<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Rútínan að skella á.... 

Það er nú frekar mikið flashback í gangi hérna frá því í sumar áður en við fórum til Íslands. Það var nébbla hringt í mig í gær og ég beðin að vinna í póstinum því auglýsingabæklingarnir eru að gera alla crazy og kjéllan hefur svo sem ekkert betra að gera en að vinna sér inn aukapening þessa dagana þannig ég bara slóg til. Svoldið fyndið að við fórum því bæði snemma í vinnu í morgun og svo var ég úti í sólbaði þegar Árni kom heim hehehe.... nákvæmlega eins og þetta var í allt sumar. Og hei góðir Íslendingar, bara þrusugott veður í Köben... ussss ussss betra en flíspeysuveðrið á Íslandinu ;-)

Annars keypti ég flestar skólabækurnar í gær og varð rænd. Djöfulsins verð er á þessu og ég þurfti bara að kaupa 5 stykki. Á enn eftir að kaupa fyrir eitt fagið og vona sko sannarlega að það sé eitthvað discount fag ;-) Annars lítur stundataflan og herlegheitin svona ágætlega út, verður alveg nóg að gera hjá minni svona eins og vanalega bara en ég ætla auðvita að massa þetta að hætti Hörpunnar þar sem þetta er nú mitt síðasta ár í þessum skóla... SÍÐASTA ÁRIÐ!!!! Það jaðrar nú bara við stolti þegar ég skrifa þetta :-)

Bíllinn okkar er kominn með raflost eftir Árna. Kallinn er að rafmagnsleggja þessa dagana og ekki fer ég nú nánar út í það en hann er allavegana að gera græjurnar betri og ekki spyrja til hvers því mér finnst þær nú bara fínar, skil ekki akkuru hann hlustar ekki á mig en hvað veit ég svo sem um græjur ;-)

Árni hefur haldið því fram statt og stöðugt undanfarið að ég sé með dýran smekk. Ég hef sko aldrei viljað viðurkenna það en ég held að ég verði nú að fara að passa mig núna þar sem við vorum að fá ILVA bæklinginn (dönsk húsgögn) og ég valdi mér hvorki meira né minna en dýrasta sófasettið í bæklingnum hehehe... nó fens en hin voru bara "ljót" og þetta var það eina sem ég vildi... Árni samþykkti ekki :-/

Annars er rútínan að skella á, æfingahelgi í handboltanum framundan og svo byrjar bara harkan sex á mánudaginn með fyrirlestrum, dæmatímum og hópavinnu... get nú ekki sagt að ég sé að rifna úr gleði en ég hlakka samt óneitanlega til að klára þennan næsta áfanga í lífinu og fá eitt stykki BS-gráðu!

Jæja já, svona í lokin þá er gestatörnin ekki alveg óver hjá okkur. Neinei Viddi voff er í Köben í garðyrkjuferð og ætlar að kíkja á Árna sinn og rifja upp gömul kynni frá því í The Kakebank... að sjálfsögðu er búið að kæla fyrir strákinn!

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Hjólið, uppvaskið og innkaupin á sinn stað :-) 

Þá er allt komið í eðlilegar skorður, eða svona næstum því, vantar bara að ég byrji í skólanum! Tók heimilið okkar í gegn í gær þar sem við vorum nú ekki búin að vera heima í 2 vikur og ótrúlegt hvað safnast af skít í tómum kofanum! Eftir að hafa bónað gólf fór skvísan bara á hjóli út í Nettó að versla í ísskápinn, jújú aldeilis stuð hérna á bæ... Árni fær að hafa bílinn alla vikuna þar sem ég er bara heimavinnandi húsmóðir ;-)

Annars er ég enn í handboltanum Hrabba mín :-) Þetta var bara eina sumarfríið sem Árni gat fengið þannig þess vegna fórum við til Íslands í ágúst, pöntuðum þetta í apríl. Ég æfði bara með FH og Haukum til skiptis, hahaha jáh þið eruð að heyra rétt kjéllan fór bara á Haukaæfingar og þótti bara gaman! En ég missti af æfingamótinu í Sverige en er mætt spræk á nýjan leik eins og Lise miðjumaður sem er búin að vera lengur en ég í fríi þannig mórallinn hjá mér er "minni" ;-) Maður er nú samt ekki sáttur við liðið sitt á meðan maður var í burtu, þær drulluðu bara á sig í bikarnum og töpuðu fyrir Odense, shitt maður...

En aftur að heimilinu. Ég var orðin svo vön að vaska upp á nokkrum sek á Íslandi þar sem allir eru með uppþvottavélar en núna er maður kominn í gamla góða uppvaskið sem er nú svo sem ekkert eins slæmt og allir halda. Og svo er að koma inn á heimilið enn ein mublan... hehehe jújú en það er reyndar fórnarkostnaður í þessari þar sem skóskápurinn fær að fjúka í staðin, ekki endalaust hægt að troða inn nébbla ;-) Málið er að þegar ég kom heim úr Nettó með pokana var frystirinn okkar að æla og ég fer því út í frystikystu sem hverjar 20 íbúðir eru saman með. Þá er hún bara alveg að æla líka og ég kemst að því að við eigum nú ansi mikið í henni og gvuð má vita hverjir eru að skoða matinn manns (eða stela??), þannig við Árni fórum að kaupa okkur lítinn frystiskáp í gær sem verður bara með dúk og kertastjaka á hérna inní stofu hjá okkur... ekki flott, ilmandi lambalæri inní stofu ;-)

En jæja, ég er að æfa mig í að vakna snemma því ég er bara farin að sofa til 10-11 án þess að vakna neitt og núna er kjéllan komin fram úr fyrir 8 og ætlar að taka daginn snemma á hjólinu... framundan eru erfiðar æfingar, skólaundirbúningur og barátta við að fá sér ekki íslenska nammið sem er inní skáp :-/ hehehee !!!

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Velkommen igen til København...... 

WE´RE BACK !!!!!
Geggjuð Íslandsferð á enda, vorum heima í 2 vikur og þetta var sko alveg æðisleg ferð. Komum heim like a fat children eftir dekur dauðans frá vinum og vandamönnum, takk æðislega fyrir okkur allir sem nenntu að tala við okkur og bjóða okkur í heimsókn og takk kærlega mútta og far fyrir að opna nammibúð ársins, ó mæ god ég þori ekki að stíga á vigtina eftir öll ósköpin... vorum í matarboðum öll kvöld néma tvö... það verður líka DIET næstu mánuðina hérna sko!!!

En jæja, er ekki alveg í forminu til að blogga enda nýkomin úr fríi, þarf að gíra mig upp í skrifin og heiii engin pressa samt því kjéllan er í vikufríi í viðbót ;-) En allt komið í eðlilegt horf hérna, búið að taka 70 kílóin upp úr töskunum ÁN yfirvigtar, yes I know snillingar í að smygla...

En jæja, tala við ykkur seinna, túrílúú!!!!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Erum farin til Íslands :-) 

Hæ allir saman, erum að fara að leggja í hann HEIM !!!!!

Við verðum með íslensku gsm símana okkar

Harpa 898 8875
Árni 862 1705


Og þið sem viljið hitta okkur, ekki bíða með að hringja þangað til á síðasta séns... við hlökkum til að heyra í öllum og við verðum á Íslandi til 27.ágúst. Vonandi verður þetta æðisleg ferð :-)

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Orðin hress og kát :-) 

Hellúú, haldiði ekki bara að þessar risa pillur hafi læknað mallann þannig það er engin speglun hjá mér yeah ;-) Orðin alveg góð og finn ekkert fyrir þessu!

Svo er ég búin í klippingu og litun, orðin svaka skvís og djöfulsins helvíti ætla aldrei aftur á bíl í klippingu því það er í fyrsta lagi ekki séns að finna stæði niðrí bæ og svo vorum við Rakel hlaupandi út í tíma og ótíma til að stilla p-skífurnar okkar, ég hálfklippt frekar fyndið. En eins og ég passaði mikið að fá ekki sekt fyrir að vera of lengi í stæðinu þá fékk ég nú samt sekt :-( jújú fyrir að leggja 4,20 metrum frá cykelsti takk fyrir og pass!!! Maður á víst að vera 10 metrum frá stígnum og fyrir þetta fékk ég einar 510 krónur AARRRGGGG þannig það verður einum skyndibitanum færra á Klakanum í staðin....

Nú erum við byrjuð að undirbúa Íslandsferðina, er að fara að henda í þvottavélar og skipta á rúminu og svona skemmtilegheit. Árni byrjar undirbúninginn sinn með því að þrífa bílinn hehehe... en við ætlum helst að vera búin að öllu á fimmtudaginn því við erum bæði að vinna á föstudeginum.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Sitt lítið af hverju.... 

Hrabba, við erum að horfa á HM í frjálsum og Árni er búinn að finna tvífarann þinn hehehee, Eunice Barber 7 þrautarjötuninn frá Frakklandi. Hún fékk silfrið eftir harða keppni við blómarósina frá Sverige... Honum finnst hún eitthvað svo mikið þú, hlaupastíllinn og hörkustíllinn er eitthvað svo eins hahahhaaa!!!!

Annars fréttir af magaveseninu mínu. Jísúss ég er búinn að LIGGJA alla helgina að drepast og hef ekkert getað æft eða neitt og svo var mér svo illt í hádeginu í dag að ég hringdi nú bara á lækni og Árni gerðist bara sjúkrabíll og brunaði með mig niðrá læknavakt því doktornum leist nú ekkert á lýsinguna hjá mér. Svo er ég líklega bara með magabólgur eða eitthvað svona sýrudæmi og fékk stærstu töflur sem ég hef nokkurn tímann séð á ævinni sem ég á að taka næstu 2 daga og ef það virkar ekki á ég að fara í speglun ooohhhh þannig ég ÆTLA bara að láta þetta lagast. Fer sko ekki að láta troða röri ofan í mig!!!

Það er nú aldeilis ömurlega veðrið hérna. Eitthvað líkt íslenska veðurfarinu bara en það nær að koma sól, þrumur og eldingar, haglél og rok á einum degi... maður getur sko ekkert stólað á veðurspána og er bara við öllu búinn sko!

Hvað er meira í fréttum.... hhuummmm Árni var að baka pizzu í kvöldmat. Hann gerir sko bestu heimabökuðu pizzu í heimi og greyið, ég er víst alltaf að suða um svona í matinn! Ég sá að hann gerði auka deig sem hann laumaði inní frysti, yeeahhhh þannig ég veit að ég fæ aftur pizzu áður en við förum heim ;-)

Heiii 5 dagar í heimför, bara bráðum 4 því það er nú komið sunnudagskvöld. Gvuð hvað ég hlakka mikið til. Næ samt ekkert að bíða á morgun því það er busy dagur hjá minni, að vinna í póstinum og svo í klippingu til Rakelar og svo æfingu. Þriðjudagurinn fer svo í að fara í síðasta leiðangurinn fyrir heimför og vonandi að hjálpa Söndru beibí að flytja.. hvað segirðu Sandra, færðu ekki afhent á þriðjudag??? Svo er æfing miðvikudag og fimmtudag og við þurfum að keyra bílinn okkar til Ballerup á fimmtudaginn því ekki fær hann að vera einn heima svona glænýr í hverfinu, ónei!!

En jæja, þessar frjálsar eru svo spennandi, fyndið hvað það er skemmtilegt að horfa á þetta! Bið að heilsa ykkur gott fólk...

föstudagur, ágúst 05, 2005

Böhhöööööö....... 

Æj mig auma, ég er svo lasin. Þetta byrjaði í gær, þessi svakalegi verkur rétt fyrir neðan brjóst og ég hélt þetta væri brjóstsviði eftir allan lakkrísinn sem ég er búin að vera að borða. Hef sko aldrei fengið brjóstsviða þannig ég veit svosum ekkert hvernig hann er. Svo fór ég á æfingu alveg að drepast og hélt ég væri að fá hjartaslag bara og þá sagði sjúkró mér að þetta væri örugglega verkur vegna þess að ég hefði borðað eitthvað sem sæti fast á milli vélinda og maga! Svo nuddaði hún mig og ég gat bara tekið þátt á æfingu og þetta varð bara geggjað, enginn verkur!!

Svo vaknaði ég fín í morgun en leið og ég var búin að borða hafragrautinn kom þetta aftur en bara miklu verra en í gær. Jísúss ég var svo kvalin en harkaði samt í póstinn og eru föstudagar erfiðastir því það eru svo margar auglýsingar. Ég kláraði nú samt daginn og ég get ekki staðið alveg upprétt því maginn minn er svo herptur og svo er ég með svona pínu flökurtilfinningu :-(

Hvað ætli sé eiginlega að mér???? Ég er núna búin að sofa bara síðan ég kom heim úr vinnunni og Árni greyið ætlar að vera hjúkkan mín í dag því ég á að mæta í vinnuna á morgun! Hlít að verða orðin frísk þá....

VIKA Í ÍSLAND GÓÐIR HÁLSAR ;-)

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Tjúll tjúll að gera hjá lille familien !!! 

Jísúss það er bara brjálað að gera, kemur reyndar ekki á óvart á þessum bæ frekar en fyrri daginn! Er að mæta alla vikuna í póstinn kl.5:45 sem er MJÖÖÖÖÖG ókristilegur tími og það er svooooo erfitt því það er byrjað að dimma pínu þegar ég vakna kl.5 og ó mæ god hvað það er erfitt að rífa sig fram úr, sérstaklega þar sem ég er að DREEEEEPAST í líkamanum en hið fræga undirbúningstímabil er hafið með tilheyrandi hlaupi og hlaupi og jááh hlaupi. Erum komin með nýjan aðstoðarþjálfara sem er nú bara enginn aðstoðargaur neitt því hann er bara gjörsamlega búinn að taka yfir og gamli þjálfarinn okkar stendur bara og hlær... þetta er nú samt helvíti gott alltaf eftirá ;-) Og vitiði hvað góðir hálsar og bakkabræður, ég var ekki néma korter, já þið lásuð rétt KORTER heim af æfingu í gær og það er sko ljúft skal ég segja ykkur.

Að Árna, hann hefur það nú ansi gott kallinn. Fer alltaf á bílnum í vinnuna, svaka gaur og var í þessu að kaupa sér hátalara í bílinn sem hann er að setja í núna. Hann er nú eitthvað að stelast því ég var nú ekki búin að samþykkja þetta ;-) Hann er nú alveg ótrúlegur með þetta, ef að hann bítur eitthvað í sig verður það að gerast í GÆR... alveg skelfilegt! Svo er ég akkúrat öfug, vil aldrei kaupa mér neitt fyrr en ég er búin að skoða það 100 sinnum og þá er það búið hehehe, kannist þið ekki við þetta ;-)

Var að koma úr bænum. Hitti Evu Dís í smá sjopperíleiðangri og kaffihús. Fengum geggjað veður og sátum bara og töluðum endalaust í geggjuðum legustólum... uumm næs þegar kaffihúsin eru farin að bjóða uppá sólbekki bara! En nú er ég held ég bara BÚIN að versla fyrir heimförin okkar sem er nú bara eftir 9 daga takk fyrir. Keypti endalaust af barnafötum á hina og þessa og vona ég nú að það komist eitthvað af okkar drasli með í töskurnar híhíhíí... neiiii þetta er nú ekki svo slæmt! Annars hringdi mútta í mig í bænum og haldiði ekki bara að skvísan hafi verið að spyrja um allar stærðirnar mínar... kjélla og kall eru nébbla á leiðinni til London í smá rómó ferð svona í sumarfríinu sínu, haldiði að það sé!!! Mamma er reyndar búin að viðurkenna það fyrir mér að hún ætlar ekki að taka lest né strætó þannig ég er róleg :-)

Heyriði, sprenging í póstinum í dag. Úff var að klára að bera út og heyri þessa geggjuðu sprengingu. Mér brá svo og var alveg viss um að nú væri Kastrup í tætlum.. er nébbla að bera út svo nálægt flugvellinum. En neinei, það var bara bíll á miðjum veginum sem sprengdist og ég sá nú engan meiddan og vissi eiginlega ekkert hvað var um að vera þannig ég hjólaði bara í burtu en hefði betur átt að svala forvitni minni þarna eins og hálf Köben því það komu 3 brunabílar, 3 slökkvibílar og 2 sjúkrabílar næstu 2 mínúturnar eftir að ég fór í burtu... hhhuuuummmm hvað ætli hafi eiginlega gerst?!?

En jæja, langlokuskrif búin í bili. Endilega kommentiði nú gott fólk, þið eruð nú búin að vera hálfslöpp eitthvað í þessu og endilega þið sem skoðið og kommentið ALDREI megið nú alveg láta frá ykkur heyra, þaggi ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?