<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 28, 2005

God aften, jeg kommer fra Danmarks Radio 

Það var eitt fimmtudagskvöld að litla Gunna og litli Jón sátu og horfðu á fréttirnar. Þau áttu bæði að mæta á æfingu um kvöldið og þegar tími var kominn til að kveðja hvort annað fór húsfrúin út í dyr til að smella einum sætum kossi á húsbóndann. Í því andartaki sem húsbóndinn gekk burt í átt að bílnum komu tveir rösklegir menn til húsfreyjunnar og buðu góða kvöldið. Þeir voru íklæddir þykkum úlpum með möppu í hönd. Húsfreyjan hélt þetta væru enn einir kosningarmennirnir þar sem í höfn Kaupmanna er um þessar mundir barátta um hvert pólitískt sæti í Christiansborg.

Nú jæja.. ekki voru þetta svo góðir menn og heldur ekki slæmir því þeir voru nú bara komnir til húsfreyjunnar til að sinna sínu starfi. Þeir spurðu góðlátlega hvort ekki væri fyrir eins og eitt sjónvarpstæki á heimilinu. Húsfreyjan fór alveg í kerfi og sá sér enga aðra undankomuleið en að játa öllu þar sem hurðin stóð uppá gátt og bjóst nú við hinu allra versta sem hún hafði heyrt, hélt hún fengi sektir og þyrfti að borga þessi 2 og hálft ár aftur í tímann og sá þar með fyrir sér að jólagjafirnar yrðu í form af knús og kram.

Sem betur fer voru mennirnir jákvæðir og spurðu bara hversu lengi sjónvarpið hefði átt heimili á bænum og úr varð að samkomulag náðist um að það hefði verið keypt þann 20.september 2005 og ég hefði bara átt tölvu þar til þá! Húsfreyjan fékk síðan þau skilaboð að þetta væri nú ódýrara en á Íslandi og þakkaði hún þá bara pent fyrir sig og lokaði hurðinni bölvandi og vælandi yfir að vera svona óheppin því hún ætlaði sér sko að sleppa við þessar greiðslur í Höfninni góðu.

Eftir að hafa mætt í vígahug á æfingu og sagt öllum frá afdrifum sínum kom húsfreyjan heim á ný og þar sat húsbóndinn og beið eftir sinni heittelskuðu. Þau komust svo fljótlega að því að Pollýanna væri eina lausnin í þessum málum og líta í dag svo á að þau hafi sparað síðustu 2 og hálft ár :-)

Er farin að sækja tengdó ;-)

fimmtudagur, október 27, 2005

Græjurnar horfnar á heimilinu 

Jæja, Árni aldeilis búinn að braska hérna undanfarna daga. Ég tók mig til og seldi heimabíókerfið okkar og þótt ótrúlegt megi virðast var Árni bara rosa sáttur við þá ákvörðun. Þetta eru alveg þrusu græjur og ætlar Árni að setja þær upp hjá Söndru sem getur þá gert Öresundsíbúana gráhærða í staðin! Held að Birna Færeyska hérna við hliðiná okkur megi alveg fá pásu í bili ;-)

En við eigum auðvitað fullt af tækjum og tólum og í staðin fyrir heimabíóið tók Árni bara JVC græjurnar sínar niður af EFRI HÆÐINNI og er búinn að tengja þetta allt saman núna og finnst mér þetta bara hljóma ALVEG EINS ;-) Árni finnur aftur á móti fyrir einhverju bassaleysi... Ég er reyndar það skörp að mér finnst vanta hljóðið fyrir aftan mig híhíí!!!

En af hverju erum við að selja heimabíóið.. huummmm!!!! To be continued....

miðvikudagur, október 26, 2005

Jólin koma... jólin koma!!! 

Hva er eiginlega að ske... Bilka orðin stútfull af jóladóti og ég aldeilis dottin í það! Keypti mér fullt af jólanissum í gær, einmitt þeim sömu og ég var að safna í fyrra og núna á ég 23 stykki. Ég ætla að ná að safna 30 þannig Árni fer í það í dag að kaupa 7 í viðbót fyrir mig :-)

Annars eru nú alveg heilir 2 mánuðir í blessuð jólin en þetta er nú samt alveg til að koma mér í rjómaskap skal ég segja ykkur, ég ELSKA jólin og allt þetta huggulega í kringum þau. Árni er meira að segja búinn að ná í jólalag fyrir mig á netinu... En ég ætla að hafa svo flotta aðventusunnudaga hérna hjá okkur þar sem ég er ekki að keppa á nema einum aðventusunnudegi :-)

En hvað er að frétta...!! Við bíðum bara spennt eftir að fá Svönu og Væja til okkar en þau koma á föstudaginn. Tengdamamma mín er náttla svo æðisleg að hún er búin að hringja stanslaus til að heyra stemninguna hérna megin við hafið, held henni létti að það er heiðskýrt eins og er ;-)

þriðjudagur, október 25, 2005

Rigningardagurinn mikli.... 

Hversu kósý er það að vakna og líta út um gluggann og uppgötva að það hellirignir úti. Vanalega vill maður nú bara kúra lengur þegar veðrið er svona en eftir að hafa rifið mig á lappir og sannfært sjálfa mig um að taka Metróinn í dag snérist mér sko heldur betur hugur á leiðinni niður stigann :-)

Er ekki spennandi að klæða sig í góð regnföt og bruna af stað á hjólinu þar sem rigning í útlöndum verður aldrei eins og heima, það var nébbla blankalogn í morgun. Kannski er ég bara svona klikkuð en ég skemmti mér konunglega á hjólinu og söng með sjálfri mér næstum alla leið í skólann!

Þegar ég var búin í fyrsta tímanum er ég alltaf í eyðu til að koma mér frá einni byggingu til annarrar. Þar sem var enn hellidemba og regnfötin mín blaut ætlaði ég bara að storma af stað með regnfötin í poka og skólatöskuna óvarða. Þegar ég var svo að opna hjólið mitt fauk það eitthvað til og ég missti skólatöskuna ofan í DRULLUpoll. Ohhh ég varð frekar svekkt, eiginlega alveg tryllt því allar glósurnar sem ég hef fyrir prófið sem ég er að fara í, í næstu viku voru í töskunni. Great... ég hjólaði eins og motherfocker yfir í næstu byggingu og eyddi svo hellingstíma inná klósti til að redda málunum. Það er nú allt í lagi með glósurnar, bara smá drulla á þeim, en hversu SEINHEPPINN getur maður verið, ha!!!

sunnudagur, október 23, 2005

Sunnudagur til sælu 

God dag alle sammen, hvor er det dejligt at se jer alle sammen herinde på min hjemmeside! Har I det ikke super godt :-)

Jæja, hressileikinn í hámarki hér á bæ! Ég búin að keppa í dag og tapa en svona er nú það og Árni búinn að taka eitt stykki útihlaup niðrá strönd og allir voða sprækir. Árni sagði mér að klæða mig í eitthvað annað en stuttbuxur því við værum á leiðinni út, úúhhh eitthvað surprise í gangi jibbííí!!!

Ég fór til Söndru í gærkvöldið og hugguðum við okkur þvílíkt með osta og Afríkuþema því Sandra er nýkomin frá Orra sínum sem býr þarna niðurfrá. Vááhh hvað ég verð að prufa að fara til Afríku einhvern tímann, hef reyndar komið til Marakkó en ó men það er sko ekki það sama og þetta usss bara menningarsjokk!!

Við Árni vöknuðum fyrir allar aldir í morgun til að standa í röð í Nettó þar sem var sunnudagsopnun. Frekar crazy I know en maður er bara farinn að læra á samlanda sína hérna sem voru flestir búnir að vera á fótum í marga tíma þegar við stauluðumst þarna inn á náttfötunum. Sem betur fer bar þetta líka árangur hjá okkur því við fengum það sem við vildum, Jamie Oliver kryddskál úr steini þar sem maður hakkar kryddið niður með svona klump... hvað heitir þessi græja eiginlega, heitir Pestle and Mortar set á ensku allavegana!!

Jáh svo er bara endalaus hamingja því elsku tengdó mín eru að koma á föstudaginn og verða í rúma viku og svo var elsku mamma að hringja og segja að hún og pabbi ætluðu að taka langa helgi hjá okkur í byrjun desember! Jibbíííí ég elska að fá svona heimsóknir og nú þarf maður bara að fara að vinna vel fram í tímann til að geta notið þess í botn, veit nébbla að það fer sko orka í að þramma búðirnar með tengdamömmu minni, hún er sko kona með reynslu í þessum efnum ;-)

En jæja, ekki meiri tölva í dag... hafiði það gott og stórt knús frá Köben!!!

föstudagur, október 21, 2005

VATN ALL OVER..... 

Eigum við ekki að segja að það hafi verið lán í óláni að við komum bæði fyrr heim en við ætluðum okkur í dag.... Árni spratt allt í einu upp og spurði hvort ég heyrði ekki hljóðið, ég bara ha, hvaða hljóð og þá var sprungið eitt rörið sem dælir vatni inní húsið og það flæddi bara inní stofu og þetta var í alvörunni eins og sturta. Hefði ekki boðið í það ef við ekki hefðum verið heima...

Ég tók sprettinn til húsvarðarins en þá var hann að sjálfsögðu farinn heim í dag og ég bara SHITT hvað gerum við og þegar ég kom til baka var Árni búinn að skrúfa fyrir vatnið og var allur skaðbrenndur á hendinni, GREAT... þetta var nébbla sjóðandi vatn sem flæddi inní stofu og við fórum að skoða þetta og parketlistarnir eru ónýtir og aldrei að vita hvaða tjón er á veggnum þar sem þetta gerðist...

En stundum er gott að búa á kollegi þegar svona gerist því ég hringdi svo á skrifstofuna þar sem ég talaði við æðislegan mann sem reddaði mér pípara á nóinu, og núna klukkutíma eftir að þetta gerðist er búið að setja nýtt rör og allt virkar eðlilega, en Árni greyið er með Aloe Vera á hendinni og parketlistarnir og veggurinn verða bara að bíða eftir að Claus húsvörður kíki á þetta á mánudaginn, úff góð byrjun á vonandi betri helgi ;-)

Annars er miðnæturopnun í Fields í kvöld og vona ég sko sannarlega að það séu jafngóð tilboð og síðast... er nébbla að sleppa mexíkönskum dinner með nokkrum handboltaskvísum til að versla, usss haldiði að það sé!!

fimmtudagur, október 20, 2005

65 dagar, TRÚIÐI ÞESSU !!! 

Jiiiii ég er sko ekki að fatta hvað það er stutt til jóla... þessir 65 dagar verða sko enga stund að líða skal ég segja ykkur, allavegana ekki miðað við hvað á eftir að gerast mikið hér á bæ áður en við fljúgum heim á ÞORLÁKSMESSUKVÖLD :-)

Ég er búin að ákveða að setja á mig brúnkukrem og lita augabrúnirnar um helgina svona í tilefni þess að vetur konungur er á leiðinni, uss uss maður er bara ekkert orðinn glær neitt!!!!

miðvikudagur, október 19, 2005

Ooooooog við segjum sííííssss.... 

Hæhæ :-)

Dagný Skúla orðin mamma, til lukku með það skvís... aldeilis áfangi, og já HRABBA ORÐIN MÓÐURSYSTIR! Elfa Deutschland er 22ja ára hryssa í dag, til hamingju með það skvís!

Og svo er ekkert að frétta af mér :-/ hhuummmm.... eitthvað skrítið! Æj þekkiði ekki þessa daga þar sem rútínan er að drepa ykkur, maður gerir ekkert annað en að láta tímann líða og maður tekur varla eftir honum en ég ætla nú samt að leyfa ykkur að fylgjast með hápunktunum......

Hildur kom á mánudaginn og við fórum í bæinn. Allt í einu langaði mig í allan heiminn og ég er búin að gera óskalistann fyrir jólagjafirnar mínar :-) Hildur var síðan mjög óheppin að lampinn okkar í stofunni er eitthvað að draugast og kveikir á sér AF SJÁLFU SÉR á nóttunni, mjööööög furðulegt og greyið Hildur svaf bara í diskó!

Ég er komin með æði fyrir nýjum rétt, eða ef rétt skildi kalla. Árnabakarí er byrjað að gera einhverja spínatböku sem er bara alveg obboslega góð og nú held ég barasta að ég verði eins og Stjáni blái um jólin ef þetta heldur svona áfram ;-)

Í morgun var fyrsti kuldadagurinn fyrir alvöru þar sem ég þurfti AÐ SKAFA hrím af hnakknum mínum... jáh góðir hálsar það er loksins að koma vetur hérna! Við getum samt enn verið róleg því ég fer út á ókristilegum tíma... venjulegur borgarbúi lifir enn góðu lífi í 13 stiga hita eins og það er akkúrat núna!

Jáh, svo er stefnan að reyna að taka utan um handbolta í dag... sjáum til hvernig það gengur og svo er Sandra búin að bjóða mér í myndakvöld um Afríku, úúhhh verð að finna mér tíma í það!!!!

mánudagur, október 17, 2005

Æðislegt að búa í Köben... 

Hæhæ, afsakið skrifleysið, hef hreinlega bara átt líf síðustu daga sem þýðir að ég hef bara ekki haft tíma til að kíkja í tölvuna....

-Buðum Ballerupgenginu okkar í æðislega veislumáltíð á laugardagskvöldið
-Fengum endurgreidda Berlínarferðina sem við fórum ekki í
-Harpan að vinna like crazy fyrir og um helgina
-Menningarnótt haldin hátíðleg á föstudaginn
-Bachelorkvöld hjá okkur Árna, hversu hallærislegur þarf einn þáttur að vera!
-Erum að komast inní íslenskt slúður, Séð og heyrt í skönnun
-Borðað fullt af íslenskum lakkrís og gúmmolaði
-Pöntuðu feitasta Dominos veislan
-Harpa að keppa og sigur þar
-Harpa að slasa sig og beint uppá slysó í röntgen, óvíst með handbolta á næstunni!
-Mamma átti afmæli á föstudaginn
-Sigrún vinkona mín átti afmæli í gær, til hamingju með það skvís :-)
-Mamma tilkynnti mér að súkkulaðisending væri væntanleg
-Stór partur af fjölskyldunni stödd í USA, knúskveðjur til ykkar :-)
-Sandra að koma frá Afríku, og ég á leiðinni í heimsókn

Og svo finally, er Hildur Rut að koma til Köben í dag og ætlar að gista hérna hjá okkur í nótt. Við ætlum að eyða deginum í bænum svona aðeins til að láta hana strauja ;-)

2 vikur í fréttatilkynningu hérna frá endaraðhúsinu, uss uss vááh hvað þetta er allt fljótt að líða :-) Heyri í ykkur sætu lesendur og endilega takiði nú við ykkur...

fimmtudagur, október 13, 2005

Nú er ég sátt... ;-) 

Haldiði ekki bara að elskulegi pakkinn frá ömmu og afa hafi komið inná heimilið í dag. At last segi ég nú bara eftir 2ja vikna stúss en greyið, það er gott að hann er kominn í réttar hendur og bara frábært að hann komi núna því ég hef sko alveg nógan tíma til að kafa djúpt í öll slúðurblöðin sem ég fékk... er nébbla komin í haustfrí ;-)

Annars er ég búin að öllu í skólanum og náði að klára þetta allt saman með sóma og er bara að afslappast. Það er að komast á lagginn klúbbur hérna í skólanum þar sem allir Íslendingarnir hittast á fimmtudögum og fá sér einn eða jafnvel 20 á skólabarnum. Ég fór í fyrsta skiptið áðan og entist nú ekki lengi því ég þekkti þrjá, Andra bekkjó, Lalla Long og Begga en ég held að þetta sé alveg snilldar hugmynd og gaman að þessu... verst að ég þarf alltaf að mæta á æfingar sem þýðir snemma heim fyrir mig!!

En jæja góðir hálsar, framundan er æðisleg helgi þar sem við ætlum að bjóða Siggu Lóu og Kristjáni í íslenskt lambakjöt með ÖLLU... uuummmmm þetta verður sko æðislegt!

Og elsku mamma mín, mundu að kíkja vel í póstinn þinn á morgun og sjá hvort það leynist ekki eitt stykki afmæliskort til þín :-) Knús knús.....

miðvikudagur, október 12, 2005

Gæfan er að snúast mér í hag :-) 

Eftir frekar dapra daga er litla Harpan orðin kát á ný því hún á fyrir það fyrsta besta kærasta í heimi sem tók sig til og tók símann hennar allan í sundur í gær og þurrkaði sem gerir það að verkum að hann virkar í dag... smá vottur af þvottavélarþvotti á skjánum og takkarnir í ruglinu en hey.. ég á síma sem virkar og það skiptir öllu :-)

Ég kláraði líka stóran áfanga í dag þar sem ég flutti minn fyrsta fyrirlestur á ensku. Var svona með butterfly í maganum fyrir þetta því ég er svoldið smeyk við hitt útlenska málið sem vill blanda sér með en hey... of caurse ladies and gentlemen rústaði ég þessu...

Framundan er bara eitt stykki vikufrí í skólanum. Á eftir að skila einu verkefni á morgun en eftir það er fjandinn laus og Pósturinn (sem er by the way ekki vinsæll hjá mér núna) verður tekinn með trompi í næstu viku og ég ætla að vinna mér inn eitt stykki feita summu. Þarf líka að læra heilan helling til að ná upp og vinna líka fram í tímann því tengdó eru að koma í heimsókn og ekki er nú gaman að liggja yfir bókunum allan tímann sem þau eru hérna... alveg nóg að ég þurfi að fara í eitt próf og hafi eitt heimapróf á öxlunum þegar þau eru hérna!

Af Árna er líka allt það besta að frétta. Kallinn er ekki bara menntaður bakari heldur gæti hann vel spjarað sig í öllum iðngreinunum því hann er hinn besti smiður og pípari og er akkúrat í þessum töluðu orðum að fikta við einhverja rafmagnskló sem liggur öll sundurtætt á stofuborðinu...

Jæja.. er farin að horfa á fyrsta þáttinn af Allt í drasli, gógó Magga!!

þriðjudagur, október 11, 2005

Ekki minn dagur í dag.... 

Ohh akkuru tek ég þessar stjörnuspár ekki alvarlegri því þær rætast alltaf!!! Var frekar þung í morgun því það er hreinlega allt of mikið að gera hjá mér og svo las ég stjörnuspána fyrir daginn og sá að þetta yrði ekki minn dagur....

Huummmm... enda kom það á daginn að ég er búin að vera að setja út á allt og alla í allan dag og svo endaði þessi æðislegi dagur á því að ég þvoði gemsann minn í þvottavélinni sem þýðir að ég á engan síma lengur :-(

Þannig ef þið þurfið að ná í mig, heimasímann takk 3248 4271 eða þá Árna gemsa 2564 6310 því ég er auli! Fæ reyndar að hafa Árna gsm á morgun með mínu korti í þannig Hemmi og Andri ég er í bandi...

mánudagur, október 10, 2005

Pakkinn horfinn??? 

Buuhhuuu.... nú er komið í ljós að pakkinn minn frá ömmu og afa er týndur! Íslandspóstur segir í sínu tölvukerfi að hann hafi verið sendur 30.sept til DK en Post Danmark hefur aldrei skannað hann inn, what to do!!

Afi er að sýsla í þessu í dag en greyið er að fara til Charlotte USA á morgun og hefur ekkert tíma til að standa í þessu bulli... af hverju eru þeir ekki öruggari en þetta??? Eitt er víst að ég sakna mikils Séð og heyrt, Hér og nú, kjéllutímaritanna, bréfsins og alls íslenska sælgætisins sem er í þessum pakka..... :-(

Megavika í bullinu... 

Urðum að styðja við bakið á Dominos í gær og keyptum okkur pizzu á megadögum. Reyndar eru þetta ekki svo miklir megadagar því það eina sem maður sparar er kókið en jíí við erum nú svo miklir pizzu-istar þannig ....

Annars var sunnudagurinn frekar skrítinn. Fyrst Harpan að keppa og unnum við Skjern í frekar miklum baráttuleik og vantaði miðjumanninn okkar sem meiddist á æfingu í vikunni. Svo fór kjéllan beint í hópavinnu og Árni kallinn bara að keppa svakalegan leik með Guðrúnu á meðan og stóð sig víst með príði!!!

Hverju get ég meira logið að ykkur, jáh pakkinn minn er ekki enn kominn og þetta er búið að taka 10 daga núna. Aldeilis LÉLEGT verð ég að segja því þetta er í 2.sinn sem þetta gerist þegar amma og afi senda mér eitthvað gott gull, asskotans vesen.. vona að hann komi í dag!

Og svona í lokin... GLÆSILEGT FH-SKVÍSUR :-) Við Árni horfðum á leikinn á netinu í gær, og nú bara að halda svona áfram, en bíddu var þetta ekki Slavkó á bekknum???

laugardagur, október 08, 2005

Mmmmmmm Beer...... 

Árni er nú aldeilis búinn að hafa það gott í dag. Það var maraþondagur hjá TV3 þar sem þeir sýndu 10 bestu Simpsonsþættina frá kl.15 - 20 og kallinn sat allan tímann stífur... var varla til viðræðu og ég fékk bara "uussss" þegar ég reyndi að hafa samband!

Samt gaman að segja frá því að hann Árni segir nú ekki bara dojojojojong, neiii því hann var búinn að sjá 8 af þessum 10 þáttum sem þýðir að hann er hérmeð opinbert Simpsonsnörd....

Ég er búin að læra í allan dag og það er langt síðan ég hef setið í svona langan tíma í einu að læra, en váh hvað ég þurfti þess og þetta er allt að koma núna, verkefnin farin að taka á sig mynd en það er enn nokkrir tímar eftir... svo ætla ég sko að njóta kvöldsins með gotterí og dojojong gaurnum mínum ;-)

föstudagur, október 07, 2005

Dejlig fredag i København i dag.... 

Vááhh, ég held að hversdagsleikinn sé allsráðandi þessa dagana hjá okkur lille familien. Ég fíla þetta samt ennþá alveg ágætlega... samt svona týpískur dagur í gær þar sem við Árni hittumst fyrst kl.22 í gærkvöldi er ekkert spes, búin að vera á fullu allan daginn í bakstri, hópavinnu og dæmatímum og þá að eiga eftir eitt stykki handboltaæfingu... við lágum líka bæði eins og skötur yfir tv og gátum ekki hreyft legg né lið og svo fór Árni að vinna 23:30... úúfff er þetta eðlilegt!!!

Annars er ég ekkert að kvarta, eins og ég sagði þá fíla ég þetta svo sem alveg því það er ástæða fyrir af hverju við erum að þessu... og svona er nú það!
En dagurinn í dag er alveg æðislegur.. það er búið að vera svona haustlegt alla vikuna en samt voða hlýtt og milt veður, dýrindis þoka og skemmtileg heit. Ég er enn á hjólinu út um allt og er búin að gera veðmál við sjálfa mig að þrauka út október á hjólinu, þeas. án þess að taka metró og ég vona að það gangi, vona svo að ég meiki nóvember líka.. og desember. Í fyrra keypti ég mér nébbla mánaðarkort í metróinn í lok september og nú ætla ég sko að þrauka lengur.. miklu lengur :-)

Í dag er ég búin að fara í markaðsfræðitíma, versla helgarmatinn í Nettó og hjóla 22 km. Ég á eftir að læra frá mér allt vit, mæta á handboltaæfingu og elda kvöldmat og held ég fari að byrja á fyrsta hlutnum sem ég á eftir....

PS. Nú er ég búin að bíða í viku eftir pakkanum mínum frá Íslandi, er eitthvað samsæri í gangi eða.... nei, ég held hann komi í dag :-)

fimmtudagur, október 06, 2005

Hafragrautur gefur gull í mund.... já eða eitthvað þannig!! 

Jiii ég er svo aldeilis hissa, og náttla líka bara stolt því á síðustu sólahringum hafa 3 aðilar tjáð mér að þeir séu byrjaðir að borða hafragraut eftir að hafa borðað hann hjá mér :-)
Ómar... það er bara verst að þú náðir ekki að smakka minn, hann er nébbla eðal drullumall en ég skil vel að drullumallið sem var í maganum á þér hafi verið ennþá betra... ;-)

En hafragrautur er líka hollur og það segir Ragnheiður Guðfinna líka sem borðar hafragraut á hverjum morgni en "gleymir" þó að setja púðursykurinn til að krydda uppá tilveruna og setur rúsínur í staðin... ég geri nú bara bæði ;-)

Í dag er hópavinnudagur og þessi er ekki af verri endanum, heldur er þetta verkefni sem við enska grúppan þurfum að halda fyrirlestur um í næstu viku og ó boy við skulum bara sjá til hvernig my English talents are today.... YES !!!!

miðvikudagur, október 05, 2005

Hvar er pakkinn minn..... ha ha, hvað segirðu?? 

Kjéllan komin á lappir, búin að hræra hafragraut og til í slaginn. Jújú maður verður að taka suma dagana með trompi...

Hvernig er það, er póstþjónustuna á Íslandi svona arfaslök? Það var sendur pakki til mín í síðustu viku og hann átti víst að koma á mánudaginn og ég bíð enn, hvurslags eiginlega... en ég verð heima í dag þegar pósturinn kemur og voooooooona að hann sé með pakkann :-)

Ég gerði svoldið fyndið um daginn. Fékk að prófa heyrnartæki hjá einni í liðinu mínu. Hún er sko eiginlega heyrnarlaus og notar tæki á báðum og þetta var ekkert smá skrítið. Hún kom þeim fyrir í eyrunum og spurði svo hvort ég væri tilbúin fyrir það að kveikja á þeim... hehehe þetta var alveg geggjað því mér leið eins og það væri míkrafónn í eyrunum, heyrði geeeeeðveikt vel og svo fór ég að hlæja og þá færðust þau til sem gerði það að verkum að það kom þetta svakalega suð maður... nú skil ég betur af hverju það suðar stundum í ömmu hans Árna ;-) þau eru hreinlega bara ekki í réttu ásigkomulagi þarna inni.....

þriðjudagur, október 04, 2005

Kaupmannahøfn, 4.október 2005 

Kaupmannahöfn sefur værum blundi! Í dag er þoka svo ekki sést í næsta hjólreiðarmann, þoka sem gerir mig alla vota og þoka sem gerir það að verkum að ég vil helst liggja undir sæng og kúra!!!!

Kæra Ísland, ég elska svona daga. Þetta er einmitt það sem ég upplifi aldrei á mínum gömlu heimaslóðum því á svona dögum er maður pirraður... af hverju, jú því það sést ekki út um bílrúðuna, maður þarf að skafa og tekur ekki eftir því sem þessi dásamlega "tove" hefur uppá að bjóða, nemlig alla þessa dulúð!!!!

Elskurnar mínar, okkur líður vel. Við höfum nóg fyrir stafni og nýtum okkar tíma í að upplifa hluti eins og Kaupmannahafnarbúar upplifa þá, okkur finnst við frjáls og við erum til í allt.

------------------------------

Hvernig fannst ykkur þessi pistill? Frekar duló og jáh "not my style" en svona skrifuðu Fjölnismenn og co. heim til landsins í gamla daga. Breyttir tímar, heldur betur en ástæða þessarar hugljómunnar hjá mér er að ein í liðinu er að læra dönsku og þau eru látin lesa fullt af íslenskum textum og handritum, þar á meðal svona gömlum bréfum og ótrúlegt hvað stelpan nær að klóra sig fram úr þessu... af hverju fór ég ekki í dönsku hhuummmm!!!!

Annars er að koma pressa í skólanum núna, mikið að gera og ótrúlegt en satt þá á ég að skila Á FÖSTUDAGINN drögum af því hvað ég vil skrifa um í bs-verkefninu mínu... ó mæ god frekar snemmt eitthvað og svo fæ ég að vita 15.desember hvort ég fái það sem ég vil... spúkííí þetta er að verða búúúúúið ;-)

Ég held ég sé ekki til í íslenskum fjölmiðlum. Í dag birtir Mogginn litla grein þar sem SK Århus spilaði á móti BK Ydun og Hrabba er nefnd á nafn og við áttum víst að hafa unnið þennan leik.. góð fréttamennska en ég er nú svo fræg að nafnið mitt hefur aldrei komið þarna en hef séð nöfn leikmanna sem eru að spila hérna úti koma fram þegar þeir eru ALDREI í leikmannahópi síns liðs... hvað er málið???? (ein bitur)

Er lagabútsgetraunin svona erfið eða nennir enginn að svara....???

mánudagur, október 03, 2005

Já og nei, eða bara kannski.... 

Aldeilis að lagabúturinn sló í gegn. Árni er nú samt ekki alveg sáttur við Elfuna og Einsann sem klikkuðu á að setja Sverri Stormsker inn en þið fáið annan séns því áður en kallinn fór í vinnuna í morgun hvíslaði hann að mér að ég ætti að setja eina getraun inn fyrir hann og ef að Stjáni gæti þessa ekki fengi hann rauðaspjaldið um jólin....

Jæja, nú ætla ég að setja plötu á glymskrattann.....
Spurt er, hvað heitir lagið, höfundur og flytjandi?

Annars fór ég í áhorfendaferð til Århus í gær. Vorum að spila á móti liðinu hennar Hröbbu og það var nú frekar fyndið andrúmsloftið í klefanum því Hrabba og co. eiga að fara eins og rakettur aftur uppí úrvalsdeildina og markmið leiksins var að fá ekki fleiri en 40 mörk á okkur... hehehe og ótrúlegt en satt þá náðist það markmið því þær skoruðu ekki néma 39 og við 32 en markmaðurinn okkar varði örugglega 20 bolta... EINMITT, við alveg með á nótunum og sérstaklega ég sem fékk bara endalaust reisupassann fyrir að vera OF GRÓF og var eiginlega bara ekkert með usss.... en atvik dagsins var án efa þegar dómarinn var hlaupinn niður og ég sver það ég hélt hann væri dauður á gólfinu, sjúkróinn okkar var farin að huga að honum og læti þegar greyið klöngraðist á lappir alveg að drepast híhííí.....

Ég veit ekki hvað ég á að bulla meira í ykkur... ég nenni bara ekki að fara að læra og þess vegna er ég að skrifa hérna inná en jæja, bið að heilsa ykkur gott fólk og eigiði góðan mánudag, hann verður allavegana fínn hjá mér :-)

laugardagur, október 01, 2005

Hér verður aldrei engisprettufaraldur.... 

Haraldur... hér er of kalt !!!!!!

Þessi lagabútur er í boði Halla hála eða Árna baker eins og fleiri þekkja hann. Spurt er, hver er höfundur og flytjandi þessa lags?

Ömurlegt veður í Kaupmannahöfninni í dag, úrhelli og rok og við á leiðinni í afmælisboð í Ballerup. Við myndum örugglega hringja okkur veik ef við þyrftum að taka lestina þarna uppeftir því svo ógeðslegt er veðrið en nú hlakkar okkur bara til að setjast í heitan bílinn og keyra!

Fields skilaði smá afurðum í gær. Erum búin að kaupa allt í allt 6 jólagjafir núna og svo keyptum við okkur smá í búið sjálf :-) Það var tilboð á Rosendahl og það gerist nú ekki oft skal ég segja ykkur þannig við leyfðum okkur pínu....

Árni vill koma því á framfæri að hann skilur ekki hvaða kærustur hafa fengið að klippa kærastana sína!! Hann vill hér með fá nöfn og komment frá þeim sem hafa leyft kærustunum að komast í hárið á sér.... (ég vil nébbla klippa hann)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?