<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 20, 2006

THE END !!! 

Eftir þrjú góð ár í Köben stöndum við á tímamótum, við erum að flytja til Íslands. Á þessum þremur árum höfum við setið við námslestur, unnið fyrir dýrmætri reynslu á vinnumarkaðnum og það sem er í raun mikilvægast, við erum búin að stofna okkar eigin heimili og komast að því að þetta er eitthvað sem við ætlum að gera til æviloka :-)

Íbúðin er tóm og búið að skila lyklunum! Við erum komin á hótel niður á Vesterbrogade þar sem við ætlum að leika túrista í HEIMABORGINNI okkar næstu 3 daga. Jáh nú erum við komin í frí og þetta frí ætlum við að nota í að kveðja okkar æðislegu og dýrmætu vini sem við höfum eignast á þessum tíma, bæði danska og íslenska. Vænst þykir mér samt um "fjölskylduna okkar" sem er búin að hjálpa okkur í gegnum súrt og sætt og erum við einmitt að fara til þeirra í kvöld, Sigga Lóa, Kristján, Anna og Elsa við elskum ykkur svooona mikið!!!

Vonandi bíður framtíðin bara björt með heilbrigðu lífi okkar beggja, heilbrigðum börnum, góðri vinnu og frábærum vinum sem við ætlum að vera dugleg að rækta! Takk til mömmu okkar og pabba fyrir að vera alltaf til staðar þegar við þurftum á að halda, takk til allra okkar ættingja og vina sem hafa verið svo æðisleg!

En jæja okkar bók er á enda, takk fyrir að lesa elskurnar mínar! Sjáumst á röltinu því ekki verður skrifað aftur á þessa síðu... köttur út í mýri, setti uppá sig stýri, ÚTI ER ÆVINTÝRI !!!!!!!!

mánudagur, júní 19, 2006

Síðasta kvöldið í endaraðhúsinu 

Er þetta ekki einkennilegt! Síðasta kvöldið okkar á Hovmålvej er runnið upp... íbúðin er orðin galtóm og ekkert í henni nema ferðatöskur og dýna til að sofa á sem verður svo hent út í gáminn í fyrramálið! Gámurinn verður sóttur í hádeginu...

Við erum nú ekkert sérlega rómó hérna síðasta kvöldið erum bara að þrífa hehehe... erum búin að vinna hörðum höndum í allan dag að bera út í gáminn ásamt meistaranum Andra Stef og drollunni Siggu skvís (takk esskurnar mínar) og greyið strákarnir þeir voru sko vel blautir eftir þetta allt saman!

En mér líður hálf einkennilega núna, ætli maður sé ekki bara að átta sig á því að það sé að koma nýr kafli í lífinu!!!!!!

sunnudagur, júní 18, 2006

Gámurinn að fyllast 

Komiði margblessuð og sæl. Mikið búið að ganga á hérna síðustu daga, eigum við ekki að segja að það sé allavegana líf og fjör hérna í endaraðhúsinu ;-)

Svona stuttur rúntur yfir það helsta:
-við Sigrún erum búnar að versla fyrir allan peninginn!
-17.júní var haldinn hátíðlegur á ströndinni, ótrúlega gaman!
-ég og Sandra skelltum okkur í Kvennahlaupið!
-Sigrún djammaði á hommabörunum í Köben á laugardagskvöldið!
-Árni kallinn kom til Köben og miklir endurfundir hjá okkur skötuhjúum!

Í dag erum við aftur á móti búin að púla af okkur allt vit því við vöknuðum kl.10 í morgun og byrjuðum á að tæma geymsluna okkar, þar næst hófumst við handa við að bera alla þessa kassa sem við Sigrún vorum búnar að pakka í út í gáminn og pökkuðum svo restinni og bárum út... Þetta tók bara gjörsamlega allan daginn og ég segi það og skrifa, undirbúiði ykkur vel undir svona flutninga því þvílíkt og annað eins vesen úff púff! Við eigum samt helling eftir, sófasettið okkar og sjónvarpið, dýnan og fleira er eftir inní íbúðinni en þessu verður öllu endurraðað á morgun og gámnum lokað annað kvöld! Það versta er samt eftir og það er að verðmerkja mublurnar okkar út af tryggingunum, jísúss hehe þarf að fá mér einn kaldann við þá skriffinsku!!!

Vááh ég er bara ekki að trúa því að þessu sé öllu að ljúka hérna...

fimmtudagur, júní 15, 2006

Shopaholics ó baby yeah!!!!! 

Gvuð minn góður... vinsamlegast skilið því til Sissa að við séum virkilega að taka á því hérna!! Annar eins shoppingleiðangur hefur ekki sést hjá okkur stöllum fyrr og vorum við svo slæmar í gær að við höltruðum heim eftir Strikið. Ákváðum svo BARA að vera í Fields í allan dag og þurftum að kaupa ferðatösku til geta verslað meira því þunginn á pokunum var meiri en flest lóðin í Kaplakrika ó jáh!!!

Fyrir utan heilt hjól, 20 pappakassa, þvottavél og þurrkara hérna í stofunni ásamt svona 50 innkaupapokum þá líður okkur nú samt vel hérna í endaraðhúsinu! Við liggjum flatar í sitt hvorum sófanum og getum varla hreyft legg né lið en harkan sex er að byrja, ætlum að pakka eitthvað í kvöld og borða mexíkanska pizzu ... og að sjálfsögðu þarf að fara að vinna í þessum heimilisbar hérna ;-)

Only 2 days í Árna minn og 2 dagar í grill/strandparty ársins, see you there.... ;-)

þriðjudagur, júní 13, 2006

Nei hæ..... 

..... þetta er viðskiptafræðingurinn ;-)

Prófið gekk eins og í sögu og við fengum náttla bara geggjaða einkunn, NÉMA HVAÐ!!!!

Í dag er ég búin að sitja á skólabarnum og øllast með krökkunum, liggja eins og skata með Söndru á ströndinni og nú er ég nýkomin heim til að undirbúa grillmat sem við Sandra ætlum að snæða hérna í góða veðrinu.

Rúsínan í pysluendanum er svo á leiðinni með Icelandair því Sigrún mín Gils er á leiðinni :-)

sunnudagur, júní 11, 2006

Ekki á morgun heldur hinn 

Jiii fyndið að geta sagt svona, ekki á morgun heldur hinn!!!! Ég held bara hreinlega að það sé að fara að koma að þessu hjá manni :-) Ég ákvað að hjóla Strikið á leiðinni heim úr skólanum í dag því hitinn, sólin og mannlífið gerir mig eitthvað svo glaða. Ég settist með nestið mitt á Amagertorv og lét mig dreyma um að ég væri eitt af þessum ástföngnu pörum með ís... jájá bara 6 dagar í Árna minn og eins gott að það verði svona blíða þá, hann á það sko alveg skilið (og ég líka hehe)

Hitti Tinu skólasystur mína í CBS á Strikinu. Ótrúleg tilviljun og var hún í sama pakkanum og ég, gat ekki lært meir og á að verja sína ritgerð á morgun. Þetta er eina vinkonan sem ég er búin að eignast í þessum skóla, eða allavegana sú eina sem ég ætla mér að hafa samband við áfram. Hún var búin að tékka á því hvar við ættum að verja okkar og ætlar að mæta eftir vörnina og óska okkur til hamingju. Þetta finnst mér virkilega sætt af henni og sýnir enn og aftur að þetta er vinkona í raun!

Ég nennti ekki að fara að læra þegar ég kom heim og settist því út í sólina með vörn 15 og Vikuna (amma safnar fyrir mig sko) Eftir 2 tíma í sólinni á heitasta tímanum hélt ég að ég væri bara orðinn einn kolamoli því sólin er svo sterk en þegar ég kom inn er ég með örlítið far og bara fallega brún... össs þessi sólarvörn er alveg að gera sig og er ég þvílíkt ánægð með hana þrátt fyrir að þetta sé eins og leir á þykkt. Ég er nébbla svoldið kærulaus í svona málum en ætla mér að vera dugleg núna að verja húðina enda er ég að fara í 35-40 stiga hita í júlí hehehe ;-)

Jáh og talandi um Ameríku. Ég varð svo glöð í gær þegar afi tilkynnti mér að Skúli og Zina ætluðu að reyna að koma til Íslands í ágúst þegar afi verður sjötugur. Þá fæ ég að hitta litla frænda minn Sebastian 2x á sama árinu og ég sem hef ekki séð hann í 3 og hálft ár núna og hann er að verða 5 ára kjúttípæ. Mikið ætla ég að nýta mér að vera svona mikið með honum, ætla alveg að stjana við hann!

Meiri gleði, eftir smá er að byrja landsleikurinn hjá Íslendingum og Svíjum. Ég var nú heldur betur svekkt þegar ég sá að RÚV sýndi ekki beint á netinu en hvað haldiði ég er auðvitað með sænsku stöðvarnar hérna og ein stöðin sýnir auðvitað beint þannig ég er að fara að koma mér vel fyrir og horfa á leikinn :-) Áfram Ísland!

En mikið get ég blaðrað þrátt fyrir að það sé ekkert í fréttum. Vonandi hafiði gaman af elskurnar mínar! Ég vona líka að þið sendið góða strauma til mín.... sakna ykkar allra!!!

föstudagur, júní 09, 2006

Endinn er handan við helgina 

Í dag er föstudagur og einungis 4 dagar í settan dag! Nú tala ég eins og ófrísk lady en í mínu tilfelli er biðin á enda þann 13.júní kl.13:30 þegar unglambið BSc fæðist :-)

Það jaðrar við smá sommerfíling svona í morgunsárið þar sem við mættum Begga (bróðir hennar St.Rutar úr Hfj) á leiðinni í sína vörn á mastersverkefninu og þeir félagar voru klæddir í sitt fínasta. Það er engin spurning að við Andri verðum flottust á þriðjudaginn þegar við mætum í stíl bæði í jakkafötum, ég í hælum en hann með bindi...

Annars er dagurinn búinn að fara í skipulagningu á fyrirlestrinum. Erum ekki að nenna þessu enda er fílingurinn fyrir síðasta prófið alltaf eins og ætti þessi fílingur að vera fyrir öll próf því þetta er miklu skemmtilegra heldur en stresshnúturinn! Efa samt ekki að sá hnútur gerir vart við sig þegar nær dregur ;-)

Góða helgi öll sömul, njótiði þess nú að vera til og slappa af í góða veðrinu ;-)

fimmtudagur, júní 08, 2006

Ég er nammisti :-( 

Ég held að ég sé með sjúkdóm! Ég er búin að vera í átaki síðustu daga með að eiga bara hreinlega ekkert nammi í skápunum sem gerir það að verkum að ég "þarf" ekki að borða neitt nammi. Ég hef verið með stanslausan njálg og get ekkert einbeitt mér að skólabókunum og ég held bara hreinlega að þetta sé nammileysið. Mér finnst eins og það vanti eitthvað til að japla á og ég er stanslaust að opna skápana hérna en allt kemur fyrir ekki, EKKERT NÝTT!!!

Ég verð að hlaupa út í sjoppu og kaupa mér tyggjó, virkar það ekki eins og plástur á ó-óið mitt hehe!!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Sólin lætur sjá sig igen... týpískt ;-) 

Jæja góðir hálsar þá er sumarið að koma í annað skiptið í Köben. Búið að vera alveg rjómablíða síðustu daga og á víst að vera út vikuna. Er þetta týpískt eða hvað hehe... það var nébbla rjómablíða þegar ég var að skrifa ritgerðina og svo eftir að ég skilaði er búið að vera skýjað og rigning allan tímann. Svo loksins þegar ég þarf að fara að koma mér inn að læra þá kemur sólin aftur... bööööhh þetta er sko ekki sanngjarnt!!!

En ég ætla ekki að kvarta, ég stelst út í hálftíma hér og þar hehee... en ég ætla að vona að sólin svíki mig ekki í USA þá fyrst verður stelpan spæld ;-)

þriðjudagur, júní 06, 2006

Var þetta raunveruleikinn eða... 

Veit ekki hvort þessi draumur var út af 06.06.06 en mig dreymdi hálfgerða martröð í nótt. Vaknaði upp alveg með illt í maganum og allt en mig var að dreyma prófið sem ég er að fara í eftir viku. Það pössuðu öll details, gaurarnir sem fara á undan okkur inn sátu í prófinu og mér fannst þeir eitthvað svo berskjaldaðir (það eru gluggar á stofunni sem við verðum prófuð í). Svo passaði reyndar ekki að ég var að fara í próf með einum strák og einni stelpu... en þau voru mikið betur undirbúin en ég og ég átti alveg eftir að semja fyrirlesturinn minn og allt, var að gera það þarna 5 mín fyrir próf!!!

Hvað táknar þetta??? Ég get auðvitað reynt að hafa áhrif á drauminn með því að vera betur undirbúin, ég ætla sko að kunna fyrirlesturinn minn utanað og svo hef ég reyndar verið smá stressuð yfir þessum þeoríum sem maður þarf að kunna fyrir utan ritgerðarefnið en ég ein get víst ráðið því hvort ég verð vel undirbúin eða ekki, er farin að læra!!!!!!

mánudagur, júní 05, 2006

Danska fermingarveislan 

Pant mæta aftur í danska fermingu... nú vorkenni ég eiginlega bara gestunum sem mættu í mína fermingu því mikið svakalega var hún leiðinleg hahaha ;-)

Það var sungið og trallað, allir sátu saman til borðs, skemmtiatriði hægri vinstri, nokkrar ræður og allt flæðandi í léttum flöskum! Þar sem ég var ein og yfirgefin í þessari fermingu var ég látin sitja hjá vinkonuhópnum hennar Siggu Lóu sem voru komnar til Köben í "fermingu" hahaa.. þær voru búnar að vera vel hressar alla ferðina og var ég svooo sátt við mitt borð því þvílíkt og annað eins stuð :-)

Og svona til að toppa allt þá var fermingarveislan í 8 klukkutíma og það var BORÐAÐ allan tímann... Sigga Lóa og Kristján eru náttla veislugjafar af guðs náð og án efa mínar fyrirmyndir í svoleiðis. Takk æðislega fyrir mig elsku fjölskylda :-)

En svona eftirrationalisering.... mikið á ég eftir að sakna Köben! Ég sá það í gær hvað maður hefur það virkilega gott hérna og ég hefði getað farið að væla á staðnum þegar Sigga Lóa sagðist eiga eftir að sakna mín svo.... ohhhh ÉG LÍKA ÉG LÍKA!!!!!

Í dag hefst aftur á móti nýr kafli. Ég er búin að hafa það allt of gott síðan við skiluðum ritgerðinni en nú er kominn tími til að hysja upp um sig og byrja að læra. Ég var að taka fram bækurnar og sá að ég er komin með sekt á eina bók sem ég tók af bókasafninu og þegar það gerist hjá Hörpunni þá er nú eitthvað óskipulag í gangi ;-) Framundan eru 8 hard core dagar þar sem ég fer í sama pakkann og fyrir páska, vinna á daginn og læra á kvöldin enda veitir ekki af öllum þeim gjaldeyrir sem ég kemst yfir til USA ;-)

föstudagur, júní 02, 2006

Mamma og pabbi farin 

Jæja þá er settið í flugvélinni á leiðinni til Íslands. Það var sko aldeilis æðislegt að hafa þau hjá sér, alltaf getum við hlegið eins og fífl og huggað okkur saman, I love my parents :-)

En heyriði einhverjar fréttir af liðinni viku... Lególand sló í gegn og ég plataði elsku mömmu mína í rússíbana hahahhaa, hún varð alveg hvít greyið og ég hélt bara að þetta yrði hennar síðasta þegar hún stóð uppúr vagninum en við pabbi hlóum okkur máttlaus af þessu og mamma reyndar líka EFTIRÁ!! Svo vorum við pabbi alveg vitlaus í öllum tækjunum þarna og var svaka fjör þegar við ætluðum að rústa "aumingjunum" í einhverri brunaæfingu en við enduðum á að skíttapa fyrir pabba með 4ra ára soninn takk fyrir... kannski af því ég grenjaði úr hlátri allan tímann ;-)

Svo erum við búin að versla alveg eins og brjálæðingar og borða úti á flottustu veitingastöðunum í Köben. Þessar verslunarferðir voru svo magnaðar að ég þurfti að lána þeim eina tösku heim hehee... en ég er sko varla byrjuð að versla, get ekki beðið eftir að Sigrún beibí komi til mín og þá verða sko þrammaðar tískubúðirnar, mér finnst sko ALLT flott þessa dagana ;-)

En jæja er að þrífa mömmu og pabba út núna. Búin að henda í þvottavélar og ætla að reyna að koma röð og reglu á alla þessa fullu pappakassa hérna. Ég réði nébbla pabba í vinnu hérna, hann var í því að bletta í naglaför og hjálpa mér að ganga frá hinu og þessu og nú lítur íbúðin í alvöru út eins og það séu flutningar í gangi enda ekki skrítið, gámurinn kemur eftir 2 vikur og ég er bara á leiðinni heim eftir 3 vikur úúff hahahaaa maður er bara ekki að átta sig á þessu ;-)

Áður en allt þetta gerist þá skulum við nú aðeins fá Hörpuna niður á jörðina því eftir er að verja ritgerðina 13.júní og svo sækja yndislegu Sigrúnu mína um kvöldið jibbííí....

Góða helgi elsku fólk, ég ætla að njóta helgarinnar með því að fara í danska fermingu :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?