<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 29, 2005

Á leiðinni í skuggann ;-) 

Það á aldeilis að vera gott sumar hérna, yes maður... bara búið að vera svona 25 til 30° í ógisslega langan tíma og á víst að vera svona bara áfram. Ég er orðin kaffibrún enda að vinna úti og svo leggst maður nú alltaf eitthvað smá út eftir vinnu híhííí... en ég held að nú fari ég og skugginn að tala aðeins meira saman, ætla nú ekki að verða eins og leðurtaska hérna ;-)

Fór í minn fyrsta danstíma í Hardwork í gær. Eruði ekki að grínast... fór með Siggu minni og ekki var hún að segja mér að hún er fyrrverandi Íslandsmeistari í freestyle ;-) hahahah ég var allavegana "Solla styrða" í hópnum en sheikí sheikí er á góðri leið skal ég segja ykkur ;-)

Annars er eiginlega bara ekkert í fréttum. Við njótum þess bara að vera til hérna og hugga okkur saman í góða veðrinu, aldeilis ljúfa lífið!

mánudagur, júní 27, 2005

Takk allir fyrir æðislegan dag :-) 

Váááá ég er alveg obboslega ánægð með afmælisdaginn minn í gær. Síminn stoppaði ekki allan daginn og ég er búin að vera að svara emailum og lesa komment frá fullt af fólki og svo held ég hreinlega að ég hafi ekki fengið svona margar afmælisgjafir í mörg ár, jahérna hér og takk æðislega allir fyrir eftirminnilegan og góðan dag :-)

Annars var dagurinn bara snilld. Svaf bara út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af neinu, rölti svo á bikiníinu í þvottahúsið og setti í vöfflu og pönnsudeig. Svo komu Andri og Sigga yfir til okkar og við lágum bara á teppum allan daginn að sleikja sólina með útvarpið á og auddað gómsætar vöfflur og íslenskan lakkrís sem afmæliskaffi. Andri og Sigga gáfu mér líka ótrúlega flotta afmælisgjöf, váááá ég er svo montin með hana og á bara ekki til orð yfir þau en þau gáfu mér ALVÖRU íslenska pönnukökupönnu, svona tefal með uppskriftinni aftaná! Uss ég prófaði hana líka seinnipartinn þegar Sandra leit við og tókust þær nú bara ágætlega hjá mér svona miðað við fyrsta sinn :-) Árni þurfti reyndar að hita hana til fyrir mig því fyrsta kakan varð eins og skonsa hjá mér og næsta fór öll í tætlur en nú er pannan öll að bakast til ;-)

En bara enn og aftur takk kærlega fyrir mig gott fólk, aldeilis eftirminnilegt og skemmtilegt afmæli. En svona eins og vanalega þá er eitt stykki 25 gráður og sól í dag og maður vill nú ekki vera inn í tölvunni í svona veðri. Er líka að fara að hjóla niðrá Strik því mamma og pabbi gáfu mér svona ól og armband fyrir iPodinn minn en keyptu fyrir vitlausa tegund þannig ég ætla að prufa að skipta hérna, puhaa eins gott að það gangi !!!

knús knús..... xoxoxo

sunnudagur, júní 26, 2005

Ég á ammæli í dag :-) 

Afmælisdagurinn byrjaði aldeilis glæsilega :-) Erla og Bragi buðu í dýrindis mat og eftirrétt að hætti hússins, warm appel pie ussss ég var á heimavelli þar sko!!

Er búin að fá nokkrar afmælisgjafir, afmælissönginn frá Íslandi og fullt af kossum og það er ekki enn kominn dagur... finn það á mér að dagurinn verði æði!!! Er farin að lúlla ;-)

föstudagur, júní 24, 2005

Risapakki í póstinum..... 

Ég væri sko brjáluð ef ég væri pósturinn minn, hehehe hann er búinn að vera duglegur að mæta með stóra böggla til okkar undanfarið en í dag toppaði mútta þetta alveg. Jeminn... þessi var nú bara sá allra allra stærsti sem ég hef séð og innihélt hann afmælisgjafir frá familien og Séð og heyrt frá febrúar ásamt eitthvað af DV, Mogganum og svona skemmtilegu lesefni fyrir stelpuna út á verönd, jibbííííí :-)

Fredagsfílingur í liðinu hérna, ég ekki alveg búin með vinnuvikuna, á eftir einn dag á morgun en ég er nú bara samt í fredagsfíling enda ekki annað hægt þegar mælirinn sýnir 32° og við Árni búin að vera að spóka okkur í húsgagnabúðunum hérna... ussss ég er búin að finna draumasófasettið mitt ;-)

fimmtudagur, júní 23, 2005

Sól, innkaup og heimsókn frá Sverige 

Jiiii hafiði prófað að vera í fríi í Köben í 30 gráðum, I love it!!!

Byrjaði að vinna í dag, fíla mig bara vel í póstjobbinu, næs að vera bara að bera út í þessari blíðu! En júú Dröfn ég fór sko að versla í gær, obbobbb hahahaha ég verslaði sko mikið, eða sonna... en gettu hvað, peysan var náttla EKKI til í minni stærð í Fields þannig ég verð að vona það besta og fara niðrá Strik á laugardaginn, en gettu hvað.... ég fann buxurnar "okkar" í einni ómerkilegri búð hérna í sveitinni, viltu að ég kaupi??? Ég keypti mér sko aðrar :-/ bara svartar reyndar..... híhíhíí !! Og eitt enn, þú verður brjáluð... Pilgrim er með MEGA útsölu og ég auddað búin að kaupa ;-)

En svo er aldeilis fjör hér á bæ. Ernir frændi kom frá Stokkhólmi í dag og ætlar að vera hjá okkur í 2 daga. Ekkert smá gaman að fá hann, heldur betur langt síðan síðast en ég fékk hann til að kíkja á tölvuna okkar híhíí um að gera að nýta hæfileikana hjá frænda.... annars er búið að vera svo næs hjá okkur í dag, Árni að leggja lokahönd á nýlitað og lakkað borðstofuborð, gerði reyndar enn betur og bólstraði sessurnar upp á nýtt... usss ekkert smá flott sko! Ég er sko mega stolt af þúsundþjalarsmiðnum mínum :-)Svo bauð ég Erni of caurse uppá belgískar og svo grillaði Árni bara rif handa okkur í kvöldmat!! En jæja, verð að sinna gestinum, er að fara að rústa honum í kubbaleiknum hérna útí garði ;-)

Spáð mega góðu veðri á morgun og 3 dagar í afmælið :-)

þriðjudagur, júní 21, 2005

2 ár búin og feitasta sumarfríið maður !!! 

Váááá hvað ég er ánægð, loksins komin í kærkomið sumarfrí frá þessum skóla... alveg sátt við veturinn þar sem meðaleinkuninn er geggjuð og ég búin að fá valgfagið sem ég vildi fyrir næstu önn! Nú tekur bara við geggjað sumar og sól þar sem það er bara spáð sjúklegu veðri... yeeeeessssss og ég ætla sko að nýta mér það :-)

Þetta verður sko æðislegt sumar. Ég að vinna í póstinum og Árni kallinn að baka, svo erum við alltaf bara búin svona um 14 á daginn, usss þetta verður sko næs og helgarnar alltaf fullbókaðar hjá okkur, við eigum til dæmis í vandræðum með næstu helgi, svo obboslega mikið að ske :-)

Annars ætlar stelpan að fara að taka sig rækilega á í ræktinni. Shitt maður, ég er bara orðin ein hlussa eftir einn og hálfan mánuð í pásu, og það sem er fyndnast við það er að ég er bara búin að léttast, jájá þessi skóli er sko sannarlega búinn að taka sinn toll en rosalega ætla ég að vera flott þegar við byrjum aftur að æfa í lok júlí össss... nú er það bara harkan sex með iPodinn sko!!

5 dagar í afmælið mitt bara svo fólk sé með þetta á hreinu ;-)

sunnudagur, júní 19, 2005

Say my mother focking name bitch..... 

Hæ hæ og gleðilegan þjóðhátíðardag á föstudaginn. Sko alveg búið að vera brjálað að gera í kotinu hjá okkur, gestirnir okkar alveg búnir að vera æðislegir :-)

Ég og Dröfn eyddum öllum föstudeginum í bænum. Usss stelpan ætlaði ekki að versla neitt eftir stanslaust búðarráp á Spáni í 2 mánuði en hvað haldiði, Harpan fékk hana náttla til að versla heilan helling híhíhííí. Svo var bara tjúttað um kvöldið þar sem við grilluðum okkur rif og sumir urðu hressari en aðrir, nefni engin nöfn ;-) En hápunktur kvöldsins var án efa þegar Ómari var hent út á verönd í fríska loftið en fyrr en varði var Ómar mættur í fjörið þegar hann sat út á verönd með hausinn inn um gluggann, mjög öruggur!! Have to been there... svo var náttla "powernap" að koma sterkur inn ásamt sigri stelpnanna í poolinu ;-)

Laugardagurinn var frekar skondinn þar sem sumir voru rifnir uppá rassgatinu til að fara að máta föt. Ætli það hafi ekki tekið suma 3 tíma að hressa sig við á meðan við hin fengum okkur stærsta ís í heimi sem fæst aðeins í Fields og aðeins á laugardögum, uummmm þetta er það sem kemst næst íslenska bragðarefinum ;-) Annars er ég núna búin að láta 5 aðila kaupa sér belgískt vöfflujárn og það fer nú að verða takmarkað hverjum ég get boðið í kaffi, en það er náttla bara gaman!

Til að fagna þjóðhátíðardeginum fórum við fjórmenningarnir á hjólum niðrá Amagerstrand þar sem Íslendingafélagið var búið að koma upp tjöldum með íslensku nammi og fíneríi. Veðrið var æðislegt og Ómar og Dröfn alveg að fíla svona næs hjólatúr en hápunktur túrsins var án efa gamli púngurinn sem lá í sólbaði hjá þjóðhátíðargestum með allar sínar gersemar til sýnis... ullabjakk en Dröfn tók auddað myndir af kauða, veit ekki hvort þær koma til birtingar ;-) Vissi ekki að ströndin í Köben væri titluð við nekt hhuummmm!!!

Annars var kvöldið í gær bara frábært þar sem við byrjuðum á að fara að borða á Frikka Weiz kaffihúsinu. Hittum Frikka... alveg öruggur bara á leiðinni í strandpartý og leit við á kaffihúsinu til að staupa sig, usssss!! En við vorum á leiðinni á Parken þar sem Avril Lavrine og Snoop Dogg áttu að troða upp ásamt frægum dönskum böndum. Þegar við mættum í Kóngsins Parken náðum við samt bara þeim böndum sem okkur langaði að sjá þ.e. Avril og Snoopy en það var líka alveg nóg því Snoopy vinur minn missti sig á þessum tónleikum, usss er hann ekki að koma á Klakann að spila, mæli sko aaaaaalveg með kauða og heii ég sem fíla ekki rapp ;-) Fyrir ykkur sem eruð að fara, læriði þessa setningu; "say my mother focking name biiiitch" og þið eruð klár í slaginn.... ussssss fílíngurinn í kringum 30.000 manns, ekki dårligt sko!!!

Annars er bara slaki á dagur í dag hjá fólkinu. Eigum það alveg skilið enda búið að vera brjálað prógram alla helgina, ætlum bara út í garð í leiki enda á að vera súper gott veður... Dröfn og Ómar svo að fara heim í dag :-( oohh búið að vera svo gaman hjá okkur en ég er nú alveg að komast í frí, bara NÚNA á þriðjudaginn :-)

Vááá hvað þessi ritgerð mín er orðin löng, verð að hætta áður en allir gefast upp að lesa, knús til allra nær og fjær og veriði nú dugleg að kvitta fyrir ykkur svona í tilefni sumarsins ;-)

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ísland eða Danmörk á 17.júní.... 

Var að fá meil frá Íslendingafélaginu, usss það skiptir sko engu máli hvort maður er á Íslandi eða í Köben á 17.júní... fáum þetta allt beint í æð hérna niðrá Amagerstrand og svo skemmir ekki fyrir að hérna eru notaðir 2 dagar í þetta, það komast nébbla ekki allir á föstudegi!

Annars er nóg að gera hjá lille familien. Erum að fá krúsídúllurnar Drazzil und Ómar til okkar í kvöld. Búið að gera varúðarráðstafanir ef Dröfn fer að lauma nokkrum, komin með viftu sem sígur í sig mökkinn...
En það verður sko skemmtileg helgi hjá okkur pörunum. Ég og Drazzil í bæjarleiðangur á morgun og svo grill ourplace annað kvöld, néma hvað!!! Svo var ég að sjá að það er geggjað tjútt á Øresundskolleginu annað kvöld, spurning að fá sér hjólatúr þangað með liðið, við eigum meira að segja 2 aukahjól :-) Svo er það 17.júní stemmari á laugardeginum niðrá strönd og eftir það Zulurokk á Parken þar sem við ætlum að sjá stórvin minn "Snobby Dog" og Avril Lavrine ásamt öllum frægu dönsku böndunum troða upp, usss verður örugglega geggjað!

Heyriði, farin að gera eitthvað hérna...

miðvikudagur, júní 15, 2005

Gleymdi alveg puntsvíninu... 

Við Árni vorum að horfa á þátt í gær um puntsvín eða broddgölt á íslensku. Þessi dýr koma fram í mikilli rigningu og einungis þegar það er vel dimmt úti. Þegar þessar rosalegu þrumur voru hérna í síðustu viku fór Árni út á pall til að horfa á eldingarnar. Hann sá svo eitthvað svart stykki vera að troða sér undir veröndina okkar og ákvað að stappa niður og reyna að fæla það burtu, hélt þetta væri köttur. Svo vildi þetta dýr ekkert fara þannig Árni ætlaði að taka það og henda því í burtu, neinei bara eitt stykki nálar!! Frekar fyndið að svona dýr sé bara í garðinum hjá okkur... :-)

Annars er ég að fara á handboltaæfingu í dag. Uss uss freeeekar langt síðan síðast skal ég segja ykkur en þetta er síðasta æfing fyrir frí og þjálfarinn sendi eitt stykki sms að núna ættu allar að mæta. Ég er búin að vera í svona letifríi því það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér... en ég er eitthvað smeyk við þessa æfingu í kvöld, gæti alveg verið eitthvað svona þrektest eða eitthvað í lokin... ohhh alveg er það týpískt og ég verði bara að andast þarna, ekki búin að hreyfa mig að einhverju viti í einn og hálfan mánuð, ég tek nú ekki eitt skitið útihlaup sem gilda hreyfingu!! Úffff hugsiði til mín.... ;-)

þriðjudagur, júní 14, 2005

Flottur iPod maður... 

Búin að prófa hann... geggjaður alveg, hleyp miklu lengra með svona mjúsík á fóninum!! Eini gallinn (við mig) er að hann dettur alltaf úr eyrunum á mér, er ekki með svona í eyrunum til að halda svona týpu af heyrnatólum... annars geggjaður :-)

Er eitthvað að frétta?? Held ekki, voðalega simple life eitthvað hjá okkur núna, ég sit og læri og Árni að baka... er bara að bíða eftir að næstu 7 dagar klárist sem fyrst til að komast í sumarfrí... reyndar ætlum við aðeins að taka forskot á sæluna því að Dröfn og Ómar eru að koma í heimsókn á fimmtudagskvöldið, þá verður fjör!!!!!

sunnudagur, júní 12, 2005

Frábærar gjafir og skemmtileg helgi... 

Váá ég er nú bara prinsessan á bauninni þessa dagana. Ekkert smá sem fólk er búið að vera æðislegt... Pabbi er að leggja lokahönd á bílinn okkar og hann er orðinn eins og nýr núna og greyið pabbi er búinn að leggja svo mikla vinnu í þetta, sá fær stóra gjöf frá okkur fyrir alla þessa fyrirhöfn!!

Svo fórum við krúsídúllurnar niðrá Strik eftir póstinn hjá mér í gær. Ætluðum bara rétt að kíkja á Kristínu en við enduðum nú aldeilis í skemmtilegri bæjarferð þar sem við vorum að snúast fyrir Smára bróður hans Árna og kaupa einhverja fylgihluti fyrir ipodinn hans og eitthvað. Endaði líka ansi skemmtilega því Árni gaf mér bleikan ipod í afmælisgjöf (óskaði mér sko) og svo fékk ég afmælisgjöf frá tengdó sem var þessi flotta ullarpeysa án erma, geggjuð sko og prjónuð af tengdó sjálfri ussssss ég verð sko mega pæja í þessari. Jáh svo gaf Ella systir hans Árna okkur einungis 3 kíló af lakkrís, ég get svo svarið það við verðum með skytu dauðans, það eru reyndar 2 kíló af þessu að fara í frysti, þýðir ekkert annað!!

Annars er stefnan tekin á lærdóm hjá mér í dag, veitir ekki af eftir fríið eftir skil. Árni sæti verður bara að kúra hérna hjá mér og njóta frídagsins og svo eru Kristín og stelpurnar að koma í síðdegiskaffi til okkar, gaman að fá þær því þetta eru kennarar úr Öldutúnsskóla :-) En sem sagt bara næs dagur í dag hjá lille familien!

föstudagur, júní 10, 2005

Guffagrín og skemmtileg helgi á næsta leyti 

Össssss... Árni kom heim krúnurakaður í dag!!! Við skulum vona að það hafi eitthvað bæst í gáfurnar hjá kallinum því hausinn hefur stækkað um helming híhíí....

Þetta verður sko hin fínasta helgi. Það er víst búið að plana grillveislu með fullt af skemmtilegu liði our place í kvöld þar sem Guffi er í Köben. Guffi er gamall bekkjó úr Verzló og það verður bara 6-S stemmari tekinn á þetta ;-) Svo verður partýið tjúnnað upp í íbúðinni hjá Andra og Siggu því skvísan þarf að fara snemma í háttinn, pósturinn kallar í fyrramálið!

Annars er Kristín svilkona (mágkona Árna) í Köben í stelpuferð og við ætlum auðvitað að reyna að hitta hana, erum búin að plana að bjóða henni í sunnudagskaffi og eitthvað! Heyrst hefur að í ferðatösku Kristínar leynist 2 kíló af lakkrís og afmælisgjöf handa MÉR.... Svo fæ ég kannski afmælisgjöfina mína frá Árna á morgun, úúú bíð spennt... er sko búin að óska mér ;-) Bara róleg samt þið hin, ég á ekki afmæli fyrr en eftir 16 daga, nógur tími til að senda mér eitthvað fallegt !!!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Fjölskyldulíf á ný :-) 

Jæja, þá er skvísan komin heim. Búin að skila verkefninu og komin með eitt auka eintak til að afhenda yfirmanninum á pósthúsinu mínu... gæti ekki verið betra! Jú reyndar, verður betra þegar ég geng út úr prófinu 21.júní!

Annars langar mig alveg obboslega mikið að segja ykkur svolítið skemmtilegt :-) Ég þarf ALDREI ALDREI að vinna aftur í hóp með Dönum, hversu æðislegt er það!!! Á næstu önn verðum við Andri bara 2 í tveimur fögum þar sem lokaverkefni í öðru þeirra verður skrifað í jólafríinu á Klakanum, mjög ljúft ;-) Svo verðum við Andri með honum Hemma sæta í ensku valfagi þar sem við þurfum að rusla einni ritgerð saman, það verður náttla bara stemmari og ekkert annað... það er bara fyrir því skotið að stelpunni hlakki til jáááááá nei nei, tökum bara okkar sumarfrí fyrst ;-)

En hér sit ég heima, nýbúin í sturtu og frekar lúin eftir þetta allt saman og er að fara í IKEA með Árna á eftir. Það er stundum hættulegt að skilja Árna svona mikið eftir aleinan heima því það hrannast upp tónleikadiskar og nýjar hugmyndir af einhverjum töffaratólum og tækjum sem hann fjárfestir í. Nú erum við sem sagt að fara að kaupa eitthvað borð til að setja yfir rúmið okkar (og örugglega pínu af smáhlutum svona bara eins og alltaf þegar maður fer í IKEA) Mér finnst þetta svo fyndið hvernig músin mín nær alltaf að dunda sér svona mikið sem piparsveinn... eða kannski ekki, þá vill hann kannski bara losna við mig ;-)

Annars held ég barasta að sumarið sé að koma! Muniði eftir því þegar ég sagði ykkur að það myndi rigna alveg þangað til ég myndi skila... reyndar var líka gott veður í gær en núna held ég barasta að það sé komið til að vera, 23,8° sýnir mælirinn á pallinum hjá mér og glampandi sól... ekki slæmt börnin góð!

En jæja, ég held ég leggi mig pínu áður en ég fer í shoppingferð með kallinum, við eigum nú alveg skilið að njóta okkar pínu saman núna, ekki búin að sjá hvort annað í heila viku.... túrílúúúú!!!!!!

Geðveikin á enda... 

100 síður í prentun x3 eintök.... þetta er án efa lengsta verkefni sem ég hef unnið að! Tók heila 2 mánuði takk fyrir en niðurstaðan er líka eftir því, við erum glöð!

Þetta var ekki átakalaust svona í lokin, við vöktum í alla nótt! Auðvitað gat ég ekki haldið út og sofnaði í 2 tíma... hver getur bara vakað sísvona í heilan sólarhring... en jæja er að fara að binda meistaraverkið inn!! Skrifa meira seinna í dag ;-)

sunnudagur, júní 05, 2005

Bara stutt kveðja... 

Hæhæ, bara að láta vita að við skötuhjúin séum á lífi. Það er mikið að gera hjá stelpunni þessa stundina... verkefnið í lokavinnslu, skil á fimmtudaginn og við á síðustu dropunum núna og sitjum langt frameftir alltaf!

Annars er Árni orðinn algjör piparsveinn bara, alltaf einn heima greyið en hann er nú heppinn að Andri er fluttur við hliðiná... annars er Árni ekkert að kvarta svo sem, fýlar þetta piparsveinalíf bara ágætlega held ég ;-)

En takk fyrir skilaboðin Ernir, gaman að heyra í þér. Þú þarft bara að senda mér emailið þitt svo ég geti nú haft samband, já eða skrá mig á skype... við erum með arniogharpa sem username, þið hin megið líka alveg ef þið viljið tala við okkur :-)

föstudagur, júní 03, 2005

Vorkenna sjálfri sér stelpan ;-) 

Sit föst í textanum sem ég er að skrifa, veit ekki alveg hvernig hann á að vera og ég vorkenni svo sjálfri mér því ég á heila 6 sólahringa eftir í þessari verkefnavinnu... æjj ég er nú meiri vælukjóinn! Ég ætla í staðin að segja frá einhverju öðru en sjálfri mér í þetta skiptið..... híhíí!!!

Andri og Sigga eru að flytja á kollegið akkúrat í þessum töluðu orðum :-) Árni er að hjálpa þeim og ég rétti mína hjálparhönd með því að skella í pastarétt núna þegar þau koma í næstu ferð... Ég var víst ekkert vinsæl því ég informeraði þau um að ég fyndi arabalykt inni hjá þeim (Arabi sem bjó þarna áður) og svo sagði ég líka að gaurinn á móti væri svartari en svart! Ég fékk víst einhvern stimpil á mig við þetta en ég er samt alls enginn hatari, eða svona... allavega engar slæðukjéllur á mitt heimili ;-)

Svo er litli sæti bróðir minn bara ekkert lítill lengur. Ég er búin að gefa honum bílprófs og afmælisgjöfina og hann er að fara í bóklega núna á næstunni... úúúúú svo skemmtilegur tími hjá honum núna.. á samt ekki afmæli fyrr en í júlí en sá á eftir að heilla píurnar með Sort sol á fóninum í Borunni ;-)

Svo keypti ég rosa skvísubol á múttu og sendi henni í gjöf! Uss nú er gamla klár á pallinum og bíður eftir týndu dótturinni til að slúðra um daginn og veginn! Sigrún, þú manst að það er alltaf heitt á könnunni í Klukkuberginu hahahaha....

Jæja, ætla að fara að huga að þessum pastarétti og svo auddað að halda áfram með þessa æðislegu "analýsu" Svona ein spurning til íslenskra háskólanema, hvað þýðir analyse á íslensku...?? Umræða..??

fimmtudagur, júní 02, 2005

Nýr gullfiskur á heimilið... 

Hæhæ, langt síðan síðast! Maður er bara aðeins að sinna þessum skóla þessa dagana, ágætt að maður reyni að setja smá kraft í þetta svona í lokin. Verkefnaskilin eru eftir akkúrat viku og við eigum langt í land. Erum reyndar búin að skrifa svona 100 síður en ungfrú fullkomin sem að öllu óbreyttu er æðisleg stelpukind er bara búin að tapa sér í formúleríngunni á þessu verkefni okkar... Ég segi nú ekki annað en elskan, slepptu því bara að vera í hóp því þú getur ekki sætt þig við annarra manna verk! En nóg um verkefnið... örugglega hundleiðinlegt að lesa ;-)

Svo eru það fréttir af fiskabúrinu okkar :-) Árni fór á stúfana og keypti þetta flotta skip til að setja í búrið. Svo gat hann náttla ekki látið þar við sitja heldur keypti nýjan gullfisk í safnið því það dó einn um daginn! Nú erum við líka loksins búin að finna nöfn á þá báða sem eru bara ansi sniðug, Nanni og Gulli! Gúbbífiskarnir fá ekki nöfn því þeir eru allir nákvæmlega eins og auk þess eru þeir líka frekjur...

Annars er bara rigning og rok í Kaupmannahöfn þessa dagana. Ekkert svo spennó en það er ágætt að þetta komi núna á meðan skvísan er föst í verkefnavinnu! Góða veðrið kemur bara aftur í næstu viku, alveg er ég viss um það ;-)

En jæja, back to the books.. þýðir ekkert hangs en endilega verið dugleg að senda kveðjur, alltaf gaman og Yfirstrumpur, það er alltaf verið að hugsa um æðislega golfvöllinn, sundlaugina og Egilssonpalace sem við eigum eftir að skoða ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?