mánudagur, maí 30, 2005
Velheppnaður afmælisdagur :-)
Aldeilis fínt afmæli hjá honum Árna mínum í gær. Hann var náttla bara búinn að vera á haus alla helgina að baka og ég svona að reyna að aðstoða hann. Þetta gerði það líka að verkum að afmælið varð æðislegt og afmælisgestirnir skemmtu sér svo vel, allavega það sem ég hef heyrt :-)
Annars fór afmælið þannig fram að við vorum búin að setja fullt af stólum og bekk út á blett og setja skjóltjaldið upp. Finna fram krikketið, badminton, blakbolta og svo fékk Árni enn fleiri leiki í afmælisgjöf sem auðvitað voru prófaðir! Uss nú verðum við bara að skipuleggja gott mót hérna í endaraðhúsinu því við eigum svo mikið af skemmtilegum útileikjum :-)
Annars sátum við stelpurnar bara og kjöftuðum um allt og ekkert í æðislegri sól og hita. Sötruðum á sódavatni og vorum alltaf að fara bara eina og eina ferð í viðbót að kökuborðinu híhííí.... við vorum líka orðnar ágætlega brúnar undir lokin ;-)
En takk allir sem komu og samglöddust Árna á þessum æðislega degi :-) Þetta var sko ekta íslensk afmælisveisla og gaman að geta gert sér svona dagamun öðru hvoru....
Annars fór afmælið þannig fram að við vorum búin að setja fullt af stólum og bekk út á blett og setja skjóltjaldið upp. Finna fram krikketið, badminton, blakbolta og svo fékk Árni enn fleiri leiki í afmælisgjöf sem auðvitað voru prófaðir! Uss nú verðum við bara að skipuleggja gott mót hérna í endaraðhúsinu því við eigum svo mikið af skemmtilegum útileikjum :-)
Annars sátum við stelpurnar bara og kjöftuðum um allt og ekkert í æðislegri sól og hita. Sötruðum á sódavatni og vorum alltaf að fara bara eina og eina ferð í viðbót að kökuborðinu híhííí.... við vorum líka orðnar ágætlega brúnar undir lokin ;-)
En takk allir sem komu og samglöddust Árna á þessum æðislega degi :-) Þetta var sko ekta íslensk afmælisveisla og gaman að geta gert sér svona dagamun öðru hvoru....
laugardagur, maí 28, 2005
Kökulistinn tilbúinn !!!
Jæja þá er allt búið að vera á milljón í endaraðhúsinu í dag! Vonum að afmælisgestum sé farið að hlakka til að koma til okkar á morgun því við erum búin að vera á haus! Ætli sé ekki svona um kaka á mann (shiiittttt) !!!
Það er nébbla þannig að Árni kemur úr veislufjölskyldu og þegar er veisla þá er sko veisla. Mamman náttla smørrebrødsdame og systa þjónn og brósi bakari þannig þetta er alveg í ættinni hjá kallinum. Svo er ég svona að læra þetta og er orðin góð í að dekka borðið og vaska upp eftir kallinn og svona ;-) neiiii ég er nú aðeins betri en það... híhííí
En góðir gestir, hérna kemur kökulistinn:
möndlukaka
bílakaka
gulrótarkaka
bananakaka
lakkriskökur
hrískökur
súkkulaðidraumkaka
sjónvarpskaka
eplakaka
kanilsnúðar
vöfflur
pönnsur
og heitur réttur
Ps. Hrabba ég veit þú ert slefandi, ykkur er boðið ef þið nennið að keyra til Köben á morgun ;-)
Það er nébbla þannig að Árni kemur úr veislufjölskyldu og þegar er veisla þá er sko veisla. Mamman náttla smørrebrødsdame og systa þjónn og brósi bakari þannig þetta er alveg í ættinni hjá kallinum. Svo er ég svona að læra þetta og er orðin góð í að dekka borðið og vaska upp eftir kallinn og svona ;-) neiiii ég er nú aðeins betri en það... híhííí
En góðir gestir, hérna kemur kökulistinn:
möndlukaka
bílakaka
gulrótarkaka
bananakaka
lakkriskökur
hrískökur
súkkulaðidraumkaka
sjónvarpskaka
eplakaka
kanilsnúðar
vöfflur
pönnsur
og heitur réttur
Ps. Hrabba ég veit þú ert slefandi, ykkur er boðið ef þið nennið að keyra til Köben á morgun ;-)
föstudagur, maí 27, 2005
Við í einbýli en restin á kollegi.....
Ég er nú ekkert sérstaklega skotin í umsjónarmanni kollegisins því hann sagði okkur að pilla skjólveggina okkar niður í gær. Það má víst ekki berja neitt fast við húsið.. uss ég finn ráð til að hafa almennilega steik í sólbaðinu mínu í sumar ;-) En hann sagði líka annað sem ég var nú bara frekar sátt með, við Árni erum víst titlað sem parið í einbýlishúsinu hérna á meðan aðrir íbúar eru venjulegir stúdentagarðsíbúar... hahahaha fyndið en þegar við pælum í því er okkar verönd náttla bara EÐAL, hahaha með gervigrasi, mublum og gasgrilli!
Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er komin í þrifkast, byrjaði að setja í vél kl.06:30 og geri aðrir betur.... jesússs ég skil ekki sjálfa mig stundum! En ætlunin er að ná að þrífa allan kofann og gera sig klára í bæjarferð fyrir 09:30 og svo er ferðinni heitið í kaup á afmælisgjöf Herra Árna!
Í tilefni dagsins ætla ég að segja ykkur að helgin fer í 30 stiga hita, sólbað og kökuát mmuuhhhaaaaaaaa!!!!!!
Annars er allt gott að frétta af okkur, ég er komin í þrifkast, byrjaði að setja í vél kl.06:30 og geri aðrir betur.... jesússs ég skil ekki sjálfa mig stundum! En ætlunin er að ná að þrífa allan kofann og gera sig klára í bæjarferð fyrir 09:30 og svo er ferðinni heitið í kaup á afmælisgjöf Herra Árna!
Í tilefni dagsins ætla ég að segja ykkur að helgin fer í 30 stiga hita, sólbað og kökuát mmuuhhhaaaaaaaa!!!!!!
miðvikudagur, maí 25, 2005
4 dagar í afmæli hjá Beautyking
Blöðrur, kerti, fánar og sogrör.... allt er þetta komið í hús ásamt sódavatnskassanum sem komst nú ekki árangurslaust heim í dyr, shiitt hvað þetta er þungt! Ef ég hefði verið ein með stöffið hefði ég verið heppin að sleppa heim fyrir miðnætti ;-)
Annars er fótboltaleikur í gangi og allt að verða vitlaust hér á bæ, ég vona bara að AC Mílan fari nú að skora til að sumir verði sáttir.... greinilegt að það er ekki mikið um að vera hjá minns ;-)
Annars er fótboltaleikur í gangi og allt að verða vitlaust hér á bæ, ég vona bara að AC Mílan fari nú að skora til að sumir verði sáttir.... greinilegt að það er ekki mikið um að vera hjá minns ;-)
Ég er svooooo glöð :-)
Yes yes... ég er svo ánægð, erum að fá nýja granna núna bara 1.júní og það eru bara engin önnur en Andri og Sigga! Jibbííííí þau hringdu í okkur í gær og sögðu að þau hefðu fengið tilboð um íbúð í garðinum við hliðiná okkur en þau væru númer 2 í röðinni en ég varð bara svoooo glöð, munar svo miklu að eiga skemmtilega og góða granna ;-) Jáh og svo hringdi Andri í mig í morgun og sagði að þau hefðu fengið hana... jeiiiiii til lukku Andri og Sigga, hlakka til að fá ykkur :-) :-)
Annars er kannski pínu trouble með þau greyin því kannski fá þau íbúðina ekki fyrr en 15.júní... fer eftir hvort dúddinn sem býr þarna núna hefur verið sóði og þurfi að mála eða eitthvað svona vesen en þau verða þá bara á vindsæng hjá okkur á meðan, nó props sko... maður reddar þessu nú alveg ;-)
En afmælið hans Árna nálgast eins og óð fluga og kallinn er alveg að sanna sig sem bakaranemi ársins 2003 því það ilmaði svoleiðis hérna í gær og 2 kökur komnar af 9 sortum í allt... usssss og ég má ekki einu sinni smakka, þetta á alveg eftir að fara með mig hérna þangað til á sunnudaginn :-/
Með kökuilmskveðjum frá endaraðhúsinu í Köben...
Annars er kannski pínu trouble með þau greyin því kannski fá þau íbúðina ekki fyrr en 15.júní... fer eftir hvort dúddinn sem býr þarna núna hefur verið sóði og þurfi að mála eða eitthvað svona vesen en þau verða þá bara á vindsæng hjá okkur á meðan, nó props sko... maður reddar þessu nú alveg ;-)
En afmælið hans Árna nálgast eins og óð fluga og kallinn er alveg að sanna sig sem bakaranemi ársins 2003 því það ilmaði svoleiðis hérna í gær og 2 kökur komnar af 9 sortum í allt... usssss og ég má ekki einu sinni smakka, þetta á alveg eftir að fara með mig hérna þangað til á sunnudaginn :-/
Með kökuilmskveðjum frá endaraðhúsinu í Köben...
mánudagur, maí 23, 2005
Góð helgi að baki...
Aldeilis skemmtilegt Evróvisíonkvöldið, skemmtum okkur alveg obboslega vel.. takk fyrir okkur elsku Sverrir og Steffí :-)
Árni tapaði farandsbikarnum yfir til Lalla Long enda var hann með óhemju mikið nörd, shitt ég er ekki frá því að hann geti ekki átt fleiri börn eftir búning kvöldsins, jújú maðurinn klæddist eróbikdressinu hennar Jónu og geri aðrir betur hahaha!!!
Annars áttum við skötuhjú yndislegan dag í gær. Það er komið svo gott veður hérna, reyndar mætti rakinn vera aðeins minni því ég svitna eins og #$%%$/%& en ég tek það samt fram að þetta er betra en kuldinn, alveg á hreinu sko ;-) En já, við sem sagt hjóluðum út í hálfgerða Heiðmörk og fyndið, við höfum aldrei farið þangað áður en þetta liggur kílómeter frá okkur og ekkert smá kósý.... nú verður sko farið í picknick við hvert tækifæri, svo gott að komast svona út fyrir bæinn öðru hvoru! Fyrst maður fær ekki að fara í sumó þá er þetta það sem kemst næst því :-)
Annars er hard core verkefnavinna út vikuna! Nú á þetta bara að koma allt saman heim og saman, nenni ekki þessu "tala saman" bulli lengur.... en er að fara í síðasta fyrirlesturinn á morgun, jibbííí og eftir það eru akkúrat 4 vikur eftir af árinu, hversu ljúft er það :-)
Árni tapaði farandsbikarnum yfir til Lalla Long enda var hann með óhemju mikið nörd, shitt ég er ekki frá því að hann geti ekki átt fleiri börn eftir búning kvöldsins, jújú maðurinn klæddist eróbikdressinu hennar Jónu og geri aðrir betur hahaha!!!
Annars áttum við skötuhjú yndislegan dag í gær. Það er komið svo gott veður hérna, reyndar mætti rakinn vera aðeins minni því ég svitna eins og #$%%$/%& en ég tek það samt fram að þetta er betra en kuldinn, alveg á hreinu sko ;-) En já, við sem sagt hjóluðum út í hálfgerða Heiðmörk og fyndið, við höfum aldrei farið þangað áður en þetta liggur kílómeter frá okkur og ekkert smá kósý.... nú verður sko farið í picknick við hvert tækifæri, svo gott að komast svona út fyrir bæinn öðru hvoru! Fyrst maður fær ekki að fara í sumó þá er þetta það sem kemst næst því :-)
Annars er hard core verkefnavinna út vikuna! Nú á þetta bara að koma allt saman heim og saman, nenni ekki þessu "tala saman" bulli lengur.... en er að fara í síðasta fyrirlesturinn á morgun, jibbííí og eftir það eru akkúrat 4 vikur eftir af árinu, hversu ljúft er það :-)
laugardagur, maí 21, 2005
Nördin á leið í Eurovision partýið ...
Usss nú er maður hallærislegur! Erum á leið í Evróvisionpartý og erum að klæða okkur upp! Ég er sem sagt komin í skræpótta sokka, pils, skyrtu af Árna og með tígó. Minni svoldið á stelpuna í She´s all that finnst mér... og er meira að segja með gleraugun og alles. Veit samt að ég vinn ekki keppnina, er einfaldlega ekki þetta "náttúrulega" nörd sem þarf til að vinna svona keppni ;-)
En Árni er alveg rosalegur kallinn, hann er kominn í bakarabuxurnar, ógeðslega skyrtu og með gelað hárið eins og versti stærðfræðilúði og að sjálfsögðu með gleraugu í stíl við þetta allt saman! Hann á titil að verja frá síðasta ári þar sem kallinn sigraði pönkþemað og farandsbikarinn hefur verið pússaður og er tilbúinn að yfirgefa húsið, við gerum nébbla ráð fyrir að hann fái nýtt heimili í kvöld... erum sátt við að vera pönk en nörd samþykkjum við seint ;-)
Annars var bara rugl í vinnunni í dag, jesús maría úff!! Það var einn frá Afganistan að byrja í síðustu viku og gellan sem er með mitt hverfi er svona upplæringargella og hann hafði bara verið í 3 daga þannig hann fékk bara að vera með mér í dag. Shitt maður ég fékk ógeð eftir 10 mínútur því hann vissi sko bara allt um mig ógeðið og elti mig út um allt. Hann spurði hvort hann ætti séns í mig og hvort ég væri nokkuð "of" forlovet og hann væri sko að vinna svart líka þannig hann gæti alveg séð fyrir mér ef ég færi frá mínum. ÓGEÐ.... og bara 19 ára gamall greyið lúðinn, oohhh ég kom alveg með hroll heim bara!
En jæja, erum á leið í Dominospizzu heima hjá Andra og Ástu Birnu. Shiiiiiitt, á ég að þora svona eins og fíbl niðrá Amagerbrogade, tek allavegana gleraugun af mér!!!
Annars var bara rugl í vinnunni í dag, jesús maría úff!! Það var einn frá Afganistan að byrja í síðustu viku og gellan sem er með mitt hverfi er svona upplæringargella og hann hafði bara verið í 3 daga þannig hann fékk bara að vera með mér í dag. Shitt maður ég fékk ógeð eftir 10 mínútur því hann vissi sko bara allt um mig ógeðið og elti mig út um allt. Hann spurði hvort hann ætti séns í mig og hvort ég væri nokkuð "of" forlovet og hann væri sko að vinna svart líka þannig hann gæti alveg séð fyrir mér ef ég færi frá mínum. ÓGEÐ.... og bara 19 ára gamall greyið lúðinn, oohhh ég kom alveg með hroll heim bara!
En jæja, erum á leið í Dominospizzu heima hjá Andra og Ástu Birnu. Shiiiiiitt, á ég að þora svona eins og fíbl niðrá Amagerbrogade, tek allavegana gleraugun af mér!!!
föstudagur, maí 20, 2005
Evróvision skandall ...
Skandall... segi ekki meir!!! Hvað er að Evrópu maður, shitt shitt Selma var með langbesta atriðið nó fens þó ég sé Íslendingur og allt það en kommon... ég var líka sannur Íslendingur og gaf Selmu mitt atkvæði og gerði um betur og sendi á fullt af Dönum að muna nú eftir víkingunum... vááááá hvað ég var fúl í gær, gat ekki sofnað, var alveg tryllt!!!
Erum að fara í Evróvision partý á morgun, usss það verður grátið enda komst Daninn áfram með lummó lag, algjörlega óæft og jááh lummó ballöðu bara! En jæja, vonandi tekur Noregur þetta bara, þeir eru nébbla cool, eða eins og þeir segja sjálfir rock ´n roll i kveld!!!
Erum að fara í Evróvision partý á morgun, usss það verður grátið enda komst Daninn áfram með lummó lag, algjörlega óæft og jááh lummó ballöðu bara! En jæja, vonandi tekur Noregur þetta bara, þeir eru nébbla cool, eða eins og þeir segja sjálfir rock ´n roll i kveld!!!
fimmtudagur, maí 19, 2005
Sérkennileg tilfinning alltaf.....
Þið verðið að prófa að búa í útlöndum til að finna þessa tilfinningu sem ég hef haft síðustu 2 ár. Maður veit ekkert hvar maður á heima, ég kalla litla endaraðhúsið mitt í Köben heimilið mitt en samt kalla ég elskulega Klukkubergið líka heima... hvar á ég heima?
Ástæða þessa pælinga núna er að undanfarið hef ég verið mikið niðrí miðborginni þar sem það er komið svo gott veður og við alltaf að spóka okkur í mannlífinu. Við að fara svona niðrí bæ gleymir maður alveg stað og stund og upplifir sjálfan sig í útlandinu... frábært að geta þetta á sínu eigin heimili finnst mér. Samt er maður svo vitlaus! Ég er stöðugt að vonast til að tíminn líði hraðar, ég hugsa alltaf bara mánuður eftir, bara 20 dagar og bara vika í að ég komist í frí til Íslands. Af hverju lifir maður ekki í nútíðinni?? Er það bara vegna þess að ég er í svo leiðinlegri grúppu í skólanum eða er það vegna þess að ég er með króníska heimþrá?? Fyndið hvað maður getur verið órólegur yfir þessu öllu, mig langar bara svo obboslega mikið að kíkja í kaffi til mömmu minnar svona öðru hvoru! Hún er samt æðisleg, er alltaf að hringja í mig og rabba um daginn og veginn og það finnst mér æðislegt, er svo heppin að eiga svona gott samband við elsku múttu mína.
Veit eiginlega ekki af hverju ég er að segja ykkur þessa vitleysu í mér. Kannski vegna þess að ég er búin að hugsa svoldið mikið um það upp á síðkastið að drusla þessum skóla af enda allir búnir heima.. hahaha já einmitt HEIMA, eða réttara sagt á Íslandi og ég klára ekki fyrr en 21.júní. Ég ætla hérmeð að setja mér markmið að ég eigi rétt á að hugsa svona til 21.júní en eftir það ætla ég að njóta góða sumarsins hérna úti og hugsa svo vel um okkur lille familien sem eigum eftir að eiga yndislegt sumar. Auðvitað hlakka ég svo til að komast til Íslands en þá er nú bara kominn ágúst og sumarið að klárast... sem sagt niðurstöður dagsins er að lifa í lifandi stund :-)
Ps.eru allir komnir í sumarfrí eða... hvar eru kommentin????
Ástæða þessa pælinga núna er að undanfarið hef ég verið mikið niðrí miðborginni þar sem það er komið svo gott veður og við alltaf að spóka okkur í mannlífinu. Við að fara svona niðrí bæ gleymir maður alveg stað og stund og upplifir sjálfan sig í útlandinu... frábært að geta þetta á sínu eigin heimili finnst mér. Samt er maður svo vitlaus! Ég er stöðugt að vonast til að tíminn líði hraðar, ég hugsa alltaf bara mánuður eftir, bara 20 dagar og bara vika í að ég komist í frí til Íslands. Af hverju lifir maður ekki í nútíðinni?? Er það bara vegna þess að ég er í svo leiðinlegri grúppu í skólanum eða er það vegna þess að ég er með króníska heimþrá?? Fyndið hvað maður getur verið órólegur yfir þessu öllu, mig langar bara svo obboslega mikið að kíkja í kaffi til mömmu minnar svona öðru hvoru! Hún er samt æðisleg, er alltaf að hringja í mig og rabba um daginn og veginn og það finnst mér æðislegt, er svo heppin að eiga svona gott samband við elsku múttu mína.
Veit eiginlega ekki af hverju ég er að segja ykkur þessa vitleysu í mér. Kannski vegna þess að ég er búin að hugsa svoldið mikið um það upp á síðkastið að drusla þessum skóla af enda allir búnir heima.. hahaha já einmitt HEIMA, eða réttara sagt á Íslandi og ég klára ekki fyrr en 21.júní. Ég ætla hérmeð að setja mér markmið að ég eigi rétt á að hugsa svona til 21.júní en eftir það ætla ég að njóta góða sumarsins hérna úti og hugsa svo vel um okkur lille familien sem eigum eftir að eiga yndislegt sumar. Auðvitað hlakka ég svo til að komast til Íslands en þá er nú bara kominn ágúst og sumarið að klárast... sem sagt niðurstöður dagsins er að lifa í lifandi stund :-)
Ps.eru allir komnir í sumarfrí eða... hvar eru kommentin????
miðvikudagur, maí 18, 2005
Gestagangur í endaraðhúsinu :-)
Hæ allir saman! Það er sko búið að vera stuð í litlu villunni hérna í Köben skal ég segja ykkur. Gestirnir koma á færibandi og Árni er náttla bara að njóta sín í botn með kunnáttunni í matar og kökugerð, gvuð hvað ég er heppin með karlpeninginn minn ;-)
En Villi kallinn fór á mánudaginn og var alveg obboslega gaman að fá hann. Mikið rétt hann passaði ekki í gestarúmið og lappirnar hans stóðu svona skemmtilega út en það var nú bara fyndið. Svo komu Kolla og Anna Valsarar til mín í gærkvöldi og Árni auðvitað eldaði þennan góða grillaða kjúlla og gerði gulrótarköku fyrir okkur blaðurdúkkurnar í eftirrétt, uuummmmm hún var sko alveg geggjað góð!!! En jiii hvað var gaman að fá stelpurnar, hef ekki hitt Önnu í 2 ár en Kolla er nú alltaf að droppa inn ;-) Þær gáfu mér þessi flottu blóm og svo var Anna auðvitað eins og sannur Íslendingur og kom með nokkra poka með sér úr Fields. En takk fyrir innlitið skvísur, obboslega gaman svona á normal þriðjudagskvöldi hjá minns :-)
En að gulrótarkökunni... jiii þetta var náttla sprengja dauðans og ég sendi stelpurnar heim með einn bút af henni til að ég myndi ekki verða 100 kíló. Svo er ég að fara að hjóla á eftir til að gefa restina af henni, get ekki haft hana hérna heima... borða þetta bara úúfffff!!! En er svo að fara út að borða með bekknum mínum í kvöld, svona final áður en allir leggjast ofan í ritgerðirnar sínar og hverfa þar til 9.júní (ennhvaðéghlakkatil9.júní)
En Villi kallinn fór á mánudaginn og var alveg obboslega gaman að fá hann. Mikið rétt hann passaði ekki í gestarúmið og lappirnar hans stóðu svona skemmtilega út en það var nú bara fyndið. Svo komu Kolla og Anna Valsarar til mín í gærkvöldi og Árni auðvitað eldaði þennan góða grillaða kjúlla og gerði gulrótarköku fyrir okkur blaðurdúkkurnar í eftirrétt, uuummmmm hún var sko alveg geggjað góð!!! En jiii hvað var gaman að fá stelpurnar, hef ekki hitt Önnu í 2 ár en Kolla er nú alltaf að droppa inn ;-) Þær gáfu mér þessi flottu blóm og svo var Anna auðvitað eins og sannur Íslendingur og kom með nokkra poka með sér úr Fields. En takk fyrir innlitið skvísur, obboslega gaman svona á normal þriðjudagskvöldi hjá minns :-)
En að gulrótarkökunni... jiii þetta var náttla sprengja dauðans og ég sendi stelpurnar heim með einn bút af henni til að ég myndi ekki verða 100 kíló. Svo er ég að fara að hjóla á eftir til að gefa restina af henni, get ekki haft hana hérna heima... borða þetta bara úúfffff!!! En er svo að fara út að borða með bekknum mínum í kvöld, svona final áður en allir leggjast ofan í ritgerðirnar sínar og hverfa þar til 9.júní (ennhvaðéghlakkatil9.júní)
sunnudagur, maí 15, 2005
Óvænt heimsókn frá Villa....
Jiiiii aldeilis óvænt! Villi Halldórs var að spóka sig í Danaveldinu um helgina og ákvað bara að kíkja til okkar svona rétt áður en hann færi í flugið í morgun. Átti flug klukkan 14 en var svo fljótur að breyta því bara til morgundagsins og ég held að hann hafi sko ekki séð eftir því ;-)
Það var náttla trubblað veður í dag, heiðskýrt og ábyggilega 25 stiga hiti. Andri kom yfir og strákarnir spiluðu krikket og drukku bjór í garðinum á meðan ég sat úti með námsbækurnar, já ég veit frekar fúlt en svona er þetta... samt næs að geta bara setið úti í svona veðri og lært, fékk líka að finna fyrir því seinni partinn því ég er eins og Tóti tómatur alls staðar þar sem ekki voru föt.
Svo var farið út að borða með Villa á Jensens þar sem stóri strákurinn sýndi taktana og pantaði all you can eat og sá var að drepast eins og Andri og Árni usss skil ekki hvernig þeir nenna að mana hvorn annan upp í svona vitleysu, voru með æluna í hálsinum og allir búnir að stíbbla klósettin. Við Sigga létum okkur bara nægja að fá okkur all you can eat af ísnum hahahaa... hann var fínn sko!! En annars röltum við bara um miðbæinn í rökkrinu, svo kósý og fórum svo niðrá Nyhavn þar sem við sátum alveg í marga tíma og spjölluðum, langt síðan við höfum hitt Villa kallinn. En erum nýkomin heim og ég er með áhyggjur að Villi sé of stór í gestarúmið....
Það var náttla trubblað veður í dag, heiðskýrt og ábyggilega 25 stiga hiti. Andri kom yfir og strákarnir spiluðu krikket og drukku bjór í garðinum á meðan ég sat úti með námsbækurnar, já ég veit frekar fúlt en svona er þetta... samt næs að geta bara setið úti í svona veðri og lært, fékk líka að finna fyrir því seinni partinn því ég er eins og Tóti tómatur alls staðar þar sem ekki voru föt.
Svo var farið út að borða með Villa á Jensens þar sem stóri strákurinn sýndi taktana og pantaði all you can eat og sá var að drepast eins og Andri og Árni usss skil ekki hvernig þeir nenna að mana hvorn annan upp í svona vitleysu, voru með æluna í hálsinum og allir búnir að stíbbla klósettin. Við Sigga létum okkur bara nægja að fá okkur all you can eat af ísnum hahahaa... hann var fínn sko!! En annars röltum við bara um miðbæinn í rökkrinu, svo kósý og fórum svo niðrá Nyhavn þar sem við sátum alveg í marga tíma og spjölluðum, langt síðan við höfum hitt Villa kallinn. En erum nýkomin heim og ég er með áhyggjur að Villi sé of stór í gestarúmið....
laugardagur, maí 14, 2005
Túristamenningin í Köben
Hvernig veistu að sumarið er komið í Köben?
Þegar þú heyrir ekkert annað en íslensku þegar þú labbar niður Strikið! Annars eru síðustu 2 dagar búnir að vera æðislegir hjá okkur hjúum. Hittumst í gamla góða Amagercenter eftir vinnu í gær og kíktum aðeins í búðir. Það eru alveg rosalega góðar minningar úr þessu litla center því þetta var okkar "heimakringla" þegar við bjuggum á Amagerbro... fengum pínu svona comeback fíling sem var náttla bara gaman. Svo var veðrið svo obboslega gott og við í stuði þannig við hjóluðum niðrá Strik, kíktum á mannlífið og fengum okkur ís. Æðislegur dagur sem endaði svo í að sitja út á palli og njóta lífsins....
Í dag er svo búið að vera nóg að gera líka því við vöknuðum snemma og tókum æfingu. Leiðinni var svo aftur heitið niðrí bæ þar sem við erum búin að vera í allan dag. Það er risa karneval í gangi í miðbænum og skrautbúningarnuir allsráðandi. Það er alveg aragrúinn af fólkinu en við náðum samt að hitta Stínu og Alla, ótrúlegt alveg... kemur á óvart að við höfum hitt Stínu fyrir utan H&M ;-)
En erum komin heim í hvíld fyrir gott laugardagskvöld, heyri í ykkur krakkar ;-)
Þegar þú heyrir ekkert annað en íslensku þegar þú labbar niður Strikið! Annars eru síðustu 2 dagar búnir að vera æðislegir hjá okkur hjúum. Hittumst í gamla góða Amagercenter eftir vinnu í gær og kíktum aðeins í búðir. Það eru alveg rosalega góðar minningar úr þessu litla center því þetta var okkar "heimakringla" þegar við bjuggum á Amagerbro... fengum pínu svona comeback fíling sem var náttla bara gaman. Svo var veðrið svo obboslega gott og við í stuði þannig við hjóluðum niðrá Strik, kíktum á mannlífið og fengum okkur ís. Æðislegur dagur sem endaði svo í að sitja út á palli og njóta lífsins....
Í dag er svo búið að vera nóg að gera líka því við vöknuðum snemma og tókum æfingu. Leiðinni var svo aftur heitið niðrí bæ þar sem við erum búin að vera í allan dag. Það er risa karneval í gangi í miðbænum og skrautbúningarnuir allsráðandi. Það er alveg aragrúinn af fólkinu en við náðum samt að hitta Stínu og Alla, ótrúlegt alveg... kemur á óvart að við höfum hitt Stínu fyrir utan H&M ;-)
En erum komin heim í hvíld fyrir gott laugardagskvöld, heyri í ykkur krakkar ;-)
föstudagur, maí 13, 2005
Noregur
Ég var að komast af því að já ég veit að þetta er fáranlegt en NOREGUR er bara með besta eurovision lagið í ár eða Rússland hvað finnst ykkur.
Núna þessa stundina er mikil heimþrá í gangi eitt mesta diskó á klakanum er á Broadway í aften ussssssss.
En núna er það bara barbie girl í botni og bjór í hinni.
Skál
Núna þessa stundina er mikil heimþrá í gangi eitt mesta diskó á klakanum er á Broadway í aften ussssssss.
En núna er það bara barbie girl í botni og bjór í hinni.
Skál
fimmtudagur, maí 12, 2005
Your a girl, and I´m a boy......
.......so let´s dance dance dance!!!!!!!!!
Obboslega er lífið yndislegt í dag. Stærsta trouble í verkefninu okkar leystist í morgun á tveimur klukkutímum þar sem gjörsamlega allt já ALLT gekk upp og á morgun er Harpan að fara að ræða við háttsetta Hanne niðrí aðalbækistöðvum Post Danmark! Við skulum vona að skriftirnar og analysen gangi jafn vel í næstu viku :-)
Annars er ég líka obboslega ánægð með lífið því ég er búin að vera svo dugleg að rækta vinkonurnar og hafa það skemmtilegt hérna úti. Jáh þið eruð að heyra rétt ég hef í fyrsta skiptið tíma til að heimsækja stelpurnar en það er í fyrsta skiptið í 2 ár takk en ég er reyndar búin að komast að því að maður GEFUR sér bara tíma til þess, þaggi ;-) Fór til dæmis til Söndru í gær sem býr á Öresundskolleginu. Ekkert smá gaman að koma til hennar og sæta Alexanders... jiii við gleymdum okkur alveg og töluðum úr okkur allt vit hahahaha... en gvuð hvað mér finnst huggulegt þarna á Öresundskolleginu, en samt ekki... allavegana væri ég ekki til í að skipta því þetta eru háar blokkir og engar svalir eða neitt, þá líður mér sko betur með garðinn minn hérna. Reyndar er svo stutt í allt þarna á Öresunds því það er svo miðsvæðis... ussss bara ef maður gæti flutt raðhúsið og garðinn minn þarna niðreftir, þá væri ég sátt ;-)
Obboslega er lífið yndislegt í dag. Stærsta trouble í verkefninu okkar leystist í morgun á tveimur klukkutímum þar sem gjörsamlega allt já ALLT gekk upp og á morgun er Harpan að fara að ræða við háttsetta Hanne niðrí aðalbækistöðvum Post Danmark! Við skulum vona að skriftirnar og analysen gangi jafn vel í næstu viku :-)
Annars er ég líka obboslega ánægð með lífið því ég er búin að vera svo dugleg að rækta vinkonurnar og hafa það skemmtilegt hérna úti. Jáh þið eruð að heyra rétt ég hef í fyrsta skiptið tíma til að heimsækja stelpurnar en það er í fyrsta skiptið í 2 ár takk en ég er reyndar búin að komast að því að maður GEFUR sér bara tíma til þess, þaggi ;-) Fór til dæmis til Söndru í gær sem býr á Öresundskolleginu. Ekkert smá gaman að koma til hennar og sæta Alexanders... jiii við gleymdum okkur alveg og töluðum úr okkur allt vit hahahaha... en gvuð hvað mér finnst huggulegt þarna á Öresundskolleginu, en samt ekki... allavegana væri ég ekki til í að skipta því þetta eru háar blokkir og engar svalir eða neitt, þá líður mér sko betur með garðinn minn hérna. Reyndar er svo stutt í allt þarna á Öresunds því það er svo miðsvæðis... ussss bara ef maður gæti flutt raðhúsið og garðinn minn þarna niðreftir, þá væri ég sátt ;-)
miðvikudagur, maí 11, 2005
Sveitaballsmyndir
Eftir mikla eftirspurn læt ég undan og deili sveitaballsmyndunum með fólki. Gjöriði svo vel og njótiði... það eru líka 3 myndir af Hörpunni í bakstri, jújú maður getur þetta líka þrátt fyrir að vera með bakara og svo er síðasta myndin eitthvað spúkí sem segir ykkur hvernig er viðhorfs í nauðgunaríbúðinni.... Myndir hér!!!
þriðjudagur, maí 10, 2005
Orðið á götunni....
Ohh ég öfunda pínu handboltastelpurnar heima, að vera að velja sér kjóla fyrir HSÍ og alveg svaka stuð í gangi... vildi óska þess að ég gæti bara tekið einkaþotuna mína og flogið á hófið, á meira að segja frí á laugardaginn í póstinum!
Já svo er Árni í óðaönn að skipuleggja afmælisveisluna sína. Það verður sko gaman hjá okkur, hann á afmæli 29.maí fyrir ykkur sem ætla að senda honum gjöf og það verður sko skilyrði að koma með pakka ef maður ætlar að koma í afmæliskökuboðið hjá bakaranum sem ætlar að töfra fram kræsingar af sinni tærustu snilld, eina sem ég fæ að gera eru vöfflur ;-)
Svo er ekki enn komin sekt inn um póstlúguna. Við vonum bara að tékkarinn hafi fengið móral því að Árni hélt því fram að hann væri búinn að eyðileggja deitið hans, nú væri "bráðin" flogin á burt og hann þyrfti að labba einn heim, hahahaa.... þetta hlítur að hafa virkað.. en við bíðum samt og sjáum!
Svo er svo mikið af heimsóknum hjá okkur á næstu misserum. Kolla á leiðinni til okkar næstu helgi en þó bara stutt, og svo eru Dröfn og Ómar að koma til okkar um miðjan júní og ætla að stoppa langa helgi. Svo eru Sigrún og Gísli vonandi að koma um mánaðarmótin júní/júlí og svo amma og afi í lok júlí. Ég skora á fleiri að kíkja við, við getum sko alltaf tekið á móti gestum þrátt fyrir að við séum að vinna, þið hjálpið ykkur nú bara sjálf á daginn og svo erum við með ykkur eftir klukkan 15... gaman gaman!! Hvað segirðu um það Stjáni, ertu ekki til í að kíkja????? ;-)
Það var svona líka aldeilis gaman að vera mamma okkar á mömmudaginn sem var á sunnudaginn. Við (eða ég) höfðum skrifað bréf til "bestu mömmu í heimi" sem var svo sent í Klukkubergið og Grenilundinn við mikinn fögnuð mæðra okkar. Hugsiði ykkur hvað svona lítill hlutur getur glatt mikið, hugsiði um það næst þegar þið ætlið að gefa dýra gjöf......
Jæja, ætla að njóta dagsins með æfingu og grillmat...
Já svo er Árni í óðaönn að skipuleggja afmælisveisluna sína. Það verður sko gaman hjá okkur, hann á afmæli 29.maí fyrir ykkur sem ætla að senda honum gjöf og það verður sko skilyrði að koma með pakka ef maður ætlar að koma í afmæliskökuboðið hjá bakaranum sem ætlar að töfra fram kræsingar af sinni tærustu snilld, eina sem ég fæ að gera eru vöfflur ;-)
Svo er ekki enn komin sekt inn um póstlúguna. Við vonum bara að tékkarinn hafi fengið móral því að Árni hélt því fram að hann væri búinn að eyðileggja deitið hans, nú væri "bráðin" flogin á burt og hann þyrfti að labba einn heim, hahahaa.... þetta hlítur að hafa virkað.. en við bíðum samt og sjáum!
Svo er svo mikið af heimsóknum hjá okkur á næstu misserum. Kolla á leiðinni til okkar næstu helgi en þó bara stutt, og svo eru Dröfn og Ómar að koma til okkar um miðjan júní og ætla að stoppa langa helgi. Svo eru Sigrún og Gísli vonandi að koma um mánaðarmótin júní/júlí og svo amma og afi í lok júlí. Ég skora á fleiri að kíkja við, við getum sko alltaf tekið á móti gestum þrátt fyrir að við séum að vinna, þið hjálpið ykkur nú bara sjálf á daginn og svo erum við með ykkur eftir klukkan 15... gaman gaman!! Hvað segirðu um það Stjáni, ertu ekki til í að kíkja????? ;-)
Það var svona líka aldeilis gaman að vera mamma okkar á mömmudaginn sem var á sunnudaginn. Við (eða ég) höfðum skrifað bréf til "bestu mömmu í heimi" sem var svo sent í Klukkubergið og Grenilundinn við mikinn fögnuð mæðra okkar. Hugsiði ykkur hvað svona lítill hlutur getur glatt mikið, hugsiði um það næst þegar þið ætlið að gefa dýra gjöf......
Jæja, ætla að njóta dagsins með æfingu og grillmat...
sunnudagur, maí 08, 2005
Sveitaball ársins í gærkvöldi...
Úfff þetta er sko búin að vera helgi dauðans... og hún er ekki búin ;-) Og ekki halda að ég sé klikk klikk að vera vöknuð svona snemma, haldiði ekki að kjéllan ég sjálf hafi stungið upp á grúppuvinnu í dag og gvuð minn góður hvað ég hefði betur átt að sleppa því....
Við Árni fórum á sveitaball sem Menn í svörtum fötum héldu í Köben í gær. Bjarki beibí var svo sniðugur að fá þá til að koma hingað og spila, þvílíkt gott framtak því þar sem Íslendingar hittast og djamma og djúsa er alltaf skemmtilegt, og hvað þá með orkuboltann Jónsa til að stýra gleðinni!
Já allavegana, þá komu Andri og Sigga til okkar og við grilluðum og svona, jáhh kannski þetta venjulega bara hjá okkur hérna... svo fórum ég og Sigga aldeilis í fílíng því við byrjuðum að prófa okkur áfram í að gera þessa flottu suðrænu kokteila og vorum alveg í essinu okkar hérna heima, strákarnir voru farnir að verða hræddir um okkur og Árni bannaði mér meira að segja að taka lykla á ballið, var alveg skíthræddur við mig hahahhaa....
En áður en við fórum á ballið skruppum við yfir til Andra bekkjó þar sem hann hélt Kúbupartý fyrir góða fólkið og við innkomu var boðið upp á mohitosdrykk. Ég var nú reyndar ekkert kúbuleg því ég var á leiðinni á sveitaball og var því klædd í cowboystøvler, danspils og búin að æfa sporin ;-)
Þegar við komum á ballið hittum við bara ótrúlega mikið af fólki bæði sem býr í Köben og bara sem býr alls ekki í Köben og var svo gaman. Gaman að tjútta svona með Söndru beibí, ég verð nú að fara að kíkja þarna út eftir og skoða ;-) Og Kristín Erla, ég skal lofa að fara að kommenta hahahaa... en annars var Inga Fríða bara á staðnum líka, rosa fyndið en skvísí var í leikskólaferð með nokkrum vinnufélögum. Annars var Árni svo rómantískur strákurinn. Hann lenti víst á trúnó inná karlaklósti með Hrafnkeli gítarleikara, jújú þið eruð að lesa rétt... það gerast líka svona hlutir á karlaklósettunum ;-) En Keli hreyfst svo af skónum hans Árna enda er kallinn búinn að fjárfesta í sleðaskóm ársins sem eru hvítir támjóir hommaskór og saman með svörtum fötum og hvítu bindi var kallinn cool í gær. En já, aftur að trúnóinu því að út frá þessu trúnó kom kveðja til mín uppá sviði sem enginn annar en Jónsi sjálfur bar upp og þessi var víst frá Árna, algjört krútt ;-)
En eftir ballið var ég að drepast í tánum og gat með naumindum drullað mér í metróinn, labbaði meira að segja stóran spöl á tánum. Og gvuð minn góður, sagan er ekki búin ladies and gentlemen því við skötuhjúin lentum sko í basli á leiðinni heim. Árni vildi ekki stimpla og sagði að það væri ALDREI tékkað á nóttinni þannig við borguðum ekkert í undergroundið og hefðum betur gert það :-/ Það kom nébbla vörður og við sátum eins og aular og þóttumst ekkert skilja en það var frekar glatað hjá okkur því við reyndum að tala ensku en svo kom danska alltaf inná milli, frekar glatað en gaurinn spurði þá hvort við værum frá Færeyjum, hahaha. Svo hoppuðum við út 2 stoppustöðvum áður en kom að okkar til að sleppa frá kauða en allt kom fyrir ekki þannig að Árni laug einhverri djók kennitölu, heyriði haldiði ekki að hann sé með eitthvað kallkerfi og hann lét tékka kennitöluna, alveg glatað... þannig þetta ráð tókst ekki hjá okkur þannig ég labbaði bara í burtu og faldi mig í runna þarna rétt hjá þannig ég var allavegana sloppin. En svo kom Árni stuttu seinna og sagði að hann hefði sko líka sloppið og við sem sagt LÖBBUÐUM restina heim JESÚSSS og ég í cowboystøvler að drepast en það var reyndar voða gaman hjá okkur því okkur fannst við hafa sigrað heiminn með því að plata tékkarann en neiiiii aldeilis ekki því þegar ég vaknaði áðan sá ég að Árni hafði sagt réttu dönsku kennitöluna sína BÖMMER... þannig við eigum örugglega von á sekt, en ein er allavega skárri en tvær, en við skulum samt vona að þeir gefi okkur séns því Árni hét Arne Hammerby á skýrslunni og bjó á Amagerbrogade 174 hahahahaa.... aldeilis frumlegt ;-)
En jæja, ég ætla að fara að hressa mig við, grúppuvinnan kallar....
Við Árni fórum á sveitaball sem Menn í svörtum fötum héldu í Köben í gær. Bjarki beibí var svo sniðugur að fá þá til að koma hingað og spila, þvílíkt gott framtak því þar sem Íslendingar hittast og djamma og djúsa er alltaf skemmtilegt, og hvað þá með orkuboltann Jónsa til að stýra gleðinni!
Já allavegana, þá komu Andri og Sigga til okkar og við grilluðum og svona, jáhh kannski þetta venjulega bara hjá okkur hérna... svo fórum ég og Sigga aldeilis í fílíng því við byrjuðum að prófa okkur áfram í að gera þessa flottu suðrænu kokteila og vorum alveg í essinu okkar hérna heima, strákarnir voru farnir að verða hræddir um okkur og Árni bannaði mér meira að segja að taka lykla á ballið, var alveg skíthræddur við mig hahahhaa....
En áður en við fórum á ballið skruppum við yfir til Andra bekkjó þar sem hann hélt Kúbupartý fyrir góða fólkið og við innkomu var boðið upp á mohitosdrykk. Ég var nú reyndar ekkert kúbuleg því ég var á leiðinni á sveitaball og var því klædd í cowboystøvler, danspils og búin að æfa sporin ;-)
Þegar við komum á ballið hittum við bara ótrúlega mikið af fólki bæði sem býr í Köben og bara sem býr alls ekki í Köben og var svo gaman. Gaman að tjútta svona með Söndru beibí, ég verð nú að fara að kíkja þarna út eftir og skoða ;-) Og Kristín Erla, ég skal lofa að fara að kommenta hahahaa... en annars var Inga Fríða bara á staðnum líka, rosa fyndið en skvísí var í leikskólaferð með nokkrum vinnufélögum. Annars var Árni svo rómantískur strákurinn. Hann lenti víst á trúnó inná karlaklósti með Hrafnkeli gítarleikara, jújú þið eruð að lesa rétt... það gerast líka svona hlutir á karlaklósettunum ;-) En Keli hreyfst svo af skónum hans Árna enda er kallinn búinn að fjárfesta í sleðaskóm ársins sem eru hvítir támjóir hommaskór og saman með svörtum fötum og hvítu bindi var kallinn cool í gær. En já, aftur að trúnóinu því að út frá þessu trúnó kom kveðja til mín uppá sviði sem enginn annar en Jónsi sjálfur bar upp og þessi var víst frá Árna, algjört krútt ;-)
En eftir ballið var ég að drepast í tánum og gat með naumindum drullað mér í metróinn, labbaði meira að segja stóran spöl á tánum. Og gvuð minn góður, sagan er ekki búin ladies and gentlemen því við skötuhjúin lentum sko í basli á leiðinni heim. Árni vildi ekki stimpla og sagði að það væri ALDREI tékkað á nóttinni þannig við borguðum ekkert í undergroundið og hefðum betur gert það :-/ Það kom nébbla vörður og við sátum eins og aular og þóttumst ekkert skilja en það var frekar glatað hjá okkur því við reyndum að tala ensku en svo kom danska alltaf inná milli, frekar glatað en gaurinn spurði þá hvort við værum frá Færeyjum, hahaha. Svo hoppuðum við út 2 stoppustöðvum áður en kom að okkar til að sleppa frá kauða en allt kom fyrir ekki þannig að Árni laug einhverri djók kennitölu, heyriði haldiði ekki að hann sé með eitthvað kallkerfi og hann lét tékka kennitöluna, alveg glatað... þannig þetta ráð tókst ekki hjá okkur þannig ég labbaði bara í burtu og faldi mig í runna þarna rétt hjá þannig ég var allavegana sloppin. En svo kom Árni stuttu seinna og sagði að hann hefði sko líka sloppið og við sem sagt LÖBBUÐUM restina heim JESÚSSS og ég í cowboystøvler að drepast en það var reyndar voða gaman hjá okkur því okkur fannst við hafa sigrað heiminn með því að plata tékkarann en neiiiii aldeilis ekki því þegar ég vaknaði áðan sá ég að Árni hafði sagt réttu dönsku kennitöluna sína BÖMMER... þannig við eigum örugglega von á sekt, en ein er allavega skárri en tvær, en við skulum samt vona að þeir gefi okkur séns því Árni hét Arne Hammerby á skýrslunni og bjó á Amagerbrogade 174 hahahahaa.... aldeilis frumlegt ;-)
En jæja, ég ætla að fara að hressa mig við, grúppuvinnan kallar....
föstudagur, maí 06, 2005
Hrottafengin árás og nauðgun (morð?) á kolleginu!!!
Jæja góðir hálsar, maður hélt að þetta gerðist nú bara í bíómyndunum... ussssss á þriðjudagsmorguninn milli klukkan 06-08 var einn ungur maður sem gekk á dyrnar á kolleginu (sem betur fer ekki í mínum garði) og gekk inn til einnar 23ja ára gamallar stelpu og nauðgaði henni hrottalega með hníf og ofbeldi.
Á þriðjudaginn voru allir sem búa í hennar garði eða nr.82 yfirheyrðir af löggunni sem er búin að setja aðgangur bannaður út um allt og kríta húsið hennar til að leita eftir fingraförum og það versta var að löggan mátti ekkert segja við fólk. Þess vegna gengu bara sögur hérna í gær að hún hefði verið myrt og ég veit ekki hvað. Svo fengum við loks að vita seint í gærkvöldi að henni hefur verið nauðgað og eftir mínum heimildum er hún enn á lífi en árásarmaðurinn var með hníf og beitti miklu ofbeldi... nææææææsss!!! Djöfull er heimurinn orðinn ógeðslegur!
Sigga var að sýna mér hvaða hús þetta væri og við stálumst til að kíkja bakvið hjá henni og sáum að það var ekki dregið fyrir gluggana hjá henni. Ég þorði ekki að kíkja en Sigga frakka kíkti á gluggana og sá að það voru dúkkur út um allt gólf, what??? En ég held að allir heima geti nú verið alveg rólegir, ég er allavega alveg róleg yfir þessu því fyrir það fyrsta er ég með karlmannsnafn á dyrunum hjá okkur og svo held ég ekki bara að svona lagað gerist upp úr þurru, vonandi ekki allavegana!
Á þriðjudaginn voru allir sem búa í hennar garði eða nr.82 yfirheyrðir af löggunni sem er búin að setja aðgangur bannaður út um allt og kríta húsið hennar til að leita eftir fingraförum og það versta var að löggan mátti ekkert segja við fólk. Þess vegna gengu bara sögur hérna í gær að hún hefði verið myrt og ég veit ekki hvað. Svo fengum við loks að vita seint í gærkvöldi að henni hefur verið nauðgað og eftir mínum heimildum er hún enn á lífi en árásarmaðurinn var með hníf og beitti miklu ofbeldi... nææææææsss!!! Djöfull er heimurinn orðinn ógeðslegur!
Sigga var að sýna mér hvaða hús þetta væri og við stálumst til að kíkja bakvið hjá henni og sáum að það var ekki dregið fyrir gluggana hjá henni. Ég þorði ekki að kíkja en Sigga frakka kíkti á gluggana og sá að það voru dúkkur út um allt gólf, what??? En ég held að allir heima geti nú verið alveg rólegir, ég er allavega alveg róleg yfir þessu því fyrir það fyrsta er ég með karlmannsnafn á dyrunum hjá okkur og svo held ég ekki bara að svona lagað gerist upp úr þurru, vonandi ekki allavegana!
fimmtudagur, maí 05, 2005
Nýjar myndir
Vorum að setja inn nýjar myndir frá apríl, endilega kíkiði við þar sem eru myndir af veröndinni, grillveislum ofl. hér!
miðvikudagur, maí 04, 2005
Always look at the bright sights of life :-)
Takk takk fyrir öll baráttukommentin, það munar sko um minna að eiga svona marga að sem að berja mann áfram þegar á móti blæs :-)
Annars er þetta sama sagan með þetta verkefni, tíminn líður og ekkert gengur og stressið magnast upp í Hörpunni sem á erfiðara með svefn og matarvenjur en vonandi skýrist allt á föstudaginn, ef ekki erum við í súpunni en ég hef ákveðið að "reyna" að taka þessu öllu með stóískri ró... það er samt erfitt því ég er frekar ábyrgðarfull að eðlisfari og finnst ég ómissandi í þessu basli og þess vegna skal ég standa með mínum og skila ágætu verkefni þann 9.júní... svo má bara hafa það ef það verður lélegt, gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta ;-)
Út í eitthvað skemmtilegra! Það er búið að rigna endalaust í vikunni, þrumur á mánudaginn og fyrsti dagurinn sem ég þurfti að hjóla í skólann því lestarkortið er útrunnið og það verður ekki endurnýjað, nú er það bara harkan sex og hjólað allt. Lét mig hafa það að fara í regnfötin og rennblotna á leiðinni í skólann, samt frekar kósý samfélag því það voru allir gegnumblautir þegar þeir mættu, ekkert svona bílakjaftæði neitt, bara hjólið góða ;-) Ætli ég sé ekki búin að hjóla svona 100 km á þessum þremur dögum... usss kjéllan að standa sig!!!
Annars er Árni að vinna eins og sjúklingur bæði heimavið og vinnuvið. Mér finnst hann vera á hraðri leið með að yfirtaka þetta bakarí sem er náttla bara hið fínasta mál en svo er kallinn sko með metnaðinn í lagi í garðinum og ég held að nágrannarnir haldi að við séum biluð, já verulega klikkuð. Búið að fá sér gervigras, garðhúsgögn, gasgrill og svo núna síðast í gær skjólvegg sem Árni er að setja upp núna. Það er ein gömul hérna í götunni sem býr á móti og hún er búin að stara allan daginn á Árna vera að setja þetta upp, svo kom ég út með videóvélina og þá varð hún alveg lost af gríni, jesús ég vona bara að gaurinn sem er yfir kolleginu komi ekki og banni okkur að hafa þessa skjólveggi, þeir eru nébbla helvíti nettir... hahahaha allavegana góðir í sólbaðið fyrir mig ;-)
Jæja, nú er frí á morgun og við lille familien ætlum að njóta þess.. ekki oft sem við eigum frí saman í maí. Biðjum að heilsa ykkur góða fólk :-)
Annars er þetta sama sagan með þetta verkefni, tíminn líður og ekkert gengur og stressið magnast upp í Hörpunni sem á erfiðara með svefn og matarvenjur en vonandi skýrist allt á föstudaginn, ef ekki erum við í súpunni en ég hef ákveðið að "reyna" að taka þessu öllu með stóískri ró... það er samt erfitt því ég er frekar ábyrgðarfull að eðlisfari og finnst ég ómissandi í þessu basli og þess vegna skal ég standa með mínum og skila ágætu verkefni þann 9.júní... svo má bara hafa það ef það verður lélegt, gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta ;-)
Út í eitthvað skemmtilegra! Það er búið að rigna endalaust í vikunni, þrumur á mánudaginn og fyrsti dagurinn sem ég þurfti að hjóla í skólann því lestarkortið er útrunnið og það verður ekki endurnýjað, nú er það bara harkan sex og hjólað allt. Lét mig hafa það að fara í regnfötin og rennblotna á leiðinni í skólann, samt frekar kósý samfélag því það voru allir gegnumblautir þegar þeir mættu, ekkert svona bílakjaftæði neitt, bara hjólið góða ;-) Ætli ég sé ekki búin að hjóla svona 100 km á þessum þremur dögum... usss kjéllan að standa sig!!!
Annars er Árni að vinna eins og sjúklingur bæði heimavið og vinnuvið. Mér finnst hann vera á hraðri leið með að yfirtaka þetta bakarí sem er náttla bara hið fínasta mál en svo er kallinn sko með metnaðinn í lagi í garðinum og ég held að nágrannarnir haldi að við séum biluð, já verulega klikkuð. Búið að fá sér gervigras, garðhúsgögn, gasgrill og svo núna síðast í gær skjólvegg sem Árni er að setja upp núna. Það er ein gömul hérna í götunni sem býr á móti og hún er búin að stara allan daginn á Árna vera að setja þetta upp, svo kom ég út með videóvélina og þá varð hún alveg lost af gríni, jesús ég vona bara að gaurinn sem er yfir kolleginu komi ekki og banni okkur að hafa þessa skjólveggi, þeir eru nébbla helvíti nettir... hahahaha allavegana góðir í sólbaðið fyrir mig ;-)
Jæja, nú er frí á morgun og við lille familien ætlum að njóta þess.. ekki oft sem við eigum frí saman í maí. Biðjum að heilsa ykkur góða fólk :-)
mánudagur, maí 02, 2005
Þungt er hljóðið í skólamálum....
Ég er ekki í góðu skapi. Ég áttaði mig á því í dag að ég er í fyrsta skiptið að hugsa verulega um að hætta við að skrifa verkefni með Dananum og vil frekar fara í 8 klukkustunda sjúkrapróf 31.ágúst! Ástæðan, jú ég er búin að fá nóg af því að reyna og reyna á dönskunni góðu og ekki hjálpar til að ég þarf að berjast við Danann sem er svo mikill pælingarmaður í eðli sínu og segir að allt sé ómögulegt en kemur aldrei með betri lausn í staðin. Góða danskan mín nær ekki svona langt, ekki einu sinni hálfa leið... og hvað er þá til ráða???
Ástæða þessarar pælingar er að við eigum að skila 50 blaðsíðna ritgerð um kúltúr og stjórnun í póstfyrirtækinu mínu. Við vorum hjá kennaranum í dag sem sagði að inngangurinn okkar væri valtandi og það vissum við fyrir en nú situr Daninn og vælir yfir að allt sé ónýtt og vill nýtt fyrirtæki, ekki hægt að nota þetta og við erum búin að vera að vinna með þetta fyrirtæki í einn og hálfan mánuð..... ohh I love it og þetta er ástæðan fyrir því að ég get ekki meir en maður þraukar samt, við Andri eyddum restinni af deginum í að sitja og finna betri inngang í verkefnið... það verður rætt á morgun og ég þori að veðja að þetta ER SKO HELDUR EKKI NÓGU GOTT!!!!
Hvað á ég að gera, á ég að fórna sumrinu í áhyggjur af 8 tíma prófi 31.ágúst eða á ég að þrauka í eilífðarvandamáli og verða þunglynd af Dananum í 38 daga í viðbót???
Ástæða þessarar pælingar er að við eigum að skila 50 blaðsíðna ritgerð um kúltúr og stjórnun í póstfyrirtækinu mínu. Við vorum hjá kennaranum í dag sem sagði að inngangurinn okkar væri valtandi og það vissum við fyrir en nú situr Daninn og vælir yfir að allt sé ónýtt og vill nýtt fyrirtæki, ekki hægt að nota þetta og við erum búin að vera að vinna með þetta fyrirtæki í einn og hálfan mánuð..... ohh I love it og þetta er ástæðan fyrir því að ég get ekki meir en maður þraukar samt, við Andri eyddum restinni af deginum í að sitja og finna betri inngang í verkefnið... það verður rætt á morgun og ég þori að veðja að þetta ER SKO HELDUR EKKI NÓGU GOTT!!!!
Hvað á ég að gera, á ég að fórna sumrinu í áhyggjur af 8 tíma prófi 31.ágúst eða á ég að þrauka í eilífðarvandamáli og verða þunglynd af Dananum í 38 daga í viðbót???
sunnudagur, maí 01, 2005
Sebrahestarnir í Köben....
Gvuð minn góður... þið hlæið endalaust :-(
Ég fjárfesti í einhverju brúnkukremi í gær í bænum, Kanebo er bara ekki að skila sér því fýlan af því er svo sterk! Jújú búið að auglýsa þetta flotta sprey á tilboði og kjéllan hugsaði sér gott til glóðarinnar......
Las á umbúðirnar, fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum og beið eftir að þetta myndi skila sér í beauty queen í dag... en allt kemur fyrir ekki ég er eins og Sebrahestur á löppunum, fór greinilega eitthvað brussulega í þetta, djöfulsins andskoti, engar stuttbuxur þessa vikuna, það er alveg á hreinu :-/
En að öðru... ég stalst til að spreyja Árna í svefni í gær! Var aðeins að prófa þetta á honum og hann er allur flekkóttur greyið, hahahahhaaa.... og greyið þarf að vinna í stutterma í vinnunni, þeir eiga eftir að andast úr hlátri!!!
Eitt er þó víst, þetta brúnkukrem virkar... spurning um að æfa sig aðeins betur ;-)
Ég fjárfesti í einhverju brúnkukremi í gær í bænum, Kanebo er bara ekki að skila sér því fýlan af því er svo sterk! Jújú búið að auglýsa þetta flotta sprey á tilboði og kjéllan hugsaði sér gott til glóðarinnar......
Las á umbúðirnar, fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum og beið eftir að þetta myndi skila sér í beauty queen í dag... en allt kemur fyrir ekki ég er eins og Sebrahestur á löppunum, fór greinilega eitthvað brussulega í þetta, djöfulsins andskoti, engar stuttbuxur þessa vikuna, það er alveg á hreinu :-/
En að öðru... ég stalst til að spreyja Árna í svefni í gær! Var aðeins að prófa þetta á honum og hann er allur flekkóttur greyið, hahahahhaaa.... og greyið þarf að vinna í stutterma í vinnunni, þeir eiga eftir að andast úr hlátri!!!
Eitt er þó víst, þetta brúnkukrem virkar... spurning um að æfa sig aðeins betur ;-)