<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Afslutningsfest Ydun 

Æðislegt kvöld í gær, var sem sagt á lokahófi hjá Ydun og hef bara sjaldan skemmt mér jafnvel! Hef náttla ekki séð skvísurnar mínar í rosalega langan tíma og voru því fagnaðarfundir og mikið knúserí. Þetta var nú samt svoldið erfitt kvöld fyrir mig því þetta var svona eitt af síðustu skiptunum sem ég hitti þær svona allar á sama stað... jáh ef ekki bara síðasta skiptið því það eru nokkrar að fara annað og svona eins og gengur og gerist, til dæmis er markmaðurinn okkar að fara að spila með Slagelse... sú á eftir að meika það þar :-)

Annars fékk ég æðislega gjöf frá þeim og ég var næstum farin að væla uppá sviði! Ég var búin að óska mér að fá að halda keppnistreyjunni minni svona til minninga en þetta félag er nú svoldið spes og vill aldrei gefa búningana heldur hafa þeir safnað settunum frá 1950 held ég... frekar ólekkert en liðið sem sagt lét gera glænýtt dress (harpixfrítt) handa mér og setti nafnið mitt á treyjuna og svona, voða sætt og svo fékk ég frá stelpunum stærsta blómvönd sem ég hef séð og allt safnið af dönsku hitturunum... þið hafið örugglega engan áhuga á þessu safni en fyrir þá sem vita þá er þetta "kom tilbage" og "jeg elsker dig" diskarnir og ég er alveg á fullu að hlusta núna og syng með eins og brjálæðingur :-)

En fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tók ég nokkrar myndir í gær! Þær eru sem sagt hér!

föstudagur, apríl 28, 2006

Á að þvo þvott á stofugólfinu.... 

Skrapp ganni inní Elgiganten (Elkó) fer ALDREI þar inn néma að vera með Árna með mér... veit ekki akkuru ég ákvað að labba þarna í gegn en ég ætlaði að athuga hvort þvottavélin og þurrkarinn okkar væru ekki á sínum stað en hvað haldiði, þvottavélin var á einhverju udstillingsmodel pris og ég fór því að forvitnast um þetta og kom í ljós að þeir fá ekki fleiri svona týpur og ég varð að taka hana STRAX ef ég ætlaði að fá þessa þvottavél.. eins gott ég kíkti við! Mig er sko búið að dreyma um þetta sett og þegar ég vil ÞESSA vél en ekki hina er sko erfitt að þurfa að sætta sig við eitthvað annað... jáh ókei þetta er BARA þvottavél en you know what I mean ;-)

Ég rauk af stað, hringdi í Andra bekkjó og hann kom eins og kallaður. Nú er þvottavélin komin inní stofu og ég get ekki lengur boðið í mat við borðstofuborðið okkar, það er bara hreinlega EKKI LENGUR PLÁSS :-) ok ok það var ekki pláss fyrir löngu síðan en ég er samt ánægð með að þeir leyfðu mér að geyma það að taka þurrkarann líka, tek hann bara eins og planað þegar mamma og pabbi koma en ég er búin að borga hann þannig þeir selja hann allavegana ekki frá mér! Þetta er sko SETT ;-)

Annars var ég svooooo ánægð þegar pósturinn kom því við vorum að græða af þessum sparsömu Dönum... við fengum helminginn af húsaleigunni okkar endurgreidda því Daninn er svo duglegur að spara rafmagn og það er allt sameiginlegt hérna hahahaa... og ég sem spreða at helvedes til ;-) Jáh lífið er yndislegt í 17 stigum og sól í dag... en til að setja svartan blett á þetta allt saman ætla ég að halda áfram í lögfræðinni!!!

See you guys og góða helgi elskurnar mínar... veriði nú dugleg að senda mér læristrauma, helst í gegnum þetta kommentakerfi hérna ;-)

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Gamli skarfurinn í Nettó 

Hvað er með mig og gamla fólkið hérna í Köben... ég virðist alltaf lenda uppá kant við þetta blessaða þrjóska og íhaldssama lið!

Ég var sem sagt í Nettó í dag að versla inn fyrir vikuna. Svo er ég í rekkanum þar sem hrísgrjón, pasta, núðlur og eitthvað svona stöff er og rek augun í nýja tegund af núðlum sem ég hafði ekki séð áður. Þær voru sem sagt í neðstu hillunni og ég beygi mig niður eftir þeim. Það var gamall skarfur fyrir aftan mig sem fannst greinilega brotið á sér þarna og hvað haldiði að hann hafi gert.... hann labbaði fram hjá mér þar sem nóta bene var NÓG PLÁSS en "rakst samt" utan í mig og akkúrat á meðan hann er að leika þetta þá stend ég upp og greyið féll rækilega á eigin bragði þarna því hann féll killiflatur í gólfið... hehehee ég náttla vældi úr hlátri því þetta var alveg eins og í bíómynd en honum var sko ekki skemmt, ætlaði að kalla á lögguna og ég veit ekki hvað, ég bara náði ekki andanum fyrir hlátri og sagði svo bara pent við þann gamla að hann ætti nú ekkert að vera að abbast uppá unga fólkið, það væri alltof klárt... gamli skarfurinn sagði ekki orð og vildi enga hjálp frá mér við að standa upp!!!

Jáh svona var nú það... annars er ég enn í hláturskasti við að lesa bloggið hennar Gunnu, Gunna þegar maður er farinn að pissa freyðipissi þá getur maður farið að meika money, er þaggi ;-)

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Síðasti tíminn overstået.... 

Var í síðasta formlega tímanum mínum í CBS í dag! Það var brosað út í annað þegar maður gekk út úr skólastofunni... kennarinn okkar bauð okkur reyndar uppá hyggelig lørdag þar sem hann ætlar að fara í gegnum alla þá rétti sem við þurfum að kunna, ég ætla að þá það boð þar sem ég er ekki sú sterkasta í þessu ;-)

Framundan eru sem sagt 7 dagar helgaðir lögum og reglum og þá er þetta frá! En svona til að fagna síðasta tímanum ætla ég að hafa tærnar uppí loft í allt kvöld og glápa á sjónvarpið svona til tilbreytingar ;-)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Vorið komið og góða skapið líka 

Aaahhhh.... þrátt fyrir að vera ekkert sérstaklega vel við randaflugur, jáh ókei vera skíthrædd við þær þá var æðislegt að sjá nokkrar hlussur suða eins og vitleysinga í kringum mig í dag. Ég fór líka í algjört rjómaskap við að sjá fullt af fiðrildum flögrandi um í görðunum! Ofan á þetta allt gat ég verið á póstskyrtunni minni en ekki í flíspeysu svona eins og vanalega, ég held hreinlega að þetta sé allt á réttri leið :-)

Góða skapið er komið hjá Hörpunni. Ég er að keppast við að sýna þessu lögfræðifagi smá áhuga en það er vægast sagt mjööööög erfitt... þurrara efni hef ég ekki upplifað áður. Ég var samt alveg límd við bækurnar þegar hlutverk ejendomsmægler (fasteignasala) var skilgreint... þannig ég þarf bara að setja öll lögin í eitthvað samhengi við fasteign og söluprócess og ég er í góðum málum ;-)

Annars hélt ég svoooo að ég væri búin að sigra DR1-tv og þessi blessuðu áskriftargjöld. Ég skrifaði þeim nefnilega email um að ég væri að flytja frá landinu og sagði þeim væntanlegan flutningsdag. Stuttu seinna fékk ég bréf frá þeim þar sem þeir tilkynntu mér að ég væri ekki lengur áskrifandi. Ég er búin að monta mig mikið af þessari snilldarhugmynd minni en hvað haldiði, ég fékk reikning í dag akkúrat þangað til ég á að flytja heim, böömmmeerrrr!!!!

En svona í lokin vil ég óska elsku Kristínu minni og Alla til hamingju með frumburðinn :-) Kom aðeins fyrir tímann sú stutta en hún var nú bara einni mörk minni en ég þannig það er kjarnakona þar á ferðinni ;-) Hlakka til að heyra í ykkur hljóðið, berjist í þessu þangað til ;-)

mánudagur, apríl 24, 2006

Vælukjóinn með sprungna dekkið 

Það koma dagar þar sem allt gengur upp og mér finnst ekkert mál að vera ein í úglandinu en það koma líka tímar þar sem mig langar að leggjast á gólfið og grenja úr mér augun út af einhverri lélegri vorkunnsemi í manni...

Þegar ég er búin að vinna á laugardögum hef ég sett það í vana minn að taka eina góða æfingu og skella mér svo í sund og slappa af í gufuböðunum upp í Fields. Á laugardaginn síðasta var ég svo búin að vinna þrjá daga í röð og þess á milli að læra langt fram á kvöld þannig þreytan var farin að segja til sín. Var ekki enn búin að ná að sofa út síðan ég kom úr fluginu. Þegar ég kom út úr líkamsræktarstöðinni endurnærð og tilbúin í að taka einn slapparadag var loftlaust hjól sem beið mín. Jísúss mig langaði að fara að grenja á staðnum... jáh þið sem skiljið þetta ekki þá er þetta eins og að koma að sprungnu dekki á bíl, alveg það sama ;-)

En allavegana, ég í mínu bræðiskasti rauk af stað með hjólið og hugsaði nú með mér að þetta væri nú bara framdekkið og ég gæti þetta nú alveg... hva, maður þarf ekkert á karlmanni að halda í svona jobb. Ég ætlaði nú samt að labba með hjólið til hjólamannsins til að prófa að pumpa í gripinn bara svona til öryggis ef ske kynni að það væri nú ekki sprungið... LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM, hvurslags þjónusta maður og ég búin að hafa fyrir því að labba með hjólið alla leið. Þannig ég fór heim og vældi mikið í Árna yfir þessu og hann hló sig máttlausan af þessari vorkunnsemi í mér...

Á sunnudeginum ákvað ég nú samt að fara út og prófa að pumpa í dekkið með handpumpunni okkar... hvað haldiði, ventillinn var laus sem þýðir að einhver dúddi hefur bara verið að leika sér að því að "leysa vind" í Fields þennan dag... TAKK FYRIR MIG KÆRI VINUR!!!

laugardagur, apríl 22, 2006

Draumahús kynna.... 

Nýuppgerða 3ja herbergja íbúð á besta stað í bænum. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Tilvalin fyrir ung hjón með börn. Ásett verð 18,5 milljónir!

Jáh góðir hálsar... þetta er sem sagt nýja starfið mitt! Ég ætla mér að selja eignir á fasteignastofunni Draumahús. Hún er ein stærsta fasteignastofan á landinu og er nýbúin að opna skrifstofu í Hafnarfirðinum til að anna eftirspurn. ÞAR VERÐ ÉG :-)

Ég byrja um miðjan júlí og fer þá á mánaðarkúrs þar sem ég læri af þeim kláru í Mörkinni 4 og eftir það flyst ég yfir í Hafnarfjörðinn og þá getiði bara farið að hringja og athuga hvort ég er ekki með sæta íbúð fyrir ykkur til að kaupa, núh eða bara bjallið í mig og látið mig selja fyrir ykkur ;-) Haldiði ekki að ég sé týpan í þetta, allavegana er ég voða spennt. Þeir vildu helst fá viðskiptafræðing í þetta starf og ég hef mikla möguleika á að bæta við mig og verða löggiltur fasteignasali, segir sú sem ætlaði ekki að læra meira... er þegar farin að pæla hvenær ég ætla að taka þetta nám ;-)

--------------------

Annars er ég að finna sælgæti út um allt hús, ég get svo svarið það hahaha.... bróðir hans Árna og fjölskylda voru í húsinu okkar á meðan ég var á Íslandi og það var alveg æðislegt að koma út aftur því þau voru búin að fela íslenskt nammi ÚT UM ALLT!!! Ég kom heim fyrir einhverjum 5 dögum og ég er enn að finna nammi, var síðast að borða Djúpur sem voru í hurðarkarminum á frystinum ;-) Þetta er sko eitthvað fyrir mig hehehe!!!!

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Og þá er kjéllan mætt á ný :-) 

Þrátt fyrir að ég sé komin aftur leysir það ykkur ekki undan að taka þessa könnun ;-)

Jááhh, hvað er að frétta af stelpunni sem var að kveðja kærastann sinn fyrir næstu tvo mánuði, kvaddi alla sem henni þykir vænt um og stelpunni sem situr ein heima í tómu húsi!!! Jáh mine venner, ég hef það bara alveg æðislegt, trúðuð þið þessu híhíí... ég sit hérna sæl og glöð og tilbúin í að leysa næsta verkefni sem er að klára þennan skóla og flytja til Íslands!

Ég hef fengið þetta jákvæða hugarfar með aðstoð frá elsku Árna mínum því að sjálfsögðu þá erum við alltaf í keppni og í þessu tilfelli er engin undantekning hehe, jáh góðir hálsar ég er að leggja af stað í eitt stykki handboltaleik í dag! Úff allir halda að Döggin sé að missa vitið en neinei, ég ætla sem sagt að spila fyrri hálfleikinn á næstu 5 vikum þar sem markmiðið er að fara í lögfræðiprófið 3.maí og skrifa lokaritgerðina. Ég klára þann hálfleik með því að skila lokaritgerðinni 24.maí!

Í leikhléinu ætla ég aldeilis að njóta mín þar sem ég ætla að byrja á því að horfa á Jónu mína í Ungfrú Ísland og síðan að fá elsku bestu mömmu og pabba í heimsókn. Það er aldrei að vita hvað við fjölskyldan tökum uppá, kannski förum við til Berlínar eða kannski verðum við bara í rólegheitunum í litla endaraðhúsinu, mér er aaaalveg sama... öllu skiptir að mamma og pabbi eru að koma og það verður æðislegt :-)

Seinni hálfleikurinn verður svo tekinn með trompi þar sem ég þarf að undirbúa og læra undir vörnina fyrir lokaverkefnið. Það klárast í síðasta lagi 14.júní með eitt stykki VIÐSKIPTAFRÆÐIMENNTUN. Eftir það ætla ég að vinna eins og sjúklingur og pakka niður fyrir gáminn. Árni sæti minn kemur svo trúlega á þeim merka degi 17.júní þar sem við ætlum að bera út í gáminn og eiga æðislega viku saman svona áður en við segjum endanlega farvel við Köben!

Nohhh Harpan búin að blogga 2 mánuði fram í tímann. Þarf ég nokkuð að blogga meira ;-) hehehe... jújú ég verð aktív, alltaf eitthvað ómerkilegt sem maður getur logið að ykkur!! Ég vil samt varla eyða tíma í að rifja upp Íslandsferðina, hún var svona eins og hjá öllum sem fara heim, hitta vinina og fjölskylduna og njóta þess að vera með Árna mínum þar sem við erum í svona long distance þessa dagana ;-) Svo fór ég í atvinnuviðtöl og góðir hálsar, Harpan er komin með vinnu :-) Byrja bara leið og ég kem frá USA í sumar! Hvað haldiði að það sé??? Ég skal gefa ykkur vísbendingu.... ég kom sjálfri mér verulega á óvart með því að velja þetta starf en er samt alveg rosalega spennt fyrir því að byrja, langar bara að byrja STRAX!! Giskiði nú á hvað þið haldið, ég lofa svo að koma með rétt svar fljótlega... þið sem vitið svarið, þið megið bara óska mér til hamingju en ekki segja ;-)

sunnudagur, apríl 16, 2006

Lokaverkefni og markaðskönnun 

Jæja góðir hálsar vinkona mín hún Erna sæta í Århus er að skrifa lokaverkefni um bloggheiminn... váááhh það ætti að verða athyglisverð útkoma takk fyrir og ég ætla að biðja ykkur ÖLL að taka þátt og ekkert múður, sleppiði bara einum bloggara og það er búið að bæta upp tímann ykkar og ekki bara hugsa um rassgatið á sjálfum ykkur og vandiði ykkur nú við þetta..... ;-)

Here it is folks!!!!!

laugardagur, apríl 08, 2006

Tíska.is (skástrik) FAILURE !!! 

For crying outloud.... viljiði minna mig á að kaupa mér aldrei föt á Íslandi. Skrapp í Kringluna í dag og gvuð minn góður, önnur hver, neiii sorry hver einasta manneskja í SÖMU LOPAPEYSUNNI, hallærislegt í meira lagi!!!

Ég á eitt lopavesti sem tengdó prjónaði á mig, dettur ekki í hug að nota það í þetta skiptið... annars er gaman á Íslandi og allt mitt skipulag að ganga upp júhúúú! Til að kæta mig ennþá meira er ég að sækja Árna sæta á flugvöllinn á morgun!

Sakna ykkar í DK og er búin að éta yfir mig af óhollu og aldrei búin að mæta á æfingu, breytist bráðum í fíl but what the hell, ég lifi hvort sem er á gúrkum og káli þarna í Höfninni góðu þannig só what ;-)

Túrílúúúú.......

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Påskeferie på vej !!! 

Elskurnar mínar, þá er bara að koma að heimför hjá Hörpunni. Búin að bíða eins og ólátabelgur í marga marga daga og gott ef ég sé ekki búin að vera með meiri njálg en allir krakkarnir í barnaafmælinu í dag híhí...

Töskurnar mínar eru sprungnar, ég vona að rennilásarnir haldi heim í Klukkubergið og allt gangi að óskum. Hlakka til að sjá alla og ef ég sé ykkur ekki óska ég ykkur bara gleðilegra páska og muniði nú bara að hafa samband ef ykkur langar að taka eins og einn kaffi ;-) Númerið er 898 8875 svona eins og vanalega!!!

Túrílúúú.....

mánudagur, apríl 03, 2006

Tveir, to, two, zwei, dos ....... 

Það hellirignir svona eins og vanalega og ég á orðið ekki svo mikið eftir í ísskápnum, annars er þetta challenge eins og allt annað í mínu lífi og nú snýst það um að versla EKKI oftar í matinn...
Ég er samt með einhverja sykurþörf þessa dagana, búin að gúffa í mig sælgæti bæði föstudag og laugardag og þetta er bara eins og með reykingarfólkið, maður má ekki fá smjörþefinn þá er maður fallinn.... en ég vil, get og skal (þangað til á Íslandi hehe)

Nú get ég ekki beðið eftir boarding cardinu lengur. Er búin að öllu fyrir ferðina, er á áætlun þar sem ég ætlaði að vera og bíð núna bara eftir að mæta í 2 lögfræðitíma og á einn fund með leiðbeinandanum... jáh og ekki gleyma afmælinu (umm nammibindindið enn og aftur í pásu hehe)

Annars hefur tengdamamma aldrei hringt svona oft í mig eins og núna. Hún er að biðja mig um að versla á sig föt, margir myndu ekki taka það í mál en Harpan er nú alltaf til í smá challenge og er búin að kaupa sitthvað handa frúnni og vonandi verður hún alveg í skýjunum, þarf víst að fara í of margar fermingar greyið og á bara "ekkert" til að vera í, kannisti ekki við þetta ;-) Þið hugsið örugglega, hvaða rugl er þetta að kaupa á tengdó en mín tengdamamma er svo mikil gella að hún gengur í sömu fötum og ég, bara einu númeri stærra og er að rifna úr skvísustælum og allt sem ég hef keypt á hana hingað til hefur hún fílað í tætlur þannig ég held áfram þangað til hún verður súr yfir einhverjum kaupunum hehee....

En shitt hvað ég er byrjuð að bulla mikið hérna inni... hafiði virkilega gaman af þessu? Ég á nú bara eftir að blogga kannski einu sinni enn og svo eruði komin í páskafrí frá mér, gvuð hvað ykkur hlakkar til ;-) Þangað til næst er ég farin að skúra, skrúbba og bóna heimilið mitt....

sunnudagur, apríl 02, 2006

Endaraðhúsið að missa sig 

Vitiði það... shitt ég er með njálg í rassinum af spennu! Einungis 3 dagar í heimferð og ég er búin að pakka og alles, ég meina það maður! Ég held ég hafi bara hreinlega aldrei verið svona spennt að fara heim fyrr, kannski vegna þess að krúsídúllan mín er á Íslandi ;-) maybe......

Annars er ég alveg að missa mig í innkaupunum þessa helgina. Búin að lifa á ENGU síðan Árni fór því hvað nennir maður að vera að kaupa sér eitthvað svona kósýgott ef það er enginn til að njóta þess með hehe... en allavegana ég er búin að vera að versla gjafir handa hinum og þessum og meðal annars afmælisgjöfina hans Árna (25 babý) þannig ég held bara að fólk hlakki jafn mikið til að fá mig eins og ég að koma heim því ég þarf alltaf að kjafta, jísess ég er svo lík henni móður minni með að kjafta svona frá, get aldrei haldið KJ ef ég er að gera eitthvað sniðugt af mér.... ;-) Ég græði nú samt stundum á þessu híhíhí, sagði tengdamömmu frá því hvað ég var búin að versla mikið og sagði henni svo að ég hefði verið að missa mig yfir einhverjum vösum sem mig langaði svo í og hvað haldiði, mín fékk bara fjárhagslegan stuðning og ég var að koma úr bænum eftir að hafa keypt vasana híhíí!!!

En gærkvöldið var alveg eins og ég vildi hafa það. Var komin í náttfötin strax eftir kvöldmat og nennti ekki neinu. Svo allt í einu uppúr 22 þegar öll ættin mín var búin að hringja í mig og kjafta var ég komin í svo mikið stuð að stelpan setti músík á fóninn og fór að þvo þvottavélar, þrífa og pakka.... maður er ekki eðlilegur út í þvottahúsi eftir miðnætti á laugardagskvöldi en hva, ég var í súperfíling og það var svoooo gaman hjá mér :-)

Jæja... er að bjóða Andra og Siggu heim í kvöld, heldur betur langt síðan síðast hjá okkur böddíjunum þannig það verður voða gott að fá þau í innlit. Þangað til þarf stelpan að læra, lögfræðikennarinn var víst að setja út á íslensku letihaugana sem nenna ALDREI að læra heima... úúff best að taka sig saman í andlitinu fyrir síðasta tímann hjá laxanum ;-)

laugardagur, apríl 01, 2006

Aprilsnar !!! 

Ohh ég er gúnga... var búin að ákveða að plata ykkur svakalega í dag en svo gugna ég!!!

Í staðin fyrir hvíta lygi langar mig að segja ykkur svoldið svakalega skemmtilegt, klukkan er 12:50 og ég er búin að vinna heilan vinnudag, taka góða æfingu og svitna svo mikið að ég þurfti að ná í handklæðið mitt til að þerra uppeftir mig í tækjunum og er núna búin að borða prótein og hafragraut og er á leiðinni niðrá Strik að hitta Evu mína og væntanlega eyða fullt af peningum.... getur lífið verið betra :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?