<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Vorið kemur á morgun! 

Samkvæmt dagatalinu á danska vorið að ganga í garð á morgun 1.mars! Veðurguðirnir voru nú ekki alveg á því að gera Hörpuna glaða með sólskini og hlýju því það kom eitt stykki snjóstormur og -4°c og á að vera þannig út vikuna.... shitt ég "þurfti" meira að segja að taka Metróinn í skólann!

Jísúss... þetta veður er sko farið að fara vel inná sálarlífið hjá greyið Hörpunni sem er sko búin að komast að því að hún gengur fyrir sólarrafhlöðum. Lífið er bara mikið auðveldara í sól og blíðu! En ég er samt ánægð að Árni kallinn fái aðeins að kynnast því hvernig er að hjóla í skafrenningi á nýjan leik því "greyið" þarf að hjóla þessa síðustu viku sína í vinnuna... æj æj!!! Hann er samt köggull og segist hafa reynsluna enda öllu vanur eftir 2ja ára hjólatúr í vinnu.

Nýjasta gælunafnið á mér er Siggi stormur. Árni er að verða brjálaður á mér þegar ég byrja að hækka í hverjum einasta veðurfréttatíma sem ég sé... jáh ætli maður sé ekki aðeins að fara yfir strikið þarna, best að fara að slappa af og þá kannski kemur góða veðrið ;-)

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Æðislegur sunnudagur 

Við erum búin að hafa það svo gott í dag. Ákváðum (eða ég ákvað) að vera svoldið kærustupar í dag og Árni var dreginn út í hjólatúr snemma í morgun þar sem veðrið var svo æðislegt, algjört vorveður á leiðinni bara. Á samt að snjóa einhverjum 15 cm í næstu viku en það er seinna tíma vandamál.... ;-)
Í hjólatúrnum komum við við á Öresundskolleginu þar sem Sandra var að undirbúa grallarann sinn fyrir grímuball, voða stuð! Já einmitt ég var bara alveg búin að gleyma því að bollu-, sprengi- og öskudagurinn er framundan og ég held bara að það verði engin bolla hjá okkur þetta árið... það er samt svosem allt í lagi því mér finnst þetta ekki það gott en alltaf gaman að halda í hefðir ;-)

Svo fórum við saman uppí fitnesscenter og tókum sitthvoran tímann í ljósum, jáh þið heyrðuð rétt... fyrsta skiptið í ljós í laaaaangan tíma en maður er víst orðinn alveg eins og næpa bara! Þetta var bara svo freistandi, ný rør... ;-)

Svo höfum við bara legið eins og skötur og horft á sjónvarpið og haft það gott. Ég setti í eina gulrótarköku svona í tilefni þess að Árni hafði komið með degið heim í síðustu viku á meðan Árni fór aftur að hreyfa sig en að þessu sinni til að prófa nýju geðveiku hlaupaskóna sína. Ég hef því verið að nýta tímann og setja inn myndir frá þorrablótinu og heimsókninni hennar Stínu...

Hérna eru myndirnar!!! Ég var að fatta að þegar maður google-ar nafninu mínu upp þá kemur þessi heimasíða upp þannig ég hef farið að fordæmi Söndru og læst myndunum. Passwordið er það sem amma og afi hafa kallað mig síðan ég var lítil en þeir sem ekki vita það verða bara að hafa samband ;-)

laugardagur, febrúar 25, 2006

Og þá kemur ferðasagan.... 

Voruði ekki búin að sakna okkar ;-) Af kommentunum að dæma þá ætti ég nú bara að fara að hætta þessu bloggi... eeeen maður þraukar fram á sumar híhííí ;-)

Nú er Stína stuð farin og var þetta bara hin besta vika. Byrjaði á laugardeginum leið og Stína lenti því þá var dröslað mannskapnum í bæinn þar sem búðirnar voru skannaðar.. athugið EKKERT keypt í þessari ferð!! Svo var skálað vel um kvöldið, svo vel að við komumst ekki í innflutningspartý til Andra og Siggu :-/ sorry guys!!!
Á sunnudeginum var tekinn túristapakkinn þar sem Stína hefur aldrei komið til Köben áður... allt þetta helsta skannað í stórborginni og endað á Café Norden þar sem við fengum okkur kaffi og með því.
Mánudagurinn var bæjarferð dauðans. Við stelpurnar þræddum held ég barasta hverja einustu búð á Strikinu og nóg var af pokunum. Við enduðum svo á Mamma mía þar sem við hittum Árna kallinn sem hafði tekið sig til og hlaupið niðrá Strik. Eftir þessa ferð vorum við Stína eiginlega bara meðvitundarlausar um kvöldið.... híhíhíí!!
Á þriðjudeginum vöknuðum við snemma til að fara í ræktina. Stína alveg ofvirk í tækjunum og ekkert smá gaman að lána henni ipodinn sinn hehehe... smellt var fingrum og dansað í takt á hlaupabrettinu ;-) Eftir æfinguna fórum við svo í rúnt í IKEA og Ilva þar sem Stína þurfti auðvitað að sjá allt það fína sem við erum búin að versla!
Á miðvikudeginum var eins og vanalega skóli hjá mér þannig Stína hafði það bara gott ein heima, fór í ræktina og verslaði enn meira í Fields. Um kvöldið fórum við nú samt öll út að borða á Hereford og svo á kokteilbar á eftir, svaka stuð á okkur!
Fimmtudaginn notuðum við í að keyra til Århus þar sem við skiluðum af okkur elsku besta bílnum okkar. Jáh, nú er kagginn farinn :-/ Þetta var nú samt svoldið fyndin ferð þar sem Árni keyrði á 150-160 alla leiðina án pissustopps og eins gott við hittum ekki löggu á leiðinni. Svo var Stína ekki sátt þegar ég neitaði að taka taxa frá Eimskip niðrí bæ því framundan var allavegana hálftíma labb frá höfninni að bænum. Í lokin var Stína lang fremst að fíla sig í tætlur eftir göngutúrinn góða ;-) Annars vorum við ekki lengi í Århus, röltum míní Strikið og fengum okkur að borða og svo var bara haldið heim á leið fyrr en áætlað var sökum SNJÓKOMU og kulda í sveitinni ;-) Hrabba, ég kem í heimsókn næst.... !!!
Föstudagurinn var síðasti dagur Stínu og honum var eytt í að skoða Christianíu og kíkja niðrá Strikið. Þar gerðum við stelpurnar kaup ÁRSINS þar sem við keyptum okkur dýrustu gallabuxur í HEIMI takk fyrir og pass... en þær eru bara ógisslega flottar og frá Diesel ;-) Auk buxnanna var bætt duglega í pokana og Árni sérfræðingur var fenginn til að reyna að koma öllum afurðunum hennar Stínu fyrir sem auðvitað tókst með glæsibrag! Um kvöldið vorum við svo bara með rauðvín og osta í kvöldmat og horfðum á heila seríu af Friends....

Jæja, er einhver enn að lesa??? Nú er Stína mín farin og við ein eftir í kotinu. Ætlum að hafa það voða huggulegt um helgina þar sem Árni er nú bara að fara frá mér eftir rétt 2 vikur úúfff... en ég er búin að sjá nokkra jákvæða punkta við það að hann sé að fara, t.d. losna nokkrar skúffur sem ég get troðið út af NÝJUM fötum og svo er loksins orðið pláss fyrir allar flíkurnar mínar í skápnum því jakkafötin og skyrturnar hans fóru með bílnum... jáh always look at the bright sights of life ;-)

Nú lofa ég að vera meira ON í þessu bloggi, enda hefur maður ekki mikið annað að gera næstu vikur en læra og hvað er þá betra en eins og ein bloggpása ;-) túrílúú...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Erum á lífi... 

Bara að láta vita að við erum á lífi. Erum með Kristínu tengdasyss í heimsókn og það er bara svo obboslega gaman hjá okkur! Er núna niðrí skóla í mínum vanalega miðvikudagsfíling, skóli frá 8-18 óh yeah beibí!!!

Jáh og bíllinn kemur trúlega á þriðjudaginn þið sem þurfið á því að halda ;-)

föstudagur, febrúar 17, 2006

Kristín kemur á morgun :-) 

Stína fína er að koma í orlof til okkar í viku og ég er búin að vera alveg eins og lítil stelpa alla vikuna af tilhlökkuninni að dæma og ekki hlakkar Stínu minna til því hún kallar sig Stellu á leiðinni í orlofið hehe! Hringdum heim í gær og hún var úti með stelpunum og Arnar kærastinn hennar svaraði... hann sagði að hún væri búin að vera að pakka alla vikuna hehehe!! Fyrir ykkur fáfróðu þá er Stína stuð yngri systir hans Árna og Árni er örverpi en hún er nú samt ekki néma þrítug ;-)

Árni var nú eiginlega ekki að nenna að fara með mér í Nettó áðan... hann hefur vitað hvað var í vændum hehhee!! Við Kristín erum nébbla svoldið góðar saman í að prufa alls konar svona holla rétti og ég stútfyllti kerruna af alls konar ávöxtum og grænmeti og kotasælu og jú-neim-it...(Árni þurfti að bera) en ég keypti nú alveg pínu óhollt líka því það verður auðvitað alltaf að vera með en jiii hún á ekki eftir að svelta skvísan ;-)

Annars er farið að undirbúa brottför grænu þrumunnar til Íslands... bööhhöööö!! Eitt er víst að það verður keypt nóg af þungum djús í Nettó áður en kagginn fer því ekki ætla ég að hjóla með þetta EIN þegar Árni er farinn ;-)
Við keyrum örugglega bara í næstu viku með Stínu með okkur til Århus og leyfum henni að skoða sveitina, trúlega á fimmtudaginn ef Árni fær frí í vinnunni....

Stuð og stemning í Kaupmannahöfn, góða helgi landsmenn góðir!!!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Klukk klukk klukk !!! 

Fengum skemmtilega heimsókn í gær. Ómar kallinn mætti eftir að hafa brummað allt Þýskaland og alla Danmörku á mettíma... Dröfn ég hefði bara verið fegin að þurfa ekki að sitja í bíl með þessum brjálæðingi því heyrst hefur að landamæralöggan hafi átt í erfiðleikum með að elta uppi svarta sleðann ;-) Takk fyrir stutta en skemmtilega heimsókn Ómar!!

Annars verð ég nú að fara að standa mig í þessu klukki. Frænkurnar Sæmundskí og Bjørnsen eru búnar að klukka mig og ég held hreinlega bara að ég láti verða af þessu núna ;-)

4 störf sem ég hef unnið við um ævina
Skrifstofudama hjá Danól
Póstmaður bæði í DK og á Íslandi
Skera svínakjöt í Síld og Fisk (Ali)
Vallarstarfsmaður í Kaplakrika

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur
Legally blond
Pretty Woman
Clueless
Bridget Jones (kíkti sko bara uppí dvd skáp til að sjá hvað ég horfi á híhí)

4 staðir sem ég hef búið á
Hovmålvej í Kaupmannahöfn
Amagerbrogade í Kaupmannahöfn
Klukkuberg í Hafnarfirði
Suðurhvammur í Hafnarfirði

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
American next topmodel
Extreme Homeservice
Allt í drasli
Friends
-er ekki enn komin inní alla þessa nýju þætti, fæ mér þá á dvd einhverntímann ;-)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Charlotte í USA
Feneyjar á Ítalíu
Costa del sol á Spáni + Marakko
Rimini á Ítalíu

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg)
webmail.student.cbs.dk
www.hotmail.com
www.mbl.is
www.visir.is (frekar þurr rúntur eitthvað)

4 matarkyns sem ég held upp á
Mexíkanskur matur
Lambalæri ala Árni
Kjúklingaréttir
og allir eftirréttir og nammi ;-)

4 bækur sem ég les (oft) úff þessi verður leiðinleg...
Kalenderinn minn (maður er svo skipulagður Dani)
The Supply chain Management (bachelor ritgerðin)
Erhvervsjura (lögfræðifagið)
Auglýsingabæklinga sem koma í pósti
-ætla mér að fara að lesa eitthvað af viti næsta sumar ;-)

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
úff mér finnst ég eiga eftir að fara svo mikið.... hhuummmm
Charlotte í USA hjá frændfólkinu mínu
Kúbu að reykja vindla eða að dansa á kjötkveðjuhátíðinni í Brasilíu
Safarí í Afríku og borða framandi ávexti af trjánum
í faðmi fjölskyldunnar, eða að kúra uppí hjá Árna, eða eða eða.... ;-)

4 bloggarar sem ég klukka
Æj það er búið að klukka alla þannig ég gef ykkur breik. En mér þætti samt gaman að sjá Árna minn spreyta sig ;-)

Jæja, er farin í sund og gufu uppí fitnessstöð, alveg tími á einn svona slappara!!!

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hetjan mín.... 

Jáh hann Árni minn er nú engum líkur... ;-)

Tekið af heimasíðu FC Guðrúnar:

Árni er mikill skaphundur og lætur félagana oft finna fyrir skapofsa sínum með því að gefa þeim nýbökuð vínarbrauð sem hann galdrar fram með loppum sínum. Árni þykir afar sterkur markvörður og er eini liðsmaðurinn með loppur, sem hlýtur að vera lykillinn að hæfileikum hans. En guðsgafflarnir þróuðust smám saman í loppur við mikinn bakstur í gegnum tíðina.

Það er víst bara einn leikur eftir hjá þessari elsku með liðinu þangað til hann fer heim. Þeir eru nú samt að íhuga að kaupa Árna hingað út í mikilvægasta leikinn eða á móti Löggunni í Köben, jáh þessi bolti er nú spes þarna í Guðrúnu... aðalleikurinn á móti byssugæjunum í Köben!!

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Þorrablótið í Köben 

Aldeilis skemmtileg helgi að baki. Drifum okkur á þorrablótið hérna í Köben á laugardaginn. Vorum búin að vera að velta endalaust fyrir okkur hvort við ættum nokkuð að vera að fara en ákváðum svo að skella okkur á síðustu stundu. Drifum Söndru og Orra með okkur og sem betur fer ákváðum við að hafa þetta svoldið flott og buðum þeim í flottasta dinner ever því þorrablótið sjálft var glatað! Við komum nú ekki á blótið fyrr en um 1 leytið og þekktum bara obboslega fáa eitthvað...

Maturinn okkar var samt algjört æði því meistarakokkurinn Árni Fel stóð á bak við innbakað úrbeinað lambalæri með sveppa/piparfyllingu og franskri súkkulaðiköku með kíwí og jarðaberjasorbet með, notabene ALLT HEIMALAGAÐ! Ég get svo svarið það, við vorum bara á blístrinu á eftir... En kvöldinu var allavegana bjargað því við föttuðum allt í einu á miðnætti að við ættum kannski að fara að drífa okkur á þetta ball hehee! Takk fyrir skemmtilegt kvöld Sandra og Orri!!!

Langar samt rosalega að segja ykkur að ég gerði eitthvað í þessu matarboði.. hehehe gerði svona welcome drink sem var ekkert smá flottur, hvítvín með hindberjum útí. Annars var ég tæknilegur ráðgjafi og var smakkarinn þegar sorbetinn var að búast til ;-)

En ég tók engar myndir. Gamla vélin okkar ákvað að vera bara batteríslaus þannig ég ætla bara að fá copy hjá Söndru beibí... þangað til verðiði að vera þolinmóð ;-) En nýja flotta myndavélin er komin í hús, hún er aldeilis sæt þessi elska!!!

ps. takk Sigga, Elfa og Ómar fyrir að óska mér til hamingju með ellefuna :-)

föstudagur, febrúar 10, 2006

Og við skálum fyrir því :-) 

Það borgar sig greinilega að vinna eins og skepna og læra dauðþreytt á kvöldin... takiði mig til fyrirmyndar krakkar mínir því stelpan var að fá sína AÐRA 11 í einkunn takk fyrir og það í ÓGISSLEGA ERFIÐU PRÓFI :-)
Kom reyndar út úr þessu prófi með þá tilhugsun að ég væri kannski með svona max 9 ef ég yrði heppin en nei nei ég hef aldeilis skrifað skemmtilega hluti í þessu prófi ;-)

Ég er að rústa þessum skóla, DANIR HVAÐ!!!!!
Reyndar var ég líka að fá fúlar fréttir frá skólanum því leiðbeinandanum okkar leist ekkert á hugmyndina okkar að Bs verkefninu þannig ég þarf að fara á fullt í það! Á að skila titli á verkefnið 27.febrúar minnir mig, ekkert smá stuttur tími finnst mér! Samt rosalega ánægð að vera með íslenskan leiðbeinanda og hann er algjör specialist kallinn!

Annars er sko engin lognmolla í kringum okkur frekar en fyrridaginn. Ég fékk tilboð um að taka aukahverfi í póstinum í dag sem ég gerði og fékk því laun fyrir 2 daga en ruslaði þessu af á "einum vinnudegi" því ég var búin svo snemma! Svo fékk Árni einhverja vítamínsprautu í rassinn því kallinn er að sótthreinsa heimilið hérna. Mér finnst svo gaman þegar hann tekur til, einhvern veginn gerir hann það alltaf miklu betur en ég :-/

Jæja ég ætla sko að skála vel um helgina til að fagna þessum góða árangri! Heyrumst...

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ný myndavél :-) 

Loksins loksins loksins....
Ástæðan fyrir því að ég set aldrei neinar myndir hérna inn er vegna þess að mér finnst myndavélin okkar svo gamaldags og ég nenni aldrei að hafa hana með mér. Leið og ég tek hana upp er bara gert grín af hlunknum mínum, hún er samt bara 4ra ára held ég! Æj hún er samt æðisleg en það er kominn tími á að endurnýja ;-)

Við vorum sem sagt að kaupa okkur nýja alveg ógisslega flotta. Þetta er svona týpísk stelpumyndavél, eða Canon 750 (eina sem ég man) en hún er alveg obboslega dúlluleg og MIKLU MINNI heldur en gamla Kodak vélin okkar. Bara verst að við fáum hana ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi því við pöntuðum á netinu!

Annars er skólaþema hjá stelpunni núna næstu vikuna. Þarf að vinna upp helling og þarf svo að lesa fyrirfram til að ég njóti þess nú að vera í "fríi" með henni Stínu systu en hún er væntanleg eftir almost a week...úúúú hlakka til!!!!

ps. akkuru þarf ég alltaf að fara að væla yfir þessu sjónvarpi! Var að horfa á úrslitin í American next top model og fór að hávæla... ég hélt líka með henni ;-)

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Matreiðsluvél á heimilið 

Árni er nú svoldið fyndinn gaur. Þarf að eiga allt sem heitir tæki og tól... hann á sko eftir að setja mig á hausinn einn daginn með þessu braski sínu því ekki er smekkurinn ódýr híhíí!

Nýjasta græjan á heimilið var keypt í dag og er það þessi svakalega matreiðsluvél. Elsku blandarinn minn er nébbla ekki nógu góður, hann saxar ekki svona og hinsegin en hvað veit ég svo sem ;-) Í tilefni af þessum kaupum stendur Bakerinn í ströngu í eldhúsinu og er að búa til sorbet ís og ég er smakkarinn ;-) Hann hefði náttla aldrei fengið mig til að samþykkja kaupin ef hann hefði ekki gert eitthvað gómsætt í þessari græju med det samme! Hann er nú samt eitthvað að reyna að kenna mér á þetta, segir að ég geti loksins fengið gúrkusneiðar til að líta út eins og sneiðar en ekki klumpa, uss ég skil ekkert hvað hann er að tala um ;-)

Annars er ég búin að ákveða að segja ekkert um þessar skopteikningar og þetta blessaða ástand sem er hér á bæ. Við ferðumst ekki með lestunum, förum aldrei í strætó og ótrúlega sjaldan niðrí miðborg þannig ég tel okkur vera nokkuð örugg hérna í borginni. Það þýðir bara hreinlega ekkert að vera að hugsa um hvort maður sé að fara að lenda í terror eða ekki, ég bara hreinlega trúi því ekki að það gerist... en á meðan ég allavega er enn á lífi þá lifi ég bara lífinu sæl og reyni að pæla sem minnst í því hvort ég verði bombuð niður í verslunarleiðangri niðrá Striki :-)

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Ég er á leiðinni í útskriftarferð :-) 

Það er nú svolítið öðruvísi að útskrifast í 20.000 manna skóla heldur en að útskrifast í "litlum skóla" eins og HR eða Verzló þar sem bekkirnir fara saman í útskrifarferðir og svona. (Lengi lifi Costa del sol með 6-S í Versló!!!)
Í CBS er maður einhvern veginn bara týndur innan um allt og alla og ekki nærri því eins mikið félagslíf og heima. Ekki það að ég sæki mikið í þetta félagslíf hjá þessum jakkafata pésum hérna, en samt...

Allavegana, ég er búin að ákveða að koma heim í lok júní og er ekkert farin að pæla hvað mig langar að gera og langaði mikið að fara kannski eitthvað til að fagna þessum stóra háskólaáfanga mínum svona áður en ég sest í skrifstofustólinn í vonandi geggjaðri vinnu. Þannig Árni gerðist voða rómó í gær og gaf mér útskriftargjöfina mína fyrirfram sem er eitt stykki ferð til USA :-) vúúhhúúú ég ætla sem sagt að fara bara með sjálfri mér og fagna og það í góðra vina hópi því ég ætla að heimsækja Skúla frænda og hans fjölskyldu! Ég get hreinlega ekki beðið og nú er enn meira að hlakka til og trúið mér... ég á eftir að keppast að því að slútta hérna með glans til að geta farið sæl og glöð í afslöppunarferð til Charlotte :-)

Annars er byrjað að snjóa enn og aftur. Þetta fer nú alveg að detta úr tísku sko... ég þarf að fara að fá sólarljós til að hlaða rafhlöðurnar mínar. Er orðin eins og albínói og held hreinlega bara að ég láti verða af því að brúnkukrema okkur hjónin í kvöld... þetta er ekki hægt lengur sko!

föstudagur, febrúar 03, 2006

Kemur þú frá Ríkalandi.is ? 

Glæsilegur árangur hjá strákunum okkar þrátt fyrir að vera "aðeins" þeir sjöundu bestu í heiminum!!! En váh hvað þeir voru orðnir lúnir í gær greyin... en til hamingju strákar, þið vinni þetta bara næst og ég meina það af hinni fúlustu alvöru :-)

Jæja, er svoldið spennt fyrir helginni og að heyra síðustu lögin í undankeppninni heima. Erum auðvitað búin að taka forskot á sæluna því einhvern veginn náði Árni að finna Silvíu Nóttar lagið á netinu, það er nú svo sem bara ágætt híhíhíí....

Löppin mín er aðeins betri. Ennþá alveg helaum og bólgin en þetta verður nú farið eftir helgina. Samt svoldið fyndið að mæta í póstinn í morgun því það hefðu allir verið heima nema ég því ég fæ enga "sygpenge" fyrir að vera veik. Svo fékk ég að vera fína frúin og fékk bílinn í vinnuna. Árni er nú vanalega alltaf á honum en ég hélt að Daninn ætlaði að missa sig yfir hvað ég væri á "dýrum" bíl og hvernig ég þessi 23 ára gamla stelpa hefði efni á þessum bíl.... hahaha segja póstmennirnir sem eru nú ekki með hæstu laun í heimi greyin ;-)

En allavegana, það var einn í hópnum sem var nú alveg með skýringuna á þessu öllu saman og hún var sú að allir Íslendingar ættu svo mikið af peningum. Þá kom annar og benti á að Harpa ynni nú bara hjá póstinum og FENGI EKKI SU og þá varð hinn alveg trylltur og sagði að hann vildi nú bara veðja um að foreldrar hennar byggju í höll og ættu flotann allan af trukkunum í hlaðinu.... obbossíí kæri laxmaður, eigum við ekki alveg að slappa af núna! Ég sagði honum bara pent að ég hefði unnið fyrir þessum bíl sjálf og hélt áfram að vinna. Greyið, hann hefur alveg verið í rusli yfir þessu kallinn... kannski ég fari á morgun og segi honum frá því að Íslendingar kaupi allt á yfirdrætti og lánum til að honum líði betur ;-)

Góða helgi allesammen :-)

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Feitur ökkli... ojojoj !!! 

Þar kom að því að póstmaður ársins slasaðist í vinnunni. Eftir barning í snjóstormi, þrumum og eldingum og auðvitað sól og blíðu líka tókst Hörpunni loksins að slasa sig allsvakalega, og það áður en hún byrjaði að bera út!

Var á leiðinni í hjólageymsluna með allt hafurstaskið í vagni (3 töskur fullar af auglýsingum og pósti) og þarf á leiðinni að keyra upp smá brekku og í þessari brekku er svona misslétta sem ég bombaði í og datt svo killiflöt með allt draslið og helvítis vagninn bombaðist í sköflunginn á mér. Shitt maður, var alveg að fara að grenja því þetta var svo vont þegar ein kjéllingin kom til mín og spurði hvort það væri í lagi, jújú allt í besta lagi með mig! Shitt hvað var ég að pæla að segja að allt væri í lagi því ég gat ekki stigið í löppina á eftir....

Drullaði mér samt út með póstinn og var auðvitað ógeðslega lengi með þetta því ég átti í stökustu erfiðleikum með að labba. Þoli til dæmis ekki fólk sem lætur póstkassana sína vera alveg uppað húsunum en ekki bara við gangstéttina ;-) En eftir útburðinn varð allt crazy niðrá pósthúsi þegar fólkið áttaði sig á hversu slæmt þetta væri, ökklinn minn er þrefaldur og ég er með risa kúlu á sköflungnum sem er bara græn og flott. Yfirmaðurinn minn ætlaði að tilkynna þetta til aðalbækistöðvanna sem þýddi læknisskoðun og ég veit ekki hvað og ég bara sagði öllum að þetta væri nú ekki neitt, væri horfið á morgun og ég væri nú alltaf að fá svona meiðsli í handboltanum... úúff vitiði hvað, ég er að drepast!!! Ætla samt að fara á morgun, er bara með Árna hjúkku hérna hjá mér núna, hann er nú samt alveg að fá leið á mér bara eftir klukkutíma stjan hehehe!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?