<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júlí 31, 2005

Sunnudagur uppí rúmi.... 

Jiii það fer nú bara að verða sérstakt fyrirbæri þegar ég blogga þessa dagana enda er ég bara að njóta sumarsins og lítið um tölvuferðirnar, lofa að verða betri þegar skólinn byrjar ;-)

Eeeeeen, það er bara allt frábært að frétta héðan. Amma og afi fóru heim á föstudaginn og heppnaðist heimsóknin þeirra bara obboslega vel. Ég held ég hafi gefið þeim allt of mikið að borða því þau eru víst vön að borða 1x á dag en við vorum borðandi allan daginn hérna. Ég sprengdi afa líka síðasta daginn þar sem honum langaði svo í smørrebrød í hádeginu og við fórum að kaupa svoleiðis. Svo eldaði ég grjónagraut fyrir flugið þeirra seinnipartinn en það var enn afgangur af smørrebrød sem ég lét gamla borða og auðvitað vaaarð hann að smakka grjónagrautinn líka þannig greyið rúllaði uppá flugvöll híhíhíí!!

Svo er búið að rigna svaaaakalega hérna og það kom hvirfilbylur á veröndinni okkar á föstudaginn. Usss amma og afi á leiðinni í flug og heiðskýrt í hádeginu. Svo byrjaði að þykkna upp og allt í einu komu þessar svakalegu þrumu og eldingar og brjálaði vindurinn bara. Allt í einu tókust garðhúsgögnin okkar á loft og blómapottarnir mínir splúndruðust við þetta. Jiiii ég hef sko aldrei séð svona áður og varð ekkert smá hrædd bara og amma ætlaði ekki að þora í flugið en þetta tók nú fljótt yfir samt. Annars rigndi ég niður í gær. Shiiiiiitt maður, ég var að bera út og fór á skyrtunni í vinnuna því klukkan 6 var bara sól og blíða. Jáneiiii ekki hlusta á veðurfræðingana sem sögðu að það ætti að þykkna upp seinnipartinn því þeir hafa ALDREI spáð rétt hérna því það ausaði niður næstum allan tímann og var ég gegnumsósa ÓJÁ og pósturinn var líka ógeðslegur... hefði sko ekki viljað fá póst þann daginn!

En svo var skemmtilegur dagur í gær. Fór með Stínu stuð í Fields. (FH Kristín) Hún er náttla bara heppinn GRÍS að vera að fara á U2 á Parken í dag en þetta var hennar síðasta stopp í bili í Köben þar sem Alli er nú fluttur heim for good. Æjj það er svo gaman að fá hana því hún fer akkúrat í búðirnar sem mér finnst skemmtilegar ;-) Stína, þú verður að vera dugleg að heimsækja mig hehehe!!!

Svo buðum við í mat í gær. Ekkert formlegt neitt sko, en Sandra og Alexander litli sonur hennar komu í grillaðan kjúlla. Við sátum svo langt fram eftir að prófa nýja barinn sem Árni er búinn að smíða hérna og Sandra varð alveg veik. Við blönduðum okkur eftir uppskriftum og vorum alveg að brillera hérna og barnið uppi að horfa á dvd með headsett hehehe. Ég skora á fólk að kíkja við enda er barinn orðinn roooosalegur núna, Árni kallinn sko. Annars gengur ágætlega að safna víni, amma og afi keyptu þennan flotta Rosendahl rauðvínsstand fyrir okkur en við þorum ekki að setja hann upp því veggirnir eru úr gipsi hérna. En þau gáfu okkur nébbla líka annan rauðvínsstand í IKEA sem passar ofaná þann sem við eigum fyrir og það er allt að koma í að fylla hann.

Jáh svo er maður alveg orðinn fastagestur í barnafatadeild H&M. Það er búið að fæðast eeeendalaust af krílum í sumar og svo er ég að versla svo mikið fyrir systur hans Árna og mömmu hans. Mér finnst þetta nú EEEEKKI leiðinlegt skal ég segja ykkur því barnafötin þarna eru svo flott og ekki skemmir fyrir hvað þau eru ódýr. Það verður líka svoooo gaman að koma heim til Íslands því fyrir utan það að hitta allar stelpurnar og fjölskylduna þá er maður að fara í babyhitting, aldeilis að maður er orðinn stór eitthvað ;-)

En jæja, ætla að fara að drífa mig á lappir enda er að koma hádegi. Maður liggur í rúminu með lapparann, ekki slæmt ;-) Vonandi að allir eigi góða verslunarmannahelgi og gangi hægt um gleðinnar dyr!!!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Gömlu skemmta sér vel í útlandinu 

Jáh hvað er nú búið að gerast í fríinu okkar hérna á Hovmålvej. Árni er búinn að vera "að heiman" því hann er búinn að vera að bóna bílinn sinn. Nú ætti ekki að þurfa að þrífa hann fyrr en eftir næstu jól því eins hreinan bíl hef ég aldrei séð. Þetta kostaði líka sitt því á meðan ég týndi og týndi föt á ömmu og afa í körfuna í Bilka bætti Árni allri Sonax línunni við og úr varð hið fínasta safn sem myndi sæma sér vel á Bónbæ hf.

Annars er búið að vera nóg að gera hjá gamla settinu. Ég er búin að þræla greyið ömmu minni í að hekla og hekla fyrir mig. Hún er orðin svo slæm að hún er komin með blöðrur á puttana greyið en enn heldur hún áfram því nú er hún að hekla yfir vinklana sem Árni var að setja upp undir sjússamælirinn sinn. Ég er nébbla búin að yfirtaka glerskápinn okkar því amma og afi eru búin að kveikja í kortunum sínum því þau eru búin að kaupa svo mikið handa okkur. Dæmi um nýja hluti í kotinu eru Rosendahl karöflur og rauðvínsstandur, Georg Jensen kertastjaki á stofuborðið, ísbjarnarskinn á gólfið, feitasta ferðin í IKEA, feitaaaaaasta ferðin í H&M og ég gæti haldið lengi áfram. Held bara að við verðum rænd með þessu áframhaldi ;-)

Annars gekk gönguferðin um Íslendingaslóðir vel og gaman að fara í hana. Afi sagði Guðlaug lygalaup þar sem fólk notaði sko kamra miklu fyrr á Íslandi en hann sagði, hehehe alveg týpískt þrjóskan úr minni fjölskyldu en gamli róaðist niður á klukkutíma nr.2 því ferðin var 3 tímar og greyið afi var farinn að haltra undir lok ferðar. Daginn eftir tókum við svo maraþonsjopping í Fields þar sem við versluðum okkur upp í háls. Allir sáttir við daginn og amma bara ótrúlega spræk í löppunum en afi var alveg búinn enda hentum við honum bara í sund í gær og sá trylltist aldeilis í 20° lauginni því kallinn synti og synti.

Annars var Strikið tekið í gær og amma kom með komment ferðarinnar "hva, er þetta Strikið, bíddu ég hélt að það væri mellugatan" en annars er ferðin búin að einkennast af kaffihúsum og aftur kaffihúsum. Ég veit, ekki alveg ég en svona er þetta þegar maður er með gamalt sett með sér sem heimta kaffi og tertusneið á hverju einasta götuhorni ;-) En allt í allt eru amma og afi búin að vera yndisleg og hinir fínustu gestir!

Jæja Sigrún, var þetta ekki fínt í bili ;-) Það er nú ekkert spennandi að gerast hérna hjá okkur. Ég fór á mína fyrstu æfingu í gær og það er nú ágætt að byrja í þessu og fara að fá einhverja reglu á þessar æfingar hjá manni. Ekki leiðinlegt að keyra á æfingu í 20 mín í staðin fyrir 45 mín í lest....

sunnudagur, júlí 24, 2005

Brummi kominn í stæðið :-) 

Ussss hvað töffarasleðinn sæmir sér vel hérna í stæðinu sínu :-)

Bíllinn kominn eftir 18 klukkustunda ferðalag okkar Árna að ná í hann og 4ra daga ferðalag hjá ömmu og afa við að koma með hann. Alveg þess virði skal ég segja ykkur... uss hann er flottur :-)

En ferðalagið okkar Árna gekk nú ekkert sérstaklega, eða júú gekk vel en fengum ansi mikið að kenna á því að stressa okkur yfir því að ná lestum og rútum. Hlupum á milli lesta og mátti nú ekki miklu muna þegar við rétt náðum rútu sem við áttum að taka í Álaborg, jiii hefðum átt að stressa okkur meira því að Norrænu seinkaði svakalega og við Árni sátum föst í marga klukkutíma í krummaskuði ársins... jesússs meira sveitabæli er ekki séns að finna. Ákváðum samt að gefa bælinu séns og þegar maður er búinn að labba bæinn á enda á korteri þá er nú ekki mikið að sjá en við komum okkur fyrir í "Hanstholm center" sem bauð upp á vínber og kexpakka hehehe... Svo þegar við höfðum setið þar í klukkutíma fórum við niðrá höfn og fundum þessa fínu sjoppu og allt leit vel út... þangað til við fengum sveittasta sveittasta mat eeeever... Árna matur var reyndar allt í lagi, eitthvað snitzel en ég fékk þennan ljóta pulsurétt sem var svona:

Franskar, bratwurstpulsur (well done = kolamolar), steiktur laukur, súrar gúrkur og veeeeeeel af tómatsósu og remúlaði. Árni greyið vorkenndi mér svo obboslega mikið að hann greyið borðaði þennan mat og gaf mér snitzelinn. Eftir þetta var ekki skrítið að Árni greyið var næstum búinn að æla því annað eins magn af kaloríum er sjaldgæft að sé látið inn fyrir okkar varir. Þannig úr varð að við eyddum restinni af biðinni í að ganga um "stórbæinn" og meira að segja vorum við farin að hlaupa upp og niður tröppur, bæði til að halda á okkur hita og til að hlaupa af okkur kaloríuréttinn góða!!

En eftir að Norræna kom og við búin að hanga úti í 5 klukkutíma í roki og skítakulda þá voru amma og afi náttla einn af síðustu bílunum frá borði og ekki néma klukkutíma eftir að þau lönduðu þannig við biðum í 6 klukkutíma í krummaskurði, usss ekki hægt sko en þetta var svo allt í lagi eftir það þar sem við gáfum bara hressilega í og keyrðum á 140 alla leiðina heim og vorum ekki néma 4 tíma að keyra endilanga Danmörku ;-)

Annars verður næsta vika helguð heimsókn frá ömmu minni og afa. Byrjuðum ferðina þeirra á því að fara með afa í gönguferð um Íslendingaslóðir með Guðlaugi Arasyni rithöfundi og amma fékk verkefni heim á meðan að hekla saman eitt af veskjunum mínum sem var bilað hehehe... maður á að nýta þetta lið. Erum svo að fara út að borða á Jensens þar sem mamma mín er víst búin að lofsyngja þennan stað við þau gömlu og eins gott að vera hlýðin og láta bjóða sér sem mest út ;-)

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Suddaveður hérna megin.... 

Rosalega er þetta alltaf fyrirsjáanlegt með veðrið... leið og kemur loksins sól á Íslandi þá kemur rigning hérna. Akkuru haldiði að það hafi verið rigning í mánuð á Klakanum, nú vegna þess að það var hitabylgja hérna ;-)
En ef kenningin mín heldur á að byrja að rigna á sunnudaginn hjá ykkur... hhhuummm það á nébbla loksins að koma sól og gott hérna í næstu viku!!

Annars er litli brósi minn kominn með bílpróf :-) Hann ætlar að sækja okkur á flugvöllinn þegar við lendum 12.ágúst (21 dagur) og jiiii eins gott að hann sé góður driver, annars tekur stóra syst bara yfir stýrið sko... hehehe!!

2 dagar í bílinn og ömmu og afa. Þau eru komin til Seyðisfjarðar núna hress og kát og á leið í 2ja sólahringa "siglingu" um höfin... eigum við ekki að vera flott á því og orða þetta þannig að þau séu á skemmtiferðaskipi Norðurlanda, hinni einu sönnu Norrænu!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Fyrsti sigur í dönskum buisness !!! 

YES... ég get þetta ennþá ;-) Neiii segi svona en ég er sátt við frammistöðu mína og sátt við að hafa þekkingu á afstemningu og bókhaldi. Allt sem ég lærði í Danól og uussss hvað þetta bjargaði skvísu í gær!!!

Þannig er málið að tengið okkar fyrir internetsnúruna skemmdist og það þurfti viðgerðarmann og húsvörðurinn segir við mig að við þurfum að greiða fyrir þetta þar sem þetta dekkar ekki sjóðinn okkar sem við notum ef þarf að mála eða gera eitthvað við hjá okkur. Týpískt maður... er bor í vegg eða rispað parket ekki alveg jafn miklar skemmdir og internettengi???

Allavegana þá segir hann mér að ég fái bara reikning fyrir þessu og svo kom leigan og engin rukkun fyrir þessum viðgerðum. Þannig ég hélt bara að samtal mitt við húsvörðinn hefði gert það að verkum að þetta hefði verið tekið af viðgerðarsjóðnum okkar. Aldeilis ekki því á laugardaginn fékk ég rukkun í pósti fyrir þessu dæmi og viti menn, bara búið að hækka um HELMING því að þeir voru búnir að leggja endalausa dráttarvexti á þetta... TAK SKAL DU HAVE... já neiiii ekkert svona! Ég í brjáluðu skapi eftir þetta og Árni mátti hafa sig allan við til að róa mig niður. Ég þekki nú alveg Danann og vissi alveg að ég ætti eftir að borga alla þessa upphæð en ákvað nú samt að reyna að hringja uppeftir í gær og var alveg tilbúin í pakkann.... heyriði, haldiði ekki bara að ég hafi hakkað gaurinn í mig og fengið niðurfellda þessa dráttarvexti og sit nú BARA uppi með viðgerðina sjálfa. YES ;-)

En svona til að þið vitið ástæðuna fyrir þessu þá gat ég nappað þá þegar ég fékk hreyfingaryfirlit yfir síðustu mánuði því að þeir höfðu stemmt vitlaust af, þ.e. restin sem ég átti að skulda var í formi húsaleigu og þvottapeninga sem var "akkúrat" sama upphæð og viðgerðin, já neiiii ekkert svona! Þannig ég er búin að borga reikninginn sátt við minn fyrsta sigur á móti Dananum :-)

mánudagur, júlí 18, 2005

Barnahelgin mikla... 

Börnin sogast alveg að okkur þessa dagana... eða kannski sogumst við bara að þeim hhuuummmm!! Allavegana þá kíkti Bjössi og kærasta í heimsókn um helgina með litla skæruliðann sinn hann Benjamín (mini Bjössi) Bjössa þekkja nú allir, línumaðurinn úr Stjörnunni en litli strákurinn hans er 13 mánaða og algjör dúndurgaur sko. Nú skil ég akkuru það er alltaf drasl hjá mömmum með lítil börn, þau drasla og káma út eeeendalaust en mér fannst þetta æði að hafa hann. Takk fyrir heimsóknina kæra fjölskylda og hlakka til að sjá ykkur aftur og vonandi var Benjamín ekki alveg snaaaaar eftir allan sykurinn hjá okkur híhííí ;-)

Svo fórum við og kíktum á nýja FH-inginn hérna í Köben. Sverrir og Steffí áttu æðislega sæta stelpu fyrir rúmum 10 dögum. Gvuuuuð klíng klíng klíng hún var æææææði... jiii ekkert smá falleg og fullkomin stelpa og svoooo góð.

En til að fullkomna barnahelgina miklu þá hringdi Gróa litla frænka hans Árna í okkur í gærkvöldi. Það hljómaði einhvern veginn svona: "hæ, herru... dér er boðið í ammælid mitt og dú átt ad baka barbiegöku og Harpa líga" krúúúútt ein að verða 3ja ára og við höfum aldrei náð afmælinu hennar, þetta verður í fyrsta skiptið og auðvitað ætlar besti frændi að setja í eitt stykki barbie fyrir Gróu sína :-)

Jæja, nóg af barnalandi hérna... var að koma úr póstinum og ekkert að gera fyrir mig á morgun þannig ég á eitt stykki frí :-) og einungis 5 dagar í ömmu og afa og 26 dagar í Ísland :-)

föstudagur, júlí 15, 2005

Betri nætur og yndislegt líf 

Jáh, aldeilis að þessi hiti er búinn að vera að hrjá okkur hérna á næturnar, maður er alveg dauðþreyttur bara! En síðustu 2 nætur er búið að vera bærilegt hérna, ekki néma 24 gráður inni sem er nú svo sem allt í lagi og er það allt annað en þessar 30 sveittu gráður.... úfff vona sko að þetta verði bærilegt þegar amma og afi koma, nenni ekki að hlusta á vælið í henni ömmu minni hehehe ;-)

Annars var ég í fríi frá útburði í gær. Átti það sko alveg skilið, er búin að vera ógeðslega dugleg að vinna og svona einn frídagur skilar sér sko alveg. Naut þess bara að sofa út og auðvitað þurfti ég að taka "smá" æfingu í hádeginu því það er svo næs að vera búin með æfinguna og eiga frí á kvöldin. Neinei, ég viltist í einhverjum skógi hérna rétt hjá og hljóp í klukkutíma og korter... aaarrrggg og ég var alveg að farast hérna síðustu metrana, en svona kemur úthaldið víst ;-)

Jáh hahahaa... bakarafrúin er bara að gera sig ready til að skáka húsbóndanum í eldhúsinu. Er farin að baka á fullu núna, gerði eplalengju og kanilsnúða í gærkvöldi og bauð Andra og Siggu í kvöldkaffi, aldeilis huggó ;-) Ég er samt ekki sátt við útfærsluna mína af þessari eplalengju, smakkaði nébbla svo obboslega gott eplapie hjá henni Erlu Hendriks um daginn, verð hreinlega bara að bjalla í skvísí og fá uppskriftina ;-)

Annars er Árni út að hlaupa núna í einum af sínum maraþon hringjum, já NEI ég fer ekki með í svoleiðis þrátt fyrir OFURútihlaup í gær. Ekki néma 10 dagar í fyrstu handboltaæfingu og satt best að segja er ég ekki að nenna því en það verður samt gaman að hitta allar stelpurnar aftur. Besta vinkona mín í liðinu er að koma aftur eftir hálft ár í Ástralíu þannig það verður gaman að sjá hana.
En jæja, er að bíða eftir Halla hála til að fara upp í Hard Work og lyfta pínu, góða helgi gott fólk og njótiði þess að vera til í sumarfríinu :-)

mánudagur, júlí 11, 2005

Já nei, ég klóra mér ALDREI..... 

Helvítis fluguhelvíti... já uss Harpa ekki blóta svona :-/ en maður er nú bara að verða kreisí á þessum moskítóbitum sko!!! Vorum úti eitt já EITT kvöld í ljósaskiptunum og við fengum sko aldeilis að gjalda og af 6 manns vorum við Árni einu sem vorum étin, hversu týpískt maður!!!!!

Ég held því svo fram við Árna að ég sé miklu viljasterkari heldur en hann því ég klóra mér ALDREI í þessum bitum þrátt fyrir að ég sé að SÁLAST í þessu en svo böstaði hann mig aldeilis í nótt híhíhíí... hann vaknaði við mig vera að HAMAST á lærunum á mér og neinei ekkert grunsamlegt þar á ferð, bara eitt stykki klór og sá hló mikið af mér eftir allar yfirlýsingarnar :-(
Ég skildi líka ekkert í því í póstinum í dag akkuru var farið að vessa úr bitunum, ég einfaldlega búin að klóra í nokkur sár bara!!

Annars er ekki hægt að sofa þessa dagana. Jísússsss það er svona 26 stiga hiti hérna inni á næturnar og ég bara svitna og svitna. Væri sko ekkert mál ef maður hefði loftkælingu en það er nú ekkert svoleiðis hér, bara þungt loft og lagast ekkert við opinn glugga því það er enginn íslenskur vindur! En ég ætla nú ekkert að kvarta yfir veðrinu, alls ekki ;-) Þarf bara að fara í bandahlírabol í vinnuna á morgun því nú er þetta orðið alvarlegt vandamál hjá mér með þetta bolafar, alveg sama hvort ég er í bol eða ekki, sést enginn munur!

En heiii verð að segja ykkur frá sunnudeginum okkar. Sá var æðislegur :-) Fórum í brunch til elsku Siggu Lóu og fjölskyldu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er hún "mamma/systa" mín hérna úti og við Árni förum alltaf öðru hvoru til þeirra, alveg æðisleg og nú eru þau búin að kaupa sér nýtt hús hérna í Köben og það ekki af verri endanum því það er sundlaug og allur pakkinn. Og eftir allt djammið á laugardagskvöldið og þriggja tíma svefn hjá mannskapnum var þetta æðislegt og ekkert smá gott að liggja bara í sundlauginni og tjatta og borða himneskan brunch... uuummm takk fyrir okkur sætu :-)

En já... vááá mikið að skrifa allt í einu því laugardagskvöldið var líka spes. Það var svona garðpartý hérna hjá okkur sem þýðir að allir garðar voru með sérstakt þema og svo var gengið á milli og boðið upp á drykki. Einn garðurinn var með Hróarskelduþema og einn með ísöldina en við Árni komum svo seint inn í þetta þannig við náðum bara þeim þemum en þetta var ekkert smá gaman og svo var haldið risa partý í fælleshúsinu á eftir... usss alltaf stuð í Köben sko ;-)

laugardagur, júlí 09, 2005

38,8 ° C í Kaupmannahöfn !!! 

Ekki hægt að vera úti sökum rosalegs hita í dag, úúfff næstum 40 gráður og alveg steikin bara! Alls ekki hægt að ganga berfættur á veröndinni okkar því táslurnar brunnu bara. Varla hægt að vera inni heldur því hitamælirinn sýndi að hitinn fór í 30° hérna inni... ussss Árni var líka EKKI sáttur við þennan hita og var með óráði en ég æstist öll upp því ég ELSKA svona gott veður, væri alveg til í að búa á Spáni sko ;-)

Í tilefni góða veðursins ætlaði skvísí að slaka á í garðinum eftir vinnu en aldrei þessu vant gat ég hreinlega ekki sólað mig vegna hita þannig ég fór með Árna að kaupa ís og svona, bara kósý sumarfílingur á þetta. Svo var Árni svo slappur að hann lagði sig bara, jísúss ekki svoleiðis hjá mér þannig ég byrjaði að baka á bikiníinu takk fyrir, híhííí... alveg að fíla mig og byrjaði á súkkulaðiköku. Svo var ég búin með hana og hringdi þá bara spes til tengdó til að fá uppskrift af kanelsnúðaköku sem heppnaðist svona obboslega vel hjá mér :-)

Svo er svaka kósý hjá okkur í kvöld. Erum að fara að grilla og ætlum að borða rómantískt úti með gott vín og svona. Það er líka svaka partý hérna á kolleginu í kvöld og auðvitað verður maður að kíkja á það líka. Næs hjá okkur, bara í fríi á morgun og ætlum að slappa af í sundlauginni hjá Siggu Lóu :-)

Ps. ég er með 6 moskítóbit eftir gærkvöldið og Árni kallinn eitthvað fleiri. Ohhh það borgar sig sko ekki að sitja svona úti í ljósaskiptunum, ég verð pottþétt inni á þeim tíma í kvöld, meika ekki þessi bit, klæjar svo obboslega mikið og hvað er málið með þessar flugur, ég er með 5 bit á milli læranna... aldeilis að þær eru graðar ;-)

föstudagur, júlí 08, 2005

Er næsta bomba í Köben ??? 

Hræðilegt í London í gær og næstu fórnarlömb verða bara sjálfir Danir... usss fólk er nú frekar skelkað yfir þessu hérna og sem betur fer er ég ekki daglegur gestur í lestarnar og strætóa þessa dagana. Held samt að það eigi eftir að líða langur tími þangað til eitthvað gerist, samt svoldið einkennilegt að ég búi í landi þar sem hryðjuverk eiga eftir að eiga sér stað... ég sem er bara frá litla Íslandi!!!

Annars er ég alltaf með útvarpið á fullu í bílnum og í morgun var hringt í einn Dana sem býr í London og hann sagði að allt væri orðið eðlilegt aftur eftir hörmungar gærdagsins. Daninn var svoooo hissa á því hversu "ligeglad" Londonbúar voru yfir þessu því (loksins) viðurkenndi Daninn að það myndi uppkoma hatur og reiði ef einhverjir terroristar myndu bomba upp Kaupmannahöfn, og ekki bara í einn dag heldur sögðu þeir sjálfir að almúgur myndi tyggja þetta í sig svo vikum skipti... jáh þar hafiði það, Daninn í hnotskurn kæru Íslendingar!!!

Annars er hitamælirinn að skríða uppí 30 gráðurnar rétt í þessu og ég bara hef það ekki í mér að leggja mig í svona obboslega góðu veðri enda er maður farinn að fölna pínu ;-) Ætla út í eitt Séð og heyrt og sofna svo á pallinum híhííí.....

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Hvað er þetta..... 

Ég er eiginlega bara farin að hlakka til þegar brumminn okkar kemur, bara tvær og hálf vika í þetta. Er samt mest farin að hlakka til að allt vesenið klárist. Hvað þýðir eiginlega að vera umboðsmaður á Íslandi? Pabbi er nébbla umboðsmaðurinn minn af því ég bý hérna úti og ég hélt að hann mætti þá gera ansi margt fyrir mig en neiiii, alltaf þetta gamla góða, ég þarf að búa til beiðni um að hann "megi" sjá um mín mál.... hvað er þetta, til dæmis má hann ekki skrifa undir neitt hjá Umferðarstofunni út af bílnum því það vantar mig og ég sem er skráð í Danmörku og er að fá pappíra um að FÁ bílinn til Danmerkur þarf að vera á Íslandi til að skrifa undir, alveg ferlegt sko ;-)

Annars er skvísí bara hress. Fór á litla kaffihúsagötu í Valby í gær og hitti nokkrar handboltapíur. Æðislegt kaffihús og ekkert smá gaman að fara svona út með þeim og tjatta, verst að það mígrigndi akkúrat þegar ég var að hjóla þangað, usss og ég kom alveg reeeennandi blaut en þetta reddaðist.

Svo er eitt svoldið skondið. Ein í liðinu mínu þekkir norsku píuna sem er að koma til FH. Þær voru að spila saman á Spáni og ég á örugglega að fara með eitthvað til hennar þegar ég kem til Íslands, fyndið... ótrúlegt hvað heimurinn er lítill!!

mánudagur, júlí 04, 2005

Ein af "krúinu" í póstinum... 

Ég get svo svarið það, hversu glataður er maður að verða hehehe!! Hitti eina í póstinum í bænum á laugardaginn og ég fór að ræða um hversu mikill póstur hefði verið og hvers mætti vænta í dag mánudag! Gvuð minn góður..... svo er búið að skrá mig í eitthvað boðhlaup, 5x 5km hlaup þrátt fyrir ítrekaðar neytanir hjá mér en Kastrup pósthús er víst með einhvern metnað í gangi, usss þeir vita ekki hversu léleg ég er í útihlaupum ;-)

Svo var ég tekin í naflaskoðun í morgun. Tekið ljósrit af ökuskírteininu mínu og skráð niður details um Hörpuna og brumman sem ég keyri um á. Hinn frægi Bush er væntanlegur til landsins á morgun og ég er svo "heppin" að bera út í eitt fyrirtæki sem sér um bússana sem keyra inná flugbrautinni þegar þú þarft að komast úr flugvélinni og að gate-inu, þekkiði þá ekki!! En sem sagt, þetta öryggisdæmi er að gera alla crazy í Köben og sérstaklega pósthúsið og ég þarf sem sagt að fara í gegnum einhverja gegnumlýsingu þegar ég fer í þetta fyrirtæki á morgun, hehehe alltaf fjör í póstinum ;-)

Svo er heimilið okkar ógeðslega hreint eftir helgina. Árni bónaði parketið og þreif rúðurnar að innan og utan og gerði alla þessa hluti sem maður gerir allt of sjaldan, ég sat með kokteil á meðan og talaði við múttu hehehe ;-) Annars var sunnudagurinn æði þar sem skvísí átti frídag og við nýttum hann í að fara í hjólatúr niðrí bæ í góða veðrinu, alltaf svo gaman að fara niðrí bæ þegar veðrið er svona gott. Annars er spáð skúrum og rigningu restina af vikunni sem er alveg ágætt svo sem en góða veðrið á að koma aftur á föstudaginn, alveg mátulegt þar sem við skötuhjú erum að fara í brunch í sveitasæluna til Siggu Lóu um helgina :-)

laugardagur, júlí 02, 2005

Letiskrif....... 

Jiii hvað er að gerast með bloggmester... mín bara orðin rosa léleg að skrifa eitthvað! Held það sé því ég er eiginleg hætt að fara í tölvuna, er ekkert að læra núna skiljiði ;-) Svo er náttla svo mikið spánarveður hérna í Kóngsins þannig maður er bara úti og í bænum og sonna, ljúfa lífið :-)

Harpan fékk eitt stykki heimsókn í gær. Gunna var að millilenda í Köben á leið sinni frá Ungverjalandinu... gaman að fá skvísí og settumst við á kaffihús og ældum út úr okkur öllum kjaftasögunum sem okkur fannst nú bara nokkuð margar ;-) Jiii hef ekki séð Gunnu mína svooo lengi þannig þetta var ýkt fjör, ég í skugganum en Gunna að steikja sig en báðar með ískalda drykki ;-)

Árni er úti að hlaupa núna og svo ætlum við að skella okkur í sund og kaupa ís og sonna, taka einhvern bæjarrúnt í góða veðrinu. Ég er eiginlega komin með ÓGEÐ af sólinni í bili og vonast innilega til þess að það verði skýjað í næstu viku, bara til að húðin mín fái smá pásu ;-) Ég mætti meira að segja með derhúfuna í póstinn í morgun.....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?