<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Góðir hálsar og tær ! 

Váááhhh hvað þetta er flott hjá "strákunum okkar" !! Bara búnir að vinna tröllin í Rússlandi og aldrei að vita hvað getur gerst núna, usss maður er bara orðinn spenntur ;-) Annars hef ég pínu blendnar tilfinningar til þessa liðs núna því hvur djöf$%&# gekk á þarna með að breyta hópnum????? Óli spilaði fínt í dag og skoraði 8 mörk.... shitt þetta er ekki hægt en elsku Villi minn, þú veist að okkur finnst þú bestur og þú sýnir það bara og sannar hérna í DK!!!!

En jæja, hvað er að frétta! Kjéllan bara í ruglinu hérna að vinna like crazy bitch og gerir víst minna af því að læra þessa dagana. Það er svo sem líka ágætt, hef enn 4 mánuði til að skrifa ritgerðina og þarf að ná að klára skattkortið mitt áður en ég fer heim ;-) Svo er ég svona að pæla hvort ég eigi að koma heim til Íslands um páskana, langar pínu að vera ekki alein með páskaeggið mitt ;-)

Haldiði ekki að frúin á bænum sé bara orðin ljósmyndafyrirsæta... jújú mín bara búin að koma fram í póstblaðinu og kynningarbækling fyrir næsta skólaár sem gerir mig nú bara næstum því fræga ;-) Það er verst að það veit enginn hver þessi dúkka er þarna á myndunum... hehehe!!

Annars er ég með smá spurningu! Hvað er svona óhollt í örbylgjupoppi? Ég er nébbla að reyna að taka til big time í matarræðinu hér á bæ og okkur gengur svona sæmilega og reynum bara að "detta í það" um helgar og kaupum okkur nammi þá. En svona til að svala þörfinni þá hef ég verið að poppa örbylgjupopp á kvöldin, er það kannski bara verra en nammi???

mánudagur, janúar 30, 2006

íslenskar vs danskar stelpur 

Í þau næstum þrjú ár sem ég hef búið hérna úti hef ég orðið var við mismunandi hegðunarmynstur hjá íslenskum og dönskum stelpum. Hérna úti eru stelpurnar miklu meiri vinkonur en heima og sýna væntumþykju miklu meira í verki heldur en á Íslandi. Ég held ég eigi mjög erfitt með að útskýra svona á blaði hvað ég er að meina með þessu en sem lýsandi dæmi þá hitti ég handboltastelpurnar í gær, og ég hef ekki hitt þær í 3 vikur núna. Ég get svo svarið það, þær ætluðu allar að vaða yfir mig því ég var svo mikið kysst og knúsuð og spurð út í það hvernig lífið og tilveran gengi. Einhvern veginn er ég alveg viss um að þetta hefði ekki gerst á Klakanum!!

Ætli þetta sé vegna þess að Íslendingar eru svo stoltir eða er þetta kannski út af því að ég er svona leiðinleg eða hvað er þetta!!! Er erfiðara að komast inn að Íslendingum en Dönum... smá pæling! En svona þegar ég pæli enn meira í þessu þá getur þetta kannski líka verið vegna þess að ég á svoldið öðruvísi fortíð með þeim dönsku þar sem þær tóku mig að sér eins og litlu systur þar sem ég stóð ein og ósjálfbjarga hérna fyrsta árið.... hvað útskýrir þá þegar ég sé tvær táningsstelpur leiðast saman í bænum???

Stelpur tökum dönsku tussurnar til fyrirmyndar og knúsumst meira ;-)

föstudagur, janúar 27, 2006

Á leiðinni til Göppingen :-) 

Ég er á leiðinni til útlanda híhíí.... var að panta mér miðann bara rétt í þessu. Er sem sagt að fara að heimsækja hana Drazzil mína og ömmuna hennar, hann Ómar kallinn. Mikið hlakka ég til jibbíí :-)

Ég fer sem sagt bara á sama tíma og Árni út á flugvöll þann 9.mars! Ætlum bara að tékka okkur inn saman og svo verður það bara sitt hvor vélin, frekar fyndið... held að það verði sko ekkert mál að kveðja kallinn úr því að ég er að fara í svona skemmtilega ferð. Fer meira að segja á leik og allt hjá kjéllunni, svaka fjör :-)

Annars átti ég æðislegt kvöld í gær! Hélt svona stelpukvöld með Söndru minni og við elduðum þennan geggjaða kjúklingarétt sem tók okkur BARA 2 tíma að gera híhíí... en hann var þess virði og nóg var af hvítlaukinum, svo mikið að Árni greyið gat ekki sofnað í gærkvöldi fyrir "fýlu" af mér híhíí.....

Það er annars bara líf og fjör í Köben núna. Búið að vera + gráður í tvo daga og snjórinn svona að byrja að bráðna pínu, samt er langt í land ennþá en ég er allavegana mikið betri í skapinu þegar ég fæ svona smá hlýju og sól ;-)

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Kaupmannahöfn í lamasessi 

Vááá hvað ég er orðin þreytt og pirruð á þessu vetrarveðri hérna. Búið að vera ÓGEÐSLEGA kalt í vikutíma núna og þá meina ég sko alveg niðrí -10°c á daginn og svo byrjaði ofan á allt að snjóa á nýjan leik í morgun. Borgin er í lamasessi hérna...

Ég er enn á hjólinu og er náttúrulega svo þrjósk að ég legg því örugglega ekki fyrr en ég renn á hausinn á því en ég hjólaði heim úr skólanum í gær þegar frostið var -8° og talsverður vindur. Ég get lofað ykkur því að ég hélt ég væri orðin alvarlega veik þegar ég kom inn og var dúðuð í sæng og flíspeysu það sem eftir var kvöldsins. Maður ætti kannski að hætta að vera svona bilaður alltaf hreint...

Annars er skólinn byrjaður! Úff fékk alveg svona spark í rassinn í morgun þegar ég mætti í fyrsta tímann fyrir Bs verkefnið mitt ekki búin að opna bók. Shitt, hvað ég þarf að fara að lesa núna.. ágætt að fá svona spark híhíí!!!

En hvað með ykkur, er allt í lamasessi heima líka? Allavegana eru kommentin nú ekki mörg og eini sem stendur sig í stykkinu er brósi, enda alinn upp af mér ;-)

mánudagur, janúar 23, 2006

Árni á klakann 9.mars 

Jæja, flugmiðinn klár! Árni lendir seinnipart fimmtudagsins 9.mars! Svoldið fyndið að panta svona one way ticket... maður fær svona pínu fiðring í magann skiljiði! Ohh mig langar líka að fara eitthvað núna, hhuummm aldrei að vita néma að kjéllingin sé að fara að leggja land undir fót ;-) To be continued.....

Ég var að skrifa bréf í dag til ömmu og afa. Geri þetta alltaf öðru hvoru... á svona bréfsefni sem ég skrifa á með blekpenna til að þetta verði svoldið flott og gamaldags fyrir sætu hjónin. Þau lesa auðvitað ekkert bloggið mitt vegna "tölvuleysis" og svo hringja þau greyin alltaf í mig úr gemsanum hans afa því númerið er inní minninu hans, æjj þau eru æðisleg og ég elska þau svo mikið. Finnst alltaf svo skemmtilegt þegar ég er að gera svona góðverk... núna vil ég helst bara spóla 2 daga fram í tímann og heyra símann hringja og vita að þetta sé amma hlæjandi að þakka fyrir bréfið :-)

sunnudagur, janúar 22, 2006

Röð og regla, eða lög og regla!!! 

Ó god... hversu vel líður manni þegar maður er búinn að BÓNA heimilið sitt :-) Allt komið í röð og reglu og ekki meira af pappakössum og dóti sem ekki kemst fyrir út um allt hérna niðrí stofu! Er búin að bóna allt og þurrka af og meira að segja glerskápurinn fékk að finna fyrir því því ALLT var tekið og vaskað, usss glans glans ;-)

En við eigum við eitt vandamál að stríða hérna í LITLA endaraðhúsinu. Húsið er að SPRINGA utan af okkur og þetta er sko ekkert grín. Þar sem ég er að vinna næstum 100 % með skólanum eins og stendur og búin að gera núna í næstum 2 mánuði þá höfum við úr meiru að moða og það gerir það að verkum að alls kyns áhöld og "drasl" streymir inná heimilið híhíí... ég er til dæmis stolt af því að segja ykkur að ég held hreinlega að ég eigi svona 80% af öllu því sem er framleitt frá Rosendahl jíbbíí :-)

En jæja, nóg um röð og reglu... ég tók upp "lög og reglu" bókina mína því ég er skráð í einn lögfræðiáfanga með bachelor ritgerðinni minni. Jáh hva, maður á ekki að hafa það of gott ;-) Held samt að þetta verði alveg obboslega þurrt lesefni but we´ll see!!!

PS... var að fá gleeeeeðifréttir!!! Segi ykkur meira seinna, vonandi í lok vikunnar híhíí ;-)

föstudagur, janúar 20, 2006

ÍS - land og við í S-inu okkar !!! 

Harpan varð næstum úti í dag. Það herjar óveður á DK þessa stundina og kjéllan hélt nú bara að þetta væri enn einn vællinn um "snjóstorm" en ómg að vera að vinna á HJÓLI í svona færð og frosti er ekkert spes. Ég trylltist alveg út af því að ég komst hvergi á milli á hjólinu og þurfti að ýta 250 kg. hjóli í gegnum skaflana... þið getið rétt ímyndað ykkur hversu gott skapið var ;-)

Eftir að kallinn tók svo á móti mér með heitt kakó og ostabrauð ásamt heitri dúnsæng var Harpan klár í fleiri ævintýri því Árni var búinn að ákveða að fara í IKEA og við af stað í þessu veðri... Daninn hefur örugglega haldið að við værum crazy en hva, bílinn er nú á alvöru dekkjum, annað en sumir hérna ;-) Eftir hraðbrautarvilling og ísilagða hraðbraut komumst við loksins uppí IKEA og gerðum þessi kjarakaup, getum núna keypt ennþá fleiri DVD myndir því nú á ég sko DVD skáp! Fyndið hvað maður kaupir alltaf MIKLU MEIRA en maður ætlar sér í IKEA híhíí....

En þar sem við erum ekki búin að kaupa í matinn alla vikuna og ísskápurinn hreinlega farinn að öskra á mat þá ákváðum við að fara í Nettó á leiðinni heim og það var bara hlegið af okkur þegar við komum inn... starfsmennirnir reiknuðu ekki með neinum kúnnum út af veðri og við áttum búðina alveg út af fyrir okkur, ekkert smá næs að versla í ró og næði. Fannst líka eitthvað furðulegt að við fengum bara stæði fyrir framan búðina, hefur aldrei gerst áður!

En jæja... kósýkvöld framundan! Eins gott að njóta þess að vera svona inni í þessu ullabjakk veðri því Harpan fer af stað á nýjan leik í fyrramálið á pósthjólinu... uss eins gott að safna nokkrum róandi fyrir þann pakka hehehee!

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Frostkjéllingin mætt á svæðið 

Bara -8° frost þegar mín lagði af stað í morgun í vinnuna! Hvaða geehheeðveiki er þetta maður.... það á að refsa manni duglega núna fyrir að halda að veturinn sé að verða búinn!

Annars líður okkur rosalega vel! Ég er í þessum töluðu orðum að fara á margra klukkutíma æfingu því ég hef allan tímann í heiminum jibbíí og Árni kallinn er að fara á (bjór)æfingu hjá FC Guðrúnu í kvöld... gæti þetta verið betra hjá okkur :-)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Og það var kátt í höllinni.... :-) 

Kjéllingin búin með 5 annir... bara EIN eftir :-) Gvuð minn ég er barasta ekki að trúa þessu hvað ég er búin að vera f#$%/#& dugleg góðir hálsar! Ég er að toppa á réttum tíma, eða vonum allavegana að þessar MEGA háu einkunnir haldist fram á sumarið ;-) Fékk nébbla eina háa í dag í munnlegu vörninni okkar á verkefninu sem við gerðum fyrir gamla vinnustaðinn minn, Danól!

Jæja nýtt líf, nýtt ár og allt að gerast. Árni var spurður að því í vinnunni í dag hvort ég hefði nokkuð sparkað honum á dyr því hann væri að flytja heim svona snemma. Hahahaha... jújú alveg brjáluð bara henti honum út ;-) Það er gaman að þessum kjaftasögum öllum!

En úff, vikufrí framundan! Er ekki að átta mig á þessu hversu ljúft líf ég á fram á sumarið. Er næstum bara EKKERT í skólanum... verð að passa mig að detta ekki í einhvern sorbjóð, ætla að koma mér í geggjað form, bæði andlega og líkamlega :-)

Jæja, farin að gera EKKERT muhahhaaaa!!!!!

sunnudagur, janúar 15, 2006

Árni að flytja til Íslands 

Árni hefur verið að spyrja að undanförnu hvort ég hafi breytt ritstefnunni minni hérna á síðunni þar sem ég er hætt að gefa nærri því eins mikið upp og ég gerði. Ætli ég sé bara ekki búin að átta mig á því að ég kæri mig ekki um að allir viti allt um mig, hhuummm... hringiði bara í mig ef þið viljið vita meiri persónuleg mál ;-)

Annars er eitt persónulegt mál á döfinni og búið að vera í pínu tíma sem ég ætla loksins að segja ykkur frá. Þannig er málið að Árni er búinn að fá alveg obboslega gott atvinnutækifæri á Íslandi og flytur frá mér í byrjun mars. Bróðir hans er að fara að opna bakarí nr.2 á Ísafirði og er Árna falið það hlutverk að stýra því í þetta hálfa ár sem kallinn minn ætlar að eyða í sveitinni. Þetta er hreinlega tækifæri sem hann getur ekki sleppt og trúum við bæði að þetta eigi bara eftir að leiða gott af sér.

Þegar Árni flytur heim ætla ég að hafa það alveg obboslega gott hérna ein úti. Ég ætla að reyna að fá einhverjar sætar dömur í heimsókn til mín, ætla að stefna á að heimsækja Dröfn og Ómar í Germaníunni og auðvitað vinna eins og sjúklingur til að geta keypt mér ógisslega mikið af fötum og vinna svo vel í lokaritgerðinni minni að ég fái 13 fyrir hana... sem sagt ég ætla sko að gera mitt besta á öllum vígstöðum!!! Er ekki alltaf gott að stefna á toppinn ;-)

Læridagur á morgun og próf á þriðjudaginn, eftir það vikufrí.... koma svoooo!!!!

laugardagur, janúar 14, 2006

Harpa í FH búninginn! 

Jáh góðir hálsar, kom ég ykkur á óvart... neiii ég held ekki ;-) Spurning samt hvort ég endurheimti búninginn minn aftur??? Guðrún Drífa er búin að heita mér því að ég fái sko ekki 8 mína aftur sem ég var svo góð að gefa til hennar á sínum tíma! Er ekki máltækið það er sælla að gefa en þiggja gott í þessu samhengi.... ;-)

föstudagur, janúar 13, 2006

Kristín sæta á leiðinni í heimsókn :-) 

Hæ þetta er Kristín, heyrðu Arnar er bara búinn að panta far fyrir mig 18.febrúar... getiði ekki alveg þolað mig í heila viku???
Þetta var sem sagt Kristín systir hans Árna sem er væntanleg í hugguheimsókn til okkar... jibbííí ég var alveg að pissa í mig í gær úr spenningi, við Kristín erum nébbla alveg þrusu gellur saman ;-) Hún er eiginlega systirin sem ég aldrei átti hehehe... neiii við skulum nú ekki alveg sleppa okkur í væmninni hérna en ég get ekki beðið eftir að fá Stínu stuð í endaraðhúsið :-)

Annars eru fleiri að íhuga heimsóknir. Ég var að pressa á ansi margar skvísur í gær og nú er það bara fyrstur kemur fyrstur fær... Hvað svo með Kvíholtið, þarf ég virkilega að fara að suða í Smára að panta far??????????????

Jæja, kjéllingin nýkomin úr vinnunni, nýbúin að fá útborgað og á leiðinni að fara að eyða ÖLLUM peningnum sínum... hahahaha jáh það er sko gaman að vera duglegur og geta eytt svona miklu öðru hvoru ;-) Góða helgi allesammen....

fimmtudagur, janúar 12, 2006

One down, one to go! 

Búin í prófinu sem ég átti þann 12.janúar. Gekk bara svona ágætlega = lala... allavegana engin 11 eins og síðast en við sjáum bara til og vonum það besta :-) Nú á kjéllan bara eftir eitt stykki munnlegt próf sem verður á þriðjudaginn og eftir það er fjandinn laus ;-)

Afi hringdi í mig í gær til að segja mér þær fréttir að nafnið mitt hefði verið í fréttum útvarpsins í fyrradag og svo barasta komið aftur í textavarpinu í gær. Jahérna hér, þeir eru aldeilis að taka við sér núna eftir 2 og hálft ár ;-) Betra er seint en aldrei en það fyndnasta er líka að ég er ekki búin að spila handbolta í 2 mánuði sem gerir fréttaflutninginn enn öruggari híhíí.... en alltaf gaman þegar nafnið manns kemst á prent ;-)

Svo var ég að fá póst frá Íslendingafélaginu. Komin dagsetning á þorrablótið sem verður 11.febrúar. Langar ekki einhverjum að koma í heimsókn til Köben þá ;-) Hverjir eru geim með okkur á blótið og tjútta með Sixties...??? Við getum boðið fram húsið okkar ef einhver vill vera með í að skipuleggja skemmtilegt fyrirpartý ;-)

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Jolie - Pitt 

Æjj finnst ykkur ekki pínu svindl að Angelina Jolie sé ólétt. Ég er nébbla ein af þeim sem elska Jennifer Aniston og finnst þetta eiginlega rosalega ósanngjarnt fyrir hana greyið. En svona er Hollywood... jáh eða bara the real world... ég vona að Aniston eignist ógisslega sætt barn með honum Chicago gæjanum :-)

Ekki það að Jolie og Pitt séu sæt saman.. samt ömurleg í þessari Mr.& Mrs. Smith mynd en jújú, voða sæt saman... en Pitt er bara flottari með Aniston :-/

Heimilið aaaaðeins hreinna :-) 

Ég vissi það... við gátum ekki lifað í svona skít. Ég sem var búin að lofa sjálfri mér því að taka ekki til fyrr en prófin væru búin, hvern var ég að blekkja ;-) Hafði reyndar ekkert samviskubit þegar ég hafðist handa í gær því ég var búin að læra samfleytt í 11 klukkutíma og var alveg búin á því... hvað er þá betra en að hefjast handa við húsverkin ;-) Er reyndar ekki næstum því búin, en þetta var fín byrjun!

Ég náði að taka niður næstum allt jólaskrautið. Á enn eftir jólatréð og sonna en ég get ekki pakkað því fyrr en Árni kemur heim með kassa því nú fer allt jólaskrautið okkar bara í einn stóran, merktan jóladót hehehe!! Svo þegar ég vaknaði í morgun tók ég eitt stykki stóra þvottavél og belive me það er mikið eftir enn... við komumst ekki í sturtu fyrir þvotti en ég hef samt minni áhyggjur af því heldur en öllu þessu svínerí sem var hérna inni!!

Jæja, komið í ljós hvenær ég klára prófin. Fer í seinna prófið á þriðjudaginn um klukkan 13, þannig ég klára 17.jan sem er bara ágætt. Hef þá alveg heila viku til að slæpast... já eða vinna ;-)

Svona í lokin langar mig að segja ykkur hvað danskir námsmenn eru að tapa rosalega á LÍN og genginu þetta árið. Í dag færðu rétt um 100.000 krónum minna en í fyrra frá LÍN vegna þess að íslenska krónan er svo sterk, sniðugt... eins gott að ég þarf ekki að flytja mína peninga yfir til DK!!!

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Kuldabolinn Köben 

Djö... er kalt hérna! Shitt maður... núna er ég til dæmis að fara að hjóla niðrí skóla til að reikna gömul prófverkefni með Andra og það eru BARA -4,5° úti úfff!! Fór líka aðeins út úr húsi í gær til að taka smá æfingu og ég var næstum frosin í hel við að labba þessar 5 mínútur sem það tekur að koma sér í gymmið!

En ekkert væl, hún sagði í veðurfréttunum í gær að það væri ekki néma mánuður eftir af vetrinum, jiii það yrði sko æðislegt ef það byrjaði bara að hitna og verða svona vorlegt um miðjan febrúar, krossum fingur :-)

Annars gengur þetta svo sem sinn vanagang hérna í endaraðhúsinu. What women want var sýnd í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og trúiði þessu ég náði að vaka heila mynd. Reyndar með hjálp frá Árna því hann sá um að láta mig setjast upp í sófanum öðru hvoru hehehee.... en myndin var mín og vonandi er þetta það sem koma skal, HÆTTA AÐ SOFNA YFIR SJÓNVARPINU ;-)

sunnudagur, janúar 08, 2006

Jólaskrautið enn uppi !!! 

Bíddu, eru ekki jólin búin... það er enn jólaskraut uppi hérna í endaraðhúsinu og ég held bara hreinlega að það verði uppi aðeins lengur! Framundan eru 10 erfiðir dagar hjá Hörpunni í próflestri og bakarinn minn er eins og alltaf á kafi í kökum þannig það verður lítið um þrif næstu daga. Er með brjálað samviskubit yfir þessu en ég held að það sé bara allt í lagi því það kemur hvort sem er enginn í heimsókn ;-) Held samt að ég skelli í eins og eina vél þegar það eru ekki fleiri nærur til í skúffunni híhíí....

Vonandi var helgin góð hjá öllum :-)

laugardagur, janúar 07, 2006

Vikan í hnotskurn 

Gvuð ég er bara gáttuð á sjálfri mér, alveg búin að missa "tötzið" í blogginu... gleymi bara alltaf að skrifa. Held reyndar að það sé vegna þess að ég fer ekki svo oft í tölvuna þessa dagana... hhuummm vonandi lagast þetta í næstu viku ;-)

En hvað erum við búin að vera að bralla. Erum bæði búin að vinna eins og sjúklingar alla vikuna og maður er alltaf svo skynsamur að hella sér í svona mikla vinnu leið og það er lítið að gera í skólanum. En nú er Harpan komin í smá pásu frá póstinum til að klára þessi próf, uss verður yndislegt að komast yfir þau og eiga þá smá frí, já eða hella sér bara aftur í vinnu... maður er orðinn svo peningagráðugur ;-)

Stjáni og Addi stóri komu á miðvikudaginn og eldaði Árni kjúlla af bestu gerð fyrir strákana. Að sjálfsögðu var botnað eina hvítvín, drukkinn bjór og til að toppa allt, var viskí á borðum. Þegar vinnufólkið fór að geispa voru gestirnir ekki á því að fara að sofa heldur fóru niðrí bæ og skemmtu sér vel á karokíbar alla nóttina. Hahaha... voru svo mættir "ferskir" heim þegar Harpan var á leiðinni í vinnuna um morgunin, gaman að hafa svona gesti sem eru bara heima þegar maður er úti híhíí!!

Við skötuhjúin fórum í hjólatúr í gær niðrí miðborg. Ég átti EKKI hugmyndina af því að fara á hjóli heldur stakk Bakerinn uppá að fara í þessa rómantísku hjólaferð. Ég var ekkert smá heppin á Strikinu því ég fékk skinnjakka frá sæta kærastanum mínum sem er fóðraður með kanínufóðri inní, ekkert smááááá flottur ;-) Nú á ég orðið nóg af jökkum þar sem ég fékk TV0 frá honum í jólagjöf og nú er ég að pæla í að fara að safna skóm :-)

Í kvöld erum við að fara í matarboð í Ballerup. Spennó að vita hvað töfrakokkarnir þar ætla að gefa okkur að borða... svo á morgun þarf ég að mæta í handboltaleik hjá Ydun því það eru bara allar meiddar og ég sem er ekki búin að spila handbolta í 2 mánuði, þetta verður nú eitthvað fjör híhíí... vona samt bara að ég þurfi ekki að koma inná ;-)

Jæja gott fólk, lofa að vera betri að skrifa og gvuuuuð ég gleymdi alltaf að svara kommentinu frá þér Eva... elsku Lúlli okkar dó á meðan við vorum á Íslandi. Við vorum búin að fita hann þvílíkt upp áður en við fórum og greyið var greinilega ekki að höndla svona álag. Megi gvuð vera með honum :-)

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gestir á leiðinni... 

Erum alveg komin í pakkann hérna, vinnum like crazy. Ég fór reyndar að skólast í gær og er núna búin að skila af mér öllu og á þá bara eftir að taka sjálf prófin, byrja að læra undir þau af krafti á morgun og hananú! Vika í fyrsta...

Við vorum að hjálpa Andra og Siggu að flytja í gær. Þau eru búin að fá æðislega sæta íbúð niðrí bæ og var eitt stykki æfing tekin í tröppunum með nokkur kíló á öxlunum. Svoldið leiðinlegt að þau séu farin frá okkur en þetta er samt algjör snilld hjá þeim, eigum án efa eftir að vera reglulegir gestir þarna!

Það eru að koma gestir til okkar í kvöld. Stjáni og Addi stóri ætla að vera hjá okkur eina nótt áður en þeir fara í heimsókn til Villa og Tinnu. Gaman að fá þá strákana, en ef ég þekki þá rétt verður eitthvað trallað... hver man ekki eftir Stjána fullum í HEILA VIKU hérna eina páskana við mikinn fögnuð frá mér ;-)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Mission complete !!! 

Og það var kátt í höllinni, höllinni, höllinni.... hæææææ og velkomin aftur eftir gott og yndislegt jólafrí! Eruði ekki búin að sakna mín???? Neiii ég held ekki, ég var nébbla bara Á STAÐNUM krakkar mínir, ekkert neitt dagbókarkjaftæði neitt, neinei!

Heyriði, takk æðislega fyrir okkur. Þetta voru bara rosalega skemmtileg jól. Vil samt ekkert vera að ergja ykkur með einhverri ræpuritgerð hérna... en ég hitti allavegana alla sem ég var búin að plana að hitta (néma Hildi Rut auðvitað). Svo varð ég að eitt stykki feitabollu með öllu þessu áti og er þetta eitt áramótaheitið mitt, að komast í fitness form. Svo komst ég endanlega að því að ég er TILBÚIN að flytja til Íslands í sumar! Ég get ekki beðið eftir að flytja heim til mömmu og pabba, held þetta eigi eftir að ganga fínt. Við Árni eigum örugglega eftir að fríka út á því að geta ekki notað öll flottu húsgögnin okkar frekar en að mannskapurinn eigi eftir að verða geðveikur á hvor öðrum... ;-)

Heimferðin í gær gekk ótrúlega brösulega hjá okkur þrátt fyrir æðislegt flugveður. Við byrjuðum á því að bíða í röð eftir að komast á bílastæðin í Leifsstöð og ekki tók betra við því við komumst ekki inní flugstöðvarbygginguna fyrir mannþröng, biðum fyrir utan. Svo lentum við aldeilis í því á Kastrup þar sem við biðum eftir töskunum okkar ásamt ansi mörgum öðrum. Svo vorum við búin að bíða endalaust lengi og töskurnar löngu hættar að koma uppá bandið þegar Harpan fer að rífa sig og komst síðan að því að þeir höfðu gleymt 3 vögnum af töskum út á plani, alveg öruggt hérna... en eftir 2 tíma á Kastrup komumst við nú heim í litla sæta kofann og eins og alltaf er gott að komast heim.

Skiljiði ekki fyrirsögnina? Ekki furða... í dag er hálft ár þangað til Harpan flytur úr Danaveldinu og heim í heiðan dalinn. Við Árni erum búin að setjast niður og ræða markmiðið okkar með þessari ferð og hvað við ætlum að vera búin að gera þegar við segjum farvel þann 1.júlí 2006. Nú er það bara harkan sex og mission complete :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?