<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 29, 2006

Árni afmælisbarn :-) 

Elskulega æðislega rjómabollan mín er 25 ára í dag :-)
Árni fagnar afmælisdeginum með því að baka vandræði í 12 tíma og fara svo heim til brósa þar sem hann býr á Ísafirði og vonandi fá eitthvað annað en soðinn fisk í matinn ;-) Njóttu dagsins elskan mín....

Ég er löngu búin að gefa honum afmælisgjöfina sína en það var voða flottur videó ipod og af því við erum í svona long distance þá héldum við bara litla afmælisveislu um páskana!

Annars er voða gaman að hafa mömmu og pabba. Erum búin að bralla margt og mikið og borða yfir okkur, diet hvað er nú eiginlega það??? Erum svo ekki einu sinni búin að ná að fara niður á Strik ennþá hehee.. það hlítur að koma að því en á morgun er Lególand á döfinni :-)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Mrs Fran Fine mætt á svæðið 

Takk fyrir allar kveðjurnar elsku vinkonur, ég er alveg í skýjunum :-)

Heyriði ég er bara búin að hafa það geggjað síðan ég skilaði. Búin að shoppa af mér rassgatið, eyða quality time with my girls og loksins steig ég inn í fitnessdk í meira en hálftíma og gvuð minn góður, ég líka finn vel fyrir því núna hehe ;-)

Annars fór ég til Andra og Siggu í gær, skuldaði þeim sko þokkalega hitting. Það var svo kósý hjá okkur og var grillaður kjúlli og hvítvín á boðstólnum. Um kvöldið voru svo bakaðar m&ms pönnukökur hehe! Svo var Andri svo æðislegur að lappa uppá hjólið mitt, alveg ferlegt hvað það er að detta í sundur en núna heldur það allavegana næstu viku hehe... thanx hon ;-)

En jísúss ég vaknaði í morgun stútfull af kvefi. Skil þetta bara alls ekki, hef verið að finna fyrir þessu síðustu daga en nb. ég hef ekki orðið veik í 100 ár eða eitthvað. Svo hugsaði ég ekkert um þetta, hjólaði bara af stað með Siggu því ég svaf heima hjá þeim og þegar ég kom heim var eins og slökknað hefði á mér... ég hljóma núna eins og The Nanny gellan og finnst eins og hausinn sé að springa! Úff ekki gott sko en ég er samt búin að ná að rústa heimilinu hérna hehehe... núna eru 14 kassar orðnir fullir af dóti og þeim er staflað snyrtilega UPPÍ LOFT hehe. Varð að byrja að pakka aðeins og þvílíka kerfið sko, skrifa niður hvað er í hverjum einasta kassa og númera svo því það er ekki eins og ég sé að fara að pakka þessu öllu upp þegar við komum heim.. hahaha ætli þetta verði ekki í kössunum allavegana fram að jólum ;-)

Annars er kínaparið sem flytur hingað inn á eftir okkur að gera mig svoldið þreytta. Þau eru bara búin að koma ÞRISVAR og ég hefði betur sleppt því að vera svona næs við þau... eða ekki því kannski er ég að fara að græða helling á þeim hehe! Þau komu í fyrradag og spurðu hvort ég vildi ekki selja húsgögnin mín og ég var nú ekkert svo viss um það en eftir að hafa spjallað um þetta við Árna þá ákváðum við að bjóða þeim sófasettið, stofuborðið og borðstofuborðið og þau eru að koma á morgun að skoða. Ég setti náttla allt of hátt verð á þetta en ég meina ef þau vilja þetta ekki só be it.. hehe ég var nú hvort sem er búin að ákveða að setja þetta allt í gám ;-)

En jæja ætla að halda áfram að vorkenna sjálfri mér með þetta ógeðslega kvef og klára að þrífa heimilið áður en mútter og far koma, bara sólarhringur jeiiiii :-)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Í dag er tímamótadagur (allavegana leikhlé) 

Þá er dagurinn genginn í garð, sá dagur sem ég hef beðið eftir í alveg rosalega langan tíma :-) Við erum BÚIN með BSc ritgerðína okkar og eigum einungis eftir að mæta í skólann og skila! Skiladagurinn er reyndar á morgun en til hvers að skila þá ef þú getur skilað í dag... ætluðum bara að sofa út og skila í kringum hádegið og fara svo saman í brunch og bjór, jáh ÉG ÆTLA MEIRA AÐ SEGJA AÐ FÁ MÉR BJÓR!!!!

Já svo eru svo margir að spyrja hvernig gekk. Úff ég bara hef ekki hugmynd, hef mjög góða tilfinningu fyrir verkefninu en svo er svo erfitt að segja hvort leiðbeinanda og prófdómara finnst það sama. Það kemur allt í ljós þann 13.júní kl.13:30 þegar við verjum verkefnið með kjafti og klóm og Harpan verður vonandi formleg Bachelorette hahaha.. já ókei fæ gráðuna ;-)

En að öðru, Eurovision partýið var æði! Ég var reyndar bara systir hennar Silvíu því ég var í svo lélegum búning en Manda tók þetta með stæl. Ég tók líka óvænta gesti með í partýið því Dagný og Gunnar Berg voru í helgarferð í Köben og ég bara dró þau með mér :-) Ekkert smá gaman að hitta þau og sæta Mola minn, úff frekar mikið hönk drengurinn og átti hann alveg í mesta basli við að halda Hafrúnu Heklu (dóttur Sverris) frá sér þetta kvöld hahaha.....

Annars hitti ég Siggu Birnu leið og ég kom heim í gær alveg búin á því eftir ritgerðina og hún var nýbúin að baka bollur þannig hún bauð mér bara heim og hversu næs var það, takk takk Sigga ;-) Ég var nú reyndar alveg að sofna í sófanum hjá henni hehe en slapp við að elda kvöldmat fyrir einn EINU SINNI ENN haha, jáh kjéllan greinilega orðin þreytt á að elda fyrir einn og kvöldmatarnir eru eftir því, frekar daprir oft á tíðum!

En framundan er bara smá FRÍ... jáh þið lásuð rétt FRÍÍÍÍÍ :-) Ég ætla að rækta vini mína í þessari viku og fara með Söndru á Strikið og kannski versla smá híhí og svo ætla ég að fara til Andra og Siggu og skála í hvítvíni og við stelpurnar ætlum að hafa það svoooo huggulegt og horfa á Ungfrú Ísland í gegnum netið! (koma svo Jóna mín) Annars þarf ég nú líka að þvo þvott og undirbúa komu mömmu og pabba jeiiiii og þau koma á föstudagskvöldið. Þetta verður náttla bara næs að fá að fara flott út að borða, við ætlum í Legoland og svo verðum við á bíl þannig við brunum ábyggilega eitthvað út fyrir borgina ásamt því að njóta okkar á kaffihúsum og í BÚÐUNUM að sjálfsögðu!

Jáh góðir hálsar í dag er dagurinn og ég ætla að njóta hans vel. Þangað til næst, njótiði þess að vera til híhíí... væmið? Neiiiiiiii!!!!!

föstudagur, maí 19, 2006

Lokaspretturinn að hefjast... 

Jæja þá í þetta sinn! Eurovision var alveg eins og ég spáði feit skyta en shitt hvað ég hefði DÁIÐ ef 18.000 manns hefðu púað á mig... enda var Silvía greyið þokkalega væluleg á myndunum í Mogganum í dag, SKILJANLEGA úff! Var samt svoldið skondið sms sem ég fékk eftir keppnina "Hej Harpa, hvorfor bliver Silvia Night buet ud?" Þetta kom frá einni danskri sem veit greinilega ekki hvað er búið að ganga á og veit ekki hvernig stelpuskottan er búin að haga sér ;-)

Að öðru... Sigga Lóa HETJAN MÍN er búin að lesa yfir ritgerðina og nú er allt að gerast, nú fer allt á fullt. Er að berjast við að skrifa niðurstöðurnar en er með ritstíflu á háu stigi, er búin að ná að skrifa 4 línur á 3 dögum og GERI AÐRIR BETUR hehe! Enda er ég að refsa sjálfri mér að sitja núna á föstudagskvöldi og á ábyggilega eftir að refsa mér aftur og sitja allan daginn á morgun..og hinn og hinn jáh og hananú! Við ætlum nébbla að lesa yfir á sunnudag og mánudag og ritgerðin verður sett í prentun á mánudagskvöldið LJÚÚÚFT!! Eins gott að þetta standist allt saman, RITSTÍFLA FARÐU OG ÁHUGI KOMDU!!!!!!!!!!!

Eins og þið sjáið er stelpan orðin eitthvað tens yfir þessari ritgerð, enda er þetta lang stærsta einkunnin mín og miðað við prófkvíða og fullkomnunaráráttu í fyrri prófum þá er ekkert skrítið að ég sé farin að hegða mér furðulega hehe! En hva, almost finished, hálfnað er verk þá hafið er... back to work baby!!!

Adios...

fimmtudagur, maí 18, 2006

Sjálfstæða Harpan !!! 

ÉG hvet alla til að vera sjálfstæða og skoða blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði um helgina. Þar verður Harpan með eitt létt og laggott svona af því ég er svo létt og laggóð :-)

Annars datt keðjan 2x af hjólinu mínu í morgun... jísúss maður kommon þarf bara að duga í einn mánuð í viðbót enda er ég alveg að hvetja það áfram núna ;-)

Er ansi hrædd um feita skytu í Eurovision í kvöld, stend samt með Silvíu þrátt fyrir að hún sé löngu farin yfir strikið góða.. ég dáist bara af því hvernig þessi duglega stelpa þorir að leika hana!!!

Update: Kelly Clarkson er að spila í Charlotte 4.júlí obbobb eins gott að ég fái miða maður, búin að setja frænda í málið!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Hva, er ekkert að frétta.... júúúú!!! 

Jæja langt síðan síðast... og hvað er ég búin að bralla í millitíðinni hehehe, dónt ask! Árni sagði mér að ég skrifaði svo leiðinleg blogg að enginn nennti að lesa hjá mér, hvað þá kommenta. Ég held að þetta sé rétt hjá honum, frekar glötuð lesning þessa dagana ;-)

En helgin var nú ekkert sérlega spes, var bara að vinna og skrifa og það gengur nú bara vel í augnablikinu. Erum búin að skrifa alla kaflana og komin svona nokkurn veginn í max hvað varðar síðufjölda. Nú erum við bara í "mestu" vinnunni en það er að verða ánægð með allt og bæta við og stroka út þar sem okkur finnst ritgerðin ekki nógu góð... við erum sko ekki nærri því orðin sátt ennþá en það eru nú alveg 8 dagar í skil þannig þetta er allavegana í lagi ennþá ;-) Svo ætlar elsku besta Sigga Lóa að lesa yfir fyrir okkur, stefnum á að leyfa henni að fá herlegheitin í kvöld!

Annars er sko loksins eitthvað framundan hjá minni. Þarf að fara út í búð í kvöld og kaupa kökumix því ég á von á heimsókn á morgun jibbíí!! Anna Rut og Guðrún Drífa eru að koma í heimsókn til Bjarnýjar í Sverige og þær ætla allar að koma og kíkja til Hörpu sinnar á morgun. Þær eru líka vonandi með BÚNINGINN minn í fararteskinu því ég á víst að klæðast gervi Silvíu Nóttar næstkomandi laugardag þar sem ég fer í hið árlega Eurovision partý til Svedda og Steffíar... ef þær klikka á búning er ég í djúpum hehe öll fötin farin heim á Klakann ;-)

föstudagur, maí 12, 2006

Tilbreytingarlaus hversdagsleiki 

Það er eins og lífið mitt sé á hold... þetta er mjög einkennileg tilfinning haha ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér!

Er farin að vakna á undan gamla fólkinu og sest út á pall í eins og einn hafragraut og er svo mætt fyrir framan tölvuna þar sem ég sit allan daginn. Æfingar eru í algjöru lágmarki og hef ég ákveðið að ég sýni bara sjúklegar framfarir í haust þegar mrs. Fislétt mætir á svæðið.. jájá það kostar að verða BSc gella skal ég segja ykkur því kílóunum hefur fækkað og *húrra* hrópa sumir en aðrir sem heita Ég vilja bara ekkert léttast neitt.. sérstaklega þar sem ég veit hvað er að fara.. allavegana er það ekki fita!!

Hljóma eitthvað hálf vonlaus en ég er það alls ekki... er svo sátt eitthvað þar sem ég veit að í dag eru bara 12 dagar í skil á tryllitækinu og er það eini hluturinn sem ég pæli í þessa dagana!!!

miðvikudagur, maí 10, 2006

Chinatown is moving in.... 

Ég sat hérna sveitt við ritgerðarsmíð þegar ég sá par vera að gæjast í garðinum. Ég fór eitthvað að velta þeim fyrir mér þegar ég sá að þau voru greinilega að tala um íbúðina MÍNA!! Þannig ég bara skellti mér út á blett og fór að tala við þau og þá kom í ljós að þau eru að fara að FLYTJA INN 1.júlí.....

Hversu lítið þarf til hahaha.... ég var næstum farin að grenja á staðnum yfir þessu!!
En mér fannst þau samt svo sæt eitthvað svona skáeygð og talandi óskiljanlega ensku þannig að ég bara bauð þeim inn og hélt minn fyrsta sýningarhring sem fasteignasali hehehe.... það gekk svona vel og þau fóru út með stjörnur í augunum og ætluðu á stundinni út í Fields að borga trygginguna híhíí!!

Niðurstöður: Næstu íbúar eiga eftir að fara vel með elskulega endaraðhúsið okkar :-)

mánudagur, maí 08, 2006

USA here I come :-) 

Liggaliggaláááái..... ég var að panta flugið mitt til Skúla og Zinu í dag :-)

Ég segi farvel til Köben þann 23.júní þegar ég og Árni stígum uppí sömu vél og fljúgum saman til Íslandsins góða. Jáh ég átti sko ekki von á því að við myndum taka sama flug heim en dúddinn hjá Icelandair var svo ææææðislegur við mig :-)

Svo verð ég á Íslandi í viku og flýg svo áfram til Baltimore þar sem ég verð í eina nótt hjá systur hennar Zinu. Það verður nú eitthvað stuð að vera inná svona totally amerísku heimili en ég hlakka samt til, þetta verður eitthvað spes ;-) Svo flýg ég með US Airways til Charlotte í Norður Karolínu þar sem ég ætla að vera í 2 vikur hjá elskulegu fjölskyldunni minni. Þau eru með sundlaug og golfvöll sem er bara fyrir þeirra götu og ég held ég sé að fara rétt með það að það séu einhver 5 baðherbergi í Egilsson palace hehe... jáh ég er sko að fara í THE pakkann :-)

Fyrir þetta allt saman borgaði ég það sama og ef ég hefði bara farið frá Íslandi til Baltimore... hvort eigum við að kalla þetta einokun eða bara snjallt buisness fyrirtæki ;-)

sunnudagur, maí 07, 2006

Surprice surprice heiðskýrt í dag :-) 

Þetta góða veður er bara komið til að vera held ég. Algjört yndi og vona ég að þetta haldist bara svona næsta einn og hálfa mánuðinn og svo má rigna restina af sumrinu híhíí....

Heyriði ég verð að hryggbrjóta ykkur með því að segja að það er bara EKKERT að frétta. Þegar lífið snýst um að vakna, borða, skrifa og skíta þá er nú ekki mikið að segja frá er það ;-)

Annars gengur ritgerðin bara vel eins og er og allt á áætlun... tökum þó öllum svona fréttum með varúð, ég gæti fengið móðursýkiskast í kvöld yfir einhverju sem ég get ekki skilað frá mér hehe! Og hversu glatað er það að spjalla við Hemma í HR og heyra að hann sé að SKILA SINNI BS Á MORGUN bööhhööö af hverju kemur sumarið svona snemma heima, allir að verða búnir í prófum bara :-/ En maður er nú aldrei svartsýnn, ég hef nú gengið í gegnum þetta í þrjú ár núna og alltaf enda ég sem glaðasta manneskja á plánetunni þegar ég labba út úr síðasta prófinu um miðjan júní... í ár verður sko engin breyting þar á ;-)

laugardagur, maí 06, 2006

Desperate Writer ;-) 

Sit hérna ein á laugardagskvöldi og hef ekki stigið upp úr stólnum nema einu sinni til að fá mér kvöldmat. Annars er ég á fullu í ritgerðarsmíð og gvööööð hvað þetta tekur langan tíma að ná niður fokking eina síðu, hvað þá SEXTÍU!!!!! Ég á fund með samskrifara mínum á morgun og ég GET VIL OG SKAL ná því sem ég setti mér fyrir....

Fjölskyldan finnur greinilega fyrir því að ég þarf á stuðning að halda, síminn er búinn að vera rauðglóandi hérna hjá mér og nú er svo komið að það er búið að taka hann úr sambandi, eða öllu heldur bara setja á silent ;-)

föstudagur, maí 05, 2006

Miami beach í garðinum hjá mér.... 

Ég lofa að tala ekki um hversu gott veður er hérna því ÉG MÁ EKKI VERA ÚTI!!! Langaði bara að segja ykkur að ég sit FÖST inni að semja ritgerð sem ég sætti mig nú svo sem alveg við, þetta er alveg að verða búið bara 19 dagar í skil en þegar bæði Færeyingarnir og Carsten Metrógæi eru með gettóblasterinn út í garði og grilla BÆÐI í hádegis og kvöldmat þá er mér ekki skemmt......

Annars fékk ég gleðitíðindi í gær, Sigrún sæta ætlar að koma í heimsókn til mín á ÞEIM MERKA DEGI 13.júní sem er bara SAMA DAG OG ÉG KLÁRA :-) Hversu lovely er það... þannig ég er bara að fá hellingsheimsóknir því mútta og far koma eftir akkúrat 3 vikur vííí vííí víííííí!!!!!

En stórfrétt dagsins góðir hálsar :-) Árni æðislegasti kærasti í heimi er kominn með vinnu næsta vetur vííííííííííí.... hann á sem sagt að sjá um bakaríið á Hótel Loftleiðum og er þetta eitthvað fyrir Felinn minn, hann verður sem sagt í öllu frá morgunrúnstykkjum til hótelgesta til brúðartertna handa tilvonandi hjónum því veisluþjónustan verður öll á hans könnu... gott fólk ég á flottan kærasta ;-)

miðvikudagur, maí 03, 2006

Stanslaust stuð og stemning!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Váááááhhhh ef þið bara gætuð séð í hversu ógeðslega góðu skapi ég er akkúrat núna... úúffff er alveg að missa mig hérna, FINNIÐI ÞAÐ EKKI ;-) vúúhhúúú....

Kláraði sem sagt þetta DREP próf með stæl EN EKKI HVAÐ... veit reyndar ekkert hvernig mér gekk en ég skrifaði og skrifaði og var með krampa í lokin sem boðar BAAAAARA gott er þaggi hehehe!!! Svo þegar Harpan labbaði út úr prófinu þurfti hún að byrja á því að AFKLÆÐAST því það var bara GEÐSJÚKT gott veður og við þetta brosti Harpan bara hringinn og er búin að gera í ALLAN DAG!!!!

Fór niðrá Strik og sleikti bæði sólina og mannlífið. Fór svo inná Icelandair skrifstofuna og hitti þar æðislega sparsaman Dana sem gaf mér ÖLL GÓÐU RÁÐIN hvernig á að panta sér ódýrt til USA og hvernig á að fara í kringum kerfið til að panta innanlandsflugið í USA þannig nú er ég sko klár í slaginn og þakkaði þessum sparsama Dana svo vel fyrir að hann hélt ég ætlaði bara að giftast honum þarna á staðnum ;-)

Svo er ég búin að tala við Eimskip sem eru búnir að ganga frá gámapöntuninni minni og gámurinn kemur hérna fyrir utan hjá mér 16.júní sem er bara geggjað því þá þarf Árni greyið að púla úr sér lifrina við að fylla hann þá helgina, nó 17.júní fyrir hann múhhahahaaa!!!!!

En jæja... má ekkert vera að þessu, er í sólbaði með Birnu Færeying (granninn minn) og ætla trúlega til Söndru beibí seinnipartinn.... þannig túrílúúúúúú!!!!!!!!!

mánudagur, maí 01, 2006

Harpa gleðikona :-) 

Er búin að vera eitthvað leið undanfarið, örugglega bara vegna þess að ég sakna Árna míns og er komin með ógeð af þessari lögfræði og vildi helst bara fara í prófið núna því stressið er aðeins farið að minna á sig fyrir þetta lokaverkefni mitt sem bíður bara eftir að fara á fullt og tíminn líður krakkar mínir.... 23 dagar í skil á tryllitækinu!

Eeeeeeeennnn akkúrat þegar ég var að pæla í að skrifa eitthvað vonleysisblogg þá fæ ég þennan ÆÐISLEGA email frá einni ÆÐISLEGRI vinkonu minni og ég ætla nú bara að vera svo ÆÐISLEG að setja brot úr emailinu hingað inná bloggið, sæta mín þú kærir mig bara fyrir höfundaréttarstuld næst þegar við hittumst ;-)

"Langaði reyndar líka að segja þér að ég var að skoða handboltamyndirnar þínar í gær, geggjaður á þér háraliturinn og þú ert alltaf svo happy eitthvað,- sama hvort ég er að skoða myndir af þér eða lesa bloggið þitt,.. maður finnur alveg gleðiorkuna streyma út! Það er nú einmitt þess vegna sem mér finnst að þú eigir að kalla þig Hörpu Gleðikonu !!!! ;) Hvaða H-vítamín ertu annars að taka ???? (Happy-pills)"

Váááhh takk takk takk takk dúllan mín.... þetta er sko vítamínssprautan fyrir vikuna hjá mér og ég held barasta að ég hafi fengið FJÓRFALDAN SKAMMT AF H-VÍTAMÍNI þarna :-) Ég tala við ykkur næst þegar ég er búin í prófinu, klára þann viðbjóð á miðvikudaginn og held bara að ég geti ekki verið betur undirbúin... þangað til þá adios amigos ;-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?