<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 30, 2005

Jibbíí, föstudagur.... 

Vitiði það að ég bara ELSKA föstudaga þessa önnina :-) Á tíma kl.8-10 og eftir það er fjandinn laus og helgarfríið tekið með trompi... byrjaði helgarfríið mitt á að hjóla niðrí bæ og labba Strikið í sól og kulda því það er bara 10 stiga hiti hérna þessa dagana og vettlingarnir orðnir nauðsyn á hjólinu!!

Restin af deginum verður snilld, ætla að læra pínu og svo er miðnæturopnun í Fields og ég er auðvitað búin að skanna búðirnar og sjá öll gómsætu tilboðin... uuummm hlakka til að kíkja í kvöld! Við Árni ætlum að kaupa eitthvað af jólagjöfum og skemmta okkur vel í búðunum því þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég veit, brjáluð stemning og diskó í búðunum.....

Góða helgi allesammen :-)

fimmtudagur, september 29, 2005

Komiði í heimsókn, já eða við til ykkar :-) 

Gaman að fá svona mörg komment í síðustu færslu, usss Valskjéllurnar mínar alveg að standa sig í þessu ;-) En Kolla, þú komst mér aldeilis í bobbann með þessu klukki. Helga Torfa var nébbla líka búin að klukka mig og ég sagði henni að ég ætlaði bara að gera 5 atriði fyrir þessi 2 klukk sem ég hafði fengið en nú er ég komin með 3 klukk og það þýðir að ég verð nú að standa mig... hhummm stelpur gefiði mér samt tíma til að finna einhver 10 atriði í viðbót ;-)

Og jáh Villi minn, við erum sko alltaf á leiðinni. Ætluðum meira að segja að koma um þessa helgina því ég er að keppa í Århus á sunnudaginn en svo er Árni örugglega að vinna og það var enginn leikur hjá þér því við ætluðum auðvitað að taka þessa ferð með trompi... en við eigum pottþétt eftir að koma og það sem fyrst og auðvitað viljum við bara sofa uppí ;-) og belive me, uppstúfurinn var alveg ágætur hjá Árna miðað við fyrstu tilraun... össss og við hringjum sko pottþétt í kallinn og skipuleggjum bjúguveislu, ekki spurning :-)

Annars langar okkur líka alveg obboslega mikið að heimsækja Dröfn og Ómar til Deutschland... það versta er að þetta er alveg helvíti langt og jaðrar við einhverja 1200 kílómetra held ég bara, en við birtumst einn góðan veðurdaginn :-)

En hva, langar engum þarna niðri í stóra landinu að keyra til okkar? Elfa, eru þið ekki í einhverju fríi þar sem Einar er EKKI í landsliðinu (yeah right) en það væri sko hægt að skoða það og sameina bjúguveislu hérna í Köben :-)

En jæja, best að byrja daginn, er enn í náttfötunum og nýt þess í botn. Ætla líka að minna þá sem ég klukkaði að ekki allir eru búnir að svara, hhuummm þið vitið uppá ykkur skömmina, Hrabba og Sigrún!!!

miðvikudagur, september 28, 2005

Góður morgunmatur maður... 

Ojj barasta ullabjakk, ókei er mikið fyrir púðursykur en ekki svona mikið! Eldaði mér hafragraut í morgun og var búin að blanda þessa fínu blöndu þegar ég ákvað að fylla púðursykursdolluna mína og hellti öllu yfir grautinn í staðin fyrir í dolluna... ég get lofað ykkur því að þetta var sykraður morgunmatur og mér er illt í maganum, held samt að það sé bara ímyndun :-/

Framundan er skemmtilegur dagur, ég er jákvæð og útsofin og sé það á veðrinu að það er "loksins" að koma haust hérna í Kaupmannahöfn, bara 12 gráður svona í morgunsárið en það er nú allt í lagi því það eru bara 86 dagar í það að ég mæti á Klakann í jólafrí og neiiii ég er ekki alltaf að bíða eftir einhverju, ég lifi líka í nútímanum því við Árni nutum sko kvöldsins í gær þar sem við tjölduðum til öllu því gómsæta sem við áttum, meira að segja Nóa siríus konfektinu sem Kristín gaf okkur :-)

þriðjudagur, september 27, 2005

Komdu þér á lappir og gerðu eitthvað af viti!!! 

Í dag er furðulegur dagur... búin að ljúka öllum "verð að gera" verkum og það eina sem ég á eftir er að klára heimapróf sem ég þarf að skila, taka til, þvo þvott og elda kvöldmat! Samt kem ég ENGU í verk, sit bara og hangi í tölvunni og les eitthvað sem ég er ekki einu sinni að lesa, ég þarf að vera meira direkt í aðgerðunum!!!

Ætla að eiga kósýkvöld með Árna mínum í kvöld, hann á það skilið að ég stjani við hann, ég vorkenni mér nú ansi oft fyrir að hafa allt of mikið fyrir stafni en jísúss, Árni var að vinna 14 tíma í dag/nótt eftir lítinn svefn og verður svona út vikuna... ég á sko ekki bágt!

Ekki misskilja þetta væl mitt, ég er hress... meira að segja alveg eiturhress og eftir einn bolla af grænu te-i er ég klár í slaginn :-)

mánudagur, september 26, 2005

What´s up !!! 

Jæja, helgin búin og skötuhjúin svona oggupons lúin eftir þessa helgina því það er bara búið að vera vitlaust, já BRJÁLAÐ að gera!
Úff, fyrir það fyrsta get ég ekki beðið eftir því að fá að sofa út á miðvikudaginn. Er búin að vakna fyrir allar aldir núna stanslaust í heila viku og nú þar sem ég þarf ekki að mæta meira í póstinn í vikunni þá ætla ég að njóta þess að sofa "út". En greyið Árni, hann er víst að vinna 12 tíma vaktir alla vikuna, puhhaaa!!

En að helginni... jáhh við áttum sem sagt bara kósý föstudagskvöld, Árni greyið fór að vinna um kvöldið og var að alla nóttina á meðan ég og Kristín bökuðum muffins og horfðum á Bachelor.. frekar slappur þáttur maður, oohh ég sem var búin að búast við svo miklu. Svo var það bara pósturinn á laugardeginum og svo brunuðum við Árni að versla í matinn og hlógum okkur máttlaus þegar við komum út úr búðinni með fulla innkaupakerru og fíluðum okkur eins og með mömmu í Fjarðarkaup rétt fyrir jólin, slík voru innkaupin. Til að toppa þetta allt var bara hent í skottið á bílnum og bakkað upp að dyrum ;-)

Á laugardagskvöldið héldum við svo svaka matarboð þar sem gestirnir Kristín og Alli og bróðir hans voru ásamt Hröbbu. Ég held að þetta kvöld hafi bara heppnast ágætlega og við skötuhjú fáum nú bara góðkennt hjá sælkeranum henni Hröbbu minni, þaggi ;-) Ég allavegana eyddi DÁGÓÐUM tíma í að skera melónuna.... en Árni sá nú um flest annað sem var á boðstólnum :-(

Á sunnudeginum var ég að keppa og við unnum Odense í alveg ágætis spennuleik 22-19 og Árni kom bara í fyrsta skiptið í meira en ár að horfa á mig, vúhhúú!!

Váhh mikið að segja frá en þetta er nú það síðasta því Kristín og Alli buðu okkur út að borða á sunnudagskvöldið og við fórum á Vesuvio niðrá Ráðhústorgi og ó mæ god hvað þetta var gott og vel útilátið því við vorum að springa, og ég er ekki að grínast, ég gat varla klárað úúfff við eigum sko eftir að fara oftar þarna.

Annars er bara kominn mánudagur og ný vika hafin. Ég fór í póstinn í dag og er núna að fara að læra like crazybitch enda ekkert búin að læra seinustu daga. Svo eru Kristín og Alli að fara heim í kvöld þannig við verðum ein í kotinu á nýjan leik en það er nú ekkert langt í næstu gesti, bara mánuður ;-)

Jæja... upptalningarfærslan mín búin! Váh ekkert sérlega spes en ég er eitthvað svo hugmyndasnauð núna í skrifunum, ef ég væri rithöfundur hefði ég tekið mér frí í dag ;-) En svona í lokin þá er pæling dagsins:
Þú labbar inn í stigagang og finnur þessa geggjuðu popplykt... þú hugsar, uuummm hver ætli sé að poppa en þegar þú kemur upp á 1.sal sérðu að þetta er sko engin popplykt því svona 30 pör af skóm er raðað fyrir utan eina hurðina og þessi þvílíki fnykur stígur uppúr þeim, er popplyktin enn jafn góð??????

föstudagur, september 23, 2005

Fjör í endaraðhúsinu þessa dagana :-) 

Aldeilis skemmtilegt hjá okkur Árna núna... Kristín og Alli lentu í gær og það var ákveðið að reyna að horfa á Bachelor í gegnum netið sem er THE þátturinn núna sko... ég er búin að bíííííða eftir þessum þætti en neiiiii, ég kom ekkert heim fyrr en 23:00 sem þýðir að þátturinn var búinn heima og þá var Skjáreinn ekki alveg að gera sig þannig þátturinn verður bara tekinn með trompi og kók í kvöld ;-)

En Kristín og Alli komu með fullt af góðgæti fyrir okkur. Ég er nú vön að spara allt þetta íslenska sem ég á en áður en ég vissi af var ég næstum búin með heilan harðfiskspoka hehehe.... en planið í dag er roooosalegt, allavegana hjá okkur píunum! Ætla að hitta Stínu stuð niðrí miðbæ þegar ég er búin hérna í skólanum og við ætlum sko að mála Strikið með eitt stykki segulrönd, eða allavegana Kristín því Árni er voða ánægður með lífið núna því hann er búinn að taka dankortið af mér... HVAÐ ER ÞAÐ?? Ég er samt með ráð, ég sendi sms á Kristínu um að muna eftir veskinu mínu, aldrei að vita hvað leynist í því ;-)

Annars verður helgin líka bara snilld.... uss uss alltaf svo gaman þegar koma svona gestir til manns, það er sko langt síðan síðast! Ætlum að halda dinnerkvöld á laugardaginn þar sem Hrabba og Viktor eru að koma til Köben og dúddamía Hrabba hefur bara aldrei séð inní endaraðhúsið... ussss en þetta verður allavega stuðkvöld og við píurnar eigum án efa eftir að draga upp nokkrar handboltasögur, eru einhverjar nýjar í gangi????

Svo er bara eitt stykki handboltaleikur á sunnudaginn og stelpurnar töpuðu fyrir þessu liði á undirbúningstímabilinu þannig það er eins gott að bretta upp ermarnar og fagna vel því eftir leikinn ætla Stína og Alli að bjóða okkur út að borða jibbíííí....

En jæja, ætla að ljúka þessu skóladegi af til að komast í bæinn ;-)

fimmtudagur, september 22, 2005

Þessi klukkuleikur.... 

Fyndið... var að kíkja á blogghringinn minn og skildi ekkert í öllu þessu klukki á öllum síðunum þangað til ég sá mitt eigið nafn klukkað hjá Söndru, obbosssííí og þetta þýðir sem sagt að ég á að skrifa einhver 5 atriði um mig sem ekki allir vita! Þar sem ég er EINSTAKLEGA opinskár bloggrithöfundur þurfti ég að hugsa mig veeeel um!!

1. Þegar ég var lítil kenndi Skúli bróðir hennar mömmu mér stafrófið og var voða stoltur. Það sem hann vildi síðan aldrei viðurkenna er að hann kenndi mér líka að búa til rop og reka við, þvílíka daman ;-)

2. Þegar ég var eins árs fékk ég hitakrampa og hinn bróðir hennar mömmu, Frikki þurfti að blása í mig lífi...

3. Þegar ég var 9 ára var ég að æfa fimleika og hélt ég yrði hin stóra stjarna. Þjálfarinn minn sagði við mömmu að ég hlypi eins og fíll og ætti ekki heima þarna.. eftir það fór ég í fílasportið handbolta.

4. Þegar ég var 10 ára og að keppa mína fyrstu túrneringu í Réttarholtsskóla áttum við fyrsta leik kl.18! Ég mætti samviskusamlega 5 mín í 18 (allt of seint náttla) og Arna Steinsen trylltist og henti mér inn í búningsklefa þar sem ég átti að velja á milli 2ja keppnistreyja, nr.? og nr.9! Ég valdi 9 því bestu vinkonur mínar í liðinu voru nr.8 og 10!! Ég byrjaði inná í mínum fyrsta leik eftir ENGA upphitun....

5. Og eitt af okkur Árna í lokin... þegar við Árni vorum að byrja saman þá var ég aldrei viss um að ég ætti að byrja með eitt stykki bakara. Þegar við síðan hittumst á bílaplaninu í Fjarðarkaup til að skiptast á jólapökkum þá heillaðist ég uppúr skónum af stráknum með brúnu augun, með broddaklippinguna og í hönskunum á fína bílnum... ég var á smoking white thunder bílnum mínum í joggara!!!


Jæja.. vona að það sé eitthvað vit í þessu... þeir sem eru klukkaðir af mér eru:

Sigrún skvísa, Dröfn Sæmúndskí, Hrabba Skúla, Elfa Grossó og Hildur Rut

miðvikudagur, september 21, 2005

Árni meistarakokkur 

Íslenskt já takk... við byrjuðum á tveimur af þeim sextán bjúgum sem við eigum inní frysti. Fengum þessi dýrindis Ali-bjúgu frá systur hans Árna og Árni kallin tók sig til og gerði þennan fínasta uppstúf og kartöflur með! Jiii muniði ekki eftir því þegar maður fékk bjúgu í gamla daga, mér fannst þau reyndar ÓGEÐSLEG því ég fékk einhvern tímann kekkjabjúga en í gær fannst mér þetta æðislegt og hlakka til að fá aftur...

Annars er skvísí í fyrsta skiptið á bíl í skólanum í dag. Þótt ótrúlegt sé þá er það eiginlega bara ekki eins æðislegt og ég hélt. Var jafnlengi í skólann og á hjólinu góða því umferðin er STOPP á þessum tíma og svo var næstum vonlaust að fá stæði hérna og 5 mínútum seinna og ég hefði verið stæðislaus! Þannig Árni er aldeilis heppinn því mér finnst eiginlega bara betra að hjóla, váááhh ótrúlegt alveg!! Annars er ég voða glöð að hafa bílinn í allan dag því ég fer beint á æfingu og er ekki búin fyrr en 22 í kvöld því það er matur og coaching kvöld hjá okkur. Fínt að keyra heim í myrkrinu í kvöld ;-)

En heyriði, ég er nú alveg með í maganum núna maður. Er að fara í fyrsta tímann í valgfaginu mínu. Ég er alveg rosa ánægð með þetta fag og held að þetta verði mjög spennandi en ég þarf að tala ENSKU og allt fer fram á ENSKU. Obbobbb, ég hef ekki þurft að beita þessu máli í tvö herrans ár og það kemur bara ekki stakt orð, júh ég get byrjað setningar en svo þegar ég kemst á fullt gleymi ég mér og danskan kartöflast út úr mér.... GREEEEAAAATTT, ég á eftir að gera mig að mega fíbli hérna í dag... hef reyndar Hemma og Andra til að styðjast við en þeir hjálpa nú ekki mikið ef að Troels Troelsen yfirheyrir mig, ónei... þannig hugsiði til mín ;-)

Svo er Árni að fara að keppa í dag sinn fyrsta leik með FC Guðrúnu. Spennandi að sjá hvernig kallinum vegnar á milli stanganna eftir aðeins eina æfingu í hálft ár. Ég held hann eigi eftir að rústa þessu... ;-)

Ps. Ómar minn, það er ótrúlegt hvað þessar druslur taka við sér á autobahnanum... bara gefa í og sjá svo til ;-) En við Árni erum í óðaönn að skipuleggja heimsóknir, það er styðst til Villa eins og er og það er næst á dagskrá hjá okkur svo tölum við saman hvenær við komum til ykkar :-)

þriðjudagur, september 20, 2005

Skólinn er byrjaður... 

Þegar maður er ekki heima hjá sér frá 7 á morgnanna til 22 á kvöldin þá er það alveg á hreinu að skólinn er byrjaður... verkefnavinnan kallar og svona er það nú bara og eftir hana hleypur maður á æfingu, jáháá það er sko í nógu að snúast!

Árni pantaði mig í hópavinnu kl.18 í dag, hehehe... mér fannst þetta ekkert smá sætt en við ætlum að elda góðan mat og hafa það huggulegt í kvöld þar sem restin af vikunni er upptekin fram eftir öllu.. jújú enn eitt coachingkvöldið hjá þessu handboltaliði mínu! Þessi nýji aðstoðarþjálfari er nú alveg að fara með þetta en þetta er nú í síðasta skiptið.... (vona ég)

Annars er skvísí bara hress, Árni er líka bara hress og öllum líður vel... eða kannski ekki alveg því Gulli litli er eitthvað veikur. Hann er búinn að liggja á botninum í fiskabúrinu í heila viku núna en hann andar samt alveg og borðar og kúkar þannig við vitum ekki hvað er að honum... vona bara að hann hressist kallinn! Hann hressist kannski á fimmtudaginn þegar Stína og Alli koma að leika við hann ;-)

sunnudagur, september 18, 2005

Sunnudagar þeir bestu :-) 

Allavegana ennþá því við eigum alltaf FRÍÍÍÍ :-) Reyndar eru framvegis leikir hjá okkur á þessum dögum þannig þessi sunnudagur hefur verið tekinn með letitrompi í dag. Kjéllingin var samt svo ánægð með lífið að hún meira að segja bjó til morgunmat dauðans og færði kallinum í rúmið uss uss!!

Rétt í þessu var ég að panta flugið heim um jólin :-) Nú er það endanlega ákveðið að við komum heim 23.des kl.22:20 og förum aftur út 2.jan kl.8:15! Já ég veit, bara rétt yfir jól og áramót en jólin hitta frekar illa á vinnulega séð fyrir Árna og svo er ég að gera verkefni og við ætlum að taka það með trompi svona rétt fyrir jólin til að fá sem mesta jólafríið... (hef ég ekki sagt þetta áður??)

Jáh svo kannski pínu handboltafréttir. Við spiluðum okkar fyrsta leik í gær í "Íslandsmótinu" og unnum hann. Alveg svakalegur haustbragur á þessu hjá okkur og frekar lélegur leikur en þetta hlítur allt að koma... unnum VRI í Århus með 28-20 og kjéllingin var bara í byrjunarliðinu :-) Usss má samt ekki hrópa húrra strax, þarf að bomba þessari gellu á bekkinn for good og þá verð ég sátt híhíhííí!!!!

En jæja, við ætlum að taka enn einn frokostinn á Jensens bøfhus þar sem við eigum endalaust af þessum gullfrímiðum. Ég sver það, þau eru farin að þekkja okkur þarna en what the fock... og hugiði ykkur, við ætlum að hafa þetta rómantíska ferð og hjóla, jahérna Árni hefur bara ekki stigið á hjólið í þúsund ár ;-)

föstudagur, september 16, 2005

Og enn heldur sumarið áfram.... 

Jísúss maður, í morgun var einungis 8 stiga hiti úti og ó mæ god hvað mér fannst kallt. Núna þegar ég er að skríða heim úr vinnunni sýnir mælirinn 23,5° sem mér finnst bara asskoti gott svona miðað við 16.september! Þannig sumarið ætlar að lengjast ansi mikið þetta árið sem er náttla ekkert nema gott :-)

Úr einu í annað... Árni er með harðsperrur hahaha!!! Fór á sína fyrstu handboltaæfingu í gær þar sem stórliðið FC Guðrún fær að njóta krafta hans í vetur. Fyrst að maraþonið er úr myndinni þá fer kauði náttla bara í markið á nýjan leik og greyið, búinn að vera að æfa langhlaup síðasta hálfa árið þannig smá hliðarskref og sprettir voru að gera góða hluti í gær ;-) Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel yfir að sjá Árna greyið staulast upp stigann í gærkvöldi híhíhíí!!!

Gvuð minn góður hallærislegi Pési... nágranni minn er ber að ofan í ENN EITT SKIPTIÐ að sóla sig og ég meina það, ÞAÐ ER EKKI SÓLBAÐSVEÐUR LAXI!!! Rosalega langar mig að vita hvað hann er að læra, örugglega EKKI um húðkrabbamein....

Góða helgi allir saman :-)

fimmtudagur, september 15, 2005

Ekki kalla mig geðveika... 

... en ég er búin að þrífa allt heimilið og klukkan er rétt yfir 8! Ég skil þetta ekki, ég gerði þetta líka síðasta fimmtudag en skólinn byrjar alltaf svo seint á fimmtudögum og svo fer ég alltaf beint þaðan á æfingu þannig skvísí dundar sér alltaf heima þangað til.

Sigurlaug Anna sem var með mér í skólanum hérna fyrsta árið og er núna flutt aftur heim í heiðan Fjörðinn var að segja í gær að hún fengi alltaf vítamínssprautu í rassgatið þegar hún læsi bloggið mitt því ég væri alltaf á milljón... jesúss ég held hreinlega að það sé rétt hjá henni (úps)!! En framundan er meiri geðveiki því ég verð að til 22:15 í kvöld og á þá eftir að hjóla heim (40 mín) og svo ætla ég að mæta í póstinn í fyrramálið 6:30 og svo eftir það að læra á milljón og panta svo feitustu Dominos annað kvöld með Árna, Andra og Siggu... við eigum það sko aaaalveg skilið erum búin að vera svo dugleg öll saman :-)

En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti svona í tilefni dagsins... svo er maður að fara að panta flugið heim og ég er svoooo sátt við að komast heim um jólin :-) Dagsetningarnar 23.des-2.jan verða trúlega fyrir valinu, er það ekki ókei Jóna Kristín, þú reddar bara restinni ;-)

PS: Vitiði hver var "aðstoðarþjálfari" á æfingu hjá okkur í gær, usss usss enginn annar en JAN PYTLICK hinn smávaxni landsliðsþjálfari danska liðsins!!! Ég var nú bara hissa að hann gaf mér ekki danskan ríkisborgararétt á staðnum haha ;-)

miðvikudagur, september 14, 2005

Haustbragur á þessu öllu saman... 

Jæja, þar kom að því... haustið á næsta leyti, er byrjað að kólna á morgnanna og fyrsti rigningardagurinn í Köben síðan við komum frá Íslandi. Ekkert neinar þrumur neitt heldur bara smá úði en helvíti hvasst og ég held hreinlega bara að ég taki bílinn á æfingu í kvöld... hef verið að hjóla síðan ég kom út en maður stelst nú á bílnum þegar það blæs svona köldu!!!

Annars er bara búið að vera ókurteist fólk og vælukjóar í kringum mig í dag. Fór í póstinn að vinna þar sem ég á frí í dag í skólanum og það er nú meira hvað Danirnir hafa farið vitlaust fram úr í morgun, vona bara það besta að Daninn verði orðinn hress þegar ég mæti á æfingu á eftir puhha!!!

En vitiði það að ég á bestu fjölskyldu í heimi. Mér þykir svo rosalega vænt um hana og ótrúlegt hvað orðið fjölskylda er stórt og valdamikið orð. Elsku krúsídúllurnar mínar, ég elska ykkur svooooooo mikið og takk fyrir að vera alltaf svona æðisleg :-) Hlakka sko til að hitta ykkur öll og knúsa um jólin!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

Prófessor hvað ;-) 

YES... er ég snillingur eða SNILLINGUR! Bréfið sem ég skrifaði til prófessorsins í gær bar sko heldur betur árangur því hann féll fyrir því og gaf okkur undanþágu fyrir að skrifa verkefnið bara tvö. Þetta kallar maður sigur.... :-)

Þetta þýðir að við getum skrifað ritgerðina þar sem okkur hentar, þ.e. hún ætti alveg eins að geta unnist á Íslandi í jólafríinu, stefnan er nú samt að vinna myrkranna á milli til að koma í veg fyrir það!

En jæja, heiladauða Harpa kveður að sinni eftir roooosalegan þriðjudag, úff veit nú ekki hvernig ég ætla að lifa þessa þriðjudaga af, þreyttustu fyrirlestrar ever frá 8-14 puhhaa!!

mánudagur, september 12, 2005

Og nú krossum við fingur.... xxx 

Er búin að senda meil á prófessorinn sem sér um markaðsfræðina! Nú skulum við bara vona að hann bráðni alveg yfir rökunum sem ég kom með fyrir því að vera bara tvö í hóp og skrifa þessa blessuðu ritgerð í jólafríinu. Ef þetta gengur ekki upp fer ég í fýlu sem ég losna ekki úr fyrr en 19.janúar 2006... en vonum það besta og krossum fingur!!!

Hafiði séð hvað það er ógeðslega dýrt að fljúga heim um jólin váááhh er sko ekki að tíma þessu maður, flugið hefur hækkað! Við borguðum 3.200 DKK í fyrra en núna er það 4.500 DKK :-( Hvað skal gera veit ég ekki...

sunnudagur, september 11, 2005

Og enn eru það góðu straumarnir... 

Hæhæ, vonandi var helgin næs hjá öllum... hún var allavegana rosalega skemmtileg hjá okkur og við erum ennþá svo jákvæð og kát enda ekki annað hægt með endalaust gott veður og bjarta tíma framundan. Höfðum það bara gott um helgina og fórum 2x út að borða á Jensen´s buffhús þar sem við eigum svo mikið af frímiðum eftir allt grillið í sumar. Svo keyptum við fullt af nammi því helgarnar eru sukkdagarnir okkar á meðan virku dagarnir eru teknir með trompi heilsulega séð!! Fékk samt eiginlega einum of mikið nammi (er það hægt?) en get samt ekki beðið eftir næstu helgi hehe...

Við fórum í partý til Andra og Siggu í gær. Þau eru með enn eina gestina frá Íslandi og í þetta sinn gamla skólafélaga Andra úr THÍ sem Árni þekkti nú bara úr Garðabænum þannig það varð úr alveg rosa skemmtilegt garðpartý. Ég fór reyndar heim um miðnætti eftir að hafa geispað úr mér allt vit en Árni minn sprellaði nú fram á morgun eins og honum einum er lagið... greinilegt að kallinn er að komast í gírinn eftir þynnkudagana á Klakanum ;-)

En jæja, núna er barátta um kvöldmatinn hérna. Ég er að reyna að spara og ætla að elda úr frystinum enda nóg til en Árni setur upp hvolpaaugun því honum langar svo í Dominos... hhuummmm hvað ætti maður að gera!!!!!

föstudagur, september 09, 2005

Húsgögnin, yfirvinnan, jólin og slúðrið... 

Ó boy ó boy... vorum í húsgagnaleiðangri og erum hérmeð búin að ákveða allt sem við ætlum að kaupa okkur áður en flutt verður heim. Já þið eruð að lesa rétt, við erum búin að ákveða að flytja heim til Íslandsins góða næsta sumar. Erum búin að segja einhverjum þessa ákvörðun en hérna kemur það, við erum að koma heim og með okkur ætlar að koma einn gámur og í honum verður flottasta dress EVER af mublum :-)

Fórum í ILVA sem er svona dönsk flott húsgagnabúð og þar fundum við eiginlega allt... vááá ég var alveg að missa mig þarna inni og nú er bara að byrja að safna, puhhaaa þetta verður ágætlega dýr pakki en enga að síður á 200% afslætti miðað við prísinn heima þannig maður getur ekki sleppt þessu. Við erum nú þegar byrjuð að leggja fyrir og spara til að kaupa þetta allt og vonandi gengur þetta bara allt upp og vonandi verður ALLT TIL þegar við ætlum að fara að standa í þessu... maður fær nébbla taxfree til baka af búslóð keyptri 6 mánuði fyrir flutning júhúú!!!

Annars er vinnutörnin búin í bili hjá Árna kallinum. Hann skilaði 102 tímum á launatímanum sínum sem gerir "aðeins" 28 tíma í yfirvinnu... hann fær líka að liggja með tærnar uppí loft alla helgina hehe! Helgin verður annars róleg hjá okkur þar sem ég verð bara að læra og slappa af þar sem þetta er mín síðasta fríhelgi FYRIR JÓL... ohh frekar súrt en svona er þetta, harkan sex bara!!!

En heyriði, djöfulsins asnar þarna uppí skóla. Við Andri fáum ekki undanþágu fyrir að vera tvö í hópavinnu sem stendur yfir jólin og á að skilast 4.janúar! PÆLIÐI í ösnum, þeir hafa alltaf gefið undanþágur hingað til enda ætlum við að mæta snemma á mánudaginn og ræða málin við þá... það er bara ekkert sem heitir ég SKAL heim um jólin og nenni sko ekki að standa í því að vera í einhverju email sambandi við einhvern Dana hérna úti því við þurfum að vera lágmark þrjú... fjandinn hafi það þá skrifum við Andri bara lengri ritgerð tvö!!! Kemur í ljós á mánudaginn...

Heyriði hahaha frekar skondið. Ég er búin að lesa í Mogganum að Haukastelpurnar hafi farið svo blint í sjóinn í þessa Evrópukeppni og vissu ekkert um styrkleika þessa ítalska liðs. Svo kemur ein í liðinu mínu til mín í gær og spyr hvort ég þekki einhverjar í þessu Haukaliði sem var að spila og ég bara bíddu jáhh og skildi ekkert... þá var sem sagt hringt í hana frá Íslandi til að fá upplýsingar um liðið, hahaha rooooosalega er heimurinn lítill. Mette var sko að spila á Ítalíu á síðasta tímabili og var nú bara frekar fúl að ég hafi ekki nefnt þetta við hana fyrr... what, hvernig átti ég að fatta samhengið þarna á milli ;-)

Jæja, þetta er orðið ágætt af fréttum... takk fyrir kommentin þið sem gáfuð ykkur tíma í það, met það mikils :-) og Guðrún Viktoría gaman að heyra í þér, sendu mér endilega meilinn þinn svo við getum tjattað...

miðvikudagur, september 07, 2005

Góða veðrið alveg að gera sig :-) 

Maður er nú bara kominn með smá roða í kinnar á nýjan leik... jújú bara búið að vera Mallorca veður hérna í september og í dag er 27°stiga hiti og ég er að fara út á verönd að lesa eftir að hafa unnið í póstinum í dag! Jújú mín bara að vinna sér inn aukatíma og reyna að vera jafn dugleg og kallinn sinn...

Það er nú eitthvað að gerast hérna hjá nýju nágrönnunum mínum. Ég hef örugglega sagt ykkur frá honum Karsten sem býr í 86-22 en hann er algjör metró gæi og er orðinn eins og leðurtaska eftir að hafa legið í sólbaði í allt sumar og lifað á danska kerfinu. Júh haldiði ekki að Daninn fái borgað LÍKA á sumrin fyrir að vera í skóla og þessi gaur bara hangir í sólbaði "á launum"... alveg ótrúlegt að hann hafi nennt þessu, ég væri alveg orðin tjúll á aðgerðarleysi en allavegana, hann situr sem sagt úti núna og svo kemur spennan ;-) .... það gerir líka nýi granninn okkar hún Birna en hún býr í 86-21 og er Færeyingur. Ekkert smá hress og skemmtileg stelpa sem er nýflutt til Köben og Karsten er nú bara að éta hana sko, held að það séu að myndast tengsl hehehe..... Lovestories á Hovmålvej ;-)

En jæja, nóg af kjaftagangi, aftur í fjörið og rooooooosalega eru þið góð að kommenta, hef ekki undan að lesa kveðjurnar frá ykkur laxar!!!

þriðjudagur, september 06, 2005

Ekkert maraþon í þetta sinn.... 

Já þá gerum við það opinbert... Árni hleypur ekkert maraþon í Berlín í lok september eins og við vorum búin að plana. Ástæðan er bara tjúllað að gera hjá greyinu í vinnunni og svo hefur dúllan mín ekkert náð að æfa af viti núna í mánuð þannig þetta hefði bara verið katastrofa ef hann hefði hlaupið! Þetta er nú pínu synd þar sem við erum búin að borga ferðina með mat og öllu en svona er nú lífið, við eigum það bara inni hjá sjálfum okkur að fara til Berlín ;-)

Árna er líka létt við þessa ákvörðun því hann hafði einfaldlega ekki tíma í þetta og við ætlum bara að hafa það næs heima hjá okkur í staðin. Þá get ég líka spilað handboltaleik þessa helgina á móti Odense sem ég ætlaði að sleppa fyrir Berlín og gvuð hjálpi mér ef ég hefði sleppt þeim leik, þá hefði þjálfarinn endanlega hent mér á bekkinn... hehehe!!!

Annars er nóg að gera í litla endaraðhúsinu. Kallinn minn byrjar vinnu klukkan 03 og vinnur til 15, jújú sem sagt BARA 12 tíma og á að gera það út vikuna. Ég les og les og mæti í fyrirlestra og tíma og stend mig bara rosavel enn sem komið er. Eftir skóla og æfingar reynir maður svo að vera góður við kútinn sinn og eldar og þvær þvott og til dæmis ætla ég að elda kjötbollur sem Svana tengdó bjó til handa okkur í kvöld og hafa kartöflumús og sonna með... uummmm held þetta verði geggjað, eða ekki neitt held.. VEIT ;-)

En Kristín heimilið okkar stendur enn til boða þrátt fyrir að við verðum heima... bara að segja VIÐ KOMUM og þá er það ákveðið ;-)

mánudagur, september 05, 2005

Fyrsti skóladagurinn..... 

Blendnar tilfinningar í morgun... mætti snemma til að prenta lesáætlanir og aðeins að kíkja yfir herlegheitin. Mætti svo geðveikinni rétt fyrir fyrirlesturinn þar sem bekkurinn minn var samankominn og allir stressaðir út af of miklu námsefni, einhverjir ekki komnir í grúppur og svo hræðilegar fregnir af tveimur skólabræðrum okkar sem dóu í bílslysi í síðustu viku. Jii ekki spes að fá svona en ég þekkti þessa stráka ekkert þannig mér líður ekki alveg jafn illa og flestum en enga að síður hræðilegt þegar svona gerist.

En váá núna lít ég bara björtum augum á þetta allt saman. Held þetta verði svo fljótt að líða og það verður sko ekkert stress í herbúðum Íslendinganna á meðan Daninn heldur ótrauður áfram í þunglyndis skólastressinu sínu hehehe... ókei aaaaaalveg róleg á yfirlýsingunum hérna Harpa en ég vona samt að þetta eigi eftir að ganga að óskum.. okkur vantar bara að fá undanþágur í tveimur fögum fyrir að vera bara tvö í hóp og eftir það verður þetta glæsileg önn ;-)

Og enn meiri vinnusögur af Árna mínum í dag... usss kallinn mætti bara klukkan 04 í nótt og á örugglega eftir að gera það bróðurpartinn af þessari viku. Greyið mitt, þetta er bara eins og íslenska stressið þessa dagana hjá bakaríinu hans. Árni gerir nú mikið grín af mér að ég sjái bara dollaramerki þegar hann mætir svona snemma en jiii ég vona nú ekki að þeir fari að ofgera my man svo greyið tapi sér nú ekki!!

Jæja, góða veðrið á veröndinni kallar með eitt stykki markaðsfræðibók í hönd... túrílúúúú!!!!!!

sunnudagur, september 04, 2005

Helgarfríið næstum á enda.... 

Jæja, þá er loksins helgarfrí hér á bæ, hálfur sunnudagur ;-) Var að koma heim af æfingahelgi sem var nú bara ágætlega strembin en ég þarf samt að leggja enn meira á mig á næstunni því obbosíí ég var bara látin byrja á bekknum í æfingaleiknum... jiiii þetta er nú svoldið undarleg tilfinning en ég verð auðvitað að gjalda þess að hafa ekki verið með í 2 vikur í ágúst.. þannig ég tek þessu með stóískri ró, ef ég verð ekki komin í byrjunarliðið þegar túrnering hefst þá má ég tjúllast ;-)

Vitiði hvað ég á yndislegan kærasta. Hann Árni minn er nú bara búinn að vinna sér inn stærsta knúsið. Hann vann alla föstudagsnóttina og kom svo galvaskur með mér að bera út þar sem við vorum ekki néma 50 mín með allt hverfið mitt, shitt hef aldrei verið svona fljót að þessu og sá hljóp upp og niður stigagangana... greyið var líka alveg búinn á eftir og svaf laugardaginn bara af sér meðan ég fór á æfingar og tókst að fá "fótboltameiðsli" í upphitun þar sem ég tók flottustu hjólhestaspyrnu EVER og skoraði sigurmarkið en fékk sko að gjalda því út frá því fékk ég bara sársaukafyllstu beinhimnubólgu ever. Ohh shitt maður hef ekki fundið fyrir beinhimnubólgu í mörg ár og ég var búin að gleyma hvað þetta er helvíti vont!

En jæja, sólin skín og ég ætla að njóta þess að vera með Árna áður en næsta vika tekur völdin, lifiði heil og muniði nú að skrifa eitthvað skemmtilegt komment til okkar :-)

föstudagur, september 02, 2005

Föstudagskveld og skvísí ein heima! 

Ég var búin að gleyma því hvað það getur verið gott að vera einn heima svona stöku sinnum, bara glápa á imbann, með tölvuna og símann sér við hlið... næ samt einhvern veginn ekki að njóta þess núna því ég er að detta niður sökum þreytu!!

Ástæða einhveru minnar er sú að Árni er alveg að taka yfir þetta bakarí sitt, alveg brjálað að gera og kallinn er bara að vinna yfir sig og ætlar að vera að í alla nótt. Ekki nóg með það heldur ætlar hann svo að koma og hjálpa mér með póstinn til að ég nái að klára fyrir 9 í fyrramálið, jújú allt að ske því kjéllan er að byrja æfingahelgi og á að mæta á æfingu 9:30 og verð svo að allan laugardaginn og allan sunnudaginn, puhaa eins gott að það verði feitasta pizza eða eitthvað gott á sunnudagskvöldið ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?