum þetta gott í bili guys and girls.... heyri í ykkur!!!

Ps. Árni var að fíbblast í Bilka í kvöld, jesúss það var eitthvað karókídæmi á tilboði og hann kveikti bara á græjunni og hækkaði vel og byrjaði að syngja í míkrafóninn, getiði íííímyndað ykkur hvað þetta var fyndið, og hvað ég þekkti EKKERT þennan mann!!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Er ég handarbrotin??? 

Úff púfff ég er að mygla... en nóg um það, síðasti dagurinn á morgun og svo skil á föstudaginn, ég lifi þetta nú alveg af ;-)

Það sem er verra er að ég er meydd og get ekkert æft handbolta. Kannski heppin að þetta gerist núna og það er bara einn leikur eftir og hann er á móti botnliðinu... en jísús ég er sem sagt búin að eiga í basli með vinstri lófann minn í talsverðan tíma því kjéllingin er auddað orðin vítaskytta og því fylgja fjöldinn allur af skellum í parketið góða og ég er bara þvílíkt aum... ekkert mar eða neitt, bara aum! Svo gat ég varla spilað síðustu helgi og var reynt að teypa þetta allt saman og það fór náttla bara allt í klessu hjá kellu, klikkaði á víti og hraðaupphlaupi.. uss uss svona lagað á ekki að gerast en ég klíni því auðvitað á það að ég get ekki einu sinni skrifað á tölvuna ég er svo aum. Þannig nú er staðan þannig að sjúkró heldur að ég sé með eitthvað brotið inn í lófanum og af því það er svo langt síðan þetta gerðist má ég ekki fara á slysó.. heyriði þetta.... MÁ EKKI FARA Á SLYSÓ því það eru fleiri en 24 tímar síðan meyðslin áttu sér stað!! Uss uss þannig ég verð að hringja í minn eigin lækni og ég hef nú barasta aldrei heimsótt hana og svo þegar ég hringdi í dag var hún í fríi og er á einhverju námskeiði á morgun, sem sagt ég verð bara verri og verri og veit ekkert hvað ég á að gera :-/ Það er reyndar möguleiki á að hringja í annan lækni en ég nenni ekkert svona veseni, akkuru er sjúkró ekki með röntgenvél????

Jísús Árni... hann er að tengja hátalarana uppi og niðri saman þannig þegar maður hlustar á græjurnar hérna eru svona 15 hátalarar og 2 bassabox í gangi... jújú í 36 fermetrum!!!!! Ég vona sko að þakið haldi.....

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Köben í nýrri sýn... 

Búnir að vera undarlegir dagar í vikunni!! Er í heimaprófi þessa vikuna í þessu sálfræðifagi mínu. Þar er maður neyddur til að líta heiminn öðrum augum en ég geri hversdagslega, jújú nébbla að svara prófinu út frá þessum og hinum sjónarmiðum... aldeilis áhugavert (eða þannig) !!

Jáhh og svo er einn grúppumeðlimurinn minn alveg obboslega vitlaus. Ég ætla nú ekkert að setja út á greyið en hann er ekki búinn að gera staf í þessu verkefni okkar... hann er sjálfsagt betri í einhverju öðru en skóla, vonum það allavegana... hann á allavega geggjaða íbúð í miðborginni þar sem við erum búin að sitja! En greyið, þetta kæmist sko ekki neinn upp með heima, eða hvað?!?!?!

Jáhh svo er vorið komið my friends. Það er búið að vera obboslega gott veður og svona útlandalykt í loftinu... þekkiði ekki þessa útlandalykt, uummm ég elska´na!! Svo er eitthvað svo mikið líf í miðborginni núna, fólk á hverju horni og ég fór meira að segja og keypti ávexti hjá svona risa grænmetissala í dag.... jiii ég held að ég sé allt of mikið að lifa mig inn í þessa sálfræðiþvælu mína!!! Skrifa meira næst þegar ég hef tíma, þangað til... njótiði góða veðursins ;-)

sunnudagur, apríl 10, 2005

Gott íslenskt laugardagskvöld... 

Ekkert smá gaman hjá okkur í gær. Gerðum ekki rassgat allan daginn og nenntum svo ekki að elda og Harpan var að væla í Árna að panta Dominos. Já eins og þið vitið er Dominos í svona 20-30 mínútna hjólafæri héðan og þeir senda ekki heim til okkar því við búum of langt í burtu. Jáhh og eftir smá nudd og suð lét Árni til leiðast og skötuhjúin hjóluðu saman eftir pizzu, aldeilis rómantískt ;-)

Annars var kvöldið tekið með trompi þar sem við opnuðum enn eitt páskaeggið okkar sem við eigum eftir... horfðum á íslenskar fréttir, Laugardagskvöld með Gísla Marteini og Spaugstofuna, uss uss og þetta horfðum við á í sjónvarpinu okkar því við erum komin með svo flotta tölvu sem getur allt :-)

Jáhh svo var blaðrað við alla ættina hans Árna þar sem Kristín systir hans verður þrítug á mánudaginn og heldur veislu fyrir alla í dag. Við verðum auðvitað að vera með og reyna að fá veislufílinginn beint í æð og erum búin að kaupa svakalega flotta gjöf fyrir skvísuna sem mútta og far tóku heim fyrir okkur um páskana! Ég bíð sko spennt.....

Annars er næst síðasti leikurinn minn í dag! Gvuð hvað ég hlakka til næsta sunnudag, þetta hefur án efa verið lengsta tímabil í sögu handboltaferilsins ;-)

laugardagur, apríl 09, 2005

Med hole i hovedet..... 

Nú er strákurinn genginn af göflunum... eða neinei, kannski ekki! Hann er bara í drullugóðu formi strákurinn :-) Hann er búinn að mæla núna heila viku frá laugardegi til laugardags hvað hann hefur hlaupið mikið í vikunni og það er ekkert smotterí skal ég segja ykkur.... jááhh hann er búinn að hlaupa rétt yfir 70 km takk fyrir!!

Ég verð nú aðeins að skjóta á Andra Stefáns hahahhaa... hann og Sigga hjóluðu heiman frá okkur heim til sín og voru alveg heilan klukkutíma á leiðinni til Østebro. Svo fórum við í heimsókn til þeirra í gær og Árni ákvað að hlaupa heim, já ég veit klikk klikk en kallinn kom bara heim eftir 55 mínútur og sagðist sko eiga nóg eftir... jújú hann hleypur hraðar en Andri hjólar... ;-)

Annars er Árni kominn með svaka skrifstofu hérna heima. Er búinn að redda skypeinu góða og svo situr hann í báðum tölvunum okkar og er að stússast, algjör gaur sko!!

föstudagur, apríl 08, 2005

Þægilegasta sumarvinnan..... 

Ókei.. ég veit að pósturinn er kannski ekki metnaðarfyllsta vinnan og ég vildi auðvitað frekar vera að vinna hjá Danól eða í einhverjum banka eða jááhh ókei bara eitthvað meira týpískt ég en ég elska samt hvernig þetta sumarjobb mitt verður í sumar :-)

Nú er ég búin að fá dagatal í hendurnar þar sem ég á að krossa við alla þá daga sem ég get unnið... pæliði í hvað þetta er þægilegt HA!!! Ég krossa sem sagt bara við þá daga sem ég "nenni" en ég er auðvitað svo öflug og ætla að vera milljónamæringur eftir sumarið þannig ég er búin að krossa við ógeðslega marga daga! Jesús, held samt að ég verði dauð á köflum því ég ætla að vinna 6 daga vikunnar allan júlí og byrja 6:30 en þetta verður bara gaman. Usss eins gott að skattkortið mitt klárist ekki í sumar, hehehe þá þarf skvísan að fara að borga 38% skatt og það er ekkert skemmtilegt!

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hvað er í fréttum ??? 

Jísús, það er bara endalaust rok alltaf, ég get ekkert notið veðursins því það blæs og hvín á veröndinni okkar.... jæja það er nú bara 7.apríl ennþá, maður bíður rólegur!!

Já svo vorum við að fá orlofin okkar... jáá við! Ég fékk líka orlof frá póstinum, reyndar 10x lægra en Árna en ég er samt ýkt stolt af mér :-) Þannig nú er reikningurinn farinn að líta betur út híhííí!!!

Svo var ég í síðasta fyrirlestrinum á þessu ári í morgun og ég snérist alveg í hringi og var næstum farin að gráta. Ég komst að því eins og allur bekkurinn að við höfðum lesið allt námsefnið með rangar áherslur og nú þarf að lesa allt aftur með öðruvísi sjónarmið í huga og það er 5 daga próf sem byrjar á mánudaginn... ooohhhh týpískt eitthvað og ég að fara að vinna endalaust núna :-(

Annars er Árni kallinn nýbúinn í klippingu og orðinn brjálaður töffari. Hann hleypur orðið 20 km tvisvar sinnum í viku og er eitthvað byrjaður að fikta í lóðunum líka, sáá verður flottur á skýlunni í sumar ;-)

Handboltafréttir, hhuummmm!! Á þriðjudagskvöldið varð ljóst að við flytjum okkur ekki um set til Århus. Liðið féll nébbla sem ég var búin að fá samning hjá en þess í stað ætlum við að halda okkur við æðislegu íbúðina okkar í Köben og hafa það gott næsta vetur... við elskum jú bæði Köben :-) Það verður án efa minna álag á okkur og ekki laust við að Harpan þrái aðeins minna álag, þetta er búið að vera einum of í vetur!!

Jáhh, svo eru það samgöngurnar hérna. Jísús kræst.. ég ferðast með neðanjarðarlestinni og það er búið að vera annað hvort verkfall eða bilun alla vikuna og ég tek klukkutíma að koma mér í skólann í stað 20 mínútna, kjéllan orðin frekar pirruð á þessu og vonar að þetta lagist sem fyrst, já eða veðrið til að ég geti bara hjólað :-)

Jæja, nóg í bili... en fólk er allt of lélegt að kommenta. Ég reyni að setja skemmtilegar greinar inn til að þið.. já ÞIÐ getið fylgst með okkur hérna en enginn svarar til baka!!! Hvernig þætti þér ef þú hringdir í mig og segðir mér fullt af fréttum og ég myndi ekki koma upp orði hinum megin við línuna, fúlt?? Hélt það... híhíííí...

Knús frá Hörpunni í ham ;-)

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Hey buddies.... what´s up!! 

Gvuð hvað ég er eitthvað hress... sjaldan hressari bara, veit ekki hvað er í gangi! Er að byrja að taka vítamín en ég held að það sé ekki það, þessi vítamín mín eru nú bara til að sporna gegn 1000 moskítóbitum í sumar... jújú elskurnar mínar það er komið sól og sumar í Köben og þeim fylgja flugur... hef reyndar bara séð 2 býflugur en þetta er allt að koma.... yndislegt :-)

En heyriði, ég fer í sumarfrí 21. eða 22.júní.. jibbíííí Harpan er náttla bara snillingur og grúppumeðlimirnir bara ánægðir með stelpuna! Við fengum þessa undanþágu okkar í gegn vegna ömmu og afa og svo eru amma og afi búin að breyta ferðinni... jiii ég meina það. Þannig nú þýðir þetta auka viku í sólbað og sleikerí hérna á veröndinni minni og auðvitað fer góður tími í að plana hörku grill og garðveislu á laugardeginum 25.júní því Harpan verður 23 ára þann 26.júní... jáááhh heyriði það krakkar, ykkur er hérmeð ÖLLUM boðið í grill- og garðveislu til okkar Árna 25.júní, skilirði samt að hafa afmælisgjöf með hahahahhaa, neiiii segi svona :-)

Jæja, restin af vikunni er létt og svo 5 daga próf í næstu viku... en ég er víst búin að bóka mig í vinnu líka hjá póstinum. Kjéllan náttla alltaf að græða pening, ég er búin að vera að fá ógeðslega mikið útborgað núna, alveg að standa mig í að skaffa peninga núna enda er ég líka alveg búin að eyða á móti, hahaha!!! Jæja buddies, er farin í Nettó að kaupa í matinn...

mánudagur, apríl 04, 2005

Ringulreið á mánudegi.... 

Ó mæ god... það er ekkert verið að spauga með stressið á manni svona í morgunsárið!!! Ég og Sigga Birna darling sem er komin aftur út til að halda með mér félagsskap í sólbaðinu fórum af stað 8:30 til að mæta í vinnu og skóla og neinei... bara verkfall hjá metróliðinu sem þýðir engin neðanjarðarlest!!!!!!!

WHAT....
Þannig nú voru góð ráð dýr og ég átti að mæta klukkan 9. Tók landslestina niðrí bæ og svo kjaftfullan strætó þaðan sem skilaði mér 9:10 upp í skóla sem mér finnst bara nokkuð gott hjá mér. Þá var eitt vandamál úr sögunni og næsta eftir......

Amma og afi pöntuðu miða 25.júní en ég hélt þau kæmu 25.júlí með bílinn. Obbobb og ég í prófi 30.júní og hefði aldrei getað tekið á móti þeim svona snemma. Ég var alveg eyðilögð yfir þessu í gær og fór strax í morgun og ræddi þetta allt við kennarann minn sem er náttla bara æði og hún gerði einhverja undanþágu fyrir grúppuna mína og við fáum líklega að koma upp þann 22.júní í staðin... Svo hringi ég í afa og segi honum þessar gleðifréttir að ég fái að vita á morgun hvort ég taki ekki bara prófið fyrr og málið úr sögunni, neinei þá er krúttið búinn að breyta ferðinni til 23.júlí og borga eitthvað himinhátt á milli og æjjj hann hefði ekki þurft að gera þetta og ég var svo mikið í kúk og klessu yfir þessu öllu saman!!

En núna er málið sem sagt þannig að þau koma ekki fyrr en í lok júlí eins og ég planaði upprunalega og ég fæ kannski að taka prófið 22.júní sem er viku fyrr í sumarfrí, hversu frábært er það! Ég segi auðvitað ekki neinum kjafti frá því að gömlu komi seinna til að einhver haldi ekki að ég hafi verið að skálda þessa sögu til að sleppa fyrr.... en jááá, þetta var innlegg dagsins!!!!

Af hverju var Kylie í Ålborg?? 

Hvað er með það að Kylie haldi tónleika í sveitaborg út á Jótlandi en ekki í Köben. Það voru tvær í liðinu mínu voða sniðugar og höfðu reddað sér miða í á stórviðburðinn því við keyrðum framhjá Álaborg... ussssss ég hefði sko viljað fara með!!!!

Annars var aldeilis skemmtilegt að ljúka þessari helgi af. Fór í síðustu rútuferðina mína til Jótlands á þessu ári. Að þessu sinni var þetta líka sú lengsta, aðeins 6 og hálfur tími í rútu.. HVORA LEIÐ! En við unnum nú líka stórt þannig þetta var bara fínn túr. Ég er líka orðin varavítaskytta og vona núna að ég fái að byrja að taka víti í næsta leik... usss usss kjéllan að standa sig á punktinum þegar það eru aðeins 2 leikir eftir. Fæ líka góða hjálp frá Árna beibí sem er náttla THE vítabaninn hahaha, ég til dæmis notaði teoríuna hans í gær og klikkaði aldrei... usss usss ;-)

En annars er svo sem ekkert að frétta. Allt við þetta sama hérna og það verður allt upp í 20° í dag og heiðskýrt.... jiiii ég vona að ég verði ekki lengi í grúppuvinnu í dag, vona að ég geti kíkt aðeins út á pallinn!! Annars hlakka ég meira til í hádeginu á morgun þriðjudag því þá á kjéllan svona hálfpartinn frí í skólanum þar til mánudaginn 11.apríl þar sem við eigum að taka 5 sólahringapróf í þessu blessaða sálfræðifagi mínu...

Annars verð ég líka að setja inn frétt af fiskunum fyrir pabba. Ég held að gúbbíarnir séu að róast í að ráðast á gullfiskana... eða kannski hef ég bara ekki verið nóg heima til að fylgjast með en vonandi eru þeir að verða vinir!!

föstudagur, apríl 01, 2005

Aprílgabbið fundið ??? 

Ég er alveg pottþétt á því hvað er aprílgabbið í fjölmiðlunum þetta árið... eftir að hafa skannað mbl er ég búin að komast að því að lækkun á fargjöldum í gegnum Hvalfjarðargöngin er gabb!!!

Hvað segiði hin, er þetta rétt eða....???

Teamspirit, koma svo !!!!! 

Asskotans klúður FH píur... ég treysti á ykkur í Valsheimilinu núna, þið farið ekkert í sumarfrí á undan mér, ég á enn 3 vikur eftir!! Koma svooo.....

Annars er Árni aldeilis að tölvast þessa dagana. Hann er með nýju tölvuna í gangi til að spila tónlist og gvuð má vita hvað hann er að bralla og svo er gamla notuð í að hlaða bíómyndum inn... ussss hann vakti mig í morgun og sagði að Meet the Fockers væri komin þannig það verður "fredagsfilm" í kvöld, svaka stuð!!

Vorið er komið og grundirnar gróa.... góða helgi beibur og beibar!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?