<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, desember 22, 2005

Gleðileg jól og gott nýtt ár :-) 

Hæ elskurnar mínar! Gangiði hægt um gleðinnar dyr um jól og áramót. Við Árni verðum með ykkur í öllu fjörinu þarna á Klakanum, hlökkum rosalega til að hitta alla!

Við erum komin í jólafrí og erum í þessum töluðu orðum að pakka niður og ganga frá húsinu. Er búin að tala við grannan um að vakta pleisið og Sigga Lóa ætlar að koma og gefa Lúlla greyið jólasteikina sína. Allt under control ;-)

Við óskum pabba gamla til hamingju með daginn, hann er nú enn svo mikið unglamb þessi elska, bara 48 ára kallinn!

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þið sem ekki fenguð jólakort frá okkur en senduð til okkar megið afsaka og byrja strax að hlakka til næstu jóla þegar þið fáið eitt inn um lúguna ;-)

Sjáumst ON THE KLAKE ;-) Harpa 898 8875 & Árni 862 1705

miðvikudagur, desember 21, 2005

Nogen bøsserøve... 

Joakim Boldsen, miðjumaður danska landsliðsins er nú svoldið fyndinn gaur.
Á þriðjudögum er í sjónvarpinu "De fantastiske fem" sem er hommaþáttur þar sem 5 hommar fara heim til eins stráks og sjæna hann og heimilið hans til, kenna honum að elda fyrir kærustuna og sonna. Néma hvað, að Boldsen var tekinn í gegn í þættinum í gær og ég get svo svarið það gott fólk, við grenjuðum úr hlátri yfir þessu!

Hvernig væri það ef Páll Óskar, Skjöldur og fleiri færu í heimsókn til Einsa Hólmgeirs og leiddu hann inní herbergi fullt af kertaljósum þar sem yrði rökuð á honum bringuhárin, boðið uppá nudd og plokkun á augabrúnum, keyptar á hann flottar nærur og fiktað í öllu sem ætti að heita karlmennska. Hva segirðu Elfa, ertu ekki til í svona??? híhííí ;-)

Boldsen sagði samt í lokin að þetta hefði verið rooosalega gaman, en því miður strákar, þá tókst ykkur ekki að snúa mér :-)

Jæja gott fólk, ég er nýkomin í skólann núna og er ætlunin að sitja þangað til ritgerðin er BÚIN. Hugsiði ykkur, kjéllan að komast í skólajólafrí í kvöld ;-) 2 dagar...

þriðjudagur, desember 20, 2005

Hva, er einhver fúli Skúli hérna.... 

neineinei... enginn fúli Skúli, bara Harpa skarpa ;-)

Fannst síðasta færsla algjört boring shitt þannig ég bara varð að skrifa med det samme! Við erum bara meeeeeega hress við gömlu sko. Höfum bara ekki sofið betur í háa herrans tíð enda var eitt af þeim hlutum sem við keyptum okkur á sunnudaginn dúnsængur og dúnkoddar og jújú ný marimekko rúmföt til að sofa nú enn betur krakkar mínir. Ég get líka sagt það og skrifað, að þetta er alveg að virka, við erum bara uppí rúmi 24/7 híhíí ;-)

Kjéllan var í klippingu í gær. Get ready for totally image changes my friends... neinei ekkert svo rosalegt, kjéllan er voða pæja bara, enn með síða hárið en það er orðið verulega stutt að framan, já kjéllan er komin með TOPP. Er enn að venjast þessu og veit ekki alveg hvort ég yngdist eða eldist um 10 ár hahahaha... ykkar að dæma bara! En nú vantar bara stígvélin yfir gallabuxurnar og stutta leðurjakkann og kjéllan er ready sko!

Annars sit ég bara heima á náttfötunum og skrifa í ritgerðinni. Gvuuuuuuð ég er að deyja mig hlakkar svo til annað kvöld, þá skal þetta for satan vera búið takk fyrir og pass. KOMIN MEÐ ÓGEÐ...

3 dagar my friends....

mánudagur, desember 19, 2005

Ekkert !!! 

Skil á annarri ritgerðinni í morgun, gott að vera laus við hana, nú er einungis eftir að klára HINA, jibbí!

Suddaveður í Kóngsins Köben í dag. Rigning og rok, gerist ekki "jólalegra" hehehe!! Aldrei þessu vant þá hef ég bara ekkert til að blogga um annað en skóla og vinnu þannig ég held ég segi bara pass :-)

4 dagar...

sunnudagur, desember 18, 2005

Strikið er skemmtilegur staður 

Enn hvað það var gaman að rölta á Strikinu í dag. Alveg obboslega kalt en við vel búin og opin fyrir hverju sem er og ekki með nein plön. Ferðin fór samt allt öðruvísi en við plönuðum í fyrstu því eftir 5 klukkutíma í bænum vorum við orðin svo hlaðin pokum að við gátum ekki einu sinni labbað á milli búða lengur og Árni orðinn freeeeekar pirraður því auðvitað var hann gerður að burðardýri hehehe. Þannig við komum heim með allar gersemarnar sem voru flestar bara FYRIR OKKUR híhíí en það fylgdi reyndar ein jólagjöf með í kaupunum.

Í dag er fjórði í aðventu og frekar skrítið að kveikja á öllum kertunum. Erum búin að vera að kveðja liðið hérna... allir að fara heim á morgun! Andri og Sigga litu við í smá knús og svo er Sandra greyið alveg á haus, á eitt próf eftir á morgun og svo bara flug... gangi þér vel esskan :-) En allt þetta stúss segir mér aðeins eitt, að stutt sé í jólin jibbíí :-) 5 dagar góðir hálsar!!

laugardagur, desember 17, 2005

Tíminn líður og líður 

Í dag er 17.desember og Ísland er að taka á sig jólamynd fyrir alvöru. Flestir námsmennirnir að koma heim um helgina og partý út um allan bæ vegna prófloka hjá Háskólunum. Var að lesa að FH stelpurnar hefðu haldið þvílíkt geim í gær, oohhhh mig langaði ekkert smá mikið að fara í það partý og hitta allar skvísurnar. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda því það er líka obboslega gaman hjá okkur ;-) Já eða, ég veit ekki hvað þið kallið gaman en ég er að fara að læra í allan dag, hehehe! Það sem mér finnst skemmtilegt við það er að við ætlum að klára ritgerðina snemma í næstu viku til að fá kærkomið jólafrí og mér finnst ennþá skemmtilegra að hugsa til þess að þetta eru síðustu jólin mín í verkefnavinnu og próflestri híhíhííí!!

Jæja, ég held áfram að telja niður. Aðeins 6 dagar í þetta skiptið og aldeilis að þetta líður hratt. Það verður komin föstudagur áður en við vitum af. En heyriði við vorum að heyra að ekki væri lengur hægt að fara í selfcheck básana á Kastrup ef maður flýgur með Icelandair því að þeir eru ekki lengur í samvinnu við SAS... er einhver sem veit meira um málið????

föstudagur, desember 16, 2005

Julefrokost og bæjarferðir 

Í kvöld er Harpan að fara í julefrokost með handboltastelpunum. Verður sko aldeilis fjör á bæ og hlakka ég ekkert smá til því að ég hef ekki hitt þær í obboslega langan tíma. Það verður uppgert jólanissaleikinn og ég er búin að vera svooooo góð við minn vin þrátt fyrir að vera ekkert að mæta á æfingar þannig það er ekki séns að hún Annette giski á mig. Það er sko heyrnalausagellan og við erum bara orðnar perluvinkonur þrátt fyrir að spila sömu stöðu, ææjj mér finnst það alveg æðislegt :-) Ég ætla að vera galafín, eða þið vitið medium fín á íslenskan mælikvarða en það verður gaman að sjá hversu margar verða í jeans og t-shirt í kvöld hahaha... danski stíllinn í fíneríi sko!

Annars erum við Árni búin að panta tíma hjá hvort öðru á sunnudaginn. Við erum ekki búin að sjá hvort annað í desember, bæði búin að vera á kafi í vinnu og skóla og verður sunnudagurinn tekinn í það að kúra langt frameftir, rölta í bænum og setjast inná kaffihús og spjalla um heima og geima... aldrei að vita néma að auka jólagjafir fái að fljóta með ef við sjáum eitthvað sniðugt.

Jæja, ætla að fara að lúlla mér áður en ég byrja að taka mig saman fyrir julefrokostinn. Maður er pínu lúinn eftir vikuna.... remember guys, only 7 days to go!!

fimmtudagur, desember 15, 2005

Hver er þessi dularfulli sendandi 

Fengum jólakort í dag sem ég get með ENGU móti áttað mig á hvaðan kemur og það irreterer mig!!! Það er sent frá Danmörku og mér sýnist að það sé alveg örugglega ekki stimplað í Köben en jísúss ég get ekki séð hvaðan þetta kemur... aarrrggg!! Og í þokkabót er skrifað; Haraldur Árni Þorvarðarson á umslagið hhuummmm.... ekki margir sem vita þetta Halla nafn!

Annars bakaði ég lakkrískökur í fyrradag og þær eru búnar :-/ Ég varð nú eiginlega bara að klára þær því ég hefði hreinlega ekki vilja bjóða gestum uppá þessar "kræsingar" mínar. Stóð sjálfa mig að því að biðja um aðstoð hjá Sigrúnu minni í gegnum netið því ég var búin að þeyta eggjahvítur og púðursykur saman í hálftíma og þetta var ennþá eins og versta drullumall. Ótrúlegt en satt þá á bakarinn sjálfur bara handþeytara og ég hélt virkilega að þetta væri bara svona lengi því að hann væri ekki nógu kraftmikill, þannig í samráði við Sigrúnu þá hélt ég áfram að þeyta. Þegar ég var búin að standa í eldhúsinu bróðurpartinn úr deginum og þeytarinn við það að bræða úr sér og Árni á leiðinni heim, ákvað pían nú bara að skella deginu á plötur því ekki vildi hún láta bakarann hlæja af sér. Hefði betur beðið eftir honum því hann DÓ úr hlátri þegar hann kom heim yfir FLOTTU og FLÖTU lakkrískökunum mínum og spurði hvort ég hefði virkilega ekki vott af bökunarhæfileikum því að marengs er ÞAÐ AUÐVELDASTA... yeah right!! Hann ætti að prófa með handþeytara ;-)

Skólinn gengur annars bara eftir planinu. Í kvöld verður kláruð enska ritgerðin og fer hún í yfirlestrun til Skúla frænda í Charlotte. Takk Skúli minn :-) Svo erum við búin með 25 síður í dönsku ritgerðinni og hún verður síðan fínpússuð og kláruð í næstu viku. Ohh þetta er eiginlega bara búið að vera löng og ströng önn en samt rosalega skemmtileg. Held að hún hafi verið svona skemmtileg því ég hef fengið að stýra mér svo mikið sjálf og ég hef líka fengið svo góðar einkunnir. Svo verður þetta ennþá betra eftir jól þegar álagið minnkar loksins. Er alveg búin að eiga gjörsamlega ekkert líf síðustu mánuði þar sem við Árni erum líka búin að vera að vinna eins og skepnur en ég ætla sko aldeilis að bæta úr því þar sem eitt af áramótaheitunum verður að upplifa meira í Kaupmannahöfn, það er nú ekki néma hálft ár eftir :-/ En 8 dagar í jólafrí..... :-)

miðvikudagur, desember 14, 2005

Put your hands up..... 

Ó mæ god... ég bý í Harlem!
Ein saklaus á leiðinni í skólann á hjólinu og þarf alltaf að hjóla framhjá Bella Center sem er svona stórt ráðstefnuhús hérna í borginni. Í gangi eru utankjörskostningar fyrir Íraka í Danmörku og Svíþjóð og þeir fá sem sagt að kjósa í Bella Center og er það nú allt gott og blessað néma hvað að ég held ég hafi í dag áttað mig á hversu rosalega alvarlegt ástandið er þarna niðurfrá.

Með örugglega hálfan mannskapinn hjá Kaupmannahafnarlöggunni, 2 þyrlur á lofti yfir byggingunni og vopnaða sérsveitarmenn ætlaði Harpan að reyna að fá að stytta sér leið og hjóla í gegnum einn göngustíginn. Ég hitti nú á einn voða líbó löggumann sem blikkaði mig nú bara og sagði að hann vildi nú alveg leyfa mér að hjóla í gegn en hann bæri enga ábyrgð á því að ég yrði skotin niður með einni af þessum hríðskotabyssum sem þessir gæjar héldu á.... JÁ VEISTU ÉG HELD ÉG TAKI BARA LENGRI LEIÐINA!! Shitt maður og svona var þetta líka á leiðinni heim úr skólanum og við erum að tala um svona 500 metra frá heimilinu mínu!!!!!

Samt gaman frá því að segja að ég sá alveg fullt af Írökum bíðandi í biðröð eftir að fá að kjósa og gaman fyrir þetta fólk að fá möguleika á því. En hvað ætli séu margir sem kjósi þarna og ætli sé ekki naflaskoðun á hverjum og einum áður en hann fær að fara inn fyrir... hhuumm pæling!!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Only 10 days to go my friends!!! 

Heyriði, obbosí only 10 days, jiiiii kjéllan alveg að missa sig hérna! Finnst svoldið ósanngjarnt að allir aðrir séu að fara miklu fyrr heim en við en hva... ég fæ nú að vera heima yfir áramótin í þetta skiptið ;-)

Lífið gengur annars bara ágætlega hérna í endaraðhúsinu. Erum að sötra malt og appelsín á kvöldin og kjéllan er að fara að setja í síðustu smákökusortina á næstunni. Árni greyið fær svo loksins að fara í klippingu á morgun hjá vini sínum Aghmat. Gvuð minn, greyið er ekki búinn að fara í klippingu síðan í ágúst og þið getið rétt ímyndað ykkur... Ég fer svo til Rakelar á mánudaginn og læt gera hárið mitt sætt. Ætla samt að vera voða lummó og sleppa því að lita, er nébbla með róttæk plön í bígerð ;-)

Ritgerðarsmíðin gengur vel þessa dagana. Við komin með svona 18 síður og einungis 12 tú gó! Stefnan er að klára skrifin um helgina og eiga síðan næstu viku til að lesa yfir og leiðrétta, gvuð hvað ég hlakka til þegar ég sé fyrir endann á þessu og ég get farið að komast í alvöru jólafílíng án mórals um að þurfa að vera að læra!

En obbobb, haldiði ekki að við höfum fengið fyrsta jólakortið á laugardaginn. Jibbííí og það kom alla leið frá Íslandi og er komið í öruggar hendur "Julepost" pokans. Spennó að sjá hver þetta er, en þið hin þið megið alveg senda til múttu og far í Klukkuberg 2 ef þið tímið ekki að senda til Köben ;-) Ég er búin að koma öllum jólakortunum frá á þessum bæ þannig guys, they are on their way!!!

sunnudagur, desember 11, 2005

3. í aðventu er í dag 

Á þriðja í aðventu getur maður sagt að jólin séu bara aaaalveg að koma. Árni er að fara að keppa í dag og ég að læra en það verður sko kósý í kvöld þegar kveikt verður á ÞRIÐJA kertinu :-)

Sigga Birna kom æpandi hérna inn til okkar í gær. Sagði okkur að Unnur Birna hefði verið kosin ungfrú heimur. Váááhh ekkert smá glæsilegt hjá stelpunni og Unnur ef þú ert að lesa(yeah right) þá óskum við þér hjartanlega til hamingju með þetta :-)

Annars er Harpan nú aldeilis að fara að græða eftir bara smá stund. Uppáhalds ljósakrónan mín frá Normann er á tilboði hérna í einni búðinni og ég ætla sko að vera FYRST inn, Árni var búinn að lofa að keyra mig tímanlega. Eins gott að ég fái hana, annars verð ég eitt stykki brjáluð sko!!

Bara 12 dagar í heimkomu og er maður varla að átta sig á því. Tíminn frá 1.nóv hefur liðið eins og elding og ég er varla að ná að fylgja þessu öllu eftir. Næsta vika á t.d. eftir að líða like crazy því nú er verkefnavinnan í hámarki og stefnan er að verða búin sem allra fyrst... jáh sem minnir mig á það að ég þarf að skila inn helmingi ritgerðarinnar í kvöld til að þetta náist, 15 síður!! Djöfull verða þær góðar hjá mér ;-)

Hvað er samt að gerast í veðrinu þennan fallega sunnudag. Hitamælirinn minn sýnir hvorki meira né minna en 7,4° og það er sunnudagsMORGUNN þann 11.DESEMBER vááhh!! Það hefur engum snjó kyngt niður í Köben enn, vonandi gerist það bara ekki því þá verður svo erfitt fyrir Hörpuna að komast ferðar sinnar á brumma hjólinu sínu. En ég óska mér þess ekkert heitara en að sjá fallegan hvítan snjó þegar ég kem til Íslands.

Eigiði góðan aðventudag kæru vinir :-)

föstudagur, desember 09, 2005

**Girls Night Out** 

Uss uss hvaða fussum svei er þessi Skjár einn eiginlega! Er alveg viss um að það er einhver á þessari sjónvarpsstöð sem þolir mig ekki...

Bauð heim í smá stelpukvöld og var með eplaskífur, osta og jólate. Uss þetta var ekkert smá kósý hjá okkur, horfðum á Opruh þáttinn þar sem Jennifer sæta Aniston kom í heimsókn og svo ætluðum við að stilla á Bachelorinn í beinni en neiiiiiii, engin bein útsending í minni tölvu! Ohh ég varð svo pirruð, hringdi yfir í Andra og Siggu og þau voru nú með þetta í beinni en þetta höktaði þvílíkt hjá þeim... %&/#$% hvað er málið!!!! Ég gerðist meira að segja svo kræf að ég hringdi til Íslands á skiptiborð Skjás eins (auðvitað lokað)

Annars held ég að ég verði geggjuð amma þegar að því kemur! (eftir 30 ár híhíhíí) Allir krakkar sem koma í heimsókn til mín eru alltaf troðnir út af einhverju gúmmolaði og Alexander litli lenti nú illa í því í gær úúff. Barninu var bara mega flökurt eftir Hörpu frænku, obbobb kannski maður ætti að fara að hugsa sinn gang ;-)

En í dag er föstudagur sem þýðir WEEEEEEEKEND. Einn stuttur póstdagur á morgun og svo er bara ritgerðarsmíð 24/7. Árni er hvort sem er að vinna alla helgina like usually en vissuði það, bara 14 dagar í heimkomu :-)

þriðjudagur, desember 06, 2005

17 dagar í heimkomuna! 

Úff ég er með svo obboslegan fiðring í mér. Er alveg að telja niður þangað til ég kemst heim. Ohh má ekki hugsa svona, er með svo ógeðslega mikið á minni könnu næstu 17 daga þar sem ég er búin að lofa að vinna 4x í viku ásamt því að gera þrusu ritgerð í markaðsfræðinni. Ég ætla sko að standa við allt mitt þótt ég liggi dauð hérna að kvöldi 23.des en what the fock, ég verð þá í kærkomnu jólafríi í heila 10 daga aaahhhh!!!

Eigiði góðan dag allesammen, ekki verra að þið hendið inn smá jólakveðjum :-)

mánudagur, desember 05, 2005

Back to the reality 

Mamma og pabbi eru að fara heim í kvöld og mig langar ekki að þau fari. Þetta er búin að vera æðislegasta helgi ever. Erum búin að gera margt svo obboslega skemmtilegt saman og ég er búin að láta þau kaupa svo ógeðslega mikið af dóti og æjj já bara hreint út sagt æðisleg helgi.

Fórum í Fields og Strikið á laugardaginn. Ég hef aldrei séð jafn mikið af fólki á Strikinu, greinilegt að jólastússið er byrjað í landanum. Svo áttum við pantað út að borða niðrí bæ þannig við vorum niðrá Striki til lokunar og enduðum á pöbbarölti til að bíða eftir borðinu. Frekar fyndið að sitja á pöbb með öllara hlaðin pokum.

Í gær fórum við svo í Fisketorvet og ég held bara hreinlega að það séu meira spennandi búðir þar en í Fields. Kannski er ég bara orðin einum of vön búðunum í Fields, hhuuummm hver veit! Svo var farið í jólatívolíið og borðað danskan jólamat, ekkert smá gott. Svo þurftum við virkilega að hafa hemil á múttu því hún ætlaði bara að kaupa jólaskraut á hverjum einasta bás híhíí...

Í dag ætla mamma og pabbi bara að klára jólagjafirnar, rölta í búðirnar og kannski kíki ég aðeins með þeim. Annars þarf maður að fara að kíkja á þessar ritgerðir tvær sem bíða mín, skil á annari eftir 2 vikur og hin á að vera búin eftir 3 vikur, usss þetta næst alveg en ég bara nenni ekki að fara út í raunveruleikan aftur, miklu skemmtilegra að skoða bara í búðir og hugga sér með jólaglögg og eplaskífur ;-)

sunnudagur, desember 04, 2005

Bannað að segja frá.... 

Ohhh ég er alveg að deyja núna! Var að horfa á Bachelorinn í beinni útsendingu í gegnum netið á fimmtudaginn og svo þegar þátturinn var hálfnaður kom Árni heim og slökkti á honum því við áttum að horfa á hann saman seinna. Nú er kominn sunnudagur og þátturinn er ekki enn kominn á netið og ég má ekki skoða nein blogg eða skoða neinar fréttir því ég er svo hrædd um að það eyðileggi fyrir mér :-(

EKKI SEGJA MÉR HVERNIG FÓR!!! Árni heldur með Gunnsu en mín manneskja er dottin út. Vil helst bara að þessi Jenný vinni því mér lýst ekki alveg nógu vel á þennan sjálfselska pilt...

föstudagur, desember 02, 2005

Gott helgarfrí að skella á.... 

Það er ekkert spes veður úti, við frostmark og góður strekkingur. Þrátt fyrir það er ég búin að vera alveg obboslega dugleg í dag, var að bera út póst og er svo búin að vera á fullu að taka til og versla í matinn fyrir mom and dad. Hlakkar svo til að knúsa þau, er alveg að pissa í mig úr spenningi :-)

Það er alltaf sama geðveikin á þessum bæ. Við erum að vinna úr okkur allt vit, Árni á næturvakt í kvöld en svona er þetta, við getum þá líka leyft okkur miklu meira í staðin!

Bakaði súkkulaðibitakökur í gærkvöldi. Var búin að lofa Siggu Birnu að baka eitthvað handa henni því hún á afmæli í dag, til lukku esskan og þú kemur bara yfir ;-) Ég er reyndar búin að sitja á beit síðan ég kom heim, spurning að fara að fá sér eitthvað hollara til að fylla magann híhíí.....

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tomorrow 

Ohh ég hlakka svo til, hlakka alltaf svo til!!! Mamma og pabbi eru að koma til litlu músu sinnar á morgun og verða yfir helgina. Hversu æðislegt er það :-) Út að borða, í jólatívolí, rölta í búðunum aaahhh þetta verður sko ekta familyweekend!

Annars var nú aldeilis farið í "búðina" í gær. Andri og Sigga eru með kort í svona Gripið og greitt búð hérna úti og við ákváðum að nýta okkur það og brummuðum af stað. Okkur Árna gekk nú frekar illa að kaupa okkur eitthvað (annað en A&S híhíí) en náðum þó að eyða smá pening, ég þurfti endilega að finna mér enn eina Rosendahl græjuna og svo er ég loksins komin með alvöru Bodum tekönnu jeiiiii og er búin að prófa jólateið og læti, usss stelpur koma í heimsókn, það er nú frekar gott að sitja með peppernødder og julete í kuldanum :-)
Samt er maður orðinn allt of mikill Dani og sem betur fer er Sigga þannig líka híhíí... það var óendanlega mikið úrval af alls konar kjöti (heilu og hálfu skrokkarnir) en eftir að hafa kannað öll verð komumst við að því að það var bara hreinlega ódýrara að kaupa þetta á tilboðunum í Bilka, er maður orðin klikk eða....

This page is powered by Blogger. Isn't yours?